Vísir - 13.11.1934, Side 3

Vísir - 13.11.1934, Side 3
Umbúðapappír, allar stærðir, nýkominn. Landsmálaíélagið Vörðnr heldur fund í Varðarhúsinu í dag kl. 8l/2 síðdegis. Umræðuefni: Samvinna fólksins í sveitum og kaupstöðum. Frummælandi: Jón Pálmason alþingism. frá Akri. Allir jSjálfstæðismenn velkomnir. STJÓRNIN. um þessi efni, liafa verið send- ir menn héðan að heiman ti) þess að annast þær. Öllum flokkum liefir hingað til verið jafn augljós sii nauðsyn. Og þó að ágreiningur kunni að vera um það, að altaf hafi vel tekist með þá samninga, þá munu þó engir trúa því í alvöru, að betur hefði farið, ef íslend- ingar liefðu ekki komið þar nærri. Ottinn við það, að Islend- ingar þurfi endilega að lenda i mannliraki, þegar þeir taka ut- anríkismálin i sínar hendur, er áslæðulaus með öllu. Islending- ar hafa sjálfir annast sin stærstu utanríkismál síðan 1918. En það er ekki nóg. íslcnd- Ingar þurfa að taka öll sin ut- anríkismál í eigin hendur. Þeir mega ekki við því, að utanrík- isrnálum þeirra sé þannig fvrir komið, að aðrar þjóðir hljóti að lita á ísland sem danska ný- lendu. Þeir mega. ekki við því, að l)úa lengur en nauðsyn krefur við það hættulega ástand, að önnur þjóð geti gripið fram fyrir hendur þeirra á sviði ul- anríkismálauna. Af því geta skapasl stórfeldir örðugleikar fyrir lif og afkomu isleiiskrar 'þjóðar. Guðmundur Benediktsson. I Stefán Kr. Bjarnason.l fyrrverandi skipstjóri. Á morgun (miðvikudag) "verður lil moldar borinn Stef- án Kr. Bjarnason, fyrrverand' skipstjóri, sem ]). (i. þ. m. lést að heimili sínu hér í bæ, eftir Jangvinna vanheilsu. Stefán var fæddur i Efsladal i Laugardal þ. 8. apríl 1800, en hingað fluttist hann með for- eldrum sínum fyrir nærri 41 árum og hefir æ verið húsettur Iiér síðan. Stefán hafði sterkan hug á ,að koma sér áfram, er hingað kom, og með einheitni, áræði og dugnaði, tókst honum það. Tók hann að stunda sjó- jnensku og sá hrátt, að dugandi ■sjómönnum mundi mörg tæki- færi opnast, og jafnframt a.ð hann þurfti að mentast í slík- urn fræðum. Fyrir þvi hóf hann nám i Stýrimannaskólanum hér og lauk prófi árið 1896. Sjó- mensku stundaði Stefán svo meðan heilsan leyfði. Var hann lengstuin skipstjóri eftir það, reglu- og stjórnsamur og nýt- inn, án þess að vera smásmug- .legur, og naut hann hins hesta trausts yfirhoðara sinna og vin- sælda þcirra, sem undir liann voru gefnir. Þann 1. ágúst 1893 gekk Stef- án að eiga eftirlifandi konu sína Ingibjörgu Zakaríasdóttur, og eignuðust þau f jögur börn, Sig- ríði, gifta Þorleifi Gunnarssvni hókhandsm., Magnús, heildsala hér í hænum, Stefaníu, gifta Arna .lónssyni verslunarerind- reka, og Hjálmar, skrifstofu- mann. Stefán heitinn lagði, sem fyrr var sagt, aðallega stund á sjó- niensku. Skipstjóri var hann lengsl af á þilskipum og vann við iitgerð Brydesverslunar. bæði hér og í Hafnarfirði. Þeg- ar þilskipaútgerðin lagðist nið- ur, varð liann skipstjóri á mót- orskipum og sótti mörg þeirra lil útlanda á styrjaldarárunum og eins síðar,. og farnaðist altai vel. Sama einbeitni og áliugi ein- kendi Stefán við dagleg störf og kom það einnig 'í ljós hjá honum, að því er tekur til af- skifta