Vísir - 20.09.1934, Blaðsíða 3
V 1 S I R
Matarotellin
fallegu, nýtísku úr ekta postulíni, eru komin aftur, einnig te-,
kaffi-, ávaxta- og kryddstell sömu tegundar, öll stykkin fást
einnig einstök eftir vild. Sama lága verðið.
K. Einapsson & Björnsson.
Bankastræti 11.
E.s. Goðafoss
■ íer héðan í kveld áleiðis til út-
landa.
Gengið í dag.
Sterlingspund ... kr. 22.15
Dollar , 4-44
íOO ríkismörk .. — I78-93
— franskir frankar . — 29.71
— belgur .. — 105.36
— svissn. frankar . .. — 146.50
— lírur 39-°5
— finsk mörk . . . - 9-93
-— pesetar .. — 62.02
— gyllini ... — 304-56
— tékkósl. krónur . .. — 19.03
— sænskar krónur , — 114.36
— norskar krónur — 111.44
— danskar krónur . 100.00
Fáið kort hjá Ólafi Þorsteinssyni,
Tóbakseinkásölunni.
B ókfærslunámskeið.
N. k. þriSjudag hefst bókfærslu-
námskeiS, sem Sigfús Bjarnason
auglýsir i blaðinu í dag. Námskeiö-
iö stendur yfir í 8 vikur.
Útvarpið í kveld.
19,10 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. 19,25 Lesin dagskrá næstu.
viku. Nocturnes og valsar. 19,50
Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur.
T ónleikar (Útvarpshljómsveitin).
20,30 Fréttir. 21,00 Erindi: Van-
gæf börn (Hallgrímur Jónsson
kennári). 21,30 Grammófónn: a)
Einsöngur (Davina Sigurðsson),
b) Danslög.
S óttvarnaref tirlit
hefir verið fyrirskipað með öll-
um skipum, sem koma frá Noregi,
vegna mænuveikinnar þar í landi.
Hjálpræðisherinn.
Opinber samkoma i kveld kl.
&y2. Kaptein Överby frá Noregi
íalar. Lúðraflokkurinn og strengja-
sveitin aðstoða. Allir velkomnir.
Hæturlæknir
er í nótt G. Fr. Petersen, Eiríks-
.götu 15. Sími 2675. — Næturvörð-
ur í Laugavegs apoteki og Ingólfs-
apoteki.
Tónlistarskólinn
verður settur annað kveld kl.
Sy í Hljómskálanum.
Heimatrúboð leikmanna
Vatnsstíg 3, Samkoma í kveld
kl. 8. Allir velkomnir.
V oraldar-samkoma
verður í Varðarhúsinu annað.
Itveld (föstud.) kl. 8)4.
Jón Norðfjörð,
gamanvísnasöngvari frá Akur-
'eyri, konr hingað til bæjarins með
Goðafossi að norðan og hefir í
hyggju að láta til sin heyra hér.
Jón er afar vinsæll, bæði sem leik-
ari og gamanvísnasöngvari á Ak-
lireyri.
Ötan af landío
—o---
Aðalfundur Sambands ausífirskra
kvenna.
19. sept. FÚ.
Nýlega er lokið aðalfundi Sam-
bands austfirskra kvenna. Hann
var haldinn á Reyðarfirði. I sam-
bandinu eru 14 kvenfélög, og
stjórn þess skipa Sigrún Blöndal,
Hallormsstað; Margrét Pétursdótt-
ir, Egilsstöðum og Droplaug
Sölvadóttir, Arnheiðarstöðum. —
Fundinn sóttu margar konur auk
fulltrúa.
Mikið var rætt um þörf á kenslu-
konu í handavinnu.
Sambandið hélt uppi umferða-
kenslu í vefnaði á síðastliðnum
vetri, og verður því starfi haldið
áfram á vetri komanda. Einnig
ráðgerir það aö styrkja saumanám-
skeið i kaupstöðum innan sam-
bandssvæðisins, og styðja sölu á
heimilisiðnaði á Seyðisfirði.
Erfið heyskapartíð.
Menn muna ekki jafn erfiða hey-
skapartíð i Suður-Múlasýslu. —
Grasvöxtur var góður, en nýting
og heyafli með versta móti.
