Vísir - 07.10.1934, Blaðsíða 2
VlSIR
Hngleiðing.
Eg horfi upp í himins bláa
hvelfing, sem er geislum strátS,
þar ljómar drottins dýröin háa,
dásamlegri fylt af náð.
Renna sínar settu leifíir,
sólkerfanna þúsund fjöld;
réttar brautir Guð þeim greiöir
gegnum tíma, rúm og öld.
Viö, sem byggjum löndin lágu
lítum verkin skaparans,
sem meö vísdóms valdi háu
vernduö eru af krafti hans.
Þetta alt er aöeins hylling,
. annað meira’ á bak við er;
þar er drottins dýrðar fylling,
dauðlegt það ei auga sér.
Okkur standa opnar leiðir
upp í þessi dýrðar lönd,
frelsarinn þar faðminn breiðir
fram, að leysa sektar-bönd.
Eins og sólir himin hæða
halda sína réttu braut,
skulum vér og örugg þræða
áfram, Guð's i líknar skaut.
Það er hugsun allri ofar,
oss hvað bíður Guði hjá;
alt sem Jesús okkur lofar,
óhætt er að treysta á.
Guðjón Pálsson.
ir þýðandi í formálanum fyrir bók-
inni.
Síðarnefnda bókin segir einnig
aðallega frá tveim systkinum,
tveim munaðarlausum börnum.
Þau koma fram á sjónarsviðið alt
að því á dularfullan hátt, þar sem
þau eru dregin upp úr brimgarð-
inum bráðlifandi, bundin viö hinn
hrausta sjómann, sem synt hefir
með þau í gegn um brimið frá
skipinu, sem fórst. Sjálfur er hann
þrotinn, er hann hefir bjargað
börnunum til lands, til hans
Andrésar gamla. Enginn komst af
nema börnin.
Ekki gat hjá því farið að ein-
stæðingarnir fengju að reyna
nokkurt mótlæti. Börnin áttu enga
stoð í lífinu, nema gott hjarta ör-
vasa gamalmennis, sem varð til
að skjóta fyrsta skjólshúsi yfir
þessa einkennilegu skipsbrots-
menn, en hafði minni getu en vilja
til að veita þeim það, er þurfti.
Malarakonan er vonda tröllið. í
æfintýrinu, sem fer illa með börn-
in. En þá kemur líka Jakob til
sögunnar, vingjarnlegur og hug-
hreystandi.
Öllum börnum, sem söguna lesa,
þýkir áreiðanlega vænt um þá
Andrés gamla í kofanum og Jakob.
En þó þykir þeim eflaust vænst
um það, er góðu kaupmannshjón-
in koma og taka systkinin til sín,
svo að þeim geti liðið vel.
En ekki er alt þar með búið.
Árni þaff að sjá sig um í heim-
inum. Hann kemst í skiprúm og
fer til Suður-Ameríku. Margt
getur komið fyrir einmana dreng
í fjarlægu landi meðal framandi
þjóða. Það fékk Árni líka að reyna
og komst hann stundum í hann
krappan. Verst var þó útlitið, þeg-
ar hann var orðinn fangi Indíán-
anna. En hepnin var með Árna,
og alt af urðu góðir menn til þess,
að koma honum til hjálpar. Og
nærri má geta, hvort fósturfor-
eldrarnir, og þó einkum systir
hans, sem var sjúk af sorg, haíi
ekki orðið fégin, er Árni kemur
aftur heim, öllum á óvart.
Báðar hafa bækurnar hollan lær-
dóm að flytja hinum ungu lesend-
um. Margrét litla er fögur imynd
skyldurækninnar og sjálfsfórnar-
innar. Árni og Erna eru ljóst
MILDAR OG ILMAND
TEOPANI
Ciaarettur
20stk 1-25
fés[
nvarvetna
h
Daufur vœri
maltíðarlaus
dagur -
dæmi þess, að óhætt er að treysta
æðri handleiðslu, þótt alt virðist
tapað og eigin máttur einskis
megnugur að spyrna gegn óvæg-
um örlögum. Það eru alt af til
margir góðir menn, sem eru ríkir
af kærleika, og rétta þeim veilk-
burða hjálparhönd. Hjálpast báð-
ar bækurnar að í því, að auka
skilning lesendanna á gildi hug-
prúðrar sjálfsfórnar og að efla trú
þeirra á sigur þess góða. Það eru
því fleiri en börn og unglingar,
sem máske hefðu gagn og gaman
af að líta í kver þessi.
Báðar eru bækurnar prýddar á-
gætum myndum, eins og vera ber
um góðar barnabækur. Mál er létt
og fagurt á báðum bókunum og
frágangur allur vandaður og
smekklegur. Eru þær bæði þýð-
endum og útgefanda til sóma.
Sig. Þórðarson.
Tónskáldin
Árni Thorsteinsson og Sigvaldi
Kaldalóns.
Það er sorglegt að vita til,
hversu þjóðin er orðin sljó og
skeytingarlaus gagnvart allri
sannri list.
Eg vildi vekja þá, er með völd
fara, til umhugsunar um, hversu
hverri þjóð er hætta búin, sem
ekki hirðir eitthvað um sína af-
burða listamenn, því þar sem sann-
ar listir og vísindi ekki geta þrif-
ist, er ekkert annað en eymd og
spilling framundan.
