Vísir - 25.06.1934, Síða 4

Vísir - 25.06.1934, Síða 4
VISIR Sildveiðar ntlendinga viS Island. Frá Finnlandi er von á þremur sildveiSaleiööngrum hingaS .til lands i sumar. Skipin eru 4000— 5<x>o smál. á stærö og skipverjar alls um 300. (Ægir). Frá Svíþjóö er von á tveimur gufuskipum, sem salta á skipsfjöl og fylgja þeim smáskip, sem eiga aö flytja aflann heim, jafnóðum og veiöist. — Þá ætla Danir að gera út skip til síldveiða í sumar, undir forustu A. Godtfredsens. Skipiö heitir „Merkur" frá Es- bjerg og ber þaö 1200 smál; verða á því 26 fiskimenn frá Nyborg, Korsör og Kerteminde. Eftir því sem veiðist, er ætlunin að leggja síldina á land hér, og senda til út- landa meö áætlunar-skipunum, en flytja það út með „Merkur“, sem eftir'veröur af aflanum hér í sept- ember, þegar veiðar'hætta. í lok júnímánaðar verður salt, krydd, kol og matvæli látið í skip- ið, sem síðan fer til Haugasunds cg tekur þar tómar síldartunnur. P.úist er við, að það verði komið til íslands um 1. júli. (Ægir). Hitt og þetta. —o---- Cheliuskin-leiðangurinn. Vísindalegur árangur af leið- angrinum mikill. Eins og kunnugt er eyðilagð- ist leiðangursskipið Cheliuskin i isnum i norðurhöfum, en leið- angursmenn björguðust upp á isinn og tókst loks að bjarga þeim, nærri öllum. Þótt svo illa tækist til, að skipið færist, varð þó mikill vísindalegur árangur af leiðangrinum, að því er hermt er í símfregnum frá Moskwa. — Norðurfarinn Piny- gin benti á það i viðtali við blaðamenn, að Otto Scmidt pró- fessor og félagar bans liefði gert mikilvægar athuganir um isrek, strauma og veðurfai^ Ennfremur hefði athuganir þeirra leitt í ljós, að ýmsar eyj- ar í norðurhöfum væri skakt settar á landabréf. Þá er á það bent, að Cheliuskin átti tillölu- lega skaml eftir ófarið, til þess að komasl gegnum Behring- sundið, er skipið eyðilagðist í febrúarmánuði s. 1. Telur Piny- gin, að liin dýrkeypta reynsla Schmidts prófessors og félaga lians muni verða að miklu gagni- “W'ebolac á lestapbord fyrirliggjandi. Þópöup Sveinsson & Co. matta innanhúss málningin, sem flestir þektir málar- ar í Reykjavík kannast við, er nú fyrirliggjandi. Þessi málning er svo framúrskarandi áferðarfögur og vel mött, að herbergi, máluð úr henni, bera með sér fínleika og hlýju. Biðjið málara yðar að nota Dupont málningu á herbergin í húsi yðar. \ Dupont málningin er svo haldgóð, að hún endist árum saman og lætur sig ekki né tapar fagra, matta blænum, hvemig sem hún er þvegin og skrúbbuð úr sterkustu sápuvötnum. Jóh. Ólafsson & Co. Einkennileg æfintýrabók. 15. maí 1933 kom eg um borð í S.s. Lyru í Vestmannaeyjum og tók mér far með skipinu til Reykja- víkur. Það sem strax vakti athygli mína, er eg kom um horð, var einkennilegfur hópur ferðamanna. Það voru sveinar og allir á svip- uðum aldri að sjá. Þeir voru is- lenskir, en allir eða flestir með færeyskar húfur á höfðum sér. Þetta eru íslenskir skólasveinar, sem eru aö koma úr siglingu, „for- framaðir" menn, eins og sagt var hér áöur. Allir voru þeir kátir og fjörugir, svo aö lá við að mér, svona stiltum mánni, fyndist nóg um. — Ári síðar, 7. maí, hitti eg af hreinustu tilviljun einn þeirra, er var með í Færeyja för þessari og þá gefitr hann mér ofurlitla hók um ferðalagið. Bókin er einkenni- leg æfintýrabók. Það má lesa æfin- týrin á milli linanna, auk þeirra, scm lesa má skýru letri. Bókin er öll, að heita tná, verk drengjanna sjálfra, þeir eiga þar 19 ritgerðir og töluvert af myndum, sem þeir líka hafa tekið sjálfir. Alls eru 30 —40 myndir í bókinni. Þar er mjög fjölskrúðug lýsing af Færeyjum. Frásögnin er öll lipur og látlaus. Hún segir frá landi og lýð, kynn- ir manni staðhætti í Færeyjum, at- vinnulíf, sögu eyjanna, menningu þeirra og