Vísir - 14.03.1934, Side 2

Vísir - 14.03.1934, Side 2
VlSIR MÁLARAR! HDNIÐ, *s ait iað BESTA er að málningu lýlur, fáið þér frá clstu og stærstu málninga- og lakkverksmiðju Norð- tirlanda. Sadolin & Holmblad A. s. Kaupmannahöfn. (Stofnsett 1777). Símskeyti Berlín, 13. mars. Uiútcd Press. — FB. Stjórnntálasamvinna I»jóð- . verja og Júgóslafa. Sendifulltrúi rikisstjórnar- innar í Jugoslavíu kom til Ber- iínar í dag til viðræðna vtð þýsku rikisstjómina. Ekki hefir verið neitt um það tilkvnt opin- berlega, hvaða mál verði til um- ræðu milli hans og stjórnarinn- ar, én mælt er, að Hitler sjálfur muni taka þátt í viðræðunum. Búist er við, að viðskiftamálin verði rædd og reynt að finna grundvöll til þess að byggja i viðskiftasamninga milli Þýska- lands og Júgóslavíu og að öll áhersla verði lögð á að liraða þeirri samningagerð sem mesi. Ennfremur er af ýmsum húist við, að nánari stjórnmálasam- vinna sé áformuð milli Júgó- slafa og Þjóðverja. í þvi sam- bandi er um það rætt, að Jugó- slafar eru þvi mjög mótfallnir, að maður af Habsborgarættinni verði settur á valdastól í Austur- riki og Ungverjalandi, en Þjóð- verjar eru einnig mótfallnir ölíum áformum i þá ált. Varsjú 14. mars. Forseti Póllands fær einræðisvald. Þjóðþingið hefir samþykt frum- varp til laga, sem heimilar forset- anum að gefa út hverskonar lög, sem þörf krefur, þangað til þjóíí- þingið kemur saman á ný þ. 1. nóvember í liaust. — Lög þessi heimila þó ekki, aS gerðar veröi breytingar á stjórnarskránni, en talsmaður andstæðinga stjórnar- innar mótmælti samþykt laganna og kvað með þeim forsetanum í rauu og veru fengið fult einræ'ði í hendur. (United Press. FB.). Madrid 14. mars. Allsherjarverkfall mishepnast. Allsherjarverkfalli var lýst yfir í Barcelona í gær og er alment lit- ið svo á, að að hafi algerlega mis- hepnast. Stærsta verkalýðsfélagið 1 Barcelona neitaði að taka þátt i þvi. Lítilsháttar óspektir hafa orðið í nokkurum borgum og bæjum, einkanlega þar sem tilraunir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir sölu „E1 socialista," en aðeins tvö blöð koma út í Mádrid og er ,,E1 socialista“ annað þeirra. — (United F’ress. FB.). Oslo 13. rnars. EB. Mowinckel vill ekki mynda sam- steypustjórn að svo stöddu. Stórþingsmennirnir Hambro og Bæröc hafa fyrir hönd hægri- flokksins átt viðræður við Mowin- ckel forsætisráðherra. I.ögðu þeir til við hann, að hann féllist á mynd- un samsteypustjórnar, en hann svaraði því til, að hann teldi ekki að ræða nánara stofnun kreppustjórnar, sem í væri allir fulltrúar borgaraflokkanna í kreppumálanefnd Stórþingsins. a. m. k. teldi hann það ekki tímabært eins og sakir stæði. Samkvæmt fregnum í blöðuntun er talið, að komið hafi í ljós á fundi þessum, að ríkisstjórnin muni ekki fallast á lágmarkskröfur bændaflokksins Kreppumálanefnd Stórþrngsins kom saman á fund i dag til þess að ganga frá tillögum sínum. Mælt er aö hægriflokkurinn muni gera úrslitatilraun til þess að miðla mál- um milli vinstriflokksins og bændaflokksins og þannig koma í \eg fyrir að stjórnin falli. Oslo 13. mars. EB. Fyrirspurn um ríkisútvarp. Bakke Halden Stórþingsmaður hefir borið fram fyrirspurn til rík- isstjórnarinnar svo hljóðandi: „Hefir ríkisstjórnin veitt því eftir- tekt. að mikil og vaxandi óánægja •er með ríkisútvarpið meðal þjóð- arinnar ?" (Jtan af landi, Akureyri, 13. raars. FÚ. Frá Akureyri. 