Vísir - 21.07.1934, Síða 3
VISIR
Stjórnar-
skiftin.
Það er nú altalað, að loks-
ins hafi rauðu flokkunum tek-
ist," eftir stórkostlegar þreng-
ingar og vandræði, að koma sér
stunan um ráðherraefni.
Og valið hefir tekist þannig,
að bændastéttin hefir orðið al-
gerlega afskift, þó að tvö ráð-
herraefnih sé að vísu að nafni
til fulltrúar fyrir landbúnaðar-
kjördæmi. —
Talið er, að þessir „rauðu“
menn verði nú gerðir að ráð-
herrum:
Hermann Jónasson,
Eysteinn Jónsson,
Haraldur Guðmundsson.
Um þá H. J. og' E. J. er það
að segja, að þeir eru ekkert
amiað en vikapiltar Jónasar
frá Hriflu. — Þeir eru í raun
réttri kommúnistar, alveg eins
og húsbóndi þeirra, þó að ann-
að sé tálið uppi, þegar talað
er við bændur og búalið.
Jónasi Jónssyni hafði ckki
tekisl að afla sér nema eitt-
hvað 8 eða 9 fylgismanna til
stjórnarmýndunar. Hinir höfðu
aftekið með öllu, að styðja
hann til valdatöku. Svo fvlgis-
laus og lítilsvirtur er hann nú
orðinn, jafnvel meðal rauðu
fiokkanna.
En liann var ekki af haki
dottinn fyrir því. Og nú er sagt,
að honum hafi, með einiiverj-
um ráðum, tekist að véla
rauða liðið til þess, að sam-
þykkja, að tveir allra þægustu
og ösjálfstæðustu vikapiltarnir
verði teknir í stjórnina.
Fregnin er ósennileg. Það er
ósennilegt, og i rauninni alveg
furðulegt, að framsóknarmenn
liafi látið iilunnfara sig með
þessum hætti. Það er ótrúlegt,
að þeir geti varið það fyrir
samvisku sinni og heilbrigðri
skynsemi, að algerlega óreynd-
um mönnum, lítilhæfum ærsla-
belgjum, verði hleypt i stjórn
landsins.
Slíkt kæruleysi er ekki æll-
andi reyndum og ráðsettum
mönnum. En það hafa menn
ætlað hingað til, að þeir væri,
sumir þingmenn Framsóknar-
flokksins.
Austurrískir nazistar í Þýska-
landi hafa í hótunum við Doll-
fussstjórnina.
Munchen, 20. júlí. — FB.
Frauenfeld, liinn nýi tals-
maður „austurrísku fylkingar-
innar“ i Bayern flutti útvarps-
ræðu á fimtudagskveld og hafði
í hótunum við Dollfuss. Kvað
hann ólöglegt með öllu að her-
r'éttur dæmi í máli þeirra sjö
nazista, sem leiddir verða fyrir
rétt i dag. Kvað Frauenfeld ör-
lög Dollfussstjórnarinnar undir
því komin, hvernig dóm nazist-
arnir fengi.
(United Préss).
Þrumuveður í Noregi.
Mikið þrumuveður gekk yfir
Oslo og mikinn hluta Austur-
Noregs i gær og stóð það yfir
í nokkurar klukkustundir. Eld-
ingu laust niður á mörgum
stöðum. Símalínur slitnuðu og'
járnbrautarlestum seinkaði.
Var Oslo sambandslaus við
ýmsa staði. Lestunum seinkaði
einkum á Vestbanen.
Messur á morgun.
I dómkirkjunni: Kl. 11, síra
Bjarni Jónsson.
Landakotskirkja: Lágmessa
kl. 6V2 árd. Söngmessa kl. 9
árd.
í Hafnarfjarðarkirkju: Kl. 2,
síra Garðar Þorsteinsson.
Veðrið í morg-un.
Eliti í Reykjavík 12 st., Isafirði
12, Akureyri 14, Skálanesi 12, Vest-
mannaeyjum 11, Ivvígindisdal' 11,
Hesteyri 13, Gjögri 11, Blönduósi
14. Siglunesi 10, Grímsey 12, Skál-
um 8, Fagradal 10, Hólum í Horna-
firÖi 11. Fagurhólsmýri 13, Reykja-
nesvita 12. Færeyjum 13. Mestur
hiti hér í gær 14 st., minstur 10.
