Vísir - 11.03.1935, Page 3

Vísir - 11.03.1935, Page 3
VtSIR Frú Jóhanna Proppé, kona Carls Proppé kaupmanns, andaöist í fyrrinótt, eftir lang- vinnan sjúkleik. — Frú Jóhanna var hin mesta merkiskona, fríð sýnum og vel gefin. Eldur. Ég v'eit ekki hvað því veldur »g vcit það óljóst þó: Ég dýrka og clska þig eldur. Þín ásjóna við mér hló, vœri eg hryggur og hreldur, »g huga minn til sín dró. Ég óska' að þú veg mér vísir. Ég vcit svo lítið og skil. En þínar dansandi dístr, þœr drcifa Ijósi og yl. Þitt umhverfi upp þú lýsir, með því eiuu — að vera til! Þú lífgctr, en líka deyðir; þú leysir hið hundna fjör. Þú hreinsar, þú örfar og eyðir, — með œskunni jaftian í för. Hún ber sínar hröttu lciðir þinn beitta logahjór. í moldinni liggurðu’ í leyni og lífgar hinn kalda svörð. Þtí býrð í blómi og steini og bláloftsins vœngjuðu hjörð. Þvi þú ert aflvakinn eini, — | Bæjarfréttir | wo>o oodc Jarðarför sira Björns Þorlákssonar, fyrrum prests að Dvergasteini, fer fram á morgun. Veðrið í morgttn: Hiti um lartd alt. í Reykjavík 6 st., ísafirði 5, Akureyri 6, Skála- r.esi 3, Vestmannaeyjum 5, Sandi 6, Kvígindisdal 5, Gjögri 5, Blönduósi 4, Siglunesi 5, Grímsey 8 Raufarhiifn 4, Skálurn 3, Fagra- dal 5, Papey 4, Hólum í Horna- firði 5, Fagurhólsmýri 5, Reykja- nesi 6 st. — Mestur hiti hér í gær 9 st., minstur 3 st. Sólskin o, 5 st. Yfirlit: Grunn lægð yfir Græn- landi, en háþrýstisvæði frá íslandi og austur um Noreg. — Horfur: Suövesturland, Faxaflói: Suðaust- an hvassviðri fram eftir deginuin, en hægari í kveld. Skúrir. Breiða- fjörður, Vestfirðir: Allhvass suS- austan og sunnan. Sumstaöar skúrir. Norðurland, noröaustur- land, Austfirðir: Sunnan kaldi. VíSast léttskýjað. Suðausturland: Hæg surinan átt. Skýjað. Úrkomu- laust. Innhrotstilraun var gerð í nótt í Skipasmíðastöö Magnúsar Guðmundssonar. Pen- inga fundu þjófarnir enga. Lög- reglan hefir málið til rannsóknar. E.s. Edda kom hingað í gærkveldi frá út- löndum. hinn œðsti — á hitnni og jörð! Sjá; • alt, sem á ekki að dvína og ellinni vcrða að bráð, er dœint í deiglu þína; — það'' 'er dulbúin gœska og náð. Alt, sem á skœrast að skína, þéith skapadómi cr háð. Ég dýrka og elska þig, eldur. Þíh ásjóna við mér skín, og huggar mig, cf cg er lircldur, og íiúmar um sporin mín. Ég er, eldur, þcr o.furseldur. Ég cr eld-sál, scm leitar þín. G r.c t ar F e ll s. Burðargjald fyrir bréf innan lands í Bretlandi hefir verið lýá penny síðan 1918, en var áður 1 penny. Ríkið hefir haft miklar tekjur af hækkuninni, undanfarin ]>rjú ár að meðaltali 10 milj. stpd. Nú segir blaðið Morning Post, að burðargjaldið verði lækkað í vor niður í 1 penny fyrir almenn bréf, eins og áður var, í tilefni af 25 ára ríkisstjórnafafmæli Bretakon- ungs. Skallagrímur kom inn í morgun talsvert brot- inn. Fékk hann á sig sjó í gær- kveldi í Jökuldjúpinu og var það mesta nrildi, að menn þeir sem voru á stjórnpalli slösuðust ekki, er sjórinn reið yfir. Sáu þeir hann í tæka tíð og köstuðu sér niður. Braut sjórinn sjö rúður og loftskeytaklefann fylti af sjó. Skipið skemdist nokkuð ofan þilja og loftskeytastöúgin á framsiglu brotnaði. Hið ísl. kvenfélág heldur aðálfund sinn í kveld kl. 8 í Varðarhúsinu, uppi. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum flytur frk. Maria Maack, hjúkrun- arkona erindi: Ferðalag um- ó- bygðir. Skuggamyndir verða sýnd- ar. Farfuglafundur verður í Kaupþingssalnum ann- að kveld kl. 9. Vegna hinnar miklu aðsóknar að fundinum verður ekki hægt að láta áðra fá aðgang en þá sem hafa fengið. kort áður. E.s. ,Esja var á Djúpavogi í morgun. Hjónaefni. í gær opinberuðu trúlofun sina úngfrú Þuriöur Þórarinsdóttir, Guðmundssonar fiðluleikara og Guðmundur Ágústsson, bakara- nemi. Sjötugur er i dag Sigurður Jónsson, út- vegsbóndi í Görðum við Skerja- fjörð, merkur og dugandi maður. V. K. F. Framsókn heldur fund í Iðnó, uppi, ann- að kveld kl. 8þ4- Félagskonur eru beðnar að fjölmenna og mæta stundvíslega. Gengið í dag. Sterlingspund kr. 22.15 Dollar — 4.64)4 100 ríkismörk — 182.94 — franskir frankar . — 3110 — belgur — 109.51 — svissn. frankar .. — 152-38 — lírur — 39.60 — finsk mörk ..... — 9-93 — pesetar — 65.02 — gyllini — 318.16 — tékkósl. krónur .. — Í9-98 — sænskar krónur .. — 11+36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 47,01, miöaö við frakkneskan franka. Húsmæður. Munið, að skrifstofa Húsmæðra- félagsins í Lækjartorgi I, annari hæð, herbergi 11, er opin frá kl. 5—7 daglega. Á þeim tíma verða skírteini afhent og þangað geta konur sótt upplýsingar. Sími 4292. Skip Eimskipafélagsins. (Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Brúarfoss kom til London i morg- un. Selfoss kom til Vestmannaeyja í morgun. Lagarfoss er á Akur- eyri. Goðafoss var í Keflavík í morgun. Tekur þar lýsi til útflutn- ings. Skipið fer ekki áleiðis til út- landa í kveld, eins og hálft i hvoru var búist við. Dettifoss er í Reykjavík. Lögfræðileg aðstoð verður veitt ókeypis efnalitlu fólki í Háskólanum (kenslustofu lagadeildar) kl. 8—9 í kveld. G.s. ísland fer frá Leith í dag áleiðis.hing- að. Húsmæðrafélag Reykjavíkur tilkynnir: „Að gefnu tilefni læt- ur Húsmæðrafélagið þess getið, að þangað til viðunanleg úrlausn er fengin á mjólkursölunni hér í bæn- um, munu félagskonur halda fast við ákvörðun sína um takmarkaða mjólkurneyslu." Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Móttekið: Áheit frá M. Þ. kr. 3,00, áheit frá H. J. kr. 5,00. Af- hent af Guðm. Gestssyni frá gömlu sóknarbarni nú á Eskifirð kr. 10,co, afhent af frú Lilju Krist- jánsdóttur frá konu kr. 5,00 Bestu þakkir. Ásm. Gestsson. I Czardasmærin heitir myndin á Nýja Bió, og er hún gerð eftir hinum fræga gleði- söngleik Ungverjans Kalman „Die Czardasfúrstin“, er ekkert ilt um hana að segja nema nafnið, sem henni hefir valist á íslensku, því að það hefði átt að vera Czardas- drotningin. Hin dillandi zigeuna- lög söngleiksins væru i sjálfu sér nóg til þess að bera myndina uppi, því að þau eru á hvers manns vör- um um allan heim, og það líður ekki svo árið, að hún sé ekki leik- in í hverri einustu stórborg kveld eftir kveld fyrir fullu húsi. Það mætti ]iví segja, að það væri aö öðru leyti nokkurn veginn sama, hvernig leikið væri, en í myndinni samsvarar alt hvað öðru, leikur, lög og söngur, enda fara með hlut- verkin leikendur, sem eru að á- gætum kunnir, þau Martha Egg'- crth, Paul Hörbiger og Paul Kemp sem Reykvíkingar sáu siðast í „Hjarta mitt hrópar á þig“, Kiep- uramyndinni góðu. Sérstaklega er leikur Kemps einstakur. Það er innilegur misskilningur, að öll list hljóti að vera eldsúr og sangur mannraunagrautur, og að alt ann- að sé loddaraskapur. Gleðin á sinn rétt, ekki síst á krepputímum, og þessi mynd mun standast hvar, sem er. G. J. Skrifstofa í. S. í. 1 er í Hafnarstræti 5, uppi (húsi Mjólkurfélags Reykjavikur), her- bergi nr. 26. Skrifstofan er opin þrisvar í viku: Þriðjudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. yþý—9 e. h. íþróttamenn geta fengið þar lánaðar ýmsar íþróttaliækur og blöð. Skrifstofustjórinn er til við- tals alla daga, en forseti í. S. í. á miðvikudögum frá kl. 8—9 e. h. (í. S. 1. — FB). Kosniágaskrifstofa útvarpsins. Kosning í útvarpsráð fer nú fram í húsi Páls Stefánssonar við Lækjartorg (þriðju hæð) kl. 1—5 og 6—8. Sjálfstæðismenn eru á- mintir um að konia þangað óg kjósa. Kjósið B-listann! Útvarpið í kveld: 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfr. 19,20 Þingfréttir. 