Vísir - 18.11.1934, Qupperneq 3
Takið eftirl
Allar þær dömur, sein láta sér ant um aö kjólar, kápur
og dragtir fari vel, láta eingöngu sáuma fyrir sig á Njálsgötu
13 A. — Einnig byrjar saumanámskeiö þann 20 þ. m. kl. 8—
10 eftir hádegi.
Allar nánari upplýsingar á saumastofunni.
Sóley S. Njapdvik
saumakennari,
Njálsgötu 13 A.
HuFdarhúnap
fyrir inni- og úti-dyr.
Ný patentfesting.
Verslunin Brynja
ljósker
eru best
og’ ábyggilegust.
A/B. B. A. HJORTH & Co.
Umboðsmenn
Þórður Sveinsson & Co.
Nýjustu bækur eru:
Sagan um San Michele eftir Dr. Munthe. (Einhver
allra yndislegasta hók sem til er á íslenskri tungu), h. 13.50,
ib. 17.00 og- 22.00. — Sögur frá ýmsum löndum I. og II. bindi.
(Orval af smærri sögum eftir erlenda höf. Þýðingar eftir mál-
snjalla þýðendur, III. bindi kemur út í vetur), h. 7.50, ib.
10.00. — Sögur handa börnum og unglingum 1., 2. og 3. hefti.
(Ágætar sögur. Síra Fr. Hallgrímsson safnaði, 4. hefti kemur
út í vetur), ib. 2.50. — Davið skygni eftir Jonas Lie. (Eiu
fegursta saga skáldsins í prýðiiegri þýðingu Guðmundar
Kamban) h. 3.80, ib. 5.50. — Tónar I. Safn fyrir harmonium
eftir íslenska og erlenda höf. Páll Isólfsson gaf út, h. 5.50. —
Þrjú píanóstykki eftir Pál Isólfsson, 3.00. Fást hjá bóksölum.
BðkaTersInn Sigt. Eymnndssonar
og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugareg 34.
sorpgreinum sínum, að dr.
Helgi væri jafnvel liættulegur
lífi sjúklinga sinna. Var Gísli
eitt sinn dæmdur fyrir þau
skrif til þyngri refsingar en
annars þekkist liér á landi fyr-
ir samskonar afbrot. Sam-
kvæmt innræti Gísla og siðari
hegðun gagnvart dr. Ilelga og
öðrum, eru eiigar líkur til þess
að hann hafi látið þann dóm
sér að kenningu verða, og væri
það því gersamlega óverj-
aridi ef dr. Ilelgi jafnframt
lækningatilraunum sínum
bæri á Iiorð fyrir sjúklingana
eiturskrif Gísla Guðmundsson-
ar og Jónasar Jónssonar.
I.Q.OF. 3= 11611198 = 8V2O
Dánarfregn.
Látin er í Kaupmannahöfn
15. þ. m. frú Ingeborg Sigur-
jónsson, ckkja Jóhanns heitins
Sigurjónssonar, skálds.
Jíeilsufræðilegt safn.
Á fundi Læknafélags Reykja-
víkur var nýlega samþykt tillaga
frá stjórn félagsins um að verja
ágóðanum af heilsufræ'öilegu sýn-
ingunni, er haldin var í haust, til
þess aö stofna heilsufræðilegt safn.
Er svo ráö fyrir gert, aö þaö verði
undirstaöa að almenningsfræöslu
um heilsufræðileg efni. sem félag-
ið ráðgerir að halda uppi fram-
vegis.
Eagnar Jónsson,
sem aö undanförnu hefir verið
fulltrúi lögreglustjóra, hefir verið
settur sýslumaður i Gullbringu- og
Kjósarsýslu og bæjarfógeti í
Hafnarfirði.
Dánarfregnir.
Þ. 5. þ. m. andaöist aö Höfða í
Glerárþorpi Andrés Kristjánsson,
73 ára gamall. Lifir faöir hans,
Kristján.í Víðigerði, enn þá, 102
á.ra að aldri. — Nýlátinn er að
iNesi í Fnjóskadal Karl Kristjáns-
son, 23 ára að aldri, hinn mesti
dugnaðar- og efnismaður.. Hafði
orðið innkulsa í fárviörinu á dög-
ununi og fengið upp úr því
lungnabólgu, 1 er leiddi hann til
bana. Nýlega er látirin á Oddeyri
Guðbrandur Guðmundsson verka-
maður, 77 ára gamall. er hafði
verið búsettur á Akureyri hálfa
öld, og var vel kyntur maður. —
(ísl. 9. nóv.).
leikfélag Reykjavíkur
hefir nú sýnt gamanleikinn
,,Jej)pa á Fjalli" 10 sinnum við
góða aðsókn og ágætar undirtekt-
ir áhorfenda. Hefir mönnum jiótt
mikið til kojna hinir skrautlegu
búningar og hve vel hefir verið
vandað til leiksins í hvívetna. I
dag verður leikurinn sýndur tvisv-
ar sinnum og' verð aðgöngumiðá
lækkað. Fyrri sýningin' er kl. 3(4
á. nóni og er það einkar hehtugur
sýningartími fyr'ir alla þá. sem illa
eiga heimangengt að kvekli. Síð-
:ari sýningin er kl. 8.
