Vísir - 18.08.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 18.08.1934, Blaðsíða 2
yisiR Það ep of seint að fegra blettinn yðar. Sláið hann með „Serva“ handsláttuvél og s.jáið árangurinn. Nokkrar vélar óseldar- Hitler og þjóSaratkvæðið. — „Þjóðverjar standa sam- einaðir“, segir Hitler í ræðu í Hamborg í gær. Hamborg, 17. ágúst. FB. Hitler kanslari kom hingað í dag loftleiðis. Er nú alt undir- búið útvarp á ræðu lians, en henni verður útvarpað um ger- valt landið í kveld og er þar með hámarki kosningabarátt- unnar náð. — Hitler liefir farið í heimsókn á skipasmiðastöðv- arnar. í ræðu, sem liann hélt þar i viðurvist starfsmanna skipa- smíðastöðvanna sagði liann: „Þjóðverjar hafa ekki átt frum- kvæði að deilum við aðrar þjóð- ir og vér viljum ekki stofna til deilna við þær að óþörfu. Aðr- ar þjóðir eru að sannfærast um, að Þjóðverjar eru þjóð, sem tvístrast ekki. Þeir munu standa sameinaðir og einliuga livað sem yfir dynur. Aðrar þjóðir ætti að lála oss afskiftalausa". (United Press). Þjöíverjar mótmæla ummælum blaðanna í Saar og telur stjórnin þau hafa móðgað þýska þjóðarleiðtoga. Berlín, 17. ágúst. FB. Ríkisstjórnin í Þýskalandi liefir sent hvassyrta orðsend- ingu til stjórnarnefndarinnar í Saar út af ummælum Saarblað- anna í tilefni af fráfalli Hinden- burgs forseta og telur blöðin hafa farið móðgandi orðum um þýska þjóðarleiðtoga og fer fram á, að stjórnarnefndin láti slíkt ekki koma fyrir oftar. (United Press). Kafað eftiF gnlli. Londonderry 17. ágúst. — FB. A8 undanförnu hefir verið unn- iS að þvi aS ná því, sem eftir er af gullinu úr skipinu Laurentic, sem skotiö var í kaf i heimsstyrj- öldinni (1917). Hefir köfurum frá björgunarskipinu, sem notaS hefir veriö við þetta starf nú tek- ist a'S ná öllu því gulli sem eftir var í skipinu þar sem þa'S liggur á hafsbotni. Er taliö aS síSasti fengur þeirra hafi veriS aS ver'S- mæti um 1 miljón sterlingspunda. Þegar Laurentic var sökt 1917 var þaS á leiS til Bandaríkjanna og var verSmæti gullsins sem þaS hafSi meSferSis sex miljónir ster- lingspunda. (United Press). Hráefnaskortarinn f Þýskalandi. Berlín 17. ágúst. — FB. Schacht hefir i viStali viS blaSa- menn rætt um hina yfirstandandi fjárhags- og viSskiftalifserfiS- leika og hversu mikiS væri undir því komiS fyrir Þýskaland, aS úr rættist gjaldeyriserfiSleikunum og hráefnaskortinum. KvaS hann Hitl- er hafa lagt svo fyrir aS alt skyldi gert sem unt væri til þess aS hraSa tilraunum þeim, sem veriS er aS framkvæma, meS þaS fyrir aug- um aS nota innlend efnr í staS erlendra hráefna. Hann kvaS Hitl- er hafa hafnaS öllum tillögum um aS fella gjaldmiðilinn í verSi. ( United Press). Hafnargerðin á Akranesi. Steinnökkvanum var sökt í gær. Akranesi 17. ágúst. FÚ. í dag var sökt til framleng- ingar hafnargarðinum á Akra- nesi steinskipi, sem keypt var lil þess í Noregi i vor. Lengist garðurinn við það um 60 metra. Skipið hefir legið á Hvamrns- vík, og þar var steypt í það svo mikið sem burðarmagn þess Ieyfði. Dráttarbáturinn Magni frá Reykjavík dró það til Akra- ness. Tveir kafarar hafa undan- farið jafnað malarlagi undir skipið, og var því verki