Vísir - 14.05.1934, Blaðsíða 3
VISIR
Blekking
fjarlægðarinnar.
--0—
Út af grein dr. Helga Péturss í
MorgunblaSinu, 6. þ. m., vil eg
aöeins taka þetta fram:
Fjarri sé það mér afi amast viö
j»ví, aö haldiö sé fram skoöunum,
sem eg get ekki fallist á, ef þaö
er gert á jákvæöan og prúömann-
legan hátt. Og dr. H: P. ritat fag-
. urt mál. og er tiginmannlegur í
• framkomu á ritvellinum engu siö-
ur en á götunum hér í Reykjavík.
Gætu þar margjr tekiö hann til
fyrirmyndar. H^fi eg, bæöi í
bundnu og óbunþnu máli, látiö í
Ijós aödáun mína á heimspekingi
þessum. Og 'vegna jiess, aö eg
virði hann mikils, get eg ekki lát-
iö mér fátt um finnast, er hann.fer
bersýnilega meö rangt mál. Annaö
mál er þaö, aö eg skil vel, hvernig
ástatt er: Heimspekingur þessi
hefir tekiö ástfóstri viö ákveönar
hugmyndir, sem eru að sumu leyti
nýstárlegar og frumlegar. Hann
er ekki fyrst og fremst rólegur og
hlutlaus vísindamaöur. Hann er
trúmaður. Fyrir því hættir honum
, við aö lita eirfhliöa á máliö, og
verður afstaöa hans aö miklu leyti
tilfinningaafstaöa. Er eg ekki í
mokkrum efa um þaö, að hver sá,
sem kynnir sér til hlítar öll þau
rök, sem mæla með endurholdgun-
.arkertningunni, og hinsvegar kenn-
ingar dr. H. P. um lífið eftir dauð-
’ ann, muni hljóta að viðurkenna,
aö skynsemisrök þau, sem mæla
með hinni fyrnefndu kenningu,
séu mörgum sinnum fleiri og
merkilegri. í þetta sinn ætla eg
aðeins aö minnast á eitt atriöi, sem
gerir kenningar dr. H. P. um þaö,
að vér endurhoídgumst á öörum
hnöttum, mjög óaögengilega, al-
veg aö því sleptu, aö hún byggist
aö mínum dómi á altof mikilli
«fnishyggju. Vér skulum hugsa
oss unga móður, sem deyr frá
barni sínu. Dr. H. P. sendir hana
til einhverrar stjörnu, ef til vill í
•órafjarlægö. Hún kernur fram í
algjörlega nýju og óþektu um-
hverfi, sem ekki virðist standa i
neinu eðlilegti sambandi við fortíö
hennar. Ef konan er ekki svift
minninu, þá nálgast þessi ráðstöf-
un grimd. Og viröist mér þá kenn-
ing andahyggjumanna (spiritista)
og guðspekinga geðfeldari, en hún
or þessi: Hin framliöna móðir fær
að vera hjá barni sínu, vaka yfir
því og vernda það, og næra kær-
leikseðli sitt á stöðugri fórn því
til handa." Að því kemur að vísu,
að vegna síns eigin þroska verður
hún að hætta aö sinna barninu. En
henni er ekki undir eins þröngvað
með valdi til þess aö afneita sinu
-eigin eðli. Hún fær aö vaxa frá
fortíö sinni, smátt og srnátt.
Þá er það annað atriöi, sem
mig langar til að vekja athygli á
í sambandi við endurholdgunar-
kenninguna, en það er þetta: Það
•er algjörlega gagnlaust að leiða
framliðna menn sem vitni í þessu
máli. Fyrst og fremst eru vitnis-
hurðir þeirra rnjög ósamhljóða.
Eg hefi nýlega verið að lesa bók
-eina, er á að vera skrifuð ósjálf-
rátt. Bókin heitir: „Letters from
a living dead man“ (by Elsa Bark-
•er), og er af mörgum talin ein-
hver allra besta bók, sem út hefir
komið um sama efni’. Hinn fram-
liðni maður, sem hér talar, og er
áreiðanlega þroskuð sál og fögur,
ftillyrðir alveg hiklaust, að endur-
holdgun hér á jörð eigi sér stað.
Mörg fleiri slík dæmi mætti nefna.
Annars ætti hver sæmilega viti-
Lorinn maður að geta sagt sér það
sjálfur, að framliðnir menn verða
tekki alvitrir viö það eitt að deyja.
