Vísir - 14.05.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1934, Blaðsíða 2
VISIR iDteimiNi i Olseini m Wvi-TöS : 14. maí. Besta hjálpln ( flatoinga- hreingernlnganum er „VI-T 0“ ræstiduft. Símskeyti Pólska stjómin beiðis't lausnar. Varsjá, 14. maí. FB. Ríkisstjórnin hefir beðist lausn- ar. Kozlowski hefir verið falið að mynda stjórn á ný. (United Press). ( Viðskifti ítala, Austurríkismanna, Ungverja og Jugoslava. Rómaborg, 14. maí. FÚ. Búist er við, a'ö fullnaðarundir- skrift samkomulagsins milli Aust- urríkismanna, ítala og Ungverja, fari fram í dag. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum er ákvæði um það i samningunum, að ítalia og Austurríki kaupi 5 milj. vætta af hveiti frá Ungverjalandi og að ítalia lækki tolla á 200 vöruteg- undum, sem fluttar eru inn frá Austurríki. — Fullyrt er, að sam- komulagsumleitanir fari nú fram milli Ítalíu og Jugoslavíu um inn- fiutning á timbri. Nokkrar líkur eru taldar til, að ítalir fallist á að veita Jugoslövum sömu réttindi og Austurríkismönnum, að þvi er innflutning á timbri snertir. \ Frá Frakklandi. París, 14. maí. FB. Á flokksþingi radical-sosialista var samþykt, að rikisstjórninni skyldi veittur stuðningur. Skip Menn bjapgast. Húsavík, 13. maí. FÚ. Færeyska skútan „Standard“ frá Vaag í Suðurey, rakst í gær- kvöldi á sker við Mánareyjar. Skipið brotnaði, og sökk litlu síð- ar. Á skipinu var 35 manns áhöfn, en ekki gátu allir komist fyrir i bátunum, því einn bátinn hafði skipið mist fyrir sunnan land. Var þó hægt að koma 13 mönnum upp í Lágey, en hinir komust í bátun- um til lands að Máná, þar á meðal skipstjóri. í nótt sem leið voru tveir vél- bátar sendir frá Húsavik, til þess að reyna að ná mönnunum úr Lág- cy, og komu þeir til Húsavikur aft- ur um kl. 4 í dag, með Færeying- ana 13 heila á húfi. Veður var slæmt, og hafði gengið seint að koma björgunarkaðli i land. Síð- an var einn og einn dreginn á bát á milli. Björgunin sjálf stóð 6 stundir. Þjöðmálaskraf á víð 00 dreif: —o--- Verkamaður og bóndi. Þegar dýrtíð er í landi, standa bændur og verkamenn ærið ó- jafnt að vígi, að því er tekur til afkomunnar. Eignalaus verkamaður hefir ekkert við aö styðjast, nema vinnu sina eða andvirði hennar. Og svo getur farið, að tekjur, sem lirukku fyrir öllum nauð- synlegum útgjöldum, áður en dýrtíðin skáll yfir, nægi nú ekki fyrir liinu allra nauðsynlegasta. Hinn eignalausi verkamaöur lendir því í fjárþröng og vand- ræðum, livað lítið sem út af her, og verður að nola láns- traust sitt til þrautar, ef þaö er þá nokkuð. Helsta eða jafnvel eina vonin er sú, að ljægt sé að fá kaupið liækkað. En atvinnugreinin,sem hann starfar við, getur verið þannig stæð, að liún þoli enga kaupliækkun eða sé heinlinis rekin með tapi. Þá vandast málið fyrir al- vöru. Og allir vita, að af því líku ástandi geta risið og rísa iðulega deilur og verkföll, sem verða ölluúi hlutaðeigöndum til tjóns. Bóndinn, jafnvel þó að fátæk- ur sé, stendur öðru visi að vígi. Hann lifir á framleiðslunni. Þö að framleiðsluvörur lians falli í verði á innlendum og erlend- um markaði, þá er þó neyslu- gildið heima fyrir æ hið sama. Kjötpundið heldur fullu gildi sem bús-ílag, hvort sem kaup- félagið gefur fyrir það 25 aura eða 50 aura. — Verðlækkunin snertir að eins þann hluta þess, sem seldur er. Hilt, sem heima er notað, heldur gildi sínu hvernig sem verðlagið breytist. Og sama máli gegnir um aðrar framleiðsluvörur bóndans, svo sem slátur, mör og ull, sem tætt er heima, að ógleymdri mjólk og smjöri, og ostum, lieima gerðum. Verðsveiflurnar snerta þvi ekki þann hlutann af framleiðsluvörum bóndans, sem í bú er lagður, heldur einungis söluvarninginn. Aðstaða bóndans og verka- mannsins er því harla ólik að i þessu leyti. Bóndinn getur fætt og klætt heimilisfólkið að