Vísir - 14.02.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 14.02.1935, Blaðsíða 3
(6 íþrótta*»kólinn á ,,Álafossi hefir ákveðið að halda sérstakt íþróttanámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 15—20 ára, í ágústmánuði n. k. ef nægileg þátttaka fæst. — Þær stúlkur, sem hafa áliuga á þessu — gefi sig fram sem fyrst á afgreiðslu ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2. Kslenskir þjódhættir eru nú aftur komnir í bókaverslanir. Engin bók er jafn sjálfsögð til afmælis- og tækifærisgjafa sem þjóðhættir. Þitt ríki komi (77 sálmar) Þessa litlu sálmabók þarf hver maður að eiga. X henni er fjöldi fallegTa sálma og sumir þeirra, eins og t. d. „Hærra minn guð til þín“, er mjög oft sunginn og ætti þó að vera oftar. Ódýrt kjöt af fullorðnu fé, fæsl í Matarverslan Tömasar Jönssonar, Laugaveg 2. — Sími 1112. Laugaveg 32. Bræðraborgarstig 16. Simi 2112. Simi 2125. Nýir kaupendur Yísis fá blaðið ókeypis til mán- aðamóta. Alþingi , verður sett á morgun. At- höfnin hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni kl. 1. Síra Frið- rik Hallgrímsson prédikar. Sextugur er í dag Halldór Vilhjálmsson, skóiastjóri á Hvanneyri í Borgar- fiiriöi. Veðrið í morgun. Frost um land alt. í Reykjavík io stig, Bolungavík 9, Akureyri 13, Skálanesi 9, Vestmannaeyjum 2, Sandi 8, Kvígindisdal 11, Hesteyri 1.0, Gj.ógri 8, Blönduósi 16, Siglu- nési 7, Grímsey 7, Raufarhöfn 7, Skálum,'5, Fagradal 7, Papey 7, Hólum í Hornafirði 5, Fagurhóls- mýxi 5, Reykjanesi 12, Færeyjum 2 stig. Mest frost hér í gær 13 stig, minst 6. Sólskin 5,8 st. — Yfirlit: Grunn lægð fyrir sunnan ísland á hægri hreyfingu norður eftir. — Hörfur : SuSvesturland: Vaxandi austan átt. Sennilega hvassviöri og snjókoma í nótt. Faxaflói, BreiSa- fjörður: Austan kaldi í dag, en allhvass í nótt. Vestfirðir, Norður- land: Hæg norðaustanátt, en vax- andi austan átt í nótt. Úrkomu- laust. NorSausturland, AustfirSir: HægviSri. Úrkomulaust. SuSaust- urland: Vaxandi austan kaldi. Dá- lítil snjókoma. Bamaveiki hefir orðiS vart hér í bænum og eitt bam dáiS. Bóluefni gegn barnaveiki er væntanlegt meS ríæsta skipi og verSur þaS notaS, ef nokkur þörf reynist fyrir það. ÞaS er brýnt fyrir foreldrum, aS vitja læknis í tæka tíS, ef börn fá sárindi í háls eSa hæsi, því aS þaS gæti veriS byrjun barnaveiki, og ráS er aS fara sem varlegast. Veikin hefir legiS niSri hér um 10 ára skeiS og er hætt viS, aS hún breiSist út, nema fylstu varúðar sé gætt. Aflasölur. GarSar seldi isfiskafla í Gríms- by í gær fyrir 1047 stpd. Þórólf- ur hefir selt ísfiskafla í Hull, 1506 vættir, fyrir 884 stpd. Hæstaréttardómur er fyrir skömmu fallinn i máli, sem höfðaS var gegn Magnúsi Jónssyni, Skagnesi í Mýrdal. — HafSi M. J. kært Jón Brynjólfs- son verkstj. í Vík fyrir að hafa ætlaS aS beita viS sig kúgun til þess aS kjósa Gísla sýslumann Sveinsson, viS alþingiskosningam- ar 1933. Ennfremur sendi M. J. dómsmálaráSuneyt. kæru á Gísla sýslumann. Reyndust kærur jiessar tilefnislausar, en M. J. var dæmdur i héraði fyrir rangar sakárgiftir