Vísir - 30.04.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 30.04.1934, Blaðsíða 3
VlSIR LandsbókasafniO. Allir lántakendur safnsins skili bókum 1.—14. maí-mánaðar þ. á. Skilatími kl. 1—3 síðdegis. 28. apríl 1934. LANDSBÓK AV ÖRÐUR. Olympiunefnd hefir í. S., í. nýlega skipað og' eiga þessir menn sæti í henni: Axel V. Tulinius forstj., formaöur, Sig- tirjón Pétursson, Álafossi. Kjartan Þorvarðsson, bókari, Erlendur Pétursson skrifstofustj., Olafur Pálsson, sundkennari, Hallgr. Fr. Hallgrímsson, forstj., dr. Björn Björnsson hagfræðingur, Jón Odd- geir Jónsson kaupm. og Þórhallur Bjamason prentari. (ISI. — 'FB.). ílengið í dag. Sterlingspund ......kr. 22.13 Dollar ............. -- 4.32 100 ríkismörk ......-— 171.37 — frakkn. frankar — 28.78 — belgur ...........— 101.55 — svissn. frankar . — 140.85 — lírur..............— 37.45 — mörk finsk .... — 9.93 — pesetar ..........— 60.07 — gyllini ...........— 294.28 — tékkósl. kr.....— 18.43 — sænskarkr.......— 114.31 — norskar kr......— 111.39 — danskar kr. ... — 100.00 Cfullverð ísl. kr. er nú 50.80, miðað við frakkn. franka. T isktökuskipin. Braemar er nýlega lialdið áleiðis til Spánar með fullfermi fiskjar. — Fantoft kom á laugardagskveld frá Austíjörðum. Búðum verður lokað kl. 12 á hádegi á morgun. Rakarastofur bæjarins verða lokaðar kl. 2 á morgun, miðvikudag 1. maí. Norræna félagið tilk.: Norræna félagiö, norska <ieildin, efnir í sumar til móts fyr- ír blaðamenn. Fimm blaðamönnum er boðiö frá Islandi og 10 frá hverju hinna Norðurlandanna. Mótið hefst í Ósló 4. júní og stend- 11 r til 15. s. m. Fyrstu fjóra dagana verður dvalið í Osló. Þar Veröa fluttir fyrirlestrar um atvinnulíf í Noregi. stjórnmál, bókmentir og listir o. fl, J). 8. júní verður lag't 11 í stað í ferðalag um Noreg'. Fyrst verður farið til Bergen og háldiö ]>ar kyrru fyrir í tvo daga. Þaðan verður svo haldið til Voss, Harð- angurs og Odda, þaðan í bílum til Breifonn yfir Hauklifjell, til Þela- merkur og Notodden. Þar tekur Norsk Hydro á móti gestunum og býður þeim að vera i tvo daga. Þá verður farið til Rjúkan og síðan til Osló. — Þátttakendurnir í mótinit verða gestir Norræna félagsins i Noregi meðan mótið stendur og fá fríar ferðir á járnbrautunum, svo að kostnaðurinn við mótið verður lítill annar en ferðakostnaðurinn milli landa. Væntanlegir Jiátttak- endur snúi sér til GuSIaugs Rosin- kranz, ritara Norræna félagsins i Reykjavik. (FB.). Farsóttir og manndauði í Reýkjavík vikuna 8.—14. apríl <í svigum tölur næstu viku á und- an) : Hálsbólga fxi (34). Kvefsótt 188 . (97). Kveflungnabólga 14 O1)- Gigtsótt o (1). Iðrakvef 29 (14). Inflúenza 13 (13). Taksótt 1 (2). Skarlatssótt 3 (6). Hlaupa- hóla 4 (9). Munnangur 3 (o). Kossageit 1 (7). Stingsótt o (2). Þrimlasótt 2 (o). Mannslát 12 (12). — Landlæknisskrifstofan. I'undarboð. Félag íslenskra iðnrekanda held'- ur framhaldsaðalfund sinn i kveld kl. 8/ í Oddfellowhúsinu. Ræturlæknir Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4, sími 2234. Ballet og dansskóli Ásu Hanson. hefir nemenda-danssýningu á sunnudaginn kemur i Iðnó kl. 4/< e. h. Sjá nánara i augl. i blaðinu í dag. Dýravinafélag bama við Skerja- fjörð var stofnað, að tilhlutan stjórnar Dýravemdunarfélags Is- lands, siðastliðið mánudagskveld i skólahúsinu nr. 4 við