Vísir - 22.10.1934, Blaðsíða 3
V ISIR
Veðrið í morgun:
Hiti í Revkjavik 5 stig', ísafirði
2, Akureyri 2, Skálanesi 4, Vest-
mannaeyjum 3, Sandi 3, Kvígind-
isdal 2, Hesteyri o, Gjögri 2,
Blönduósi 3, Sig'Iunési 1, Raufar-
höfn 3, Skálum 3, Fagradal 3,
Papey 4, Hólum í Hornafirði 5,
Fagurhólsmýri 7, Reykjanesi 3,
Færeyjum 10. Mestur hiti hér í
;gær 5 stig, minstur — 3. Yfirlit:
Djú)) lægð milli íslands og Skot-
lands á hreyfingu norða'ustur eftir.
Horfur: Suðvesturland, Faxaflói:
Norðan stormur. Úrkomulaust.
Breiðafjörður, Vestfirðir: Norðan
■og norðaustan stormur. Snjókoma
•eða slydda. Norðurland, norðaust-
urland, Áustfirðir: Norðaustan
stormur eða rok. Rigning eða
slydda. Suðausturland : Norðaust-
^an rok. Sumstaðar dálítil rigning.
óo ára
er í dag Jóel S. Þorleifsson tré-
smiöur, Skólavörðustíg 15.
•Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss var á Siglufirði i morg-
un. Goðafoss er á leið til Hull
frá Vestmannaeyjum Dettifoss
kom til Reykjavíkur í dag frá út-
3öndum. Brúarfoss er i London.
Lagarfoss er í Oslo. Selfoss er í
Kaupmannahöfn.
F.s. Súðin
var á leið til Eskifjarðar í gær-
kveldi. Væntanleg hingað um mið-
ibik vikunnar.
Innbrot
var framið í Landssmiðjuna i
uótt og stolið 40 kr. í peningum
^ir skrifborði. Sennilega hefir þjóf-
urinn komist inn um glugga. Skrif-
borðið braut hann upp.
Fiskiþingið.
17. fundur þess verður haldinn
í dag og hefst kl: 4 e. h. Á dag-
skrá eru þessi mál. 1. Fjárhags-
áætlun Fiskifélagsins 1935—36. 2.
umr. 2. Uppsögn norsku samning-
anna. 3. Einkasala á mótorvélum,
atkvgr. 4. Lagabreytingar. 5. Fisk-
sölumál, 2. umr„ nefndarálit.
V. K. F. Framsókn
heldur fund1 annað kveld kl.
i Iðnó uppi. Á fundinum verður
xætt um félagsmál, m. a. um 20
ára afmæli félagsins, sem veröur
•næstk. fimtudag 25. þ. m. Emil
Jónsson bæjarstjóri flytur erindi
á fundinum. Sjá augl.
„Blessuð fjölskyldan“.
Þessi sænska talmynd sem Nýja
Bíó sýnir núna, er tvímælalaust
ein skemtilegasta sænska talmynd-
fn, sem hér hefir verið sýnd. Enda
leika aðalhlutverkin hinir ágætu
leikendur Gösta Ekman og Tutta
Berntsen, sú sem lék Helgu í „Við
sem vinnurn eldhússtörfin." Mynd-
in er gerð eftir gamanleik Gustavs
Esmann, sem er mjög vinsæll i
Danmörku. S.
Bifreiðarslys.
Um kl. 9 í gærkveldi varð bif-
reiðarslys á Hafnarfjarðarvegin-
tim, skamt frá Hraunsholtsbrúnni.
Bifreiðin RE. 847 var að koma
sunnan að og voru í henni menn,
sem voru að koma úr veiðiför. Er
þeir nálguðust brúna sáu þeir tvo
menn koma gangandi á veginum,
og bjóst bifreiðastjórinn við, að
iþei'r (rrtyndi vikja, sem þeir iog
gerðu, en þá kom í ljós, að þeir
höfðu teymt sína kúna hvor og
rann bifreiðin á þær báðar. Urðu
þær fyrir svo miklum meiðslum,
að það ráð var tekið að skjóta þær
þegar. — Kýrnar voru nýlega
keyptar á uppboði, sem haldið var
hér í bænum.