Dr. H. P. talar um aldahvörf.
Eg hefi ekki neina trú á alda-
tvörfum, fyr en mönnum tekst aö
skilja, að hamingjan býr i ]>eim
sjálfum, — að ,,hvorki við staö né
stundir stíluð1 er drottins náð“
eins og skáldiö segir, og að aðrar
stjörnur eru því í sjálfu sér ekk-
ert merkilegri eða heilagri en
óessi jörð. Alargir þeirra, sent
amast viö endurholdgunarkenn-
ingunni, virðast hafa tilhneigingu
til jarðflótta. Það er blekking fjar-
lægðarinnar, er birtist þeim í hiil-
ingum.
Grétar Fells.
Bæjarfréttir |
gxrrxao
I.O.O.F. O.b. 1. P. =
1165158 VA =
BústaSaskifti.
Kaupendur Vísis, þeir er bú-
staðaskifti hafa nú um kross-
messuna, eru beðnir að tilkynna
afgreiðslu blaðsins (Austur-
stræti 12) hið nýja heimilis-
fang sem allra fyrst, helst
skriflega.
Kaupendur Vísis,
sem verða fyrir vanskilum á
blaðinu, eru beðnir að gera af-
greiðslunni (Austurstræti 12 —
Sími 3400) aðvart þegar í stað,
svo að hægt sé úr að bæta.
Veðrið í morgun.
I Reykjavik 1 stig, ísafirði 3,
Akureyri 2, Skálanesi 1, Vest-
mannaeyjum 2, Sandi 4, Kvig-
indisdal 3, Hesteyri 1, Blöndu-
ósi 1, Siglunesi 0, Grímsey 1,
Fagradal 0, Hólum í Hornafirði
2, Reykjanesvita 2 stig. — Yfir-
lit: Háþrýstisvæði yfir íslandi,
en lægð að nálgast vestan frá
Grænlandi. Horfur: Suðvestur-
land, Faxaflói, Breiðafjörður:
Hægviðri í dag, en sunnan kaldi
og dálítil rigning í nótt. Vest-
firðir, Norðurland: Suðvestan
eða sunnan gola. Þykt loft og
dálítil rigning. Norðauslurland,
Austfirðir, suðausturland:
Breytileg átt og hægviðri. Úr-
komulaust.
Framboð
af hálfu SjálfstæöisflokksinS: í
Noröur-Múlasýslu Árni Vilhjálms-
son læknir á Vopnafiröi og Árni
Jónsson, frá Múla, á ísa-
firði Torfi Hjartarson bæjarfó-
getafulltrúi og í Hafnarfirði Þor-
leifur Jónsson bæjarfulltrúi.
Hjónefni.
S. 1. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Kristín Hall-
dórsdóttir, Sólvallagötu 13, og
Guðjón Kristjáns, sjómaður, sama
staö.
E.s. Súðin
fer í strandferö annað kveld.
Hannes ráðherra
kom af veiðum í morgun með
88 lifrarföt.
M.s. Dronning Alexandrine
fór írá Fáskrúðsfiröi kl. 5 í
morgun áleiöis til útlanda.
G.s. ísland
fór frá Kaupmannahöfn í gær
áleiðis hingað til lands.
E.s. Lyra
er vænlanleg hingað kl. 11 í
kveld.
Ásmundur Guðmundsson
dócent hefir verið skipaður pró-
fessor í guðfræðideild Háskóla
íslands.
Frá Siglufirði
er blaðinu símað i morgun,
að í bryggjubardaganum í gær
liefði kommúnistar aðallega
notað grjót að vopni og létu þeir
það dynja á andstæðingum sín-
um, en varð eigi neitt ágengt,
því að allir hinir flokkarnir
hefði staðið einhuga gegn þeim.
— Nokkrir þeirra manna, er
mest meiðsli hlutu, liggja nú á
sjúkrahúsi.
Kvennaskólanum
var slitið í dag kl. 2 e. li.
Meyjaskemman
verður sýnd á miðvikudaginn
í 30. og síðasta sinn. Upphaf-
lega stóð til að hafa 5 alþýðu-
sýningar, en þess er ekki kostur
að þessu sinni, vegna burtfarar
leikanda úr bænum.
Bragi Ólafsson
hefir verið skipaður héraðs-
læknir í Hofsóshéraði frá 1. n. m.
að telja.
