Vísir - 30.01.1935, Síða 3
VlSIR
KAFFIÐ
SEffl
ALLIR
LOFA!
Gepi vid
pottablóm.
Hef örugt meðal til að eyða
með blaðlúsum og óhreinind-
um af plöntum.
Jdn Arnflnnsson,
Sími 2216.
farþegavagna, 10,050 flutninga-
vagna fyrir vörur og 2 eimskip. —
The London and North Eastem
Railway ætlar m. a. aS láta endur-
smíöa 26 brýr og smíSa 37 nýjar,
endurleggja járnbrautir samtals
436 mílur á lengd o. s. frv. Altþetta
bendir til þess, að stjórnendur
jámbrautarfélaganna telji viS-
skifti batnandi. Fjöldi manna fær
atvinnu vi8 þessar framkvæmd-
ir allar. (Úr blaSatilk. Bretastj.).
Vélbátur
strandar.
Kl. um 9 í gærkveldi var
hringt til Slysavarnafélagsins
viðvíkjandi vélhátnum „Svalan“
frá Akranesi, sem var í fiski-
róðri, og var félagið beðið að
láta leita að hátnum. En bátur-
inn kom hingað um það leyti og
lagði af stað heimleiðis í gær-
kveldi. Ivom hann uppeftir um
kl 11 Og losaði úr sér fiskinn,
en að pvi loknu, laust eftir
miðnætti, ætlaði hann að flytja
sig á bátaleguna, en strandaði
þá á svokölluðum Flösum. En
í nótt um kl. 3% var aftur
hringt til félagsins frá Akra-
hesí, og var félagíð beðið að
senda Upp eftir skip með ljós-
kastara og línubyssu (lil vara,
því að linubyssa er til þar). ,
Var farið með allar bifreiðir er
i náðist niður i f jöruna og reynt
að lýsa skipbrotsmönnum, en
það mishepnaðist. Skotið var
línu til þeirra, en eigi vissu
menn fyrr en i morgun, livort
þeir hefði náð i hana. En þann-
ig var ástatt, að skipverjar
urðu að hafa sig alla við
að halda sér, því að sjór gekk
yfir bátinn og skerið. Brotnaði
báturinn allmikið, en inennirnir
gátu lialdist á skerinu, uns f jar-
aði út í morgun og var þeim þá
bjargað(iun kl. 5) .Magni var að
leggja af stað héðan, er fréttist
um björgunina. Einnig hafði
línuv. Huginn komið þarna að
í nótt, en ekki getað hafst neitt
að vegna myrkurs. Á bátnum
voru 5 menn. — Slysavarna-
sveitin á Akranesi stóð fyrir
björguninni og menn úr henni
óðu út í slcerið og báru bátverja
til lands.
¥111 heimalið Vaitfs
Stefánssonar ritstjóra
koma á einoknn
1 mynAlist á íslandi?
„Að Þorgeirsbolast.“
„GuSmundur segir rangt frá. —
GuSmundur segir ósatt. — Guð-
mundur segir enn ósatt. — Og
enn lýgur GuSmundur. — Guð-
mundur ærist.“ (Rök Jóns Þor-
leifssonar í Mbl. 23. jan. '35).
I.
Helst til lengi befir soöVö í pott-
inumN heiðraði „collega“, því þa'S
6r brunalykt af skófunum — eða
hefir einhver hrært í með brodd-
þvöru ? — og „sullinu“ var nafn
gefið: „íslensk tortrygni“.
Mér finst það mjög hæpið af
Jóni Þorleifssyni, að dengja öllum
þeim illkvitnislegu listdómum, er
Mbl. flutti — áður en hann sem
sjálfboðaliði varð „fastur“ við
blaðið — á Valtý Stefánsson, því
V. Stefánsson hefir sjálfur sagt
mér, að þær greinar séu ekki allar
eftir sig.
Á meðan ritstjórinn hefir ekki
upplýst hverjir hafi skrifað þessar
dularfullu greinar, þá verður hver
að trúa því sem honum þykir trú-
legast. Eða vill „sjálfboðaliðinn"
í Blátúni sverja ívrir það að Krist-
in Jónsdóttir eða Jón Stefánsson
hafi skrifað um list eða haft á-
hrif á „listdóma“ Morgunblaðsins ?
