Vísir - 25.05.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 25.05.1934, Blaðsíða 2
VISIR )) feTffiiNl & ÖLSEIN] ((i ---járn --- pappi ---saumui* Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir Verzlun Ben. S. Þóraxinssonar fekk með síðuslu skipum inn- dælan kvenundirfatnað úr silki. Litum og vex-ði viðbrugðið. Verzlun Ben. S. Þórarinssonar sendir vörur út uxn land gegn póstkröfu. Gleymið ekkt aS í verzlnn Ben. S. Þðrarinssonar, fást allt af bezt kaup. Nefnum bara karlmannanærfatnaðinn — sokkana — vestin — og hálsbindin. Drengjamatrósafötin o. fl. o. fl. Að ógleymdu hinu alkunna ullarbandi í öllum regnbogans lbum. Stefán Guðjohnsen kaupmaður í Húsavík, andaðist að lieimili sínu i gær- morgun, eftir hálfsmánaðar legu. Æviatriða lians verður síð- ar getið' hér í blaðinu. Símskeyti Atvinnuleysi í Bretlandi minkar hröðum fetum. London, 24. maí. — FB. Fullyrt er, samkvæml áreið- anlegunx heimildum, að at- vinnuleysisskýrslur, sem birtar verða 4. júni, leiði í ljós, að at- vinnuleysingjum hafi enn fækk- að unx 50.000, vegna mikillar atvinnuaukningar í stál- og járn-iðnaðinum. Gera nxenn sér nú vonir um, að í júlímánuði næstkomandi verði tala at- vinnuleysingja komin niður í tvær miljónir. (United Press). Nýtt Atlantshafsflug. New York, 24. nxaí. — FB. Twir Bandaríkjamenn af pólskum ættum, Bénjamin og Joseph Adanxowicz, áfornxa að leggja al' stað í Atlantshafsflug í júnímánuði næstkoxxxandi. Þeir ætla sér að fljúga án við- komu frá New York (Floyd Bennett flugvelli) til Varsjá. Flugmenn þessir eru bræður og hafa dvalist um tuttugu ára skeið vestx-a. Þeir lærðu að fljúga 1926 og ætluðu að fljúga til Póllands í fyrrasumar, en af þvi gat ekki orðið þá. Þeir nota Bellancaflugvél, senx kostaði 25 þús. dollara. Leiðbeinandi þeirra er Holger Höiriis, sem 1931 flaug frá New York til Krefeld í Þýskalandi, ásamt Otto Hilling vélamanni. Hundaæði. Helsingfors, 24. maí. — FB. Mikill hundaæðisfaraldur er i austur og suðurliluta Eistlands og er talimx þangað korninn frá Rússlandi. — 300 menn, sem óðir hundar hafa bitið, hafa verið fluttir til Pasteurstofnuix- arinnar í Dorpat, til lækninga. — Yfirvöldin hafa skipað svo fyrir, að drepa skuli alla hunda og ketti, senx í næst, og liafa 7000 þegar verið skotnir. (United Press). Umferðaslys í Bretlandi. London, 24. nxaí, kl. 16. F.Ú. Síðastliðna viku dóu í Bret- landi 127 manns af umferða- slysum, en 4816 særðust. Masaryk kjörinn forseti Tékko- slovakiu. Prag, FB. 25. nxaí. Masaryk hefir verið kjörinn for- seti Tékkóslóvakiu í fjóröa sinn me'S yfirgnæfandi meirihluta at- kvæöa. — I stjórnarskránni er tek- iö frarn, aö engan mann megi kjósa forseta oftar en tvívegis, nerna fyrsta forseta lýöveldisins. — Á dr. Masaryk almennum vinsældum íiö fagna i landinu meöal manna af öllunx flokkum. Hátíöahöld fóru frarn í Prag og víöar, þegar úrslit- in voru kunn. (United Press). Breska stjórnin og síldarútgerðin í Skotlandi. London, FB. 25. maí. Samkvæmt áreiöanlegum heim- iidum hefir ríkisstjórnin hafnaö til- lögu um aö veita beinan fjárstyrk ti! skoskra útgeröarmanna til síklveiða. Var tillögunni hafnaö á þeirn grundvelli, aö ekki væri hægt aö gera þannig upp á rnilli atvinnuveganna, ef fariö yæri út á þessa braut, rnyndi slíkar beiön- ir koma úr fleiri áttum. Væri