Ægir teknr togara.
G.s. ísland
kom til Leith kl. 9 í gærmorgun.
Fer þaðan i dag áleiðis til Kaup-
mannahafnar.
Hafsteinn
kom frá Englandi í fyrri nótt.
Hjúskapur.
S. 1. laugardag voru gefin sam-
an hjá lögmanni ungfrú Borghild-
ur, dóttir Jóns heit. Jónatanssonar
fyrv. alþingismanns, og Þórir
Baldvinsson, húsameistari.
Vélstjórafélag íslands
heldur almennan félagsfund i
Varðarhúsinu annað kveld kl. 19.
Gengið í dag.
Sterlingspund ____...
Dollar...............
100 ríkismörk........
— franskir frankar .
— belgur...........
— svissn. frankar ..
— lírur ...........
— finsk mörk .....
— pesetar .........
— gyllini .........
— tékkósl. krónur ..
— sænskar krónur ..
— norskar krónur ..
— danskar krónur .
Gullverð
ísl. krónu er nú 49,13, miðað við
frakkneskan franka.
E.s. Alden
fer til Breiðafjarðar 25. þ. m. í
stað e.s. Suðurlands. Sjá nánara í
augl.
Heimilisiðnaðarfélag íslands
efnir til tveggja handavinnu-
námskeiða fyrir konur nú fyrir
jólin. Hefst fyrra námskeiðið
mánudag 29. okt. Verður kent að
sauma og gera við ytri og innri
fatnað á konur og börn. Sömuleið-
is að prjóna og hekla. Frú Guðrún
Pétursdóttir, Skólavörðustíg 11A,
sími 3345, gefur allar nánari upp-
lýsingar.
Áheit
á Hallgrímskirkju í Saurbæ, af-
hent Vísi: 10 kr. frá Þ. H.
Tiikynning-
frá ráðuneyti forsætisráð-
herra: Samskotafé vegna land-
skjálftanna 1934: Úr Hörgs-
landshreppi kr. 171.68. (FB).
U. M. F. Velvakandi
heldur fyrsta fund sinn á þess-
um vetri í Kaupþingssalnum ann-
að kveld kl. 9.
Næturlæknir
er í nótt Ólafur Helgason, Ing-v
ólfsstræti 6. Sími 2128. — Nætur-
vörður í Reykjavíkur apoteki og
lyfjabúðinni Iðunni.
Háskólafyrirlestrar á ensku.
Annar fyrirlésturinn verður
fluttur á morgun kl. 8 stundvís-
lega. Efni: Nokkrir enskir þjóð-
siðir.
Útvarpið í kveld:
19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfr.
19,25 Grammófónn: Frönsk lög.
20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30
Erindi: Um jarðskorpuna (Jó-
hannes Áskelsson). 21,00 Tónleik-
ar: a) Alþýðulög (Útvarpshljóm-
sveitin); b) Einsöngur (Ásta
Jósefsdóttir); c) Grammófónn:
Létt lög fyrir hljómsveit.
Norðuríshafsfarið „Fram“.
Oslo, 20. okt. — FB.
Samkvæmt fregnum í blöðun-
um hefir „Fram“-nefndin fall-
ist á áætlun Mowinckels og Lar-
sens um, að koma „Fram“ fyrir
á Bygdönesi við Oslofjörðinn.
Norðfirði 21. okt. — FÚ.
Varðskipið Ægir kom í gær-
kveldi hingað til Norðfjarðar með
enskan togara, Okino frá Grimsby
skipstjóri Adelsson. Togarinn var
tekinn á Þistilfirði.
(Fregn til Vísis í morgun herm-
ir, að talið sé, að um augljóst brot
sé að ræða. —- Réttarhöld byrja
i fyrramálið).
LTtan af landíc
Sauðfjárslátrun. Bráðafár.
Blönduósi 21. okt. — FÚ.
Hér á Blönduósi er slátrun lok-i
ið. Slátrað var rúmlega 25 þús.
sauðfjár. Þar af 21,200 í Sláturfé-
lagi Austur-Húnvetninga. Sauðfé
reyndist mjög rýrt til frálags og
virtist allmikil veiklun í fé. Óvenju
mikið hefir drepist úp bráðapest
þótt alment sé bólusett.
