Vísir - 15.09.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 15.09.1934, Blaðsíða 2
V I S I R DNmi»&'©LSg[M ^iðjið kaupmann yðar um C,0C04 BEMSDORP Bussum-Hooahd £bC=^Ciifc><' V BUS5UM - HOLLAND Það er drýgst og best og því ódýrast. Fæst í pökkum með 1/8 og 1/4 kg. og pokum með 5 kg. Heildsölubirgðir. Simi 1234. Rússar og þjððabandalagið. Oslo 14. sept. — FB. Frá Genf er símaS, aö sam- komulag' hafi náðst um upptöku Rússa í ÞjóöabandalagiíS. Noröur- lönd taka ekki þátt í því, aö bjóöa Rússum þátttöku í bandalaginu, þar eö þau lita svo á, aö umsókn um upptöku frá Rússum eigi aö sæta vanalegri meöferð, -en Norð- urlönd greiða atkvæði með upp- töku Rússa í bandalagið viö fulln- aðaratkvæðagreiösluna. Genf 15. sept. FB. Fulltrúar Frakklands og Tékkó- slóvakíu hafa beitt sér fyrir þvi, að jafna öll ágreiningsefni við- víkjandi inngöngu Rússa í banda- lagið og hefir nú fullnaðarsam- lcomulag náðst í málinu og veriö gengið frá öllu viðvíkjandi undir- búningi upptökunnar i bandalagið, nema safna undirskriftum hinna 35 fulltrúa, er þingið sitja, undir boðið til Rússa um að ganga í bandalagið. — Búist er við Litvi- nov til Genf á mánudaginn. Forrn- leg upptaka Rússa i bandalagið fer fram þá, eða á þriðjudag. (United Press). Simon og Barthon svara Beck. Genf 14. sept. — FB. í ræðum sínurn á bandalags- þinginu í dag gagnrýndu þeir Sir John Simon og Barthou rnjög þá stefnu pólsku stjórnarinnar, sem fram kom í ræðu Becks ráðherra i gær. Kváðu þeir Simon og Bar- thou fast að orði um það, að sátt- málann um vernd þjóðernislegra minnihluta yrði að halda. Simon sagði m. a. að taka yrði fult tillit til þeirra skilmála, sem settir hefði verið í 93. grein Versalafriðar- samninganna. (United Press). Nýtt aMerjarverkfall á Spáni? Madrid 15. sept. FB. Ríkisstjórnin heldur fund í dag, vegna þess að allsherjarverkfall er talið yfirvofandi. Forstjórar járn- brautanna hafa tilkynt ríkisstjórn- inni, að þeir óttist að járnbrautar- starfsmenn muni styðja verkfalls- menn. (United Press). Bæjarstjdrnarkosn- ingar í Oslo. Oslo 14. sept. — FB. Sex listar til bæjarstjórnarkosn- inga hafa verið lagðir frain í Oslo, þ. e. frá hægri- og vinstriílokkun- um, verkalýðsflokknum, kommún- istaflokknum, Norges kristelige folkelag og loks listi Nasjonab samling og þeirra flokka, sem um var getið í gær, að hefði komið sér saman um að bera fram sam- eiginlegan lista. Breskn flogbátarnir Þórshöfn 14. sept. — FB. Ensku flugbátarnir flugu í dag til Þórshafnar. Næsti áfangi er til Reykjavíkur. Flugmennirnir á- forma að leggja af stað í fyrra- málið, ef veður leyfir. (United Press). Kosningar í Ístralín. London 14. sept. FÚ. Kosningar fara fram í Ástralíu á morgun. A'Salflokkarnir eru hinn sameinaði ástralski flokkur, sem nú fer með stjórnina með forsæti Ly- ons, og hinn sameinaði verkamanna- flokkur, en foringi hans er Mr. Schullin, sem áður var forsætis- ráðherra. Báðir flokkar hafa gqð- ar vonir mn sigur. í Ástralíu eru kjósendur kosn- ingaskyldir, en kosningar eru hlut- fallskosningar, og má kjósandi ráða frambjóðendum á kjörseðli eftir vild sinni. Atvinnuleysi minkar í Canada. London 14. sept. FÚ. Atvinnuleysi er að sögn að minka í Canada, samkvæmt skýrslu sem sambandsstjórnin hefir gefið út, hefir tala þeirra, sem þiggja at- vinnuleysisstyrk, lækkað um 175.