Vísir - 29.12.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 29.12.1934, Blaðsíða 2
VÍSIR 'jfDHBÍIfiÍH BEMSDORP Bussum -Holuúio :bcs=s^«u€^=2*<íc ^iðjið kaupmann yðar rnn M&flá£Í®f*p -€^€4X1' BUSSUM - HOLLAND Það er drýgst og best og því ódýrast. Fæst í pökkum með 1/8 og 1/4 kg. og pokum með 5 kg. Heildsölubirgðir. Simi 1234 Frá bæjarstjórnarfundi í gær. Á fundi bæjarstjórnar í gær lagði borgarritari fram frv. aö f járhagsáætlun fyrir Reykjavík ár- ið 1935. Hann skýrði frá því, a'ö þar sem borgarstjóri héldi sig nú inni, aö læknisráöi, vegna lasleika, þá yröi aö fresta framsöguræðu um áætlunina og greinargerð fyrir henni til næsta fundar, en þá von- aðist borgarstjóri til að geta mætt. Borgarstjóri hefði verið búinn að semja drög að áætluninni áður en hann fór utan til að semja um Sogslánið. Þau hefði að vísu ver- ið gerð í flýti sakir þess, hve ferðalagið bar Irrátt að, en sakir tímaskorts nú hefði þó orðið að leggja þau fram án frekari athug- unar- Sú athugun yrði að fara fram á milli umræðna og mætti búast við, að einhverjar breyting- ar yrði að gera á áætluninni vegna þessa og sennilega meiri en ella. Borgarritari sag*öi, að borgar- stjóri hefði beðið sig að vekja at- hygli á hækkun útsvaranna úr 2-374-73° kr. í 3.033.050 kr., F e- hækkunin nemur 650—700 þúsund krónum. Ástæðurnafr til hækkunar- innar eru fyrst og fremst þær, að á næsta ári falla til greiðsln nokk- ur alveg óvenjuleg útgjöld: Iínd- urgrciðsla á atvinnubófalánnm 1934. 230 þús. kr. Greiðsla fyrir landið kringum Nauthplsvík h. u. h. 80 þús. kr. Loks grciðslur til Scl- tjarnarncshrcpps og Kjósarsýsht á- sanit öðruni kostnaði vcgna innlim- unar Skildinganess 80 þús. kr. Eru þetta h. u. 1). 410 þús. kr. Þá eru vmsar hækkanir, sern stafa af stækk- un bæjarins og fólksfjölgun, erfiðu atvinnulífi o. s. frv. Þannig hækkar áætlunin til fátækraframfæris um rösk 200 þús. kr., og er það nú talið (bæði til innansveitar og utan- sveitarmanna) 1.031.960 kr., en þar af er talið, að endurgreiðast muni 127.300 kr., svo að bein útgjöld á þeim lið einum -verða þannig yfir 900 þús. kr. Útgjöld til barnaskól- anna hækka úr 382.890 kr. upp í 487.360 kr., eða um h. u. h. 103 þús. kr., en ]>ar i eru 94 þús. kr. til skólabyggingar þeirrar, sem nú er verið að reisa fyrir Laugarnes- hverfið. Nokkrar umr. urðu um áætlun- ina. Þannig hreyfði Stefán Jóhann ]>ví, að nokkuð litið væri ætlað til atvinnubóta, eða ekki nema 150 þús. kr., þar sem á þvi ári, sem nú er að líða, hefðu verið 450 þús. kr. ætlaðar til þessa, en alls hefðu far- j ið í þenna lið h. u. 1). 700 þús. kr., og hefði þriðjungur þar af komið frá ríkinu. :Skv. íjárlögum ríkisins fyrir 1935 mætti ætla, að hluti Reykjavíkur af atviunubótafé rík- isins yrði 250 þús. kr., og ætti Reykjavík að leggja 500 þús. kr. þar á móti og væri slíkt sönnu nær eu þær 150 þús. kr., sem í áætlun- inni værú, enda væri þar ekki gert ráð fyrir neinu rikisframlagi. Út af þessu benti Jakob Möller á> að þar sem síðasta Alþ'ingi hefði að verulegu leyti svift bæjarfélög- in tekjustofnum sínum með hinni stórfeldu hækkun tekju- og eigna- skattsins, hlyti afleiðingin að verða sú, að útgjöldin fœrðust einnig yfir á ríkið, og þá fyrst og frcmst að á ríkinu lcnti skylda til að halda uppi atvinnubótavinnunni að lang- mcstu Icyti. Það væri því fyrst og fremt vegna skattastefnu þingsins, sem Reykjavík yrði nú að vísa at- vinnuleysingjum til ríkisstjórnar- innar. Og ríkisstjórnin gæti *ekki skorast undan að taka þessi útgjöld á ríkissjóð, meðan hún vísaði bæj- unum ekki á nýja tekjustofna. Síð- asta þing hefði ekki viljað taka þessum afleiðingum af verkum sín- um, en nú ætti þingið aftur að koma saman i febrúar, og hlvti ])að þá