Vísir - 25.05.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 25.05.1934, Blaðsíða 3
VlSIR Til Einars Jónssonar myndhöggvara á 60 ára afmæli hans, 11. maí 1934. Heilsa þér nú frónsku fjöllin, firðir, eyjar, hólmar, sker. Dvergar, álfar, dísir, tröllin, dansa af gleði yfir þér! Grétar Fells. ar eru á rússneskum mörkuð- um. Er gert ráð fyrir, að ýms- ir kunnir iðjuhöldar og banka- menn taki þátt i ferðinni. Vega- lengdin, sem farin verður, er alls um 5000 milur enskar, og verður farið langt austur í Sí- biriu með Bandaríkjamennina. M. a. fara þeir til liinna nýju iðnaðarborga, Sverdlovsk, sem kölluð hefir verið Chicago Sov- ét-Rússlands, og Magnitogorsk, miðstöðvar stáliðnaðarins. Þeg- ar Bandaríkjamenn hafa ferð- ast milli helstu borga landsins, sitja þeir ráðstefnu mcð Rúss- um og reyna að ná samkomu- lagi um aukin viðskifti. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 6 stig, ísafirði ó, Akureyri 7, Skálanesi 8, Vest- mannaey.jum 5, Sandi 5, Kvígindis- dal 5, Hesteyri 5, Blönduósi 6, Siglunesi 5, Grímsey 5, Raufar- höfn 6, Skálum 4, Fagradal 3, Hól- um í Hornafirði 9, Reykjanesvita 6, Færeyjum 4. — Mestur hiti hér í gær 9 stig, minstur 4 stig. Sól- skin 13,5 stundir."— Yfirlit: Há- þrýstisvæði yfir íslandi og norðan- verðu Atlantshafi. — Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiðafjörð- ur, Vestfirðir, Norðurland: Vest- an gola. Þykt loft og sumstaðar lítilsháttar rigning. Norðaustur- land, Austfirðir, suðausturland: Hægviðri. Þurt og víða hjart veð- ur. 45 ára er í dag Kristján Jónsson, gjald- keri Útvegsbanka íslands. Brúarefni hefir ekki fengist flutt austur í Skaftafellssýslu enn þá, vegna hanns Alþýðusambandsins. Hafa þó verkamenn eystra, að sögn, ósk- að þess eindregið, að efnið fengist flutt austur. Þeim óskum vildi AI- j)ýSusamhandiS ekki sinna. Bann ÍagSi stjórn þessa sambands einn- íg á flutning á efni til brúargerS- ar í Snæfellsnessýslu, en verka- menn kröföust þess, aS efniS væri ekki stöSvaö hér. Stjórn Alji>ýSu- sambandsins varö viS ósk verka- manna i Ólafsvík. Forseti sam- bandsins er Jón Baldvingson, en líann er frambjóSandi flokksins í Snæfellsnessýslu! ■ R. Jón ívarsson og J. J. Eftir góSum héimildum úr Hornafiröi hefir frést, aS Jón ívarsson kaupfélagsstjóri sé fyrsti meðmælandi Pálma Einarssonar frambjóSanda Bændafl. í A.-Sk. Þykir þetta miklum tíöindum sæta, þar eS Jón hefir veriS öflugasti stuSningsmaSur Jónasar þar í hér- aSinu. Er nú auSséö aS Jónas Jóns- son er fallandi stjarna, sem lítiS traust á rneSal kaupfélagsmanna víSa urn lancþ Og ekki eru jreir ■ofundsverSir, sem róa undir hon- nm á pólitísku fleytunni hans i kosningunum. Ekki hefir Jóni ívarssyni þótt þaS fýsilegt. Sann- ast hér: „Svo bregðast krosstré sem önnur tré.“ Skaftfellingur. Höggmyndasafn Asmundar Sveinssonar verSur opiö á morgun kl. 1—10 og á sunnudaginn kl. 10—10. Urn hvíta- sunnuna var mjög gestkvæmt hjá Ásmundi. Skiftu lieir, sem skoö- uSu safniö mörgum hundruSum. Bresk herskip eru væntanleg hingað í lok næsta mánaðar, Nelson, sem er eitt af stærstu herskipum Breta, og annaS lierskip minna. Skipin verSa viku- tíma hér í bænum. Ríkisstjórninni barst tilkynning um þetta efni í gær. Strandferðaskipin. Esja fer héðan annað kveld í hringferð austur um land. Súðin var á Fáskrúðsfirði í rnorgun. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er í Reykjavík. GoSa- foss kom til Blönduóss í morg- un. Brúarfoss kom til Kaupmanna- hafnar í gær. Dettifoss er i Ham- horg. Lagarfoss fór frá Kaup- mannahöfn í morgun. Selfoss er í Reykjavík. Af veiðum hafa komið Sindri meS 70 lifr- arföt og Skallagrímur með 123. G.s. ísland kom hingaS í morgun aS vest- an og norSan. E.s. Hekla fór héSan í g'ærkveldi austur um land. Farþegi á skipinu til Aust- fjarða var Ámi Jónsson frá Múla. Cherwell, enskt eftirlitsskip, kom hingað í gær. líjónaefni. Laugardag fyrir hvítasunnu op- inberuSu trúlofun sína ungfrú Njála Eggertsdóttir og Páll Vída- lin, bæSi til heimilis á Skólavörðu- stíg 4T. Knattspyrnumót 3. flokks. Síöustu kappleikar mótsins fara fram í kvöld kl. 7*4. Keppa þá Fram og Víkingur og kl. Sþá K. R. og Valur til úrslita. Mikill fjöldi fólks hefir horft á þessa leika aS undanförnu. Má búast viS góöri aSsókn í kvöld, eru jiaS því tilmæli þeirra, sem sjá um mótiS, vegna þess aS völlurinn, sem kept er á, cr ógirtur, aS áhorfendur standi ekki hjá markstöngunum eöa á hinum krítuSu ystu línmm vallar- ins og forðist þannig, aö trufla hina ungu leikmenn. Dómarar veröa Reidar Sörensen fyrri leik- inn og Ólafur ÞorvarSsson seinni leikinn. Ben. Víkingur. 2. flokks æfing í kvöld kl. 9. Næst síSasta æfing fyrir mótiS. Gamla Bíó sýnir i fyrsta skifti í kveld kvik- myndina Rasputin. — Kvikmynd þessi gerist viS rússnesku hirSina og er efniö alkunnugt. — ÁSal- hlutverkin era leikin af systkinun- um John, Lionel og Ethel Barry- more, en þau eru öll i fremstu röö amerískra leikara. y. Hljómsveit Reykjavíkur heldur 5. hljómleika sína 1933—• 34 næstkomandi sunnudag kl. 5 e. h. í iSnó. Sjá augl. Kappskákir við Noreg. Á sunnudagsmorguninn kl. 8 hefst í K.R.-húsinu loftskeyta- kapptefli milli Islands og Nor- egs. Er það Skáksamband Is- lands, sem gengisl hefir fyrir þessu kapptefli, og valið þessa keppendur fyrir hönd íslend- inga: Baldur Möller, Brynjólf Slefánsson, Eggert Gilfer, Ein- ar Þorvaldsson, Guðmund Ól- afsson, Jón Guðmundsson, Sig- urð Jónsson. — Sjá augl. i blaðinu í dag. Jóhannes Sigurðsson heldur samkomu i kveld kl. 8j4 í húsi K. F. U ,M. viS Amtmanns- stíg. LeikiS veröur á strengjahljóð- færi. Allir eru velkomnir meSan lúsrúm leyfir. Gengið í dag. Slerlingspund kr. 22.15 Dollar — 4.36V2 100 ríkismörk — 171.81 — frakkn. frankar — 28.92 — belgur — 102.15 — svissn. frankar . — 142.15 — lírur — 37.65 — mörk finsk ... — 9.93 — pesetar — 60.57 — gyllini — 296.16 — tékkósl. kr — 18.48 — sænskar kr — 114.31 — norskar kr — 111.39 — danskar kr. ... — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 50,55, rniöað viö frakkneskan franka: Næturlæknir er í nótt Guðm. Karl Péturs- son. Sími 1774. — Næturvörð- ur i Reykjavíkur apóteki og lyfjabúðinni Iðunni. Útvarpið í kveld. Kl. 19.00: Tónleikar. — 19.10: Veðurfregnir. Tilkynningar. - 19.25: Erindi Búnaðarfélags- ins: Ullarverkun og ullarmat, II. (Þorvaldur Árnason). - — 19.50: Tónleikar. — 20.00: Ivlukkusláttur. Fréttir. — 20.30: Upplestur. (Sigurður Skúlason) - 21.00: Grammófóntónleikar. Op. 34. í