Vísir - 16.12.1934, Page 2
'lllllllllllllllllillllllllllIIIIIIIIIIIHIIjlgll'
VÍSIR
Spilaborð
kosta 10 aðeins
nú | kr. 30,00
Tilvalin jólagjöf.
Lítið í gluggana.
Húsoagnaverslon Kristjáns Síggeirssonar,
Laugaveg 13.
Jólagjafir
kaupið þér bestar og ódýrastar í
Verslunin Goöafoss
svo sem:
Dömutöskur,
Naglaáhöld,
Burstasett,
Seðlaveski,
Peningabuddur,
Púðurdósir,
Púður og Crem,
Allskonar
Laugaveg 5.
Ilmvatnssprautur,
Ilmvötn,
Sa mk væmistöskur,
Silfurplettborðbúnaður,
Eau de Cologne,
Skrautskrín,
Vasagreiður,
Kristalvörur.
Sími 3436.
Heimdalliip.
Skemtiiund
heldur felagið sunnudaginn 16. þ. m. kl. 9 síðd. (í kvöld) i
Oddfellowhúsinu.
Til skemtunar verða:
Ræðuhöld, söngur og dans.
Aðgöngumiðar á kr. 2.75 (kaffi innifalið) verða seldir í
dag frá kl. 2—7 í skrifstofu félagsins í Varðarhúsinu. —
Sími 2774.
Allir Sjálfstæðismenn velkomnir meðan húsrúm leyfir.
STJÓRNIN.
Bkkeít heimiii
án |ólagrreixi&
Fallegri og ódýrari en nokkru sinni fyrr.
BLOM OG ÁVEXTIR.
Kærkomnar
jólagjafir:
Regnhlífar. Kjólasilki.
Hanskar. Silki-undirfatnaður.
Vasaklútaöskjur. Ilmvötn o. fl.
; Ásg. G. Gnnnlangsson & Co.
Austurstræti 1.
TIKTNNING.
Samkvæmt 30. grein lögreglusamþyktar Reykjavík-
ur, hafa h jólreiðar verið bannaðar umBankastræti fyr-
f
ir nokkuru. Þeir, sem br jóta gegn banni þessu, verða
látnir sæta sektum.
*
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. desember 1934.
Gústav A« Jónasson,
settur.
Viískiftasamkomulag
milli íslands og Spínar.
Ríkisstjórnir Islands og Spán-
ar liafa með erindum dags. 29.
júní og 16. júlí þ. á. gert með
sér viðskiftasamkomulag ritað
á spönsku, er hér birtist í ís-
lenskri þýðingu:
I. Erindi spúnska utanríkis-
málaráðuneytisins.
Utanríkismálaráðuneytið.
No. 21.
Madrid, 29. júní 1934.
Hátlvirti herra.
Með skírskotun til yfirstand-
andi samninga, i þvi skyni, að
komast að samkomulagsniður-
stöðu þess efnis, að um leið og
Íslandí verður áætlaður skamt-
ur af innflutningsmagni á salt-
fiski til Spánar, -hljóti Spánn
gagnkvæm lilunnindi fyrir sína
verslun, þá hefi ég þann lieið-
ur að gefa yður til kynna, að
land mitt mundi geta boðið ís-
landi jafn mikinn hluta af
nefndu innflutningsmagni og
svarar til meðaltals af inn-
flútningnum frá Islandi af
nefndri vöru á árunum 1931 til
1933, með þeirri einu hlutfalls-
legu lækkun á þeim skamti,
sem svarar lil þess að af alls-
herjar innflutningsmagninu til
Spánar af nefndri vöru væru
dregin 15%.
