Vísir - 14.02.1935, Blaðsíða 2
VISIR
)) HaTHHH & Olsieim (f
K'öfur reykviskra hús-
mæöra í mjóikurmálmu.
Framhaldsstofnfundur í Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur í gær. — Fundurinn var mjög
fjölmennur og margar tillögur samþyktar í
mjólkurmálinu. — Húsmæður ætla að beita
sér fyrir því, að dregið verði úr mjólkurkaup-
um, ef kröfum félagsins verður ekki fullnægt.
Annríki Jðns Baldvinssonar
I gær var fjölmennur fundur
haldinn i NýjaBíó í Húsmæöra-
félagi Reykjavíkur. Var þetta
framhaldsstofnfundur félagsins.
Fundarstjóri var María Maack', en
ritari frú Unnur Pétursdóttir. —
Lagt var fram uppkast aö lögum
fyrir félagi'S og var þaö rætt og
samþykt.
FrestaS var a8 kjósa fasta stjórn
í félaginu um stundarsakir, en
bráöabirgöastjórninni falitS ah
hafa stjórn félagsins með hönd-
um og framkvæmdir í mjólkur-
málinu, uns þai5 mái væri til lykta
leitt.
Þegar þessu var lokiö skýröi
bráÍSabirg'ðastjórnin frá undirtekt-
um þeim, sem hún fékk hjá Mjólk-
urbandalagi Suðurlands, og hefir
áður verið frá þeim sagt hér í
blaðinu. Margar húsmæður tóku
til máls og voru umræður fjörug-
ar. Megn óánægja kom fram yfir
sleifarlaginú á mjólkursölunni, m.
a. því, að gömul mjólk væri seld,
sennilega 3—4 daga gömul.
Bráðabirgðastjórn félagsins bar
fram eftirfarandi tillögur og voru
þær samþyktar í einu hljóði:
„Húsmæðrafélag Reykjavík-
ur lítur svo á að ýmsir veruleg-
ir gallar séu á Mjólkursamsöl-
unni i Reykjavík, gallar, sem
sumpart stafa frá framkvæmd
mjólkursölulaganna og sum-
part frá lögunum sjálfum, og
samþykkir því þessar áskoran-
ir:
1. Fundurinn skorar á mjólk-
urframleiðendur á verðlags-
svæði Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar, að taka stjórn samsöl-
unnar í sínar hendur tafarlaust,
lil þess meðal annars: a) að
eyða því sundurlyndi, sém risið
hefir út af ýmsum ráðstöfunum
mjólkursölunefndar, en spillir
fyrir viðskiftum og b) að gera
ráðstafanir, sem iniða að því að
framleiðendur fái kostnaðar-
verð fyrir mjólkina, og mjólk-
urverðið fari þó lækkandi. En
þetta hvorutveggja telur fund-
urinn að takast megi, verðiburt-
rýmt allri hlutdrægni í fram-
lcvæmd laganna, milliliðakostn-
aður færist niður og þeim
mönnum visað á bug, sem vekja
gremju kaupenda með ósann-
gjörnum ámælum og stirðri
framkomu.
2. Fundurinn skorar enn á
ný á stjórn Mjólkursamsölunn-
ar, að fjölga útsölustöðum
mjólkurinnar og láta tafarlaust
fara að selja góða nýmjólk (ó-
gerilsneydda) lianda ungbörn-
um og sjúklingum, sem ekki
þola aðra mjólk, en þó með svo
vægu verði, sem frekast er unt.
Telur húsmæðrafundurinn það
svo mikið aðalatriði vegna
barna og sjúklinga, að búast
má við að mjólkurdeilan harðni
enn að miklum mun, verði því
ekki sint þegar í stað.
3. Fundurinn krefst þess að
Samsalan forðist að selja
gamla og liálfskemda mjólk
eða mjólkurvörur, en auglýsi
Mns vegar hvar úrvals mjólk-
urvörur, eins og til dæmis frá
Hvanneyri, eru seldar.
4. Fundurinn skorar á hið
háa Alþingi, að leysa núver-
andi nefndarmenn í mjólkur-
sölunefnd frá störfum sínum
og skipa aðra í þeirra stað, í
fullu samræmi við vilja fram-
leiðenda og neytenda, þannig:
að framleiðendur sjálfir ráði 3
menn i nefndina, bæjarstjórn
Reykjavíkur ráði 1 mann og
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
ráði 1 mann.“
Breytinga krafist á mjólkurlögun-
um — ella minni mjólkurkaup.
Það kom greinilega í ljós við
umræðurnar, að húsmæður vilja
helst af öllu fara samningaleiðir.
