Vísir - 10.05.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 10.05.1934, Blaðsíða 3
VlSIR Til hvítasonnu seljast um 100 sumarkápur, mjög' ódýrt. Einnig kjólar, stórar stærÖir. Falleg kápuefni ávalt fyrirliggjandi. SigurðuF Guðmundssou Laugaveg 35.-Sími 4278. S.G.T. Vegna áskorana verða eldri dansarnir laugardag,12. þ. m. í Templara- húsinu. Áskriftalisti þar. Sími 3355. — Bætt við hljómsveit- ina. — Aðgongumiða verður að sækja fyrir kl. 8. 1 ■ ær útsöiunnap eiö ú mopgun. SicyuFÖuLi* Kjartaiissoii, Laugaveg 41. eldavélar til sölu. Upplýsingar í síma 4794. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 3 kr. frá Ex. • Heimatrúboð leikmanna Vatnsstíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Trúhoðsfélag kvenna heldur fund föstudaginn 11. niaí kl. 4J4 í Bethaniu. Stjórnarkosn- ing. Áríðandi að allar mæti. Útvarpið í dag: 10,40 Veðurfregnir. n,oo Messa 5 Dómkirkjunni (síra Friðrik Hall- grímsson). 15,00 Miðdegisútvarp: Tónleikar. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. Lesin dagskrá næstu viku. 19,25 Erindi: Ásgeir Ásgeirs- •son, forsætisráðherra. 15,50 Tón- leikar. 20,00 Klukkusláttur. Frétt- ír. 20,30 Kvöld Ferðafélags ís- iands. Útvappsfféttip. —o--- Berlín 9. mai. FÚ. Atvinnuleysið í Þýskalandi. Atvinnuleysingjum i Þýska- landi hefir fækkað um 120 þús- und, i april síðastliðnum, og eru þeir nú rúmlega 2.600.000, en það er 2.700.000 færri en i fyrra um sama leyti. Tjón af skógareldum. Vegna þurkanna í Póllandi gerast skógarbrunar mjög tíð- ir. í morgun voru skógareld- ar uppi á 7 mismunandi stöð- um. í einu þorpi brunnu 100 hús í gær, og 110 í öðru þorpi. Skógarbrunarnir i Rúmeniu lialda einnig áfram, og hefir eitt þorp brunnið til kaldra kola, og nálægt Ivlausenburg brunnu 20 bóndabæir. Þar er björgunarstarfið mjög erfitt vegna vatnsskorts, því að ekki befir komið dropi úr lofti i síðustu þrjá mánuði, og borf- ur með uppskeru í haust verða æ lakari. Glæpamenn sleppa úr haldi. Átta morðingjum tókst i gær að grafa sig út úr fangelsi á eyjunni Ægina í Grikklands- bafi. Syntu þeir síðan um borð í skip, sem lá þar undan landi, og komust undan. Er lialdið, að þeir hafi jiantað skipið, með flótta fyrir augum. London, 9. maí. FÚ. Hattar og nazistar. í þýskum bæ einum gengu battagerðarmenn á fund borg- arstjórans í dag og kvörtuðu um það, að sá siður nazista, að ganga berböfðaðir, væri alveg að gera út af við iðn-þeirra og atvinnn. Borgarstjórinn sagð- ist ekki geta gert við þessu, en skoraði ]ió á borgarbúa að kaupa fleiri liatta. N orskar loftskeytafregnir. —o---------- Osló, 9. maí. FB. Vatnavextimir í Noregi. Horfurnar á flóðasvæðunum I eru enn alvarlegar. Frá Elverum | var simaö í morgun, að vatnið iieföi enn hækkað í Glommen og i er nú meira en i miklu flóði, sem kom 1916. í Austurdal er engin umferð á járnbrautunum. Margir bæir í Austurdal (Österdalen) eru alveg umflotnir. Glommen er sumstaðar sjö sinnum breiðari en * vanalega. — í Röros og grend hafa horfurnar batnað og hefir vatnið sjatnað um 10 cm ])ar. Frá Flisa er símað, að flætt hafi. hér um bil að stöðinni þar. Styrkveiting til eftirlitsskipa. Stórþingið samþykti í gær 300.