Að leyfðum þeim innflutn-
ingsskamti, sem á yfirstand-
andi ári mundi svara til 16,-
603,400 kg., og um leið og
spænska stjórnin veitir alla
mögulega fyrirgreiðslu, að þvi
er snerlir ráðstöfun og útbvt-
ingu þess skamts í öllum 'þeim
tilfellum, þar sem hagsmunir
Islendinga eru samrýmanlegir
þeim reglum, er setlar eru á
Spáni um innflutning á skömt-
uðum vörutegundum, hlýtur
spænska stjórnin að taka ]>að
fram, að um leið og liún gerir
íslendingum þetta tilboð, get-
ur hún engan veginn afrækt
hagsmuni útflutningsverslunar
sinnar við það land, né grund-
vallarreglur viðskiftamála-
stefnu sinnar. Ein þeirra er sú,
að krefjast þess, að þeim gjald-
eyri, sem inn kemur fyrir seld-
ar innflutningsháftavörur. á
Spáni, sé varið með „clearing“
til greiðslu á þeim kaupum,
sem hitt landið gerir á spænsk-
um vörum. Vegna hinna sér-
stöku kringumstæðna íslenska
markaðsins, sem sendinefndin
liefir bent á, vill spænska
stjórnin taka þær til greina og
sleppa tilkalli til greiðslujafn-
aðar við ísland á yfirstand-
andi ári, gegn þvi, að íslenska
stjórnin samþykki þær tillög-
ur, sem liér fara á eftir, og
með þeim fyrirvara, að aftur
kunni að vera gengið ríkt eftir
nauðsyninni á því, áð koma
á nefndum greiðslujöfnuði, ef
reynslan frá þeim tima, sem
samningur sá, er með þessu
stjórnarbréfi er stungið upp á,
verðpr í gildi, skyldi mæla með
því, að svo yrði gert.
í samræmi við þessa afstöðu
spænsku stjórnarinnar, þar
sem hún sýnir islenskum hags-
munurn hina mestu velvild,
óskar hún, að islenska stjóm-
in lýsi yfir eftirfarandi:
I. — Meðan Island nýtur
þeirrar innflutningsheimildar
á saltfiski til Spánar, sem að
ofan er greind, skulu spænsk-
ar vörur á íslaridi njóta bestu
kjara, samanborið við hvaða
annað land sem er, bæði að
því er snerlir innflutningstoll
og aukatolla eða viðbótargjöld
sömu tegundar, skatta eða
bæjargjöld, liafnargjöld og sér--
liver önnur opinber gjöld, þar
með talin þau, er lúta að sigl-
ingum og fiskiveiðum.
II. — Þann tíma, sem nefnd-
ur er í greininni á undan, veit-
ir Island sömuleiðis þau inn-
flutningsleyfi á spænskum vör-
um, sem kunna að vera nauð-
synleg, án þess að þær verði
háðar nokkrum innflutnings-
takmörkunum, sem og einnig
tilsvarandi yfirfærsluheimildir
til útvegunar á erlendum
gjaldeyri.
III. — Spænskum kaupsýslu-
mönnum skal vera frjálst og
heimilt að stunda atvinnu sína
á Islandi, vinna að útbreiðslu
og sjá um sölu á vörum.sín-
um, og skulu þeir einnig hafa
óhindraðan aðgang að hvers-
kyns dómstólum í því landi,
með sérhvert það mál við-
skiftalegs eðlis, er þeir þyrftu
að höfða.
IV. —- , Sömuleiðis nýtur
Spánn yfir sama tímabil hestu
kjara um verndun vörumerkja
og verksmiðjumerkja, og gagn-
kvæmt skal Island vera aðnjót-
andi sömu hlunninda á Spáni.
V. — Á sama hátt og sömu-
leiðis gagnkvæmt skal af
hvoru af landinu fyrir sig vera
viðúrkent gildi uppruna- og
sóttgæsluskírteiná, sem gefin
eru út af hlutaðeigandi yfir-
völdum, að undangenginni af-
hendingu til hvorar stjórnar
fyrir sig á listanum vfir þá að-
ilja eða yfirvöld, sem eiga að
gcfa þau út, og á reglum þeim,
sem skírteini þessi eiga að vera
sniðin eftir.
VI. — Islenska stjórnin geri
nauðsynlegar ráðslafanir til
þes's að vernda í landi sínu
notkun upprunalieitanna á eft-
irfylgjandi spænskum vínum:
.Terez (Xeres eða Sherry), Má-
laga, Rioja, Tarragona, Prio-
rato, Panadés, Alella, Alicante,
Valencia, Utiel, Cheste, Valde-
penas C'arinena, Rueda, Ribe-
ro, Manzanilla de Sanlúcar de
Barrameda, Malvasia de Sit-
ges, Noblejas, -Conca de Bar-
berá, Montilla, Moriles, Man-
cha, Manzanares, Toro, Na-
varra, Martorell, Extremadura,
Huelva og Barcelona.
