Vísir - 17.10.1934, Síða 2

Vísir - 17.10.1934, Síða 2
VISIR íslensk framleiðsla. Fæst í öllum verslunum og lyf jabúðum. æ Frá Alþingi í g æ r. Neðri deild. Síldartollurinn. Fry. til 1. um aS verja útflutn- ingsgjalcli af sild til hlutarupp- bótar sjómönnum. Finnu J. gerði grein fyrir frv. fyrir hönd sjávar- utv.nefndar. Sagði hann það ó- sanngjarnt að hærra útflutnings- gjald væri tekið af síld heldur en öðrum fiskiafurðum, og hefði þvi orðið samkomulag um að fella nið- ur síldartollinn og endurgreiða hann á þessu ári, eða mis- muninn á honum og venjulegu út- flutningsgjaldi til hlutaruppbótar til sjómanna. Upphæðin mundi nema ca. 120.000 kr. Sig. Krist- jánsson benti á að þar sem þetta væri ætlað sem uppbót til sjó- manna, þá færi illa á því að þeir sem hefðu fengið þolanlegustu út- kornuna á sumrinu, 6—800 kr. fengju mesta uppbót, en þeir aftur, sem hefðu fengið niður í ca. 100 kr. hlut fengju miklu minna' Kvaðst hann mundu koma með breytingartillögu þessu viðvíkj- andi. — Frv. var vísað til 2. umr. og nefndar. i Þjóðnýting eða ekki? Umræður urðu enn allmiklar um „skipulags“-nefndina frægu. Jó- hann Jósefsson svaraði Har.Guðm. Hann sagði, að Har. G. hefði bent á, til samanburðar við skipun nefndarinnar, að milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum væri einlit, en það væri ekki rétt, því hana skip- uðu 2 sjálfstæðism. og einn fram- sóknarmaður; og milliþinganefnd í atvinnumálum, sem væri hlið- stæð, væri skipuð einum sjálfstæð- ismanni, einum jafnaðarmanni og einum bændaflokksmanni. Starf- svið þessara nefnda væri þó til- tölulega takmarkað. En í skipu- lagsnefnd, sem skipuð væri með svo víðtæku starfssviði, hefði meirihluti þjóðarinnar, sem væri í andstöðu við stjórnina, engan full- trúa! Meirihlutinn ætti að horfa upp á minnihlutann skipa sér til höfuðs einlita flokksnefnd með rannsóknarvaldi á einkamálum manna! Ráðherrann gekk út frá því að sjál.fstæðismenn vildu engin afskifti af störfum nefndarinnar hafa, en það var fyrst skipun bennar, sem sjálfstæðismenn gagn- rýndu. Ef sósialistar álitu vinnumiðlunarskrifstofu Reykja- vxkur óhafandi vegira þess að for- stöðumaður hennar hefir sömu stjórnmálaskoðun og meirihluti bæjarbúa, hvernig gætu þeir þá varið hina einhliða skipun fulltrúa minnihluta þjóðarinnar í nefnd- ina. Væri það tilgangur stjórnar- flokkanna a.ð gera Alþingi að veiðimörk flokkshagsmunatog- streitu sinnar ? Vitur ríkisstjórn hefði gætt þess, aö það byggja fleiri en franxsókn- armenn og sósialistar þetta land, og ættu rétt á því að fult tillit væri til þeirra tekið. Har. Guðm. svaraði og kom með þá efirtektarverðu játningu, að til- gangur nefndarinnar hlyti að vera að undirbúa þjóðnýtingu. Thor Thors benti á að hið hálf- gerða tilboð ráðherrans til sjálf- stæðisflokksins um jxátttöku í störfunx nefndarinnar væri að vísu fullseint fram komið, en sjálfstæð- ismenn mundu að sjálfsögðu taka það til íhugunar. Hinu þýddi ekk- ert að neita að nefndih væri einlit og rauð, því að jafnvel flokksmenn í'áðherrans í deildinni kölluðu hana „rauðku“. Rétt í lok fundartímans