Vísir - 01.02.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 01.02.1935, Blaðsíða 2
VISIR Viðræður Breta og Frakka liófust i dag. Samkomulag um að veita Þjóðverjum, Aust- urríkismönnúm, Ungverjum og Búlgörum réttindi til endurvígbúnaðar. London, 31. jan. FB. Frakkn'esku ráðherrarnir, Flandin forsfejtisráðherra og Laval, utanríkismálaráðherra, koma til Lundúna í kveld. í tilefni af, og til undirbúnings, komu þeirra kom ríkisstjórniu saman á fund í dag. Var Mae- Donald forsætisráðherra og Simon utanríkismálaráðherra heimilað, í samráði við frakkn- esku ráðherrana, að ganga frá tillögum, sem þvi næst verða lagðar fyrir þýsku stjórnina. Frá efni tillaganna hefir ekki verið sagt neitt í opinberum til- kyningum, en búist er við, að þær muni snerta vígbúnaðar- mál Þjóðverja, en einnig er gert ráð fyrir, að önnur mikilvæg mál verði tekin til umræðu, svo sem viðskifti Frakka og Breta, gjaldeyrismál o. fl. Við- ræðurnar standa yfir til helgar. (United Press). London "31. jan. FB; Frakknesku ráöherrarnir eru komnir til London. Tóku bresku ráðherrarnir á móti þeim og fylgdu þeim til bústaða þeirra. — Fullyrt er, að ríkisstjórnir Frakk- lands og Bretlands hafi þegar ná'S samkomulagi um endurvígbúnað- armál Þjóðverja i grundvallarat- riðum. Er sagt, að Bretar, Frakkar og ítalir muni sameiginlega bjóða ]>jóðverjum niðurfellingu nokk- urra ákvæða Versalafriðarsamn- ínganna viðvikjandi takmörkun vígbúnaðar Þjóðverja, Austurrík- ismanna, Ungverja og Búlgara. Nær þetta til allra greina vígbún- aðarins, á landi, sjó og i lofti. Með þessu væri i rauninni lögfest rétt- indi Þjóðverja til endurvígbúnað- ar. — Ráðgert er, að veldin sam- ciginlega skrifi undir yfirlýsingu um niðurfellingu framannéfndra ákvæða Versalasamninganna. — (United Press). Aastuprískir nazistai* Vitni myrt. -k- r? At o' ■■ Kona, sem hafði vitnað krefjast þjóðaratkvæðisum sameiningu Austurríkis og Þýskalands. Vínarborg, 31. jan. FB. Nokkur hundruð nazistar fóru á stúfana í dag til þess að minnast valdatökuafmælis náz- ista i Þýskalandi. Gengu þeir i fylkingu með nazistaflögg og dreifðu út prentuðum miðum með áskorun sem var Jæss efnis, að þjóðaratkvæði yrði látið skera úr þvi, hvort Austurríki skyldi sameinað Þýskalandi‘eða ekki. — Lög- reglan hafði sterkan vörð á ýmsum stöðum og leitaði á mörgum kröfugöngmnönnum að vopnum, en lét þá afskiftu- lausa að öðru leyti. — (United Press). Flugmál Bandaríkja. London 31. jan. FÚ. Roosevelt forseti lagði í g(ær fyrir neðri málstofu Bandaríkja- þingsins, álit nefndar þeirrar, sem sett var til að rannsaka flugmál Bandaríkjanna. Nefndin mælir með stjómarstyrk til flugfélaga til að reka flugferðir yfir Atlants- haf og Kyrrahaf, og leggur til að flugher bandaríkjanna verði auk- inn um 80 að hundraði, og að stofnað verði til allsherjareftirlits með öllum flugvélarekstri í Iand- inu, hvort heldur til vöru-, póst- eða farþegaflutninga, og einnig notkun herflugvéla. gegn Hauptmann, finst myrt. London 31. jan. FÚ. Kona nokkur, sem borið hafði vitni í málinu gegn Hauptmann, fanst dauð í gær, og benda allar líkur til þess að hún hafi verið myrt, því hún var kefluð og bund- in. Kona þessi hét Mrs. Ribkin, ög rak