K.nattspyrnufél. Valur.
3. flokkur hefir æfingu í kvöld
kl. 9—10. Áríðandi aö senr flestir
mæti.
Gullverð
ísl. krónu er nú 50.80, miðað viö
frakkn. franka.
Gengið í dag.
Slerlingspund ....... kr. 22.15
Ðollar ........ — 4.34
100 rikismörk.......— 171.61
— frakkn. frankar — 28.78
— belgur ........-—- 101.45
— svissn. frankar . — 140.91
— lírur........ — 37.45
— mörk finsk .... — 9.93
— pesetar ..........— 60.22
— gyllini ..........— 294.43
— tékkósl. kr...— 18.43
— sænskarkr.....— 114.31
— norskar kr....— 111.39
— danskar kr. ... — 100.00
Útvarpið í kveld.
19,00 Tónleikar. 19,10 Veður-
fregnir. •—- Tilkynningar. 19,25
Erindi Iðnsambandsins: Húsa-
málning, II. (Þorbjörn Þórðarson
málarameistari). 19,50 Tónleikar.
20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30
Frá útlöndum: Arabía hin far-
sæla (Vilhj. Þ. Gíslason). 21,00
Alþýðþlög. Einsöngur (Erling
Ólafsson). .21,40 Erindi: Mann-
skaðinn 1884 (Kristleifur á Stóra-
Kroppi). Tónleikar.
Útvarpsfréttip.
200 prestum vikið úr embættum.
London, 12. mai. FÚ.
Muller, erkibiskup mótmælenda-
kirkjunnar í Þýskalandi, hefir
vikið 200 prestum frá um stundar-
sakir, og eru út af þessu nokkrar
æsingar um land alt.Söfnuðirþeir,
sem hér eiga hlut að máli, hafa
gert undirbúning til að halda
guðsþjónustur á' morgun, hvar
sem hægt er að fá skýli. Innan-
rikismálaráðherrann hefir snúið
sér til biskupa kirkjunnar, og beð-
ið þá að reyna að stilla til friöar
innan kirkjunnar. Sjálfur segist
hann vera að athuga málið, og
búast við að koma með einhverjar
tillögur innan skamms.
LÁTIÐ GRAFA
nafn yðar á sjálfblekunginn
áður en þér týnið honum.
Ingólfshvoli. — Sími: 2354.
Lítilmenska.
—o---
Ekki eru allir þeir menn lítil-
menni, sem gera þó lítið úr'sér, en
glópska þeirra er oft mikil. Það
mætti kalla mann þann lítilmenni, •
sem geröi gys að börnum, er hefðu
,sér það til skemtúnar að byggja
hús úr sandi; þegar þess er þá
gætt, aö allur heimurinn hefir
bygt og byggir enn á sandi.
Gera menn sig ekki aö lítilmenn-
um með því, að níða stöðugt trú
manna og tilbeiðsluaðferðir, þótt
ofullkomnar, og barnalegar kunni
að vera? Margt er það í sambandi
viö trúarlíf manna, en ber vott um
mikið þroska- og skilningsleysi,
og er því varla bót mælandi. En
það er líka margt í heimi vorum er
ber vott um sorglegt þroskaleysi.
Stríð og aörar ógurlegar mein-
seindir mannfélagsins, bera vott
uni ömurlegt þroskaleysi. Margir
nýtísku rithöfundar, er stöðugt
leitast viö aö gera trúarlíf manna
hlægilegt og vaða með foruga skó
ruddamensku sinnar inn um alla
helgidóma mannssálarinnar, eru
líka illa þroskaðir í samúð, mann-
kærleika og göfuglyndi. Eöa eru
þeir salt félagslífsins ? Göfga þeir
þá, senr þeir umgangast? Gera
þeir líf rnanna sælla og bjartara?
Fegra þeir lífið og bæta heiminn?
Miðar ekki ritháttur þeirra oft
’mjög að því að eyðileggja fegurð-
arsmekk, afskræma hugmyndir
hrekklausra manna um lifið 'og
troða þeirra helgasta niður í kvik-
syndi ruddamenskunnar og forar-
vilpur Ijótleikans?