VII. — íslenska ríkisstjórnin
skuldbindur sig til þess, að er
sett hefir verið á stofn í því
landi einkasala á víninnflutn-
ingi, þá skuli sú stofnun kaupa
á Spáni 80% af þeim horðvín-
um, anísþrúguhrennivínum og
þess kyns drykkjum, sem hún
flytur inn, og að 100% af þeim
kjörvínum (vinos generosos),
sem það land k'aupir, nefni-
lega vín með einkennum Jerez,
Málaga eða Tarragona-vína,
skuli keypt á Spáni. Meðan
einkasala tekur ekki til starfa,
skulu þau ákvæði, sem lekin
eru fram í 2. grein verslunar-
samningsins milli Spánar og
íslands frá 23. júlí 1923, talin
í fullu gildi, að því er vinin
snertir.
VIII. — ísjenska sljórnin
leggur tii við innflytjendur þar
í landi, að þeir kaupi á Spáni
eins mikið og mögulegt er af
þeim vörum, scm þeir nú
kaupa í öðrum löndum og sem
spænskir útflytjendur geta
boðið með því verði og gæðum,
er jafnist á við vörur af öðr-
um uppruna. Meðal slíkra
vörutegunda skulu sérstaklega
nefndir ferskir ávextir, þurk-
aðir ávexlir, hrisgrjón, skó-
fatnaður, baðmullar- og ullar-
vefnaður, prjónles úr baðmull
og ull, fatnaður úr sama efni
og úr silki, jútevefnaður og
j arðyrk j uverkf æri.
Sömuleiðis rannsakar is-
lenska stjórnin, með fullri vel-
vild, þær tillögur, sem henni
berast frá spænsku stjórninni,
í þá átt, að létta undir með
framkvæmd vissra verslunar-
viðskifta.
Spænska stjórnin vonar, að
íslenska stjórnin skilji, að
þessir skilmálar eru ýtrasta
viðleitni hennar og votlur um
liina einlægustu vinsemd lienn-
ar og þar af leiðandi le>Tir hún
sér að vona, að tilboð liennar
verði þegið og að henni verði
tjáð oiiinberlega, að stjórn hins
nefnda, vinveitta lands, sé
samþykk fyrnefndum grein-
um, með stjórnarbréfi undir-
rituðu af þeirri persónu, sem
til þess liefir fengið sérstakt
umboð, og þar sem skulu
standa orðréttar hinar átta
greinar, sem lýðveldisstjórnin
setur sem skilyrði fyrir þeirri
lilutdeild, sem hún veitir ís-
landi i saltfiskinnflutningi sín-
um. —
Treystandi yðar annáluðu
greiðvikni til þess að láta þess-
ar óskir spænsku stjórnarinn-
ar berast í hendur íslensku
stjórnarinnar, gríp eg þetta
tækifæri til að tjá yður, lir.
Ghargé d’Affaires , mínar virð-
ingarfylstu kveðjur.
Samkvæmt umboði.
3. M. Aguinaga.
Hr. Tage Bull,
Cliargé d’Affaires Danmerk-
ur á Spáni.
II. íslenska svarerindið.
Madrid, 16. júlí 1934.
Háttvirti herra.
Með skírskotun til stjórnar-
bréfs no. 21, sem yðar hágöfgi
hefir þann 29. júní 1934 þókn-
asl að senda herra Tage Bull,
hefi eg þann heiður að tjá yð-
ur, með fullu umboði, að ís-
lenska stjórnin fclst liér með
á lilhoð það, er nefnt stjórnar-
bréf hefir að geyma, um að fá
þann skamt af saltfiskinn-
flutnirignum, er svarar til með-
altals af innflutningnum frá
íslndi á árunum 1931 til 193o
með þeirri einu lilutfallslegu
lækkun á þeim skamti, sem
svarar til þess, að af allsherj-
ar innflutningsmagninu til
Spánar af nefndri vörutegund
væru dregin 15%, og þykir
henni það tilboð vera augljós
voltur um góðvilja af hálfu
lýðveldisstjórnarinnar gagn-
vart íslandi.
Einnig felst hún á skilyrði
þau, sem tekin eru fram í
fyrstu til áttundu grein í stjórn-
arbréfi vðar, og Iýsir því ís-
lenska stjórnin yfir eftirfar-
andi:
(Hér er slept liðunum I—
VIII, með því að þeir eru alveg
samhljóða erindi spænska ut-
anríkismálaráðuneytisins, því
sem prentað er hér að framan).