kvadcli forsætisráðherrann sjálfur, Her- mann Jónasson, sér hljóðs, og kvaðst hann ekki geta hlustað á það athugasemdalaust, að hér væri verið að tala um að stjórnin stefndi að þjóðnýtingu. Þetta væri hin mesta fjarstæða, bara hreint og beint „bull og vitleysa", eins og all- ir mætti vita, ]xví að fi'amsóknar- flokkurinn væri algerlega andvíg- um þjóðnýtingu! — Setti nú ýmsa- stuðningsmenn stjórnarinnar hljóða, en forseti frestaði umræð- um og sleit fundi. í efri deild var örstuttur fundur og gerðist ekkert sem í frásögur sé færandi. Dtför Poiocare. París 16. okt. FB. Ríkisstjórnin hefir, í samráði við forseta Frakklánds, ákVeðið, að útför Poincare fari frarn næst- komandi laugardag, á ríkisins kostnað. (United Press). Nýr embættiseiðnr í Þýskaiandi. Berlín 17. okt. — FB. Ríkisstjórnin hefir gefið út til- skipun um nýtt form á embættis- eiði fyrir ráðherra Þýskalands. Er það í fyrsta skifti, sem nafn manns er tekið upp í slikan eið, þ. e. nafn Hitlers. Eiðurinn er svo hljóðandi: Eg sver hollustu Adolf Hitler o. s. frv. — Ríkisstjórnin hefir öll unnið þennan nýja eið. — (United Press). Er friðionm í álfonni hætta bnm vegna konongsmorðsins ? Belgrad 16. okt. FB. Lik Alexanders konungs var flutt hingað í jánibi*autarvagni í gærkveldi. Þegar járnbrautarlest- in kom var Páll prins viðstaddur, María ekkjudrottning og ríkis- stjórnin. Líkkistan var sett á fall- byssuvagn og ekið á henni til konungshallarinnar. Mikill íjölcli fólks hafði safnast saman á gang- stéttunum alla leiðina til hallar- innar, til þess að votta hinum látna konungi virðingu. Mikil sorg var í ljós látin. Líkið liggur á börum í móttökusal hallarinnar, Jiangað til útförin fer fram á fimtudag. Lík konungs verður jarðsett í Popola, í grafreit konungsættar- innar. (United Press). Belgrad 16. okt. — FB. Samkvæmt áreiðanlegum fregn- um hefir sendiherra Jugoslaviu í Budapest verið falið að mótmæla því mjög kröftiiglega við ung- versku stjórniha, að j)að hafi ver- ið látið viðgangast, að eidendir ó- aldarflokksmenn hefði dvalist í Ungverjalandi og undirbúið þar árásir á konung Jugoslaviu og rik- isstjórn. Telur jugoslavneska rík- isstjórnin sig.hafa sannanir fyrir þessu. (United Press). London 16. okt. — FB. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hefir breska stjórnin haíist handa til að beita áhrifum sínurn til ]xess, að eigi komi til þess að afleiðingar konungsmorðsins verði ]>ær, að sambúð þjóða milli spill- ist. Að tilhlutun bresku ríkis- stjórnarinnar hafa því sendiherrar Bretlands í Belgrad og Rómaborg ráðgast um þessi mál við ríkis- stjórnir Jugoslaviu og Ítalíu, nxeð ])að fyrir augum, að þær taki þátt í því að kveða niður allar æsingar og uppræta allan nxisskilning og deilur iit af hinum sorgleg*a at- burði í Marseilles. (United Press). Sofia 17. okt. — FB. Búlgarska lögreglan hefir al- gerlega sannað, að Kelemen sá, sem drap Alexander ,konung, sé í raun og veru makedoniski óaldar- flokksmaðurinn Vlada Geoi*guff. Búlgarska lögreglan sannaði þetta með samanburði á fingrafara- rnyndum. (Unitecl Press). Budapest 