Vísir - 03.05.1934, Page 2
VlSIR
Bifreið
5 manna (Ctiandler)
í gódu standi til
sölu nú þegan.
Eggert Claessen.
Símskeyti
—o----
Skuldamál Þjóðverja.
Berlin 2. maí. FB.
RáSstefna sú. sem yfir stendur
út af skuldamálum þjóSverja.
haf(Si i dag tit meðfer'ðar álit og
skýrslur nefndar. sent liafði ýms
hagfræðileg atriði í sambandi við
skuldamálin til athugunar. Ráð-
stefnunni var frestað til morguns
(fimtudags). — Ástæðan til þess.
að samkomulag hefir enn ekki
náðst er m. a. talin sú. að ýmsir
skuldunautanna, m. a. Bandaríkja-
menn, eru mjög mótfallnir frekari
tilslökunum. (United Press).
Mótmæli gegn árásum.
Danzig. 3. maí. FB.
Pólsku tollaskrifstofunni hefir
verið tokað um stundarsakir og
þar með komið í veg fyrir alla
vöruflutninga frá Danzig til Pól-
lands. Þetta hefir verið gert í mót-
mæla skyni út af því, að pólskir
tollgæslumenn urðu fyrir árásum,
er kröfugcmgur fóru fram i Dan-
zig r. maí. (United Press.).
Frá Spáni.
Madrid, 3. mai. FB.
Spænska ríkisstjórnin kom á
þjóðþingsfund í fyrsta sinni i gær
og vottaði þjóðþingið henni traust
sitt með 217 atkvæðum gegn 47.
— Lerroux, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, og Samper, forseti hinn-
ar nýju rikisstjórnar, tóku til
máls, og létu báðir í Ijós óskir um.
aö stjórninni mætti auðnast að
varðveita innanlandsfriöinn og
leiða deilumálin til farsællegra
lykta. (United Press.)
Ættjarðarflokkur.
Vínarborg, 3. maí. FB.
Ríkisstjómin hefir gefið út lög.
sem miða áð því að „Ættjarðar-
flokkúrinn" (patriotic front) verði
eini stjórnmálaflokkurinn i land-
inu. (United Press.).
Krupp-verksmiöjurnar.
Stjórn Krupp-verksmiðjanna
í Essen hefir ákveðiö aÖ 24
miljónum ríkismarka skuli var-
ið til endurbóta á verksmiðjun-
um. 7000 menn fá atvinnu við
umbæturnar í lieiit ár. —
Krupp-verksmiðjurnar voru áð-
ur aðal vopna og skotfæraverk-
smiðjur Þýskalands.
Flotastöðin í Singapore.
Bretar eru að koma sér upp
mikilli flotastöð i Singapore. —
Á Changihöfða við innsigling-
una til Singapore liefir verið
komið fyrir þremur griðar stór-
um fallbyssum. Eru þetta 18
þml. fallbyssur og að sögn
þyngstu fallbyssur, sem búnar
hafa verið til. Þær eru 59 fet á
lengd, vega 150 smál. hver og
skotin, sem í þær eru notuð,
vega 3.300 pultd (Ibs.).
Áfengis-
álagningin.
—o--
Þá er endir bundinn á mál
það, sem Lárus Jóhannesson
hrm. höfðaði gegn Áfengis-
verslun ríkisins og ríkissjóði til
endurheimtingar álagningu á á-
fengi, er Lárus taldi hafa verið
meiri en lög slanda til. Svo sent
þegar ltefir verið frá sagt hér í
blaðinu, var Áfengisverslun og
ríkissjóður gersamlega sýknuð
af kröfum Lárusar, en máls-
kostnaður fyrir báður réttum
feldur niður. í stuttu iríáli sagt,
er þessi niðurstaða hæstaréttar
bygð á því, að þar sem lögin
um einkasölu á áfengi segja, að
leggja skuli 25—75% á áfengið,
þá sé einungis átt við heildsölu-
álagningu. En í lögunum .sé
einnig heimiluð smásöluálagn-
ing, og um hæð hennar sé ríkis-
stjórnin gersamlega óbundin,
og liggi það því fyrir utan vald-
svið dómstólanna, að fella úr
gildi þá álagningu að nokkru
cða öllu leyti.
