Vísir - 06.03.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 06.03.1935, Blaðsíða 3
 l'ápn aíi hætta lífi þeirraj méb því að g-efa þeim 'iiýmjólk úr fjósinú ? Sjálfsagt ern nú mjaltakonur hans jafn prúðbúnar og' hann vill vera láta hér i Reykjavík, i hvitum sloppum með gasgrímur, og þvo sér um hendur og skafa undan nöglunum, þegar jiær eru búnar meS fyrstu kúna, og svo koll af kolli. Annars hefir mér dottið í hug, hvort þessi stjórn, sem er svo dæmalaust hugvitssöm aö stofna embætti, muni ekki brá'ðum skipa konunglegan fjósa-hand- snyrtimeistara (máske einhver crðhagur maöur geti fundið laetri titil) til aö hafa eftirlit með mjaltakonunum, því þær tína rná- ske snyrtiáhöldunum, ef þær mjólka margar kýr. Þetta hrein- læti er náttúrlega gott og blessaö, ef þeir geyindu svo ckki mjólkina þangað til hún er ódrekkandi,- Ef mjólkurframleiðanda hér í bæ langar aö færa sjúkling eða fá- tækum manni mjólk í brúsa, á hann á hættu, að vera hundéltur ems og versti sprúttsmygill, og farið með hann á lögreglustööina, og við erum frjáls þjóö í frjálsu landi!! Annars finst mér ganga ó- svífni næst af þeim, sem fylgja núverandi stjörn, að koma í út- varpið og tala um sinn flokk, sem frjálslynda menn, eins og einn þeirra gerði síðasta föstudag. í haust lofuðu foringjar ykkar mik- illi verölækkun á nýmjólk og hækkun til bænda en nú, þegar þeir eru búnir að svikja öll sín loforð í þessu máli, og komnir i standandi vandræði, þá hæðast þeir að fátækt ykkar og segja, að þjð skulið bara kaupa helmingi nteira, ykkur muni ekkert um það! Hafa foringjar jafnaðarmanna séð mönnum ykkar fyrir betri atvinnu, en áður, hafa þeir af sínum stór- gróða, varið einurn eyri til at- vinnu, þar sem alþýðumenn gætu haft varanlegt lífsframfæri ? Þvert á móti hafa þeir ofsótt og reynt með ÖJlu móti að eyðileggja þá mcnn, sem fvrir dugnað sinn og framsýni hafa veitt hundruðum al- þýðumanna góða atvinnu. Hvað tekur svf' viö fyrir ykkur, þegar búið er að jafna bessi atvinnu- fyrirtæki við jörðu? Máske þeir sendi mennina ykkar í ensku kola- námurnar, eða einhverja ])esshátt- ar atvinnu, tii að vinna upp eitt- hvað af skuldunum, sem þeir eru búnir að stofna til þar i landi. Þeir geta ennþá veitt nokkrum mönn- um atvinnu við aö lagfæra rangar vogir og mælitæki, sem þeir nota, en það ber bara ekki á því, að þeir hafi nokkurn áhuga fyrir þvi máli. Eitt af því vitlausasta, sem frá Alþýðublaðinu hefir komið er það, að andstæðingarnir eiga að sanna, hvað mikil mjólk hafi selst í bæn- um. Hvernig eiga þeir aö hafa að- gagn að bókum samsölunnar, þar sem sjálfsagt er skrifað, hvað mik- ið selst daglega, og liklega lika hvað miklu er helt niður. Það getur satt verið, að mjólkursalan sé mikil, ef forráðamenn ykkar hafa víða þann sið, að skipa mönn- um, sem þeir hafa í vinnu, að kaupa mjólk, og þamba úr fullri pottflösku fyrir augunum á þeirn, oftar en einú sinni á dag, en held- ur verða nú færri aurarnir, sem mennirnir