Vísir - 17.06.1934, Qupperneq 4
VISIR
tJtvappsfréttip.
Skipi hleypt af stokkunum í
Amsterdam með því að þrýsta á
rafmagnshnapp í Suður-Afríku.
London, kl. 17, 16. júní — FÚ.
í dag var lileypt af stokkun-
um i Amsterdam 17 þúsund
smálesta skipi sem heitir Blo-
emfontain, og fór athöfnin
fram með einkennilegum hætti,
því að það var Hertzog, forsæl-
isráðherra i Suður-Afríku, sem
hleypti skipinu af stokkunum,
með því að þrýsla á rafmagns-
hnapp i Pretoria. Jafnframt
flutti hann ræðu, sem útvarpað
var um leið til Amsterdam, en
Kolyn ráðherra svaraði i Am-
sterdam með annari ræðu, sem
útvarpað var til Pretoria. Þetta
er í fyrsta skifti, sem skipi er
hleypt af stökkunum með út-
varpsatliöfn.
Banatilræði.
Forsetanum á Cuba var sýnt
banatilræði í dag, en hann slapp
nauðulega.
Utan af landi.
—o—
Úr Norður-Þingeyjarsýslu.
Kópaskeri, 16. júní. — FÚ.
Siðasliðinn fimtudag fór
fyrsta hifi'eiðin á þessu vori yf-
ir Reykjalieiði. Heiðin er sæmi-
lega góð yfirferðar, og mun þá
bilfært frá Reylcjavik til Möðru-
dals. Næstkomandi miðvikudag
liefjast vikulegar áætlunarferð-
ir milli Akureyrar og Kópa-
skers. Og liafa slíkar fastar ferð-
ir ekki tíðkasl milli þessara
staða.
Stjórnmálafundir standa nú
yfir í Noi’ður-Þingeyjarsýslu,
og' eru vel sóttir.
Dánarfregn.
Akureyri, 16. júní. — FÚ.
Siðastliðna nótt andaðist hér
á Akureyri ÞorSteinn Sigvalda-
son verslunarstjóri, 29 ára gam-
all, elsti sonur Sigvalda E. Þor-
steinssonar kaupmanns.
Úr Suður-Múlasýslu.
Norðfii’ði, 16. júni. — FÚ.
í Suður-Múlasýslu hafa fram-
boðsfundir staðið yfir undan-
farna daga. Alls hafa frambjóð-
endur Iialdið 9 fundi, við góða
sókn. Af tiu frambjóðendum
sækja átta fundinn. Siðustu
fundirnir verða á Reyðarfirði
þann 20. þ. m.
Því meira sem notað er af
Lillu-eggjadufti í baksturinn,
því meira er hægt að spara
eggjakaupin.
___ . 'í......
Bft Íllfatð islgartw iklpiil1 *gíi
Úr Austur-Húnavatnssýslu.
15. júní. FÚ.
Aðalfundur Kaupfélags og Slát-
urfélggs Austur-Húnvetninga voru
haldnir á Blönduósi dagana 11.—
13. þ. m. Félögin bættu hag sinn
um rúmar 1000 þús. krónur á síð-
astliðnu ári. Sjóðeignir félaganna
voru við lok síðasta árs 310 þús.
krónur. Úthlutað var arði við árs-
lok 10 af hundraði.
Fjársöfnun er hafin í Austur-
Húnavatnsýslu til styrktar þeim,
sem biðu tjón af landskjálftunum.
Kaupf élag Austur-Húnvetninga
lagði fram 1000 krónur.
Allmikil síld hefir veiðst í fyrir-
drætti á Blönduósi undanfarna
daga. Tíð er góð og gróðri fer
óðum fram.
Frá Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjum, 6. júni. FÚ.
Tíu til tólf vélbálar ætla að
stunda dragnótaveiði hér frá
Vestmannaeyjum i sumar. Þar-
af eru sex byrjaðir, og liafa afl-
að sæmilega, þegar gefið liefir.
Einn vélbátur liér í Vest-
mannaeyjum fór nýlega með
lúðulínu, og kom í fyrradag
með 3—4 tonn af lúðu.
Iðnaðarmannafélag hér í
Vestmannaeyjum hefir ákveðið
að lialda hátíðlegan 17. júní.