1 gærkveldi andaðist að heini- ili sínu hér á Akureyri Magnús Einarssori organleikari og tón- skáld. Magnús var 85 ára að aldri. Hann hafði verið rúm- fastur aðeins 3 tlaga. Nýlátin cr liér á sjúkraliús- inu Friðbjörn útgerðarmaður Björnsson frá Hrísev. Bana- mein lians var lungnabólga. Hann lætur eftir sig ekkju og börn. Borgarnesi 13. mars. E'Ú. Úr Borgarfjarðarsýslu. í gær var Ingibjörg Erlends- dóttir, kona Bjarna Guðjóns- sonar kaupmanns í Borgarnesi, jarðsungin að Borg, að við- stöddum fjölda manns. Lungnapest hefir gert vart við sig í fé, á 4 -5 bæjum i Borgarfirði, en þó eru ekki mik- il brögð að veikinni ennþá sem komið er. Sent hefir verið eftir meðulum lil Reykjavíkur. Kvenfélagið i Borgarnesi er að æfa sjónleikinn Spanskflug- an“ og er gert ráð fyrir að fyrsta sýning fari frani á laug- ardaginn kemur. Viðskiftavelta Sparisjóðs Mýrasýslu var á síðastliðnu ári 1.632.500 kr., samkv. nýbirtri skýrslu Sparisjóðsins. Á árinu voru innlagðar 429.600 kr., en útborgað sparifé að upphæð 434.900 kr. Innslæðufé við árs- lok var 867.300 kr., en vara- sjóður í árslok 155.500 kr. Hef- ir varasjóður aukist á árinu um 10.900 kr. — Jafnaðartala efna- hagsreiknings var 1.011.900 kr. Sparisjóðurinn er 20 ára gam- all, og hefir aldrei tapað neinu fé. Rógnrinn om Hæstarétt J. J. á hæpnustu leiðum. — Samherjunum blöskpar. Um ýmiskonar óbótamenn og | illvirkja er það vitað, að við | fyrstu óhæfuverk sín fara þeir varlega að öllu, undirbúa alt rækilega og ganga svo frá, að þeir sem eflirlitið eiga að hafa, geta naumast áttað sig á hvernig i klækjunum liggur og hverjir eru liinir seku. En með tímanum hætta þorpararnir að gæta sín. Þeir verða áræðnari og að lok- um ganga þeir svo langt í frekj- unni, að jafnvel hinir blindu sjá, hverir em höfundar óhæfu- verkanna. Svipað þessu liefir nú farið fyrir óhappamönnum þeim, sem undanfarin ár hafa (í Tím- anum) gert hvíldarlausar árásir á æðsta dómstól þjóðarinnar, Hæstarétt. Allar liafa árásir þessar verið gerðar af illvilja, og i bcinu blekkingaskyni við þjóðina. Hatur þess, sem vegna ranglætis sins varð að lúta i lægra haldi, beindist að þeim, sem til þess voru settir að halda réttlætinu uppi og fullnægðu skyldu sinni. Skynbærir menn á þessa hluti sáu raunar þegar í slað, af liverjum toga rógurinn var spunninn, en of margir létu blekkjast. Hrekklausir menn, fáfróðir um dómsmál og rétt- arfar og gjörókunnugir því, sem um er að ræða, eiga vitan- lega erfitt með að gera sér grein fyrir flóknum lögfræðilegum vandamálum. Eðilegl er, að slikir menn láti ginnast í net rógberans, einkum þegar beitan er — dómsmálaráðherra-titill. Þrátt fvrir þetta hefir þeim þó stöðugt fækkað, sem trúnað lögðu á illmæli Jónasar Jóns- sonar og félaga hans. Og nu hefir Jónasi orðið sú skyssa, sem gera mun það að verkum, að jafnvel jieir, sem hlindastir hafa verið í trúnni á vaðal hans ldjóta að sjá i gegnum blekk- inga-vefinn. Hafi almenningsálitið nokk- urn tíma verið samliljóða um nokkurn hlut hér á Jandi, Jiá var það um, að fullkomið og óþolandi hneyksli væri, að hafa Lárus Jónsson fyrir yfirlækni á Nýja Kleppi. Allir töldu víst, að frávíkning hans hlyti að verða eilt fyrsta verk viðreisnarstarfs- ins, eftir óaldarstjórn Jónasar frá Hriflu. Er hann loks var rekinn frá, létti þungu fargi af óteljandi aðstandendum þeirra ógæfusömu manna, sem