Vísir - 06.04.1934, Blaðsíða 3
VISIR
ítigar, sem inönnum þykir lítiö til
kotna? Nei. Fyrsta fullyrSingin
er þá gripin úr lausu lofti ei5a meS
hispursleysi sagt: upplogin.
I öðut lagi segir hann, í sam-
liandi viö þýöinguna á leiknum, a'ð
vmsar hnittnar setningar, sem eiu
i útlenda textanum, missi álgerlega
marks i þýðingunni. Sem þýöandi
skora eg nú á X-Y að sanna þetta
og skal eg lána honum, gegn
tryggingu, eina eintakið, sem til
tr af útlenda textanum hér. Leik-
ritiö er sem sé ekki til prentaö. en
Lcikfélagið ræðttr yfir handriti
höfundarins og þaö hefir farið
fárra manna á milli og að því er
eg best veit, hefir stofnun sú, sem
sendi Leikfélaginu handritiö ekki
scnt það öðrum hér í bæ, enda er
þaö vanda bundið að fá slik hand-
rit. Komi nú ekki annað fram i
þessu efni, verður aö álita saman-
burð X-Y’s á frumriti og þýðingu
upploginn.
Einfeldnislegur misgáningur er
það hjá X-Y. þegar hann i grein
sinni talar um sænskt sveitafólk
sem persónur í hinni norsku skáld-
sögu Sigrid Boo. (Áhrif frá
..filminn!“). En þetta er nákvæmn-
in.
í þriðja lagi og að lokum að
þessu sinni, fullyrðir X-Y, aö nii
inuni vera búiö að koma í veg
íyrir, að Lárus í Ási láti ljós sitt
skína í leikendaskránni á kostnað
Leikfélagsins. Hann er ])ó, eftir
]>vi sem eg best veit, enn þá rit-
stjóri skrárinnar og skrifar í hana
öðru hvoru, einnig í síðasta lieft-
ið, og hefði X-Y gctað íullvissað
-sig nm þetta hvorttveggja, ef hann
’>-æri heill á sönsunum.
Og svo að lokum, X-Y minn, þú
ert ekki enn orðinn formaður í
Leikfélaginu, en ])egar þar að
keinur. verði þér að góöu að taka
ofan í við alla x-y-ana, sem þá
skrifa „leikdóma1'.
Lárus Sigurbjörnsson.
Fiotamálaráðstefoan
að ári.
Kyrrahafsvandamálin. Þegar Lun-
dúna- og Washington-samþyktirn-
ar voru gerðar, var þaö tekið fram
af Bandaríkjamönnum.að þeir féll-
ist á styrkleikahlutföllin 3—5, að
því er þá sjálfa og Japana snerfir,
vcgna þess, að Japanar hefði und-
irgengist aÖ virða sjálfstæði Kina,
en kunnugt sé nú, hver framkoma
þeirra hafi reynst þar og í Man-
sjúríu. Flækist þessi mál inn í
ílotadeilumálin, batna samkomu-
lagshorfurnar siður en svo. (Uni-
ted Press).
Ný bók.
•—o—
Ármann Kr. Einarsson: Vonir.
Sögur. Rvík 1934.
Höfundur smásagnasafns þessa
cr ungur maður, innan viö tvítugt,
austan úr sveitum. lir þvi ekki
hægt að biiast við miklum þroska
eða lífsreynslu, er fram geti kornið
i sögum þessum. En það er
skemst af að segja, að sögurnar
eru um allar vonir fram og ílestar
skemtilegar aflestrar, einkum þar
sem kímni höf. nýtur við. I
fyrstu sögunni kcmur tilfinninga-
semi höf. fram á hálf-barnalegan
hátt, en önnur sagan, Ráðskonan í
Lyngholti, má heita fremur góð
og er tvímælalaust besta sagan.
Koma ])ar fram ýms kimileg at-
vik, sem fjörlega er frá sagt. Alls
eru sögurnar sex og eru allar lag-
legar. Má vel vera, að höf. verði
gott skáld, er honum eykst aldur
og Jiroski, ef hann leggur stund
á það og er nógu vandlátur við
n sig.
Jakob Jóh. Smári.
Mikið er nú um þaö rætt
hvort flotamálaráðstefnan, sem
ráðgert er að halda að ári, verði
haldin í Genf eða í Tokíó. Ým’sir
háttsettir embættismenn búast þó
frekar við, að hún verði i Genf.Um
þrjár borgir aðrar er að! ræða,
Washington, London og Tokio.
