Vísir - 15.03.1935, Síða 2

Vísir - 15.03.1935, Síða 2
VÍSIR I Hsmrnis OtsEw UPPÁHALD ALLRA ER Fer MowiBckel-stjdrnin frá? Fjárlagaumræðurnar byrjuðu í Stórþinginu í gær. Mowinckel flutti áhrifamikla ræðu og bar fram tillögu, sem Ieiðir af sér stjórnarskifti, ef hún verður feld. Alment er búist við því, að Bændaflokkurinn og Verkalýðsflokkurinn greiði atkvæði gegn tillögu Mowinckels. Segir ríkisstjórnin þá af sér þegar í stað. Oslo 14. mars. FB. Fjárlagaumræðurnar byrjuSu í Stórþinginu árdegis í dag. Mowin- ckel forsætisráðherra baö þegar um orðiS og flutti alllanga og ítar- lega ræSu. Hann komst svo að orði, að 1>esti grundvöllur allrar kreppuhjálpar væri heilbrigt, traust fjárhagslif og örugg fjár- málastjórn. Þessu virtust margir gleyma á þessum dögum, þegar margir úgjaldabálkar íiema mil- jónum. Hann kvað rikisstjórninni þyka nauðsyn bera til, að krefjast joess, að tekin yrði örugg, ákveðin stefna, og bæri hann því fram til- lögu þess e-fnis, að Stórþingið lýsti ,sig. mótfallið því, að útgjöldin á íjárlagafrumvarpinu væru hækkuð með því mó.ti, að taka yrði lán eða auka skatta. Jahn fjármálaráðherra gaf yfirlit yfir fjárhagsástandiö. Talið er, að “i Stórþinginu sé meiri hluti, seip samþykkur sé útgjalda- aukningu, er nemi 17 miljónum króna, sé gengið út frá því, að Verkalýðsflokkurinn greiði at- Fpakkneska skonnortan „Leutenant Boyauxlí strandaði í stórsjó og dimmviðri. — Skipið er að liðast sundur. Vík í Mýrdal, 14. maí. F0. Strandaöa sþipiö á Meðal- landsfjöru er frönsk vél- skonnorta, Leutenant Boyaux frá Gravelines, 138 smá- lestir að stærð. Skipið lagði út um 20. f. m. og var lítið bú- ið að fiska. Orsök strandsins er talin stórsjór og dimmviðri. Skipverjar skýra þannig frá björgun í land, að fyrst liafi verið settur út bátur með 6 mönnúm. Hvolfdi honum í briminu og drukknaði þá einn maður, en fimm bátverjum skolaði Iifandi á land. Var þá gerð tilraun til þess að koma linu úr skipinu til lands og tókst einum ski]iverja að synda með hana í land. Björguðust svo 19 menn á línunni, en 2 slitn- uðu af og drukknuðu. Einn skipverja scm kastaði sér til sunds frá skipinu bvarf í brim- ið og fórst. kvæði með tillögum Bændaflokks- ins. Jahn ráðherra aðvaraði ein- dregið gegn útgjaldaaukningu. „Við vitum ekki hvort vinnufrið- urinn helst“, sagði hann, „0g vér höfum enga vissu fyrir,-að tekj- urnar verði eins miklar og þær hafa verið. Tolltekjurnar í febrúar voru lægri en í sarna mánuði í fyrra.“ Það er ekki gert ráð fyrir ]iví, að atkvæðagreiðsla geti farið fram um tillögu forsætisráðherra fyrr en í fyrsta lágfá morgun. Öll blöðin með tölu virðast ganga út frá því sem gefnu, að tillagan verði feld með atkvæðum Bænda- flokksins og Verkalýðsflokksins, en því næst muni Mowinckel biðj- ast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. A verðbréfamarkaðinum í dag er alt með kyrrum kjörum, þrátt tyrir yfirvofandi stjórnarskifti. JJagbladet segir, að alnienningur hafi fyrir löngu gert sér ljóst, að til stjórnarskifta myndi koma. Ekki hefir ennþá tekist að komast út i skipið sökum sjáv- argangs, og cr skipið tekið að brotna. Ýmislegt úr því hefir rekið á