og var þeim dómi áfrýjaS til hæsta- réttar. Samkvæmt dómsniðurstöSu Hæstaréttar á Magnús Jónsson aS sæta 3jamánaSafangelsiviS venju- legt fangaviSurværi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og niSur skal hún falla 'aS 5 áram liSnum, ef skilorS laga nr. 39, 1907, verða haldin. Landsfundur bænda verður settur hér i bæ næstkom- andi laugardag og stendur yfir 4 daga. Hjúskapur. Nýlega vora gefin saman í hjónaband af síra Árna SigurSs- syni, ungfrú Svanlaug Pétursdótt- ir og Hannes S. GuSjónsson, Loka- stig 22. íslenskir þjóðhættir, hin úgæta og fróðlega bók síra Jónasar lieitins frú Hrafna- gili, er nú komin aftur í bóka- verslanir. Mun ekki ofmælt, að þetta sé einhver merkilegasta bókin, sem út hefir komið hér ú landi síðustu úrin. Skýrir hún frá mörgu því i þjóðífi voru, sem orðið liefir að þoka fyrir öðru nýrra og er nú tekið að gleymast. En það er. satt, sem skúldið segir: „að fortíð skal byggja, ef frumlegt skal byggja — ún fræðslu þess liðna sést ei livað er nýtt“. — Það er liverj- um manni gott að kynnast fornum siðum og húttum þjóð- ar sinnar. Það vekur liann til umhugsunar og dúða og gerir hann að betra manni. En slíka fræðslu fú menn hvergi betri ú einum stað, en í „íslenskum þjóðhúttum“. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss k»m til Kaupmanna- hafnar kl. 6 e. h. í gær. Brúarfoss er væntalegur frá útlöndum í nótt. Dettifoss var á ísafiröi í gær. Kemur við á Þingeyri, Patreks- firöi og Sandi. Selfoss er í Reykja- vík. Goðafoss leggur af stað frá Hamliorg í dag áleiðis til Hull. Lagarfoss er á AustfjörSum. Geir kom af veiSum í nótt meS full- fermi og lagSi af staS áleiSis til Englands eftir skamma viSdvöl. G.s. ísland fer héSan í kveld áleiSis til Dan- merkur. Kemur við í Leith. Fiskstofa, í líkingu viS fiskstofur þær, sem tíSkast í Englandi, og eru jiar afar vinsælar, hefir veriS opnuð í Hafn- arstræti 17 og verSur jiar fram- vegis nýr, steiktur fiskur á boS- stólum, með kartöflum, steiktum í jurtafeiti. Er þetta herramanns- matur, hreinlega meS farinn, og steiktur í nýtísku vél. Sérstök feiti (ensk) er notuS til þess aS steikja matinn í. AS fyrirtækinu standa þeir Bjarni O. Jóhannsson og Viggó Eggertsson, sém hafa starf- aS á matsöluhúsum í Danmörku og Englandi og annar þeirra kyæt sér rekstur nýtísku fiskstofa í Englandi. —■ Þarna fá menn ágæt- an mat fyrir aSeins 40 aura og mun verSa fjölsótt þarna af fólki af öllum stéttum. Gísli Einarsson rakari, sem úðnr starfaði i rakarastofunni í Hótel Heklu, hefir nú tekið við rakarastof- unni ú Laugavegi 49. Næturlæknir er í nótt Jóhann Sæmundsson, Hringbraut 134. Sími ,3486. — NæturvörSur í Reykjavíkur apó- teki og lyfjabúSinni ISunni. í Nýja Bíó er nú veriS aS sýna frábæra mynd. Það er líf og barátta dýr- anna í frumskógunum sem sýnd er. Hefir þaS hlotiS aS kosta æma erfiði aS ná jieim myndum, og jafnfr’amt hefir myndasmiSurinn stundum hlotiS aS leggja sig í stórhættu. ÞaS er líf ljóna og tígr- isdýra, fíla og villinauta, naðra og apa og alls jiess mikla dýraríkis, sem