Flotamálaráðstefnur er þegar bú-
ið að halda í London og Was-
hington og eðlilega vilja Japanar
þvi, að Tokio verði valin að þessu
sinni. Iiins vegar eru hvorki Bret-
ær eða Bandaríkjamenn hlyntir því
að verða við óskum Japana í þessu
og veldur þar mestu um, aö jafn-
réttiskröfur þeirra íalla þeim ekki
i geð. Talið er vist, að Bretar og
Bandaríkjamenn fallist ekki á að
Uiðstefnan verði haldin i Tokio,
nema samkomulag náist um lausn
vandamálanna 'fyrirfram, en lík-
urnar fyrir því eru sáralitlar. Sjái
Japanar frant á, að ekki fáist sam-
þykki Breta og Bandaríkjamanna
til þess, að hafa ráðstefnuna í To-
kio, er búist við að þeir muni fall-
ast á, að hún verði haldin i Genf,
en' ekki í London eða Washington.
— Litlu flotaveldin — því að ráð-
stefnan að ári er ekki þrívelda-
stefna, heldur alþjóðaráðstefna um
flotamál — munu hlynt því, að
ráðstefnan verði haldin i Genf.
1 Genf er búist við, að Bandaríkin
muni krefjast réttinda til þess, að
víggirða eyjar sírrar i Kyrrahafi,
vegna þess, að með ágengni sinni
í Mansjúriu hafi Japanar í raun og
veru rofið alla samninga um
Bæjarfréttir |
CKSXOÍ
I.0 0.F. 1 = 115468 x/z.
Minningarathöfn.
Lik Finns Jónssonar prófes-
sors var jarðsett í Kaupmanna-
höfn í gær, en minningrathöfn
um hann fór fram i gærkvöldi,
að tilhlutan Háskóla íslands, og
var lialdin i sal neðri deild-
ar Alþingis. — Athöfnin hófst
með ]>ví, að karlakór K.F.U.M.
söng fomlatneskan útfararsáhn,
en því næst ávarpaði rektor há-
skólans, dr. Alexander Jóhann-
esson viðstadda, og mintist hins
látna visindamanns, en þvi næst
flutti dr. Sig. Nordal aðra minn-
ingarræðu og var liún um vís-
indastörf dr. Finns. Hinni hátíð-
legu minningaratliöfn lauk með
því, að kórinn söng: „Ö, guð
vors lands“.
Veðrið í morgun:
Hiti um land alt. I Reykjavík 5
stig, ísafirði o, Akureyri 4, Seyð-
isfirði 4. Vestmannaeyjuin 4,
Grímsey 1. Stykkishólmi 4,
Blönduósi' 3, Raufarhöfu o, Hólum
í Hornafirði 4, Grindavík 5. Fær-
eyjum — 1, Julianehaab 1. Ján
Mayen —- 5, Angmagsalik 2,
Hjaltlandi 3 stig. Mestur hiti hér i
gær 9 stig, minstur 4. Sólskin 9.9
st. Yfirlit: Háþrýstisvæði yfir
Grænlandshafi. Grunn lægð aust-
an við Jan Mayen. Horfur: Suð-
vesturland, Faxaflói, Brciðafjörð-
ur: Norðvestan kaldi. Léttskýjað.
Vcstfirðir, Norðurland: Vestan og
norðvestan gola. Víðast bjartviðri.
Norðausturland, Austfirðir: Norð-
an gola. Skýjað, en úrkomtilaust.
Suðausturland: Norðan gola.
Bjartviðri.
Landhelgisbrot.
Skipstjórinn á botnvörpungnum
Welbeck frá Grimsby var dæmdur
til þess að greiða kr. 22.000 i sekt,
en afli og veiðarfæri gert upp-
tækt. Skipstjóri fékk áírýjunar-
frest þangað til í kveld.
Innbrotsþjófar handsamaðir.
Lögreglan hefir handsamaö
þjófana, sem brutust inn i
klæðaverslun G. Bjarnasonar &
Fjeldsted og i hárgreiðslustofu
frú Hobbs. Þeir voru tveir, báð-
ir ungir menn, og mun lögregl-
an hafa komist í kynni við ann-
an þeirra áður.
Fiskaílinn
á öllu landinu var þ. 1. þ. m.:
Stórfiskur 16.266.565 kg. Smá-
fiskur 4.083.035 kg. Upsi 450.-
710 kg. Samtals 20.886.810 kg.