Við þessu livorttveggja óskast
skýr svör og ákveðin, en ekki vað-
all um að Jón Stefánsson sé góð-
ur listamaður eða þá Kristín Jóns-
dóttir; erum við þar um vonandi
samdóma. — í grein minni mintist
eg hvergi á list meðlima Morgun-
blaðsklíkunnar, heldur á aðferðir
þær, sem notaðar hafa verið nú í
10—-12 ár til ofsókna við' ýmsa
listamenn. Jón Þorleifsson segir
reyndar, að þessir listamenn — er
eg t'ek upp skjöldinn fyrir — séu
ekki á meðal „hinna betri“ lista-
manna. Opinberlega hefi eg þó
ekki tekið svari annara, en Ás-
gríms Jónssonar, Gunnlaugs Sche-
vings, Kjarvals og svo Kristjáns
Magnússonar.
Fjarri sanni er að eg vilji telja
Finn Jónsson til Mbl.-klíkunnar,
þótt hann reisi ekki rönd við að-
förum Jóns Stefánssonar í sýning-
arnefnd. Finnur Jónsson kemur
heiðarlega fram gagnvart fél'ögum
sínum opinberlega, og hefir tekið
svari ýmsra þeirra manna sem
„Orri“ úr Blátúnum hefir nítt, en
hann hefir aldrei ráðist á félaga
sína.
Eða hvort muna þeir Jónarnir
eftir því, hvernig Mbl. tók á móti
Finni, er hann koma heim að af-
loknu námi? Blaðið byrjaði að
skamma hann, áður en hann sýndi
eina einustu mynd. Ef Jón Þor-
leifsson getur komið með samsvar-
andi dæmi úr framkomu annara
blaða, þá geri hann það, í stað
þess að segja, að eg vilji bendla
Ásgrím Jónsson við einhver „vél-
ráð“ Mbl.-klíkunnar. Fllutverk Ás-
gríms í þeim félagsskap er þannig
lagað, að best er að tala senr minst
um það. Eða heldur Morgunblaðs-
klíkan að ummæli Gretors (úr
bæklingi þeim, er hann skrifaði
með þýsku sýningunni) um Ás-
grím Jónsson séu Ásgrími til
sóma: að hann færi oft eftir óskum
„pantenda" myndanna og „kopier-
aði“ sjálfan sig upp aftur og aftur,
jafnvel 10—20 sinnum! Eg hefi
,aldrei séð listamann kyntan þannig
á frumsýningu í stórborgum.
Jón Þorleifsson vill ekki viður-
kenna samband „klikunnar" (eg
nota þetta orð úr því hann vill
ekki kalla það ,,ráð“) við Gretor.
Þetta skil eg vel, því slíks eru
dæmi, að smalamenn sparki í
hjálparmenn sína; en nú get eg
upplýst, að eg fylgdi G. Gretor að
dyrum á „Hótel ísland", þegar
hann gekk á fund með „klíkunni“
til þess að ákveða launráðin við
oss, sem ekki „vorum i náð“. —
Hver gaf Jóni Þorleifssyni & Co.
umboð til að setja öll málverk
min, nema eina litla skitsu til síðu
í Danmörku.
Fékk J. Þorl. skriflegt umboð
írá jjeiin Jistamönnum, er hann
nefnir, til að gerast „Diktator“ á
„Den forsigtige“ udstilling paa
Charlottenborg ?
Ekki er mér kunnugt um 0að
Kjarval eða aðrir listamenn utan
„klikunnar“, hafi gefið umboð.
Hvað J.. Þorl. hefir sett til hlið-
ar af sínum verkum, kemur mál-
inu ekki við. Skýr svör, Jón minn!
Svó skulum við sjá hvor lýgur.
Eg endurtek þá staðhæfingu
að Matthías Þórðarsön hafi ekki
tekið verklegan þátt í „dómnefnd-
inni“ við sýninguna,en hvað,,forn-
gripunum“ líður, þá má Jón japla
á þeim áfram. Eg hefi aldrei sagt
að M. Þórðarson hafi sýnt nokkra
vanrækslu á þeim störfum viðvíkj-
andi sýningunni, er snertu gripi
þá, er honum var trúað fyrir —
og tilheyrðu Þjóðminjasafninu. Er
það nokkuð langt gengið í útúr-
snúningi, þegar ruglað er saman
forngripum og málverkum eftir
núlifandi menn.
