Vísir - 12.06.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 12.06.1934, Blaðsíða 2
VISIR ÚTRÝMIfl flugunum með „AEROXON' flapaveiðarum. HIIIIIIIUWII lllillllll«Mft»w»»aagi||i| iiiiiiiiI IIHIIF Þjóðnyting. Verzlun Ben. 8. Þfirarinssonar býðr hezt kanp. Það var sagt frá því í AI- þýðublaðinu á dögunum, að danskir jafnaðarmenn væri nú að ráðgera þjóðnýting í stórum stíl. Eins og oft vill verða í Alþbl., þá bar nú ekki allskost- ar saman fyrirsögn greinarinn- ar um þelta og innihaldi benn- ar. Fyrirsögnina lá næst að skilja svo, að það væri danska stjórnin, sem hefði þessar þjóð- nýtingarfyrirætlanir á stefnu- skrá sinni og ætlaði að fram- kvæmaþæraiveg á næstunni.En samkvæmt frásögninni var nú ekki um annað að ræða en ein- liverjar flokkssamþyktir, sem ekki er óvenjulegt að jafnaðar- mannaflokkar geri svona til þess að lialda flokksmönnunum við trúna, en engum kemur til hugar að framkvæma. En livað líður þjóðnýtingar- kröfum islenskra jafnaðar- manna? Mönnum skilst það að vísu, að átt sé við þjóðnýtingu, þegar jafnaðarmenn tala um „viðreisn atvinnuveganna", eins og Emil Jónsson gerði í erindi sinu á dögunum, cn lionum vanst ekki timi til að gera nán- ari grein fyrir hvernig fram-. lcvæma ætti, og ekki heldur var rúm til að gera í hinni stuttu grein hans í Alþbl. En menn undrast það þó mjög, hve fá- orðir þeir eru nú um þessar fyrirætlanir sínar. Það var ekki sparað rúmið i Alþýðublaðinu i vetur, undir bæjarstjórnar- kosningarnar, jægar rætl var um bæjarútgerðina. Það hefði þvi má'tt búast við ]>vi, að nú yrði ekki lakmarkað svo mjög rúmið i blaðinu fyrir greinar um þjóðnýtingarfyrirætlanirn- ar. Og hverju gegnir það, að þeir skuli ekki nú gcra háværar kröfur um ríkisútgerð? Þeir ætluðu Reykjavík að kaupa 10 togara. í hlutfalli við það ættu þeir að krefjast þess, að ríkið kevpti 30—40 togara. Það væri nú „viðreisn atvinnnveganna“, sem um munaði. En nú stein- ]>egja þeir um alla aukningu út- gerðarinnar. Þeir forðast að minnast á bæjar- og ríkisút- gerð. Og svo revndur maður, á þessu sviði, sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði, fær ekki rúm i blaðinu til þess að gera grein fyrir því, hversu ágætlega slík- ar framkvæmdir hins opinbera myndu gefast. —- Raunar er sagt, að reikningar bæjarút- ^erðarinnar í Hafnarfirði fyrir síðasta ár séu ekki fullgerðir enn, og kann það að einhverju leyli að slafa að ]>ví, að bæjar- stjórinn g'ctur ekki snúist við ]>ví að skrifa eins langa grein uin þetta, eins og bann ella mundi gera. Eða er það svo, að þeir 5tt- ist, að þeir geri sér nú lítið gagn með löngum skrifum og háværum kröfum um bæjar- eða ríkis-útgerð ? Eru þeir úr- kula vonar um, að þeir geti að þessu sinni tælt kjósendur til að greiða þeim atkvæði með slórum fyrirheilum um aukn- ingu útgerðarinnar? Hvað halda menn þá að orðið hefði úr efndum á loforðum þeirra um bæjarútgerðina, þó að þeir hefðu komist i meiri hluta í bæjarstjórn? Og hvað halda menn að verði vfirleitt úr efndum á loforðum þeim, sem þeir gefa fyrir kosningar, ein- göngu til að svíkja sér út at- kvæði? Öll kosningaloforð jafnaðar- anna eru nú meira á huldu en venjulegt er. En þau verða ekki lialdbetri af þeirri ástæðu. Þeir óttast aðeins, að kjósendur kunni nú orðið að gagnrýna ráðagerðir þeirra, og ætla að þess vegna sé vænlegast að hafa þær sein mest á huldu og kenna því um, að Iivorki sé tími né tækifæri til að gera nán- ari grein fyrir þeim, eins og hinn „stóri spámaður“ þeirra, bæjarstjórinn í Hafnarðirði, svo kænlega kom sér hjá öllum frekari skýringum á fyrirætl- unum ]>eirra. Viísklfti fslendinga og Spánverja. —o— Tilkynning frá forsætisráðherra. 