Öll íslenska þjóðin kannast við
okkar ágætu tónskáld, Sigvalda
Kaldalóns og Árna Thorsteinsson;
þeir hafa oft og munu enn,
með mörgum af sínum fallegu lög-
um, gleðja og efla þjóð vora um
ókominn tírha.
Nú gefst heppilegt tækifæri fyr-
ir þjóðina, að sýna þessum tveim-
ur af elstu núlifandi tónskáldum
vorum, að við kunnum að meta
gjafir þeirra, með því að gefa út
til dæmis tíu úrvalslög eftir hvorn
þeirra, því nú stendur svo á, að
hvergi er hægt að fá á prenti keypt
lög eftir þá, að undanteknum
nokkrum lögum.
Við höfum ekki ráð á að láta
kannske bestu sönglög þeirra glat-
ast.
Alþingi ætti nú að gangast fyrir
að þessu yrði sint.
Ef stjórnendur þessa lands veittu
listum meiri eftirtekt, þá mundi
það eflaust hafa sín áhrif.
Við skulum rifja upp hvað
skáldið Shakespeare segir um
sönglistina, (í þýðingu Steingríms
Thorsteinssonar) :
-----ekkert er svo staurslegt,
stirt og þungfært,
að sönglist geti ei snöggvast
breytt þess eðli.
Hver maður, sem á enga
sönglist innra
og viknar ei af eining sætra tóna,
er hneigður fyrir hrekki,
svik og rán.
Hans anda starf er eins
og nóttin þögult,
hans fýsnir svartar eins og
niflheims afgrunn,
trúðu’ aldrei slíkum. —
Taktu eftir söngnum.
Reykjavík 30. sept. 1934-
Einar Markan.
Breskar kvikmyndir.
þóltu lengi að öllu lélegri en
amerískar, þýskar og fleiri
þjóða kvikmyndir, en Bretar
liafa bætt sig í þessari grein, eins
og kunnugt er. Eru þeir nú
farnir að framleiða kvikmynd-
ir, sem eru taldar í fremstu röð
hvarvetna. Nýlega hafa verið
gerðir samningar um að sýna
Jjreskar kvikmyndir í tveimur
stærstu kvikmyndahúsunum í
New York. Gera hrcsk blöð
þetta að umtalsefni og spá því,
að innan skamms muni breskar
kvikmyndir fara sigurför u:
öll Bandaríkin, en fyrir eigi
mörgum árum var það undan-
tekning, ef bresk kvikmynd var
sýnd vestra.
Nýjustu bækur eru:
Sagan um San Michele eftir Dr. Munthe. (Einhver
allra yndislegasta bók sem til er á íslenskri tungu), h. 13.50,
ib. 17.00 og 22.00. — Sögur frá ýmsum löndum I. og II. bindi.
(Úrval af smærri sögum eftir erlenda höf. Þýðingar eftir mál-
snjalla þýðendur, III. bindi kemur út í vetur), h. 7.50, ib.
10.00. — Sögur handa börnum og unglingum 1., 2. og 3. hefti.
(Ágætar sögur. Síra Fr. Hallgrímsson safnaði, 4. hefti kemur
út í vetur), ib. 2.50. — Davíð skygni eftir Jonas Lie. (Ein
fegursta saga slcáldsins í prýðilegri þýðingu Guðmundar
Kamban) h. 3.80, ib. 5.50. — Tónar I. Safn fyrir harmonium
eftir íslenska og erlenda höf. Páll ísólfsson gaf út, h. 5.50. —
Þrjú píanóstykki eftir Pál ísólfsson, 3.þ0. Fást hjá bóksölum.
Bðkarerslan Sigt. Eymnndssonar
og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugaveg 34.
Nýtískc-
mnnstnr,
Skínandi góð verk. Bestu lilutir til tækifærisgjafa, eins og allir
sjá. — Best úrval hjá
Jóni
gullsmiði,
Laugaveg 8.
Sími 3383.
Ef þið viljið fá verulega góðan rakstur, þá
notið:
Gillette rakvélar.
Gillette rakvélablað.
Gillette raksápu.
Gillette skeggkúst.
Gillette nafnið er ávalt trygging fyrir að þið
fáið fyrsta flokks vörur og þó merkilegt sé,
um leið ódýrar vörur.
RðSðÞ
hárþTOttadnftið
son,
Skóla-
YörðustíB 12
XiOOÍXÍÍSOOttííOtiOQOÍiOtÍOtKSOOÍi;
TJÖLD, fjöldi teg. verð frá kr.
12,50. Garðtjöld, tjald- og garð-
stólar, tjaldrúm (loftpumpuð)
heddar, prímusar, mataráhöld 1
töskum og laus. Myndavélar og
SELO-filmur.
Sportuðrutiús Reykjauíkur.
íooísoísoííooííoííoooísoooooooo;
VÍSIS KAFFIÐ
gerir alla glaða.
H.f. Efnagerð Reykjavíkur.
Kem. tekn. verksmiðja.
Gardínustengnr
margar gerðir fyrirliggjandi.
Ludvig StoPF,
Laugavegi 15.
Cardinn
stengur,
gormar,
fyrirliggjandi.
Bjöpn & Marinó
Laugaveg 44. Sími 4128.