Ekki er því að leyna, að þessi
rökstuðningur fyrir sýknun rik-
issjóðs muni liafa komið mörg-
um ólögfróðum mönnum nokk-
uð á óvart. í umræðum þeim,
sem í blöðum og manna á meðal
hafa orðið uin málið, mun yfir-
leitt hafa verið gert ráð fyrir
því, að álagningin sjálf væri
undir öllum kringumstæðum
ölögleg, en vafinn væri um það
eitt, livort hin ólögmæta álagn-
ing væri endurheimtanleg eða
ekki. Til þess að sanna að svo
væri ekki, var ýmsum ráðuni
beitt. Sorpblöð þau, sem tóku
upp vörn fyrir forstjóra Áfeng-
isverslunarinnar, færðu frain
sem höfuðgögn í málinii per-
sónulegt níð, um þá, er endur-
Iieimtingarkröfuna gerðu. En
þeir, sem betur kunnu skil á
efni málsins, færðu fram önn-
ur og veigameiri rök gegn end-
urheimtingarréttinum.
Þá er dómur lögmannsins í
Reykjavík féll, sáu mcnn, að
málið var ekki eins einfalt og
þeir höfðu talið. Lögmaður
taldi, að löggjöfin um einkasölu
á áfengi ætli alls ekki við hin
svo nefndu Spánarvín, og væri
því ekki í lögum nein ákvæði,
er takmörkuðu álagningar-
heimild á þau, önnur cn að
álagningin megi ekki verða svo
liá, að hún í raun og veru upp-
hefji Spánarvína-undanþáguna.
Þcssar forsendur lögmanns
þóttu þegar í stað í mesta máta
hæpnar, enda hrindir hæstirétt-
ur þeim gersamlega, þótt báðir
telji álagningarheimildina í
raun og veru ótakmarkaða.
Samkvæmt þessu er það þá
alveg nýtt atriði, a. m. k. fyrir
ahnenningi. sem hefir ráðið úr-
slitunum hjá hæstarétti, þótt
víst megi telja, að lögfræðing-
upi hafi þcgar frá upphafi verið
ljósl, að vafi gat leikið á um
þetta atriði. Vísir segir, að vafi
geti leikið á um atriðið, og vill
blaðið sérsíaklega benda les-
öndum sínum á, að hæstiréttur
sjálfur slær því einmitt föstu, að
svo sé. Rétturinn fellir nefni-
lega málskostnað gersamlega
niður, en það er þvi aðeins
heimilt, að veruleg vafaaiiiði
sé í máli. Með þessu er þá jafn-
framt sagt, að fullkomin ástæða
liafi verið til að höfða málið,
og væntanlega einnig hitt, að
ef álagningin hefði talist ólög-
leg, þá liefði endurheimtingar-
réltur verið fyrir liendi, því að
ef svo væri ekki mundi máls-
kostnaður væntanlega ekki vera
niður feldur.
Þótt þessi lögskýring sé
þannig, að réttarins áliti nokkuð
vafasöm, þá er hún vitanlega
óhagganleg, enda gefin af þeim
mönnum, sem mesta æfingu
hafa á þessu sviði, og marg-
reyndan vilja lil réttdæmis.
Með því að bcnda á, hvern vafa
rétturinn sjálfur telur vera á
málinu, ætlar Vísir því sannar-
lega ekki að gera réttinn tor-
tryggilegan, heldur miklu frem-
ur að sýna fram á hið mikla
vandaverk, sem dómurunum er
fengið í liendur. í jiessu tilfelli
er það þannig undir úrlausn, að
skera úr um stórkostlegt skatto-
álöguvald ríkisins á borgarana,
því að álagningin á áfengið er a.