all- miklu leyti með þeim vörum eða búsafurðum, sem til falla heima fyrir og minkað við sig vörukaup úr kaupstað, en verkamaðurinn verður alt út að kaupa. Að vísu má segja, að hann njóti þess, er landbúnað- arvörurnar falla i verði, en þau hlunnindi vega sjaldnast móti því tjóni, sem hann verður fyr- ir á vandræðatímum, sakir stop- VÍSIS KAFFIÐ gerir al}a glaða. uUar vinnu og jafnvel kaup- lækkunar í sveitum, ef hann leitar þangað, t. d. um sláttinn. Ritstjóri þessa hlaðs átti fyr- ir skömmu tal við sannorðan og áreiðanlegan verkamann reyk- vískan. Talið harst að afkomu- liorfunum framvegis og sagði hann í þvi sambandi sögu þá, er hér fer á eftir, um viðskifti sín við gildan bónda í sveil sum- arið 1932. — „Eg tók það fyrir“, sagði maðurinn, „að fara i kaupa- vinnu, því að eg hjóst við, að hér yrði við lítið að vera. Eg þóttist vita, að ýmsa hændur mundi vanta kaupafólk, enda varð fvrirstaðan engin, er aust- ur kom. Eg réðist á gott lieim- ili, en um kaup var ekki alveg fastmælum hundið þá þegar. Hins vegar talaðist okkur hónda svo til, að eg skyldi liafa kaup eftir því, sem eg reyndist. Eg vissi að hóndinn var vel efnum húinn og álitinn sanngjarn mað- ur, svo að eg hugði óþarft að gera skriflegan samning, enda reyndist það líka svo. Þegar á sumarið leið, þótli auðsætt, að kjötverðið mundi enn lækka til rnuna. Það hafði að vísu verið lágt haustið 1931, en nú þótti sýnt, að það yrði enn þá lægra. Mér datt því í hug, að liagkvæmt gæti verið fyr- ir mig, að taka dilka í kaupið. Og eg' ætlaðist til, að eg fengi þá með gangverði eða eftir því. sem þeir legði sig á blóðvelli. Eg orðaði þetta við hónda, En áður höfðum við orðið ásáttir um, að vikukaupið skyldi vera 35 krónur. Mér var að vísu kunnugt, að sumir menn á þess- um slóðum fengu liærra kaup. En eg er enginn heyvinnu-garp- ur og sætti mig við þelta, enda leið mér vel á heimilinu og vinnan ekki í strangasta lagi. FCg þóttist vita, að fé mundi ekki vænna en í meðallagi í sveitinni. Það er hrakið langan veg til afréttar, en landlétt heima fyrir haust og vor. Mér þótti því ekki ósehnilegl, að eg mundi gela fengið eina fjóra dilka um vikuna eða kannske meira, ef fé yrði með rýrara móti um haustið. Þegar upp var staðið, taldisl mér svo til, að mér bæri kaup fyrir átta vikur. Siðustu vikuna, rétta-vikúna, ætlaði eg ekki að telja. Eg snerist að vísu talsvert, en skemti mér jafn- framt, svo að mér fanst eg ekki eiga heimtingu á kaupi. Samkvæmt þessu taldi eg mér vísa þrjátíu og tvo dilka. Og eg fór að ympra á því við bónda, að mig langaði til að fá lömb upp í kaupið, lielst hrúta, en ella til lielminga lirúta og gimbrar. Eg neita því ekki, að mér þótti þetta nokkuð mikið, nokkuð stór fjárliópur fyrir 8 vikna vinnu, en eg gat ekki bet- ur séð, en að hónda mætti standa nokkurn veginn á sama, hvort liann léti mig hafa lömb- in þá þegar, með áætluðu verði, nógu háu að minsta kosti, eða þá hitt, að hann ræki þau hing- að suður í sláturliús og liefði þar upp úr þeim sama verðið og eg byði. — Hins vegar sá eg það í liendi mér, að rúmir þrjá- tíu dilkar væri ágætt búsilag og auðsær hagur fyrir mig, að taka þá í stað peninga. Þóttist eg nú mundu koma heim færandi liendi, er eg hefði 30 eða 32 dilka meðferðis. Íts«íiíí»ti0ti!i0tt0íiíi<ií>tt0ísíi0ti0ö0eís0!sísíí0!>íi0!iöíi0!sí50tso005i5>ís0!10í „Webolac“ á lestabord í togara tekur öllu öðru fram. Margra ára reynsla hér Fyrirliggjandi hér á staðnnm. Þórdur Sveinsson & Co. 