að sjá að sér, enda væri nógur tími til stefnu til samninga um þessi mál fram að því þingi og á því. En auk þess yrðu menn að muna það, að á næsta ári mundi Sogs- virkjun hefjast og mundu upp und- ir 250 menn fá fasta atvinnu við hana, en það hlyti að létta mjög á atvinnuleysi hér í l>æ. Loks væri þess að gæta, að skv. áætluninni væri möguleiki til að verja allmiklu meira fé en þessum 150 þús. kr. til atvinnuhóta og ná þannig ríkis- framlaginu, jafnvel þótt ekki feng: ist bíeytmg á hinu óeðlilega lilut- falli milli ríkis- og bæjarframlags. Því að taka mætti á árinu ný lán i þessu skyni, sem samsvaraði þeim 250 ]>ús. kr., sem greiða á upp af atvinnubótalánúm ársins 1934- Hvernig sem á væri litið, væri því ljóst, að fullforsvaranlega væri séð fyrir ])essum málum af hendi bæj- arfélagsins. Síðan var frv. Vísað til 2. umr. með samhljóða atkv. Frv. að áætlun um tekjur og gjöld Hafnarsjóðs Reykjavíkur 1935 var umræðulaust vísað til 2. umr. Azaaa látinn. laus. Madrid 28. des. FB. Hæstiréttur Spánar hefir fyrir- .skipað, að láta lausa Azana, fyrr- verandi forsætisráðherra Spánar, og aðstoðarmann hans, Bello, þar eð það sé ósannað mál með öllu, að þeir hafi átt nokkurn þátt í bylt- ingartilrauninni í október síðast- liðnum. (United Press). Madrid 29. des. — FB. Það hefir vakið fádæma eftir- tekt um gervallan Spán og víðar, að Azana "fyrrverandi forsætisráö- j herra hefir verið látinn laus. Hef- ir þessi atburður valdið miklum umræöum í hægri flokkunum 0g alment er álitið, að hann verði til þess að draga mjög úr áhrifum Gil Robles og flokks hans á stefnu stjórnarinnar og að ekki muni verða tekið nándar nærri eins mik- ið tillit til hans og að undanförnu. Aukaráðuneytisfundur hefir verið kvaddur saman í dag, að sögn til þess að ræða mál, er bíða bráörar úrlausnar. (United Press). Stanley Baldwin ávarpar flokksmenn sína. London 28. des. FB. Stanley Baldwin, aðalleiðtogi breskra íhaldsmanna, hefir gefið út ávarp til íhaldsmanna viðvíkjandi framtíðarstefnu flokksins. í ávarpi þessu kemst Baldwin svo að orði, að ef verkalýðsflokkurinn kæm- ist til valda að afstöðnum næstu almennu þingkosningum, myndi , það leiða til þess, að fjárhags- ástandið i landinu yrði mjög alvar- legt, einkanlega ef flokkurinn framkvæmdi tillögur þær, sem samþyktar voru á þingi hans í Southport. í ávarpinu hvetur Bald- win flokksmenn sína til þess að vinna að því, að mönnum verði ljóst hve hættulegar kenningar socialista séu. (United Press). Mowinekel ræðir ástandið í Noregi í áramótahugleiðingu. Osló 28. des. FB. Vinstriblöðin Uirta í dag grein, sem Mowinckel forsætisráðherra hcfir skrifað. í grein þessari telur forsætisráðherrann, að fjárhags- ástandið muni mega telja betra en í fyrra um þetta leyti. Tilraunir ríkisstjórnar og þings til þess að draga úr áhrifum kreppunnar tel- ur hann hafa borið einkar góðan árangur, atvinnuleysið sé að vísu enn mikið, en það hafi tekist að koma í veg fyrir, að atvinnuleys- ingjum héldi áfram að fjölga. For- sætisráðherra segir ennfremur, að örugt megi fullyrða, að aldrei hafi jafnmargt manna haft atvinnu í Noregi og nú og við sæmileg launakjör. „Ríkisstjórnin," segir hann ennfremur, „er þess fullviss, aö hún hafi hlutverk að vinna til gagns fyrir land og lýð og hún mun ekki fara frá völdurn, nema stórþingið láti í ljós greinilega vilja sinn í því efni. Seinustu at- burðirnir, sem gerst hafa í verka- lýðsflokknum hafa styrkt þá skoð- un mína, að ]>aö sé skylda ríkis- stjórnarinnar að vera áfram -viö völd.