- 000 síðan í maibyrjun. í skýrslunni segir, að ástandið mundi hafa orð- ið ennþá betra, ef þurkarnir hefðu ekki eyðilagt uppskeruna í Suður- Saskatchewan. Bennett forsætisráðherra hefir boðið forsætisráðherra sambands- ríkjanna á ráðstefnu í Ottawa í haust, til þess að ræða um það, hvernig komist verði hjá tvöfaldri skattlagningu, og til þess að finna skynsamlega skattstofna. Mr. Bennett er nú sem stendur í Genf, en sá, sem gegnir störfum hans heima, hefir skýrt frá því, að stjórnin muni leggja fyrir næsta þing frumvarp um atvinnuleys'is- tryggingar. Evrópuhringflugið. Kalundborg 14. sept. — FÚ. Fyrstu verðlaun í Evrópuhring- fluginu hlaut pólskur flugmaður, en önnur verðlaun þýskur flugmað- ur, varð 10 mín. seinni. Atíinnnmálaráð- herrann og atvinnubæturnar. Atvinnumálaráðherrann er með öllu móti að reyna að koma sér undan þvi, að upp- fylla þær kvaðir sem á ríkís- sjóði hvíla í sambandi við at- vinnubæturnar hér í Reykjavík, og vafalaust verður reynsla ann- ara sveitarfélaga af þessum full- Irúa verkalýðsins í ríkisstjórn- inni svipuð.- Flokksmenn ráðherrans í bæjarráði og bæjarstjórn, liafa skuldbundið hann til þess að leggja fram fé til atvinnubóta liér í bænum, á komanda hausti, í sörnu hlutföllum og gert er ráð fyrir í fjárlögum. Ráðherrann liefir ekki fengist til þess enn- þá, að verða við þessu. í þess slað er liann að reyna að skapa sér einliverjar átyllur til mis- klíðar við bæjarstjórnina, út af ])ví hvaða verk liafa verið unnin i atvinnubótavinnu að undan- förnu, sem í sjálfu sér er þessu ináli algerlega óviðkomandi. Það virðist vel geta komið til mála, að rætt verði um það við ráðherrann framvegis, livaða verk skuli unnin í atvinnubota- vinnu, en það er gersamlega til- gangslaust að vera að ræða það, hvað unnið hefir verið, sérstak- lega þegar svo er nú ástatt, að enginn ágreiningur hefir verið um verkefnin, livorki milli rík- isstjórnar óg bæjarstjórnar, né milli flokkanna í bæjarstjórn- inni. En ráðherrann verður að gera sér það ljósl, að með tylliástæð- um þeim sem hann er nú að leita að til þess að koma sér undan því að leggja fram fé til atvinnubóta, er bann að stuðla að því, að dregið verði úr at- vinnubótum í bænum og þar með að auka atvinnuleysið, og verður með þeim bætti lítið úr efndum á loforðum alþýðu- flokksins i sambandi við valda- töku hans. Aldarminning branðgerðarinnar á íslandl. Gefið út af íslenskum brauð- og kökugerðarmönnum. —- Prentað sem handrit. Her- bertsprent 1934. 190 bls. Árið 1834 var stofnaði fyrsta brauðgerðarhús á landinu hér í Reykjavík, og var fyrsti bakarinn þar Daníel Bernhöft, hinn fyrsti hér á landi með því nafni. í til- efni af 100 ára afmæli þessu hafa íslenskir brauð- og kökugerðar- menn gefið út stórt og vandað minningarrit, þar sem rakin er í 1. þætti bakaraiðja og bakaraiðn í ýmsum löndum frá öndverðu, en síðan er í sérstökum kafla skýrt frá bakarameistaragildi Kaup- mannahafnar, því að þaðan flutt- ist brauðgerðariðnin hingað til lands. Þá kernur stórfróðlegur kafli um bakstur á íslandi fram til 1834 og hefir ekkert verið ritað áður í samhengi um það efni, svo að mér sé kunnugt. Síðan er rak- in saga iðnarinnar hér á landi um 100 ára skeið og er sá kafli allur tróðlegur og hefir margt að flytja, sem áður var ókunnugt eða lítt kunnugt. Loks er stutt yfirlit um brauðgerðarhús annarsstaðar á landinu, og mun þar getið unt alla þá staði, þar sem brauðgerðarhús hafa verið stofnuð og starfrækt unt lengri eða skentmri tíma. Til þess að sjá unt útgáfu rits- ins var kosin sameiginleg nefnd frá Bakarameistarafélagi Reykja- víkur og Bakarasveinafélagi ís- lands, og áttu þessir rnenn sæti í nefndinni: F. A. Kerff, Óskar Sveinltjörnsson, Þorgils Guð- mundsson, Björn Björnsson, Stefán Sandholt og Guðmundur B. Plersir. Nefndin ákvað svo aði fela Guðbrandi