ykkar koma með heini að kveldi. En þeim er vorkun, sem þekkja sína foringja og vita hvað þeir eiga á liættu, ef þeir óhlýðn- ast. Stjórnarblöðin skrifa mikið um íhaldsfrúr í sambandi við mjóikurmálið, en það aö vilja halda í nýmjólkina, þá hollustu fæðu, sem þjoðin á, álít eg engum til minkunar. M. Ætlið þið lengi að sitja aðgerð- arlausar og láta þaö blað, sem kennir sig við ykkur, ausa svi- virðingum yfir þær konur, seni hafa kjark- til að standa á verði um hag heimila þessa bæjar. Hér i bæjarlandinu er framleitt mikið af góöri nýmjólk, sem framleið- endum er lífsnauðsyn að selja og bæjarbúum aö kaupa. Frá þvi þessi bær bygðist hefir það vist verið venja, að þessir tveir aðilar skiftu hvor við ann- an milliliðalaust. En hvað skeður? Menn austan úr sveitum koma og segja aö við séurn ekki lengur fi'áls að því að kaupa nýmjólk, sem framleidd er i okkar eigin Ijæjarlandi. Fyrst verði að senda hana í hreinsunarstöð Mjólkurfé- lagsins og blanda henni sarnan við tveggja sólarhringa garnla mjólk, og stassanisera hana áður en hún sé hæf til manneldis. Okkur er fyrirboðið að kaupa mjólkina glæ- nýja frá þeirn fjósum, sem við treystum fyllilega til að gæta hreinlætis í hvívetna. Það kann vel að vera, að mjólkin rnissi eng- in fjörefni við að stassaniserast, en tökum dæmi, sem hver húsmóð*- ir skilur. Ef við kaupum fisk, sem veiddur er fyrir tveim sólarhring- um og sjóðum hann þangað til að við erum vissar um, að engin lifandi bakteria sé eftir í honum, verður hann jafngóður og fiskur, sem við í daglegu tali segjum, að við fáum lifandi úr sjónum, það er, veiddur samdægurs. Ætli það sé ekki eitthvað líkt með mjólkina. En alt á að apa eftir Dönurn. Þar eru rniklir berklar í kúm, og strangar ráðstafanir með rnjólk- ina, en þeir stefna aö því að bæta kúastofninn, svo eftir nokkur ár verði hægt að selja mjólkina ó- gerilsneydda. í stórborgum álf- unnar, þar sem heilbrigðismál eru í besta lagi, er hægt að fara i fjósin og kaupa nýmjólkina á sama klukkutímanum og hún kem- ur úr kúnni.En hér i bæjarlandinu, þar sem dýralæknar segja að ekki finnist berklar í nokkurri kú, er okkur fyrirboðin nýmjólkin, ])essi undrafæða, sem um margar aldir, á ísa- og harðindaárum hefir haldið lífinu í þjóðinni. Hvernig á nokkur maður að skilja aðra eins endalausa vitleysu. Hér í bæn- um eru tveir starfandi dýralæknar, sem sannarlega ættu að geta litiö eftir, að kýr og fjós væru í góðu ásigkomulagi. Skyldi sá maður hafa verið álitinn með fullu viti, sent fyrir tuttugu árum hefði spáð því, að þegar brennivínið yrði gef- ið frjálst, þá fyrirskipaði ríkis- stjórnin, aö nýmjólk mætti ekki selja nerna eftir læknisráði. Finst ykkur alþýðukonur, að ])ið hafið ekki nóg að starfa, þó þið þurfiö ekki að sitja klukkutímum saman í biðherbergjum lækna, að bíða eftir recepti upp á nýmjólk, og ætlar stjórnin að borga fyrir ykk- ur receptin. Og þetta skeður, þegí ar fyrsti jafnaðarmannaráðherra íslands kemst til