Vísir - 13.11.1934, Síða 4

Vísir - 13.11.1934, Síða 4
T VISIR MILDAR OG ILMANDI TEOrAN arec tur r és[ ivarve :na Nýtískn mnnstnr. Skínandi góð verk. Bestu hlutir til tækifærisgjafa, eins og allir sjá. — Best úrval hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmiði, Laugaveg 8. Sími 3383. Tli Signrjöns Pétnrssonar ÁlafossL HeyrSi’ eg’ undinn hnjóö a5 þér heimsku bundinn þáttum. Geðs um sundin gremjan fer, grefur undan sáttum. Þrýsting' fasta þanka líns þæg'ða gnast í línu. Ýf'Sust rastir anda míns undir lasti þinu. » Hreysti-mála hugsun þín hvetur stál í barmi, þó meö tál i tónum sín tirjusálir jarmi. Vilja þann er veit aö sól vi'öhorf manna smáir, því í sannan sóma-stói sækja grannar fáir. 1 Drenglund þín og dáða safn dregur sýn aö blómum; á þeim línum er þitt nafn efst og — skín í hljómum. Lífs viö ról i lengd og bráö, — last þó fólin hvíni — um þinn stól og alt þitt ráö auðnu sólin skíni. s Jón frá Hvoli. tJtvarpsfréttir. Smuts flytur ræðu um jafnrétti Þjóðverja. Londón 12. nóv. — FU. Smuts herforingi hélt i dag ræöu um alþjóöastjómmál. Hann mælti eindregiö meö því aö veita Þýska- landi algert jafnrétti við önnur lönd. Hann taldi aðalófriðarhætt- una í Evrópu felast í þeirri niður- lægingu sem Þjóöverjar hefðu orö- ið að þola vegna Versalasamning- anna. „Hva'öa skoöun sem maður annars kann að hafa á stefnu Nas- ista, og hversu mikla óbeit seiti maöur kann að hafa á þeim atburð- um, sem undanfarið hafa gerst i Þýskalandi, þá verður rnaður aö sýna Þjóðverjum þá sanngirni, aö viðurkenna jafnréttiskröfur þeirra. Sjálfur álit eg, að á þann hátt verði best vegið að rót Nasismans.“ Óánægja rússneskra stúdenta. Berlín 12. nóv. FÚ. Stúdentar við rússneska háskóla hafa 'nýlega kvartað yfir því við ráðstjórnina, að húsakynni í smn- um skólunum væru léleg og illa hituö, og kenslukraftarnir ófull- nægjandi. Ráðstjórnin hefir skip- a'ö nefnd til aö rannsaka máliö, og hefir sét nefnd lagt frani tillögur til umbóta. Norskar loftskeytafregnir. Osló 12. nóv. FB. Skipi, sem var talið af, bjargað. Eimskipið Hauglund frá Hauga- sundi, sem menn ætluðu aö hefði farist í Noröuríshafi, var bjargað af rússnesku skipi. Bráðabirgða- viðgerð á Hauglund, sem var orð- ið mjög lekt, fór frant í rúmsjó, og var það því næst dregið til Arkangel. Osló 12. nóv. FB. Hafnarverkfall yfirvofandi í Bergen. Seinustu fréttir af hafnarverka- mannadeilunni í Bergen em þær, að sáttasemjari ríkisins, Clausen, , sem hefir átt tal við báða aöila, um lausn deilunnar, hefir borið fram málamiðlunartillögur, og far- ið fram á svar fyrir næstkomandi föstudag. $ TAPAÐ-FUNDæJ Lás af liaglabyssu liefir iap- ast frá Öskjuhlíð að Fossvogi. Skilist á afgreiðslu Vísis. (288 Skólataska tapaðist á Bræðra- borgarstígnum í gærmorgun. Finnandi vinsamlega beðinn að skila henni á Bræðraborgarstíg 21 B. (297 Osló 12. nóv. iFB. Oxfordhreyfingin. Leiðtogunum tekið með virktum í Noregi. Leiðtogar Oxfordhreyfingarinn- ar eru nú i Noregi og hafa undan farna daga haldiö marga fundi í Osló. Meðal ræðumanna hafa verið Hambro forseti, Ronald Fanger rithöf., Frederik Rann ritstj. o. fl. I gær var fuhdur haldinn með yf- irforingjum í hernum og var Ólaf- ur ríkiserfingi þar viöstaddur. Höfuðleiðtogi hreyfingarinnar, Frank