Vísir - 18.05.1934, Blaðsíða 5
VlSIR
HEIMDALLUR.
Borgarnesför.
Heimdallur fer í heimsókn til Félags ungra sjálf-
stæÖismanna í Borgarnesi á annan í Hvítasunnu, 21.
maí 1934. Lagt verður af stað með e.s. Suðurlandi frá
Reykjavík kl. 9 um morguninn og frá Borgarnesi á
miðnætti.-
Fundur verður haldinn í samkomuhúsi Borgnes-
inga kl. 2 um daginn. Margir glæsilegir ræðumenn úr
hópi ungra sjálfstæðismanna tala á fundinum. — Um
kvöldið verður dansskemtun haldin i samkomuhúsinu.
Farmiðar verða seldir í skrifstofu félagsins í Varð-
arhúsinu á laugardaginn kl. 1—6 e. h. og kosta 5 kr.
f yrir manninn báðar leiðir.
Stjórnin.
Símskeyíi
—o---
Utanríkisverslun Þjóðverja.
Berlín 17. maí. FB.
Innflutningur í aprílmánuði s.
1. nam 398 miljónum ríkismarka,
en útflutningurinn 316 milj. rm.
l'il samanburöar er þess getið, aS
innflutningurinn í mars nam 398
milj. rm. og útflutningurinn 401
milj. rm. (United Press).
Aukakosning í Bretlandi.
London FB. 17. maí.
Frá Hensworth í Yorkshire er
símaS aS aukakosning hafi fariS
þar fram, vegna andláts þing-
mannsins, Gabriel Price aS nafni.
Kosningu hlaut George Griffith,
verkalýSsframbjóSandi. Var hann
kosinn g'agnsóknarlaust. (United
Press).
Lántaka.
Lissabon, 18. maí. FB.
Ríkisstjórnin ætlar aS taka lán
aS upphæS 500-milj. escudos, meS
4%. Áskilur hún sér rétfc til breyt-
ingar á láninu aS tíu árum liSnum.
— Lánsfénu verSur variS til þess
aS auka aS miklum' mun verklegar
framkvæmdir af hálfu hins opin-
bera. (United Press.)
Verðfall.
Barcelona, 18. maí. FB.
Verkstjórar í öllum vefnaSarverk-
smiSjum í Kataloníu hafa gert
verkfall. Verkfallsþrátttakendur
eru um 1500. (United Press.)
1
Gullforð ríkishankans þýska.
Berlín, 18. maí. FB.
Samkvæmt seinustu vikuskýrslu
Ríkisbankans nemur gullforSi sá,
sem nú er til tryggingar seSlunum,
aSeins 4.8%. (United Press.).
Qtan af landi
—o—
Ólafsvík, 17. maí. FÚ.
Lá við slysi.
Þrír menn héSan voru hætt
komnir er þeir lentu í sjóinn í gær-
kvöldi', þegar veriS var aS skipa
upp úr SúSinni. Uppskipun var
aS heita lokiS, og var veriS aS
koma síSustu sendingunni ofan i
bátinn, en það var steypuhrærivél,
sem nota átti viS hafnargerSina.
Vélin reyndist svo þung, aS bátinn
fylti, og lentu þá þrír menn, sem í
bátnum voru í sjóinn, en sá fjórSi
náSi sér þegar í stigann, 0g komst
upp í skipiS. Einn af þeim, sem i
•ijóirin fór, náSi í kaSalinn, sem
hélt bátnum viS skipshliS, en
hinum tveim var bjargaS af vélbát,
sem dró bátana milli skips og
lands. VeSur var hvast á norSan,
og gerSi erfiðara fyrir meS upp-
skipun. Vélin var dreginn upp i
slvipiö aftur, og varS ekki komiS í
land aS sinni.
Úr hðrðostn átt.
Það kemur óneitanlega úr
liörðustu átt, þegar „gáfnaljós“
Alþýðuflokksins er látið segja
i ritstjórnargrein i Alþýðublað-
inu, að „með aulcnu afli Al-
þýðuflokksins á þingi sé meiri
trygging fyrir því, að atvinnu-
lífið verði reist úr þeim rúst-
um, sem íhaldið hefir lagt það
í.“ Þetta er að eins ein af mörg-
um órökstuddum fullyrðing-
um i þessari sömu grein. Tví-
stirnið lieldur uppteknum
hætti og veður úr einu í annað
og röksUður aldrei neitt. Nú er
það margsannað, að á meðan
sá flokkur, sem Alþbl. kallar „i-
hald“, fór með völdin, var fjár-
liagur rikisins bættur að mikl-
um mun, þvi mjög var grynkað
á skuldum. Um leið og þetta var
gert, var margt unnið til fram-
fara. Á þessum árum var lögð
undirstaða þess, að fjárhagur
rikisins yrði traustur, og að at-
vinnuvegirnir gæti blómgast.