Það hafa þæh og sýnt með því a‘ð
leita bæiSi til mjólkursöíúnefndar
og Mjólkurbandalags Suðurlands
(framleiðenda mjólkurinnar). Hjá
mjólkúrsölunefnd hafa húsmæður
ekki fengið þær undirtektir, að
þær geti viö unað, og var því
samþykt eftirfarandi tillaga:
,,Með því að umbjóðendur mik-
ils meiri hluta þeirra framleiðenda,
sem mjólk selja í Reykjavík, hafa
lýst því yfir við stjóm Húsmæðra-
félags Reykjavíkur að þeir telji
sameiginlegt hagsmunamál fram-
leiðenda, að verða við kröfum
Húsmæðrafélags Reykjavíkur, á-
kveður fundurinn, að fáist ekki
nauðsynlegar breytingar á mjólk-
urlcigunum ' og framkvæmd fyrir
25. þ. m., þá beiti félagið sér fyr-
ir því, að frá þeim degi verði
gerðar ráðstafanir til þess að
dregið verði úr mjólkurkaupum,
þar til kröfum félagsins verður
fullnægt“.
HúsmæSur í Reykjavík. Lands-
fundur bænda. Kvenfélögin aust-
anfjalls.
Rætt var um það, að gera ráð-
stafanir til þess að þjóðin fengi
sem sannastar upplýsingar um af-
stöðu húsmæðra í Reykjavík í
mjólkúrmálinu. Var því ákveðið,
að kjósa nefnd tiPþess að fara á
landafund bænda og skýra fulltrú-
unum frá skoðunum og kröfum
íeykvtskra húsmæðra í þessu máli,
og til þess voru kosnar frúrnar
Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Lár-
usdóttir og Fjóla Fjeldsted, en
einnig var samþykt að senda kven-
félögum austanfjallS allar sam-
þyktir, sem húsmæður hér í bæ
hafa gert í málinu. Einnig var
samþykt að senda Alþingi allar til-
lögur og áskoranir, sem sam-
þyktar hafa verið á fundum hús-
mæðra.
Aðstaða mjólkurframleiðenda í
Reykjavík.
Eftirfarandi tillögu bar María
Maack fram og var hún sam-
þykt í einu hljóði:
„Fundur Húsmæðrafél. Reykja-
víkur skorar á Alþingi að tryggja
það, að mjólkurframleiðendur inn-
an lögsagnarumdæmis Reykjavík-
ur geti haldið áfram beinum við-
skiftum á sölu ógerilsneyddrar
mjólkur, með því að lækka eða
fella niður verðjöfnunargjaldið".
Þörf aukins hreinlætis.
Bráðabirgðastjórn félagsins bar
fram eftirfarandi tillögu, sem sam-
þykt var með samhljóða atkvæð-
um:
„Fundur Húsmæðrafél. Reykja-
víkur skorar á heilbrigðisstjórn
bæjarins, að láta nú þegar rann-
saka umgengni í mjólkurbúðum og
meðferð mjólkur yfirleitt og ganga
ríkt eftir því, að þar sé gætt fylsta
hreinlætis í hvívetna".
Islensk sýning
I Kanpmannabðfn.
Kalundborg í gærkveldi. FÚ.
Stóra íslenska sýningu er nú
tekið að undirbúa í Kaupmanna-
höfn, að tilhlutun íslensku stjórn-
arinnar, en Sveinn Bjömsson
sendiherra og Benny Dessau, for-
seti danska iðnsambandsins munu
liafa stjórn og framkvæmdir með
höndum. Sýningunni er ætlað að
gefa yfirgripsmikla hugmynd um
þjóðlíf, menningu, atvinnulíf og
framleiðslu íslendinga, með það
fyrir augum, að auka skilning
Dana á íslendingum og greiða
fyrir sölu á íslenskum afurðum í
Danmörku.
Frá þvi hefir verið skýrt i
blöðum, að Jóni bankastjóra
Baldvinssyni hafi verið stefnt
fyrir rétt nú í vetur, til þess að
bera vitni um eitthvert atriði i
máli Sigurðar Kristinssonar
gegn „Morgunblaðinu“.
Jafnframt var þess látið get-
ið, að bankastjóri þessi hefði
tjáð sig svo önnum kafinn, að
hann hefði ekki tima til þess, að
mæta í rétti og bera sannleikan-
um vitni — að minsta kosti
ekki fyrr en eftir þinglausnir.—
Það kann vel að vera, að Jón
Baldvinsson sé önnum kafinn
maður. Og sennilega verður að
leggja trúnað á það, að honum
finnist sjálfum allmikið til um
annríki sitt.
Hitt getur legið milli hluta
að sinni, hverja skoðun aðrir
hafi á starfsemi þessa manns,
þeirri er „annríkinu“ veldur.
En það liggur i augum uppi,
að eitthvað meira en litið hlýtur
að hafa bagað manninn, því að
það er ekki langrar stundar
verk, að mæta i rétti og bera
vitni um smávægilegt atriði.