“ Frá Saar. Talsmaður nazista vill enga alþjóða-lögreglu í Saar. — Saarbrúcken 28. des. FB. Rikisráðið í Saar kom saman á fund í dag í síðasta sinn áður en þjóðaratkvæðið fer fram. Martin, sem talaði fyrir hönd Deutsche Front, ílutti ræðu og réðist hvass- lega á ])jóðabandalagið og gagn- rýndi þá ákvörðun, að hafa „erlent herlið“ í Saarhéraði. — Af hálfu þeirra, sem mótfallmr eru samein- ingu Þýskalands og Sáarhéraðs, varö Petri fyrir svörum, og lét þess meðal annars getið, að Hitler sjálfur hefði fallist á, að al])jóða- lögreglulið væri haft í Saar, til þess að halda þar uppi reglu, uns þjóðaratkvæðið væri uin garð gengið. (United Press). Rúmenska stjórnin. Endurskipulagning í vænd- um. — Búkarest 28. des. FB. Imandi, ráðherra án umráða yfir sérstakri stjórnardeild, hefir sím- að Tatarescu lausnarbeiöni sína frá París, en þar er Imandi staddur þessa dagana. Talið er, að lausn- arbeiðni þessi sé upphaf endur- skipulagningar rúmensku stjórn- arinnar, er fari fram laust eftir áiamótin. (United Press). Frá Saar-héraði. AtkvæOagreiOsIan í Saar. Er friðurinm í álfunni undip úrslitunum kominn? Að undanförnu hafa bórist hingað margar fregnir um ástandið í Saarhéraði, deilurnar um Saar-málin, og jafnvel spár um það hvernig úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar, sem fram á að fara þ. 13. jam, muni verða. Yfirleilt ganga menn þess ekki duldir, að úrslitin kunni að liafa víðtækar og ef lil vill mjög al- varlegar afleiðingar, og ýmsir stjórnmálamenn liyggja, að það sé undir úrslilunum komið, hvort unt verður að varðveita friðinn í álfunni. En þess er þá jafnframt að geta, að til eru stjórnmálamenn, sem eru þeirr- ar skoðunar, að þótt úrslitin yrði þau, að Saarhérað verði áfram undir stjórn þjóðahanda- lagsins, væri friðurinn ekki trygður lil langframa með því, þar eð Þjóðverjar myndi aldrei sætta sig við annað en að fá Saarhérað á ný og aldrei liætta að berjast fyrir þvi, á einn eða annan hátl, að fá það. En livern- ig svo sem alt fer er vist, að af fáum deilumálum, sem eiga rætur sínar að rekja til heims- j styrjaldarinnar, Iiafa stjórn- málamenn haft aðrar eins áhyggjur og af Saarmálunum. Og það er ekkert efamál, að fari betur en á liorfist um lausn þessara mála, verður það mikill léltir stjórn þjóðabandalagsins og ríkisstjórnum í mörgum löndum. I grein, sem um mál þetla birtist í merku amerísku tíma- riti, er að því vikið, að þegar stjórnmálamenn bandamanna voru að ræða um það, á hvern liátt Þjóðverjar ætti að greiða „styrjaldarreikninginn" hafi lengi framan af ekki verið um Saarhéraðið rætt. En frakk- nesku iðjuhöldarnir liafi, áður of seint var, áttað sig á því, að vert væri fyrir I’rakkland að gera tilkall til kolanámanna, en giskað var á þá, að i Saar væri 12.000.000.000 smálesta af kol- 1 um óunnar. Lloyd George og Wilson voru mótfallnir kröfum Frakka í þessum efnum, er þær | fyrst komu fram. Lloyd George ótlaðist, að það myndi hitna á kolaútfl. Breta, ef Frakkar fengi námurnar, og Wilson að kröf- úrnar bryli í bága við grund- vallarskoðanir sinar um sjálfs- ákvörðunarrétt, en íbúarnir í Saar væri flestir þýskir. Sam- komulag náðist á þeim grund- velli, að Frakkar skyldi fá nám- urnar fyrir námur þær, sem herlið Vilhjálfns keisara eyði- lagði í Norður-Frakklandi, en að héraðið skyldi verða sett undir stjórn þjóðabandalagsins um 15 ára skeið. Þvi næst átti þjóðaratkvæði fram að fara um þetta þrent: 1) Hvort héraðið skyldi vera áfram undir stjórn bandalagsins, 2) livort það skyldi saineinast Þýskalandi, 3) hvort það skykli sameinað Frakklandi. Ef svo færi, að Saarbúar vildi sameinast Þýska- landi á ný áttu Þjóðverjar að lcaupa námurnar af Frökkum og greiða andvirði þeirra í gulli. Verð námanna var þá talið 300—400 milj. gullfranka. Og nú er þess skamt að bíða, að Saarbúar greiði atkvæði um framlið héraðs síns. Alþjóða- lögregla, vel vopnum og tækj- um búin, er komin til héraðs- ins, og