Buchman, hefir, gengiö fyr- ir konung. | YINNA | Reglusainur ungur maður 15—18 ára óskast í vetur í grend við Reykjavík. Upph Vesturgötu 53. (291 2 stúlkur taka að sér þvottti og hreingerningar í búsum. — Sími 4164. (289 Píanóleikari óskast til að spila á kaffihúsi út á landi. Uppl. gefur Jónatan Ólafsson, Framnesvegi 58, niðri, milli kl. 71/2—8 Ú2. (286 Regnhlifar teknar til viðgerð- ar. Rreiðafjörð. Laufásvegi 4. \ (1049 „SOREN“ PERMANENT. Pantið tíma fýrirfram. Simi 4784. Hárgreiðslustofan Lauga- veg 11. (1261 Ráðskona óskast vestur á land á gott sveitaheimili. Uppl. Skerjafirði, Góugötu 2. (310 Duglegur maður vanur bíl- keyrsiu og allri algengri vinnu, óskar eftir atvinnu, Tilboð merlct: „Duglegur“ leggist inn á afgr. blaðsins sem fyrst. (300 Það er ekki sama hvar þér fáið Permanent. Carmen gerir vandlátustu viðskiftavini á- nægða. — Hárgreiðslustofan Carmen, Laugaveg 64. (299 Öska eftir árdegisvist. Uppl. Lindargötu 8 E, eftir kl. 3. (296 Stúlka óskar eftir þvottum, lireingerningum, skrifstofu- þvottum eða morgunverkum. A. v. á. (295 Ung stúlka óskast nú þegar til Ivristins Ólasonar bifrstj., Mímisvegi 6. (311 Góð stúlka óskast strax allan daginn, Uppl. á skósmíðaverk- stæðinu Vesturgötu 51. Guðjón Þórðarson. (312 | HÚSNÆÐI | Lítið herbergi með sérinn- gangi óskast strax. Tilboð merkt: „Litið“, sendist Vísi. — (290 Agæt rúm fyrir ferðafólk og aðra, fást á Hverfisgötu 32, fyr- ir eiua krónu rúmið. (232 Fólk, sem ætlar að gifta sig strax, getur fengið ágæta íbúð. Tilboð merkt: „Austurstræti“ sendist Visi. (307 2 ’stúlkur óska eftir herbergi. Fyrirfram greiðsla. Uppl. í síma 1414 eftár kl. 7. (301 Tvær góðar stofur og eldliús óskast nú þegar eða um mán- aðainót, má gjarnan vera vest- an við bæinn. llppl. í síma 3064. (302 Ungur, einhleypur maður óskar eftir herbergi ásamt ljósi og liita i Vestur- eða miðbæn- um. 4’ilboð merkt: „X“ sendist Vísi fyrir 15. þ. m. (29S 1 stofa óskast. Uppl. í síma 3585. (308 K.AUPSKAPUF | Notað píanó, í góðu standi, tii sölu. Uppl. í síma 2078. (293- Barnavagn til sölu. Uppl. í sima 2147. (294 " Rauðar plussmublur til sölu og borð með tækifærisverði, Klapparstíg 40, uppi, eftir kl. 6. (292 Góður reiðhestur, 6 ára, tíl sölu vegna burtflutnings eig- anda. Verð 150.00 kr. A. v. i. (287 Höfum fengið nýja tegund af permanentolíu, sem tekur jafn- vel alt liár, litað, grátt, gróft og fínt. Carmen, Laugavegi 64. Simi 3768. (Hornhúsið við Vitastig). (227 Singer saumavél, 2barnarúmr rúmstæði með fjaðrabotni, dí- van, vaskur, og 1 undirsæng tií sölu með tækifærisverði á Grettisgötu 8. Sama stað vant- ar til leigu 1 herbergi og eld- hús. (273 Útvarpstæki (raftæki) meo rafgeymi óskast kevpf strax. A. v.. á. (300 Barnavagn til sölu. Gretlis- götu 11. (300 Smoking i ágætu standi tif sölu og sýnis á Smiðjustíg 4. Verð 50 kr. (305 Kaupið ekki óvandaða o g endingarlitla legubekki, heldur vandaða og' sterka bólstraða legubekki i ÁFRAM, Laugaveg 18. * (303 Mótatimbur (sleyputimbur) óskast til kaups. Uppl. á Njáls- götu 71, uppi. (313 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. MUNAÐARLEYSINGI. ana,“ sag'öi herra Rochester, „að láta aöra hjálpa mér eöa stjana við mig, en nú held eg að skoðanir mínar sé að breytast í því efni. Það verður áreiöanlega mikill fögn- uöur fyrir mig, að fá að njóta umhyggju þinnar og ást- ríkis. — Þú ætlar þá að vera hjá mér allar stundir, Jane?