Það hefði tekið fáeinar mínút-
ur, svo að likurnar til þess, að
hin mikilvægu slörf banka-
stjórans eða þingforsetans hefði
beðið alvarlegan lmekki við
fjarvist lians litla stund, eru
ekki sérlega miklar. — ,
Menn freistast til þeirrar
ályktunar, að Útvegsbankinn
mundi hafa komist af án hans
lítinn tíma, jió að vitanlega sé
ekki um það að efast, að návist
hans þar sé ákaflega mikils-
verð. Og eins er um hitt, aðþóað
nærvera hans á þingi sé kann-
ske nálega ómissandi, þá trúa
menn varla öðru, en að liann
hefði mátt skáka sér frá ofur-
litla stund, án þess að vandræði
hlytist af.
En auk þess sem áður getur,
liefir verið skýrt frá því í blöð-
um, að bankastjórinn og al-
þingisforsetinn hafi skrifað
langt mál um annríki sitt, svo
.sem til afsökunar því, að hann
gæti eklri mætt í réttinum. Og
það hefir lika verið skýrt frá
því, að bréfið hafi verið skemti-
legt, hvað sem um það kann nú
að vera. Þess hefir jafnvel
verið getið, að bréfin hafi verið
tvö og bæði löng!
Einhvern dálítinn tíma hlýtur
það nú að hafa tekið, að skrifa
þessi löngu og skemtilegu bréf.
Og sumir eru þeirrar skoðunar,
að það sé alveg óvíst, að banka-
stjórinn hefði verið nokkura
vitund lengur að því, að fara „í
steininn“ og bera vitni, lieldur
en að skrifa þessi löngu bréf.
Það kann nú að vera, að liann
sé einstakur „eldibrandur“ að
hugsa og skrifa, svo að alt gangi
„i flughasti og Ioftköstum“,
þegar hann tekur sér penna í
hönd. — Þetta getur vel verið,
en er þó alveg órannsakað mál.
— En hann hefði svo sem ekki
þurft að tefja sig á þvi, að fara
gangandi „i réttinn“. Hann
hefði getað farið í bifreið, sá
æruverði maður! Það ræður því
að líkum, að hann liefði ekki
þurft að eyða miklu af sínum
dýrmæta tíma í ferðirnar fram
og aftur.
Þeir verða liklega nokkuð
margir, sem fallast á þá skoð-
un, að það hafi verið eittlivað
annað en „tímaleysi“, sein
varð þvi valdandi, að Jón Bald-
vinsson lét hjá líða, að gegna
lögmætri stefnu og bera sann-
leikanum vitni fyrir rétti. —
Menn eru beinlínis þeirrar
skoðunar, að hann hefði spar-
að sér tíma með því að gegna
stefnunni, í stað þess að fara að
liggja yfir löngum bréfagerð-
um til skýringar annríki sínu.
Svo hlálegir geta menn verið
— jafnvel þó að bankastjórar
og þingforsetar eigi hlut að
máli! ,
Sumir eru nú ekki betur inn-
rættir en það, að þeir gera held-
ur ráð fyrir því, að J. B. mundi
ekki hafa talið eftir sér, að
mæta í réttinum og bera sann-
leikanum vitni, ef það hefði
getað orðið málstað „Morgun-
blaðsins“ til óhagræðis. Hann
mundi þá hafa „látið slag
standa“ og farið frá hinum
milcilvægu og dýrmætu skyldu-
störfum nokkur augnablik —
auðvitað í þeirri von, að alt
kynni að slarkast af á meðan.
— Þetta halda sumir. Og það
er ekkert viðlit, hvernig sem
reynt er, að fá þá til þess að
trúa því, að það hafi verið af
neinni hlífð við „Morgunblað-
ið“, að Jón kaus bréfaskriftirn-
ar eða afsökunar-párið, heldur
en að gegna stefnu og svara
spurningum þeim, sem fyrir
hann kynni að verða lagðar.
En hverjum var hann þá að
hlífa? — Var hann að Mífa
rauða manninum, sem rétti upp
putana þrjá?
Menn hallast að þeirri skoð-
un, nokkuð alment — ekki
síst þeir, sem lesið hafa skrif
Jónasar Jónssonar um „eið-
inn“. — Þau skrif hafa talað
sínu máli og sagt alt annað, en
til mun hafa verið ætlast. —
Abyssiniu—
deiian.
Abyssiniumenn ásaka ítali.
— Sáttahorfur taldar betri.
London, 13. febr. FB.