á að sjá um, að alt fari friðsamlega fram. Hefir hún fengið mjög vandasamt hlut- verk í liendur, því að undir niðri eru æsingar miklar og þarf fráleitt mikið lil, að óeirð- ir hrjótist út. Er þá mikið undir því komið, að alþjóðalögregl- unni verði viturlega stjórnað og af stillingu og gætni. Þjóða- bandalagið hefir tekið á sínar lxerðar skuldbindingar um, að atkvæða'greiðslan skuli vcra al- gerlega frjáls, leynileg og áreið- anleg, en það kemur margt til greina, sem gerir það afar'erf- itt að láta þjóðaratkvæðið fara þannig fram, að ekki verði al- varlegar deilur út af því. í tímariti þvi, sem um var rætt hér að framan, er gert að umtalsefni hversu Saarhúar eigi erfitt í þessum málum. „Ef Saarbúinn kýs eins og rödd hjartans segir honum — og hjartá hans er þýskt — þá hefir hann í raun og veru sjálfur lagt nazistasnöru um háls sér, og það er lionum ekki að skapi. Ef Saarbúinn greiðir atkvæði með óbreyttu stjórnarfyrirkomulagi brýtur liann í bága við skoðan - ir sínar, scm hann hefir tekið i erfð frá þýskum forfeðrum sín- um, og liann stuðlar að því, að yfirráð héraðsins verði erlend, og það er honum ógeðfelt. Að Saarbúar yfirleitt greiði at- Icvæði með sameiningu við Frakkland kemur elcki til greina, þólt slíkt væri ákjósan- Iegt frá fjárhags- og atvinnu- lifs sjónarmiði“. , Samkvæmt áreiðanlegustu upplýsingum, scm fyrir hendi eru, teljast íbúar Saarhéraðs nú 820.000. Saarhérað er þettbygð- asta svæði álfunnar, ])ví að á hvern ferkílómeter í héraðinu koma 430 menn (í Þýskalandi 134 að meðaltali, Frakklandi 74). — Af hverjum 100 íhúum Saarhéraðs eru 73 rómversk- kaþólskir, um 80 af liundraði eru verkamenn og bændur, 95 af liundraði eru af þýskum ættum. — „Deutsche Front“ í Saar, sem er í raun og veru nazistaflokkur, sem stjórnað er af Hitler og útsendurum lians, hefir nú 480.000skrásetla félaga Ýmsir lelja þessa tölu altof háa og andstæðingar Hitlers hafa líka myndað með sér öflugan félagsskap, m. a. soeislistiskir verkamenn, sem ekki viíja sameiningu við Þýskaland, fyrr en stjórnaröld nazista í Þýskalandi er á enda. Þeir vita það fyrir víst, að félög þeirra verða leyst upp, þegar nazistar verða öllu ráðandi i Saar. Naz- islar segja i haráttu sinni, að Saarbúinn verði 'að velja um það tvent, að vera „Þjóðverji — eða ekki Þjóðverji“, en and- stæðingar nazista, að þeir verði að vélja um livort þeir eigi að ! vera „nazistar — eða ekki I nazislar“. — Það er af ýmsum talið liklegt, að ef Saarbúar leldi líkur fyrir ])ví, að þeir gæti sameinast Þýskalandi sið- ar, ef þeir vildi, myndi þeir sætta sig við lieimastjórn undir eftirlili og vernd Þjóðabanda- lagsins enn um skeið, a. m. k. myndi margir Saarbúar og þcirra meðal allir þeir, sem undir niðri óttast nazistana, hallast að þeirri stefnu. En sein- ast en ekki sísl ber að taka með í reikninginn hin trúarlegu á- hrif í kosningunum, en í lönd- um kaþólskra manna hefir það æ ofan í æ komið í ljós, Iiversu áhrifarík kirkjan er i stjórn- málum. Af þeim, sem ei,'u á kjörskrám, eru hverjir 73 af 100 kaþólskir og helmingur þeirra konur. Ef klerkastéttin í Saar snýst gcgn Ilitler í kosn- ingunum tapar liann fyrirsjá- anlega um 175.000 atkvæðum meðal Saar-kvenna. Þetta er nazistaleiðtogunum í Saar ljóst og þeir hafa lika margt gert til þess að vinna kirkjuhöfðingj- I ana í Saar á sitt band, og bisk- uparnir í nágrannahéruðum Saar hafa beitt Ahrifum sínum fyrir málstað nazisla. — Og loks — beitir stjórn vatikan- rikisins áhrifum sínum i þessu máli? Enn hefir ekki verið minst á framleiðslu-, fjárliags- og við- skiftamál í sambandi við þjóð- aratkvæðið, en alt þetta kann að hafa meiri áhrif en nokk- urn grunar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.