um rúmlega tveggja ára skeið liöfðu verið undir læknisforsjá L. I. seldir. Hilt létu menn sér i léttu rúmi liggja, miðað við nauðsyn þess að vera lausir við Lárus sem yfirlækni, hvort hann e. t. v. kynini að fá sér tildæmdar skaðabætur fyrir brottrekstur- inn eða ekki. Öhætt er þó að segja, að rétlarmeðvilund al- mennings hefði aldrei skilið það, ef slíkum manni sem Lár- usi Jónssyni liefðu verið til- dæmdar miklar skaðabætur úr ríkissjóði. Sú niðurfetaða undir- réttarins, að dæma honum full laun í alt að tvö ár cftir brott- reksturinn mun því hafa komið mönnum mjög á óvart. Ilitl, að Hæstiréttur sýknaði ríkis- sjóð, þótti svo sjálfsagt, að ó- þarft liefði verið að ræða málið frekara. í vægðarskyni við Lár- us Jónsson, ætluðu menn að láta análið kyrt liggja. En Jónas Jónsson hefir ekki getað stilt sig. í kosningableðll sínum gerir hann nú nýlegn harðar árásir á Hæstarétt fyrir dóm þenna. Þessi sami Jónas Jónsson, sem með afskiftum sínum af Lárusi, hefir bakað sjálfum sér meiri skömm og þjóðinni meiri sársauka og tjón, en með flestum öðrum af- glöpum sínum, ræðst nú að Hæstarétti fyrir að hann vildi ekki skylda ríkissjóð til skaða- bólagreiðslu til Lárusar. Það er því þessi „vinur“ Lárusar, sern nú kemur því til leiðar, að ekki þykir verða hjá þvi komist, að starfsferill L. J. sem ýfirlæknis á Kleppi verði gerður að nokk- uru umtalsefni hér í blaðinu. Mönnum er enn i fersku minni með liverjum hætti Lár- us Jónsson varð yfirlæknir. Hann hafði við næsta lítinn orðstir verið nokkurn tima sem kandidat á geðveikispítölum í Danmörku. Reynslan af honum þar var sú, að engum manni með fullu ráði hefði getað dott- ið i hug, að levfa honum framar að koma á geðveikraspítala sem lækni. Engu að síður réði J. .1. liann sem yfirlækni á Nýja- Kleppi, er hann hafði vikið dr. Helga Tómassyni, hinum fær- asta manni, úr þeirri stöðu. Annarsstaðar en liér á landi, hefði það vitanlcga þótt full- komið hneyksli, að ráða mann með ekki meiri sérþekkingu á þessu sviði í slíka stöðu. Eins og hér stóð á, var þó þekkingar- leysi Lárusar nánast aukaatriði. Aðrír annmarkar, og þá eink- um hóflaus diwkkj uskapur hans, voru svo miklir, að hann ldaut beinlínis að vera stór- hætlulegur fyrir sjúklinga sina. Þetta var öjlum kunnugum ljóst þegar í stað. Enda staðfesti reynslan það áþreifanlega. Og í nóvemer 1931 sendu hjúkrun- arkonur spítalans kæru lil land- læknis \4”ir drykkjuskap Lár- usar, enda lagði landlæknir, Vilmundur Jónsson, þá til, að Lárus yrði leystur frá yfirlækn- isslörfum. Er það sannað full- komlega, að alt þar til þessi kæra var send, hafi Lárus iðu- lega gengið stofugang áberandi drukkinn og drykkjuskaparins mjög gætt í starfi hans. Ekki tók þáverandi dómsmálaráð- lierra (.Tóns Jónsson) tillögu landlæknis til greina og leið svo fram veturinn. En síðari hluta^ vetrar var það, að Iúirus Jóns- son skaut úr byssu út um glugga í Iæknisbústaðnum á Nýja-KIeppi „að því er ætla verður í algerðu ölæði“ seglr Hæstiréttur, og fór hann yfir- leitt svo óvarlega með byssuna hlaðna, að tveir menn, er stadd- ir voru inni lijá honum, fundu ástæðu til að taka byssuna af honum með valdi. Þrátt fyrir alt þetta, var þó gerður riýr samningur við Lár- us, 26. mai 1932, þ. e. a. s. tveimur dögum áður en flokks- menn Jónasar Jónssonar steyptu honum fyrir fult og alt úr ráðherrastóli. Og hvernig var hann