Baugsveg á Skildinganesi. Stofnendur voru 80 börn. í stjórn félagsins voru kosin: formaður Steinunn Guð- mundsdóttir, Þjórsárgötu 1. ritari Katrin Ellertsdóttir. Reykjavíkur- veg 8, gjaldkeri F. Einar Björg- vinsson, Þorragötu 4, meðstjórn- endur Magnús Björnsson. Þver- vegi 38, og Bjarni Jónsson, Reykjavíkurvegi 8. Varformaður var kosinn Marinó Pétursson, Baugsvegi 4. og varameðstjórn- endur Valur E. Kristjánsson, Þvet'- vegi 4. og Niels Jón Hannesson. Reykjavikurvegi 31. Dagskrárnefnd er þannig skip- uð: Magnús Magnússon. Baugs- vcgi 3, Guðmundur Þorkelsson, Reykjavikurvegi 10 og Jón M. Sefánsson, Shellvegi 4. —■ í gæslu- nefnd félagsins hefir stjórn Dýra- verndunarfélags Islands skipað þau Böðvar Pétursson, kennara, Gerði á Skildinganesi, Jónu Olafs- dóttur. frú. Baugsvegi 13, og Guðmund Ágústsson, stöðvar- stjóra hjá Shell, Shellvegi. — Fyr- ir hönd stjómar Dýraverndunar- féiagsins mættu á fundinum þeir Ludvig C. Magnússon, endurskoð- andi og Sigurður Gíslason, lög- rcgluþjónn. Ungbarnavemd Líknar Bárug'. 2, opin hvern fimtudag og föstudag frá 3—4. Undanskilinn er ]>ó fyrsti þriðjudagur í hverjum mánuði, en ]>á er tekið á móti barnshafandi konum á sama tima. Útvarpið í dag: 19,00 Tónleikar. -19,10 Veður- fregnir. — Tilkynningar. 19,25 Erindi Stórstúkunnar: Áfengi og íþróttir (Benedikt G. Waage). 19,50 Tónleikar. 20,00 Klukkuslátt- ur. Fréttir. 20,30 Frá útlöndum : Þjóðareðli, þjóðarstolt og alþjóða- samvinna (Vilhjálmur Þ. Gisla- son). 21,00 Tónleikar: — a) Al- þýðulög. (Otvarpshljómsveitin). '— b) Einsöngur (Pétur Jónsson). — c) Grammófónn: Debussy: Petite-Suite. Þakkarávarp. Eg undirrituð bið minn himn- eska guð föður aö launa í ríkum mæli öllum vinum mínum, sem tekið hafa höndum saman og með ]ivi lyft hug minum hærra i ljós- anna heim. Þeir liafa sent mér að gjöf útvatpstæki og mun eg m.inn- ast þeirrar stundar með ógleyman- leglu þakklæti til nfinnar dauða stundar. Nöfn þeirra allra ent skráð i lifsins bók þeirra á hinin- um, því gjöfinni þeirra fylgdi tvö- föld gleði: útvarpstækið og kær kveðja frá þeim öllum, og guð veit að eg sendi þcim öllum kæra kveðju mina, biðjandi guð að blessa þá i lifi og dauða i Jesti nafni. — Þegar eg minnist Reyk- vikinga við mig, þá hef eg svo margt þeirn að þakka í seinni tíð, þeir hafa létt mér sjúkdómsbyrð- ina að svo rniklu leyti ,sem í þeirra valdi hefir staðið. Læknarnir gef- ið mér sina hjálp; mér hafa verið sendar heim grammófónsplötur, gefinn Vísir og Morgunblað. Þetta alt hrærir við mínum fínustu hjarta strengjum með þakklæti til guðs og manna. Þetta eru gullkorn scin hjörtu gefandanna hafa að geyma og þeir með gleði útbýta meðal hinna sem bágt eiga. og guð mun lita yfir verk þeirra með velþóknun, þessa heims og ann- ars. Drottinn leggi blessun sína yfir alla, sem hafa glatt mig. Guðrún Finnsdóttir. CJtan af landi. íslenska vikan á Akureyri. Akureyri 29. apríl. FU. íslenska vikan á Norðurlandi hefir haldið ókeypis samkomur i samkomuhúsinu hér á Akúreyri. fimm kveld vikunnar, með söng og fyrirlestrum. Hafa komið þar íram öll söngfélög bæjarins, og erindi hafa flutt ]>eir Jakob Frí- mannsson fulltrúi. Ólafur Jónsson íramkvæmdarstjóri. Jóhann Frí- mann skólastjóri, Sveinbjörn Jóns- son byggingarmeistari og Jóhann- es Jónasson yfirfiskimatsmaður. Margar