Vísir - 09.03.1935, Blaðsíða 3
VÍSIR
DANSKI FLUGMAÐURINN TRANUM.
Myndin er tekin i Uggerlöse fyrir nokkuru, er hann var nýlentur eftir a’ö hafa hent sér úr flug-
vél, nreö fallhlíf, í 1500 metra hæö.
Grikklandsskeyti.
Alþjóöaskrifstofan i Berne tilkynnir að gríska sima-
stjórnin hafi tjáð, að þar í landi sé nú hafin skeyta-
skoðun og skeytaviðskifti við Grikkland séu eingöngu
á ábyrgð sendanda. Jjuhnálsskeyti ekki leyfð. Engin
skeyti leyfð til Austur-Makedoníu og Þrakíu. Loft-
skeytastöðvarnar í Aþenu og Chios afgreiða ekki held-
ur loftskeyti.
Reykjavík, 9. mars 1935.
L ANDSSÍMASTJ ÓRI.
Guðmundur J. Hlíðdal.
FlugmaÖur ferst.
Happdrætti
Háskóla íslands
verður opið laugardaginn.
Skrifstofa mín verður opin í dag til kl. 12 á miðnætti.
Á sunnudaginn frá kl. 1 til 5. Komið og kaupið vinn-
ingsnúmerin hjá mér. Inngangur um skóverslunina
Melgi Sívertsen.
Austurstræti 12. Simi 3582.
Hafnfirðingar!
Happdrættismiðar verða afhentir til kl. 12 i nótt
og á morgun eftir hádegi til kl. 7.
Valdemar Long,
Sími 9288 og 9289.
Túngötu 3.
Túngötu 3.
Happdi'ættismiðar verða afgreiddir í dag til kl. 12 á
miðnætti.
Anna Ásmundsdóttir
Túngötu 3.
Gnðrnn Björnsdóttir
' Túngötu 3.
arreykjadal og Skorradal gætir
þeirra minna. Ekki hafa hús
skekst eða fallið á þessu svæði,
svo kunnugt sé.
i
!
Skáknámskeið fyrir börn.
Akureyri 8. mars. FÚ.
Nýlega er lokiö hér á Akureyri
skáknámskeiöi fyrir börn og ung-
linga, er Skákfélag Akureyrar
stóð fyrir. Kend voru helstu und-
irstööuatriði skákfræöinnar. Þátt-
takendur voru 15, og stóð náms-
skeiöiö yfir hálfan mánuð. Er ætl-
aö að þetta sé fyrsta námsskeiðið
af þessu tæi, sem haldið er hér
á landi.
Skákfélag Akureyrar undirbýr
nú af kappi væntanlegt Skákþing
Norðlendinga, sem á að hefjast
hér á Akureyri 25. þ. m.
/
Hvalreki.
8. mars. FÚ.
I símskeyti frá Bíldudal segir
að hval hafi rekið í Trostansfirði
inst í Arnarfirði síðastliðinn mið-
vikudag.
V
Aflabrögð.
8. mars. FÚ.
Línuveiðarinn Alden kom til
Stykkishólms af veiðumí í morgun
með allgóðan afla, um 150 skip-
pund. Áður hefir hann lagt upp
afla sinn í Reykjavík. Vélbáturinn
Svanur frá Grundarfirði er ný-
byrjaður íiskveiðar. Hefir verið
sett í hann ný Alfa-dieselvél 40
hestafla. Hann leggur afla sinn
á land í Grundarfirði. Smærri bát-
ar geta lítið stundað sjó sakir sí-
feldra ofviðra.
Svissleidingar
auka landvarnir sínar.
—o—
Samkvæmt símfregnum frá
Genf í fyrra mánuði hafa Sviss-
lendingar ákveðið að auka land-
varnir sínar, og stafar það
meðfram af því, að þeir óttast
Þjóðverja meira en áður, síðan
nazistar komust til valda og
tóku til að fara sínu fram í
vígbúnaðarmálunum. , Sviss-
lendingar vilja um fram alt
forðasf ófrið, eins og Hollend-
ingar, Belgíumenn og fleiri
smáþjóðir álfunnar, en þeir
hugsa sem svo, að allur sé var-
inn góður, og ef þannig færi
að þeir væri til neyddir að
verja hlutleysi sitt þyrfti þeir
að vera undir það búnir.