land. Strandmenn dvelja á 5 bæj- um í Meðallandi, og befir verið blúð að þcinv eftir föngum. Óákveðið er Iivenær þeir verða flultir burt. Einn skipverja er dálítið meiddur á faeti, aiinars allir ómeiddir en nokkuð kvef- aðir. RlkUeifingi íslanús trúlofaður. Konungur íslands og Ðanmerk- ur hefir í dag tilkynt forSætisráð- herra íslands trúlofun Friðriks rikiserfingja og sænsku prinsess- unnar Ingrid, dóttur Gustavs Adolfs krónprins Svía. Forsætis- ráðherra símaði samstundis kon- ungshjónunum og ríkiserfingja hamingjuóskir ríkisstjórnarinnar. Frá Aiþingl í gær. —o— Efri deild. Frv. um breyting á póstlögum (þ. e. lækkun burðargjalds á lilöð- um og tímaritum), og frv. um Há- skóla íslands gengu til 2. umr. NeSri deild. Kartöflumálið. Mest af fundartímanum fór í að ræða frv. um sölu og innflutning á kartöflum. Það er flutt af land- búnaðarntefnd óskiftri, og er aöal- efni þess þetta: Landbúnaðarráðherra er heimilt að leggja fyrir innflutningsnefnd að takmarka og jafnvel fella alveg niður innflutningsleyfi á kart-öfl- mn þann tíma árs sem nægar birgðir eru til i landinu af innlend- um markaðsh'æfum kartöflum. Þó skal gæta þess að ganga ekki svo langt. í slíkri takmörkun, að hún leið-i til verulegrar verðhækkunar á kartöflum. í reglugerð er heim- ilt að ákveða hvaða skilyrðum inn- lendar kartöflur skuli fullnægja, til þess að þær geti talist mark- aðshæfar. Loks er Skipaútgerð ríkisins gert að skyldu, að flytja innlendar kartöflur milli hafna íyrir hálft farmgjald. I greinagerðinni er sagt frá því, að undanfarin ár hafi verið fluttar til landsins kartöflur fyrir ca. 300 ]iús. kr. árlega, og verði það að teljast óhæfa, þegar gjaldeyriserf- iðleikar og atvinnuleysi þjái þjóð- ina. Um þetta frv. urðu miklar um- ræður og hvesti nokkuð á köflum. Sig. Kristjánsson, Jóhann Jósefs- son og Pétur Halldórsson töluðu gegn frumvarpinu og töklu það varhugavert og hinn mesta galla- grip, sem myndi léiða til verð- hækkunar á þessari vöru og aúka dýrtíðina. Til varnar frv. stóðu eiukum Bjarni Ásgeirsson ög Guð- brandur ísberg, sem kváðu þessar ráðstafanir nauðsynlegar til þess að tryggja innlendri kartöflufram- leiðslu hinn innlenda markað og ýta undir ræktun á kartöflum; hinsvegar ætti að vera, trygt með ákvæðum frv. að óhófleg vefð- hækkun ætti sér ekki stað. Ennfremur tóku til máls Pétur Ottesen, Hannes Jónsson og Jör- undur Brynjólfsson. Frv. var síðan samþykt og vís- að til 3. umræðu. Frv. meiri hluta allsherjarnefnd- ar um rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna var til 1. umr., og talaði Héðinn fyrir því. Thor Thors svaraði honum nokkuru, en kvaðst annars geyma sér aðalum- ræðurnar um málið þangað til frv. hans og ’ Garðars Þorst. um at- vinnudeild við Háskólann yrði tek- ið fyrir. Ný þingínál. I gær var útbýtt frv. um nýbýli og samvinnubygðir. Það er samið af skipulagsnefnd atvinnumáia (Rauðku), en flutningsmenn eru Bjarni Ásgeirsson, Emil Jónsson og Páll Zóphóníasson. Dr Rintelen dæmdnr I æviíaogt fangelsi fyrir þátttöku í bylt- ingartilraun nazista í júlí s. L, er Dollfuss var myrtur. Vínarborg 15. mars. FB. Herréttur hefir fundið dr. Rin- telen sekan um landráð