A sama tima i fyrra var aflinn
24.881.215.
Málverkasýning
Ásgrims Jónssonar i liúsi
Brauns-verslunar verður opin
til mánudags. Hefir fjöldi
manna skoðað þessa merkilegu
sýningu og sumir komið oftar
en einusinni. En margir munu
þó ekki hafa komið því við enn
þá að líta á liana og' er þá að
nota tækifærið fram vfir helg-
ina.
Leikhúsið.
„Við sem vinnum eldhús-
störfin“. Leikurimi verður
sýndur í ltveld kl. 8.
Sundhöllin á Álafossi
er nú aftur opin til afnota
fyrii' almenning og er aðsókn
mikil, m. a. úr skólum héðan úr
bæmun.
BifreiðarslysiÖ.
Rannsókn málsins er nn lokið.
Sannáðist, að Magnús Jóhannes-
son, sem stýrði bifreiðinni, hafi
verið undir áhrifum víns, er slys-
ið bar að höndum. Dómur í mál-
inu verður upp kveðinn á morgúli.
Karlakór Reykjavíkur
heldur sainsöng næstkomandi
sunnudag í Gamla Bíó. Söngskráin
er að niestu íslensk lög. Af útlend-
um lögum má sérstaklega benda á
„An den chönen blauen Donau“,
hinn alþekta Vínarvals eftir
Johann.Strauss. R.
Mentaskólinn.
Aðaldansleikur Mentaskóianem-
anda verður haldinn í kveld að
Hótel Borg. Hefst kl. 9.
Germania
heldur skemtifund í kveld kl. 9
i Oddfellowhúsinu niðri. Dr. Max
Keil flytur erindi með skugga-
myndum. Á eftir kaffidrykkja og
dans.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss er i Leith. Goðafoss er
í Hamborg. Brúarfoss er væntan-
legur til Vestmannaeyja í dag og
hingað í fyrramálið. Lagarfoss er
á leið til Kaupmannahafnar frá
Austfjörðum. Selfoss er á leiö til
Antwerpen frá Grimsby.
Af veiðum
hafa komið Þórólfur með 138
hfrarföt og Max Pemberton með
105.
Blindravinafélag íslands.
Gjöf frá ónefndum kr. 10.00,
áheit írá N. N. kr. 2.00, frá Þ.
B. kr. 2.00. Afhent gjaldkera.
Eldingin
kepiur út í dag', í helmingi
stærra broti en áður.
E.s. Suðin
fer héðan í hringferð austur um
land mánudag næstkomandi kl.
9 e. h.
Gengið í dag.
Sterlingspund ....
E>olIar ...........
100 ríkismörk þýsk
— frankar, frakkn.
— belgur ,........
frankar, svissn.
Urur............
mörk, finsk ..
pesetar ........
gyllini ........
tékkósl. kr. ..
sænskar kr. ..
norskar kr. .
danskar kr. .
kr
22.15
4.30 Vá
170.87
28.48
100.56
139.23
37.45
9.93
59.52
290.52
18.18
114.36
111.44
100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 51.33. niiðað við
frakkn. franka.
Fákur. ” {I:|
Hestamannafélagiö Fákur lield-
ur funcl næstkomandi máuudag kl.
8yi síðd. i Oddfellowhöllinni.
Rætt verður um næstu kappreiðar.
Næturlæknir
er í nótt Olafur Helgason, Ing-
ólfsstræti 6. Sirni 2128. — Nætur-
vörður í I.augavegs og Ingólfs-
apóteki.
Guðspekifélagið:
Fundur í „Septímu" i kveld kl.
Syí. — Fundarefni: „Hugsjónir
mannsins frá Nazaret“ (fram-
hald). Félagsmönnum er heimilt
að taka gesti meö sér á fundinn.
Áheit á Strandarkirkju,
25 kr. frá E„ afhent Vísi af síra
Bjarna Jónssyni.
Farsóttir og manndauði
í Reykjavík vikuna 18.—24.
mars (i svigum tölur næstu
viku á undan). Hálsbólga 45
(62). Kvefsólt 120 (169). Kvef-
lungnabólga 5 (12). Gigtsótt 1
(0). Iðrakvef 8 (31). Inflúensa
0 (3). Taksótt 1 (1). Skarlats-
sótt 2 (6). Hlaupabóla 5 (6).