hárgreiðslustofu í The Bronx í New Yórk, og hafði borið það fyrir réttinum í Flemington, að kona Hauptmanns hefði þrá- faldlega sótt snyrtistofu hennar og ætíð -greift meiri drykkju]>eninga, cn venja væri til, og haft mikið af 'peningum meðferðis. Þjófnaður. Vestmannaeyjum, 31. jan. FÚ. Síðastliöna nótt var stolið 49 tuttugu stykkja pökkum af sigaréttum, nokkrum boxum af reyktóbaki, 1 myndavél og hlikkkassa með talsverðu af pen- ingum, bæði islenskri og ýmis- konar erlendri mynt, eða sam- tals 70—80 ísl. krónum, uin borð í e.s. Viator sem liggur á höfninni hér í Vestmannaeyj- ura. Lögreglan hefir tekið 2 menn fasta út af þjófnaði þess- um og hefir annar þeirra játað að hafa framið þjófnaðinn. Hinn hefir játað að hafa farið ineð honum um borð í skipið. Ekki er fullkomlega upplýsl hvort hann hefir átt þátt i þjófnaðinum. Meinsæri. Nýtt iðnfypirtæki. Fyrir nokkuru er tekin til starfa hér í bænum verk- smiðja til framleiðslu á trawlgami og bindigami. Verk- smiðjan er búin nýtísku vélum, framleiðir fyrsta flokks vöru og hygst munu geta unnið alt gam framannefndra tegunda, sem þörf sé fyrir í landinu. Undanfarnar vikur hafa komið fram í blöðum og opin- berum umræðum næsta ákveðn- ar aðdróttanir um j>að, að for- maður eins stjórnmálaflokks- ins í landinu muni hafa gerst sekur um meinsæri fyrir rétti. Svo ótvíræðar liafa þessar að- dróttanir verið og um svo al- varlega ásökun að ræða, að furðulegt má telja, að maður sá, sem fyrir sök er hafður, skuli ekkert aðhafast til að hrinda af sér ámælinu, og hlýtur Jætta aðgerðaleysi hans því að styrkja grun þann, sem á honum hvilir. Það er alkunnugt, að maður sá, sem liér um ræðir, er Jónas Jónsson, formaður framsókn- arflokksinsi og fyrrverandi dómsmálaráðherra. En málið er þannig Vaxið: Blað eitt hér i bænum (,,Morgunblaðið“), skýrði “frá því s. 1. sumar, aðnokkurirráða- menn Framsóknarflokksins hefði beitl sér fyrir því, árið 1930, að Héðinn Valdimarsson yrði faiigélsaður, út af áfskift- um hans af „garnadeilvjnni“svo- svokölluðú, milli Sambands ísl. samvinnufélaga og verklýðs- samtakánna, og meðal þeirra manna liefði verið þáverandi dómsmálaráðherra, Jónas Jóns- son. Hinsvegar hefðu aðrir ráða- menn flokksins, þar á meðal Tryggvi Þórhallsson, þáver- andi forsætisráðherra, og Sig- urður Kristinsson, forstjóri S. í. S., lieitt sér á móti þessu. Sigurður Kristinsson lýsti því nú yfir opinherlega, að þessi frásögn Morgunblaðsins væri með öllu tilhæfulaus, en Mbl. taldi þessa yfirlýsihgu S. Ivr. visvitandi ranga og kvað engan mann gefa treyst orðum lians úr þessu. Út af jx’ssu höfðaði Sig. Kr. meiðyrðamál gegn hlaðinu. Undir meðferð þess máls var Jónas Jónsson leiddur sem vitni og har hann það fyrir rétli, að sér væri með öllu ókunnugt um, að nokkurar ráðagerðir hefði verið uppi um það, að Héðinn Valdimarsson yrði fangelsaður út af „garna- deílunni“ og staðfesti hann þennan framburð sinn með eiði. Iíinsvegar bar Ólafur Tliors það fyrir réttinum, að Tryggvi ÞórhalLsson liefði sagt frá því að honum (Ól. Th.) viðstödd- um, að rikisstjómin hefði íiaft þetta'mál (handtöku H. V.) til meðferðar og ennfremur að Jón Baldvinsson bankastjóri hefði látið orð falla, sem ráða mætti af, að