nokkra merka menn ])ar. Bókin hefir því verulegt mentun- argildi fyrir þann sem les, og þaö ]>arf ekki að efa, að för drengjanna hefir haft all mikið menningarlegt gildi fyrir þá. Eg ætti ekki bágt með að trúa þvi, að förin hefði jafnast á við einn vetur í góðuin skóla. Það liregður fyrir ýmsu þvi í frásögn sveinanna, sem sýnir glögt, að þarna hefir verið um lif- andi fróðleik — lifandi mentun — að' ræða, sem áreiðanlega máist ekki svo fljótt. Þegar maður liefir lokið við lestur bókarinnar og far- ið allt ferðalagið með sveiiumum, og verið samúðarfúllur samferða- maður, ])á er maður líka miklu auðugri. Hve merkileg þessi saga verður að lokum, veit enginn enn, því nú eiga drengirnir eftir að taka á móti skólabörnum frá Færeyjunt, og við öll að hjálpa þeim til þess aö gefa þeim börnum fagra mynd af íslandi og ljúfar endurminn- igar um gestrisni og prúðmensku. Þess er þvi að vænta, að þessari einkennilegu bók, sent samin er af skólasveinum á 12—14 ára aldri, verði ’vel tekið, að almenningur kaupi hana og hjálpi þeirn á þann hátt til að standa straum af kostn- aði við komu ‘ skólabarnanna frá hæreyjum. Einn dreng'janna kemst þannig að orði, er hann lýsir þeim bróð- urhug, er hvarvetna mætti þeim : — „Það var ekki laust við, að eg fyndi til óþæginda vegna þess efa, sem læddist að’ mér um það, að við íslendingar hefðum altaf sýnt verðuga gestrisni þessum íátæk- lcgu fiskimönnum, sem eg svo oft hafði séð ! i sjó|þorpúnum héfl' heima.“ —• Þarna kemur í ljós máttur sannrar þekkingar og við- kynningar, og góð er sú menning, er slikar tilfinningar vekur í hrjóst- um manna. Eg þori nú ekki að níðast rneira á gestrisni blaðsins, en verð þó að lokum að benda á örfáar línur í einni frásögn drengjanna, er sýna hvers virði ferðin hefir verið þeirn : „Þarna hurfu eyiarnar smátt og srnátt, en ljúfar endurminningar brutust fram í huga hvers eins, jafnóÖum og Lyra sigldi út á milli þeirra staða, er viö eigum og mun- um i framtíðinni eiga okkar ljúf- ustu og' um leið skemtilegustu end- Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Vepsl. Godafoss, Laugaveg 5. Símf 3436. drsmlðavmnnstofa mín er i Austurstræti 3. Haraldur Hagan. Simi: 3890. ttrminningar frá bernskuárunum tengclar við.“ Þá segja drengirnir einnig' mjög fallega frá, er þeir fyrst sjá landi<5 sitt aftur. Þaö er þeim „dýröleg sjón.“ —• Veitist þeirn gæfa til þess að búa sent best og lengst að þess- ari ferö sinni, og að bók þeirra verði eins vel tekið og þeir hafa frá hetini gengið. Pétur Sigurðsson. Stólkerra óskast. Uppl. i síma 2568. (609 Til sölu dálítið af notuðu þak- járni og timbri. Uppl. i síma 1333. (607 p VINNA Setjum upp trérimla- og bárujárnsgirðingar. Sími; 4259. (577 Örkin bans Nóa, Klapparstíg 37. Sími 4271. Setur upp teppi og tjöld á barnavagna. (1524 Á sildveiðar vantar 1—2 menn. A. v. á. (614 í góðu standi til sölu. Atvinna getur fylgt. Uppl. i sínia 2985 eftir kl. 7. Að Kaldaöárnesi i Arnessýslu vantar duglega eldhússtúlku um sláttinn. Talið við Jón Sigurðsson, i Alþingishúsinu uppi, kl. 8—9 i kvöld eða annað kvöld. (606 Kanpamaður óskast upp á Kjalames nú þegar. Uppl. Lauga- veg' 83, uppi. (61 r Góðan kaupamann vantar rétt' \ið Reykjavík. Gott kaup. Uppl. í sima 3314. (6o8 TAPAÐ-FUNDIÐ | Tapast hefir kvenveski á leið- inni frá Elliðaánum til bæjarins. Skilist á Lokastíg 5 niðri. (613 Kvenveski tapaðist kosninga- daginn i Barnaskólanum, með gleraugum, happadrættismiða o. fl. Finnandi vinsamlegastbeðinnað skila þvi í Vonarstræti 12, 3. hæð. (610 J^nLKTONÍNG""^ I. O. G. T. „1930“. — Fundur á morgim (þriðjudag). Áríðandi að fé- lagar mæti. (612 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. MUNAÐARLEYSINGI. Því er ekki að leyna, að lirollur