.Ármenningar,
karlar og konur, látið íþrótta-
læknirinn skoða ykkur áður en
vetrariþróttirnar byrja. Viðtals-
tími læknisins er á morgun kl. 7
—8 og á þriðjudaginn á sama tíma.
Osló 18. sept. — FB.
Byrd-leiðangurinn.
Gjertsen kapteini hefir verið fal-
ið af Byrd að fara með bæði leið-
angursskipin til Hvalflóa, til þess
að sækja leiðangurinn.
Í£ctm£fefa$a6t>stttstt# cj íiftttt
^ímit 1300
Býður ekki viðskiftavinum sínum annað en fullkomna
kemiska hreinsun, litun og pressun.
(Notar eingöngu bestu efni og vélar).
Komið þvi þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf
þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru best og reynsl-
an mest.
Sækjum og sendum.
Klæöið yður í hlý FÖT.
Klæðið yður í góð FÖT.
Ivlæðið yður í Álafoss FÖT.
Betri FÖT. — Ódýrari FÖT.
Kaupið og notið Álafoss FÖT.
AFGR. ÁLAFOSS
ÞINGHOLTSSTRÆTI 1.
SPIL
góð og ódýp, höf-
um við lypirligg-
jandi.
Jóh. Ólafsson & Co.
Slmi 1630.
I&fþérvilji9
fá hagkvæma liftryggingu, þá leitið upplýs-
inga hjá
Lífsábyrgðarfélaginu
Aðalumboð fyrir Island.
C. A. Broberg
Lækjartorgi 1. Simi 3123.
elónur
nýkomnar
Yersl. Vísir.
Rúllugardínur
ódýfastar í
Húsgagnaverslun
Kristjáns Siggeirssonar
Laugaveg 13.
Aftakaveður á Blönduósi.
19. sept. FÚ.
Fréttaritari útvarpsins á Blöndu-
ósi skýrði frá því í símtali i dag,
að þar væri aftaka norðvestan veð-
ur og stórbrim. Snjóað hefir niður
1 bygð. Undirfellsréttir í Vatnsdal
og Auðkúluréttir í Svínadal byrj-
uöu i morgun, en hætt var um há-
degi á báðum stöðum vegna óveð-
urs.
HÚSNÆÐI
Herbergi, lielst með húsgögn-
um, óskast 1. okt. Uppl. í síma
358 4 eða 2120. (1124
Til leigu fyrir einlileypa, á-
byggilega menn, 2 suður-her-
hergi, minna og stærra. Sérinn-
gangur í bæði. Sími 4711. (1121
Lítið lierbergi, með nokkuru
af húsgögnum, tii leigu nú þeg-
ar. Uppl. á Skólavörðustíg 21,
miðhæð. Einkar lientugt fyrir
sjómann. (1127
2 samliggjandi herbergi til leigu,
belst fyrir einhleypa. I.augaveg 70.
Til sýnis 2—6 síðd. (1070
Herbergi til leigu, Hverfis-
götu 93. Sími 3156. (1076
Við erum bara tvö, og okkur
vantar litla íbúð. Föst atvinna.
Þeir sem geta leigt okkur, leggi
tilboð merkt: „Tvö“ á afgr. Vís-
is. (1074
Kenslukona óskar eftir góðu.
sólríku lierhergi i austurbæn-
um. Uppl. í síma 1934. (1105
Ábyggilegur maður óskar eft-
ir þriggja herbergja íbúð með
öllum þægindum. Hringið í
síma 4900. (1129
f
MUNAÐARLEYSINGI.
anikið sem áltirnar liér á þessum slóðum. Það mátti
svo sem einu gilda hvert eg' færi. Þarna voru fjórar
götur, sem lágu sitt á livað yfir lieiðina. En nú var
víst best að reyna að halda áfram. Og eg lagði af
stað eftir einni af þessum götum. Hún lá í ótal
hlykkjum og bugðum upp á heiðina fram undan og
sennilega yfir liana. Loksins kom eg að liólbarði
mosavöxnu. Þar settist eg niður og tók mér hvíld.
Hvað átti'eg nú til hragðs að laka? Og livert lá
þessi gata? — Mér hafði skilist á ökumanninum, að
langt mundi til næsta bæjar.