verslanir höfðu góðar sýningar á íslenskum varningi i búðargluggum. — Veitti félagið þrenn verðlaun fyrir bestu sýning- arnar, og hlutu þau: Kjötbúö Kaupfélags Eyfirðinga, 2. Skó- verksmiðja J. S. Kvarans, og 3. Kaffibrennsla Akureyrar. Þá þóttu mjög góðar sýningar smjörlíkis- verksmiðjanna Akra og Flóra, Leikfangageröar Akureyrar og vefnaðarsýningar ungfrú Ernu Ryel. Loks vöktu mikla eftirtekt matborðssýningar með köldum réttum, alíslenskum, frá Hótelun- um Gullfoss og Goðafoss, og bauð stjórn íslensku vikunnar nokkrum ritstjórum og fréttamönnum bæj- arins að neyta þeirra með sér í gærkveldi. Þóttu réttirnir hinir ljúffengustu. Frá sýslufundi Vestur-ísfirðintra. Hrafnseyri 29. apríl. FÚ. Undanfarna daga hefir staðið yf- ir sýslufundur Vestur-ísafjarðar- sýslu, og lauk honum i gær. Fund- urinn var haldinn á Þingeyri. Verð- ur hér sagt frá helstu málum, sem afgreidd voru: Flateyrarhreppi var veitt heimild til að kaupa Flateyri fyrir alt að 125 þúsund krónum. Einng var sama hreppi veitt heimild til að taka 30 þús. króna lán til barnaskóla- byggingar, og 15 þúsund til endur- bóta vatnsleiðslu. Þingeyrarhreppi var veitt heimild til S þúsund króna lántöku, til að kaupa gamla prestssetrið Sanda. Þá ákvað sýslunefndin 50 þús- und króna lántöku til kaupa á rík- isskuldabréfum fyrir sömu upphæð, til lagningar þjóðvegarins um On- undarfjörð i Dýrafjörð. Afgreidd- ar voru samþyktir um sýsluvegi i fimm hreppum. Verðlaun úr Búnaðarsjóði fengu: Gúðmundur Bernharðsson, Ástúni, 280 kr„ og Skúli Guðmundsson, Vífilsmýrum, 140 kr. Þá var fjór- um ungmennum veittur styrkur, 250 kr. hverju, úr sjóðnum: „Minn- ing Guðmundar Ágústs Guðmunds- sonar frá Mýrum“. Ákveðið var að verja til menta- mála 1050 kr., til heilbrigðismála 8300 kr., til búnaðarmála 200 kr„ og til vegamála 1780 kr. Nitján sjóðir eru undir umsjón sýslunefndar, og er innstæða Jieirra allra um 107 þúsund krónur. FÚ. Gaffnfræðaskóli Norðfirðinga. Norðfirði 29. april. FÚ. Gagnfræðaskólanum hér á Norð- firði var slitið í gær. Prófi luku upp úr fyrsta bekki 12, en gagn- fræðapróf var ekki tekið að þessu sinni, enda starfaði skólinn aðeins í einni deild síðastliðinn vetur. Með- aleinkunn nemenda var 7,46. Hæsta einkunn 9.05, en lægsta 4.50. Skóla- stjóri var Lúðvík Ingvarsson, stú- dent. Frambjóðcndur Bændaflokksins. Frambjóðendur Bændaflokksiiis í Eyj af jarðarsýslu við næstu alþing- iskosningar eru ákveðnir: Stefán Stefánsson í Fagraskógi og Pétur Stefánsson frá Völlum i Svarfað- ardal. Snjóhyngsli og jarðbann. Úr Austur-Skaftafellssýslu sím- ar fréttaritari útvarpsins, að þar hafi verið mikill snjór í bygð, og jarðbönn fyrstu sumarvikuna. Á nokkrum bæjum var búið að sleppa fé til fjalla, og hefir gengið illa að ná þvi heim aftur. Aflalaust á Hornafirði. Aflalaust er nú á Hornafirði. og eru bátar, sem þaðan hat'a stund- að veiðar, flestir farnir heim, en eru væntanlegir bráðlega aftur. i von um vorhlaup. Útvarpsfpéttip. Gremja út af ágengni Japana. Sendiherra Bandaríkjanna i Toktó hefir átt tal við utanríkisráðherra Japana, um yfirlýsingti Japana við- víkjandi Kina, og sent skýrslu um viðtal ]>eirra til Washington. Japönsk blöð hafa nú heldur hljótt um þetta Kínamál, og er tal- ið, að það sé vegna þess, hve rnikla eftirtekt og gremju það hefir