- 000 kr. fjárveitingu til eftirlits- skipa sem eiga að hafa gæslu á heudi á bátamiðum. Mjósisir. —o— Niðurl. Ýmsir balda þvi fram, að í beimsstyrjöldinni bafi Frakkar og Bretar átt jafnslyngasta njósnara. Fjórum sinnum tókst breskum njósnurum að komast yfir dulmálslykil þýska flotans. Kom Bretum þetla að miklu lialdi og m. a. var þá liægt að þýða Zimmermann-bréfin svo kölluðu, en þau áttu eigi svo lítinn þátt í, að Bandaríkin fóru í styrjöldina Bandamanna meg- in. Á ófriðarárunum var byrjað að nota ýmsar nýjar aðferðir, vegna þess að of seint gekk að koma orðsendingum áfram með sendimönnum. Þess vegna voru tplógmenn látnir plægja rákir í akrana eftir vissum reglum og konur látnar' breiða þvott sinn á grasbletti á þann liátt,' að í rauninni var um „orðsending- Notid þaim gólfdúka-ábupd, sem ava.lt i’eynist bestup: FJALLKOHU- 6LJAYAXIB | % =s H.f. Efaagerð Beykjavfknr j !lii[iHiii[ii»iti[;i[iíiiíiiiiiiiiiiiiiíiiii[iiimii»imiiiiiiiiiiiiii[iiiimFi ar“ að ræða, sem lesnar voru af . flugmönnum, sem flugu yfir I þessa staði. Leyni-radíóstöðvar | voru ekki mikið notaðar og var j það sumpart vegna þess að úl- j varpssendingum var þá í ýmsu j áfátt, miðað við það sem nú er j orðið. Hinsvegar liafa slikar stöðvar verið talsvert notaðar á undanförnum árum, til þess að koma áleiðis orðsendingum. Er mikið gert til þess að liafa upp á ólöglegum stöðvum. I öllum aðalborgum Frakklands hefir leynilögreglan sérfróða menn, sem eru á verði dag og nótt, til þess að ldusta á slíkar stöðvar og aðstoða við að bafa upp á þeim. Er mikið um það rætt liver not muni verða að síikum stöðvum, ef til ófriðar kemur en margir ætla að það verði eigi mjög mikið, og sumir búast enda við, að ef lil langrar styrj- aldar kæmi myndi alt útvarp leggjast niður að miklu leyti. Þær þjóðir sem í ófriði ætti myndi leggja alt kapp á að eyðileggja útvarpsstöðvar óvin- anna, og trufla svo útsendingar, að að þeim yrði lítið gagn. En vitanlega er erfitt um slíka hluti að spá, en bitt er víst, að öllum brögðum verður beitt, sem slyngum njósnurum liug- kvæmist, til þess að komast með | SteiobíísrikStngurmn 3 er nú kominn á markaðinn fT § Beinlaus freðfiskur. pr Síld, söltuð og reykt. o: Súr hvalur. 3 Hákarl. Páll Mallbjöpns. Laugavegi 55. Sími: 3448. Borðbfinaðnr. Matskeiðar, 2ja turna, frá 1.85. Matgafflar, 2ja t„ frá 1.85. Desertskeiðar, 2ja t„ frá 1.50. Desertgafflar, 2ja t„ frá 1.50. Teskeiðar, 2ja t„ frá 0.50. Teskeiðar, 2ja t„ 6 í ks. 4.00. Matslceiðar, alp., frá 0.65. Matgafflar, alp., frá 0.65. I Desertskeiðar og gafflar, alp., 0.50. Teskeiðar, alp„ 0.35. Borðhnífar, ryðfríir, 0.75. Höfum 8 gerðir af 2ja turna silfurpletti úr að velja. í Eioan a Bjtmn einhverjum hætti að leyndar- málum óvinanua. % MUNAÐARLEYSINGI. fyrir eitthvað sex eða sjö árum — hún var þá innan við tvítugt, réttra átján ára. Hún var hér á jóladansleik, sem herra Rochester kostaði og baúð tih. — Þér hefðuð bara átt að sjá borðstofuna hérna daginn þann! Þá var nú tjaklað því sem til var — alt var skreytt eftir „kúnstar- innar reglum“ og ljósin hreinasta fyrirtak. Eg má segja, að gestirnir voru eitthvað hálft annað hundrað, bæði konur og karlar. En ungfrú Ingram bar af öllum stúlk- unum eins og gull af eiri.“ „Hvernig minnir yður að hún líti út?