11. júní. — FB. Eins og þegar liefir verið frá skýrt í blöðunum komu þeir Helgi Guðmundsson og Magnús Sigurðsson bankastjórar og Richard Thors framkvæmdar- stjóri, heim með Brúarfossi s. 1. laugardag, frá samningastörf- um við spænsku ríkisstjórnina, um saltfisksinnflutninginn tii Spánar. Komu samningamennirnir saman á fund í dag með ríkis- stjórninni og utanríkismála- nefnd og gáfu skýrslu um gang samninganna. Hafði aðstaða ís- lensku samniúganefndarinnar verið örðug, en hinsvegar tóku Spánverjar með sérstökum vel- vilja og skilningi á málstað ís- lendinga. Var fenginn ákveðinn grund- völlur að efni væntanlegs samnings áður en samninga- mennirnir fóru frá Madrid, en enn ]>á hefir undirskrift þó ekki farið fram. Dvelur Sveinn Björnsson sendilierra áfram i Madrid • og ennfremur Helgi Briem fiskifulltrúi, sem verið liefir ritari samninganefndar- innar og bíða þeir þar eflir end- anlegum samningslokum. Að svo stöddu verður ekki skýrt nánara frá efni hins vænt- anlega samnings en samkvæmt nýfengnu símskeyti frá sendi- herra má nú vænta undir- skrifta innan skamms og verð- ur þá tilkynt nánara um samn- ingsatriðin. Lapí á náinn. Það hefir löngum þótt ófag- ur siður, að leggjast á náinn, þ. e. að lofa ekki þeim, sem í gröfunum hvíla, að liggja þar í friði. Og það er engu síður and- slyggilegt, er seilst er lil látinna þjóðskörunga og farið að bera þá saman við pólitíska ódrætti og vandræðamenn nútímans. — Það er livorki meira né minna en það, að liinir látnu merkis- menn eru svívirtir í gröf sinni. Mér brá í brún núna fyrir nokkurum dögum, er mér var bent á það af góðkunningja mínum, að í blaðræksni einu hér í bænum væri verið að hkja þeim saman: Skúla heitnum Thoroddsen, sýslumanni og al- þingismanni, og Hermanni Jón- assyni! — Hvílík dæmalaus ósvinna! Skúli Thoroddsen var þjóð- kunnur stjórnmálamaður og liöfðingi — héraðsliöfðingi og höfðingi á Alþingi. Hann var þjóðkunnur fyrir frjálslyndi og ættjarðarást, manna snjallastur í þingsölum óg höfuðkempa vopna sinna. Hann var vinur allra smælingja, manna jafnt sem málleysingja. Hann mundi aldrei liafa getað fengið sig til þess, að drepa æðarfugl — jafn- vel ekki, þó að slikt hefði ver- ið lieimilt að lögum. Og svo sagði mér gáfaður mentamaður, sem mjög var handgenginn Skúla Tlioroddsen, konu lians og börnum, að liann liefði ald- rei kynst betra hjartalagi hjá nokkurum manni, en Sk. Th. Og svp er Hermanni Jónas- syni líkt við þennan mann! Það er engin furða, þó að okkur, gömlum Isfirðingum, hitni í hamsi, er við lieyrum slíkt eða sjáum. Skúli Thoroddsen var ást- sæll af ísfirðingum. Þeir kunna að meta hvað að þeim snýr, ekki siður en aðrir, og þeir gleymdu ekki sýslumanni sin- um, þó að hann flyttist úr liér- aðinu. Þeir kusu hann á ]>ing eftir sem áður og vottuðu hon- um á þann hátt traust sitt og virðingu. Við munum það, ísfirðingar, að margt var til þess gert, að fá okkur til þess, að bregðast Skúla Thoroddsen. En við sát- um við okkar keip. Við unnum honum sem manni og treystum honum sem fulltrúa okkar á Alþingi — treystum honum allra manna best. Hann sat á þingi fullan aldarfjórðung og var fulltrúi okkar allan þann tima, nema á einu þingi. Og svo er Hermanni Jónas- syni líkt við þennan mann! Hvílík dæmalaus ósvinna, segi eg enn og aflur! Hvað hefir Herniann Jónas- son gert, er bent geti til þess, að hann sé eitthvað svipaður Skúla lieitnum Thoroddsen, einhverjum mætasta manni sinnar samtíðar og þjóðholl- asta? Eg veit það eldri. Eg hefi spurt marga að því og enginn veit það. Hitt kemur mönnum nokk- urn veginn saman um, að Her- mann muni einna kunnastur af því, sem gagnstæðast sé öllu eðlisfari Skúla heitins Thorodd- sen. — Og svo er þessum mönnum jafnað saman! Vei yður, sem á náinn leggist! Gamall ísfirðingur. Landskj álftar nir. —0— Allir bæir í Svarfaðardal neðan Urða og Syðra-Hvarfs meira og minna skemdir. — Fjársöfn- un heldur áfram hér í bæ og út um land. —o— Ur Svarfaðardal var símað í gær, að samkvæmt skoðunargerð væru allir bæir í Svarfaðardal neðan Urða og Syðra-Hvarfs meira og minna skemdir. Á þessu svæði eru alls 35 bæir. — S. 1. laugardags- kveld koniu tvfeir kippir, einn á sunnudagsnótt og einn á sunnu- dagsmorgun. . Á Li'tla Árskógarsandi slcemdust bæjar og peningshús all- víða, en skemdir á húsum urSu einnig í Grenivík og víðar. Þar sem hús skemdust í landskjálftunum á dögunum má búast viS enn frekara tjóni, þar sem kippirnir virðast enn ekki hættir meS öllu. < I Fjársöfnun á Norðfirði. A Noröfirði stendur nú yfir fjár- söfnun og höfðu safnast 800 kr., er síðast fréttist. Sérstök nefnd og skátar vinna að söfnuninni. Fjár- söfnuninni verður haldið áfram. I Samskotin !