Vísir - 18.06.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 18.06.1934, Blaðsíða 2
 1 VÍSIR HmfHBH^OLSEWfrf HTýjar lCartöflur. Kosningabrellur. Óleyfilegur kosningaróður af hálfu framsóknarmanna I Skagafirdi. Frá Sauðárkróki var símað í gær, að frambjóðandi bænda- flokksins í Skagafirði hefði komist að því, að talsverð Ijrögð mundu vera að því að skrifleg- ar skuldbindingar væri tekn- ar af mönnum um það að kjósa þingmannaefni framsóknar- flokksins þar í kjördæminu og j hpfði hann komist yfir eitt slikt undirskriftaskjal, sem á voru um 30 nöfn kjósanda. — Er slik undirskriftasmölun strang- lega bönnuð i kosningalögunum og varðar sektum, bæði fyrir þá, sem gangast fyrir þeim og þá, sem skrifa undir. Er fullyrt, að kæra muni j koma fram út af þessu. Einkarekstur - rlkisrekstnr. Eins og kunnugt er, þá telja jafnaðarmenn það höfuðágalla á einkarekstri, að starfrækslan sé þá algerlega miðuð við hagsmuni eigandans. T. d. segja þeir, að útgerð einstakra manna sé aðeins rekin þann tíma, sem eigendurnir húist-við gróða af henni. Þetta sagði Emil Jónsson, bæjarstjóri, líka, í grein sinni i Alþýðublaðinu, þeirri sem varð að vera svo stutt, að hann gat ekki komið, því við, að gera nánari grein fyrir staðhæfingum þeim, sem liann hélt þar fram. Nú hirtist önnur grein, eítir Emil í Alþýðublaðinu, þar sem hann lalar um „róginn um bæj- arútgerðina“. Og nú er hann af- skaplega sár út af þvi, að blöð andstæðinganna skuli halda því fram, að skip bæjarútgerðar- innar séu rekin skemur en önn- ur skip. Hann játar nú samt, að annað skipið, „Júní“, hafi verið látið hætta veiðum fyrr en önnur skip. Hinsvegar 'segir hann að „Maí“ hafi haldið á- fram, og „Júní“ hafi verið „reiðwbúinn að fara út þegar í stað, ef fiskifréttir kæmu ein- hversstaðar frá“. Og svo bætir hann við: „En að senda skipið út í fyrirsjáanlegt aflaleysi lief- ir víst engum dottið í hug“! Jú, það er nú einmitt það, sem jafnaðarmönnum liefir „dottið i liug“ að útgerðarmenn gerðu að jafnaði. Það er einmitt þetta, sem jafnaðarmenn finna að rekstri útgerðarinnar i höndum einstaklinga, að skipin séu elcki látin stunda veiðar allan ársins hring hvað svo sem aflabrögð- unum líður, heldur séu þau látin hætta, þegar vonlaust er um afla. Þetta segja jafnaðarmenn, að útgerðarmenn geri, af þvi að þeir hugsi eingöngu um sinn eigin liag', en ekki verkalýðsins. — En nú sannast, að bæjarút- gerðin i Hafnarfirði fer einmitt þannig að, og hefir jafnvel látið annað skip sitt liætta fyrr en útgerðarmenn liafa gert. Og auðvitað yrði alveg það sama uppi á teningnum um all- an opinberan rekstur, að hon- um yrði hagað með liliðsjón af afkomunni, alveg eins og einka- rekstrinum. Símskeyti Sjálfstæðisliarátta Katalonínmanna. Bardagar yfirvofandi? Bercelona 18. júní. FB. í höfuðmálgagni katalonska flokksins í Barcelona birtist grein í gær um sjálfstæðisbar- áttu Kataloníumanna. Eru Ka- taloníumenn hvattir til þess að vera undir það búnir, „að viku liðinni", að verja réttindi sín og berjast fyrir frelsi sínu. (United Press). Pólska ríkisstjórnin ákveður að koma uppfangabúð- um fyrir þá, sem vinna gegn hagsmunum ríkisins. Varsjá 18. júní. FB. Ríkisstjórnin liefir fallist á að koma upp fangabúðum, sem aðallega eru ællaðar þeim mönnum, róttækum sem öðr- um, er rísa upp gegn ríkis- stjórninni eða á einhvern hátt, að hennar dómi, vinna gégn hagsmunum þjóðarheildarinn- ar. Það er ekki farið dult með það, að róttæku leiðtogarnar sumir verði sendir til geymslu i fangabúðir þessar. — Tvö hundruð menn, m. a. leiðtog- ar demokratiska flokksins, Verzlnn Ben. S. Þðrarinssonar hfír bezt kaup Hltaveitan og Alþýdubladia. Fulltpúar alþýðuflokksius í bæjarstjórn hafa að engu tillögur blaðsins. hafa verið handteknir út af Pieracki-morðinu. — (United