Horfurnar eru nú taldar all-
miklu betri um lausn deilu
Ítaía og Abyssinumanna, þar eð
opinber fregn hermir, að ítalska
ríkisstjórnin liafi falið Vinci
sendiherra sínum í Addis Ababa,
að hefja beinar samkomulags-
umleitanir um deilumálin við
stjórnina í Abyssiniu. Fullyrt
er, samkvæmt áreiðanlegum
lieimildum, að Abyssiniu-
stjórn muni taka því vel, að
liorfið verði að þessu ráði. Full-
yrt er, að eitt af höfuðatriðum
þeim sem rædd verði, sé það,
að hvor deiluaðila um sig kalli
alt herlið á brott frá þeim hluta
landamæranna, sem um er deilt,
meðan samkomulagsumleitanir
fara fram. Ennfremur, aðlanda-
mæranefnd verði skipuð, sem
hafi frjálsan aðgang að hinu
hlutlausa svæði, í athugana
skyni. (United Press).
London, 13. febr. FB.
Frá Addis Ababa, höfuðborg
Abyssiniu, hafa borist þær
fregnir, að ríkisstjórn Abyssiniu
liafi gefið út tilkynningu um
viðureign þá á Iandamærunum
fyrir skemstu, er nokkrir ítalsk-
ir hermenn féllu. Segir í til-
kynningunni, að flokkur
ítalskra hermanna, sem var
vopnaður vélbyssum, liafi
skyndilega ráðist á abyssinisk-
an varðliðsflokk, og sé því
ítölum, en ekki Abyssinumönn-
um það að kenna, að til
vopnaviðskiftanna kom. Þá er
þVí algerlega neitað, að Abyss-
inumenn hafi sent herlið til
þess að setjast að í Afdub þ.
2. þ. m., en ítalir hurfu á brott
þaðan skömmu áður, eða
29. f. m. (United Press).
Haiiptmannsúr
Æsingar í Flemington, —
Kviðdómendur ráðgast um
dómsuppsögn.
Kalundborg í gærkveldi. FÖ.
í dag er búist viíS a'S máli
Hauptmanns verSi lokiö' í Fleming-
ton. Hefir orSiS aS gera ýmsar
varútSarráðstafanir, til þess aS
tryggja þaS, aS kviSdómendur
gæti íhugaS máliS í næSi og'
gengiS frá dómsuppkva'Sningu
sinni. í gær safnaSist mikill mann-
fjöldi saman fyrir utan dómhúsiS,
og var taliS aS þaS hefSi ekkí
veriS færra en 5000 manns. Lét
múgurinn all ófriSlega og hrópaSi
látlaust, hengiS hann, drepiS hann,
og heyrSust hrópin greinilega irín
í húsiS. LögregluliSiS var látiS
dreifa mannfjöldanum og þaS til-
kynt, aS allar tilraunir til upp-
hlaups og æsinga í sambandí viS
máliS mundu verSa barSar niSur
meS harSri hendi. KviSdómurinn
hafSi ekki lokiS dómsúrskurtSi eír
fregnin var tekin.
London í gærkveldi. FÚ. *
Seinustu fregnirnar frá Flem-
ington komu til Englands laust
fyrir kl. 6 í dag eftir breskum
tíma (kl. 5 ísl. tími), og segir í
þeim aS kviSdómurinn hafi þá
fyrir skömmu gengi'ð afsiSis til
þess aS ráSgast um dómsupp-
kvaSninguna.
Trenchard dómari hóf ekki út-
skýringu málsins fyrir kviSdómin-
um fyr en í dag. Hann tjáSi dóm-
endum, aS ef þeim virtist ,sem
Hauptmann hefSi framiS morS, þó
aS óviljandi væri og upprunanlega
ætlaS sem fjársvik, þá bæri sarnt
á þaS aS líta, sem morS af alvar-
legasta tagi. Ennfremur, aS ef þeir
fyndi ástæSu til aS efa aS morS
befSi veriS framiS, þá yrSi aS láta
sakborninginn njóta þess efa og
sýkna hann af morSákærunni. I
þriSja lagi, aS ef þeir fyndi hann
sekjan um morS, þá væri þeim
heimilt aS velja um hvort mæla
skyldi meS dauSarefsingu eSa æfi-
löngu fangelsi viS hegningarvinnu.
Haupt-
mann
dæmdur
til lífláts.
Flemington, 14. jan. FB.
Kviðdómendur fundu
Hauptmann sekan um
morð á fyrsta stigi. Dómar-
inn dæmdi hann til lífláts í
rafmagnsstólnum þ. 18.
mars n. k.
HAUPTMANN.
Reilly, verjandi Haupt-
manns, hefir lýst yfir því,
að dóminum verði áfrýjað.
Aftakan fer því fyrirsjáan-
lega ekki fram 18. mars,
heldur verður henni frest-
að, uns dómur er fallinn í
málinu í hæstarétti.
(United Press).