valda. Var það með þetta fyrir augum, sem þið studduð hann upp í valdastólinn ? En öll vitleysan keniur af því, að mönntim, sern ekkert þekkja til hér í bænurn, er fengið vald til að stjórna verslun, sem snertir hvert einasta heimili bæjarins. — Þeir hafa enga þekkingu á hvað bæjarbúum hentar best. Ivona, 5em átti heima langt vestur í bæ, spurði formann samsölunefndar, hvar hún gæti fengið nýmjólk handa ungbarni, svarið var, að hún gæti farið í fjós við Njarðargötuna. Er þetta ekki talandi vottur um ó- kunnugleika og kæruleysi þeirra manna, sem hafa verið settir yfir samsöluna. Hvernig fer formaður samsölunefndar að, ef Reykvík- ingar koma heinl til hans og lang- ar að fá mjólk að drekka. Þorir BLANDAÐUR KÓR n' k' ÍOStudag’ 8' nu ' Ganila Bíó undir stjórn Sigfúsar Einarssonar lónskálds. — Songfolkið alt er þekt að góöu af Reykvikingum, þvi að flest liefir jiað sungið hér áður i korum, sem kveðið hefir að.,— Á söngskránni eru lónverk sem frambærileg eru i hvaða mcnninöaiborg sem \cCii. Ástæoa er til þess að geta sérstaldega tónsmíðar söngstjórans Sigfusar Emarssonar, sem fyrst var flutt undir hans stjórn á norrænu söngmóti í Kaup- mannahöfn 1929, en ekki hefir áður verið sungin hér. KondLylls setur stjórnarbyltingarsinnum úrslitakosti. Oslo, 5. mars. FB. Stjórnarbyltingartilraunin, sem hófst í Grikklandi síðast- Jiðinn laugardag er nú komin i það horf, að alment er talið, að borgarastyrjöld geisi í stórum hlutum landsins. Allir ■ vitar Iiafa verið slöktir á ströndúm landsins. London 6. mars. FB. Kondylis hershöfðingi hefir sett leiðtogum uppreistarmanna úrslit- akosti -— hafi þeir ekki gefist upp árdegis í dag verði hafin öflug sókn gegn þeim og verði þá hald- ið, áfúam baráttunni gegn þeim uns klekt hefir verið á þeim til fullnustu. Ennfremur hefir Kon- dylis tjáö þeim, að þeir þurfi engr- ar miskunnar að vænta frá stjórn- inni, ef þeir leggi ekki niður vopn sín þegar í stað og gangi ríkis- stjórninni á vald. — Kondylis seg- ist verða að kannast við það, að hinn „vitskerti glæpamaður“ Veni-; zelos hafi Krít og austurhluta Makedoniu á sínu valdi, en ríkis- stjórnin hafi yfirhöndina hvar- vetna annarsstaöar á meginlandi Grikklands og á eyjunum, að Krít undantekinni. (United Press). i Búlgarar og Tyrkir auka lið sitt við landamæri Grikklands. London 5. mars. FÚ. Gr.íska stjórnin hefir látið leggja tundurdufl í höfnina við Saloniki, og bannað alla skipaumferð um hana. Annars hefir lítið gerst í dag, í sambandi við úppreistina. Búlgaría og Tyrkland hafa bæði aukið lið sitt við lándamærin grísku. Flandin ræðir verðfall sterlings- punds og gengi frankans. Otan af landi FLANDIN París 6. mars. FB. Út af hinu stöðuga verðfalli sterlingspunds hefir Flandin, for- sætisráðherra Frakklands, gert aö umtalsefni gengi frankans og stefnu frakknesku ríkisstjórnar- innar í gjaldeyrismálunum. Neit- aði Flandin því algerlega, aö Frakkland ætlaði sér að fella frankann í verði. Heldur