frumskóginn byggir, sem fyr- ir augun ber og barátta tegund- anna, eins og Darwin lýsir henni. — Myndin er bráSspennandi, enda er náttúran merkilegasta æf- intýriS, sem til er. Inn í þetta hefir veriS fléttað heldur mjósleginni ástarsögu, sem, hvorki gerir til né frá um gildi myndarinnar. Hún er i aSaleSli sínu svo skemtileg og lærdómsrík, að þaS er óhætt aS ráSa öllum til þess að sjá hana, en sérstaklega ættu skólamir aS nota hér gott tækifæri. G. J. G rímudansleikur glímufélagsins Ármann verSur i iSnó á laugardaginn kemur. Hefir verið til hans vandaS. Hin góS- kunna hljómsveit Aage Lorange leikur. HúsiS verður skreytt, ljós- kastarar um allan salinn og ballónakveld. Eins og aS undan- förrrti er mjög mikil aSsókn aS dansleiknum og ættu félagsmenn því aS tryggja sér aSgang í tíma, og er verS miðanna kr. 4,00. Á. Heimatruboð leikmanna Vatnsstíg 3. Samkoma í kveld kl. 8. Allir velkomnir. Gengið í dag. Sterlingspund ............... kr. 22.15 Dollar......................... — 4.55 IOO ríkismörk ...... — 179-23 — franskir frankar . — 30.01 — belgur .................. — 105.86 — svissn. frankar .. — 146.79 — lírur ................... — 39-10 — firísk mörk ...... — 9.93 — pesetar ................. — 62.72 — gyllini................. — 306.44 — tékkósl. krónur .. —- 19:28 — Sænskar krónur .. —- 114.36 — norskar krónur .. — II 1.44 ;— danskar krónur ... — 100.00 Gullverð íslenskrar krónu er nú 48.72, miSaS viS frakkneskan franka. Dansklúbhurinn „Warum“ heldur dansleik á laugardaginn kl. 9 e. h. í K. R. húsinu, ASgöngu- miSasalan hefst á morgun. Nánara auglýst þá. Útvarpið í kveld. 19,00 Tónleikar. 19,10 VeSurfr. 19,20 Erindi: Atvinnusaga íslend- inga, IV (dr. Þorkell Jóhannes- son). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Frá útlöndum (sira SigurSur Einarsson). 21,00 Tón- leikar: a) Útvarpshljómsveitin ; b) Einsöngur (Þorbjörg Ingólfsdótt- ir). í rjðmaloBni knnningsskaparins. V. St. X M. M. NiSurl. Þér japliS á ábyrgS ySar gagn- vart „fjöldanum", og aS þér og liS yðar þurfiS aS hafa vit fyrir ,,fólkinu“. „Orri“ segir: „Því þetta tvent, listin og kritikin, eiga aS efla hvert annaS“. Satt er þaS, en sannleikurinn hefir bara fariS öfugumegin í ykkur. ÞaS fer aldrei „vel á vellin- um“, að keppendur dómarar og línuverSir, séu alt í öllu (samanb. heimsókn danskra knattleikara í sumar). Áhorfendur sjá þá oft betur hverjir hafa rangt í leik. Ef dómarinn sparkar knettinum og „línuverSir" bregSa leikendum og leikendur „slást“, þá er ekki alt meS feldu. Þar sem hér er um aS ræSa alvarlegri hluti en knatt- leik þá hefi eg ekki skap „til aS ganga út af vellinum" og láta liS ySar fremja ójafnaS sinn áfram i rjómalogni klíkuskaparins. „Orri“ ySar spyr hví eg ráSist eigi á „önnur blöS. — Hvar eru þeirra „klikur“ og dulklæddir „listamenn", skammandi ' félaga sína? Önnur íslensk blöS (en Mbl.) hafa, skrifaS lof og last um oss jöfnum höndum og þaB áður en kritikpabbi planta'ði grænkáli í Danmörku. Hygg eg aS list Ein- ars Jónssonar, Ásgríms og Þórar- ins Þorlákssonar hafi eigi mist