Sólskin 8,5 st; — Yfirlit: Háþrýsti-
svæði fyrir sunnan land, en lægð
fyrir vestan. Fregnir vantar frá
Grænlandi. — Horfur: Suðvestur-
land, Faxaflói, Brei'ðafjörður, Vest-
firðir: Hægviðri og úrkomulaust
í dag. en sennilega sunnanátt og
rigning í nótt. Norðurland, norð-
austurland, Austfirðir: Hægviðri.
Úrkomulaust og víða léttskýjað.
Suðausturland: Léttskýjað í dag,
en þyknar upp með suðvestanátt í
nótt.
40 ára
er i dag Geir Magnússon, leg-
steinasmiður, Bergþórugötu 1.
Hjúskapur.
Þ. 11. þ. m. voru gefin saman
i hjónaband í Borgarkirkju á
Mýrum ungfrú Jóna G. Jóns-
dóttir og Ágúst Kristjánsson.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band ungfrú Vilborg Ámundadótt-
ir, Hverfisgötu 37, og Huxley Ól-
afsson, verslunarmaður, Þjórsár-
túni. Heimili þeirra verður á
Hverfisgötu 37.
Skip Eimskipafélagsins.
Lagarfoss er væntanlegur hing-
að kl. 3—4 í dag. Gullfoss er hér.
Fer áleiÖis vestur og norður á
mánudag. Goðafoss er íi Akureyri.
Brúarfoss kom til Leith í gærkveldi.
Dettifoss fór frá Hamborg í dag
áleiðis til Hull. Selfoss er á Akur-
éyri.
E.s. Hekla
fór frá Genúa í gær áleiðis lil
Tripolis og tekur þar saltfarm.
Gullverð
ísl. krónu er nú 50.21, miðað við
frakkn. franka.
Kvikmyndahúsin.
Garnla Bíó sýriir i fyrsta sinni
í kvekl kvikrn. ,,Hollywoodhetjan“.
Aðalhlutverk leika Stuart Erwin,
Joan Blondell, Ben. Turpin o. fl.
— Nýja Bíó sýnir kvtkm. .„Egipsk-
ar nætur“, sem gerð er af Ufa-
félaginu þýska. Aðalhlutverk leika
Renate Múller og Willy Fritsch.
Næturlæknir
er í nólt Þórður Þórðarson,
Eiríksgötu 11. Sími 4655. —
Næturvörður i Reykjavíkur
apoteki og Lyf jabúðinni Iðunni.
I gærkveldi
sýndu nokkrir menn úr
glímufélaginu Ármann, íslenska
glímu fyrir dönsku knattspyrnu-
mennina í fimleikasal Menta-
skólans. Voru áhorfendur mjög
hrifnir á glimunni.
Hraðritunarskólinn.
Athygli skal vakin á augl. frá
Hraðritunarskólanum, sem hirt
er í blaðinu i dag. Notkun hrað-
ritunar við ýmiskonar starf-
semi hér í hænum eykst nú með
ári hverju og má af því marka
áhug'á manna i þessum grein-
um, að menn eru byrj aðir að
læra hraðritun nú um hásum-
arið, lil undirbúnings vetrar-
starfinu. h.
Gengið í dag.
Sterlingspund ........... kr. 22.15
Dollar............... -—■ 4.40^2
100 ríkismörk......... — 171.46
— fránskir frankar — 29.12
— belgur............ ■—• 102.64
— svissn. frankar .. — 14348
— lírur ............... — 38.24
■— finsk mörk ........ •— 9.93
— pesetar .............. — 60.92
— gvllini.............. — 297.94
— tékkósl. krónur . . — 18.58
— sænskar krónur . . — 114.36
— norskar krónur .. — m-44
-— danskar krónur . . — 100.00
Áíafosshlaupið
verður háð á morgun og liefst
á fþróttavellinum lcl. 4% e. h.
Þaðan verður hlaupið að Ála-
fossi og endað þar. Meðal kepp-
enda em: Bjarni Bjarnason úr
fþróttafélagi Borgfirðinga, Jó-
liann Jóhannesson (A.), Bjarni
Magnússon (Á.) og Árni Stef-
ánsson (A.).
Samsæti
verður dönsku knattspyrnu-
möniiunum haldið í Oddfellow-
húsinu i kveld, að afstöðnum
kappleiknum. Á eftir verður
dansað.
Urslitakappleikurinn
verður i kvöld á milli H.I.K. og
úrvalsliðsins. Eru áhorfendur vin-
samlega beðnir að muna það, að
hinir dönsku knattspýrnumenn eru
gestir okkar, og því ber öllum a'ð
koma kurteislega fram við þá og
drengilega. Munu allir sannir í-
þróttamenn óska, að þessi knatt-
spyrnuleikur fari vel og drengilega
fram, og verði öllum til sórna.