nýlokið. Verður nú unnið að því, að fylla skipið með tveggja metra þykkum steypuveggjum í hlið- arnar, en miðbikið verður fylt með grjóti. Vafasamt er hvort tími og veður leyfa að þessum hluta garðsins verði lokið í haust. Samningaumleitanir Norðmanna og Þjóðverja. Bergen, 14. ágúst. — FB. Fundurinn í Sandefjord um tilboð þýsku stjórnarinnar stendur nú yfir og verður vænt- anlega lokið í kveld. Vinna hafin í Röros. Vinna hefst í Röros verk í dag og fá þar 70 menn atvinnu. Dresden-strandið. Stavanger Skibsophuggnings- kompagni liefir keypt skipið Dresden, sem strandaði við Noreg í sumar. Skipið er keypt til niðurrifs. Vinna við það hefst innan skamms. Ranði Kross íslands 1933. Skýrsla formanns Rau'öa Kross íslands til aöalfundar þ. 18. júní 1934 hefur veriö prentuö og er fyrir skömniu út komin. Aöalstjórn félagsins skipuöu á árinu (1933) : Björgúlfur Ólafsson læknir, form., ti! 23. okt., en dr. Gunnl. Claessen frá 23. okt., Guðm. Thoroddsen prófessor, varafórmaöur, L. Kaab- er bankastjóri, gjaldkeri, Björn Ólafsson stórkaupm.,ritari, Magn- ús Kjaran stórkaupm., Þorst. Sch. Thorsteinsson - lyísali, Tryggvi Þórhallsson bankastjóri, Jóh. Jó- hannesson fyrv. bæjarfógeti, Stein- grímur Matthíasson héraðslæknir, Þórður Thoroddsen læknir, Inga L. Lárusdóttir kennari, Hallgr. Benediktsson stórkaupm., Matth. Einarsson læknir, Pétur Ingimund- arson slökkvili'ðsstjóri og Svein- björn Egilson ritstjóri. Auk for- manns, varaformanns og ritara voru í framkvæmdanefnd þeir Magnús Kjaran og Þorst. Sch. Thorsteinsson. Um fjárhag félagsins er það helst að segja, að í ársbyrjun voru í sjóöi kr. 123,701,65. „Tekjur voru á árinu kr. 10,946,84, en gjöld kr. 8,451,34. I árslok voru eignir fé- lagsins kr. 26,197,15. Þar að auki á félagið blaðið „Unga ísland“ og var kaupverð þess kr. 3,000,00. Ennfremur átti félagið sjúkrabif- reið, nokkuð af hjúkrunargögnum o. fl. smávegis“. Félagatala var í árslok 669. — Styrks naut félagið ekki frá Al- þingi á þessu ári (þ. e. 1933), „en vonandi sér fjárveitingavaldið sér fært að veita R. Kr. styrk á ný, svo margvísleg og gagnleg störf, seni hann hefur með höndum, er koma almenningi að notum víða um land, viðvíkjandi heilsuvernd og hjúkrun“. — Félagið annaðist á árinu flutning 582 sjúklinga, þar af flutti sjúkrabifreiðin í Reykja- vík 455. en sjúkrabifreiðin á Ak- ureyri 127. „Það er mikið og vandasamt verk að flytja alt að' 600 veika menn, suma þungt haldna, oft langar leiðir, og víða á vondum vegum“. Slökkviliðs- menn hafa annast sjúkraflutning- ana hér syðra, undir stjórn Péturs Ingimundarsonar slökkviliðsstjóra og Kristófers Sigúrðssonar vara- slökkviliðsstjóra, „sem báðir hafa látið sér rnjög ant um þetta starf“. Eins og'kunnugt'er hefur sjúkra- bifreiðin í Reylcjavík verið seld og var í hennar stað keypt ný sjúkra- bifreið af bestu gerð. í skýrslunni- er ennfremur rætt um námskeið í hjúkrun, sem fé- lagið hefir haldið, og hjálp í við- lögum. Námskeiðin fóru fram á Akureyri, Isafirði, Bíldudal og í Reykjavík og voru þátttakenclur alls 112, flestir á Akureyri (54). en fæstir í Réykjavík (15). Kensl- una annaðist hjúkrunarkona R. Kr„ Sigríður