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Skáldskapur og menningarmál, II (Guðrn. G. Hagalín rithöf.). 21,00 Tónleikar: a) Alþýðulög (Út- varpshljómsveitin) ; b) Einsöngur (Pétur Jónsson); c) Beethoven: Strengjafjórleikur, Op. 74(Hörpu- kvartettinn) (plötur). ASÍULEIÐANGUR SVEN HEDINS. Mynd þessi er af dr. Sven He- din og var hún tekin í seinasta Asíuleiðangri hans. Á myndinni er liann að tala við tvo Mong- óla-hermenn. — í fvrsta Asiu leiðangur sinn fór dr. Hedin fyr- ir 50 árum. > Togari bjargar vélbát, Sandi 10. mars. FÚ. I gærmorgun réru frá Sandi vél- bátarnir Óskar og Súlan. Veður var stilt, en er þeir voru komnir fram á mið og byrjaðir að leggja lóðirnar tók að hvessa, og var komið ofsarok áður en þeir höfðu dregið inn lóðirnar. Vélbáturinn Óskar sem hefir 10 hestafla vél dró lítið á móti vindinum, en Súlan sem hefir aflmeiri vél, náði landi af eigin ramleik. Óskar hafði ver- ið að í klúkkutíma en lítið niiðað. Kom þá togari á vettvang og bjargaði bátnum. London, 10. mars. FÚ. Kuldar á Englandi og Frakk- landi og alla leið austur a5 Kaspíahafi. Kuldar og stormar hafa geis- að i dag um England, Frakk- land, og suðaustur yfir Evrópu alt til Kaspiahafsins. — í Paris voru 4500 menn kvaddir út i dag til þess að moka snjó af götunum. Berlín, í morgun. FÚ. Rússar samþykkja sölu austur- kínversku brautarinnar. Sovétstjórnin liefir nú endan- lega gefið samþykki sitt til sölu á Austur-kínversku járnbraut- inni, og munu samningar um söluna verða undirritaðir í Tokio 23. mars. . AIMEE MCPHERSSON, ameríkur trúboði, sem oft er um rætt í amerískum blöðum, endá lætur hún bera mikið á sér. — Aimee er búin að prédika í 25 ár og í tilefni af þvi efndi hún og flokkur hennar til einskonar skrúðaksturs í Los Angelos. Voru 44 vagnar i lestinni og er Aimee að stíga út úr einum þeirra, er myndin var tekin. TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMTUNAR. Landvarnir á Xslandi á 18. öld. Framh. 1) Að allir íbúar Reykjavíkurkaupstaðar óg i Seltjarnarnes þingsókn, þar með taldir vinnu- menn, gangist undir það, svö sem þegar hefir verið gert i Hausastaða þingsókn, að vilja gripa til varna með samtaka valdi undir yfirstjórn stiftamtmanns, ef óvinaskip hafna sig i Reykja- vík eða annarsstaðar hér í grendinni. 2) Að tilkynna stiftamtmanni tafarlaust ef sést til nokkurs skips útifyrir, sem ekki veifar dönskum fána. , 3) Komist stiftamtmaður að því, að það sé óvinur, lætur hann þegar hóa mönnum saman með þingboði1), sem skal ganga venjulega boð- leið bæ frá bæ, og skal íiver karlmaður skil- málalaust að orðum þess koma á þann stað og á þeirri stundu, sem þingboðið greinir. 