öld- ungis ógerlegt aö sinna slíkum kröfurn á yfirstandandi tímum. — Hinsvegar er taliö, aö svo illa horfi um síldarútveginn í Skot- landi, aö nxáliö verði tekið fyrir á þingi mjög bráðlega, þrátt fyrir hinar'daufu undirtektir stjómar- innar. (United Press). Kollumálíð. Ðómnr kveðian npp f gær. Ár 1934, fimtudaginn 24. maí kl. 4,30 e. h., var lögregluréttur Reykjavíkur settur í bæjarþings- stofunni í hegningarhúsinu og haldinn af setulögreglustjóra Arn- ljóti Jónssyni, með undirrituðum réttarvottum: Fyrir var tekið lögregluréttar- rnálið: Valdstjórnin gegn Hermdnni Jónassyni, lögreglustjóra í Reykjavík. Dómarinn leggur fram í réttin- um, senx rskj. nr. 38, hegningar- vottorð úr Skagafjarðarsýslu, svo- hlj óðandi: ..... Var þá í málinu uppkveðinn svohljóðandi . d ó m u r: Mál þetta er með stefnu, útg. 22. þ. m., höfðað af valdsstjórnarinn- ai- hálfu gegn Hermanni Jónassyni lögreglustjóra, til heimilis Laufás- veg 79 í Reykjavík, fyrir brot á lögreglusamþykt fyrir Reykjavík frá 1. febr. 1930, sbr. hafnarreglu- gerð fyrir Reykjavikurkaupstað frá 12. nóv. 1917, svo og brot á lögunx nr. 58 frá 10. nóv. 1913 um íriðun æðarfugla. Með bréfi til dómsmálaráðuneyt- isins, dags. 12. jan. síðastl. kærði Oddgeir Bárðarson verkamaður, Njálsgötu 60 hér í bæ, lögreglu- stjórann í Reykjavík Hermann Jónassón fyrir brot á lögreglusam- þykt Reykjavíkur og lögurn um friðun fugla. Var kærðum þar gef- ið það að sök, að hann hefði í síð- astliðnum októbermánuði skotið af byssu úti í Orfirisey, að því er kærandi áleit á sjófugla, og enn- fremur að kærður hefði gerst sek- ur urn að hafa á fullveldisdaginn 1930 skotið æðarkollu í nefndri eyju. V'ar unx þetta siðara atriði vísað til Waðagreinar eftir Sigurð Jónsson rafvirkja, er þar kvað sér vera kunnugt urn, að þetta hefði átt sér stað. Við rannsókn málsins, er hófst 23. s. m., hefir það upplýstst, að fyrri part októbermánaðar fór kærður út í Orfirisey og skaut ]>ar nokkrum skoturn, úr riffli, að því er ætla má. Þykir þetta, þrátt fyr- ir neitun kærðs, nægilega sannað af framhurðum vitnanna Oddgeirs Bárðarsonar og Gústafs Karlsson- ar, er háðir hafa verið staðfestir. Hinsvegar hefir eigi fram komið neitt er bendi til að kærður hafi þá skotið fugl í eyjunni. 1. desember 1930 fór kærður út Grandagarðinn út í Örfirisey og hafði riffil meðferðis.-. Skaut hann þar nokkrum skotum úr rifflinum. Miðaði hann þá og skaut á æðar- fuglahóp þar við eyjuna og hitti og drap eina æðarkollu. Vitni að þessu voru þeir Valdemar Þórðarson, Víglærg Einarsson, Egill Jónasson og Stefán Ólafsson. Sáu þeir Valdemar og Vígberg kærðan, er hann stóð á öskuhaug vestur við sjóinn hjá Grandagarðinum og var að miða rifflinum út á sjóinn, og var þar mikið af fugli, liæði máfi, æðarfugli og fleiri fuglum. Vitnið Valdemar sá og að kærður miðaÖi byssunni á leiðinni út garðinn, en vitnið gat ekki urn það borið, hvort kærður hleypti af, því l)rimgnýr var og vél bifreiðar þeirrar, er vitnið sat í, var i gangi. Vitnið Egill, sem ásamt Stefáni, var úti í Örfirisey, bæði sá og heyrði að kærður skaut nokkrum skotum á leiðinni út garð- inn, og telur að kærður hafi skotiÖ á rnáfa á flugi, en ekki hitt fugl- ana. í eyjunni sáu og heyrðu þessi tvö vitni er kærður skaut þar. Voru þau sjónarvottar að því, að kærð- ur skaut