vak- ið um allan heim. Eitt af stærstu Tokíó-blöðunum deilir þó á stjórn- iria, og kveður yfirlýsingar hennar um þetta efni vera mjög óheppileg- ar og ótímabærar. Samkvæmt Reuterfregn frá Tok- íó, eru horfurnar nú friðvænlegri milli Japana og Kina. Á Hirota ut- anríkisráðherra Japana að hafa lýst þvi yfir við sendiherra Kínverja í Tokíó, að Japanar muni virða sjálfstæði Kína til hins ítrasta og láta viðskifti þeirra við aðrar þjóð- ir afskiftalaus. Hirota mæltist til, a'ð samvinna og vinátta mætti kom- ast á milli Kina og Japan, þar sem þessar tvær þjóðir væru útverðir friðarstarfseminnar í Aústur-Asíu. N orskar loftskeytafregnir. —O—■ Oslo 27. april. FB. Frá Noregi. Stórþingið lauk i gær umræðum um fjárveitingar til landvarnanna. Allar breytingartillögnr jafnaðar- manna voru feldar. Samkvæmt Sjöfartstidende er deilan milli „Sveriges segelfar- tygsförening“ og „Svensk sjö- folksforbund“ til lvkta leidd. Vinna hefst á morgun. Á fulltrúafundi Lándssambands verkalýðsfélaganna var ákveðið að sfvðja tillöguna um 6 klst. vinnudag. — Samþyktir fundarins gegn breytingartillögunum við lög um vinnúdeilur eru i borgarablöð- unum taldar sigur fyrir Tranmæl, en ósigrir fyrir Hallvard Olsen. Norskir jafnaðarmenn mótfallnir breytingum á lögum um vinnu- deilur. Á fulltrúafundi Landssambands verkalýðsfélaganna hefir verið ein- róma samþykt ályktun þess efnis, að breytingar :i lögunum um vinnudeilur væri réttast að endur- senda nefnd þeirri. er um þær „Gullfoss" fer á morgun kl. 6 síðdegis £ hraðferð vestur og norður. —• Aukahafnir: Önundarfjörður og Sauðárkrókur (veg-na far- þega). — ■ : y' V Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á morgun, verða annars seldir öðrum. fjallaði. til frekari athuguriar, og ræða ekki frekara á Stórþinginu að þessu sinni. Osló, 27. apríl. FB. Götu-uppþot. Göluuppþot urðu i Osló í gær, að afstöðnum fundi í „Na- sjonal samling", Þegar fundar- menn koniu út, veittu lcomm- únistar ýmsum þeirra eftirför um göturnar. Alvarlegir bar- dagar urðu á „úrensen“ og varð að flytja marga meidda menn til næturlæknis. -— Allmargir menn, sem verið höfðu á fund- inum, lcituðu hælis í kaffistofu einni við Tullinlökken, en kommúnistar gerðu árás á kafíisiofuna, og brutu margar rúður. Lögreglan varð loks að beita kylfunum til þess að reka árásarmennina á brott. Verstw óróaseggimir voru settir í varð- hald. Deilur um útvaiT). Á fundi í Félagi útvarpshlust- enda í gær liélt Aars bæjarverk- fræðingur erindi og gagnrýndi mjög útvarpið og stjórn þess. Fundinu lauk með samþykt á- lyktunar, þess efnis, að krafisf er þjóðaratkvæðis um, hvort út- varpað skuli á landsmáli eða ríkismáli. Styrkur til þorskveiða. Ríkisstjórnin hefir borið fram tillögu um að liækka styrkinn til þorskveiðanna upp í 400.009 kr. Er þetta gerl vegna sjó-> manna, sem stunda fiskveiðar við strendur Finnmerkur. Hitt og þetta. —o--- Japanar og' Tyrkir. Til London var símað frá Tokíó i lok fyrra mánaðar, að Japanar og Tý'rkir hafi gert með sér samning um herskipa- smiði og fleira. Japanar eiga að smíða nýjan herskipaflola fvrir Tyrki, m. a. 2 10.000 smálesta beitiskip, fjóra tundurspilla, f jóra kafbáta o. fl. Japanar lána Tyrkjum niikið fé eða sem svarar til 100 milj. dollara og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.