honum hefði verið kunnugt um þetta. Þfeim var nú báðum, Jóni Baldvinssyni og Tryggva Þórhallssyni, stefnt sem vitnum i málinu, en livor- ugur þeirra fékst til að mæta fyrir rétti. — Málinu lauk svo þannig f>TÍr undirrétti, að það var talið ósannað, að yfir- lýsing S. Kr. hefði verið röng og ritstjórar Morgunblaðsins voru dæmdir í sektir. En nú hefir því verið lýst yfir, að mál- inu verði áfrýjað til hæstarétt- ar. Ef það er nú rétt, sem haft er eftir Tryggva Þórhallssyni, þá virðist framburður Jónasar Jónssonar, sem hann vann eið að, varla geta staðist, og því er það, að því Iiefir verið dróttað að honum, að hann hafi fram- ið meinsæri. Og þannig er þetta mál, sem í upphafi virðist heldur óinerkilegt, orðið eitt- livert alvarlegasta mál, sem upp hefir komið hér á landi í seinni tíð. Það hefir vakið mikla alliygli, hvernig Jónas Jónsson hefir hrugðist við framkomu Tryggva INirhalIssonar í þessu máli. Telur hann það í alla staði mjög virðingarvert af Tryggva, að hera ekki vitni í málinu, þó að hann væri nú raunar skyldur til þess og yr,ði. að greiða sektir fyrir að ólilýðnast lögunum í þessu efni. Auk þess telur hann það liina mestu fjarstæðu, að Tryggvi léti hafa sig til þess að bera „ljúgvilni“ fjTÍr Morgunblaðið, sem altaf hefði verið honuin hið fjandsamlegasta. — Það er eíns og J. J. telji það með öllu óhugsandi, að vitnisburður Tr. Þ. hefði getað orðið á aðra leið en til þess að styrkja málstáð Morgunblaðsins. Það er eins og honum liqfi ekki hugkvæmst það, að framhurður haris liefði getað — livað þá að hann hefði að sjálfsögðu lilotið að verða málslað Sigurðar Kristinssonar og hans sjálfs í vil. — Nú m.ætti ætla, að ef Jónasi Jónssyni væri með öllu ákunnugt um það, að til mála hefði komið í ríkis- stjórninni, að Héðinn Valdi- marsson yrði fangelsaður út af garnadeilunni, að hann væri þess þá einnig fullviss, að Tr. Þ. væri jafn-ókunnugt um það. En ef svo væri, er auðsætt, að með því að bera ekki vitni í um- raxldu máli hefir Tr. Þ. þrugð- ist herfilega gömlum vinum sínum og samlierjum, }>eim Sig. Ivr. og J. J. og leitt að þeim grun um að þeir Iiafi skýrt rangt frá og J. J. unnið eið að röngum framburði fyrir rétti. Hirisvegar hefði mátt búast við þvi, eftir lýsingu J. J. á viðskift uin Tr. Þ. og Morgunblaðsins, frá fornu fari, að Tr. Þ. hefði ekki ált að vera það neitt óljúft að vilna á móti því! — En svo furðulcga tekst nú til um skiln- ing J. J. á þcssu, að hann virð- ist ekki geta liugsað sér Tr. Þ. sem vitni i málinu, nema þá sem „ljúgvitni“ á mála hjá Morgunblaðinu, og með engu móti sem „sannlgiksvitni“ sér við hlið! Hér við bætist nú það, að það var á sínum tíma altalað i bænum, að til rnála hefði komið að taka Héðin Valdi- marsson fastan út af „garna- deilunni“. Sá gamli orðrómur styrkir auðvitað mjög svo það hugboð manna, að þeir Jón Baldvinsson og Tryggvi Þór- hallsson liafi komið sér hjá því, að bera vitni í málinu, einmitt af þvi að þeir viti að þessar ráðagerðir hafi verið uppi. Alt hnígur þetta að því, að festa i hugum manna gruninn um það, að Jónas Jónsson hafi unnið eið að röngum framburði fyrir rétti. — En úr þessu verður að fást skorið. Það yrði óafmáan- legur siðleysisblettur á