og dæmt hann í ævilangt fangelsi. Var hann sekur fundinn um þátttöku í bylt- ingartilraun nazista í júHmánuði síðastliðnum, er Dollfuss, kanslari Austurríkis var myrtur. Náðu nazistar, eins og kunnugt er, út- varpsstöð á sitt vald, í upphafi Hverjir eiga að reisa ör rflstam? Það er nú svo komið eftir 8 ára stjórn rauðálfa yfir þessu landi, að' nú rambar ríkið á barmi gjaldþrota og örbirgðar, og þjóðin á hraðri leið að missa sjálfstæði silt. Allir tollar, skatt- ar og gjöld, sem fátæk alþýða síendur undir, hafa stórhækkað, cn ekkert hrekkur til; ekkert megnar að fylla hina botnlausu hít marxismans. , Það er ekki liægl að sjá á neinu að afturhvarfs sé að vænta, lieldur þvert á móti! Feigðarbrautina ætla þessir menn að Iáía þjóðina þramma á enda. Þegar þeir svo loksins skilja liana eftir á leiðarenda, auðmýkta, svivirta og kúgaða, bverjum ætla þeir þá að taka við henni og lciða bana til baka úr hörmungunum ? Því er fljót- svarað! Sjálfslæðismönnum, einu mönnunum, sem treysl- andi er til þess að koma þjóðar- búskapnum í samt lag aftur, af því, að þeir eru flokksmenn al- þjóðar en ekki einstakra stétta þjóðfélagsins. Það mun því fara svo i þetta sinn, eins og farið hefir oft áður og fara mun alla líð, að á ykkur sjálf- stæðismenn mænir þjóðin. Ef þið g'etið ekki leyst vandamáí hennar þá mun það enginn geta, og heniiar dagar eru þá taldir, sem sjálfstæðrar sið- menningarþjóðar. Þessa er 'ekki langt að bíða, að kallið komi, en þá kemur annað til álita, sú spurning hvort þið sé- uð að öllu leyti tilbúnir? Eg er hræddur um, að svo sé ekki. Eg er hræddur um, að andvaraleysið sé fullmikið og bjartsýnin sú, að alt slampist þetla einhvern veginn af. Eu þetta er mikill misskilningur. Þau leiðarmerki, sem nú er siglt eftir í islensku þjóðlífi, benda öll i eina og sömu átt: norður og niður! Sjálfstæðismenn! Verið á verði, búið ykkur undir úrslita- leikinn, af ykkur verður alt heimtað, því ykkur einum mun þjóðin treysta þegar börmung- arnar skella yfir. Fyrst og fremst verður til ykkar leitað um hina fjárbagslegu viðreisn þjóðarinnar. Byrjið því að búa ykkur undir striðið! Verið sparsamir og gætið hófs, því nóg mun verða við féð að gera þegar endurreisnarstarfið hefst. Þess ber að geta, sem gert er vel! Alþýðublaðið, 6. mars, birtir grein með fyrirsögninni: „Alþýðan gegn áfengisnautn- inni“. Þetta er smágrein, er hvetur flokksmcnn alþýðu- flokksins til þess, að hælta áfengiskaupum, og er lrún í sannleika virðingarverð og sýn- ir að jafnvel innán þess vesæla og óþjóðlega fíokks, er þó lii sál sem rennir grun í að skulda- dagarnir séu í nánd, og þá verði eins gott að sýna einhvern lit á íslendingseðlinu. Sjálfstæðis- memi! Þér hafið æfinléga sýnt það, áð þið eruð reiðubúnir tii þess, að taka öllum bendinguni frá andstæðingum ykkar, ef þær að yðar áliti bera nokkurn blæ mannlegrar hugsunar. Sýnið einnig hér víðsýni yðar og þjóð- arlund. Takið höndum saman við þá góðu menn, í Alþýðu- flokknum, sem skora á menn að bætta að neyta víns og tó- baks! Fé því, sem við það sparast, verður varla ofaukið í viðreisnarstarfinu. Islendingur. byltingartilraunarinnar, og til- kyntu þaöan, að