Vísir - 30.04.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 30.04.1934, Blaðsíða 2
VlSIR M))H%ira%][Nfe ©LSilMlíf w BEMSDORP Biösum-Holuno Æiðjið kaupmann yðar um BUSSUM - HOLLAND DlÖSUM-nOLUNO m/J\ _ . „ L=^*=J Jz Það er drygst og best og því ódýrast. --------------^ Fæst í pökkum með 1/8 og 1/4 kg. og pokum með 5 kg. Heildsölubirgðir. Sfimi 1234. Websteps j árns ki pamálning er viðurkend fypir gæði. Verdid mjög lágt. Fyrirliggjandi hér á staðnuxn, Þórðup Sveinsson & Co. Símskeyti —o— Frekari breytingar væntanlegar á skipun spænsku stjórn- arinnar. Madrid, 30. apríl. FB. United Press hefir fregnað frá áreiðanlegur heimildum, að Ma- dariaga taki að sér slörf utau- rikismálaráðlierra innan tíu daga, en þá verður Romero út- nefndur fulltrúi spænsku stjórn- arinnar í páfarikinu. (United Press). Bankahrun í Sviss. Genf, 30. apríl. FB. Banque Excompte Suisse opn- ar ekki í dag, að því er herml var í tilkynningu frá stjórn hankans i gær, vegna óeðlilega mikillar úttektar. Banki þessi hefir verið talinn af traustustu hönkum í Genf. Frestað var að taka þessa ákvörðun eins lengi og unt var, því að hankastjórn- in gerði sér vonir um, að yfir- völdin í fylkinu og sambands- stjórnin kæmi bankanum til að- stoðar. — Vegna stjórnmála- legra erfiðleika náðist ekki sam- komulag um að hjálpa bankan- um. (llnited Press). Húsbyggingamál Breta. London, 30. apríl. FB. A undanförnum árum hefir ver- iö unnið mikiö að þvi, að rífa léleg hús og reisa ný og vönduð nýtísku hús í þeirra stað. Hefir verið unn- iö ósleitilega aS þessu af stjórn, þingi og stjórnum borga og sveita. Nú nýlega hefir ríkisstjórnin veitt samþykki sitt til þess, að bygð verði me'ð stuðningi ríkisins hús af nýrri gerð, en ríkisstjórnin hefir haft uppdrætti af þeim til athug- unar. — I sambandi við þetta er þess getið hve míkið hafi verið unnið að gerð nýrra húsa frá því ófriðinum lauk og til yfirstandandi tíma, en á þessu tímabili hefir íbú- um Bretlands fjölgáð um 2.200.000, en ný hús hafa verið reist fyrir a. m. k. 6.600.000 manna. — Húsin eru talsins 2.175.000, sem reist hafa verið, og þar af 1.900.000 á und- anförnum 10 árum, þar af 60% af einstaklingum en hin reist með stuðningi yfirvaldanna. — I út- hverfum Lundúnarborgar hafa verið reist 500.000 ný hús. Par hafa yfirvöldin og byggingarfélög haft sig mjög í frammi til þess að bæta úr því ástandi, sem ríkjandi var, oger enn í ýmsum borgarhlut- um. — Stefnan er þessi: AS allir breskir fjölskyldufeður verði hús- eigendur. Skipasmíðar Spánverja. Spánverjar ætla að koma sér upp nýjuin kaupskipaflota og' eru áætluð útgjöld við það fyrst um sinn sem svarar til 10 milj. amerískra dollara. K jðsanda - verslnniD 09 vasdræði Jðiasar-iiia. —0— Hrakfarir Tímakonimúuisla í bæjarstjóraarkosningunum í vetur liafa orðið til þess, að nú jiora þessir vesalingar ekki að liafa lista í boði hér í bænum við þingkosningarnar i vor, að því er menn þykjast vita. Það var þó heldur en ekki völlur á piltum í haust er ieið, í það mund er þeir voru að stofna bleðiíinn. Þá ætluðu þeir að leggja bæinn