m. k. óbeint, að lang mestu
leyti hreinn skattur á neytendur
þess. Nú skyldu menn halda, að
einhver fyrsta skylda livers
góðs íöggjafa væri að ákveða
ólvírætt, hver hefði skattaálögu-
valdið og hversu hár skatturinn
ætti að vera. En hér kemur
ótvirætt fram, að mikill vafi
er á því, hvort löggjafinn
hefir takmárkað álögu-
valdið og þar með áskilið sjálf-
um sér það, eða hvort liann hafi
fcngið' það í hendur rikisstjórn-
inni, og þá raunverulega for-
stjóra Áfengisverslunarinnar,
sem með það geti farið óhindr-
að eftir eigin vild. Það eitt út af
fyrir sig, að nýleg löggjöf skuli
ekki skera úr jafn þýðingar-
miklu atriði og þessu alveg ótví-
rætt, er vitanlega fullkomið
hneyksli. Með því skaðar Al-
þingi ekki einungis álit sjálfs
sin, heldur rýrir verulega réttar-
öryggið í landinu og gcrir starf
dómstólanna miklu erfiðara
heldur en það væri, ef Alþingi
og ríkisstjórninni væri sæmi-
lega ljóst, hvað i þeim lagaboð-
um felst, sem þau láta frá sér-
fara.
Síðari
nemenðahljðmleiknr
Tðnlistaskfilans.
Píanóleikararnir liafa veriiS í
rneiri hluta á bá'Sum nemenda-
hljómleikunum, alls 11 aiS tölu, þar
af 9 stúlkur og 2 piltar. Einn pilt-
urinn hefir komitS fram sem fiSlu-
einleikari og 3 manna strengjasveit
(])iltar) lét ttil sín heyra. Ólíkt
liefir verið kornið á metl námstím-
ann hjá nemendunum. Sumir hafa
verið á skólanum öll 4 árin, sem
hann hefir starfað, en aSrir skcm-
ur jyngsti nemandinn, sem kom
fram, hefir aöeins verið á skólan-
um 1 vetur. ASstæðtir uemenda viS
námið eru ólíkar. Sumir eru jafn-
framt í öSrum skólum eða viö störf
í hænum, a’ðrir geta varið kröftum
sínum óskiftum við tónlistanámið.
— Flestir nemendur eru innan við
tvítugt.
Á hljómleikunum í Gamla Bíó
siðastli'ðínn sunnudag léku ung-
frúrnar Anna ólafsdóttir og Fríða
Andrésdóttir, fjórhent úr „Leg-
enden“ op. 59, no. i,-2 og 3 eftir
Dvorak. Þær leystu hlutverk sitt
vel af hendi. Hr. Árni Björnsson
lék 1. kaflann úr píanósönötu í b-
tíúr eftir Dussek. Meðferð hans var
örugg og skýr og lék hann sónötu-
kaflann með yfirburðum. Ungfrú
Jórunn Viðar spilaði. á píanóið
Polonaise í cis-moll eftir Chopin
og þrjá gamla sveitadansa eftir
Cyril Scott. Hún hefir mjúkan á-
slátt, en skortir enn þá þrótt og
myndugleika, enda er hún á ferm-
ingaraldri og hefir aðeins verið
eitt ár á skólanum. Ungfrú Katrín
Ólafsdóttir spila'ði Fantasía í d-
fnoll eftir Mozart. Hún túlkaði
Jiessa fögru píanótónsmíð með ein-
lægni og skilningi. Ungfrú Helga
Laxness, systir H. K. L„ lék
„Cromatische Fantasie und Fuge“
eítir Bach. Þetta var lang veiga-
inesta tónsmíðin, sem leikin var
og eitt af merkilegustu pianóverk-
um heimsins. Fyrri hlutinn var of
langdreginn og ekki nógu mátt-
ugur i meðferð hennar, en síðári
hlutinn (fugan) var aftur á móti
aflmeiri og fastari. Það verður
ekki annað sagt en að það sé að
ráðast á garðinn þar sem hann er
hæstur að leika þetta verk, enda
er ungfrú Laxness einhver dugleg-
asti nemandi skólans. Ungfrú Kat-
rín Dalhoff Bjarnadóttir spilaði að
lokum ,,Ricordanza“ eftir Franz
IJszt, íburðarmikið og skrautlegt
pianóverk. Hún sýndi mikla leikni
og góö tilþrif. Hún er jafnframt
einn af fiðlunemendum skólans og
spilar á það hljóðfæri í hljómsveit-
inni.
Þeir fimmenningarnir Björn Ól-
afsson, Indriði Bogason, Haukur
Gröndal, Ólafur Markússon og
Þórarinn Kristjánsson léku 1.
kaflann úr Strokkvintett i g-moll
eftir Mozart. Góð strokhljóðfæri
kosta mikið fé, og eins og við er
aö búast eiga ekki allir kost á að
eignast slík hljóðfæri. Flest hljóð-
færin, sem þarna var spilað á, hafa
verið ódýr. Annars er um meðferð-
ina .það að segja, að samtökin voru
góð og leikurinn áheyrilegur.