dr. Rintelen yröi .eftirmaöur Dollfuss. (United Press). Framliflð og vísindin. I. Galli þykir mér það á liinni annars gáfulega rituðu bók séra Jakobs Jónssonar, Framhalds- líf og nútímaþekking, að þar er að engu getið þess sem eg hef i lagt til þeirra mála. En þó skift- ir það nokkru. Eg befi fyrstur manna baldið þvi fram, að svefninn er sambandsástand, í eðli sínu náskylt sambands- ástandi hins svonefnda anda- miðils (trance eða trans), og hættir þá það ástand að vera eins óskiljanlegt og sérstætt og áður. Einnig liefi cg' bent á, að lífið eftir dauðann er í aðalatrið- um sama eðlis og lífið eins og vér þekkjum það liér á jörðu, en ekki eittbvert andalíf í öðr- um heimi. Á ensku: Survival is a biological affair. Lifið eftir dauðann heyrir undir náttúru- fræðina. Það er ekki eingöngu andlegt lif heldur nær framlifið einnig til organismans, líkam- ans. Tilgangur lífsins er full- kominn líkami, fullkomið vcrkfæri andans, og dauði lik- amans stafar eingöngu af því hversu ófullkominn hann er; en þó að líkaminn deyi, lifir lil- hncigingin til að endurskapa bann. Og endurvaxtarmegund- in, regenerationin, er miklu víðtækari en baldið hefir verið. PJr um þetta nokkuð líkt og jiegar það fanst, að þetta sem orsakar þyngd hlutanna og fail til jarðar, er allieimsorka, sem einnig stýrir hreyfingum hiinin- bnatlanna. Eru framfarir þessar i líffræði náskyldar framförum þeim sem áður liafa orðið á öðr- um sviðum náttúrufræðinnar, og miða til að auka skilninginn á samhengi hluta og yiðburða í aljieimi. II. í meir en 20 ár befi eg verið að leitast við að kynna mér það sem ritað befir verið um lífið eftir dauðann. Er það flestalt mjög ómerkilegt, þegar þess er gætt liversu viðfangsefnið er stórkostlegt. Sumt það allra- merkilegasta sem ritað liefir vcrið um það efni er nálega 200 ára gamalt. Á eg þar við rit Swedenborgs de Coelo et Infer- 110 (Um Himnaríki og Ilelvíti). Franifaraleysið á þessu sviði er sérslaklega eftirtektarvert, ef vér berum það saman við fram- farirnar sem orðið hafa í nátí- úrufræði. Jafnvel það allrabesta sem ritað var fyrir 200 árum um dýrafræði og grasafræði t. d., er nú fyrir löngu úrelt orðið. Og ekki getur vafi á því leikið af hverju framfaraleysl það sem eg mintist á stafar. Menn hafa verið og eru svo sannfærð- ir um afi lífið eftir dauðann sé Iíf í andlegum heimi, og sú hugsun hefir verið mönnum svo í’jarri, að það sem í þessum efn- um er þörf á, er að færa úl líf- fræðina, auka þekkinguna á náttúrunni. Enn kemur ]iað lil greina, að á síðari tímum hafa svo margir verið sannfærðir um, að ekki geti verið um neitt líf eftir dauðann að ræða; og janfvel trúmennirnir hafa ekki getaðlosnað alveg viðefasemdir, svo að ábugi þeirraliefir fyrstog fremst snúist að því að fá fullar sannanir fyrir ]iví að nokkurt framlíf sé til, en hitt bafa þeir lítið liirt um, að reyna að rann- saka eða öðlasl skilning á því, hvers eðlis framlífið sé.En þó að rit þau sem til éru um lífið eftir dauðann, séu ekki merkileg bjá því sem vera þyrfti og verið gæti, þá má samt ýmsan áríð- andi fróðleik i þau sækja, ef þau eru nógu vandlega lesin. Fyrst og fremst geta þau veitt