17. okt. — FB. Vuktcevic, sendiherra Jugosla- viu, kom í heimsókn í utanríkis- i*áðuneytið í gær, og beiddist upp- lýs.inga um ýmsa menn, sem talið er að komið hafi fi*á Ungverja- laiidi til ])ess að taka ])átt í árás- inni á Alexander konung. Lögð hefir verið áhersla á, að Vuktevics hafi ekki farið í heimsókn þessa í mótmælaskyni, helchu* til þess að afla sér upplýsinga fyrir ríkis- stjórn sina. (United Press). Byltiogartilrannm á Spðni. Af fréttum þeim, sem hafa borist frá Spáni síðan allsherj- arverkfallið hófst verður eigi séð með fullri vissu, hvað gerst hefir þar að undanförnu og af- leiðingar þess eru mjög í óvissu. Mikið af fregnum þeim, sem birtar hafa verið í blöðum um > byltinguna, liafa vafalaust verið ýklar, og nú er fyrir skömmu svo komið, að slröngu frétta- eflirliti hefir verið komið á í landinu. Er þvi bert, að fréttir þær, sem símaðar eru eða send- ar eftir venjulegum fréttaleið- um, herma að eins það, sem yf- irvöldin á Spáni vilja vera láta. Þrátt fyrir ófullkomnar fréttir um ástandið á Spáni mun þó mega segja, að allar líkur bendi til, að Lerrouxstjórnin, sem fer með völdin á Spáni nú, liafi lxaf t betur, og sennilega er útséð um, að byitingin hepnist. Byltingin hófst með allsherj- arverkfalli, sem var lýst yf.ir af róttæku vinstri flokkunum, vegna óánægju yfir myndun Lerroux-stjórnarinnar nýju, en fasistar liöfðu notað sér aðstöðu sína á þingi, til þess að fella stjórn Sampers, með það fyrir augum, að fá menn úr sínum flokki í stjóm landsins. Fengu þeir þessari kröfu framgengt, er Lerroux myndaði stjórn, og þá var allsherjarverkfallinu lýst yfir. Óánægjan yfir myndun Ler- rouxstjórnarinnar var einna mest í Cataloniu,semerlýðveldi, „ríki í ríkinu“, enda lýsti Com- panys, forseti Cataloniu því jd- ir þ. 6. okt., að Catalonia væri frjálst ríki og bauð „öllum hin- um fornu konungdæmum á Spáni, að ’ganga að því verki með Cataloniu að mynda sam- band spænskra lýðvelda“. — „Frelsi Cataloniu,“ sagði hann ennfremur, „sem fékk aukin réttindi (takmarkaða sjálf- stjórn) frá þjóðþinginu fyrir tveimur árum, er nú í hætlu, því að fasistar og konungssinn- ar eru mótfallnir sjálfstæði Cataloniu.” í ræðu Companys, sem var útvarpað um gervalla Cataloniu og talið er, að 3 miljónir manna hafi liluslað á, sagði hann enn- fremur, að fasistar og konungs- sinnar vilji spænska lýðveldið feigt og allir góðir lýðveldis- sinnar hafi risið gegn Lerroux- stjórninni. „Catalonia slítur þvi öllu sambandi við þá, sem nú fara með völdin á Spáni og stjórn Calaloniu lýsir því yfir, að hún sé frjálst riki. Á þessu hátíðlega augnabliki tekur þing Cataloniu og stjórn sér alt vald í liendur um gervalt lýðveldið“. Þessu svaraði Lerorux með því, að lýsa yfir þvi, að herlög væri í gildi um land alt. Alej- andro Lerroux er nú sjötugur, en liann lét engan bilbug á sér finna, segir í simfregn frá Madrid, og flutti útvarpsræðu og skoraði á alla góða Spán- verja, að „slyðja stjórn Spánar og sýna ást sína á Spáni með því að veita henni stuðning.