Viðgerð Mentaskólans nyrðra.
Akureyri 18. okt. — FÚ.
Skólameistari Mentaskólans hér
á Akureyri bauð heim til sín kl. 1
í dag blaða- og fréttamönnum í
bænum til þess að sýna þéim skól-
ann og aðgerðir nýlegar á honum.
Þingið veitti í fyrra 10,000 kr. til
utanhúsmálningar á skólanum og
aftur 6000 kr. í ár til annara við-
gerða. Hefir allur skólinn verið
málaður utan, og öll heimavistar-
herbergi 31 tals verið spónlögð
krossviði, og gangar allir málaðir.
Er nú útlit skólans að öllu hið
prýðilegastá, hátt og lágt. Hefir
skólabrytinn, Stefán Gunnbjörn
Egilsson, staðið fyrir aðgerðum,
nema málningu, hana hafa annast
Vigfús Jónsson og Haukur Stef-
ánsson málarar.
Útvarpsfréttir.
Ástralíuflugið.
I.ondon 21. okt. FÚ.
Þegar síðast fréttist, var
breska flugvélin, sem C. W. A.
Scott og Campell Black stýra,
komin lengst á veg i liraðflug-
inu milli Englands og Astralíu.
Hana vantaði aðeins 400 míl-
ur til að ná Singapore. Næst
henni var liollenska farþega-
flugvélin, sem Parmentier og
Moll stjórna, og þar næst ame-
rísk flugvé( undir stjórn Ros-
co Turner og Clvde Pang-
born.
:t Mollisóns-hj ónin voru langt
á undan -— eða því sem nam
fjögra klukkustunda flugi, —
þangað til að Karaclii kom. Þar
skemdu þau undirbyggingu
flugvéíarinnar, og eftir að liafa
fengið viðgerð, lögðu þau svo
af stað, en þá kom ólag' á vél-
ina ,og urðu þau að snúa við
til Karachi aftur.
Önnur liollenska ílugvélin
liefir orðið að skerast úr leik
vegna bilunar, og þrjár smærri
vélar, — ein ensk, ein amerisk
og ein áströlsk, — hafa þurft
að liætta af sömu ástæðum.
Enginn hefir meiðst.
í öðrum flokki er danska
flugvélin, undir stjórn Han-
sens, á undan.
Námuslys.
Berlin í morgun. FÚ.
Nálægt borginni Herne i
Westfalen varð alvarleg námu-
sprenging i fyrrakvöld, og fór-
ust sjö námumenn, en fimrn
særðust. Hinum mönnunum,
sem voru í námunni, hefir ver-
kr. 22.15
— 4.48
— 180.71
— 29.76
— 105.01
— X46.79
— 39.00
— 9-93
— 62.27
— 305.06
— I9'!3
— 114.36
— 111.44
— 100.00
gnui
Ávalt fyrirliggjandi birgðir af veggfóðrunarstriga 55
(olíulausum) við lægsta heildsöluverði.
Ennfremur þéttur strigi til húsgagnafóðrunar.
MÁLARINN. I
HlllillllllllllilSIIIIIIIIIIillKlllllliUlilllllílllllIIIIKIIIKIIKIIilllHi
ið bjargað, og er þyi engin
frekari hætta á ferðum.
Kirkjudeilurnar í Þýskalandi.
London, 19. okt. — FÚ.
Þýska kirkjudeilan veldur nú
kirkjumönnum vaxandi á-
hvggjum i Englandi og annars-
staðar. Ráð lieimsbandalags
evangeliskra kirkna hefir í dag
samþykt ályktun um það, að
biðja Hitler þess, að varðveita
samvisku og trúfrelsi i Þýska-
landi. Evangeliska kirkjan í
öðrum löndum styður þann
hluta þýsku kirkjunnar, sem
hún telur vera að heyja stríð, til
þess að halda við grundtallar-
kenningmn kirkjunnar, segir i
áskoruninni, og ennfremur að
evangelisku kirkjurnar muni
beita sér gegn þvi, að guðfræði-
legum grundvelli þýsku kirkj-
unnar sé breytt til þess að láta
hann þoka fyrir átrúnaði
fornra germanskra ættbálka.
