Vísir - 16.12.1934, Síða 4
VlSIR
Athugið
vörusýninguna
i Járnvepudeild
„FYRST OG FREMST O. J. & K.-KAFFI"!
SEGJA KAUPMENN UM LAND ALT.
„Þa<5 er metnaðar- og
áhugamál mitt, að selja
góðar vörur við vægu
verði/4
„Verslun mín byggir
framtíð sína á því, að
þetta megi takast.“
„En það er erfitt að
sameina þessa tvo kosti,
vörugæði og Iágt verð.“
„ÞVÍ MIÐUR ERU
FÁAR VÖRUTEGUND-
IR SEM HAFA YFIR-
BURÐI I EINS RÍKUM
MÆLI OG
O. J. & K.-KAFFI.
„í 10 ÁR
hafa víðskiftavinir mín-
ir verið sammála um
O. J. & K.-KAFFI.
Engim samkepni hefir
orkað að draga úr vin-
sældum þess.
0. J. & K.
HINUM 5
aHBBanBOBBDnMHBK
yfirburðum var frá upp-
hafi sigurinn vís.
1. Bragðgott (fram úr hófi)
2. Ilmandi.
3. Hressandi.
4. Drjúgt.
5. Nýbrent og malað.
KAFFI!
ei» ársmiði i Mappdrætti Háskóla
íslands 1935.
Ávísanaspj öld fást lijá umbods-
mðnnum.
Á næsta ári verða gefnir út 4|i
112 og a|4 lilutir.
Vinníngar í 10. fl. verða greíddir daglega kl. 2—3: í skrifstofu happdrættisins í
Vonarstræti 4. Eigendur vinningsmiða eru skyldir að kaupa jafnstóran hlut sem
þeir unnu á í 1. fl. næsta ár„ og verður andvirðið, 1 kr. 50 a. fyrir f jórðungs-
miða, dregjð frá vinningnum.
ÁSTIR OG LAUSUNG. 10
að sínna heimboði ungfrúarinnar.“
Caryl þagði. Hann átti enga „litla vinstúlku“,
aðra en Fenellu. — Hann hafði aldrei elskað
stúlku fyt- en nú.
Heinrich lét hann fara úr bátnum hjá Rial-
to. Þaðan ætlaði hann að fara gangandi heim
til sín.
En þegar þeir skildu, mintist Heinrich lið-
inna daga og varð klökkur í hug. — Dreng-
urinn var óneitanlega sonur Sangers, — það
var svo sem bersýnilegt. Og liann var lag-
legur piltur — einstaklega geðslegur. — Já,
það var hann — aumingja strákurinn! — En
dæmalaus kjáni!
Hann sagði: „Ef þér vilduð líta inn til mín,
núna einhvern daginn, þá er ekki óhugsandi,
að eg kynni að geta liðsint yður eitthvað.
Sennilega gæti eg þó að ekki væri meira,
útvegað yður atvinnu, sem yður geðjaðist bet-
ur að en „spilamenskunni“ í kvikmyndaliús-
inu. — Eg er í kunnleikum við ýmsa menn,
sem mér þætti rétt að þér lékið fyrir við
lækifæri. — Hvernig list yður á það? — Það
er ágætt. — Eg liefi skrifað núverandi heim-
ilisfang mitt hérna á nafnspjaldið. — Nei —
nei — ekkert að þakka — eg vil ekki hlusta
á neitt þakkarávarp! — Eg þekti föður yðar,
þegar liann var á líku reki og þér eruð nú.
— Jæja, góðar nætur, ungi maður!“
Caryl var i sjöunda himni. Hann hafði mist
atvinnu sina — tapað fimm hundruð lírum
á viku. En hvað gerði það til? — Ekki minstu
vitund! — Honum datt ekki í liug að vera
að ásaka sjálfan sig fyrir það, að liann hefði
liegðað sér eins og kjáni. —- Var það ckki
einmitt svo, þegar betur var að gætt, að ó-
hemjuskapurinn í eðlisfari hans — þessi litli
neisti, sem liann lá á að jafnaði og bældi
niður, liefði orðið honum til mikilla liagsbóta
í kveld? — Honum fanst enginn vafi á þvL
— Þetta litla atvik, að hann skyldi sleppa sér
nokkur augnablik, hafði lyft undir hann, auk-
iv vonir hans um mikinn frama — aukið
hamingjuvonir hans. Hann liafði ekkert kom-
ist áleiðis með „lieiðarlegu“ striti og þreyt-
andi vinnu í leiðinlegu kvikmyndahúsi. Ekki
eitt einasta hænufet. Altaf lijakkaði hann i
sama farinu. — En nú? Nú hafði hann kynst
Fenellu og Heinrich liafði sama sem hoðist
til að hjálpa honum. — Hann hafði rekist á
hamingjuna, alveg af tilviljun. Og honum
fanst tilveran bjartari og betri en áður —
hamingj udraumarnir meiri.