Ef J. Þorl. vill klína hneyksl-
inu'á einhvern, þá leiti hann að
einhverjum öðrum en M. Þ.
Mgbl.-fólkið vill ef til vill af-
saka sig með því, að ekki hafi
verið hægt að ganga frá sýning-
unni hér heima, í stað þess að láta
.,sitt fólk“ gera það úti í Kaup-
mannahöfn, en eg vil minna Jón
Stefánsson á það, að hann hamp-
aði myndurn vor „Dilletentanna“
nægilega niður í Alþingishúsi dag-
inn sem þeim var pakkað niður,
og þótt einn klíkumeðlimur afsak-
aði, að ekki hafi náðst ,til okkar
hinna, til að gera út um þetta,
þá er slíkt svipuð staðhæfing og
sú, að Sölvi Helgason hafi sigið
á bláþráðóttu bandi í Látrabjarg.
Ef Jón Þorl. óskar, þá mun eg
birta ummæli erlendra stórblaða
ttm niyndir ])ær, er hann gerði aft-
urreka í Kaupmannahöfn ásamt
hjálparmönnum sínum (en þar á
meðal var ekki M. Þórðarson). —
Eg á ekki skaðabótakröfu á
hendur þeim, sem eyddu landsfé
að óþörfu til að senda og vá-
tryggja málverk allra þeirra, er
gerðir voru afturréka í Kaup-
mannahöfn sökum „flaustursins“,
sem eg víl kalla undirferlí; en
hinsvegar er það augljóst að eigi
hefði eg selt 4 málverk í Osló
1932, ef Jón Þorleifsson og Co.
hefðu fengið því framgengt, Sem
áformað var að eg hefði. þar að-
eins eina mynd seljanlega, (önnur
mynd var þar eign málverkasafns-
ins).
Þetta dæmi er tekið til staðfest-
ingar því, að Morgunblaðsliðið
getur skaðað ríkissjóð og einstakl-
inga með framhleypni sinni og
þröngsýni.
Það er hægt að skaða menn á
fleiri hátt en með nafnlausum níð-
skrifum.
Jón Þorleifsson tekur af skarið
með það, að Jón Stefánsson hafi
verið sá, sem heimtaði af Listviha-
félaginu miðsalinn og 25 myndir
teknar eftir sig hérna um árið, en
eins og áður var sagt þá ákváðu
forráðamenn Listvinafélagsins, að
félagið myndi ekki sýna1 aftur fyr
en slíkir menn kæmu sanngjarn-
legar fram við félaga sína. Ef
Jón Þorl. hefði lesið Mbl. frá þess-
um tíma betur, þá hefði hann fund-
ið ummæli um „útblásna nýgræð-
inga“ og þ. h. Þetta kalla eg að
Þorgeirsbolast — en ekki „kritik“.
— En lítið dregur vesalinginn. —
í stað þess fer „sjálfboðaliðinn“
að gramsa í „haframélsgraut og
skötustöppu“ eftir mann einn urn
mig og teikningar, er eg á að hafa
átt á áminstri sýningu. En J. Þorl.
og V. St. fara víst ekki vísvitandi
með rangt mál? Á áminstri sýn-
ingu átti eg enga teikningu. Ann-
aðhvort þekkir V. St. ekki rader-
ingu frá teikningu, eða Jón Þorl.
ekki teikningu frá myndhöggvara-
verki.
í sambandi við upplausn List-
vinafélagsins væri gott að hug-
leiða, hvernig stóð á því að sam-
starf íslenskra listamanna var hið
ákjósanlegasta þangað til þau Jón
Stefánsson og Kristín Jónsdóttir
— ásamt manni sínum V. St. —
komu hingað með yfirgang sinn
og ofstopa.
Ekki lögðu þeir Þórarinn heit-
inn Þorláksson eða Ásgrimur
Jónsson áður stein í götu okkar
hinna yngri, heldur hjálpuðu okk-
ur á allan hátt.