Raufarhólshelli ætlar Ferðafélagið að fara á sunnudaginn kemur, ef veður leyf- ir. Verður lagt upp kl. 8 árdegis að vanda og ekið upp í Hveradali, gengið um Þrengslin austur, milli Lambafells og Meitils, en þar er ráðgert að framtíðarvegurinn yfir Hellisheiði verði lagður á sínum tíma. Við hellinn verður rífleg við- staða og gengið í hann. Er æskilegt að sem flestir hafi með sér vasa- ljós. Til baka verður farin hin gamalkunna þjóðleið um Lága- skarð, norður í Hveradali og geng- ið upp á Meitil eða Skálafell í leið- inni, ef tíminn leyfir. — Gera m; ráð fyrir, að mjög fjölment verði í jiessari ferð, því að margir munu vilja kynnast hinum merkilegasta helli á Suðurlandi og sjá forna og komandi leið yfir Hellisheiði. Eru báðar þessar leiðir og 'útsýni af þeim, gerólíkt því sem er á akbraut arleiðinni austur yfir fjall. Líka er ])etta hæg ganga, brattalaus að kalla og ekki nema 25 km. fram og aftur, eða rneira en helmingi styttri en gangan í síðustu ferð félagsins, til Krísivíkur. Farmiðar fást á af- greiðslu Fálkans þangað til annað kveld. Fólk er beðið að mæta stund- víslega á sunnudagsmorguninn. V. Baroavagnarnir ensku eru komnir, með aurbrettum og bremsum. Afar smekklegir og ódýrir. Laugavegi 13. Hver er tilgangnrinn? Undarlegt, aS alt þaö versta ætíö hefir vængi besta. Grímur Thomsen. Því fer fjarri að blöSin séu ávalt lesin meö athygli, enda þess varla aS vænta aS svo sé gert. En i Morgunblaðinu í dag er smágrein (þó meö stórri fyrirsögn), sem eg hefi orSið var viS aö ýmsir hafa veitt sérstaka athygli, og svo var um sjálfan mig. Ekki fyrir þaS, að greinarkornið sé svo viturlegt eöa gagnlegt, eSa íagurt. Ónei, heldur bara af því, hve þaS er af- buröa-heimskulegt. Það er dómur um Englendinga, en á sennilega aS taka til Breta yfirleitt. Þeir eru þar brennimerktir flestum þeim óknyttum og ókostum, sem orS eru til yfir. Dómur þessi (sem varla mun teljast hæstaréttardóm- ur) stingur mjög í stúf viö þaö álit, sem alment hefir rikt á Bret- um meSal íslendinga, og ef til vill er þaö þess vegna, aS blaöinu hefir þótt hann öSru þarflegri til birt- ingar fyrir lesendunum, svo aö þeir mættu þó aS lokum komast til sannleikans viSurkenningar. Fyrsta spurningin, sem vaknar i huga lesandans, er aS sjálfsögSu sú, hver sé tilgangurinn meö því aö birta þessa fáránlegu og ill- kvitnislegu heimsku. Þá gátú ræS eg ekki, og fleirum mun hún tor- veld reynast. Dómurinn er um næstu grannþjóS okkar, þá þjóS- ina, sem viS eru alveg fortaks- laust mest háSir og mestu skiftir fyrir okkur aS halda vináttu viS. Af þessari þjóS höfum viS aldrei reynt annaS en drengskap, höfS- ingsskap, vináttu og góSfýsi. Þar höfum viS aS jafnaöi veriS dæmd- ir ekki einungis vingjarnlega, heldur oft og einatt miklu betur en málaefni stóSu til. HvaS eftir ann- hefir þaS boriS viS, aS æSstu menn bresku stjórnarinnar hafa opinberlega tekiö svari okkar ef á okkur var hallaS, en br'eskir blaðamenn og rithöfundar fluttu okkar mál meSan viö áttum í deil- um út á viS. Bretum eigum viS eingöngu gott aS launa, og gott er aldrei oflaunað nema meS illu sé. Eg hygg aS flestir þeir, er lásu umrædda klausu í Morgunblaðinu muni geta orðiS sammála um þaö, að rammari öfugmæli hafi þeir