Vísir - 04.09.1934, Page 2
V I S I E
og Bandapíkj amanna.
Rússar iiafa ekki lárnstpaust
í Bandaríkjunum.
Washington í ágúst. — FB.
Skýrslur þær, sem verslunarrá'ö-
iö birti í byrjun þessa mánaöar,um
viöskifti Bandaríkjamanna . og
Rússa, leiða mjög glögt í ljós, aö
voair þær, sem Bandaríkjamenn
gerðu sér um aukin viðskifti viö
Rússa, aö afstaöinni viðurkenningu
Bandaríkjastjórnar á Sovét-Rúss-
íandi, hafa ekki ræst nema aö litlu
leyti. En áður en viðurkenningin
hafðist fram var alrnent búist viö
því, að af henni myndi leiða stór-
um aukin viðskifti, jafnvel að þau
myndi nema ioo miljónum dollara
á ári. Útkoman varð hinsvegar sú,
að á fyrra misseri yfirstandandi
árs seldu Bandaríkjamenn vörur
fyrir $6,410,000 en í fyrra á sama
tima fyrir $ 2,429,000. Er og at-
hugandi aö dollarinn er nú í lægra
verði en hann var þá. — Ástæðan
fyrir þessu er talin sú, aö ekki
hefir tekist aö ná samningum um
gömlu skuldirnar, þ. e. skuldir þær
sem Rússar stofnuðu til i Banda-
ríkjunum, áöur en kommúnistar
náöu þar völdum. Rússar eru, sam-
kvæmt Johnsonlögunum, taldir til
vanskilaþjóða í Bandarikjunum, og
meðan svo er, geta þeir ekki feng-
ið lán svo nokkru nemi til vöru-
lcaupa vestra. Þeir hafa því samiö
við Breta og aðrar þjóöir um kaup
á ýmsu, sem þeir ella hefði keypt
í Bandaríkjunum. Samningaum-
leitanir milli Rússa og Bandaríkja-
manna um þessar gömlu skuldir
Rússa hafa nú staöið yfir nokkra
mánuði en engin lausn fengist á
því deilumáli enn sem komiö er.
(United Press).
Hækkun kjöt?erösms.
Hún nemnr he'r í Heykjayík 30 til
40 anrnm á kg. og veldur sennilega
þverrandi kjfitneysln.
ÞafS er tilkynt í Alþýðublað-
inu, sem út kom í gær, að liækk-
un ltjötverðsins, sem boðuð
liafði verið í stjórnarblöðunum,
sé nú komin til framkvæmda.
■—• Þessi verðhækkun gæti orðið
til jvess, að kjötsalan liér innan
lands minkaði stórkostlega.
Mér þykir ekki fært að draga
það í efa að svo komnu, að
stjórnin hafi búist við því í ein-
feldni sinni, að liin svokallaða
„skipulagning“ kj ötsölunnar
yrði bændum til hagsbóta. En
mér finst margt benda til þess,
að svo verði ekki. Það er mjög
sennilegt, ef ekki alveg óhjá-
kvæmilegt, að kjötsalan minki
til muna í kaupstöðunum, er
verðið hækkar stórkostlega. Eg
liefi ekki orðið þess var, að
stjórnin hafi gert neinar ráð-
stafanir til þess, að verkamenn,
til dæmis að taka, beri úr býtum
kaupliækkun, sem svari til
verðhækkunarinnar á kjötinu.
— Og éklci hefir heldur liorið
neitt á því, að stjórnin hafi gert
neinar ráðstafanir til þess, að
bæta úr atvinnuleysinu.