“ Hann kvað sterkt að orði og sagði, að allir sannir Spánverj- ar myndi fyrirverða sig fyrir framferði Cataloniustjórnar. Samkvæmt fregnum þeim, sem hingað hafa borist, var Companys, og aðrir helstu stjórnendur Cataloniu, hand- teknir, og liafði það verið bylt- ingarsinnum bæði þar og á Spáni hinn mesli hneklcir, en fram að þessu virðist svo, sem baráttunni gegn Lerorux hafi verið lialdið áfram og jafn- framt, að liann og stjórn lians hafi liaft yfirhöndina. „Ráð“ stjórniii —ö— Tilraun til atvinnusviftingar og einokunar. Alþýðuhlaðið skýrir frá því í gær, að rauðu l'lokkana langi lil þess, að „stofna“ þrcnn „ráð“ og munu þau eiga að verða „Rauðku“ litlu til aðstoðar við ýmiskonar ofbeldisverk og „skipulagningu“. — Meðal ann- ars eiga þau að hjálpa til þess, að „slcipuleggja“ ferðalög í hif- reiðum, þannig, meðal annars, að ákveðnum bifreiðaeigöndum eða ríkinu sé seldur í hendur einkaréttur til þess, að flytja fólk á ákveðnum leiðum. — Yrði þá öllum öðrum bifreiða- eigöndum óheimilt að fara um vegina með farþega í bifreiðum sínum, ef þær rúma meira en 6 farþega, að minsta kosti ef þeir taka gjald fyrir flutninginn. Menn verða að fá „sérleyfi“, til þess að mega liafa með höndiun fólksflutninga, og þegar það er fengið, mega engir aðrir um vegina fara með farþega i hif- reið, ef hún tekur meira en 6 farþega! — Menn liafa áreiðanlega ekki búist við því, að kúgunarandinn yrði nokkuru sinni svo ríkur hér á landi, að gripið yrði til annars eins og þess, að svifta menn atvinnu liópum saman, alveg að ástæðulausu, og hanna þeim í raun réttri umferð um þjóðvegi og aðra vegi landsins. Og menn hljóta að spyrja, livort allir mennirnir (nefndar- mennirnir fimm), sem að þessu slanda og fara þessu á flot, muni vera geggjaðir. — Þeim skilst, að ekki geti verið nema um tvent að ræða: Annaðhvort er eitthvað hogið við mennina (eða þeir eru undir þrælkunar- áhrifum óheilln'igðs sálarlífs) ellegar þá að kúgunarandi þeirra er svo lakmarkalaus, að liann leilar sér útrásar í furðu- legustu og heimskuleguslu til- tektum. Það er vitanlegt, að núverandi stjórn og flokkar þeir, sem lienni fylgja að málum, vilja kúga allan manndóm úr þjóð og einstaklingi. Hitt er lika kunn- ugt, að umhverfis stjórnina liefir gafnast liópur af gapandi kosningasmölum og öðrum ó- aldarlýð og heimtar hver sinn bita. Það er því ekki ósennilegt, að öll þessi „ráð“, sem nú á að stofna, sé „ráðgerð“ að sumu leyti sakir heimtufrekju smal- anna og annara, sem þykjast eiga „hönk upp í bakið“ á stjórninni og sumpart til þess, að þjóna meðfæddri ónáttúru. Og meður þvi að aðgangurinn er harður og eldci þykir fært að fara í eigin vasa til útbýtingar „trúrra þjóna verðlaunum“, þá er gripið til þess, að reyna að stofna allskonar „ráð“ og „for- stjóra-embætti“ lianda liðinu og alt á opinberan kostnað. — En það getur orðið „dýrt spaug“ fyrir rikissjóðinn um það er lýkur. ^ 13. okt. Bifreiðarstjóri. Dr Will, þýskur sendikennari við Há- skólann, byrjar fyrirlestra sina þar í kveld kl. 8. Germania. Fundur vcrður haldinn í Ger- maniu í kveld i Oddfellowhús- inu. Dr. Pernice flytur erindi. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.