þjóðinni, ef við það yrði látið sitja, að einn af valdamestu stjórnmála- mönnum liennar lægi aðgerða- laus undir þeim grun, að hann hefði framið meinsæri. Vitnaeiðurinn er einn af hymingarsteinum réttarfarsins, enda eru þungar refsingar lagð- ar við meinsæri. Ef virðingunni fyrir eiðnum er traðkað, þá er alt réttarfar í landinu í voða. Á síöastliönu ári var stofnaö hér í bæ h.f. Hampiöjan, í þeim til- gangi að -koma hér á fót verk- smiöju til framleiöslu á trawl- garni og bindigarni i nægilega stórum stíl til þess aS geta fullnægt eftirspurninni eftir þess- um tveimur garntegundum innan- lands, en eins og kunnugt er þarfnast útgerö landsmanna mjög mikils af þessari vörutegund. I félaginu eru tólf menn og skipa stjórn þess Guðmundur S. Guð- mundsson formaður, Guðmann Hróbjartsson og Bergþór Teits- s.ori, en varamaður í stjórn félags- ins er Jón. Guðlaugsson. Guð- mundur Guðmundsson er jafn- framt framkvæmdarstjóri verk- smiðjunnar, sem nú er tekin til starfa, en Jóri Guðlaugsson verk- stjóri. Tveir hinna síðastnefndu hafa báðir unnið um langt skeið í vél- snriðjumri Héðni og var Guðmund- ur ]>ar verkstjóri langa hríð. Jón Guðlaugsson dvaldist í Canada nokkur ár og vann þar að vél- smiði, en í Héðni vann hanri bæði áður en hann fór vestur og eftir að hann koin heim aftur. Undirbúningur þessarar verk- smiðjustofnunar krafðist mikillar vinnu og alllangs tíma, því hér er utn nrikið fyrirtæki að ræða. — Verksmiðjuhús hefir félagið látið reisa í Rauðarárholti, skamt frá Málleysingjaskólanum og er það mikil bygging. Gólfflötur hennar er ^.50 fermetrar. Húsið er einlyft ineð risi. Mestur hluti hússins er vélasalur, en niðri er einnig geymsla fyrir hráefni það, sein unnið er úr, skrifstofur og her- bergi fyrir vinnufólkið, salerni, þvottaherbergi o. s. frv. — Yfir ]>eim enda hússins er geymsla fyrir vörubirgðir. — Byrjað var á húsbyggingunni í júnilok, en vélarnar komu í október og nóv- ember s. 1. Voru þær keyptar frá firmanu James Mackie & Sons í Belfast á írlandi, sem hefir langa reynslu í framleiðslu slíkra véla og hér um ræðir, og er kunnugt víða uni lönd. Firmað sendi einn starfsmanna sinna, Mr. Fergus- son að nafni, hingað til þess að setja upp vélarnar, og var því starfi lokið um þ. 20. des. og til áramóta var unnið að því að prófa vélarnar og lítilsháttar byrjað á framleiðslunni, en frá áramótum má telja, að verksmiðjan hafi tek- ið til starfa. í henni vinna, auk þeirra Guðm. Guðmundssonar og Jóns Guðlaugssonar, einn ung- lingspiltur og sjö stúlkur. Hráefnin sem unnið er úr, eru Manila-hampur (við trawlgarns- framleiðsluna) og kemur hann frá Filipseyjum, og Sisal-hampur (við bindigarnsframleiðsluna) og kem- ur harin frá Austur-Afríkri. Eru hráefnin keypt hingað fyrir milli- göngu enskra firma. Flestar vélarnar eru mjög stór- ar og mikilvirkar. Fyrst er hamp- urinn vættur í olíu og greiddur sundur, áður en hann fer inn í kembingarvélarnar. Því næst fer hampurinn í grófkembingarvél 5 sinnum og ]>ar næst í íínkembing- arvél 3 sinnum. Eru þetta hvort- tveggja stórar og mikilvirkar vél- ar. í þessum átta umferðum eru hampþræðirnir lagðir saman og dregnir út á víxl 440,000'sinnum. Þar næst eru loparnir spunnir í