samningurinn, sem Jónas .Tónsson gerði við yfir- lækninn, sem á stofugangi var staðirin að því, að vera drukk- inn að flækjast innan um sjúkt- ingana, landlæknír hafði heiml- að rekinn og í ölæðis-ósjálfræði hafði skotið úr húsi sinu út i náttmyrkrið? Með samningi þessum var Lárus Jónsson enn ráðinn um tveggja ára skeið til að vera yfirlæknir spítalans. Orðrétt segir svo: „og' er ekki hægt að víkja yður frá innajn þess tíma. Verði yður samt sem áður einhverra orsaka vegna vikið frá, skuluð þér hafa rétt til fullra launa fyrir 2 ár, eins og þér hefðuð starfað alhm tím- ann við spítalann“. Að þessum tíma loknum þurfti svo að segju samningnum upp mcð 6 mán- aða fyrirvara, svo að gilt væri. Svona voru jæir samningam - ir, sem Jónas Jónsson gerði við vildarvini sina. Með þessu móti átti að trvggja þeim mönnum laun, sem alþjóð vissi að voru óhæfir til að gegna störfum sínum, og hlutu því að verða reknir úr þeim, er alment vel- sæmi færi aftur að hafa ein- hver áhrif á gerðir stjómar- herranna. Þess var ekki gætt í ákafanum, að clómsmálaráð- lierra hafði vitanlega ekkert vald til að skuldbinda ríkissjóð lil þess, að halda áfram að greiða þeim manni fult kaup, sem vikið hafði verið frá starfi. fjTÍr réttmætar sakir. Samn- ingurinn var því Lárusi ónýtur, eins og bæði lögmaðurinn og Hæstiréttur taka réltilega fram, en hinsvegar mun hann lengi standa sem óbrotgjarn minnis- varði yfir „stjórnheimsku“ og vesaldómi Jónasar Jónssonar. Engan þarf heldur að urnlra. þótt J. J. sriúi nú hatri sínu gegn þeim, sem neituðu í dómi sinun að taka „plagg“ þetta til greina. Lárus Jónsson mun nii í máli sinu helst hafa reynt að byggja á þvi, að cftir að þessi dæma- lausi sanmingur var gerður, hafi hann minkað drykkjuskap- inn og ekkert aðhafst, sem gerði liann brottreksturs verðan. Því fer þó f jarri að þetla sé rétt, því að eins og Hæstiréttur segir „þá þykir nú vera næg sönnun fyrir þvi, að mjög mikið liafi borið á drykkjuskap L. .T.“ eigi aðeins á árinu 1931, heldur og á árinu 1932, alt þar til hann var látinn fara frá spítalanum. Nefnir Hæsliréttur fjölmörg dæmi máli sinu til stuðnings, en að svo komnu þykir ekki ástæða til að rekja þau liér. Skal einungis eilt dæmi nefnt. 1. nóvember 1932, eitthvað finnn vikum áður en Lárusi Jónssyni var vikið frá, kom þaö slys fyrir, að sjúklingur sló eina hjúkrunarkonuná í höfuðið með „kústhaus“ og meiddi hana mikið. Gerðist þetta milli kl. 8 og 10 að morgni og reyndist þá ómögulegt að ná í yfirlæknin* (L. .T.), hvorki með því að síma til hans eða á annan hátt, og er þó sannað í málinu, að læknir- inn var heima í þetta skiftí, en eflir nokkra töf náðist í ann- an lækni, er af tilviljun var staddur á spitalanum, og batt hann um sárið. Þykir nokkrum manni furða. að slíkum yfirlækni, sem jx4t« og margt annað ámóta er sann- ÍSLENZKAR SMÁSÖGUR HÖFUNDAR: Jónas Hallgrímsson. Jón Thoroádses. Þorgils Gjallandi. Gestur Pálsson. St. G. Stephansson. Þorst. Erlingsson. E. H. Kvaran. Sigurjón Fri8jónsson. GutSm. FriíSjónsson. Jón Trausti. Krstín Sigfúsdóttir. Jóh. Sigurjóm- son, Hulda. Sig. Nordal. Jakob Thor- arensen. Fr. Á Brekltan. Helgi Hjörv- ar. Gunnar Gunnarsson. GuíSm. G. Hagalin. DavííS Þorvaldsson- Krist- mann Gutimundsson. H. K. Laxnes*. Bókin et' 300 bls. og ib. í fallegt band Fœst hjá bóksölain.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.