London í niorgun. FÚ.
Klofningurinn i evangelisku
kirkjunni í Þýskalandi er nú
alger. I dag var sofnuð Alþjóða
sýnóda þýsku evangelisku
kirkjunnar, undir forustu
Kochs biskups, og gefin út yf-
irlýsing að loknum stofnfundi.
Þar segir meðal annars: „Með
þvi að kenning Dr. Miillers:
„ein kirkja, eitt riki, ein þjóð“,
hefir verið sett í öndvegi fyrir
kenningargrundvelli evangel-
iskrar kirkju, og kirkjan þann-
ig hefir verið fengin stjórnar-
völdum þessa lieims í liendur,
stofnum vér á alþjóðar-sýnódu
þýskrar evangeliskrar kirkju,
nýjan félagsskap kristinna
safnaða.“ Þá er sagt, að stjórn
hins nýja félagsskapar krefj-
ist þess af öllum prestum evan-
geliskrar kirkju, söfnuðum
hennar og' safnaðarráðum, að
þeir neiti að lilýða skipunum
Ríkiskirkjunnar. Ennfremur
var samþykt, að neita að
greiða kirkjuskatta, frá 1. nóv.
að t-elja, þar til ríkisvöldin við-
urkendu hinn nýja kirkjulega
félagsskap.
Hitler, Hess og dónrsmála-
ráðherrann áttu í dag fund
með sér, til þess að ræða um
þetta mál, en engin yfirlýsing
var gefin út að þeim fundi
loknum.
Það átti að staðfesta dr. Múl-
er í embætti sínu sem Ríkis-
biskup næstkomandi þriðju-
dag, en óvist þykir nú, hvort
það muni verða gert.
Atvinnutekjur hækka í
Þýskalandi.
Berlín 20. okt. Fú.
Reinhardt, ríkisritari í þýska
f j ármálaráðuney tinu, skýrði
frá þvi i ræðu i gær, að á tíma-
bilinu frá 1. mars til 1. sept.
liefðu atvinnutekjur manna í
Þýskalandi verið alls 15%
hærri en á sama tíma í fyrra.
Á þessum 6 mánuðum hefðu
þvi, sagði hann, skattskyldar
tekjur verið 8 inilj. marka hærri
en sömii 6 mánuðina árið 1933.
Reiðhjðlaiogtir.
LUCAS,
BOSCH,
MELAS,
BERKO og fleiri teg.
Nýjustu gerðir fyrirliggj-
andi í mestu úrvali hér á
landi.
Dynamólugtir kr. 3,25.
Battarí og vasaljós i
feikna miklu úrvali ávalt
fyrirliggjandi.
Heildsala. Smásala.
Fálkinn,
Laugaveg 24.
Gððir 00 ddýrir
svampar, mai’gar tegundir. r—»
Tannkrem og tannburstar, fjöl-
breytt úrval.
Rakkústar, raksápur og rak-
krem, margar tegundir.
Hvílið angon
LátiS „refraktionist“ okkar áthuga
sjónstyrkleika á augum yðar.
Allar rannsóknir framkvæmdar á
fullkominn og nákvæman hátt.
RANNSÓKNIN ER ÓKEYPIS!
„Refraktionist“ okkar er til við-
tals daglega frá kl. 10—12 og 3—7-
F.A THIELE
AUSTURSTRÆTI 20.
Von Kluck látin.
» Berlín 20. okt. FÚ.
Von Kluck hersliöfðingi, einn
af kunnustu hershöfðingjum
Þjóðverja í heimsstyrjöldinni,
andaðist i Berlin í gær, 88 ára
að aídri. Von Kluck tók þátt í
slríðinu 1870—71, gegn Frökk-
um, og var þá sæmdur járn-
krossinum. Árið 1914 var það
liann, sem stjórnaði fyrstu inn-
rásinni í Frakkland, og það
voru sveitir úr riddaraliði hans,
sem kornust næst Parísarborg
á fyrstu mánuðum striðsins.