Hátíðin hefst kl. 1 við hús iðn-
aðarmanna með guðsþjónustu.
Síðan verða ræðuhöld og söng-
ur og dans um kvöldið. Allur
• ágóði af liátíðinni gengur til
fólksins á landskjálftasvæðinu.
í kvöld kl. 9 verður dans-
skemtun i Alþýðuhúsinu til
ágóða fyrir fólkið á land-
skjájftasvæðinu.
99
Webol&c
99
á lestarlbopð
fyrirliggjandi.
Þóröur Sveinsson & Co.
REG.U.S. pat.off.
matta innanliúss málningin, sem flestir þektir málar-
ar í Reykjavík kannast við, er nú fyrirliggjandi.
Þessi málning er svo framúrskarandi áferðarfögur
og vel mött, að herbergi, máluð úr lienni, bera með sér
fínleika og lilýju.
Biðjið málara yðar að nota Dupont málningu á
lierbergin í húsi yðar.
Dupont málningin er svo lialdgóð, að liún endist
árurn saman og lætur sig ekki né tapar fagra, matta
blænum, hvernig sem hún er þvegin og skrúbbuð úr
sterkustu sápuvötnum.
Jóli. Ólafsson & Co.
Hverfisgötu 18. Reykjavík.
Drsmíðavinnnstofa
mín er í Austurstræti 3.
Haraldur Hagan.
Sími: 3890.
I
TILKYNNING
I
l
KENSLA
Kenni að aka bíl fyrir sann-
gjarnt verð. Sig. Sigurðsson,
Ingólfsstræti 21 A. Sími 2803.
(332
P
HUSNÆÐI
1
Úska eftir iliúð, 2—3 her-
bergjum og eldhúsi, með þæg-
indum 1. okt. Tilboð, merkt:
„G. J.“, sendist fyrir siðasta
júní til afgreiðslunnar. (437
HÚSNÆÐI! Gott húsnæði, í
eða nálægt miðbænum, hent-
ugt til matsölu, óskast frá
miðjum sept. næstk. Tilboð
merkt: „Húsnæði“ leggist á
afgr. Visis. " (311
r
VINNA
1
Dugleg kaupakona
gott heimili í sveit. —
Hverfisgötu 68 A.
óskast á
- Uppl. á
(438
Kaupakona óskast upp’ í
Borgarfjörð. Uppl. á Kárastíg
13, uppi. (436
j Barnavöggur á hjólum. Verð
23 krónur. Körfugerðin. (434
j Telpa, 10—14 ára, óskast á
gott heimili i sveit til að lita eft-
ir börnum. Uppl. Lindargötu 18,
(429
r
1
Símanúmer mitt er 4259. Ari
Guðmundsson, garðyrkjumað-
ur. (432
KAUPSKAPUR
I
Hreinar
léreftstuskur
kaupir hæsta veröi
Félagsprentsmiöjan.
Kvenreiðhjól til sölu á Bald-
ursgötu 1. (440
Blómstrandi stjúpmæður,
hlómkáls- og hvitkáls-plöntur'
eru til sölu. Freyjugötu 3. (439
5 manna drossia í góðu ásig-
komulagi til sölu strax. A. v. á.
(435
Body óskast til kaups. Má
vera garmur. Tilboð með til-
greindu verði leggist á afgr.
Visis fyrir 24. þ. m., merkt:
„Kontant“. (430
| TAPAÐ - FUNDIÐ \
Varadekk af vörubil fanst
um síðastliðna lielgi. — Uppl.
á Bergstaðastræti 21. (428
I LEIGA I
Lítið verkstæðispláss óskast
strax. Uppl. á Grundai’stíg 1 eft-
ir liádegi. (441
Lítill trillubátur óskast til
leigu. Uppl. í sima 1410. (409
Góður ferðafónn til sölu með
tækifærisverði. Uppl. á Bræðra-
borg'arstíg 25, kjallaranum. (431
Örkin hans Nóa, Klapparstíg
37, sími 4271, setpr upp teppf
og tjöld á barnavagna. (1524J
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN.
MUNAÐARLEYSINGI.
ekki, svo að eg varð að setjast við lilið hans. Hann
þrýsti hönd mína svo fast meðal beggja sinna, að eg
fékk vart af mér borið og var að því komin að hljóða.