æðarkolluna. Kom kærð- ur eftir ]xað til þeirra og bauð þeinx að skjóta úr rifflinum, en þeir þágu ekki boðið. Eftir þetta gengu vitnin niður að sjónum og fundu æðarkolluna; þá fundu þau og pakka með rúmlega 30 Remington ,,22 long“ riffilskotum á þeirn stað, er kærður hafði setið, er hann hand- lék riffilinn, eftir að hann skaut æðarkolluna. Hafa þessi vitni stað- fest héraðlútandi framlxurði sína með eiði. Kærður hefir játað, að hafa oft- ar en einu sinni urn ]xetta leyti, eða árið 1930, verið að skjóta úti í Ör- firisey, en telur það hafa verið æf- ingar í að skjóta til marks, og hef- ir hann neitað því að hafa skotið þar æðarfugl, því „sér vitanlega hafi hann alls ekki gert það.“ Flins- vegar hefir kærður ekki neitað því, að hann kunni' að hafa hitt þá Stefán og Egil um ]>etta leyti úti i eyjunni og að þeir hafi séð sig skjóta þar. Kærður hefir upplýst, að riffil þana, er hann þá notaði, hafi hann keypt fyrir allmörgum árurn hjá Jóhanni Ólafssyni & Co. í Reykjavík. Sé það Browning riff- ill fyrir skot nr. 22 og eigi hann riffilinn ennþá og geyrni heima hjá sér. Voru skothylkin rnátuð i þenn- an riffil og lýsti kærður yfir því, að þau pössuðu í riffilinn. Þá hef- ir kærður og upplýst, að hann hafi keypt skot í riffilinn hjá Jóhanni Ólafssyni & Co., en það firrna hef- ir einkaumboð fyrir skot af þeirri tegund, sem vitnin fundu. Enn- fremur hefir kærður upplýst, að hann hafi ekki þá né síðan átt eða * notað annan riffil, svo hann muni til. Kærður hefir haldið því fram, að þetta atferli sitt, að skjóta í eyj- unni, sé verknaður, senx sér og lög- reglunni í Reykjavík sé heimill, og hefir í því sambandi -bent á, að það sé „ein af nauðsynlegustu íþrótt- urn lögreglunnar að kunna að fara með skotvopn," því lögreglan þurfi . „æði oft að taka skotvopn, jafnvel hlaðin skotvopn, af mönnum, sem hún tekur fasta,“ og ennfremur þurfi hún „iðulegá að aflífa særð og veik dýr nxeð skotvopnum" og ,,éf að þetta væri ekki heimilt, þá væri lögreglan i Reykjavík eina lögreglan í veröldinni, sem ekki hefði leyfi til að æfa sig á þennan hátt í sínu lögsagnarumdæmi." Jafnvel þótt þessi skoðun kærðs hefði við rök að styðjast, þá lítur rétturinn svo á, að kærður hafi í unxrætt skifti ekki verið við skot- æfingu sem lögreglunxaður eða lög- reglustjóri í embætti sínu, heldur hafi hann verið að skjóta sér til skemtunar. Rannsókn málsins leiddi enn- frernur í ljós, að kærður kom dag einrt, síðast í nó^ember eða fyrst í desembermánuði 1931, út i Örfiris- ey og hitti þar Þórð Guðlaugsson og Daða Þorkelsson og átti tal við þá. Skaut kærður ])á til marks úr riffli og var rnarkið steinn í fjör- unni. Gengu þeir síðan með kærð- um til aÖ svipast eftir fugli og skaut þá kærður og drap æðarkollu þar við eyjuna. Hefir kærður þrætt fyrir þennan verknað, sem þó þyk- ir nægilega upplýstur og sannaður af staðfestum framburðum þessara vitna. Viðvíkjandi staðfestingu ])essara vitna, Þórðar og Daða, sem bæði eru í kristnu trúaríélagi, Að- ventistakirkjusöfnuði, skal það tek- ið fram, að vegna trúarskoðunar þeirra, staðfestu þau framburð sinn með drengskaparorði, en eigi með eiði. Telur rétturinn að stað- festing ])eirra sé fullkomlega gild með þessu rnóti. Rétturinn telur því, að í málinu sé frarn komin full lögsönnun fyr- ir því, að kærður hafi