Munnangur 6 (0). Kossageit 0
(1). Heimakoma 0 (1). Manns-
lál 8 (6).
Landlæknisskrifstofan. (F.B.).
Útvarpið í kveld.
19,00 Tónleikar. 19,10 Yeður-
fregnir. Tilkynningar. 19,25 Erindi
Búnaðarfélagsins: Kornrækt (Kle-
rnens Kristjánss.). 19,50 Tónleik-
ar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir.
20.30 Kveldvaka: —• a) Sigurður
Skúlason: Úr nýjum bókmentum.
— b) Friðfinnur Guðjónsson:
Upplestur. — c) Þórbergur Þórö-
arson: Hornströndín 1873. — fs-
lensk lög.
Utan af landi.
Hlaðafli.
Akranesi, 5. aprí. FÚ.
Héðan hafa allir bátar róið
undanfarna daga og komið meö
fullar lestir og þjlför. Ætlað er að
allt að 100.000 fiskar hafi komið
þar á land í fyrra dag, og hefir
aldrei fyr aflast þar svo mikið og
jafnt. Haraldur Böðvarsson lét í
gær breiða fisk. Lyra var hér á
Akranesi í gær og lestaði hrogn
og lýsi.
í
Frá Seyðisfirði.
Seyðisfirði, 5. apríl FÚ.
Söngfélagið Bragi hér á Seyðis-
firði hélt fjölsótta söngskemtun i
kirkjunni hér á annah dag páska.
— Afli er nokkur hér á Seyðis-
firði en skortur á beitu. Vart hefir
orðið við síld siðustu dagana.
„FÁKUR“
heldur fund mánudaginn 11.
apríl kl. 8V2 siðdegis i Odd-
fellowhúsinu, uppi.
Fundarefni:
Næstu kappreiðar.
Stjómin.
Húspláss
fyrir verslun og kaffisölu, er tií
leigu strax á góðum stað í mið-
bænum. Tilboð, merkt: „Tækt-
færi“, innleggist á afgr. Vísis.
Selvstændigt
Arbejdel
Ca. 8 Kr. daglig kan tjeues af
Mænd og Kvinder, ved Hjem-
mesyning, og Salg af paategnede
Broderier. Prövearbejde sendes
overalt.
Haandgemingshuset,
Aalborg. Danmark.
Lítil hfiseign
í Sogamýri til sölu nú þegar.
Tækifærisverð.
Upplýsingar gefur
Halldðr Jfinsson.
Barónsstíg 25.
ÚtvarpsfréttiF.
Iimbættismenn mótmæla.
• Berlín 6. apríl. FÚ.
Mótmælum embættismanna í
Frakklandi gegn sparnaðarráðstöf-
unum stjórnarinnar fjölgar stöðugt.
Póstmenn hafa hótað allsherjar-
verkfalli. ef ráðstafanirnar nái
fram að ganga, og ýmsar aðrar
greinar embættismanna boða nú tii
mótmælafunda um alt landið. Blað-
ið Populaire deilir á stjórnina og
kveður hana vaða blint í sjóinn,
þvi ’að ápárnaðarstéfna hennar geti
ekki leitt til annars en skaðlegi'ftr
gengislækkunar.
Verktþllshólun.
Félag háseta og kyndara i Kauþ-
mannahöfn krefst kauphækkunar.
og hefir hótað þvi, að gera verk-
fall frá 11. aprít. ef kröfunum verði
ekki framfylgt.
Viðreisnin i Bandarikjunum.
London i gær. FÚ.
í febrúarmánuði jókst atvinna í
verksmiðjum, og laun alls greidd
í ])essum verksmiðjum, um 12 aí
hundraði. Er þetta meiri atvinnu-
og launagreiðsluhækkun á einum
mánuði en nokkru sinni áður, frá
þvi að viðreisnarstarfsemin hófst.
Vísindamannaþing- i Madrid.
Zamora sagði í ræðu, er hann
hélt á alþjóðaþingi vísindamanna
í dag, að vísindamenn brygðist köH-
un sinni, ef þeir beindi kröftum siu-
um að því, að láta stjórnum í íé
fullkomnari ntorðvopn, til notkun-
ar í hernaði, i stað þess að leggja
alla stund á það. sem mætti verða
til þess að auka vellíðan og vel-
megun mannkynsins.
í Madrid eru nú nokkur hundf-
uð vísindamanna úr flestum lönd->
um heims saman komnir, á áttunda
þingí Ajþjóðasambands visinda-
manna.