Það var mjög umdeilt mál i
Svisslandi, hvort lengja skyldi
herskyldutímann eða ekki, og
sá varð endir á, að það var bor-
ið undir þjóðina, livort grípa
ætti til þess að lengja liann um
mánaðartima árlega. Úrslit
þjóðaratkvæðisins um þetta
urðu þau, að 502.740 kjósend-
ur greiddu atkvæði með þvi, að
lengja herskyldutímann, en
427.830 á móti.
Vígbúnaðarmálin eru nú
hvarvetna ofarlega á dagskrá
og hvort sem það er á rökum
reist eða ekki óttast margir
Svisslendingar, að ef ný heims-
styrjöld brytist út kynni svo að
fara, að lilutleysi Svisslands
yrði skert.
Jafnaðarmenn höfðu barist
mjög ákaft á móti því, að her-
skyldutíminn yrði lengdur, og
frá þeim var mótspyrnan öfi-
ugust, er þessi mál voru rædd á
þingi í liaust, og leiddi hún m.
a. til þess, að ríkisstjórnin
neyddist til þess að bera deilu-
mál þetta undir úrskurð þjóðar-
innar. Þótt undarlegt kunni að
þylcja, , segja Parísarblöðin,
hættu jafnaðarmenn að miklu
leyti mótspyrnu sinni gegn
Iengingu herskyldutímans
skömmu áður en þjóðaratkvæð-
ið fór fram, og í mörgum kan-
tónum, þar sem þeir hafa
mikið fylgi, var meirihlutinn
með lengri lierþjónustu, en
einnig í sumum íhaldshéruðum
varð árangurinn sá, sem menn
höfðu eklci búist við, ]). e. að þar
voru menn mótfallnir því, að
herskyldutíminn væri lengdur.
Mun það vera óttinn við hið
nazisliska Þýskaland, sem liér
hefir ráðið úrslitum, að því er
jafnaðarmenn snertir.
Árið sem leið samþykti þjóð-
þing Svisslands að verja 80
milj. franka til þess að kaupa
nýjar fallhvssur, flugvélar o. s.
frv. lianda hernum. — Svissland
getur á stuttum tíma komið sér
upp 400.000 manna æfðum her.
— Viðtækar ráðstafanir hafa
verið gerðar til þess almenning-
ur viti hvernig hann á að liaga
sér, ef um loftárásir væri að
ræða. M. a. verða menn al-
ment æfðir í notkun á gas-
grímum.
Hkkert sýnir betur en þær
ráðstafanir, sem gerðar eru í
Svisslandi, landi, þar sem varn-
arskilyrði eru hin bestu og þjóð-
in einhuga vill forðast ófrið,
hversu ófriðaróttinn er almenn-
ur í álfunni. Allstaðar að kalla
má óttast menn nýja styrjöld og
búa sig undir hana.
Messur á morgun.
I dómkirkjunni: Kl. 11, síra
Bjarni Jónsson. Kl. 2, barnaguðs-
þjónusta (Fr. H.), kl. 5 síra Friö-
rik Hallgrímsson.
í fríkirkjunni: Kl. 2, síra Ámi
Sigurðsson.
í Hafnarfjarðarkirkju: Ivl. 2,
sjómamraguðsþjónusta. Síra Garð-
ar Þorsteinsson.
í Landakotskirkju :. Hámessa kl.
10, kveldguðsþjónusta með pré-
dikun kl. 6. —
I spitalakirkjunni í Hafnarfirði:
Hámessa kl. 9. Kveldguðsþjón-
usta meö prédikun kl. 6.
Veðrið í morgun.
Hiti um land alt. í Reykjavík
9 stig, Bolungarvik 10, Skálanesi
10, Vestmannaeyjum 8, Sandi 8,
Kvígindisdal 7, Hesteyri 7, Gjögri
4, Blönduósi 9, Siglunesi 14,
Grímsey 7, Raufarhöfn 8, Skálum
7, Fagradal 7, Papey 6, Hólurn í
Hornafirði 7, Fagurhólsmýri 7,
Reykjanesi 7, Færeyjum 7 stig. —
Mestur hiti hér í gær 10 stig,
minstur 2 stig. Úrkoma 9,9 mm.
Sólskin 3, st. — Yfirlit: Víðáttu-
mikil lægð fyrir suðvestan land.
Hæð yfir Bretlandseyjum og
Norðurlöndum. — Horfur: Suð-
vesturland, Faxaflói, Breiðafjörð-
ur, Vestfirðir: Allhvass og sum-
staðar hvass sunnan. Rigning öðru
hverju. Norðurland, norðaustur-
land, Austfirðir: Allhvass og sum-
staðar hvass sunnan. Úrkomulitið
og hlýtt. Suðausturland: Allhvass
sunnan. Rigning öðru hverju.