Þarf ekki lítilmensku til þess
að tyggja upp aftur og aftur sörnu
tugguna, segja það eitt í sögum
og- ritum, sem sagt hefir verið
hundruðum sinnum af öðrum
mönnum og með litlu öðru fyrir
auga en því, að særa tilfinningar
annarra? Það þurfti ekki kjark-
mann til þess að sletta háðsglós-
um hjá krossi Krists, þar sem
margir gerðu slíkt og það jafnvel
háttsettir menn. Það þarf ekki
kjarkmenn til þess að skrifa níð
um trúarlíf rnanna, þegar margir
gera það, og það jafnvel frægir
rithöfundar.
Eg hefi sjálfur fengið óheit á
allskonar trúavingli, en hefi samt
enga löngun til þess aö níða trú
manna, hversu ófullkomin sem
hún kann að viröast mér, eða
liæðast að því, er kalla mætti fá-
tækleg trúarbrögð. — Eg er stöð-
ugt að fá meiri og meiri skömm á
þessari lítilmensku sumra rithöf-
unda nútímans, sem apa hver eftir
öörum þennan fúlmenskulega rit-
hátt um trúmál og andlegt líf. Þar
er oft sakramentum kristinna
manna og kjötáti mannætna, át-
veislum villimanna og öllu mögu-
legu rótað saman. Þar er talað um
„Guð og allt slikt hyski“. Þar er
„Guði almáttugum ásamt syni
hans, Jesú, öllum máttarvöldum
himins og jarðar“ og hinu fyrir-
litlegasta, er þessir menn kunna
að nefna, öllu þvælt í einn graut,
sem auövitað er ætlast til að veki
íyrirlitningu manna. Guði almátt-
ugum er „klappað á lendarnar" og
það er „tekið í hornin“ á honum,
og þó á hann enginn að vera til!
—• Eg hirði ekki um að nefna hér
rnenn eöa ritverk, eg les allra
manna minnst af þessu dóti, en
þetta er svo alment, aö maður get-
ur ekki annað en þreyst á tóm-
leikanum og fengið megnasta við-
bjóð á þessari sömu margþvældu
ófrumlegu framleiðslu kaldlyndra
eöa kærulausra manna.
Pétur Sigurðsspn.
Til ieigu
fjölskylduíbuð með þægindum.
Uppl. kl. 11—12 f. h. og 2—3
e. b. -1-
Stgr. Stefánsson,
Óðiní^ötu 4. Simi 2769.
Jaffa
appelsínnr
nýkomnar.
Versl. Vísir.
Er sjönin að dofna?
Hafið þér tekið eftir því, að
sjónin dofnar með aldrinum.
Þegar þeim aldri er náð (42—
45 ára) þurfið þér að fara að
nota gleraugu.
Látið Expert vorn rannsaka
sjónstyrkleika hjá yður, það
kostar ekkert, og þér getið verið
örugg með að ofreyna ekki aug-
un.
Viðtalstimi frá 10—12 og
3—7.
P. A. Thiele.
Austurstræti 20.
Trðlofanarhringar
altaf fyrirliggjandi.
Haraldup Hagan.
Sími: 3890. Austurstræti 3.
Borðbfinaðnr.
Matskeiðar, 2ja turna, frá 1.85.
Matgafflar, 2ja t., frá-1.85.
Desertskeiðar, 2ja t., frá 1.50.
Desertgafflar, 2ja t., frá 1.50.
Teskeiðar, 2ja t., frá 0.50.
Teskeiðar, 2ja t., 6 í ks. 4.00.
Matskeiðar, alp., frá 0.65.
Matgafflar, alp., frá 0.65.
Desertskeiðar og gafflar, alp.,
0.50.
Teskeiðar, alp., 0.35.
Borðhnifar, ryðfriir, 0.75.
Höfum 8 gerðir af 2ja turna
silfurpletti úr að velja.
X. [ioarsson i irnsson
Gardínnstengnr.
„R E X“-stengur, einfaldar, tvö
faldar og þrefaldar, sem má
lengja og stytta, „505“ patent-
stengur (rúllustengur), ma-
hognistengur, messingrör,
gormar. — Mest úrval,
Ludvig Storr.
Laugavegi 15.
TILKYNNIN G
Stigstúkufundur verður lialdinn
annað kvöld, þriðjud. 15. maí,
kl. 8j^. Stigveiting. Að stig-
stúkufundi loknum verður
stigveitingafundir i umdæm-
isstúkunni. (964
Skrifstofa mín og bóka-
sala er frá 15. maí í Kirkjustræti
4 (litlu búðinni). Opin 4—7. —
Axel Tliorsteinson. (982