Og í hjarta hans var söngur — óumræði-
legur fagnaðarsöngur. — „Á morgun —■ á
morgun,“ söng i hjarta hans án afláts.
Hann ætlaði að kaupa hlóm handa Fenellu
— mikið af fallegum blómum. Og liann var,
aldrei þessu vant, ekki lifandi vitund hrædd-
ur við það eða ragur, að nota peninga til þeirra
hluta. — Venjulega sneri hann hverjum pen-
ingi margsinnis i lófa sinum, áður en liann
léti hann af hendi. — En þetta var alt ann-
að. Það var svo sem dálítill munur á því, að
eyða peningum í blóm hnda Fenellu eða þá
hinu, að fleygja þeim út fyrir mat eða tóbak
eða skósóla! — Hann nam staðar á einni
brúnni og sökti sér niður í þungar hugleið-
ingr um það, hvers konar blóm hann ætti að
velja. Það var hreint ekki svo vandalaust.
—- — Og svo fór hann að vella því fyrir sér,
livar liann ætti að lcaupa þau. — Það væri
lcannske reynandi að líta eftir þvi, hvað það
hefði af blómum, fólkið þarna á Ávaxtatorg-
inu.
„Ávaxtatorgið,“ sagði liann i huganum. Hafði
ekki einhver verið að minnast á Ávaxtatorg-
ið i kveld? — Jú, hann liélt það helst. — Og
það var eins og eittlivað leiðinlegt kæmi yfir
liann. — Hvað var það þá? — Best að hugsa
sig um. j— —
Jú, nú mundi liann það alt í cinu. Það var
niaðurinn í bátnum — orðhákurinn.
„Mér þætti fróðlegt að vita, hvort það hcfir
verið Sebastian,“ sagði liann við sjálfan sig.
Og Caryl vonaði, að það hefði ekki verið
hann. Hann liafði enga löngun til þess, að
liitta neitt systkina sj,na, eins og nú stæði, eða
neitt af skyldfólki sínu. — En væri eitthvað
af því á sveimi um þessar slóðir, þá væri svo
sem auðvitað, að hann myndi ekki sleppa.
— Það var föst venja, að það liælti ekki fyrr
en það hefði upp á honum, þegar það væri
á ferðinni.
4. KAPÍTULI.
Það atvikaðist svo, að Heinrich gat ekki
komið þvi við, að lieimsækja fjölskylduna
McClean fyrr en að nokkurum dögum liðn-
um. — Og þegar liann að lokum var á leið-
inni þangað, setlist beygur að lijartanu og
hugurinn gerðisl órór. — Hann var að visu
lítt kunnugur breskum kurteisisreglum, en
liann taldi alveg víst, hvað sem þeim liði og
livernig sem þær væri, að frú McClean mundi
ákæra liann fyrir hirðuleysi gagnvart Fenellu.
— Hann hafði komið nokkurum sinnum á
heimili frúarinnar og virst hún kurteis og all-
vel mönnuð, en þó hálfgerð hégómaskjóða í
aðra röndina. Honum hafði fundist, sem hún
mundi komin öllu liærra í mannfélagsstigan-
um, en hæfði eðlisfari hennar og andlegri
menningu. — Fenella hlaut að hafa erft hin-
ar björtu og léttu gáfur frá föður sínum. Hann
hafði þó ekki gert annað en að hlusta, er Hein-
rich var þar gestur, en honum hafði virst liann
mundu vera gáfaður maður. McClean hlaut
að vera sterkefnaður, því að annarskostar
mundu þau ekki liafa tekið sér bústað i Pa-
lazzo Neroni. Og svo var að sjá, sem þau
þyrftu ekkert að spara og notuðu peninga til
hvers, sem hugurinn girntist. — Dóttir þeirra
liafði fengið gott uppeldi — það leyndi sér
ekki. Hún var kurteis og frjálsmannleg, glöð
og saklaus, eins og barn. Heinrich taldi víst,
að foreldrarnir mundu hafa liug á því, að sjá
henni fyrir merkilegu gjaforði. Þau mundu