Illu heilli var öðrum flokki fal-
ið að fara með stjórn landsins.
Hefði þessi flokkur fetað í fót-
spor „íhaldsins“ þann tíma, er
liann var við völd, hefði alt far-
ið vel. Þá hefði rikið losnað úr
skuldum og afkoma atvinnU-
veganna væri öll önnur og betri
en nú. Þjóðin hefði þá verið
brynjuð gegn kreppunni. En
þeir, sem við tóku, kusu að hafa
aðrar aðferðir. Þeir kusu að eyða
og sóa og taka lán og lirökluð-
ust loks frá við illan orðstír. Þá
var ríkissjóður tæmdur. Skuld-
ir ríkissjóðs höfðu aukist mik-
ið. Atvinnuvegunum liafði ver-
ið íþyngt á margan hátt og þeir
voru sligaðir. Einstaklingsfram-
takið var heft svo sem verða
mátti, en ríkisrekstri komið á i
mörgum greinum. Það voru
menn úr eyðsluflokknum milda,
sem loks tóku fram fyrir hend-
urnar á forsprökkunum og með
samvinnu við sjálfstæðismenn
björguðu ríkinu og þjóðinni frá
algerðri fjárhagslegri glötun.
Foringi eyðlusflokksins, rauða
flokksins í þremur deildunum,
var Jónas Jónsson.
Hann er foringi þessa þri-
skifta flokks enn þann dag í
dag. Það var liann og lians
flokkur, sem „lagði í rústir“ —
og það var Alþýðuflokkurinn,
I sem veitti þessum manni og
flokki lians fullan stuðning all-
an þann tíma, er hann var við
völd. Sócíalistar voru sam-
ábyrgir Jónasi Jónssyni og
Framsóknarflokkinum eyðslu-
og óliæfuárin miklu. Og nú veð-
ur ritþýið fram á völlinn og
segir, að þessi sami Alþýðu-
flokkur ætli að „reisa atvinnu-
lífið úr þeim rústum, sem iliald-
ið hefir lagt þá í“. — Snjall
er liann i röksemdafærslunni,
þessi Alþýðublaðshöfundur. —
Mikil er sannleiksást lians. Og
mikið er álit hans á lesendum
Alþýðublaðsins.
Hann talar um sigurvissu
flokksmanna sinna. Hann talar
um, að flokkurinn njóti trausls
unga fólksins í landinu. Um
sigurvissuna skulum við ekki
ræða. Spyrjum að leikslokum.
En út af gaspri hans um unga
fólkið, mætti spyrja hann, hvor!
hann bygði ummæh sin um það,
að unga fólkið ætli að kjósa AI-
flokksframbjóðendur — á því
m. a., að ungt fólk yfirleitt veiti
lið kúgurum, félags- og floklcs-
lcúgurum og mönnum, sem
hika ekki við að hefja að
ástæðulausu harðvítuga baráttu
og vinnustöðvun víðs vegar um
land, baráttu, sem lilýtur að
hitna mest á fátælcum einyrlcj-
um. Það mætti lika spyrja hann,
hvort hann haldi, að það álit
lians fái staðist, að æskulýður
íslands muni alment fylgja
þeim mönnum, sem risu upp
gegn lögum og rétti 9. nóv. 1932.
Að lolcum mætti spyrja liann,
hvort liann sé í sannleilca þeirr-
ar skoðunar, að ungir, íslenslc-
ir menn og konur séu eklci
stoltari en svo og vandari að
virðingu sinni, að vilja hugsun-
arlaust'rölta á eftir þeim mönn-
um, sem í flokksviðjum labba
um götur og torg undir bylt-
ingartuslcunni rauðu ?
Nei. Yesalings leiðarahöfund-
urinn veit vel, að þjóðlegur
metnaður íslenskra æskumanna
er meiri en svo, að þeir gerist
skósveinar Héðins Valdimars-
sonar og slílcra manna.
Æskulýðurinn vill, að hér búi
frjálsir menn í frjálsu landi. —
Hann vill fjárliagslega öflugt
ríki, vel stæða atvinnuvegi og
glaða, frjálsa þjóð. Hann vill
ekki, að hér verði öllu komið
i kolsvart flag, að hér lifi i landi
kúgaður lýður, háður erlendu
valdi. Æskulýður landsins fylk-
ir sér um sinn eigin fána — ís-
lenska fánann -—, og hrósar
sigri, 24. júni og síðar. En kúg-
unarstefnan ei’lenda og allir,
sem henni fylgja, bíða ósigur.
*
Gengið í dag.