B. G. W.
Danska íþróttafélagið
hélt knattspyrnuflokki H.I.K.
samsæti í gærkveldi á Hótel Borg.
Formaður D. í. afhenti fararstjóra
H.I.K. fallegan silfurbikar, til
minningar um komu þeirra hingað,
en fararstjóri þakkaði og gaf D.
í. fallegan fána (merki H.I.K.) á
fánastöng. Að því loknu flutti for-
. seti LS.Í. fróðlegt og ítarlegt er-
indi um ísl. íþróttir. — Samsætið
stóð til miðnættis og fór hið besta
fram. Viðstaddur.
Útvarpið í kveld.
Kl. 19.10: Veðurfregnii’. Til-
kynningar. — 19.25: Tónleikar.
— 19.50: Tónleikar. — 20.00:
Klukkusláttur. Tónleikar (Út-
varpstríóið). — 20.30: Erindi:
Kagwa, postuli Japana. (Frú
Guðrún Lárusdóttir). —- 21.00:
Fréttir. — 21.30: Grammófón-
kórsöngur. — Danslög til kl.
24.
Kappleiknrinn og
dómarinn.
Það var ekki einasta rétt af
K.R.-liðinu, að yfirgefa leik-
vanginn, eftir þrautrevnda
rangsleitni dómarans í kapp-
leiknum í fvrrakveld, lieldur
sjálfsögð neyðarvörn, liin.ein-
asta, sem knattspyrnuflokki er
gefin í svipuðum kringumstæð-
um. Það þýðir ekki fyrir þá,
sem vilja ásaka K.R.-liðið fvrir
þetta, að halda þvi fram, að
slikt sé einsdæmi og allra sist
situr það á kappliðsmönnun-
um sjálfum, að gefa slíkt í
skyn, þar sem þeim hlýtur að
vera kunnugt um svipuð atvik
frá síðari ára millirikjakepni
á Norðurlöndum. Og það er
óneitanlega einkennileg kur-
teisi, að mæta á fyrsta kapp-
leiknum með allskonar útbún-
að til að gera hávaða og gaura-
gang, en þola svo ekki íslensk-
um áhorfendum réttmæta reiði,
heldur býsnast vfir liehni og
fullyrða, að áhorfendur liafi
ekkert vit á því, sem þeir eru
að horfa á. Þá er það fjarstæða
að telja, að aðrar leikreglur
gildi hér en annarsstaðar og
jafnvel skilningur á reglunum.
Það er firra að halda því fram,
að dómari geti altaf séð, þegar
„liönd“ er gerð viljandi, og ef
stöðva á leik, áður en hættu-
leikur kernur fvrir, gæti hjart-
veikur dómari eins vel skijiað
öðru liðinu að standa kyrru, á
meðan hitt skorar mörkin! —
Hvort tveggja er í revndinni
jafmnikil fjarstæða.
Sannleikurinn um sveitirnar,
sem hér liafa áttst við, er sá,
að þær eru svo jafnar (shr. úr-
slitin 2:1 í tveimur kappleikj-
um), að önnur getur ekki sigr-
að með greinilegúm yfirburð-
um, og er óþarfi að þykkjast
út af því eða neyta til þess
nokkurra bragða. Að Islend-
ingar geti vel tekið ósigri i
knattspyrnu með jafnaðargeði,
má greinilega minnast frá
kappleikjunum við Skotana
síðast. Það var eins og einn
áhorfandi sagði, „ánægja að
láta þá bursta sig“!
L. S.
Mfja stjðrnia I Japan
og friðarmálin.