fór uni mig, er eg hugsaði til þess, að ef til vill flyti alt i blóði þarna inni í herberginu, en eg reyndi að harka af mér. „Réttið mér liönd yðar,“ sagði herra Rochester, „eg vil ekki að þér séuð óstuddar, ef þér skylduð fá aðsvif, er þér komið inn í herbergið.1 1 Eg hlýddi og tók í hönd hans. „Þetta fer alt vel,“ sagði hann. „Eg finn að þér eruð ekki óstyrkar.11 Því næst sneri bann lyklinum í skránni og opnaði. Þctta var eitt þeirra herbergja, seni frú Fairíax liafði sýnt mér daginn eftir að eg kom á lieimilið. Ilerbergið var ríkulega Ijaldað um alla veggi, en gluggatjöldin voru dregin frá. Eg' sá nú, að dyr voru á öðrum veggnum, en þeim hafði eg ekki veitt al- liygli, er eg kom i herbergið áður. — Dyr þessar voru nú opnar og í hliðarherberginu var bjart, því að ljós logaði þar inni. Þaðan var að heyra einhverskonar urrandi hljóð, eins og í reiðum hundi, sem liggur við lilekki. — Herra Rocliester bað mig að dolca við, lét kertastjakann með ljósinu á borðið, og hvarf inn i herbergið. Og samstundis var blegið þar inni, hátt og tryllingslega. En smám saman dofnaði yfir hlátra- sköllunum og að siðustu Iieyrði eg ekki annað en kæfðar hlátragusur, er eg þóttist kannasl við af um- gengni minni við Grace Poole. — Hún er þá þarna, hugsaði eg með sjálfri mér. — Eg þóttist heyra, að Rochester væri að fást við eitthvað þarna inni, en hann mælti ekki orð frá vörum. En einhver ávarp- aði liann i hálfum hljóðum. — Að nokkurum min- útum liðnum kom hann út úr herberginu og lokaði því á eftir sér. „Komið hingað, Jane,11 sagði hann, rélti mér hönd sina og dró mig með sér bak við rúmið. Sá eg þá. að hin miklu rúmtjöld höfðu dulið mér nokkurn bluta herbergisins þar til nú. Við höfðagafl rúmsins var liægindastóll einn mikill og sat þar maður einn, er virtist dauður við fyrstu sýn eða þá að minsta kosli í djúpu yfirliði. — Höfuð hans hallaðist mjög aftur á bak og augun voru lokuð. Herra Rochester bélt ljósinu þannig', að birtan féll á náfölt andlit mannsins og varð mér þegar ljóst, að þarna væri kominn Mason hinn leiðinlegi, gesturinn, er komið hafði kveldinu áður. Eg' sá ennfremur, að náttskyrt- an hans var öll ötuð blóði. „Haldið á ljósinu fyrir mig,“ sagði herra Rochesler. Því næst lók hann þvottaskál af náttborðinu, fekk mér hana og mælti: „Haldið á þessu líka.“ En sjálfur tók hann svampinn, vætti hann og tók að baða and- lil mannsins. Eg þóttist sjá, að hann gerði það ná- kvæmlega og af mikilli alúð. Þá tók liann glasið með þefsaltinu og liélt því lengi við nefið á herra Mason. — Eftir litla stund opnaði Mason augun og stundi þungan. Herra Rochester hnepti því næst frá lionum og sá eg þá, að annar handleggurinn var í reifum og sömuleiðis öxlin. En blóðið lak i dropatali undan umbúðunum. „Er það mjög liættulegt?11 spurði Mason og stundi enn átakanlegar en áður. „Nei,“ svaraði Rochester. „Þetta er ekki annað en skeina. Um að gera að vera rólegur. Nú fer ^g og sæki lækni og eg geri ráð fyrir, að þú verðir ferðafær áður en dagur rennur. — Jane!“ „Já, herra!11 Þér verðið að sitja hér hjá þessum særða manni eina eða kannske tvær klukkustundir. Og þér verðið að þerra aí' honum blóðið, eftir því sem þörf krefur, eins og þér hafið séð mig gera. — Og komi það fyrir, að 'liann kvarti um þreytu eða annað, þá eigið þér að drcypa á liann úr glasinu, sem stendur þarna á náttborðinu. — En þér verðið að muna mig um eitt: Þér megið ekki ávarpa bann — ekki lala eitt auka- tekið orð við hann. Og vita skaltu það, Ricliard, að ef þú segir eitt einasta orð, meðan eg er fjarverandi, þá er langlíklegast, að það riði þér að fullu. Og ef þú hreyfir þig hið allra minsta, þá er áreiðanlegt,,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.