Bachmann. Þá er rætt um sjómannahjúkrun félags- ins í Sandgerði, Akureyraraeild- ina og Rauða-Kross-blaðið „Unga ísland“.o. fl. Rauði Kross íslands hefur þeg- ar unnið mikið og gott starf og á það vafalaust fyrir sér að aukast ntikið á næstu árum. Frá Bergen. Bergen, 14. ágúst. — FB. Samkvæmt nýbirtum skýrsl- um eru skattskyldar tekjur í Bergen 75.8 milj. kr., en í fyrra 76.4 milj. kr. í Bergen eru nú yfir 20 miljónaeigendur og 30 miljónafélög. Búkarfrego. Víðbætir við Sálmabók til kirkju- og heima- söngs. Bók þessi er gefin út „að til- hlutun hinnar íslensku þjóð- kirkju“ á „forlag Preslsekkna- sjóðsins“. Eins og kunnugt er liafa orðið miklar blaðadeilur um þessa bók. Hefir verið fund- ið að ]>ví, liversu mikið af lé- legum sálmakveðskap liafi ver- ið tekið í hana, og verður því eigi neitað, að þær aðfinslur liafa við mikið að styðjast, en á liitt er og að líta, að í lienni er margt ágætra sálma. En það er mjög leitt — og í rauninni ófor- svaranlegt með öllu, — að fjölda niörgum sálmum, sem teknir liafa verið í safnið, liefir verið breytt og eru breytingarn- ar síst til bóta. Hefir þetta leitt til þess, að margir höfundanna liafa krafist þess, að bókin verði gerð upptæki Það verður að líta svo á, að útgáfunefnd- inni liafi verið skylt að virða svo mikils verk þeirra höfunda, sem hún valdi sálma eftir, að birta þá eins og höfundarnir gengu frá þeim. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að liöfundar geri þær kröfur, að verk þeirra séu eigi birt án leyfis þeirra, né að þeim sé breytt á nokkurn hátt. Hafi verið ástæður til þess að gera einhverjar breylingar, bar að sjálfsögðu að ræða það við höfundana, því að þeir einir liafa rétt til ákvörðunar um slíkt og mundu einnig vafalaust liafa kosið að gera breytingarn- ar sjálfir, ef þeir annars liefði fallist á það, að nokkurra breyt- inga væri þörf. Um verk látinna manna er eg, sem þessar linur rita, þeirrar skoðunar, að það sé með öllu óheimilt og óforsvar- anlegt að gera á þeim nokkur- ar breytingar. Að talca sér fyrir hendur að breyta verkum þeirra, sem látnir eru, og verk- um lifandi höfunda í óleyfi þeirra, ber vott um virðingar- leysi, scm verður að átelja og má ekki þola. Það er mjög leitt, að svo skuli liafa tekisl til um útgáfu þessa viðbætis og úr þvi verður að bæta. Höfundum tekur sárt til þess, er verk þcirra eru af- bökuð, og eins niðjum þeirra skálda, sem látnir eru. Mér þyk- ir rétt að geta þess, að í þennan viðbæti liafa verið teknir nokkr- ir sálmar, eftir föður minn, frumsamdir og þýddir. Bókin liefst á lofsöngnum „Guð, hæst i hæð“ og hefir í engu verið liróflað við lionum, en aftur hefir þótt ástæða lil að breyta þýðingunni á sálminum „Dvel lijá oss, er dagur linígur“, og verð eg að átelja það. Tel eg, að þýðingunni sé mjög spilt með breytingunum. Er það í rauninni alveg furðulegt, að íslenskum mentamönnum skuli gela dottið í hug, að menn láti sér slíkt framferði lynda, en þvi miður liefir látnum höfund- um liér á landi verið sýnt slílct virðingarleysi áður, en verður vænlanl. ekki þolaðframar. Mér, eins og sjálfsagt mörgum öðr- um, sem finna hjá sér köllun til andmæla vegna