undir sig á svip- stundu, taka „grenið“ með á- hlaupi, eins og jxiir sögðu. En það fór þá svona, að cng- inn vildi líta við þeim eða hleðl- inum, enda tók fylgi Jónasar- liða hér í bænurn að þverra fyr- ir alvöru, er þeir opinberuðu eymd sína og amlóðaliátt dags daglega í bleðils-rýjunni. Bæjarstjórnarkosningarnar sýndu, að fvlgið var orðið mjög lítið. Flefir Tr. Þ. talist svo til, að þeir hafi tapað helmingnum af fylgi sínu, miðað við kosn- ingamar 1931. Rétt fyrir kosningarnar í jan- úar s. 1. þóttust þeir nálega ör- uggir um það, Tíma-kommún- istar, að þeir kæmi þremur mönnum í bæjarstjórn Reykja- víkur. Og þá voru þeir farmr að Jiafa á orði, að þeim vrði auðveldur leikur, að fá eimi þingmann kosinn hér V bænum í vor. Og gott ef þeir kæmi ekki að tveimur! — Náttúrlega yxi fylgið von úr vili til vordaga, svo að það væri alls ckki djarft að gera ráð fyrir þvi, að tveir vrði kosnir hér af þeirra liálfu'. Kjósendurnir væri alt af að vcrða hrifnari og hrifnari af Jónasi, og lærisveinninn Her- mann væri farinn að slaga liátt upp í sjálff „almættið“, svo að líklega yrði þessir tveir vitr- ingar „hæstráðandi til sjós og lands“ þegar fram á sumarið kæmi! Sigurinn í sveitakjör- dæmunum yrði og alveg tví- mælalaust geysi-mikill! Fln svo komu hæjarstjórnar- kosningarnar og kollvörjiuðu öllum vonum Tíma-kommún- isla. Og þá selti að þeim liarm svo mikinn, að engiiin þóttist áður kvnst hafa þvílíkri eymd. Og nú eru þeir alveg ráða- lausir. All hefir brugðist — allar vonir — allar ráðagerðir. — Og nú er alt í rústum og kolsvörlu flagi! F'lokkur þeirra Jónasar og Hermanns liér í hænum er að verða að engu, og dreggjamar á tvístringi og flólta. — Með hörkuhrögðum og eftir marg- ítrekaðar tilraunir hafði það marisl af nú fyrir skömmu, að smala eitthvað 20 hræðum á fund hér i bænum! Fleiri feng- ust ekki og hafði þó allra bragða verið neytt, meðal annars til - kynt, að „sjálfur Jónas“ ætlaði að láta „ljós sitt skína“! En það vita þeir manna best þar í sveit, og styðjast við dýrkeypta reynslii, að varhugavert getur verið, að „ergja órólega skaps- muni“. Og þess vegna munu þcssir 20 hafa gert það eins og i gustukaskyni að koma. Elleg- ar þá, að þeir hafa litið á það sem sérslaka þegnskyldu við himi „afdankaða“ matgjafa, að vera nærstaddir jafnan er hánn brvgði upp týrunni sinni! Og nú er sagt, að Jónas sé alveg gugnaður á þvi, að hafa framboðslista i kjöri liér i baui- um við kosningarnar 24. júni. F'n stjórnlaus grátur mun vera i „lífverðinuni“ og gnístran tanna yfir því, hvernig alt lief- ir snúist til armæðu og and- streymis upp á síðkastið, og þó einkum síðan er bleðillinn kom til sögunnar. Þeir hafa kannske át( von á dauða sínum, vesal- ingarnir, rétt eins og aðrir menn, en tiill gátu-þeir ekki varast, að bleðillinn vrði til þcss, að flýta fyrir því, að eng- inn vildi við þeim líta! Þeir liafa nú gripið til jiess kátlega ráðs, að hæla bleðlinum i „tveim heimsálfum“, en alt kemur fvr- ir ekki! — Enginn heyrir stun- ur þeirra eða sára kveinan. Það er haft fyrir satt, að mjög sé nú um það rætt