af landsmálum. Hann var eindregipn landvarnarmaður, meðan landvarnarflokkurinn var við lýði, en öll síðari ár sín fvlgdi hann Sjálfstæðisflokkn- uin að málum, enda var hann viðsýnn maður og frjálslyndur í stjórnmálum. Talsverðan þátl tók hann í félagastarfsemi, einkum í félagi skipstjóra (Ald- an). Stefán var mjög bóklmeigður maður og átti talsvert af bók- um, sem ekki eru á hvprju strái. Mun hann, er lieldur tók að halla undan fæti, hafa hugað, að liann gæti liafl mikla ánægju af bókunum i ellinni, en þær óskir rættust ekki að öllu leyti, því að sjón hans tók mjög að daprast fyrir nokkurum árum og hann var blindur öll hin síð- ari ár. Átti liann og orðið erfilt um mál, en virtist ekki liafa miklar likamlegar þjáningar. Með Stel'áni Kr. Bjarnasyni er Iiorfinn úr þessum hæ áhuga- sannir og nýtur borgari, einn þeirra mörgu, sem Reykjavik á vöxt sinn og viðgang að þakka. Stefán var jjrúður maður i framkomu, hæglátur og kurt- eis, en jafnframt ákveðinn og þéltur fvrir, drengur hinn hesti í hvívetna og' vinsæll. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 5 stig', Bolung- arvík 4. Akureyri 5, Skálanesi 5, Vestmannaeyium 7, Sandi 4, Kvíg- indisdal 4. Gjögri -|. Blönduósi 4. Siglunesi 4, Raufarhöfn 4, Skál- um 4, Fagradal 5, Papey 5, Hólum í Hornafirði 6, Fagurhójsmýri 5, Reykjanesi 5. Mestur hiti hér í gær 7 stig, minstur 4. Urkoma 5.1 mm. Yfirlit: Lægðin er nú skamt suð- vestur af Reykjanesi og fer mink- andi. — Horfur: Suðvesturland. Faxaflói, Breiðafjörður: Suöaust- an og sunnan kaldi. Rigning öðru hverju. Vestfirðir, Norðurland: Minkandi norðaustan og austanátt. Þíðviðri og .dálítil rigning. Norð- ,austurland : Suðaustan kaldi. Úr- komulítið. Austfirð.ir, suðaustur- land : Suðaustan kaldi. Rigning. Silfurbrúðkaupsdag eiga í dag (13. nóv.) frú Ragn- iieiður Benediktsdóttir og Þor- steinn Einarsson, trésmíðameistari, Holtsgötu 16. Aflasölur. Þórólfur hefir selt ísfiskafla í Cuxhaven fyrir 25,383 ríkismörk. Karlsefni hefir selt bátafisk í % Brétlandi fyrir 1159 stpd. og Andri ivrir 1243 stpd. Meyjaskemman verður leikin í Iðnó annað kveld Lækkað verð. Landsmálafél. Vörður heldiir fund í Várðarhúsinu kl. 8J/2 í kveld. Umræðuefni: Sam- vihna fólksins í sveitum og kaup- stöðum. —- Frummælandi: Jón Pálmason alþm. frá Akri. — Allir < sjálfstæðismenn eru velkomnir á fundinn. Félag vefnaðarvörukaupmanna. Á aðalfundi félagsins, sem ný- lega var haldinn, var stjórnin end- urkosin, en hana skipa: Ragnar Blöndal, form., Jón Björnsson, Sigríður Bjömsdóttir, Arni Árna- son og Axel Ketilsson. Ný ljóðabók. Það mun nokkurn veginn ein- rónia skoðun allra þeirra, sem þektu frú Björgu/C. Þorláksson, aö hún hafi verið ein hin mesta gáfukona. Hún var vísindakona að eðlisfari og hefir ritað bækur um vísindaleg efni, m. a. doktorsrit sitt. er hún varði við sjálfan Par- ísar-háskóla. Mun hún vera eini íslendingurinn. sem doktorsnafp- bót hefir hlotið við þann fræga háskóla. Hún vann og mikið og merkilegt starf við undirbúning og útgáfu orðabókar þeirrar hinnar miklu, sem Sigfús bókavörður Blöndaljiefir saman tekið og gefið út dg hlotið doktorsnafnbót fyrir við Háskóla íslands. — Þetta