mikils þá eSa síSar — jafnvel þótt þér og ySar fólk hefði aldrei skrif- aS staf um list. Svo viS tölum um þá, sem þér líkiS viS ioo-kalla erfiljóSasmiSi eftir „ySar aSferS" ættu þeir, sem ekki geta fengiS neitt fyrir mynd- ir sínar og enginn vill eiga mynd eftir og enginn nennir aS skrifa um, aS vera listamenn aS marki. — Þetta getur þó varla staSist sögulega, eSa haldiS þér, 10 ára gamli kritiksmiSur, aS allir þeir frægu listamenn, sem mest og best hafa selt, séu í listinni á borS viS ,,ioo-kalla“ erfiljóSasmiSi ? Þér hafiS þau orS eftir mér, aS „vondar inyndir geti gefiS brauS“. Þetta er tilhæfulaus þvættingur. Hinsvegar mun framtíðin sanna og hefir sannaS aS myndir, sem þér og fólkiS ySar dæmiS óhæfar hafa „gefiS brauS“, hanga nú á erlend- um söfnum og hafa fengiS betri Dm Þjóðleikhúsið. Dætur loftsins. Mér kemur til hugar aS kalla svo ýmsar aSfinn- ingar við ÞjóSleikhúsiS, fyrst og fremst staðinn, sem margir hafa veriS óánægðir meS. En þaS er sett niður eftir leikhúslögunum, og samþykki bygg- inganefndar bæjarins. Einn valinkunnur maður hreifði því f>mir nokkru aS Bókasafninu stafaði eldshætta af ÞjóSleikhús- inu. Eldshætta sem þaðan kæmi þyrfti aS brjótast út í gegrrum tvo steinveggi, hvern utar af öðrum. Sú eldshætta mun líka vera ímyndun, því, fyrir nokkru kom fornminjavörSur landsins, og baS um pláss fyri fornminjar sínar í ÞjóSleikhúsinu, því þær Væru ekki óhultar fyrir eldi í Landsbókasafn- inu. Nú mun sú hugmynd hafa gufað upp. En sá vitnisburður sýnist standa á eftir, aS eldshættan í ÞjóSleikhúsinu sé lítil, og líklega alveg staSbundin. Langmesta eldshættan fyrir bókhlöðuna, sem eg sé, kemur aS sunnan. Sú hætta kemur frá tvílyftu tímburhúsi á móti safninu, sem stendur suðvestur frá því hinumegin götunnar. Hér er hann oft á sunn- an, og allir sem muna bruna Hótel Reykjavíkur, sem bæði kveikti í Landsbankanum og Ingólfs- hvoli, þykjast sjá fyrir hvernig færi um bókasafn- iS, ef timburhúsiS fyrir sunnan götuna brynni. Ný hugmynd. Nú hefir komiS upp ný hugmynd. ÞaS er beiSni frá einni af skipulagsnefndunum um þaS, aS nyrst í Leikhúsinu, fyrir norðan ganginn bak viS leik- sviðið, yrðu settar í lag skrifstofur handa þessum nefndum og nokkur klæSaherbergi um leiS, ef eg skil rétt. Húsameistari ríkisins hefir reiknaS út kostnaSinn, og álítur aS hann sé 240,000 krónur. Leigurnar af skrifstofunum reiknar hann 43,000 kr. árlega, og að þær gengju til aS borga þessar 240.000 krónur meS vöxtum. Ætlast er til aS landsjóður tæki þær til láns. Þegar upphæð og vextir væri greiddir, ættu leigutekjurnar af skrifstofunum, ef þær halda áfram í húsinu, aS ganga til leikhússins. En fljótt kæmi þaS ekki aS notum, því þaS kostaði 15—20 ár aS greiða höfuSstólinn. Fleiri áætlanir enn. Húsameistari rikisins hefir fyrir löngu gert áætl- un um, hve mikiS mundi kosta að gera framhúsiS aS Bíó, og reiknar þaS 290.000 kr. Þar af er hugs- anlegt aS fá í dýrtíðarvinnu 80.000 kr„ sem ekki þyrfti að endurgjalda. Þar væri svo söngsalur og fundarsalur 0. s. frv. fyrir 800 manns. Ef gólf