eigiáfomi ríkisstjórnin nokkura breytingu í gjalclmiðilsmálunum yfirleitt. — (Unitecl Press). Útflutningur freðkjöts. Brúarfoss tók á Sauðárkróki i vikunni sem leið 5000 skrokka freðkjöts og 4000 rjúpur. Áheit á Barnaheimilið Vorblómið (Happakrossinn), afhent Vísi: 2 kr. frá H. Akureyri 5. mars. FÚ. Nýtt matjessíldarsamlag. Síðastliðinn sunnudag var hald- inn hér á Akureyri almennur j fundur íslenskra matjessíldarfram- leiöenda. Voru þar mættir flestir norðlenskir síldarframleiðendur. j Auk þess höfðu ýrnsir sunnlensk- ir útgerðarmenn sent umboðsmenn jj á fundinn. Fundarstjóri var kosinn Axel Kristjánsson, en fundarritari Ferdinand Jóhannsson og Þor- steinn Pétursson. í fundarbyrjun var samþykt með 26 atkvæðum gegn einu að stofna matjessíldar- samlag. Síðan voru lög samþykt fyrir samlagið, eftir ítarlegar um- læöur. Miða þau að öllu leyti aö ])vi, að nýir síldarsaltendur séu jafn réttháir og þeir er fyrir voru. Að lögunum samþyktum voru þau undirskrifuð af stofnendum, en þeir eru 42 að tölu; ráða yfir 22 skipum, og framleiddu um 34,000 tunnur matjessíldar síðastliðið ár, en samlag íslenskra matjessíldar- framleiðenda 1934, seldi 55.500 tunnur. í stjórn samlagsins hlutu kosn- ingu Ásgeir Bjarnason, Ásgeir Pétursson, Otto Tulinius,' Haf- steinn Bergþórsson og- Finnur Jónsson. Varamenn stjórnarinnar voru kosnir Halklór Guðmunds- son, Ólafur Vilhjálmsson, Jón Kristjánsson, Jón Þórðarson og Óskar Jónsson. Á fund þann, er Matjessíldar- samlag síðastliðins árs hefir boð- að í Reykjavík þann 8 þ. m. ákvað fundurinn að senda Ásgeir Bjarna- son, Otto Tulinius og Ólaf Vil- hjálmsson. Almennar fréttir. Keflavík 4. mars. FÚ. Katla tók hér í Keflavík 8500 pakka af þursöltuðum og blaut- söltuðum fiski og fór í nótt. — Maður sá, er meiddist á höfði við framskipun í Kötlu, sem fyr er getið, heitir Jakob Jónsson frá Keldunúpi í Vestur-Skaftafells- sýslu, 17 ára að aldri. Höfuðkúp- an reyndist sprungin. Manninum líður vonum framar. Flestir bátar héðan úr Keflavík voru á sjó í dag. Sjóveður var slæmt og afli talsvert tregari en að undanförnu. 4. mars. FÚ. Vélbáturinn Björgvin, / eign Vigfúsar Guttormssonar og félaga, kom til Neskaupstaðar s. 1. laugardag. Báturinn lagði af stað frá Djúpvik í Sviþjóð 22. janúar og náöi Shetlaúdseyjum eftir 6 sólarhringa útivist' í of- viöri. Þar beið hann byrjar 2Í- sólarhring. Skipstjóri er Árni Riis, Skipshöfn var upphaflega 4 rnenn, en 1 veiktist í Shetlandseyjum og varð þar eftir. Báturinn er um 15 smálestir að stærði Veðrið í morgun: Hiti í Reyjavík 4 stig, Bolunga- vík — o, Akureyri — 3, Skála- nesi — 3, Vestmannaeyjum — 4, Sandi 3, Kvígindisdal o, Hesteyri — 2, Gjögri — o, Blönduósi 2, Siglunesi o, Grímsey — 1, Rauf- arhöfn — 2, Fagradal — 4, HÓI- um í Hornafirði — o. Fagurhóls- mýri o, Reykjanesi 7, Færeyjum — 1. Mestur hiti hér í gær 5 stig,! mest frost 2 stig. Úrkoma 0,4 mmj| Sólskin 5,2 st. Yfirlit: Alldjúp, lægð suðvestur af íslandi á hreyf-j ingu norður eftir. —: Horfur: Suðvesturland, Faxafló'i, Breiða fjörður: Allhvass og súmstaðat | hvass suðaustan og' síðar sunnan. Rigning. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland, ’Austfirðir: All- hvass suðaustan og snjókoma eöa sjydda í dag, en gengur í suður með þíðviðri í nótt. Suðaustur- Iand: Allhvass suðaustan og síð- ar sunnan. Rigning. Bæjarstjórnarfundur verður haidinn á morgun kl. 5 e. h. Rætt verður unt brunabóta- virðingar, fundargerðir ýmsar, mjólkurJöginy 'atVínnubófáíán, al- \ innuleysið (eftir ósk Björns Bjarnasonar) togaraútgerð (eftir ósk Ólafs Friðrikssvnar). áfeng- ismál borgarinnar (eítir ósk Ólafs Friðrikssonar), útsvarsmál. Af vaiðum hafa komið Bragi, Gulltoppur, Kári Sölmundarson.. Gyllir og Otur, allir með góðan afla, frá 80—90 tn. hver. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á útleið. Goðafoss var i morgun á leið írá ísafirði til Önundarfjarðar. Dettifoss fór frá Hull í gær áleiðis til Vest- mannaeyja. Brúarfoss var á leið til Stykkishólms í morgun. Fer þaðan áleiðis til Icondon með við- kornu í Vestmannaeyjum. Lagar- foss er á Austfjörðum. Selfoss er i Leith. Holberg-klúbburiim, rithöfundafélag i Bergen, sem er stofnað af aðdáendum Ludvigs HolbergsiyoS og :i eru ýmsir rnerkir fræðimenn og unnend- ur Holbergs, hfcfir á fundi sínum 1. febrúar síðastliðinn útnefnt Lárus Sígurbjörnsson, for- mann Leikfélags Rey'kjavíkur, sem meðlim í félaginu. Hefir Lárus þytt ýmsa leiki Holbergs á ís- lensku og beitt sér íyrir sýningu þeirra hér. Leikhúsið. Annað kveld er frumsýning á sjónleiknum „Nanna“ eftir John Masefield. Aðalhlutverkin leika Arndis Björnsdóttir, Indriði Wa.áge, Marta Inriðadóttir, Valur Ciíslason og Brynjólfur Jóhannes- son. Gunnar Hansen hefir haft ; leikstjórnina á hendi. Er nú langt síðan Leikfélagið heíir sýnt erlent úrvalsleikrit og því líklegt, að sýningin á þessu leikriti mælist vel fyrir. Leikfélagið vill Iáta þess getið, að börnum verður ekki leyfður aðgangur að sýningum á sjónleiknum „Nanna“, ])ar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir, að þau geti fylgst með efni leiksins, frekara en j t. d. „Á út- leið , og myndu aðeins valda truflun í leikhúsinu, en leikurinn er alvarlegs efnis og hið merk- asta skáldverk. Á fundi hafnarstjórnar 4- mars var tekið íyrir erindi frá Jóni Axeí Péturssyni, hafn- sögumanni. í erindi þessu fer hann 1 rant á, að sér sé veití frí frá starfi sínu í eitt ár án launa, enda útvegi hann mann í sinn stað, er hafnar- stjóri tekur gildan. Var samþykt með öHuni atkvæðum að veröa við þessari beiðni. Næturlæknir * er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Simi 2234. Nætur- vörður í Laugávegs apóteki og .ingólfs apóteki.; Laval tekur sér hvíld. Berlín, 6. mars. — I Laval, utanríkisráðhei Frakka fór i gær til Suði Frakklands ásamt fjölskyl sinni, og ætlar að. taka sér liv frá störfum um skeið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.