“ „Já. — Þangað til dauðiim skilur okkur.“ „Þá er ekki eftir neinu að bíða. Við látum gefa okkur saman þegar í stað.“ Hann var bráðlátur, eins og krakki og fullur áhuga. — „Við verðum að. satneinast að fullu á þessum degi. Eg fæ konungsleyfi og svo förum viö til prestsins.“ „Herra Rochester,“ sagði eg. „Vi'ð höfum setið hér lengi.- — Pilot er orðinn svangur og farinn heim. — Lofið mér að sjá úri'ð yðar. Eg kann þvi betur, að vita hvað tímanum líður.“ Hann rétti mér úrið og rnælti: „Geymið þaö, Jane nú og æfinlega. Eg hefi þess engin not framar.“ „Klukkan er langt gengin fjögur,“ sagði eg. — „Við höfum setið hér lengi. — Og nú förum við í matinn!“ „Við giftumst aö þrem dögum li'önum, Jane. — Þá . verður þú frú Jane Rochester!“ „Hamingjusamasta kona undir sólunni!“ svara'ði eg •og við stóðum upp. „Yndislegasta konan að minsta kosti,“ svaraöi hann og rétti mér hönd sina. Eg bar hönd hans að vörum mér og kysti hana. — Eg fann að nú var æfistarfið hafið og hamingja mín var mikil.---------- Við Iögöum af stað heimleiðis og fórum tómlega. XIII. Hjónavígslan fór fram í kyrþei og án fjölmennis. — Engir voru viðstaddir, nema brúðhjónin aö sjálfsögðu, klerkurinn og meðhjálparinn. — Þegar við komum heim frá kirkjunni fór eg út í eldhúsið til Mary. Hún var þá að fást við miðdegisverðinn. — John karlinn, maður hennar, sat þar á kassa og brýndi hnífa. — „Mary,“ sagöi eg. — „Við herra Rochester komum beina leið frá prestinum. Hann gaf okkur saman fvrir lítilli stundu.“ Þetta voru stórtíðindi í mínum augum, eins og aö líkúm lætur, en Mary gerði ekki annað en horfa á mig. Henni fanst bersýnilega ekkert til urn þessháttar athöfn. „Já — aldeilis! — Það mátti ekki rninna kosta!“ Hún tók til verka sinna á ný og mælti ekki orö frá- vörum. Eg skildi ekkert í því, a'ð konan skyldi geta tekið Jæssu með þvílíkri ró og kulda. — Eg mundí ekki eftir ]>ví þá í svipinn, að Mary var allra kvenna rólyndust og lét mjög sjaldan á því l>era, hvort henni líkaði betur eða ver. En John hætti að brýna hnífinn, sem hann hafði í höndunum og ljómaði allur af gleði. „Eg-vissi það alt af, að svona hlyti það aö fara að lokum,“ sagði karl. „Þið geti'ö svei mér haft gaman hvort af öðru — og sannið þér bara til, ungfrú Jane I Það er hreint ekki svo bölvað, aö hafa karlmann í bólinu hjá sér! — Og nú segi eg:'Til hamingju, Jane — mik- illar hamingju, meira að segja!“ Hann tók hönd mína og þrýsti hana mjög alú'ðlega. „Kærar þakkir, John,“ sagði eg. „Herra Rochester bað mig að afhenda ykkur hjónunupi þetta lítilræði.“ Eg rétti karli fimm sterlingspunda seðil og hraðaöi mér inn í stofuna, áður en þau höfðu ráðrúm til þess. að þakka mér fyrir eða hiðja mig að skila þakklæti til herra Rochesters. Skömmu síðar átti eg leið fram í eldhúsið. Eg hikaöi, er eg varð þess áskynja, að þar var verið að í'æða um »úg. „Þaö var skynsamlega gert af húsbóndanunx. svo sem við mátti búast, að vera ekki að tvínóna viö þaö. Þaö segir sig sjálft, að hann á bágt tneð að vera kvenmanns- laus — af, ýmsum ástæðum. — Ójá —það er eins og

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.