er á leiksviðinu, þá væri þar fundarsalur fyrir aðra 800 manns. Leikhúsnefndin hefir litiS á þaS mál. Og þess hefir veriS leitaS, aS fá ábyrgS stjórnarinn- ar, en hún færst undan hér áður, þó hún haldi fyrir okkur skemtanaskattinum. Bíóleyfið sem bæjar- stjórnin veitti leikhúsinu meS góSum vilja, er þó því aSeins viss tekjuliður leikhúsinu til styrktar, aS bíósýningar í Þjóðleikhúsinu verði undanþegnar skemtanaskatti til ríkisins, og ekki bundnar viS annaS, en aS halda sömu prísum, eins og bíóin sem fyrir eru, og þaS ætti aS haldast meSan ÞjóSleik- hús og bíó er uppi. Þá væri bíóiS mikilsvirSi til að borga skuldina af sjálfu sér, og síðar til stuðnings fyrir ÞjóSleikhúsiS. En langur tími verS- ur þangaS til. En þess er langt aS bíða, aS bíóiS geti haldiS leikhúsinu uppi til hálfs eða fulls. ÁgóSinn á ári er svo ákaflega óviss svona fyrirfram, en aS öll- um líkindum yrSi bíóiS aS borga sig í 30—40 ár, og þurfi ekki að endurgjalda 8o,ocio styttist tíminn liklegast um 10 ár. MeS æríeghcitum og vanalegum embættislaunum handa bíóstjóranum gengi þaS máske á þeim tíma. Útreikningarnir eru svo erf- iSir, því eg veit ekkert um renturnar, hve háar þær mundu verða. Hér sýnist verða að hreifa því að síðusta Al- þingi gerSi samþykt í þá átt, aS fyrir framan leik- húsiS skyldi verða torg, alveg upp á Laugaveg. — Nýlega gaf franska stjórnin Comédie Franqaise, sem LúSvík XIV. bygSi handa Moliére, og þaS hefir veriS styrkt af ríkinu, bíó til þess aS styrkja leik- húsiS. ÞaS má segja aS þa'S sé góður leikhússtyrkur álitinn, að hafa bíó í sambandi viS leikhúsiS. Skilyrðið mikla. Þegar Alþingi samdi ÞjóSleikhúslögin, kom eng- um annaS í hug, en leikhús. Til þess var skemtana- skatturinn lagður á — til aS koma upp leikhúsi og styðja leiklistina þar. — Þá voru tvö kvik- myndahús í bænum, og engum kom í hug nokk- ur minsta þörf á því þriðja. Nei, leikhúsið átti i vök að verjast, og leikhús eru styrkt á Norður- löndum, hjá, Frökkum og Germönum. Þetta mun nú líka vera viSurkent hér hjá ýmsum háum og lágum. Húsameistari hefir lika gert yfirlit um hvaS gott leiksviS kosti, og áætlun hans um þaS, og her- bergin í kring um þaS, er kr. 180,000, langlægsta upphæðin af þessum þremur. Ef fram-leikhúsiS og aftur-leikhúsið yrði sett í stand, má ómögulega hlaupa yfir leiksviSiS, því yegna þess er alt hitt gert. Vér þjóSleikhúsnefndarmenn mundum þá minna á, að vér höfum veriS lögrændir skemtana- skattinum í tvö ár, og þegar þar aS kæmi líklega fjögur ár, og biSja þess aS þessar kr. 180,000 kæmu fram til aS hjálpa málinu. — ÞjóSleikhúsiS verður aS opnast meS leik en ekki bíósýningu, það væri óheimil meðferS á opinberu fé, ef þaS er lagt til eins, sem er ætlaS til annars. ViS landsmenn eða bæjarmenn erum ekki einni ögn betur farnir þó viS sjáum einhverja talmynd í ÞjóSleikhúsinu, viS þurfum þess ekki meS til þess. ViS getum fengiS aS sjá þær í Nýja eða Gamla Bió. Til þess þarf ekkert hús aS byggja. Niðurl. Reykjavík 9. febrúar 1935. Indriði Einarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.