Gengið í dag.
Slerlingspund ....... kr. 22.15
Dollar .............. — 4.34%
100 ríkismörk ..........— 171.91
— fralckn. frankar — 28.82
— belgur ...........— 101.70
— svissn. franlcar . — 141.40
— lírur.............— 37.45
— mörk finsk .... — 9.93
— pesetar ..........— 60.27
— gyllini ..........— 295.02
— télckósl. kr...— 18.43
— sænskar kr....— 114.31
— norskar kr...— 111.39
— danskar kr. ... — 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 50.73, miðað
við frakkneskan franka.
Athugasemdir.
Vegna smágreinar um sundhöll-
ina í Mbl. 5. þ. m., viljum vi'ð, til
þess aS fyrirbyggja misskilning,
taka þetta fram: Þar sem horfiö
kefir veriiS frá því að hafa líka
sjólaug í sundhöllinni, eins óg
ákveðið var í upphafi, þá vilja
sundmenn að sjálfsögöu krefjast
þess, aö báöar sundlaugarnar þar
verði gerðar að einni sundlaug,
sem verði þá að lengd 33)^ st.,
enda var það ósk sundmanna frá
byrjun, að aðal sundlaugin yrði af
þessari stærð. svo hægt yrði að
þreyta þar fullgild kappsund. Sam-
hliða þessari breytingu þa,rf að
koma fyrir nægilega stóru áhorf-
Föstudagmn 18. maí 1934. V
endasvæði, til að auka tekjur sund-
hallarinnar, Með þessum breyting-
um munu allir sundmenn og sund-
vinir verða fullkomlega ánægðir
með sundhöllina, eins og hún var
fyrirhuguð frá byrjun.
Ben. G. Waage.
G. Kr. Guðmundsson.
Fálkinn
kemur út í fyrramálið og er
blaðið 84 síður að stærð. Efni
hans er mestalt um Danmörku,
greinar eftir Stauning forsætis-
ráðh., H. Hendriksen lands-
þingsm.. Fontenay sendiherra,
Svein Björnsson sendih., Gunnar
Gunnarsson skáld og fl. Úrval
fallegra mynda á annað hundrað
talsins eru i blaðinu.
Víkingur
3. fl. Æfing í kveld kl. 9, næst-
síðasta æfing fyrir mótið.
Heima'trúhoð leikmanna
hefir samkomu í Hafnarfirði 1
húsi K. F. U. M. í lcvöld kl. Sþý
Allir vellcomnir.
Til Hallgrímskirkju
í Saurbæ: Frá Ingveldi Á. Sig-
mundsdóttur á Sandi fyrir seld rit
kr. 25,00. Bestu þaklcir.
Einar Thorlacius.
Útvarpið í kvöld:
19,00 Tónleikar. 19,10 Veður-
fregnir. — Tillcynningar. 19,25
Erindi \Búnaðarfélagsins: Ullar-
verkun og ullarmat, I. (Þorvaldur
Árnason). 19,50 Tónleikar. 20,00
Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er-
indi: Frá Noregi, II. (Jón Nor-
land). 21,00 Grammófónsöngur
(Norðurlandasöngvarar). 21,20
Upplestur (Þorst. Þ. Þorsteins-
son). 21,30 Umræður um dagskrár-
starfsemi útvarpsins.
Dillinger.
Niðurl.
Dillinger var fæddur á sveita-
býli nokkru við Mooresville, fyr-
ir 31 ári, og var faðir hans bóndi.
Er hann enn á Jifi, nú sjötugur
að aldri. Dillinger fór að heiman
tvítugúr og lenti i slæmum félags-
skap skömmu eftir að hann fór
að heiman, samlcv. frásögn hans
sjálfs. Glæpastarfsemi hans hófst
árið 1924. Gerði hann þá árás á
65 ára gamlan rnann, barði hann
til óbóta og tók 'alt fé hans.
Dillinger var handtekinn skömmu
siðar og dærndur til 2—14 ára
fangelsis í betrunarhúsi ríkisins
Indiana. í fangelsinu hegðaði hann
sér illa og honum var margsinnis
hegnt fyrir mótþróa gegn fanga-
vörðunum. Tvívegis reyndi hann
aö komast undan á flótta, en mis-
tókst það. Árið 1928 var hann náð-
aður. Litlar sögur fóru nú af hon-
um um tíma, en víst er, að hann
hélt áfram á þeirri braut, sem hann
var kominn út á, þótt eklci kæmist
hann undir manna hendur aftur í I
bili. En í júlí 1929 var hann hand- 1
tekinn fyrir innbrot og dæmdur í
6—10 ára fangelsi í Michiganríki.