4) En þar eð hverjum, sem fara vill gegn óvinum, riður rnest á því að vera vopnaður, þá verða menn að vera sér úti um þau vopn, sem oss er unt að fá og hafa þau til reiðu. Tinnu- 1) Það var öxi skorin úr tré og var þingboðs- miðinn festur við hana með vaxi. byssur eru liér að eins fáar, en engin sverð. Sér- hver bóndi verður þvi að láta smíða sér nokk- urskonar spjót úr járni, sem sett á langa stöng gæti orðið að vopni. En vanti slíkt spjót, mætti notast við ljái. Þeim sem hægt væri að fá byssur í hönd yrði að láta nota þær, en ég ætla í vor að fara fram á það við hið konunglega Rentu- kammer’), að það sendi hingað nokkuð af byssum, púðri og kúlum, og mun varla verða synjað um það. 5) Þar sem það eitt er ]k) tilgangurinn með þessum varnarráðstöfunum, sem hér er stungið upp á, að verja oss fyrir árásum, þá leiðir það af sjálfu sér, að vér megum á engan ráðast að fyrra hragði2) eða fyrri en foringjarnir skipa svo fyrir. 6) Því er það, að ef óvinaskip lægi kyrrt fyrir, þá yrði að eins að jafnaði að halda vörð í fjör- unni bæði nótt og dag, og það yrðu svo margir menn að gera sem stiftamtmanni þætti þurfa. Fyrirfram liefi ég að eins viljað gera grein fyrir þessum atriðum, en það sem frekar kynni 1) Það liét fullu heiti: „IliS vesturindiska og gui- neiska rentu-1 og generaltollkammer“. 2) Það var nú svo sein helst, að hið þrælkúgaða fólk liér þá færi að ráðast á aðra. með að þurfa af ráðstöfunum. mætti ræða síðar, þegar búið væri að samþykkja þessa uppástungu mína. Það getur aldrei hlotist tjón af því, að hafa slíkan vara á, því að ef Danmörk, þvert ofan i það, sem ætlað er, hefur frið, þá sér Hans Hátign ])ó, að hann á árvakra þegna hér á landi1), og eigi Danm irök i ófriði, þá getur, þó að hingað komi ekkert óvinaskip fyrst í stað, leitt það gott af þessari ráðstöfun, að ef víkingur erlendis ætlar sér að fara liingað til íslands — en þá yrði það væntanlega sérstak- lega liingað í þessa mannflestu og hafnbeztu sveit — og hefur af þvi fréttir áður, að alþýð- an hefur með samtökum komið á vörnum hjá sér, þá muni hann, ef til vill, láta af áformi sínu. Ráðstafanir vorar bæri þá hinn ákjósan- legasta árangur, sem vér gætum óskað, ef vér með þeim kæmum í veg fyrir það áhlaup, sem oss annars var ætlað að verða fyrir. Helst býst eg við þvi, að ibúar Seltjarnarness muni ekki reynast ragari en ibúarnir í Hausastaða-þinghá, 1) Til þess voru víst einmitt refarnir skornir með þessu barnalega uppátæki, að konungur, eða öllu held- ur stjórnin, sæi að hér ætti hann dyggan þegn þar sem Levetzo'w væri, og að syo ötulann mann væri vissara að hafa þar, sem meira á riði, þ. e. a. s. i þægilegra og feitara embætti. sem þegar allflestir eru búnir að skrifa undir að vilja verjast með ofangreindum hætti, enda er fastlega búist við þvi, að þeir ,sem eftir eru muni gangast undir hið saina; þvi frekar þykir mér ástæða til þess að ætla, að Reykjavíkurbúar og bændur, sem búa þar í grend muni aldrei láta slikt undir höfuð leggjast, sem þess er að vænta, að óvinur muni fyrst og fremst leita til Reykjavíkur, og svo sem það leiðir af sjálfti sér, að ein sókn, ef til slíkra vama ræki, yrði, að koma annari sókn til liðs, geta og allir séð, að það mundi gagn að því fyrir Reykjavík og Seltjarnarnes að fá liðsstyrk úr Hausastaða- þinghá, en á sliku má þó að líkindum ekki eiga von, nema bændur á Seltjarnarnesi og kaup- staðarbúar í Reykjavik gangist af sinni liálfu undir sama. Ber nú hverjum þeim, sem málið veit að, að hugleiða þessa tillögu mína, og siðan með und- irskrift sinni að láta það uppi, hvort liann vilji ganga í slíkan félagsskap, oss öllum til öryggis, og jafnframt þá að geta þess, livaða vopnum hann sé búinn eða muni búast. 1 konungsgarði á Bessastöðum, 30. október 1788. Levetzow. NitSurl,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.