er öllum kunnugt. Blitt var ekki á vit- orði margra, að frú Björg heitin íengist við "skáldskap. Hún hafði að vísu samið eitt leikrit og gefið út fyrir nokkurum árum, en' ekki var þar mikill skáldskapur á borð borinn, þó að margt væri þar skyn- samlegra athugana um mannlegt líf. —- En nú hefir verið gefin út ljóðabók (Ljóðmæli) eftir frú Björgu að henni látinni. Kvæðin eru ekki merkileg írá sjónarmiði braglistarinnar og líkléga fá eða engin gallalaus að formi. Kostur þeirra er sá, að þar birtast margar fagrar og merkilegar hugsanir. Síð- ast í bókinni er kvæðaflokkur eða leikrit í ljóðum (Jólanóttin. Gönml þjóðsögn. Notuð sem táknrænmynd, er sýni baráttu andstæðra eiginda mannssálarinnar í nútið eigi síður en fortíð). — I þessuih ljóðaflokki eru ef til vill sutn bestu ljóðin, að því er til formsins tekur. Og margt er þar spaklegra hugsana. — ísa- foldarprentsmiðja er útgefandi bókarinnar og hefir vandað til út- gáfunnar. Vilh. Finsen, fulltrúi íslensku rikisstjórnar- innar í Noregi, var meðal farþega á Lyru. Hjónaefni. Siðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guörún Þorsteinsdóttir, verslunarmær, Grettisgötu 44A, og Njáll Guðna- son í Garðahverfi. Matreiðslunámskeið. Næstkomandi mánudag hefjast matreiðslunámskeið hér í bænum, í Vallarstræti 4, eins og auglýst hefir verið. Verður þar hægt að fá tilsögn i öllum matartilbúningi og bökun. Margar stúlkur og konur eiga erfitt með að taka þátt i þeim á hverjum degi, Og hefir bláðið ]>ví verið beðið að g'eta þess, að í einum flokki fer kensla íram að- eins annan hvern dag. Sýningar- kensla fer frant á kveldin frá kl. 8—10. Þær. sem ætla að taka ])átt i einhverju ])essara námskeiða.ættu að sækja sem allra fyrst. E.s. Lyra kom frá útlöndum í nótt. Meðal farþega voru Jóhannes Sigurðsson, frú Nielsen o. fl. Dýraverndunarfélag íslands. H lutavelta Dýraverndunarfé- lagsins á sunndagskveldið hófst kl. 2. og var lokið laust fyrir 12. Á hlutaveltunni voru margir góðir munir, og sumir veromiklir. Hinn sérstaklegá auglýsta drátt, matvör- ur fyrir talsvert á annað hundrað krónur. hlaut Svcinn Ólafssön, Lækjargötu 10B. Allir munirnir sem á hlutaveltunni voru, seldu^t. Og jafnvel þótt drátturinn að lok- um væri seldur við lækkuðu verði, hefir Dýravemdunarfélagið vænt- anlega hagnast nokkuð á hluta- veltunni. Það ber og gleðilegan vott um skilning bæjarbúa á mál- um félagsins, hve mikla velvild þeir sýndu ])essari viðleitni þess til aö afla sér fjár. Kom velvild bæjarmanna bæði fram í mjög al- mennum gjöfum til hlutaveltunnar og því, hve margir sóttu hana. E.s. Hekla fer héðan í kveld eða nótt áleið- is til útlanda. Hreinn Pálsson syngur í Nýja Bió annað kveld kl. /Jú. Páll ísólfsson aðstoðar. — Síðast. er Hreinn Pálsson söng. urðu margir frá að hverfa, og verð- ur Nýja Bíó vafalaust fullskijrað á söngskemtun hans annað kveld. Málverkasýning Sveins Þórarinssonar og konu hans, Kirkjutorgi 4, verður opin alla þessa viku og næsta sunnu- dag kl. 10—9 daglega. Skip Eimskipafélagsins. Brúarfoss kom aö vestan og norðan í gærkveldi. Fer héðan í kveld áleiðis til útlanda. Selfoss er á útleið. Gullfoss fór frá Leith í