Það hefir verið reynt að telja
verkamönnunum liér í Reykja-
vík trú um, að fyrir þá hafi
vegavinnukaupið verið liæklcað
frá 1. ágúst siðastliðnum. En
þetta er ekkert annað en blekk-
ing. Sú hækkun snertir tiltölu-
lega mjög fáa Reykvíkinga, og
auk þess er í rauninni meira en
vafasamt, hvort um er að ræða
nokkura liækkun tekna lijá
þessum fáu mönnum. Þegar
ríkissjóður hækkar kaup í op-
inberri vinnu, sem fé er veitt til
á fjárlögum, þá verður sú ráð-
stöfun þannig í framkvæmd-
inni, að vinnutími hvers ein-
staks manns styttist i hlutfalli
við kaupliækkunina. Yerkamað-
urinn ber úr býtum nokkurum
aurum meira fyrir hverja
vinnustund, en vinnustundirnar
fækka jafnframt. Niðurstaðan
verður sú, að verkamaðurinn
missir vinnuna nokkuru fyr en
ella hefði orðið og að vegar-
spottinn, sem hann vann að,
verður dálítið styttri en orðið
hefði með óbreyttu kaupi.
Verkamaðurinn fer svo heim til
sín, í þessu dæmi í atvinnuleys-
ið liér i Reykjavík, með álíka
margar krónur í buddunni, og
hann hefði haft án kauphækk-
unarinnar. Munurinn er ein-
ungis sá, að hann kennir nokk-
urum dögum fyr en orðið liefði,
ef kaupið hefði ekki liækkað. —
En hann liefir engan liagnað
liaft af kauphækkuninni annan
en þann, að komast nokkuru
fyr í hóp atvinnuleysingjanna.
Tekjur hans liafa ekki vaxið.
Þetta hefði horft öðruvísi við,
ef stjórnin hefði séð svo um, að
vegavinnumanninum væri gerð-
ur greiður aðgangur að annari
vinnu, er lieim kæmi. Þá hefðu
tekjur hans aukisl raunveru-
lega. En það hefir hún vanrækt
með öllu og því er það ekki
annað en blekking, að tala uin
að kaupgeta mannsins liafi auk-
ist við liækkun vegavinnukaups-
ins. — Hún er i raun réttri liin
sama, eins og áður var sagt,
nema því að eins, að mannin-
um sé séð fyrir annari vinnu, er
hinni opinberu vinnu er lokið.
Hækkun vegavinnukaupsins
er ekki gerð með hag reyk-
vískra verkamanna fyrir aug-
um. Þeir eru tiltölulega mjög
fáir í þessari vinnu, og liafa vist
fæstir að öðru að hverfa en at-
vinnuleysi, þegar hinni opin-
heru vinnu er lokið. — Hins
vegar getur hækkunin orðið
sveitamönnum að dálitlu gagni.
Þeir hverfa til verka sinna
heima fyrir að lokinni vega-
vinnu eða brúargerð, og standa
því alt öðru vísi og belur að
vigi i þeim efnum en kaupstað-
arbúinn.
Alþýðuforingjarnir liafa í
raun réttri svikið verkafólkið
hér í bænum á liinn lúalegasta
liátt, er þeir fóru út í þessa al-
ræmdu verðhækkunar-verslun
við liina svokölluðu framsókn-
armenn. Með hækkun kjötverðs-
ins — algerlega óeðlilegri liækk-
un — semja þeir um það, að
þungbær skattur skidi lagður á
alla alþýðu manna í kaupstöð-
um og kauptúnum. Og verka-
mennirnir fá ekkert í aðra liönd
annað en það, að vinnutími
þeirra í opinberri vinnu styttist
um fáeina daga, en lieildartekj-
urnar í þeirri vinnu verða sviji-
aðar. Sanngjarnir menn og ó-
blindaðir munu líta svo á, að
þvílík samningagerð bafi ekki
verið framkvæmd með hags-
muni verkafóksins fvrir augum.
Um það verður ekki deilt, að
atvinnuleysið liér í bænum er
mjög alvarlegt. Framsóknar-
loddararnir hafa tælt fólkið úr
sveitunum með ýmsum ráðum
mörg síðustu árin, og margt af
því fólki, sem þeim hefir tekist
að „losa um“ í sveitum lands-
ins, hefir leitað hingað. Því hef-
ir verið sagt, að liér væri upp-
gripa vinna allan ársins liring
og kaupið hátt. Þetla liefir sum-
part veriö gert fyrir heimsku
sakir og kæruleysis um liag al-
mennings, jafnt til sveila og við
sjó, en sumpart til þess, að hér
safnaðist saman atvinnulaust
og óánægt fólk, er síðar mætti
nota sem þægileg verkfæri í
höndum byltingarsinnaðra mis-
indismanna, sem þrá það lieit-
ara en flest annað, að koma
bæjarfélaginu á kné. Skal ckki
farið nánara úí í það mál að
sinni, en tekið verður það til
íhugunar síðar.