Veðrið var hið hlíðasta og jörðin enn ldý og nota-
leg, því að verið hafði sólslcin og liiti um daginn. Eg
átti enn svolitinn hrauðhita í vasanum, en gnægð blá-
berja óx þar í lynginu og voru þau nú orðin sæmi-
lega þroskuð. Eg safnaði vænni lúku af berjum og
borðaði þau með brauðbitanum mínum. — Að því
loknu hafði eg yfir kvöldbænina mína og fór því
næst að svipast um eftir náttstað.
Eg hreiðraði um mig i háu og þéttu grasi, annars-
■vegar við hólinn, og breiddi sjalið ofan á mig. Eg'
þóttist viss um, að mér mundi ekki verða kalt.
Eg sofnaði væran og svaf í einni lotu til morguns.
Og veðrið var yndislegt þegar eg vaknaði — blæja-
logn og glaða-sólskin. — En hvað heiðin var falleg
í öllu þessu idessaða sólskini. Bara að eg gæti nú
verið hér, það sem eftir væri lífdaganna. En því var
ekki að heilsa — Eg varð að halda áfram. Eg tók
það ráð, að fara sörnu leið til haka, uns eg kom að
steinsúlunni. Því næst gekk eg undan sól, þvi að mér
þótti það þægilegra. —- Eg gekk lengi — lengi, að
því er mér fanst. En loksins lieyrði eg kluklcnahljóm.
Eg gekk á hljóðið. Og hráðlega sá eg hæ fram
undan, en kirkjuturn bar hátt yfir húsin. Mér virtist
hær þessi mundi liggja milli tveggja undurfagurra
ása eða hæðadraga.
Ivlukkan var nálega tvö, er eg kom í hæ þenna. —
Þarna var hara ein einasla gata og þótti mér sjálf-
sagt, að liún lægi um þveran bæinn eða þorpið. —
Þarna var búðarliola og voru brauð til sölu þar í
glugganum. Eg liorfði á þau og kom vatn í munninn
á mér. Eitt þessara hrauða mundi nægja til þess, að
styrkja mig svo, að eg gæti lialdið áfram göngunni.
En eg treysti mér ekki til þess, að halda áfram, svo
að neinu næmi, nema því að eins, að eg fengi ein-
hvem mat. Gaman væri nú að eiga aura, sem nægði
fyrir einu Jjessara brauða. — En eg átti engan pen-
ing. En hver veit nema eg gæti fengið brauðbita fyr-
ir siUdklútinn, sem eg hafði um.liálsinn eða þá liansk-
ana mína — Sjálfsagt að spyrja um það.
Eg afréð að ganga í búðina. Þar var kona fyrir.
Hún kom þegar fram að ijúðarhorðinu, er hún kom
auga á mig. Henni mun liafa verið nokkurt nýnæmi
á því, að fá unga, velbúna og ókunnuga stúlku fyrir
skiftavin. Hún var kurteisin sjálf og spurði livers eg
óskaði. Og nú fanst mér alveg frágangssök, að fara
að bjóða henni notaðan liálsklút eða slitna glófa.
Eg roðnaði og hefi vafalaust orðið mjög vandræða-
leg á svipinn. Og' eg tók það ráð, að biðja liana um
leyfi til þess, að mega hvílast þarna inni ofurlitla
stund. — Konan liefir að sjálfsögðu orðið fvrir mikl-
um vonbrigðum. Ilún svaraði engu, en henti mér á
stól þar í horninu. — Eg lét fallast niður á stólinn
og átti bágt með að verjast tárum. Við þögðum
báðar um stund, en þvi næst spurði eg, hvort hún
gæti bent mér á saumakonu þar í bænum.
„Já“, sagði konan, „fleiri en eina og fleiri en
tvær“.
Og aflur varð þögn. Eg var ein og yfirgefin meðal
ókunnugra. — Eitthvað varð eg til bragðs að taka,
til þess að geta dregið fram lifið. — En livað átti
cg að gera?
Eg spurði konuna, livort liún vissi um nokkurt
fólk í bænum, sem vantaði þjónustumey.
-Nei, það vissi hún ekki.
Hvort hún gæti þá sagt mér, hverjar atvinnugrein-
ir væri helstar í hænum.