'StÍOOOOtÍOOOOOOOtStStStÍOOOOOOÍÍOtSOOtSOtÍOÍÍtStSOOOtÍtStSOtiOOÍÍOOOtÍtitíí Deiluroar uorðanlauds. Tllraunlr kommnnista á Siglnfirði tll fiess að stöðva Dettifoss mistóknst algerlega. — Skipið er væntanlegt hingað i dag. Dettifoss kom til SiglufjarSar ki. 10 í gærmorgun. Haföi veriö safnaö þar liöi, til þess aö skipiö^ gæti fengið afgreiöslu, þrátt fyrir stöðvunartilraunir kommúnista. Hafa þeir lengi vaöiö uppi á Siglufirði af mikilli frekju, en urðu nú að lúta i lægra haldi. I viðureigninni við þá voru notuð slökkvitæki og óspart dælt vatni á sveit kommúnista. Tveir komm- únistar voru handteknir, annar þeirra •kona, sem hafði haft sig mjög í frammi. Nokkrir menn nreiddust. Sáu kommúnistar brátt, aö þýðingarlaust myndi að halda þessu áfram, en þóf nokkurt var þó á bryggjunni uns skipið fór um kl. 12. — Hingað er skipið.vænt- anlegt í dag kl. um 6 og hafa kommúnistar sent út áskor- un til verkamanna um að: fjöl- menn, er skipið kemur. Má öllum ljóst vera í hvaða tilgangi það er gert. — Ólíklegt þykir, aö komm- únistum takist að æsa verkalýðinn hér upp til vinnustöðvunartil- raunar og óspekta, enda standa félög þau, sem flestir verkamenn hér eru í, utan við deilur þær, sem kommúnistar nyðra hafa vakið. — Lagarfoss fór óafgreiddur frá Húsavík í gærkveldi. En þelta fór á annan veg. — Bóndi mælli hér um hil á þessa leið: Þú hefir unnið vel í sum- ar — því neita eg ekki. En mér er alveg ómögulegt, að láta þig hafa 30 eða 32 dilka fyrir vinn- una þína í 8 vikur. Það ,er fimti hlutinn af dilkunum minum. Þeir leggja sig ekki mikið á blóðvelli með þvi verði, sem nú er á kjötinu. En gáðu að því, hvilíkt feikna-búsilag það væri fyrir þig, að fá 32 dilka til slátr- unar heima. Dettur þér nú i hug í raun og veru, að þú haf- ir unnið fyrir þvílikum matar- hirgðum á einum átta vikum? Þegar kjötverðið komst allra hæst liérna um árið, fékk eg einar 1500 krónur eða meira fyrir 32 dilka. Nú fæ eg líklega ekki meira en 280—300 krónur fyrir sömu tölu. Og kannske minna. En 32 dilkar nú eru al- veg eins góðir í bú að leggja, eins og 32 dilkar voru þá, — Þá hefðir ]ni fengið — með sama kaupi og nú — eitthvað 5—6 löml). Nú lieimtarðu 32! Hvaða vit er nú í þessum kröf- um? Eg fæ ekki séð, að þetta sé reist á neinni sanngirni. — Á þeirri tið, þegar dilkurinn seldist á 50 krónur eða meira, mundi eg hafa greitt þér 50— 60 kr. um vikuna. — Þá liefði þér borið 8—9 dilkar í kaup fyrir 8 vikna vinnu. En nú viltu liafa 32! — Nei, eg get ekki liorft á þig reka 32 dilka úr garði fyrir vinnuna þína hérna — álta vikna vinnu! Heldur fer eg með þá suður, þó að mér verði lítið úr þeim. Það varð að samkomulagi, að eg fengi 20 dilka. Bóndi var nokkurn veginn ánægður með það. Eg slátraði dilkunum, er heim kom, og eg held að inér sé óhætt að fullyrða, að mér hafi aldrei orðið notadrýgri nein átla vikna laun, en þau, er eg lilaut að þessu sinni. Þetta var mikil og blessuð björg í búið. Og eg hygg, að báðir liafi hagn- ast á viðskiflunum“. „Siðan liefi eg oft um það hugsað“, sagði verkamaðurinn að lokum, „að slík viðskifti sem þessi, ætti að geta orðið allra viðskifta ánægjulegust, en auk þess báðum til liagsbóta, verka- manninum i kaupstaðnum og bóndanuni i sveitinni“. v Frh. Utan af landi Frá syslufundi Strandamanna. Hólmavík 13. maí. FÚ. Sýslunefndarfundi Strandar- sýslu lauk í gær hér á Hólmavík, en liann haföi staöiö yfir frá því 8. þ. m. Fy*i'ir fundinum lágu 57 erindi til meöferöar. Jafnað var niður á hreppana 9000 krónum, og auk þess á fimm hreppa sýslunn- ar 800 kr., til sjúkrahúss hér á Hólmavík. Sýsluvegagjald var á- kveðið 3 krónur á mann, eða sam- tals 1170 kr., er veitast aðallega til tveggja nyrstu hreppanna. — Helstu styrkveitingar voru 150 kr. til Búnaðarsambands Vestfjaröa, og 150 krónur til gistihússhalds l)ér á Hólmavík. Þessir menn hafa verið kosnir í yfirkjörstjórn í Strandasýslu : Úr sýslunefnd, síra Jón Gu'ðnason Prestbakka og Gunnlaugur Magn- ússon bóndi, Ósi, en á meðal al- mennra kjósenda þeir Kristinn Benediktsson kaupmaður, Hólma- vík og Halldór Jónsson bóndi Kjörseyri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.