Foringjar verkafólksins bafa
brugðist skyldu sinni mjög á-
takanlega, er þeir féllust á hina
miklu verðhækkun á kjöti, sem
nú hefir dunið yfir. Þessi liækk-
un er nýr og þungbær skatlur
á efnalitla alþýðu. Og hún fær
ekkert í aðra hönd. —
En þá er á það að líta, hvort
líkur bendi til, að bændur hagn-
ist á „skipulagningunni“. Engin
skynsamleg ástæða hefir verið
borin fram, er bendi lil þess, að
svo muni rcynast. — Það er sitt
hvað að setja reglur um það, að
kjötverðið skuli vera svo eða
svo liátt, eða þá hitt, að fá fólk-
ið til þess að kaupa kjötið hinu
uppsjirengda verði. Engin stjórn
getur sagt við neytandann: Þú
skalt kaupa kjötið, þó að þér
þyki verðið óeðlilega hátt. Neyt-
andinn mundi fara sínu fram,
hvort sem stjórninni líkaði bet-
ur eða ver. Hann mundi draga
úr kjötkaupunum, ef lionum
fyndist tilraun til þess gerð, að
Dýraverndunarfélag íslands.
FUNDUR
verður lialdinn í Dýraverndunarfélagi Islands, miðvikudaginn
5. þ. m. kl. 8VÍ> siðd. í Oddfélagahúsinu.
STJÓRNIN.
liafa hann að féþúfu, jafnvel þó
að hann liefði næg peningaráð.
Hinir, sem litla hafa peningana,
kippa að sér hendinni að sjálf-
sögðu og minka kjötkaupin,
Þeir hafa annað við aura sína að
gera, en að verja þeim til þess,
að kaupa vörutegundir, sem
verðlagðar eru óeðlilega hátt.
Það eru því allar liorfur á
því, að kaupstaðabúar treystist
ekki til þess, af ýmsum ástæð-
um, að kaupa jafnmikið af
kjöti nú í liaust og þeir hafa
gert að undanförnu. Afleiðingin
verður sú, að liið dýra kjöt selst
ekki svo greiðlega, sem æskilegt
væri og bændur liafa að sjálf-
sögðu þörf fyrir. —
Likur benda þvi til þess, að
„skipulagning kjötsölunnar“
verði bændunum til lítils farn-
aðar. Hilt er skoðun mjög
margra, bænda og annara, að
vandi’æða-fálm stjórnarinnar í
þessum efnum verði öllum til
óþæginda og tjóns.
2. sept.
s.
flæjarbruni.
Frá því var skýrt í hádegisfrétt-
um útvarpsins í dag, að bærinn að
Búrfelli í Grhnsnesi heföi brunn-
iö til kaldra kola í gærkveldi.
Vísir átti í dag tal viö bónd-
ann i Ásgaröi í Grímsnesi og sagö-
ist honum svo frá, aö eldurinn
mundi hafa komiö upp milli kl.
4—6. Heima var aöeins stúlka og
2 börn. Kviknaö mun hafa út frá
reykháfi, því aö stúlkan varö vör
viö reyk og gat komið boðum til
fóllcs, sem var á engjum, en er þaö
kom logaði út úr gluggum. Brann
húsiö til kaldra kola á 1 klukku-
stund og varö engu bjárgaö úr
])vi. Manntjón varö ekkert viö
brunann. Húsiö var allstórt, 12
eöa 13 og 10 álnir, bygt af timbri
kringum 1890, og vöru áfastir viö
þaö 2 skúrar. Voru bændurnir á
, Búrfelli, þeir bræöur , Páll og
Halldór Diörikssynir, búnir aö
láta gera mikið viö það. — Vega-
vinnumenn, er sáu eldinn, komu
á vettvang fjölmennir, en húsið
var þá alelda. Tókst þeim þó aö
koma i veg fyrir, að hlaöa í nánd
viö húsiö brynni. Kirkjan stendur
skamt frá þar sem húsið stóð, en
eldurinn komst ekki i hana. Hús-
ið var vátrygt í Brunabótafélagi
íslands, en húsmunir munu hafa
veriö óvátrygöir.