Press). Hálmiðnaiarverkfallinn á Spáni lokið. Madrid 18. júní. FB. Verkamenn i málmiðnaðin- um á Spáni gerðu verkfall, sem kunnugt er, fyrir fjórtán vik- um, og tóku 18.000 menn þátt i því. Verkfall þetta er nú til Ivkta leitt fyrir milligöngu rik- isstjórnarinnar. Eitt af þeim atriðum, sem uin var deilt, var vinnustundafjöldinn. Verður framvegis unnið 44 klst. á viku i þessari iðngrein. (United Press). var hátíðlegur haldinn með svipuð- uni hætti og á undanförnutn árum. Kl. i)4—2 lék lúðrasveit Reykja- víkur á horn á Austurvelli. Var mikill mannfjöldi saman kominn á götunum kringum völlinn. Veður var hlýtt og gott, en þykt loft og dálítil úrkoma. Kl. 2 var lagt af stað suður á Iþróttavöll og stað- næmst við kirkjugarðinn. Lögðu íþróttamenn sveig á leiði Jóns Sig- urðssonar, en Jón Þorláksson borg- arstjóri flutti stutta en skörulega ræðu. Var því næst haldið áfram suður á íþróttavöll. Allsherjarmótið sett. Klukkan 3 var Allsherjarmót í. S. í. sett þar af forseta I. S. í., með stuttri ræðu. Eftir þaÖ hófst fimleikasýning stúlkna úr Iþrótta- félagi Reykjavíkur, undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Að lokinni fimleikasýningunni fóru fram fyrstu kappleikar Allsherjarmótsins. 100 m. hlaiiý: Undanrásir höfðu veríð hlaupn- ar á laugardagskvöldið, og höfðu þá þeir Garðar Gislason K. R. og Karl Vilmundsson. Á.. unnið sér rétt til þátttöku í úrslitum. Garðar hljóp þá sprettinn á 11,3 sek. Aðrir bestu keppendur voru þá settir í milliriðil, og áttu 2 þeir fljótustu úr þeim riðli að keppá í úrslita-' hlaupinu með Garðari og Karli. Urðu þeir Georg L. Sveinsson K. R. og Steinn Guðmundsson Á. fljót- astir í þeim riðli á 12,0 sek. báðir. Ú r s 1 i t: 1. Garðar S. Gíslason, K. R., 11,8 sek.; 2. Steinn Guð- mundsson, Á., 11,9 sek.; 3. Georg L. Sveinsson, K. R., 12,0 sek.; 4- Karl Vilmundsson, Á. — ísl. met er: 11,3 sek. Spjótkast: 1. Ingvar Ólafsson, K. R., 46,94 m.; 2. Marínó Kristinsson, Á., 41.01 m.; 3. Trausti Haraldsson, K. R., 40.08 m. — Utan kappleiks um Allsherjarmótsbikarinn kepti Norð- maðurinn H. Borvik, Á.; hann kast- aði 49,57 m. — ísl. met er: 52,41 m. 5Ö00 m. Iilatip. 1. Gísli Albertsson, í. B. (í- þróttafél. Borgarfjarðar) 16 min. 37,1 sek.; 2. Bjarni Bjarnason, í. B., 17 mín. 8,5 sek.; 3. Sverrir Jó- hannesson, K. R., 17 mín. 49,6 sek. — Gisli hljóp fyrstur alla leið frá fvrsta hring. — ísl. met er: 15 mín. 23 sek. Hástökk: ]. Ingvar Ólafsson, K. R., 1.625 m.: 2. Jóhann Jóhannesson, Á., t-575 m-! 3- Steinn Guðmundsson, Á., 1-575 m. ísl. met er: 1.755 m- Á föstudaginn var skýrði Al- þýðublaðið með miklum bægslagangi frá því, að fram væri komnar nýjar tillögur um hitaveitu fyrir bæinn i sam- bandi við rafmagnsvirkjun hveragufu í Henglinum, og verður ekki betur séð en að blaðið haldi að hér sé um alveg nýja hugmynd að ræða. Hug- mynd þessi er þó gömul, og hefir niðurstaðan orðið sú, að hagkvæmara mundi að virkja Sogið til að fullnægja raf- magnsþörf bæjarins, og liafa jafnaðarm. einmitt látist vera þvi mjög fylgjandi. Það kemur því harla kynlega fyrir, að hlað alþýðuflokksins skuli nú, á síð- ustu stund, þegar fullráðið er að virkja Sogið, koma með þá j kröfu að málið verði tekið til nýrrar athugunar. 4 X 100 m. boðhlaup. 1. Knattspyrnufél. Rvíkur 48,2 sek.; 2. Glímufél. Árrnann; 3. Knattspyrnufél. Rvikur (2. sveit) 49,3 sek. — Isl. met er: 47.3 sek. Soo tii. hlaup. 