meðal þcss- ara manna, hvort þeir eigi held- ur að bjóða sig jafnaðarmönn- urn hér i bænum eða kommún- istum við kosningarnar í vor. Þeir munu vilja reyna að „hafa eitthvað upp lir sér“, greyin, og þá cr að sjá hvor betur býður. En nú segir sag- an, að hinir rauðu flokkarnír — jafnaðarmanna og kmmún- ista — segi sem svo, að ekkerl inuni um ]iá við kjörborðið, því að þeir sé svo fáir! Og þess vegna geti ekki lcomið til mála, að Jxór geri nein boð í þá! En þetta kvað Tíma-kommúnisíum þykja ári-hart, því að fundurinn. á dögunum sýni greinilega, að þeir sé þó að minsta kosti 20! Kreppan á fðrnm? Skýrslur, sem birlar liafa verið að undanförnu, leiða skýrt i Ijós, að kreppufarginu er að létta af þjóðunum. Eitt af kunn- uslu dagblöðum Lundúnaborg- ar hefir látið fara fram víðtæk- ar athuganir i ]iessu greinum og niðurstaða þeirra athugana er sú, að á undanförnum 12 mánuðum hafi 0 miljónir at- vinnulausra manna fcngið at- vinnu á ný í hinum ýmsu grein- um iðnaðarins í lielstu löndum heims. Af miklum framfötum i þessa átt hefir Bretland að segja, þar sem tala atvinnuleys- ingja, er liafa fengið atvinnu á ný fer að nálgast 1.000.000. I Bretlandi einu voru 625.000 fteiri vinnaiidi menn í fcbrúar- mánuði síðastliðnum, en á sama tíma í fyrra. — í Nýja Sjá- landi, segir Dailv Express, voru alvinnuleysingjar 54.105 talsins fvrir ári síðan, nú 40.100. Atvinnuaukningin varð mest í aðaliðngreinum, en þegar svo er, má vænta bata í öllum iðn- greinum, miðað við fyrri reynslu. í Canada er atvinnu- leysi slöðugl að minka og sama er að segja um Ástralíu. —- í Bandaríkjunum hefir atvinna aukist mikið í 79 af 89 iðn- greinum. í stáliðnaðinum er um mikla framför að ræða, en ef dæma skal eftir fyrri reynslu, bendir það lil allslierjar al- vinnuaukningar í öllum iðn- greinum. — Hinar tíðu verk- fallstilraunir að undanförnu eru af stjóramálamönnum tald- ar benda ólvírætt til þess, að nýtt fjör hafi hlaupið i atvinnu- greinirnar.I Ítalíu hefir atvinnu- léysingjum fækkað um 125.837 frá því fyrir ári síðan. — 50.000 italskir verkamenn hafa fengið atvinnu við landnám (fram- ræslu, húsabyggingar o. s. frv.). —- í Þýskalandi hefir atvinnu- leysingjum fækkað mikið. Voru fyrir ári 6.000.000, nú 3.300.000. Á Norðurlöndum hefir at- vinnuleysingjum fækkað frá þvi er var um þetta leyti árs i fyrra. —- (United Press). Meðferö á ffingnm er enn mjög ábótavant víðast livar i heiminum og sumstaðar er meðferðin á þeim hin ómann- úðlegasla. Samkvæmt sím- fregnum frá Rómahorg er fyr- irmyndar meðferð á föngum í Afríkunýlendum Ilala, Tripoli- tana, og iietri en tiðkast í Italíu. Sú venja hefir verið tekin upp í Tripolitana, að því er fanga snertir, að láta þá stunda úti- störf aðallega, og jafnframt hefir smám saman verið hælt að einangra fanga í klefum, nema undir alveg sérstökúm kringumstæðum, þ. e. þegar um uppreisnargjarna fanga og verstu glæpamenn er að ræða. Flestir fanganna, hvort sem þeir eru ítalir eða Afríkumenn, eru látnir vinna að jarðvrkju og trjárækt, á svæði, þar sem áður var auðn ein. Þegar er búið að breyta 