Það er einmitt þarna, sem Jón
Þorl. gæti fundið ástæðu fyrir
því, hvers vegna ýmsir mætir
rnenn hafa tekið svari hinna ungu
manna, er „klíkan" níðir; þeir
treysta betur sínum augum en
auguin þeirra, er hafa sjálfir kjör-
ið sig dómara yfir félögum sínum
eins og hann, en eru svo fullir af
sjálfsáliti og gorgeir, að þeim
finst að alt sem ekki er i ætt við
þeirra eigin list, sé málað fyrir
„lítilfjörlegt fólk“.
Ekki veit eg hvar J. Þorl. hefir
fundið það orð í grein minni að
sýningin í Osló „hafi ekki fengið
góðar viðtökur hjá útlendingum“.
Eg segi aðeins, að ofstopinn hafi
komið „klíkunni" að litlu haldi,
„því virðingarstigi Morgunbl. hafi
breyst“. Ef Morgunblaðið vill
birta allar greinar sem skrifaðar
voru um sýninguna í Osló, þá get-
ur hver íslendingur séð, hvers
vegna Morgunblaðsliðið var sam-
mála um að halda myndunum mín-
um og margra annara frá * sýn-
ingunni, og hvers vegna það
])agði um hana, og stakk jafn-
vel undir stól útvarpsfregnum
bygðum á sannreyndum.
Enda þótt eg hefði lesið Morg-
unbl. og þekt „Orra“ árum sam-
an, þá trúði eg ekki á svona vesæla
uppgjöf —■ sem frekar tiðkast
meðal götustráka. — Hann segir
þú lýgur! í aðeins tveim atriðum
sé eg að Jón vissi meir en eg, þó
eigi skakki miklu: Um „miðsal-
inn“ eða viðhafnarsalinn á Char-
lottenborg. Jón segir, að hann sé
„inst“, en mig minti að hann væri
í miðju húsi. Annað: að Banda-
lagið meðal listamanna hafi verið
stofnað „til að koma á sættum".
Þetta kallar Jón Þorl. lýgi „því
Bandalagið var stofnað að tilhlut-
un Jóns Leifs tónlistamanns, til að
efla' íslenska list“, segir „sjálf-
boðaliðinn“. í lögunum er reyndar
sagt „til áð efla samvinnu meðal
íslenskra listamanna“ og getur
hver sem vill dæmt um, hvort er
réttara, en úr því Jóni Þorl. er svo
tíðrætt um lýgi, þá ætla eg að
spyrja hann:
1. í hvaða ensku blaði hefir
hann lesið þau ummæli, „að Krist-
ján Magnússon sé mesti landslags
málari Norðurlanda“?
2. Að hann nefni einhvern
mér kunnugan mann til vitnis um,
að eg segi enga sögu rétt, vana-
lega, því J. Þorl. segir: „í allri
grein Gu%mundar er ekki nokkur
saga rétt sögð, og furðar kanske
þá, sem þekkja hann, minna á því,
en hina sem ekki þekkja hann.“
3. Vill Jón í alvöru halda þvi
fram, að Mattías Þórðarson þjóð-
minjav. hafi verið með honum,
Uttenreiter og Gretor við að velja
úr þau málverk, sem voru endur-
send frá Kaupmannahöfn?
4. Þykist Jón Þorl. hafa rök-
stutt nokkurn af „dómum“ sínum
um félaga sína?
5. Hvar er það „um allan
heim“, sem listamenn skrifa eða
tala þannig um félaga sína að þeir
séu „Dock-málarar“, „glans-
mynda-diletantar“, „lélegustu list-
fyrirbrigði" eða „ómentaðir sjálf-
birgingar“ ?
Ef Jóni tekst ekki að svara þess-
um og öðrum spurningum við-
víkjandi fullyrðingum sínum, þá
bætist eitt lítið orð aftan við
hænsnafuglsheiti það, er hann
hefir skýlt sér með á ritvellinum.
Niðurl.
Guðmundur Einarsson
frá Miðdal.