Eg leit framan i h'ann og mér virtist augnaráð hans
bera vitni um megnan kvíða og örvænlingu. — Hann
þagði góða stund, en sagði að lokum:
„Litla, kæra vinstúlkan min! — Eg vildi óska að
við tvö ein, þér og eg, gætum verið ein og út af fyrir
okkur á einhverri litilli úthafseyju, langt frá öllum
löndum. Þá næði sorgin ekki til okkar og þá gætum
við verið í friði fyrir öðrum manneskjum.“
„Get eg ekki orðið yður að liði á einhvern liátt?“
spurði eg og reyndi að vera róleg. „Eg skyldi fús-
Jega leggja lífið í sölurnar yðar vegna.“
„Kæra Jane! Komi það fyrir, að eg verði hjálpar-
þurfi, mun eg leita til yðar. Minnist þess, að eg kem
til yðar, þegar að þrengir og í harðhakkann slær.“
„Þakka yður fyrir! En get eg þá ekki orðið yður að
einhverju liði nú þegar?“
„Gefið mér glas af víni. Sækið það inn í stofuna
til gestanna. Þeir sitja þar væntanlega enn þá. Og'
segið mér, þegar þér komið aftur, livort Mason er
þar enn. Gefið enn fremur gætur að því, hvað hann
hefir fyrir stafni.“
Eg hlýddi þegar. Og öll gestahersingin sat í borð-
salnum, eins og lierra Rochester hafði-gert ráð fyrir.
— Kveldverðurinn var fram reiddur við matvæla-
borðið. Fór þangað hver og einn og tók það er liann
lysti, en síðan sátu gcstirnir liingað og þangað um
borðsalinn með diska sina, mötuðust og skröfuðu
saman. Virtust allir i hinu besta skapi og hvergi
skuggi á ferðum. Mason stóð við arininn og talaði við
herra Dent og konu hans. Hann var liinn kátasti, eins
og aðrir. — Eg rendi víni í glas, eins og fyrir mig
hafði verið lagt, og hraðaði mér því næst til herra
Rochester.
Hann virtist nú hafa náð sér og var hinn rólegasti.
Kg rélti lionum glasið og tók hann við þvi.
„Eg drekk skál yðar, Jane!“ — Hann mælti þella
svo glaðlega, að eg varð dálitið hissa. Breytingin var
svo mikil, frá því er eg hafði gengið frá honum. —
„Þér eruð liinn góði „þjónustuviljugi andi“ — þér
eruð sá vinur i raun, sem cg veit að mér er óhætt
að treysta.“ — Hann drakk í botn og lét glasið á borð-
ið. —- „Jæja •— hvað höfðu gestirnir fvrir stafni?“
„Töluðu saman, voru glaðir og kátir — og léku á
als oddi!“
„Og Mason — livað gerði hann?“
„Hló eins og hinir.“
„Jane. — Hvað muncluð þér taka til bragðs, ef alt
þelta glaða fólk kæmi hingað inn til inín og lirækti'
framan í mig?“
„Fleygja því út, ef eg væri þess megnug!“
Hann hló og sagði því næst: „Þér munduð bjóða
öllum kjaftakindum byrginn mín vegna?“ —
„Vissulega! Eg mundi gera það hver sem í hlut
ætti, ef eg væri viss um, að liann verðskuldaði
traust mitt“.
„Farið inn til gestanna og segið herra Mason i
Iiljóði, að nú sé eg að koma heim. Segið honum enn
fremur, að eg vilji tala við hann nú þegar. Látið
hann koma hingað og farið sjálfar að hátta“.
Eg lilýddi. Og eg rak erindi mitt svo vel, að eng-
inn varð þess var, nema Mason. — Eg hafði enga
löngun til þess, að vera meðal gestanna eða annara
og fór því til herbergis míns.
Eg háttaði þegar. En eg gat ekki sofnað. Og eftir
.svo sem klukkustund, heyrði eg að gestirnir fóru
að linast til lierbergja sinna.
Litlu siðar heyrði eg rödd húshóndans. Hann
sagði: „Þessa leið, Mason! — Hér er þitt herbergi“.
Herra Rochester virtist kátur og rólegur. Og viss-
an um það, að ekker-t amaði að honum, liafði þau
áhrif, að mér lókst að sofna skömmu síðar..