450 ekra sandauðn í hveitiakra og garða með ávaxta- trjám og smám saman eru færðar út kvíarnar og aukið við ræktaða landið. Undanþágu frá vinnunni fá að eins þeir, sem vegna elli eða veikinda að áliti lækna eru ekki taldir færir til hennar. Flestir fanganna ræk ja störf sín með áhuga og margir þeirra, er þeir eru látnir lausir, fá landtil umráða. Aðalálierslacr lögð á það i Tripolitana, að láta fangana verða fyrir bætandi á- hrifum, og það hefir þegar kom- ið í l jós, að hér liefir verið hald- ið á rétta braut, því að það hef- ir ef til vill meiri áhrif en nokk- uð annað, að fangarnir sjái á- vöxtinn af vinnu sinni og eigi von á því, að geta stundað heil- næma vinnu áfram, og lifað af henni. — Einnig hafa fangar í nýlendum ftala i Afríku verið látnir vinna í fornum rústum og liafa þar fundist margir merkilegir munir, sem nú eru komnir i fræg söfn á Ítalíu. — Fangelsið í Tripoli, sem var hygt af Tyrkjum upphaflega, hefir verið endurbygt, og er nú í öllu samkvæmt nútimakröf- um. Nýtísku fangelsi hafa verið bygð í Homs og Misurata. I.O.O.F. 3 s 1164308 = Veðrið í morgun: I Reykjavik 3 stig, ísafirði 5, Akureyri 7, Skálanesi 8, Vest- mannaeyjum 4, Kvígindisdal (Pat- rcksf.) 3, Hesteyri 4, Blönduósi 4, Siglunesi 5. Grínisey 5, Raufar- höfn 6, Fagradal Vopnafirði 6, Reykjanesvita 4. — Yfirlit: Djúp lægðarmiðja yfir Vestfjörðum á hreyfingu noröaustur eftir. — Horfur: Suðvesturlánd, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norður- land: Suðvestanátt. Hvassviðri og' skúrir í dag, en lygnir og batnar með nóttunni. Norðausturland, Austfirðir: Suðvestanátt. Sum- staðar allhvass. Úrkomulaust og víða léttskýjað. Suðausturland: Suðvestanátt. Allhvass og skúrir í dag', en batnandi veður í nótt. Hæstaréttardómur féll í morg'un i málinu: Lárus Jóliannesson f. h. Guðmundar Þór- arinssonar á Seyðisfirði, gegn Guð- hrandi Magnússyni, fyrir hönd Afengisverslunar ríkisins, og Asg. Ásgeirssyni fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, og var Áfengisverslun- in (ríkissjóður) sýknuð af kröfu stefnanda. Málskostnaður greiðist af almannafé. Þar meðermál þetta, sem mjög hefir orðið að umtalsefni meðal almennings, útkljáð fyrir dómstólununi, en vikið mun verða aö því hér í hlaðinu við tækifæri. Heiðursmerki. Dr. med. Skúli Guðjónsson, læknir i Kaupmannáhöfn, var 12. f. 111. sæmdur riddarakrossi Fálka- orðunnar. Skip Eimskipafélagsins. (fullfoss fer vestur og nor'ðut annað kveld. (íoðafoss er á leið til IIull frá Vestmannaeyjum. Detti- foss er á leiö til Hull frá Ham- borg. Brúarfoss fer frá Kauj)- mannahöfn á morgun. Selfoss er í Reykjavík. Lagarfoss kom tiL Ak- ureyrar í morgun. Af veiöum hafa komið Skallagrímur með 39, Snorri goði 29. Belgattm 50, Tryggvi gamli 53, Sindri 50, Hilmir 33 og Arinbjöm hersir með 42 lifrarföt. Væ.ntanlegir eru í dag Ólafur, F.gill, Otur og Karlsefni. Höfnin. ( Af veiðum komu nýlega línu- veiðararnir Nonni, Rifsnes og Geysir. Afli tregari en að undaa- förnu. — Þrír spænskir togarar komu inn á laugardag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.