Enn fremur mun íslenska
stjórnin, að svo miklu leyti
sem mögulegt er, taka til greina
allar þær tillögur, sem henni
berast frá spænsku stjórninni
í þá átt, að létta undir með
framkvæmd vissra verslunar-
viðskifta.
' Vegna þess góðvilja, sem
þegar liefir verið sýndur ís-
lenskum hagsmunum, lætur ís-
lenska stjórnin ekki lijá líða,
að láta í ljós þá von, að
spænska stjórnin sjái leið til
þess að auka þann skamt af
saltfiskinnflutningnum, sem
íslandi er i té látinn sam-
Gúmmístimplar
eru húnir til í
Félagsprentsmiðjunni.
Vandaðir cg ódýrir.
kvæmt stjórnarbréfinu, í því
tilfelli, að síðar reyndist ó-
nauðsynlegt að miðla öðrum
löndum öllum þeim afgangi af
aíísherjar innflutningsmagninu
1934, sem íslandi er ekki ætl-
aður, með sérstöku tilliti til
þeirra 15% af allslierjar inn-
flutningsmagninu, sem dregin
eru frá meðalinnflutningi ís-
lendinga á árunum 1931 til
1933.
íslenska stjórnin leyfir sér
einnig að vona, að fari svo, að
endurskoðun hagskýrslna leiði:
í ljós Islandi í hag, að því er
snertir nefndan meðalinnflutn-
ing, Iiærri tölur en þær, sem
getið er til í stjórnarbréfinu,
þá verði mögulegt að auka inn-
flutningsskamt Islands i sam-
ræmi við það, sem nú hefir
lýst verið.
Eg gríp þetta tækifæri til að
votta yðar, liágöfgi mína fylstu
virðingu.
Fyrir Island.
A. Oldenburg.
Hs. hágöfgi J. José Rocha,
utanríkismálaráðherra
o. fl„ o. fl., o. fl.
ÞeRa er liér með gert al-
menningi kunnugt.
í rikisstjórn íslands,
12. desember 1934.
Haraldur Guðmiindsson.
Lassarónar
Siguröar Haralz er skemtileg bók
og betur skrifuö en óskrifuö. —
S. H. hefir lent í mörgn misjöfnu
og í margt komist. — Hann var
einurigis 17 ára, er hann var á
ílækingi þeim um Norður-Spán, ér
liann lýsir. Sennilega hefir hann
veriS bráðþroska og íhugall, og
saga hans her þaö meS sér, aS
hann hefir jafnan reynt aS hafa
vaSiS fyrir neSan sig, þrátt fyrir
alt. Félagsskapur sá, sem hann
lenti í .hefir veriS í lakasta lagi,
drykkjuskapurinn úr hófi, þegar
einhver auraráð voru, og mikill
sultur meS köflum.
Frásögn S. H. er lifandi og ljós.
Lesandinn sér alt, sem hann lýsir,
og rennir grun í fleira, en frá er
sagt. Hispursleysi höf. er mikiS,
lýsingar all-svakalegar meS köfl-
um og þannig frá vandræSunum
og óreglunni sagt, aS ekki gleym-
ist jafnharSan.
En altaf slarkar SigurSur ein-
hvernveginn og óskemdur út úr
öllu draslinu, og er engu líkara
stundum, en aS beinlínis hafi veriS
yfir honum vakaS. — ÞaS er og
skoSun margra, aS maSurinn sé
aldrei einn síns liSs og yfirgefinn,
þó aS honum sé útskúfaS úr marin-
legu félagi, fari sjálfur illa aS ráöi
sínu og sé á beinum glötunarvegi,
aS því er virSist. — Dulin öfl og
góS standi aS baki, ávalt rei'Su-
húin til þess aS líkna og hjálpa,
eftir því sem við verSur komiS.
Sig. Haralz hefir góS tök á því
aS segja þannig frá, aS lesandann
langi til aS vita meira. — ÞaS er
og svo um bók hans, aS menn
íleygja henni ekki frá sér hálf-
lesinni. - „Lassarónar“ munu selj-*
ast vel og höf. mætti gjarnan segja
löndum sínum frá fleiri æfintýr-
um, þeim er hann kann aS hafa
lent í á draslara-árum sínum. —
Þeir, sem lesa „Lassaróna", mundu
lesa næstu bók hans meS mikilli
ánægju.