Þar kyntist hann mönnum þeim,
sem síðar lcoma mjög við sögu
hans. Varð Dillinger leiðtogi
þeirra. Árið 1933 var hann látinn
laus. Hann lagði á ráðin um hvern-
ig nokkurir menn, sem hann hafði
lcynst i Michiganfangelsi, komust
undan á flótta. Voru þeir 9 alls.
Viku síðar var Dillinger handtek-
inn í Lima, Ohio. En félagar hans
gerðu árás á fangelsið, sem hann
\ar i, og myrtu fangavörðinn í
þeirri árás. Hófu þeir nú glæpa-
starfsemi í stórum stíl og frörndu
hverja bankaárásina á fætur ann-
ari og náðu stórfé á sitt vald. Lög-
reglan var stöðugt á hælum þeirra,
en þeir komust æ úhdan. Óttuðust
menn bófaflokk þennan mjög um
öll miðvesturríkin, því að þeir
hlífðu engum, sem i vegi þeirra
stóð. — í des. sama ár ætlaði lög-
regluþjónn nokkur i Chicago að
handaka einn manna Dillingers.
Lögregluþjónn þessi var skotinn
til bana. Var nú Dillingers og
manna hans leitað af lcappi og
fanst loks „hreiður" hans í Chi-
cago. — Dillinger hafði automat-
iska byssu að vopni og komst
undan á flótta, áamt konu nokk-
urri, er með honum var. — Næst
rændi flokkurinn banka i East
Chicago Indianaríki og komst yfir
$ 20.000. Hafði flokkurinn nú
vélbyssu meðferðis og í orustu við
lögreglumenn féll éinn maður úr
liði hinna síðarnefndu. — Þetta
var i janúar. Dillinger og flokkur
hans urðu nú fyrit því skömmu
siðar, sem enginn hafði búist við.
Lögreglan í smábæ einum handtók
allan flokkinn. Var haiui nú flutt-
ur til Crown Point, Indiana, og
settur í fangelsi. Var hann sakað-
ur um að hafa myrt lögregluþjón
að nafni Malley. Fangavörðurinn
í þessu fangelsi er kona, Lillian
Holley, að nafni. Hún lét 32 menn
gæta Dillingers, en hann komst
undan á flótta þ. 3. mars, og tók
með sér blökkumann, er var
með honum í klefanum. Vélbyssu
náði hann á sitt vald um leið og
hann braust út. Og nú hófst sú
hin mikla leit að honum, sem frá
hefir verið skýrt í blaða- og út-
varpsfregnum. Blökkumaðurinn,
Youngblood að nafni, náðist i
Port Huron, Michigan. Eltu lög-
reglumenn hann inn í sölubúð
nokkra. Sló i bardaga og var
Youngblood og einn lögreglu-
rcannanna drepnir. Fullyrt var, að
Dillinger væri á þessum slóðum.
Lögreglumenn i þúsundatali leit-
uðu lians. Viku síðar gerði lög-
reglan húsrannsókn á stað nokk-
urum í Chicago, þar sem hún
hafði komist á snoðir um, að
Dillinger væri. En „fuglinn var
floginn“. — 31. mars gerði lög-
,reglan árás á hús nokkurt i St.
I-’aul, Minn., þar sem Dillinger var,
og lenti í bardaga sem oft áður, en
Dillinger komst undan. Enn hefir
ekki tekist að handsama .hann.
Hann hefir sjálfur heitstrengt, að
láta heldur lífið en handtaka sig.
Lögreglumenn, sem átt hafa i
höggi við Dillinger, segja að hann
sé forhertasti glæpamaður, sem
þeir hafi nokkuru sinni átt við. En
sjálfur sagði hann, eitt sinn^fyrir
rétti: „Ef eg gæti byrjað nýtt lif
mundi eg gerast bóndi heima. Eg
ber elcki sökina á því, hvernig eg
varð. Fangelsin í Michigan eru
glæpaskólar og af þvi að til eru
slíkar stofnanir í landinu eru til
forhertir glæpamenn".
Norskar
lof^tskeytafregnir.
Skuldir Norðmannna.
Skuldir Noregs í öðrum löndum
minkuðu um 242 miljónir kr. árið
sem leið, aðallega vegna verðfalls
á peningum.
Skip sekkur.
29 menn drukkna.
Eimskip sökk á Kallaveis-vatni
í Finnlandi í fyrradag. 29 farþeg-
ar fórust.
Fiskimenn nauðstaddir.
Osló 17. maí. FB.
Fylkismaðurinn á Finnmörk hef-
ir farið fram á það við ríkisstjórn-
ina, að hún veiti nokkur hundruð
fiskimönnum frá Tromsö og Norð-
urlands-fylkjum, fjárhagslegan
stuðning, svo að þeir geti komist