Leikvinur.
í Aðventkirkjunni
prédikar síra O. Frenning í
kveld kl. 8. Ræðuefni: „Hvað er
sannleikur?“ Allir hjartanlega vel-
komnir.
Gamla Bíó
sýnir i kveld kl. 9 kvikmyndina
„Njósnarinn frá vesturvigstöðv-
unum“, Er þetta ein af hinum
stóru kvikmyndum, sem Bretar
liafa gera- látið í seinni tið. Aðal-
hlutverk leika Madelaine Carrol.
Conrad Vekit, sem bæði eru af-
burða leikarar. — Kl. 7 verður
kvikmyndin „Hawai-blómið“ sýnd
og kl. 5 „Hótel Atlantic".
Hreinn Pálsson
syngur i Goodtemplarahúsinu í
Hafnarfirði i kveld kl, Sjú,
(ekki -gærkveldi, eins og stóð í
bæjarfrétt í blaðinu i gær).
Hjúskapur.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af lögmanni Elsa D.-
Jóhannesdóttir og Márus K. Júlí-
usson. Heimili jieirra er á Berg-
staöastræti 9.
Heimatrúboð leikmanna.
Samkomur í dag: Bænasam-
koma kl. 10 f. b. Barnasamkoma
kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl.
8 e. h. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn.
Sámkomur í dag: Helgunarsam-
koma kl. 11 árdegis. Deildarsam-
koma fyrir börn kl. 2 e. h. Úti-
samkoma kl. 4, ef veður leyfir,
annars í salnum. — Iijálpræðis-
samkoma kl. 8. — Söngur og
bljóðfærasláttur. Allir velkomnir.
Samkoma í fríkirkjunni.
Samkoma verður haldin í frí-
kirkjunni annað kveld kl. 8Jú til
minningar um 35 ára afmæli fri-
kirkjusafnaðarins í Reykjavík. —■
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
K. F. U. M. og K. Hafnarfirði.
Almenn samkoma í dag kl. .4(4-
Jóhannes Sigurðsson talar. Allir
velkomnir. -Engin samkoma kl.
8Ú-
Nýja Bíó
sýnir i kveld kl. 9 kvikmyndina
,,Leynifarþeginn“. Er það mjög
skemtilegur sænskur gleðileikur,
sem gerist í skipinu Kungsholm
á lejð frá Gautaborg til New York.
Aðalhlutverk leika Birgit Ten-
groth og Edvin Adolphson. —
„Konungur viltu hestanna“, verður
sýndur kl. 5 (barnasýning) og kl.
7 (alj)ýðusýning).
Áheit
á Hallgrímskirkju í Saurbæ. af-
hent Vísi, kr. 10,00 frá Á. J.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 10 kr. frá A. S. K,,
3 kr. frá P., 2 kr. frá ónefndum,
3 kr. frá S., 2 kr. gamalt áheit frá
S.. 2 kr. frá konu, 3 kr. frá G. L.
J., kr. 2,50 frá S. S.. 10 kr. frá
Á. J.
Betanía.
Samkoma í kveld kl. 8(4. Jólis.
Sigurðsson talar. Zions-kórinn
syngur. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Útvarpið í kveld:
9,50 Enskukensla. 10,15 Dönsku-
kensla. 10,40 Veðurfregnir. 14,00
Messa í fríklrkjunni í Hafnarfirði
(síra Jón Auðuns). 15,00 Erindi:
LTm fóstureyðingar (frú Guðrún
Lárusd.). 15,30 Tónleikar fráHótel
Island. 18,45 Barnatími. Sögur (síra
Friðrik Hallgrímsson). 19,10 Veð-
urfregnir. 19,20 Grammófóhtón-
leikar: Norrænir kórar. 20,00
Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er-
indi: Hvers vegna urðu íslending-
ar strádauða á Grænlandi? (Árni
Óla blaðamaður). 21,00 Grammó-
fóntónleikar : Mendelssohn : Fiðlu-
konsert. Danslög til kl. 24.
„Aulestad“ verður varðveittur
til minningar um Björnson.
Odló, 17. nóv. — FÚ.
Rikið tekur á morgun við
Aulestad, sem verður varðvei*
ur til minningar um Björnson.
Paragnay'berinn
hefir unnið stórsigur í or-
ustu við Bolivíumenn.
London, 17. nóv.— FÚ.
Herstjórnin í Paraguay hefir
í dag gefið út opinbera tilkynn-
ingu um það, að lið Paraguay
hafi unnið stórkostlegan sigur
á Bolivíumönnum við E1 Car-
men, hafi tekið 8 fallbyssur og
7000 fanga og er alt lið Bolivíu-
manna á þessum slóðum á valdi
þeirra.
„Fnr8nflngvél“
og loftskeytastöðvar sem
enginn veit deili á.
Oslo 17 nóv. FB.