alveg örugga vitneskju um, að það er til líf eftir dauðann -- því að jafnvel margar vitleys- urnar sem í þessum ritum standa, eru þess eðlis, að engiim mundi slikt rita frá eigin brjósti — og ennfremur má þar öðlast ýmiskonar áriðandi fróðleik um það, livernig framlifinu er lifaðN. Swedenborg getur þess, að engl- arnir — er hann nefnir svo —- bafi sagt sér, að þeir lifi í efni.s- lieimi; en bann trúði þeim ekki, fremur en Heródót sjómönnUn- um sem sögðu, að hádegisstað- ur sólar hefði verið í norðri, þegar þeir sigldu suður um Afríku. Oft kemur mjög greini- lega fram löngun liinna fram- liðnu lil að geta sagl oss, sem hér á jörðu lifum, frá lífinu eft- ir dauðann, og bversu áríðandi það er, að vér séum ekki ófróðir um það. Og oft má ráða talsvert í, hvað það er sem verið er að reyna að segja frá, og hvers- vegna það liefir aflagast svo í meðförunum. Ef til vill getur' það orðið einliverjum til liugar- styrkingar að eg geti þess, að ekki er til hjá mér nokkur mirista efasemd um að lífið lieldur áfram eftir dauðami, og. að vissa þessi er runnin af vis- indalegum rökum. Og ekki nóg þar með. Eg er óbifanlega sann- færður um að lífið eftír dauð- atin er líkámlegt og jarðneskt. sannarlegt framhald af lifinu hér á jörðu, upp á við eða niður á við, eftir því hvernig; bér hef- ir stefnt verið. ( III. Rit Guðmundar Davíðssonar á Hraunum — móðurbróður Daw iðs skálds Stefárissonar — er hann nefnir íslendingabygð á öðrum hnetti, hygg eg sé, að verulegu leyti, merkilegasta lýs- ingin á lifinu eftir dauðann, sem enn hefir komið fram. En að vísu ræður þar aðeins um fram- líf á þyrjunarstigum. og litil- sigldara milclu en seinna verð- ur. Ýæri þess óskandi, að Guð- numdi auðnaðist að gefa oss framhald af þvi verlci. Muii all verða riiiklu auðveldara i þeim efnum ]iegar almenn- ingur befir eígnast réttar hugmyndir um undirstöðu- atriði þessa máls. Ætti það að vera eitt aðalhlulverk kirkj- unnar, að veita nauðsynlegustu fræðslu um lífið eftir dauðann, og væri engin liætta á að ekki ’yrði góð aðsókn að kirkjunum, ef menn ættu þar von á að fá orugga vitneskju um ]iað, hvað viðtekurþegar lífinu hér ájörðu lýkur, og Iivernig Iielsl verður hjá því komist, að lenda í vilb um og vandræðum á liinni stórkostlegu framleið seiri þá opnast. En eigi þetta að geta orðið, þarf þó kirkjan að verða talsvert íslenskari stofnun en verið hefir ennþá. IV. Fyrir skömmu liefi eg eignasí bók um framlífið sem vel væri ]iess verð að frá henni væri sagt rækilega. Og get eg að visu ekk> komið því við að sinni, en vit þó geta liennar að nokkru. Lýs- ing þessi á framlífinu — , Kgo- land er hún kölluð — er sögð runnin frá hinum ágæta stjörnufræðingi og rithöfundi Camille Flammarion. Og liygg eg að vísu að þetla sé satt, og er þó mikið af bókinni bullkent mjög og fráleitt að ein einasta setning sé þar eins og Flamma- rion befir til stefnt. En ekki óvíða virðist mér mega fara nokkuð nærri um, Iivað það cr sem hinn ágæli framliðrii stjörnufræðingur hefir ætlast til að ritað væri. Hann getur þess, að þegar yfirum kom liafi sér verið mikill áhugi á að halda

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.