Veðrið í morgun:
Hiti í Reykjavík 2 st., ísafirði •
— o, Akureyri 2, Skálanesi 4,
Vestmannaeyjum 2, Sandi — x,
Kvígindisdal o, Hesteyri — 1,
Gjögri 1, Blönduósi o, Siglunesi
o, Grímsey o, Raufarhöfn o, Skál-
um 2, Fagradal 4, Papey 2, Hólum
í Hornafirði i.Fagurhólsmýri I,
Reykjanesvita 1 st. — Yfirlit:
Lægð fyrir norðan ísland, hreyf-
ist hratf norðaustureftir. — Horf-
ur: Suðvesturland, Faxaflói,
Breiðafjörður, Vestfirðir, Norður-
land: Vestan átt með snörpum
éljagangi í dag, en lygnir heldur
í nótt. Norðausturland, Austfirðir,
.suðausturland: Hvöss vestan átt.
Víðast útkomulaust. Léttskýjað.
Karlsefni
er nýlega farinn vestur á fjörðu
og tekur hann þar bátafisk til út-
flutnings.
Kepni um tillöguppdrátt.
Á síðastliðnu sumri var stofnað
til samkepni um teikningar á vænt-
anlegri sambyggingu milli Lands-
bankahússins 0g Ingólfshvols í
Námskeið
í kjólasaum
byrjar aftur fyrsi i febrúar.
Eftirmiðdags- og kvöldtímar
eins og áS»r.
Hildur SivertLsen.
Grundarstíg 4 A.
Sími: 3085.
Reykjavik. Tillöguuppdrætti átti
að senda stjórn Landsbankans fyr-
ir 15. nóv. s.l. og var ákveðið að
veita tvenn verðlaun, önnur á 1000
kr„ hin á 500 kr., en þó þvi aðeins,
að dómnefnd teldi uppdrættina
veröa verðlauna. Var og dómnefnd
heimilt að skifta verðlaununum,
eða veita ekki hærii verðlaunin,
en ef þau yrði veitt átti sá, er
hrepti þau, að gera írekari upp-
drætti að byggingunni, í samráði
við bankastjórnina, Dómnefnd
skipuðu bankastjóramir Georg Ól-
afsson og L. Kaaber, Guðjón Sam-
úelsson húsameistari ríkisins, Jón
Halldórsson skrifstofustjóri Land-
bankans og Jón G. Maríasson að-
albókari Landsbankans. — Sex
höfundar skiluðu uppdráttum á til-
skildum tima og hefir dómnefnd
haft þá til athugunar að undan-
fömu. Er það álit hennar, að engin
af tillögunum feli í sér viðunandi
lausn á því, aö samræma Ingólfs-
hvol eða væntanlega sambygg-
ingu við núverandi bankahús. Á-
kvað dómnefndin, að Gunnlaugur
Halldórsson húsameistari skyldi
fá 2. verðlaun 500 kr. og 200 kr.
að auki, Sigurður Guðmundsson
húsameistari 2. verðlaun 500 kr.
og Þorleifur Eyjólfsson húsa-
meistari 300 kr. Jyrir tillöguppp-
drætti sina. (FB).
Gengið í dag. ‘ i
Sterlingspund ....... kr. 22A5
Dollar............... ‘. — 4.56)4
100 ríkismörk ..... i — 178Í7?!
— fratiskir frankar . ú_- 29.86
— belgur ............ — 165-31
— svissn. frankar .. — 146.10
— brur .............. — 39.05
— finsk mörk ..... — 9.93
— pesetar ............ — 62.37
— gylhni ............. — 305.45
— tékkósl. krónur .. — 19.23
— sænskar krónur . . — 114.36
— norskar krónur .. 111.44
— danskar krónur .. — 100.00
Gullverð
islenskrar krónu er nú 487)7,
miðað við frakkneskan franka.
Fasteignagjöld.
Bæjargjaldkeri beinir því til
gjaldenda, skv. auglýsingu hér í
blaðinu, að þeir greiði áfallin
gjöld sín hið fyrsta. Fasteigna-
gjöldin fyrir 1935 féllu í gjald-
daga 2. jan. s. 1.
S. O. F. Fróði
heldur fund i kveld kl. 8y2.