morgun áleiðis, hingað til lands. Goðafoss fór héðan í gærkveldi áleiðis vestur og norður. Dettifoss íer frá Hamborg annað kveld. Lag'- arfoss var á Reyðarfirði i morgun. E. s. Súðin kom til ísafjarðar í dag. Áskorun til útvarpsins. Á morgun, miðvikudag, fer fram í London knattspyrnukappleikur milli úrvalsliðs Englendinga og ítala. — ítalir unnu í vor, sem kunnugt er, heimsmeistaratitil F. I.F.A., sem er alheimssamband áhugamanna, i knattspyrnu, og eru ])vi heimsmeistarar. — Lið Eng- lendinga mun eingöngu verða skip- að atvinnumönnum. Þeir eru að á- liti fjölmargra er vit hafa á, bestu knattspyrnumenn heimsins. en hafa þó ekki enn viljað taka ])átt i heimsmeistaramótinu. — Biöa nú íþróttavinir um allan heim með óþreyju frétta af þessum leik, til að fá úr því skorið, hverjir séu i raun og veru bestir, og skora eg hér með á Útvarpið, að skýra hlust- endum frá kappleiknum annað kveld og úrslitum hans. Fréttir af honum er hægt að taka frá öll- um útvarpsstöðvum Bretlands kl. 5 annað kveld og National-stöðv- unum kl. 8. H. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Simi 2234. — Næt- urvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 28. okt. til 3. nóv. (i svigum tölur næstu úiku á undan) : Hálsbólga 43 (39). Kvef- sótt 50 (46). Iðrakvef 15 (15). | Taksótt 1 (o); Skarlatssótt 2 (2). 1 Munnangur 5 (2). Heimakoma o (1). Hlaupabóla 1 (o). Stingsótt 1 (o). Mannskjt 3 (n). — Land- læknisskrifstofan. (FB). Farsóttatilfelli voru 1252 talsins á öllu landinu í októbermánuði, þar af 537 í Reykjavík, 247 á Suðurlandi, 167 á Vesturlandi, 195 á Norðurlandi og 105 á Austurlandi.* Kvefsóttar- tilfellin voru langsamlega ílest eða 547. þar næst kverkabólgutilfellin 1369). þá iðrakvefs (188), skar- latssóttar (62), munnangurs (26), kveflungnabólgu (14), taksóttar (I3) o. s.frv. Skarlatssóttartilfellin voru sem hér segir: 10 í Reykjavík, 1 i Grímsneshéraði, t í Keflavík- urhéraöi, 7 i Hafnarfirði, 5 í Ólafs- vikurhéraði,-7 í Dalahéraði, 18 í Þingeyjarhéraði, 2 í ísafjarðarhér- aði, 5 í Akureyrarhéraði, 4 í Vopnarfjaúðarhéraði. 2 i Reykjar- fjarðarhéraði. Mænusóttartilfelli var 1. í Blönduóshéraði. (Land- læknisskrifstofan. — FB). Gengið í dag: Sterlingspund .......... kr. 22.15 Dollar................ —- 4.4514 IOO ríkismörk ............ — 178.44 — franskir frankar . — 29.42 — belgur .............. — 103.78 — svissn. frankar .. — 144.82 * — lírur .............. — 38.60 — finsk mörk .......... — 9.93 — pesetar ...... —- 61.52 — gyllini .......... . — 300.95 — tékkósl. krónur 1. . —- 18.93 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur . . — 111.44 — danskar krónur , — 100.00 Útvarpið í kveld. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Þingfréttir. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 Er- indi: Starfshættir Alþingis (For- seti samein. ])ings, Jón Baldvins- son). 21,00 Tónleikar: a) Píanó- sóló (Emil Thoroddsen) : b) Grammófónn: íslensk lög; c) -Danslög. Osló 12. nóv. FB. Kunnur Norðmaður látinn. Schöning fyrrverandi póstmeist- ari í Osló og eitt sinn ráðherra lést i dag. 78 ára að aldri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.