Frá Stokkhólmi er símað, að
á mörgum stöðum í Sviþjóð
Iiafi þess orðið vart, að send
voru loftskejdi frá tveimur
stöðvum, sem memi vita ekki
deili á og engar upplýsingar er
að liafa 11111 í alþjóðaskrám um
loftskeytastöðyar. Skey tasend-
ingar þessara tveggja stöðva,
sem báðar eru aflmiklar,
stóðu yfir klukkustundum
saman. Sérj'ræðingar ætla, að
þessar dularfullu stöðvar séu
einhversstaðar á meginlandi
álfunnar norðarlega. Seimi-
lega innihalda skeylin leið-
beiningar fyrir jflugimenn. —
Samkvæmt Dagbladet koma
samskonar fregnir frá Berle-
vaag, þar sem sést liefir til
liinnar dularfullu flugvélar,
sem áður hefir verið getið. —r
Norska liermálastjórnin féltk í
dag tilkynningu um, að Röst
loftskeytastöðin hefði í gær kl.
19,00—19,30 orðið þess vör, að
merkjaskeyti hefði verið send
frá þessum stöðvum, sennilega
til flugvéla. Loftskeydastöðin
Iiefir sent hermálastjórninni
„codc“-skeyti um merkin.
Ú tva ppsf rétti 1*.
—o---
Þjóðabandalagið.
London, 17. nóv. — FÚ.
Fundir þjóðabandalagsráðsins
befjast í Genf næstkomandi
þriðjudag, og eru meðlimir
þess annaðhvort komnir til
Genf eða á léiðinni þangað.
Henderson kemur þangað á
morgun og Antliony Eden lagði
af stað frá Englandi í dag.
Schussnigg
ræðir við Mússólíni.
Schussnigg er staddUr í Róm
og átti í dag langa viðræðu við
Mússólíni. Hann ráðgerir, að
halda kyrru fyrir i Róm fram á
þriðjudag.
Hollendingar hverfa ekki frá
gullinnlausn.
Osló, 17. nóv. — FÚ.
Vegna ummæla um það, að
HoIIendingar liefðu í liyggju að
bverfa frá gullmyntfæti, hefir
því verið lýst vfir í dag, að
þetta sé ekki rétt. Hollending-
ar ælli þvert á móti að lialda
fast við gullið, en ef hinsvegar
verði horfið frá því, að lialda
uppi allsherjar gjaldmiðli um
allan heim, muni Hollendingar
taka það til athugunar, að
breyta sinni mynt, ef hún falli
ekki inn í kerfið.
HongnrgOngnr
I Bandaríkjnnnm.
Hungurgöngumtmnum og lög-
reglunni lendir saman.
Frá New York var símað 31.
f. m., að til alvarlegra óeirða hefði
komið í Ju'emur borgum Banda-
ríkjanna dagi'nn áður, Albany,
Buffalo og Denver, en tvær hinna
fyrnefndu jiessara liorga eru í
New York riki. I Denver meidd-
ust nokkrir menn, þar aí einn lög-
reglumaður, og var honum ekki
líf hugað, er skeytið var sent.
í New York riki lenti lögregl-
unni og hungurgöngumönnum
saman. Voru jieir á leiðinni til Al-
liany, höfuðborgar New York rík-
is, sem stendur ofarlega við Hud-
son-fljót. Tilgangurinn með kröfu-
göngunni var, að krefjast vetrar-
hjálpar. Þáttakendur lögðu af stað
frá New York og við brúna þar
yfir Hudson-ána lenti í blóðugum
bardaga. Úr flokki hungurgöngu-
manna særðust 25—30 menn og
varð að flytja 10 þeirra í sjúkra—
tiús. Eftir framannefndu skeyti, að
dæma, sem er birt í Parísarútgáfu
Chieago Tribune, hafði lögveglan
ráðist á kröfugöngumenn og kann-
ast við j)að, og virðist svo, sem
hún hafi gert það til þess að taka
af jieim vopn. Flandtók lögreglan
nijög marga menn úr flokki þeirra.
— I Buffalo handtók lögreglan unt
fjörutiu merin. sem einnig ætl-
uðu til Albany, i sama tilgangi
og hungurgöngumennirnir frá Ne\r
York.
I Denver, segir í skeytinu. höfðu
verkamenn reist sér virki á göt-
unurn, og hafði margt maima særst
úr liði verkámanna, og 4 lögreglu-
menn. —• Óánægja atvinnuleys-
ingjanna í Denver var sögð byggj-
ast á þvi, að atvinnuleysisstvrkur
þeirra hafði verið lækkaður.
Bretlandsþing hættir störfum í bili.
London 16. nóv. — FB.
Þingi var slitið í dag og kemur
þing saman aftur þ. 20. þ. m. —
1 ræðu konungs, sem lesin var upp,
áður þing'i var slitjð, lét konungur
í ljós þá ósk, að flotamálaumræður
jiær, sem nú standa yfir, mætti
leiða til samkomulags. Ennfremur
lýsti hann ánægju sinni yfir því,
hversu viðskifti hefði aukist að
undanförnu og f járhagur Bretlands
ixitnað. (United Press).