“ „Minnir! Mig þarf nú svo sem ekki að minna neitt um það. Eg sé hana fyrir mér enn þann dag 1 dag. Herra Kochester hafði leyft mér að koma inn í salinn. Eg stóð þar í ysta skoti og horfði á alla dýrðina. Og eg hefi ekki á allri minni lífsfæddri ævi séð neitt glæsilegra. — Flest- ar voru stúkurnar ungar og fagrar. En ungfrú Ingram — hún bar langt af öllum.“ „Viljið þér ekki lýsa henni fyrir mér?“ „JÚ — það skal eg gera — með mestu ánægju. Hún var há og beinvaxin, en ofurlítið svona eins og þrýstin um brjóstin. — Dökkhærð, skifti vel íitum, göfug á svip og elskuleg. Augun dökk og stór — rétt eins og þarna væri komin augu húsbóndanj sjálfs! Hárið var tinnusvart og fallegt ogsett upp í hnakkanum eða jafnvel vafið í stórum fléttum um höfuðið. En niður á ennið höfðu vilst mjúkir, ljómandi fagrir lokkar. Hún var hvítklædd, með gulan'linda eða breiðan borða um herð- arnar og lágu endarnir í kross á brjóstinu, en á öSrum endanum voru ósköpin öll af kögri, sem flaksaðist til og frá þegar hún hreyfði sig. — í hárinu — þessu inn- dæla hári — bar hún gula rós — eða kannske það hafi veriö eitthvert annað blóm, en ])að fór henni aldeilis dá- samlega." „Eg geri svo sem ráð fyrir, aÖ allir hafi dáÖst a'Ö henni?“ „Já, það mátti nú segja. Og ekki einungis vegna feg- urðarinnar, heldur líka gáfnanna — hún er víst rifandi gáfuð! — Og svo söng hún tvísöng með herra Roc- hester!“ „Með herra Rochester! — Mér hafði nú satt að segja ekki dottið í hug, að hann gæti sungiS!“ ,.Og sússu-jú. — Hann hefir þennan indæla bassa!“ Mig furSar á þvi, aS þessi unga, gáfaSa og f^gra stúlka skuli vera ógift enn þá. „Já, þaS er nú svona. Þaö er eins og mig gruni, að þær systurnar sé ekki neitt sérlega efnaSar — eða standi ekki til aS verSa þaS.“ En hvernig getur þvi vikiö við, að riku mennimir skuli ekki bafa beðið hennar fyrir löngu? — Til dæmis að taka húsbóndinn hérna. herra Rochester! Hann er ríkur — er ekki svo?“ „Jú — það er hafin, en aldursmunurinn er mikill. Herra Rochester er bráðum fertugur, en hún er ekki nema tuttugu og fimm ára.“ „Hvað gerir það til?“ „Og auk þess er eg nú þeirrar skoðunar, að herra Roc- hester sé alls ekki að hugsa um að kvongast. — En hvað er að sjá þetta: Þér borðiS bara hreint ekki neitt!“ „Eg er svo þyrst, að eg hefi enga lyst á matnum. — Eg er að hugsa um a'Ö fá mér annan bolla af teinu.“ — Eg var rétt í þann veginn a'S hefja að nýju samræÖur við frú Faivfax um væntanlegan hjúskap milli herra Roc- hesters og ungfrú Blanche, þegar Adele litla kom hlaup- andi inn til okkar. Þegar eg var orðin ein míns liðs eftir stundarkorn, fór eg að rifja upp fyrir mér alt, sem eg hafði heyrt um hina fögru ungfrú. Og auk’ þess rannsakaði eg hjarta mitt og tilfinningalíf og reyndi að koma vitinu fyrir sjálfa mig, ef eg mætti komast svo að orði. — Eg mintist tilfinninga minna frá nóttunni á undaú og vona þeirra, sem þá höfðu kviknað í brjósti mínu. Eg reyndi að hafa skynsemina meS i ráSum og komst aö raun um, aS eg mundi ekki hafa veriö allskostar meö sjálfri mér síöasta hálfa mánuðinn.' Eg horfSist í augu við kaldan og miskunnarlausan veruleikann og kvað aö lokum upp svofeldan dóm yfir sjálfri mér: • „Jane Eyre er vafalaust eitthvert allra hlægilegasta I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.