stórri og mikilvirkri vél. Vindast þræðirnir upp á 18 snældur og snýst hver þeirra 2300 snúninga á mínútu hverri. Þá eru vélar, sem leggja garnið, ýmist þrí- eð fjór- þætt. Eru hafðar til þess 3 vélar og er hver þeirra tvöföld, þannig, að hægt er að leggja á 6 kefli í einu. Þar næst er garninu rent gegnum vél, sem sker af því lónai cg loks er vél, sem vindur það í hnykla. Verksmiðjan getur frandeitt að meðaltali þá smálest af trawlgami og bindigarni á dag. Er þetta fyrsta verksmiðjan hér á landi, sem vinnur úr hampi. Tilraunir hafa verið gerðar með styrkleika garnsins og stenst það fyllilega sámariburð viö besta garn sömit tegunda erlendra. Fylsta ástæða er til _ þess að fagna yfir þvi, að þessi verk- smiðja er komin á fót og tekin til starfa. Hér hefir bæst við enn ein framleiðslutegund, sem nú ,þarf ekki að flytja til landsins,. pg sparast við. það-mikill gjaldeyrif. Þarf ekki að efa, þar sem hór er um, fyrsta flokks framleiðslu að ræða, að hún gangi vel út og verk- smiðjan verði aðnjótandi viðskifta innlendra útgerðarfyrirtækja. ft- Verksmiðjan hefir þegar selt nokkuð af framleiðslu sinni og horfir vel um framtíð hennar. A- Barnavinafélagið Snmargjðf hélt aðalfund sinn í K. R.-húsintr siðastliðinn sunnud. kl. iþa- Fund- arstjóri var kjörinn Helgi Tryggvason kennari og fundarrit- ari Gísli Sigurbjörnsson forstj, Formaður félagsins, Steingrím- ur Arason kennari, skýrði frá starfi félagsins á liðnu starfsári. Dagheimilið í Grænubbrg hefir verið starfrækt í 3^ mánuð, eða frá 1. júní til 15 sept. Á heimilinu dvöldust alls um 120 börn á aldr- inum 2y2 árs til 11 ára. Flest voru börnin 4—7 ára. En til jafnaðar dvöldust 65 börn á heimilinu dag- lega. Börnin fengu hollan mat. Á. nrilli máltíða vonr þau að leikum 0g störfuin undir eftirliti og hand- leiðslu starfsstúlknanna og for- stöðukonunnar. Þeim fór. yfirleitl ved fram (þyngdust mest rúinl. 3; kg., áð meðaltali 1,17 kg. — hækk- uðu mest 4 cm., að meðaltali 2,27 cm.) og heilsufar þeirra var mjög' gott samkvæmt yfirlýsingu Ósk- ars Þórðarsonar læknis, Raunverulegur kostnaður á banis á dag var um eina krónu, en rúm- lega 61% barnauna fékk gefins dvöl á dagheiinilinu og voru það1 eirigöngu böm frá fátaékum heitn- ilum, sem fengu afslátt á kostn- aðinum eða þurftu ekkfert áð borga. Var það mismunandi eftir ástæðum heimilanna. Aðeins nokk-- ur börn greiddu fult gjald.. Og: engu barni var neitað af efnalég- um ástæðum. En sökum þess, að fleiri börn sóttu heimilið, en nokkru sinni áður, varð reksturs- halli þess með langmesta móti, eða. um hálft 4. þúsund. Kvað fonn. starfsemina fyrir og á sumardag- inn fyrsta (merkjasölu, skemtanir,. bóka- og blaðaútgáfa) hafa verið einu tekjulind félagsins hingað til, ásamt ágóða af basar, og héfði fél. þannig verið fært að standast reksturshalla af dagheimilinu. Nú hefði bærinn að vísu lofað styrk (um 1200,00 kr.), það væri þakk- arvert, en þó of lítið, sökum auk- innar þarfar á slíkri starfsemi, sem dagheimlið ræki. Þá las ísak Jóns- son, gjaldkeri félagsins, upp reikn- inga þess og skýrði þá. Kvað hann fjáröflun félagsins hafa verið með besta móti. — Aðaltekjustofnarnir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.