Tónlistaskólinn hefir nú staríað
í 4 ár eða réttara sagt í 4 vetur.
Er nú að koma í ljós árangurinn
ai skipulögðu námi á skólanum.
Hljómsveitinni hafa liæst nýir
kraftar á strokhljóðfæri og píanó-
leikararnir hafa bygt þekkingu
sína og kunnáttu á staðgóðri und-
irstöðu. Þetta á eftir aö koma fram
enn betur ]>egar frá líður.
Aðsóknin aö þessum nemenda-
hljómleikum hefir verið góð. Fólki
þykir þetta bæði f jölbreytt og gó'ö
skemtun og svo þykir mörgum
gaman af að fylgjast með nemend-
unum og sjá framfarirnar frá ári
til árs.
B. A.
Gtimmístimplar
eru búnir til í
Félagsprentsmiðjunni.
VandaSir og ódýrir.
Veiðimenn.
Laxalínur, silki, frá kr.
9.00 pr. 100 yards.
Silunga- og laxastangir,
frá kr. 3.85.
Silunga- og laxahjól, frá
kr. 3.00
Laxa- og silungaflugur,
á 0.50 og 1.50.
Fjölbrevttasta úrval af
allskonar gerfibeitu.
t Stálkassar undir veiði-
tæki, stórt úrval.
Margar nýjungar.
Lægst verð.
Sportvöruhús Reykjavíkur,
Kosningabrella
rauöliða.
Stjórn Alþýðusam-
bands Islands lætur
hindra útskipun á efni
til brúargerðar.
Á'.s. Skaftfellingur átti að taka
l;ér um 10 smál. af efni til brúar-
smíðis á Kerlingardalsá, en í gær
barst Pálma Loftssyni tilkynning
um það frá 'stjórn Alþýðusam-
bandsins, að hún hefði lagt bann
á útskipun á þessu efni. Ástæðuna
segir stjóru AÍþýðusambandsins
þá, að engir samningar hafi verið
gerðir um kaupgjald í opinberri
vinnu. í marsmánuði s. 1. fór nefnd
manna frá Alþýðusambandinu á
fund atvinnumálaráðherra (Þ.
Brietn) og lagði fýrir hann kröf-
ui .viðvíkjandi kaupgjaldi í opin-
berri vinnu. — Atvinnumálaráð-
herra vilcli enga samninga um
þetta gera, a. m. k. ekki fyrr eu
honum hefði borist samþyktir
sýslunefnda um vegavinnukaup.
Alþýðusambandið mun hafa gert
kröfu um aö kaupgjald í vega-
vinntt og annari 'opinberri vinnu
yrði kr. 1,20 á klst.
Vísir leitaöi upplýsinga um
þetta mál hjá vegamálastjórninni
í morgnn og kvaðst hún enga til-
kynningu hafa fengiö um þessa
v.innustöðvun.
Vísir átti einnig i morgun tal við
Pálrna Loftsson framkvæmdarstj.
Skipaútgerðar ríkisins. Kvað hann
svo að orði komist í bréfi stjórn-
at Alþýðusambandsins, aö hún
hefði farið fram á það við Verka-
mannafélag'ið Dagsbrún, að það
stöövaði útskipun á efni til brúar-
smíðarinnar, vegna þess að eigi
hefði náðst samkomulag við ríkis-
stjórnina (atvinnumálaráðherra)
um kaupgjald í opinberri vinnu. —
Verkamannafél. Dagsbrún varð
við þessari beiðni Alþýðusam-
bandsins og efnið liggur hér, uns
ddlan verður leyst. Skipið átti að
fara héðan í gærkveldi, en brótt-
för þess tafðist vegna veðurs. —
Heyrst hefir að Alþýðusamband-
i'ö ætli að stöðva alla flutninga á
eíni. sem nota á við framkvæmd-
ir hins opinbera, til þess að knýja
fram kröfuna um hækkun kaup-
gjaklsins.
Mun tilgangurinn sá, að gera
þetta rnál að aðal málinu í kosning-
um þeun, sem nú fara í hönd.