þessarar fram- koinu nefndarinnar, eða þeirra í henni, sem breytingarnar hafa gert, er óljúft um þetta að ræða, en eg lel mér skylt að fimia að þessu opinberlega. Hinsvegar er eg þeirrar skoðunar, að æskilegt væri að um mál þetta væri skrif- að æsingalaust og unnið að því af velvild og góðum hug, að bókin verðí gefin út á ný með öllum sálmunum i þeim bún- ingi, sem höfundarnir sjálfir völdu þeim. Verði það ofan á, að horfíð verði að þessu ráði, vildi eg benda á, að til er margt fagurra trúarljóða, einkum þýddra, sem mundu sóma sér vel í víðbætínum, og mætti þá að skaðlausu fella burt sumt af því, sem slæðst hefir með í þessa mishepnuðu útgáfu. A Th. Júgóslavar veitto an8turrískn nagistanam aðstoð. í símskeyti frá Vínarborg 4. þ. m. er því haldiö fram, að Júgó- slavar hafi, ekki síöur en ÞjóS- verjar, stutt austurrísku nasistana, sem ætlu'öu að hrinda af stað bytt- ingu daginn, sem Dollfuss kansl- ari var myrtur, fyrir skömmu. Þaugað til byltingartilraunin hófst voru margir þátttakendanna í henni í Júgóslaviu, en byltingar- daginn fóru þeir yfir landamærin inn í Austurrjki alvopnaöir, meö fullu samþykki yfirvaldanna. jiessu var haldið fram mjög á- kveöiS og einarðlega í blaöinu Weltblatt, sem aö nokkru leyti get- ur talist oj^inbert málgagn austur- rxsku stjórnarinnar. — Blaö- iö segir, aö nasistaflokkarnir frá Júgóslavu hafi barist heiftarlega gegn stjórnhollu, austurrísku her- ‘sveitunum i Carinthia, og þá fyrst, er þær höföu betur, og'nasístarnir uröu aö flýja til Júgóslavíu aftur, voru þeir afvopnaöir þar og settir í hermannabúðir. Weltblatt heldur ])ví fram, aö nasistaflokkarnir frá Júgóslavíu hafi fariö af staö, er þeim hafði borist orö um, að bylt- ingarsinnar í noröurhluta Carin- thiu væru lagöir af staö suður á bóginn, og var tilgangurinn að sameinast þeim, en þetta mishepn- aöist alt því aö flokkunum og' heimwehrliöi lenti saman, áður en þeir gætu sameinast. — Þessi framkoma júgóslavneskra yfir- valda hefur vakiö nokkra undrun isegir í símfregninni, en talið sé, aö eitthvert sanikoniulag hafi ver- iö gert um þetta viö Þjóöverja. Júgóslavar hafi hallast á sveif með þeirn, vegna þess aö Mussolini hefir lýst sig nokkurskonar verndara Austurríkis, en eins og kurinugt er, þá er mjög grunt á því góöa milli Júgóslava og ítala. — Fregnirnar um, aö italskar her- sveitir væri reiðubúnar til þess aö fara inn í Austurríki til hjálpar Austurríkismönnum, ef á þyrfti aö halda, völctu mikla gremju í Júgóslavíu. Þar litu menn svo á, aö ef af því yrði, væri þaö hið sama og að ítalir færöu landamæri sín að JúgósJavíu. ópíumsnautn vex í Bandaríkjunum. Samkvæmt símfergnum frá Wash- ington í byrjun ])essa mánaðar vex ópíumsnautn mjög í Banda- rikjunum. Eiturefninu er smyglað inn í landið, aöallega frá Kína og Mansjuriu (Mansjúkó-ríkinu). Ár- iö 1933 var helmingi meira gert upptækt af smygluöu ópíum i Bandaríkjunutn en 1932.---Ágóö- inn af aö smygla eiturlyfjum er svo mikill, þegar alt fer eftir á- ætlun, að stöðugt fleiri menn taka sér fyrir hendur aö vinna aö út- breiðslu notkunar þessa hættulega eiturlyfs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.