Happdrætti Háskólans.
Síöasti söludagur happdrættis-
miða er í dag. — Athygfi skal vak-
in á augl. þeim, sem birtar eru i
dag, viðvikjandi sölu happdrættis-
miðanna.
Blandaður kór
söng í kærkveldi í Gamla Bíó,
Undir stjórn Sigfúsar Einarssonar
tónskálds, fyrir fullu húsi, og var
söngnum tekið forkunnarvel, svo
að kórinn varð aö endurtaka mörg
lög. Sérstaka hrifningu vakti síð-
asta tónverkið á söngskránni,
„íslandý, eftir söngstjórann sjálf-
an, sem sungiö var með undirleik
konu hans, frú Valbogar Einars-
son. Vafalaust endurtekur kórinn
þessa glæsilegu söngskemtun.
Húsmæður!
Munið, að skrifstofa Húsmæðra-
félagsins á Lækjartorgi 1,. annari
hæð, herbergi 11, er opin frá kl.
.5—7 daglega. Á þeim tíma verða
skirteini afhent og þangað geta
konur sótt upplýsingar. Sími 4292.
Þórólfur
kom af veiðum í nótt með 53
tunnur lifrar.
Dansleik
heldur ungmennastúkan Edda í
G. T.-húsinu í kveld. Sama fyrir-
komulag og séinast.
E.s. Súðin
fer i kveld áleiðis til Austfjarða
og Noregs.
Skip Eimskipafélagsins.
Goðafoss er í Reykjavík. Detti-
foss er væntanlegur hingaö seint
í kveld frá útlöndum. Brúarfoss
er á leið til London. Lagarfoss var
á Þórshöfn í morgun. Selfoss er
á leið til Reykjavíkur frá Eng-
landi.
Gengið í dag.
Sterlingspund ......... kr. 22.15
Dollar................... — 4.66J
100 ríkismörk ........... — 183.92
— franskir frankar . — 31.25
— belgur............ — 110.01
— svissn. frankar .. — 152.83
— lírur ............... — 39.85
— finsk mörk ...... — 9.93
— pesetar ............ — 65.32
— gyllini.............. — 319.44
•— tékkósl. krónur .. — 20.07
— sænskar krónur .. — 114.36
— norskar krónur .. — m-44
— danskar krónur .. — 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 46.80, miðað við
frakkneskan franka.
Næturlæknir
er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ing-
ólfsstræti 14. Sími 2161. — Nætur-
vörður í Laugavegs apóteki og
Ingólfs apóteki.
K. R. að Álafossi.
K. R.-ingar fara í fyrramálið kl.
9J4 árd. frá K. R.-húsinu upp að
Álafossi í sundhöllina.
Ægir,
2. tbl. XXVIII. árg., er nýlega
lcomið út. Efni: Aðalfundur Fiski-
félags íslands, Lýsisframleiðsla,
iýsissala og lýsis-samauglýsinga-
starfsemi Norðmanna, Skýrsla er-
indrekans i Austfirðingafjórðungi
fyrir októbermánuð til áramóta og
ársyfirlit (1934), Skýrslá frá er-
indrekanum í Norðlendingafjórð-
ungi og Skýrsla erindrekans í
Vestfirðingafjórðungi og loks
skýrsla um afla í Grimsey 1934.
Gamla Bíó
sýnir þessi kveldin kvik-
myndina „Pancho Villa“, sem gerð
er af Metro-Goldwyn-Mayer-kvik-
myndafélaginu. Efnið er tekið úr
sögu Mexico á kúgunar- og upp-
reistartímum þar í landi. Kemur
hér mest við sögu bófaforinginn
Villa, sem flestir hafa heyrt um
getið eða lesið. í kvikmyndinni er
hann gerður málsvari kúgaðra
bænda og á mestan þátt í, að
Madero kemst til valda, dregur
sig því næst í hlé að vilja hans, er
dæmdur fyrir rnorð, náðaður og
gerður útlægur o. s. frv., en inn í
]>etta fléttað ýmsum atriðum úr
lífi hans, um ástamál o. fl. I kvik-
myndinni er mjög vikið frá sögu-
legum sannreyndum, en hún gefur
góða hugmynd, að dórni kunnugra
gagnrýnenda, um Mexico á bylt-
ingartímum, og kvikmyndin er vel
leikin og gerð. Sérstaklega er hlut-
verk Villa, sem Wallace Beery hef-
ir með höndum, ágætlega með
farið. a.