>æði hér í Reykjavík og víða út um land hafa gengið ágætlega. Er nú búið að greiða til Stefáns Þor- varðssonar fulltrúa í Stjórnarráð- inu um 14,000 kr. Þar með er talin 5,000 kr. gjöfin frá konungi. í Vestmannaeyjum hafa safnast kr. 3.738,00. í kveld kl. 7% verður frumsýn- ing á frægri kvikmynd í Nýja Bíó og er sýning þessi til ágóða fyrir samskotastarfsemina. — Verður væntanlega húsfyllir á frumsýn- ingu þessarar rnyndar. Símskeyti —o-- Aðsúgur gerður að þýskum ráð- herra. Genf, FB. 12. júní. Fregnast hefir að félagar úr Hitlers-æskunni svp kölluðu hafi gert aðsúg að Seldte verkamála- ráðherra og leiðtoga stálhjálma- manna. Var þetta nálægt Magde- burg. Einu skoti var hleypt af, en enginn særðist. (United Press). Viðskifti Rúmena og Japana. Bukarest . FB. 12. júní. Samkvæmt áreiðanlegum fregn- um hafa Japanar boðist til ]>ess að búa rúmenska herimV gögnum að öllu leyti á ný, ]>ar í innifalin öll vopn og skotfæri, endurskipu- leggja og byggja uj>p vopnaverk- smiöjur landsins o. s. frv. Bjóðast Japanar til þess að gera þetta fyrir 25% minna.en aðrir. Einnig bjóð- ast ]>eir til þess aö taka rúmenska olíu og timbur upp í þessi viðskifti að nokkru leyti. (United Press). Skærur á Spáni. Madríd, 11. júní. — FB. Landbúnaðarverkfallið lield- nr enn áfram og iiafa vinnu- mepn víða gert árásir á hús jarðeiganda. Iíveikt liefir verið í kornskemmum og víða lent í bardögum. Einn maður liefir beðið bana í skærunum og margir særst. (Unite.d Press). Óeirðir í Austurríki. Vinarborg, 11. júní — FB. Sprengikúlum var varpað á 20 stöðum í Austurríki í dag. Sérstakur dómstóll hefir verið settur á stofn til þess að dæma í málum þeirra, sem sakaðir eru um liermdarverk eða til- raunir til slíkra verka. Réttur- inn getur dæml menn til lifláts- hegningar fyrir slík afbrot. —• Einn maður úr flokki nazista, sem á sannaðist að liafa varpað sprengikúlu, var í dag dæmdur í 66 mánaða fangelsi. (United Press). ítalir og Tyrkir endurnýja hlut- leysissamning. Angora, 11. júní. — FB. Italir og Tyrkir liafa endur- nýjað hlutleysissamninginn sín á milli. Hefir að undanförnu talsvert verið um það rætt, að Frakkar væri að reyna að ving- ast við Tyrki, ef til vill með bandalag fyrir augum, og er því talið, að ítölum sé mikill hagur að því, að þessi samning- ur var endurnýjaður nú. (UP.). Stjórnmálahorfur í Noregi. Tekst að koma í veg fyrir stjórnarskifti? Osló, 11. júní. — FB. Mowinckel forsætisráðherra hefir lýst því yfir í Stórþinginu, að hann óski þess, að fyrir- spurn Hundseid verði tekin fyr- ir hið allra fyrsta. Hægriblöðin leggja í dag fast að bænda- flokknum að verða ekki ]>ess valdandi, að til stjórnarskifta komi, því afleiðingin verði ó- hjákvæmilega sú, að verkalýðs- flokkurinn myndi stjórn. Mor- genbladet segir í dag, að enn sé gerlegt að koma í veg fyrir stjórnarskifti með samvinnu milli borgaraflokkanna, en það sé greinilegt, að fyrirspurn Hundseid og orðalag hennar komi til með að víflda erfiðleik- um við að ná samkomulagi. CJtan af landi. Ur Suður-Múlasýslu. 11. júni. — FÚ. Úr Suður-Múlasýslu simar fréttaritari útvarpsins, að fram- boðsfundir séu haldnir þar í hverjum hreppi um þessar mundir. Átta af tíu frambjóð- endum sitja fundinn. Kommún- ista vantar einn mann og jafn- aðarmenn einn. Yenjulega eru um 6 stunda fundir víðast hvar við góða aðsókn. Hitar miklir eru nú á Austurlandi og góð grastíð. Síld hefir veiðst i net á Reyðarfirði og Eskifirði og fiskafli liefir verið' sæmileg- ur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.