Jónssyni rithöfundi a'ð semja ritið og tók hann því sæti í nefndinni. Samkvæmt því, sem í formála segir, er ritið að öllu verk Guðbrands, að öðru leyti en því, að meðnefndarntenn hans hafa látið honum í té drög til sögu síðari ára, sem hann hefir síðan unnið úr og aukið við. Minningarrit þetta er bæði höf- undi og stéttinni til sóma. Það er skemmtilegt aflestrar, stórfróðlegt og lipurt ritað, eins og vænta mátti af höfundi þess. Ritið er prýtt mörgum myndurn og frágangur góður, nema hveð prófarkalestur er í lakara lagi. G. J. Mannóðarmál. Reykjavík hefir hin síðustu ár stækkað mjög í allar áttir, og fjarlægðir því orðnar æði rniklar milli hinna ýmsu bæjarhluta. Þessi breyting veldur því, að menn þurfa að ganga lengri leiðir en áður til atvinnu sinnar, til vinafunda eða i öðrum erindum. Oft hefi eg orðið þess vör, að það kemur sér illa, að menn skorti tækifæri til að hvíla sig á göngu, því óvíöa í bænum eru bekkir til að setjast á. Þeirra er þó brýn þörf á torgurn, þar sem margar götur mætast, og svo á nokkrum þeim stöðum, þar sem strætisvagnarnir nema staðar. Það er oft svo, að menn þurfa að bíða þeirra, þora ekki annað en fara i fyrra lagi af stað, til að rnissa ekki af þeim. Suinir hafa nauman tíma, og verða þá að flýta sér og ganga hraðar en kraftar leyfa. Væri þá æskilegt, að geta sett sig niður, ef1 nokkur bið verður, í stað þess að standa kyr, sem mörguni fótaveikum fellur enn ver en hæg- ur gangur. Það er vafalaust, að bekkir á stöku stað yrði mjög vel þegnir og vinsælir af fjölda manna, sem eríitt eiga með að bera sig yfir, en langar þó til að róla úti, sér til skemtunar og heilsubótar. Eg hitti nýlega unga stúlku, er eg vissi til að verið hafði heilsuveil að undanförnu, og því ekki þolað vinnu. Nú var hún farin aðihress- ast og haföi tekið að sér að g'æta barns. Var hún með það í vagni er við hittumst. „Gött þætti mér að geta sest á bekk til að hvíla mig, þegar eg er komin með vagn- inn hérna upp brattann, því að þá er eg orðin svo þreytt,“ sagði unga stúlkan. Undir þetta myndi marg- ur taka, þvi ýmsir starfa að hinu og öðru með veikum burðum og vinnuþreki af skornum skarnti. — Þreytu og þrautum er oft svo var- ið, að frá líður að meiro eða rninna leyti, ef þess er kostur að hvíla sig um stund. Það sem hér er drep- ið á, er ekki stórmál, en eg hygg samt, að það sé þess vert, að því sé gaumur gefinn. En það fer svo oft, að mönnum sést yfir að bæta úr smámunum, sem ýmsum gæti þó verið mikils virði að lagfærðir væri. Er ekki kleift að bæta úr þvi. sem að ofan er nefnt að rneira eða minna leyti ? Ekki þyrfti bekk- irnir að vera skrautgripir, heldur aðeins sterkir og sómasamlegir út- lits. Vonandi er a'ð þeir, sem hér geta úr bætt, daufheyrist ekki við sanngjörnum óskum í þessa átt. S. K. Messur á morgun: í dómkirkjunni: Kl. 11, síra Bjarni Jónsson. 1 fríkirkjunni: Kl. 5, síra Árni Sigurðsson. í ITafnarfjarðarkirkju: Kl. 2, síra Garðar Þorsteinsson. í Bessastaðakirkju: Kl. 4, síra Garðar Þorsteinsson. í kaþólsku kirkjunni: Kl. 9, há- Látiö Steindórsprent h.í. Aöalstræti 4, prenta fyrir ydur. a/b. B. A. Hjortlx & Co. Stockliolm. Prímnsar. Skróflyklar og tengnr. Lngtir. Aðalumboö fyrir ísland Þðrðnr Sveinsson & Co Reykjavílc. m iiiimiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiininiimiiiiiiiimmiiiiiiiiininiiin ss mmmM i Hanstvornrnar koraa. i ÍH Káputauin voru íekin upp n í dag. s Daglega teknar upp nýjap M VÖPUP. H Verslun EDINBORG. M iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiii / /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.