ekki séS. íslendingar hafa yfir höfuS meira eSa minna ljósa sann- , færingu um ]>aS (og í því skjátl- ast þeim varla), aS í rauninni séu Bretar göfugasta og sannmentaS- asta þjóS heimsins, ])ótt margar aörar þjóSir séu ágætar. „Viljans, hjartans, vitsins menning vopnast hér i einni þrenning", segir skáld- konungur okkar er hann yrkir um Bretland. „ForvörSúr frelsis um fimm tvennar aldir, mest vestur- landa mannvitsins ból“, segir ann- ar höfundur. Lengi hafa hinir bestu og vitrustu menn íslendinga dáS breska menningu og óskaS þess, aS af Bretum mættum viS læra. Þórhállur biskup, sem sýknt og heilagt sló á þenna strenginn, gekk svo langt, aS kennara einum á norSurlandi taldi hann þaö til gildis sem rektorsefni, að „unniS heföi hann með Hjaltalín enskS.“ og þannig komist undir bresk menningaráhrif. Svo er aS sjá sem MorgunblaSiö hafi fengið fróöleik sinn úr útvarp- inu — þessari* voldugu stofnun ríkisins. „Syngur hver meS sínu nefi“ og ef þaS er „kompliment" islensku stjórnarinnar til Breta aS hrópa þetta 11ÍS inn á hvert heim- ili í landinu, þá er þaS ekki of- mælt, aS hún syngi sálminn „meS sínu lagi“. Bótin aS enginn trúir því um núverandi ríkisstjórn, aS lúm eigi neinn þátt í þessar starf- semi útvarpsins, því hún er kunn aS alt öðru hugarfari. En væri hinsvegar ekki ástæSa til þess fyr- ir hana, að láta slíkt frumhlaup til sín taka?, Sú var tiS, aö sitt af hverju heyrðist sagt um „vitlausa mann- inn í útvarpinu“. Eg var á meSal þeirra, sem létu ])að inn um annaS eyraS og út um hitt — hugöu vera þjóðsögu eina og lögSu lítinn trún- að á. En hafi einhver heyrt ])enna MorgunblaSs-fróSleik í útvarpinu, þá skal eg ekki lá honum trúna. Og fer nú ekki einhverjum aS koma í hug vitlaus maður í Morg- unblaSinu ? „Ek lýt oft aS litlu“, sagSi Grettir. AS litlu laut hann blaöa- maöurinn sá, sem laut ofan aö þessari útvarps-hundaþúfu. 23. maí 1934. Snæbjörn Jónsson. MorgunblaSiS færSist undan því, aS birta grein þessa, meS því aS hér væri um útvarpsfregn aS ræSa. Sn. J. Ath. Höf. þótti miklu skifta, aS fram- anrituS grein kæmist fyrir al- menningssjónir. Taldi hann yfir- sjón útvarpsins svo alvarlega aS mótmæli yrSi fram aS koma gegn slíkum fréttaburSi. Vísir álítur greinina óþarflega harSorSá, en sér þó ekki ástæSu til, aS neita höf. um rúm fyrir hana. Þykir og ekki saka, þó aS útvarpsstjórn- inni sé á þaS bent, aö hentara muni aö hafa nokkura gát á því, aS ekki sé látiö flakka (sem tiSindi til al- mennings) alt ])aS, er heimskum manni getur í hug komiS. Ritstj. Utan af landL —o-- Vestmannaeyjum 24. maí. FÚ. MaSur sá er getið var um í út- varpsfregn í gær aS tekinn heföi veriö fastur í Vestmannaeyjum, grunaSur um að hafa stolið 990 kr. í MiSstræti 3 þar í bænum hef- ir játaS brot sitt. Atvinnuleysingjum í Þýskalandi fækkar. Berlín, 25. maí. FÚ. Samkvæmt mánaSarskýrslu sjúkrasamlaganna J)ýsku fyrir apríl, hefir atvinnuleysingjum enu fækkaS um 640 þúsundir í þeim mánuSi. Alls eru atvinnuleysingjar nú 3 milljónum 839 þúsundum færri en í janúar 1933, þegar tala ]>eirra var hæst. 1 Viðskiftasamningur. í Belgrad var í gær undirskrif- aður viSskiftasamningur milli Búlgaríu og Júgóslavíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.