bæði fyrsta desember 1930 og seint á árinu 1931 skotið æðarfugl í lögsagnar- umdærni Reykjavíkur. Hefir hann með þessu brotið 1. gr. nefndra laga um friðun æðarfugla, nr. 58, frá 10. nóv. 1913. Þá hefir kærður og í sömu tvö skifti, senx og í októ- bermánuði síðastliðnum, brotið lög- reglusam]iykt Reykjavíkur 6. gr., sbr. 70. gr„ sbr. og hafnarreglu- gerð fyrir Reykjavíkurkaupstað, 6. gr. Kærður hefir nú haldið þvi franx, að þótt hann hefði orðið sekur við lögin um friðun æðarfugla með því að skjóta æðarfugl 1930 og 1931, þá væru þær sakir fyrndar sanx- kvænxt analogiu 67. gr. hegningar- laganna. Á þetta verður þó ekki fallist. Rétturinn lítur svo á, að fyrningarreglur 67. gr. hegningar- laganna eða analogiu hennar verði að eins beitt, þegar um er að ræða brot á hinum alnxennu hegningar- lögum eða lögum þótt yngri séu, sem í eðli sínu séu svo skyld hin- um almenuu hegningarlögum, að telja megi, að þau hefðu verið tek- in upp í hin almennu hegningarlög, ef lögfest hefðu verið þá eða áður. Hinsvegar telur rétturinn alt aðrar ástæður og alt önnur sjónannið koma til greina, ]>ar sem unx er að ræða brot á lögreglusamþyktum, friðunarlögum eða annari þess hátt- ar löggjöf. Verður kærður því ekki sýknaður af þessari ástæðu. Sam- kvæmt framansögðu þykir ])ví verða að sakfella kærðan og þykir refsing hans, sem kominn er yfir lögaldur sakamanna og ekki hefir áður sætt kæru eða refsingu fyrir neitt lagabrot, hæfilega ákveðin 4.00 krónur, er skiftist þannig, að í bæjarsjóð Reykjavíkur renni 387,33 krónur og til uppljóstrar- mannsins Oddgeirs Bárðarsonar 12,67 krónur og komi 25 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 30 daga frá löglegri birtingu dóms þessa. Þá skal og riffill lcærða upptækur vera og renni andvirði hans í l)æj- arsjóð Reykjavíkur. Svo greiði kærður og allan kostnað sakarinnar. Á máli þessu hefir enginn ólög- legur dráttur orðið. Þ v í dæmist rétt vera: Kærður, Hermann Jónasson, greiði 400 króna sekt, er skift- ist þannig, að í bæjarsjóð Iíeykjavíkur renni 387,33 krón- ur og til uppljóstrarmannsins, Oddgeirs Bárðarsonar, 12,67 krónur, og komi 25 daga ein- falt fangelsi í stað sektarinn- ar, verði hún eigi greidd inn- an 30 daga frá löglegri birt- ingu dóms þessa. Riffill kærða jsé upptækur og renni andvirði hans í bæjarsjóð Reykjavíkur. Svo greiði kærði óg allan kostn- að sakarinnar. Dómi þessum ber að full- nægja að viðlagðri aðför að lögum. Arnljótnr Jónsson. Viðskifti Róssa og Bandaríkjamanna! —o— Þegar Bandaríkin loks viðui- kendu Sovét-Rússland, var því spáð, að viðskifti nxyndi aukast mjög íxiikið að kalla þegar i stað, nxilli Bandarikjanxanna og Rússa, en það liefir yfirleitt slefnt lieldur Ixægt í þá átt, og mun það aðallega stafa af tregðu af liálfu Baxxdaríkja- nxanna að lána Rússum fé, á meðan elcki næst sanxkonxulag um skuldirnar gömlu frá keis- araveldistímanum, sexxx bolsvík- ingar hafa aklrei viljað viður- kenna. Fleira hefir vitanlega konxið til greina, sem veldur þvi, að viðskiftin hafa ekki auk- ist, eins og menn gerðu sér von- ir unx. — Nú hefir hið svo kall- aða rússnesk-ameríska verslun- arráð stofnað til Rússlandsfai- ar amerískra kaupsýslunxanna, svo að þeir geti af eigin reynd kynt sér kröfur þær, sem gerð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.