—o—
Hirota, utanríkismálaráð-
herra nýju japönsku stjórnar-
innar, kvaddi erlenda blaða-
menn á sinn fund eigi alls fyr-
ir löngu, og kvað það fastan
ásetning stjórnarinnar, að efla
vinsamlega sambúð Japana við
aðrar þjóðir. Enn fremur sagði
bann, að innan skamms væri
væntanlegir til Tokio þeir Sai-
to, sendiherra Japana i "Was-
hington, og Sato, sendiherra
þeirra i París. Þegar þeir kæmi
myndi stjórnin ræða vi'ð þá um
þátttöku Japana í alþjóðasam-
vinnu um friðarmálin. „Nú er
tími til kominn,“ sagði Hirota,
„að stórveldin taki til athug-
unar liver ábyrgð hvílir á
þeim, að því er varðveislu frið-
arins i heiminum snertir. Er
það mjög mikilvægt, að gagn-
kvæmur skilningur þjóða milli
aukist, svo að unt verði að upp-
ræta tortrygni þjóðanna, en
hún er einliver mesta orsök
þess, að ekki verður ágengt
með að koma friðarmálunum
áleiðis.“
Ekki þykja þessi unnnæli
koma vel heim við breytni Jap-
ana i Mansjúriu og Kina, en
vera má, að einhver breyting
sé nú að verða i Japan. Mun
þó flestum þykja valt að
treysta því. Hins vegar er þess
að geta, að nýja stjórnin er
samsteypustjórn, sem leitar
samvinnu allra flokka i land-
inu, og má því vera, að liern-
aðarsinnarnir liafi ekki allar
sínar kröfur fram, eins og ver-
ið hefir, en af því hefir leitt,
að tortrygni hefir vaknað i
hugum flestra þjóða til Japana
og sýnilegt er, að nýja stjórn-
in telur það lilutverk sitt, að
reyna að draga úr þeirri tor-
trvgni.
Ferðalðg
norska skátanna.
Isafirði, 20 júlí. — FÚ.
Fjórtán norskir skátar, sem
útvarpið liefir áður getið um,
komu til ísafjarðar undir stjórn
síra Ole Eger frá Hamar með
togaranum Sindra 11. þ. m.
Daginn eftir héldu þeir ásamt
12 ísfirskum skátum undir
sljórn Gunnars Andrew skáta-
foringja inn í Kaldalón, og var
dvalið þar í tjöldum i 5 daga.
Tjaldið var i hléi við neðstu
jökulröndina og er þar gróið
grasi og kjarri. Ferðast var um
lónið og fram á skriðjökul.
Skriðjökull sá er styttri nú en
nokkuru sinni fyrr. Einn dag-
inn var gengið á jökulinn alla
leið á svonefnda Hrollleifsborg,
fjallstind er stendur upp úr
jöklinum. Þokusúld var er skát-
arnir voru á jöklinum, en tind-
inn fundu þeir með því að styðj-
ast við áttavita, landsuppdrátt
og hæðarmæli. Úr lóninu var
haldið að Ármúla og Melgras-
eyri og þaðan í Reykjanes og
lieim til ísafjarðar í gærkveldi.
Skátarnir norksu héldu því næst
’með Goðafossi lil Akureyrar i
boði skáta þar.
Signrðnr Skagfield
söngvari
hefir lengi dvalist vestan hafs
óg sungið meðal íslendinga þar
við góðan orðstir. Hafa við og
við birst lofsamleg ummæli um
söng lians i vestanblöðunum ís-
lensku og fleiri blöðum.
Hann liafði ráðgert að koma
heim lil Islands í sumar, en af
því verður þó að likindum ekki,
því að honum hefir boðist at-
vinna í Toronto, sem liann sá
sér ekki færl að hafna. Eins og
menn vita er nú hið mesta at-
vinnuleysi meðal söngvara og
annara listamanna víða um
heim, og hefir það einkum bitn-
að á útlendingum. Má það vera
gleðiefni vinum Sigurðar, að
honum liefir nú boðist söngv-
arastarf meðalframandi manna,
því að það ber vitni um bvers
álits hann nýtur.
Sigurður hélt kveðjusöng-
skemtun í Winnipeg áður en
hann fór þaðan i vor og var
honum þá flutt kvæði það, sem
hér fer á eftir.
Hefir Visi verið sent kvæðið
með eindreginni ósk 11111, að
það yrði birt.
Til Sigurðar Skagfields
(við burtför hans frá Winnipeg
1934).
Augum sálarsjónar
Sé eg æfðan her: —
Eins og þægir þjónar,
Þar sem stjórnsamt er
Æðstu unaðs tónar
Allir lúta þér.
Grunt og djúpt má grafa,
Grafa í jörð og höf;
Leita lifsins gjafa,
Leita fram að gröf:
Fæstir fundið hafa
Fegi’i vöggugjöf.
Lj ós þitt skina láttu
líkt og himneskt bál;
Auðga á alla háttu
Alheims tungumál. —
Opnar leiðir áttu
Inn í hverja sál.
Héðan burt þó haldir,
Hækkar vegur þinn;
Stutta stund þó tjaldir,
Stækkar hróður þinn: —•
Gegn um ár og aldir
Ómar söngur þinn.
Sig. Júl. Jóhannesson.