N
Nýja Bíó
sýnir þessi kveldin kvik-
myndina „Czardas-dansmær-
in“, sem hefir vakið feikna eftir-
tekt eidendis. Kvikmynd þessi er
ungversk 0g byggist hún á óper-
ettunni „Die Czardasfiirstin" eft-
ir Kalrnan, en lögin og kvæðin i
þessari óperettu hafa hlotið1 al-
menningshylli víöa um lönd. Efni
myndarinnar verður ekki hér rak-
ið, en það er hið skemtilegasta, og
kvikmyndin yfirleitt svo fjörleg og
hressileg, að betra verður ekki á
kosið. Aðalhlutverk leikur hin
fagra þýska leikkona Martha Egg-
erth, sem nýlega lék á móti manni
sínum, söngvaranum Kiepura, í
mynd, sem sýnd var í Nýja Bíó
Önnur hlutverk leika Pard Hör-
biger, Hans Söhnker og Paul
Kemp.
Útvarpið í kveld.
18,45 Barnatími: Sögukafli (Jó-
hannes úr Kötlum). 19,10 Veður-
fregnir. 20,00 Klukkusláttur. Fétt-
ir. 20,30 Erindi: Kristur og Búdda
(Magnus Jónsson próf.). 21,00
Tónleikar: a) Útvarpstríóið; b)
Sígild skemtilög (plötur). Dáns-
lög til kl. 24.
Háskólafyrirlestrar á ensku.
Næsti fyrirlesturinn verður
fluttur í Háskólanum á mánudag-
inn kl. 8 stundvísl. Efni: Nokkur
sjónleikaskáld nútímans.
Atvinnuleysið í Bandaríkjunum.
Enn njóta urn 22.735.000 manns
atvinnuleysisstyrkjar í Bandaríkj-
unum, og eru útgjöldin talin nema
um 5 miljónum dollara daglega.
Oslo 8. mars FB„
Flugmaðurinn John Tranum,
sem er einhver frægasti flugmaður
Dana, ætlaði i gær að stökkva úr
flugvél í 10,000 metra hæð með
fallhlíf, en vegna bilunar á tækjum
þeim, sem flugmaðurinn átti að fá
súrefni úr, va’r farið niður, er kom-
ið var í 8500 metra hæð. Þegar
flugvélin kom niður var Tranum
andaður. Hafði hann kafnað.
---------—1---------------
Kvennjósnarar teknir af lífi.
í siðastliðnum mánuði voru
tveir kvennjósnarar teknir af lífi
í Þýskalandi. Kom fregnin um af-
tökuna almenningi mjög á óvart,
segir í simfregn frá Berlin 21.
febrúar. Njósnarar þessir voru
von Berg barónessa og Mlle von
Natzner. Ríkisstjómin hafði leyft,
aö útför þeirra færi fram að sett-
um ýmsum skilyrðum, t. d. að að-
eins nánustu ættingjar þeirra væri
viðstaddir og að engir sveigar eða
blórn .yrði lagt á leiðin. Einnig
hafði það skilyrði verið sett, að
líkin væri jarðsett yst í einu horni
kirkjugarðsins. — Þegar prest-
urinn hafði lesið bæn i garðinum
og búið var að moka ofan á kist-
urnar tóku ættingjar hinna lif-
látnu kvenna blóm, sem þeir höfðu
falið innan klæða, og stráðu á leið-
in, í forboði ríkisstjörnarinnar.
Kvennjósnarar þessir voru háls-
böggnir. — Sama dag var símað
írá Berlín, að tveir njósnarar hefði
verið dæmdir til lífláts, fyrir að
selja erlendu veldi sjóhernaðarleg
leyndarmál. Nöfn þessara njósnara
voru ekki birt í skeytinu. Þeir
munu verða hálshöggnir, eins og
kvennjósnararnir, sem sagt var frá
hér að framan.
Tók ekki ef tir því!
Ungur sveinn kemur úr
barnaskólanum sigri hrósandi.
„Mamma,“ segir hann — „eg
stóð mig lang-best af öllum!“
Mamma: „Sagði kennarinn
það ?“
Sveinninn ungi: — „Nei —
liann tók ekki eftir því!“
kr. 16.500 óskast til kaups
strax á kurs 80. — Uppl. i síma
4304, kl. 6—9 e. m.
HAPPDRÆTTI
Háskóia íslands.
Happdrættismiðar verÖa seldir í dag til kl. 12 á
miðnætti.
Maren Pétorsdöttir.
Laugavegi 66. — Sími 4010.