1. Gísli Kjærnested, Á., 2 mín. 7,9 sek.; 2. Ólafur Guðmundsson, K. R., 2 mín. 14,8 sek.; 3. Jó- hann Jóhannesson, Á., 2 mín. 16,7 sek. — Fyrri helmingurinn var hlaupinn of liægt. annars hefði tím- inn orðið enn betri. — ísl. met er: 2 mín. 2,2 sek. Þegar þessir kappleikar voru búnir, var hlé til kl. 8)4, en þá var háður reipdráttur, milli sveita úr Iv. R., varalögreglunni og lög- reglu Reykjavíkur. Bar lögreglulið- ið þar sigur úr býtum. Þá var hnef- leikasýning, og að síðustu söng Ivarlakór Reykjavíkur allmörg lög. Allsherjarmótið heldur áfram í kvöld kl. 8 e. h. Verður þá kept í: 200 m. hlanþi, kúluvarpi, þrí- stökki, 1500 m. hlaupi og kringlu- kasti. Margir góðir íþróttamenn eru meðal keppenda, og má því bú- ast við góðum árangri og harðri viðureign sumstaðar. Stigin um Allsherjarmótsbikar- inn standa svo: Knattspvrnufélag Reykjavíkur 47 st., Glimufél. Ár- mann 36 st. og íþróttafél. Borgar- fjarðar 12 st. .............. - -------- Um tvBflt að velja. —o— Það er skamt til kosninga. Næstkomandi sunnudag eiga kjósendur að kveða upp úr- skurð um það, liverjir eigi að fara með völdin í landinu næstu ár. Væntanjega fjölmenna menn á kjörfundi bæði í sveit- um lands og bæjum, því að mikið liggur við, að nú verði réttum mönnum fengin völdin í hendurnar. Það er svo kunn- ugt, að óþarft ætti að vera að fjölyrða um, hvernig stjórnar- farið var hér í landi, þegar Framsóknarflokkurinn fór með völdin, studdur af jafnaðar- mönnum. Þá voru þeir ráðherr- ar Tryggvi Þórhallsson, Jónas .Tónsson og Einar Árnason. All- Blaðið fullyrðir jafnframt, að fulltrúar alþýðuflokksins í bæjarstjórn muni „flytja til- lögu um frekari rannsóknir“. — Fundur var nú lialdinn í bæjarráðinu á föstudaginn, eft- ir að Alþýðublaðið kom út, og var þar rætt um Sogsvirkjunina og' samþykt að ráða Berdal verkfræðing sem ráðunaut bæj- arstjórnar við framkvæmd þess verks. FuIItrúar alþýðu- 1‘lokksins voru því saniþykkir og báru engar tillögur fram um „frekari rannsóknir“ á því, livernig hagkvæmast mundi að fullnægja rafmagnsþörf bæjar- ins. Þeir \ irðast þannig alger- lega ætla að liundsa þennan bægslagang' Alþýðublaðsins. ir vita, að Jónas Jónsson réði mestu, liann var í rauninni ein- ræðisherra i flokki sínum, og í stað þess að hugsa um liag lands og þjóðar og framtíð síns eigin flokks, liugsaði liann um það framai* öllu, að þóknast jafnaðarmönnum og öðrum rauðliðum. Svo langt fór .T. J. i þessum efnum, að menn tala nú alment um framsóknar- menn (síðan flokkurinn klofn- aði), jafnaðarmenn og komm- únista sem floklc i þremur deildum. Þessií flokkar fylgja allir rauðu stefnunni. Þeir eru andstæðingar sjálfstæðisstefn- unnar. Þeir vilja liefta einstk- hngsframtakið. Þeir vilja ríkis- rekstur i flestum, ef ekki öllum greinum. Bændur landsins á að gera alla að leiguliðum og þar fram eftir götunum. Það er öll- um Ijóst, hvað þessir lierrar vilja. Það vita allir nú og þeir fara ekki dult með það lengur. Það þýðir heldur ekki nokkura vitund lengur fyrir Jónas og fylgifiska lians að koma fram sem grímuklæddir sócialistar. Þessir þrír flokkar, sem fvrr voru nefndir, standa saman, og vinna allir að sömu stefnu. Þeirra höfðumarkmið er að vinna að því, að hin socíalis- tiska stefna, rauða stefnan, verði ofan á hér á landi. Þjóðip hefir á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að sannfærast um það, að hverju þessir flokkar eða flokksdeildir vinna. Og hún gengur þess ekki dulin nú, er liún gengur að kjörborðinu, um hvað kosið er. Það er kosið um það, hvort þeir eigi að stjórna í landinu, sem aðhyllast raúðu . stefnuna eða hinir, sem aðhyllast og berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. í kosningunum á Sjálfstæðis- flokkurinn í höggi við alla rauðu flokkana og auk þess er Bændaflokkurinn, sem að vísu verður ekki hægt að telja með rauðu flokkunum, en þeir sem hann fylla, eru vitanlega and- stæðingar Sjálfstæðisflolcksins, þótt viðurlcenna verði, að þeir menn, sem þann flokk skipa, hafi mjög bætt ráð sitt, þar sem þeir sögðu sig úr flokki fram- sóknardeildar rauða liðsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.