Páll Diöriksson bóndi hefir ver-
ið hér í Reykjavík að undanförnu,
i vinnu hjá Sláturfélagi Suður-
lands, 0g kona hans mun hafa far-
iö áleiðis hingað suður í fyrra-
kveld.
Tjónið af brunanum er mjög
mikið og tilfinnanlegt.
>0£X
Veðrið í morgun:
Hiti í Reykjavík 10 stig, Bol-
ungarvík 8, Akureyri 9, Skálanesi
11, Vestmannaeyjum 10, Sandi 9,
Kvígindisdal 9, Hesteyri 5, Gjögri
7, Blönduósi 8, Siglunesi 6, Gríms-
ey 6, Raufarhöfn 8, Skálurn 8,
Fagradal 9, Papey 8, Hólum í
Hornafirði 9, Fagurhólsmýri 10,
Færeyjum 12 stig. Mestur hiti hér
í gær 12 stig, minstur 8. Úrkoma
3.0 mm. Sólskin 1.2 st. — Yfirlit:
I.ægðin er nú milli íslands og Fær-
eyja og fer minkandi. Horfur:
Suövesturland, Faxaflói: Noröan-
kaldi. Víðast úrkomulaust. Breiða-
fjöröur: Noröaustan kaldi. Sum-
staðar dálítil rigning. Vestfirðir(j
Norðaustan átt. Hvass úti fyrir.
Rigning. Norðurland, noröaustur-
land, Austfiröir: Norðan kaldí.
Rigning. Suöausturland: Hæg-
viðri. Sumstaöar skúrir.
Aflasala.
Max Pemberton hefir selt ís-
fiskafla í Þýskalandi fyrir 18,000
ríkismörk. ,
Dr. Light
flaug héöan í gærmorgun
snemma, en varö að snúa við veð-
urs vegna, eins og frá var skýrt
í blaöinu í gær. Undir hádegi var
veður versnandi og um sama leyti
fékk hann þær fregnir frá Thors-
havn, aö óráðlegt væri að lenda
þar veðurs vegna, en frá Norður-
Skotlandi voru engu betri veður-
fregnir. Ákvað dr. Light þá að
snúa við. Hafði hann stöðugt sanr-
band við loftskeytastöðina i Vest-
mannaeyjum og var aö hugsa um
að fljúga til Seyðisfjarðar, en hætti
við þaö og flaug hingaö. Var svo
hvast hér á höfninni af norðvestri,
áö eigi var unt að lenda hér, og
hvarf dr. Light þá að því ráði að
lenda á Skerjafirði. Bensíni var
bætt í geyma flugvélarinnar \
morgun við Shellstöðina þar og
hafði dr. Light í huga að leggja
af stað aftur í dag, ef ve'8urfregn-
ir reyndust hagstæðár.
Ensku flugbátarnir.
Eins og áður hefir veriö getið
er hingað von á 2 enskum flug-
bátum (e. t. v. 3) í yfirstandandi
viku. Shellfélagið hér, en hjá því
fær leiðangurinn bensín, hefir
fengið tilkynningu um, að búast
megi við flugbátunum hingað frá
5. þ. m. -— Foringi leiðangurs-
manna er Lloyd flugbátaflokks-
foringi (wing commander). Flug-
bátarnir munu vera af samskonar
eða mjög svipaðri gerð og flug-
bátar þeir, sem hingað komu frá
Bretlandi 1930.
Línuveiðarinn Atli
er kominn af síldveiðum.
Happdrætti Háskólans.
Á morgun er síðasti endurnýj-
unardagur fyrir 7. flokk.
Sjómannakveðjur.
FB. — 3. sept.
Byrjaðir á fiskveiðum. Vellíðan.
Kærar kveðjur.
Skipshöfnin á Hilmi.
Erum á leið til Þýskalands.
Vellíðan. Kærar kveöjur.
Skipverjar á Gulltoppi.