Vísir


Vísir - 19.03.1935, Qupperneq 2

Vísir - 19.03.1935, Qupperneq 2
VlSIR DPPÍBALD ALLRA ER Játningap og bleklcingap Eysteins fjápmálarádbeppa* Stdrveldin mdtmæla herskyld- unni í Þýskaiandi Opinberra mótmæla er að vænta í yfirstand- andi viku, að minsta kosti frá Frökkum og ítölum. — Simon og Eden leggja af stað til Berlín n. k. sunnudag. — Þjóðverjar reiðu- búnir að ræða frakknesk-breska samkomu- lagið frá 3. febrúar. — Umræður í neðri mál- stofunni næstkomandi fimtudag um her- skylduákvörðun Þjóðverja. — Hernaðar- stefnan vekur ugg og ótta í Austurríki. En austurríska stjórnin ætlar ekki að vígbúast — nema að fengnu leyfi stórveldanna. — Berlín 18. mars. FB. Breski sendiherrann í Berlín, Phipps, fór i dag á fund utanrík- ismálaráöherra Þýskalands og af- henti honum orösendingu frá bresku stjórninni. í orösending- unni er spurst fyrir um þaiS, hvort þýska stjórnin sé enn fús til þess aö taka á móti ráöherrunum Sir John Simon og Anthony Eden, á grundvelli tilkynningar Breta- stjórnar í síöastliönum mánuöi. Orösendingin inniheldur einnig mótmæli gegn lögleiöingu al- mennrar herskyldu í Þýskalandi, ,sem „hafi leitt til vaxandi kviða meöal allra þjóöa i álfunni og gert Jjaö að verkum, aö þaö veröi mikl- um erfiðleikum bundið að ná al- þjóðasamkomulagi friðinum til öryggis“. Orðsendingin var samin á fundi ríkisstjórnarinnar í morg- un af Sir John Simon i samráði við MacDonald og Stanley Bald- win og því næst lögð fyrir alla stjórnina til athugunar og sam- þyktar. (United Press). Ríkisstjórnin hefir ákveðið, að umræður skuli fram fara í íseðri málstofunni næstkomandi fimtudag urn þá ákvörðun Þjóðverja, að lögleiða herskyldu hjá sér í trássi við Versala- samningana, og mun breska ríkisstjórnin þá að líkindum gefa nánari upplýsingar en fyrir hendi eru, um fyrirætíanir þríveld- anna (þ. e. Breta, Frakka og Ítala) út af þessum málum. — Samkvæmt opinberri tilkynningu leggja þeir Sir John Simon utanrikismálaráðherra og Anthony Eden af stað til Berlín loft- leiðis næstkomandi sunnudag, eins og áður var ákveðið. — Frá Berlin er simað, að von Neurath utanrikismálaráðlierra hafi fullvissað Phipps, sendiherra Breta, um það, að þýska rík- isstjórnin sé reiðubúin að ræða við fulltrúa Bretastjórnar um ött atriði frakknesk-bresku yfirlýsingarinnar frá 3, febrúar s. 1. Ennfremur tilkynti von Neurath Phipps, að þýska stjórnin bjóði þá Sir John Simon og Anthony Eden velkomna og henni sé heimsókn þeirra ánægjuefni. — Frá París er simað, að frakkneska stjórnin ætli opinberlega að mótmæla lögleiðingu herskyldu í Þýskalandi. Víst er, að mótmælanna cr að vænta mjög bráðlega, ef til vill á morgun (miðvikudag). Að líkindum gerir ítalska stjórnin slíkt hið sama í yfirstandandi viku, ef til vill um leið og Frakkar. Mótmæla er vafalaust einnig að vænla frá Brotlands hálfu. Frá Vínarborg er simað, samkvæmt opin- berri tilkynningu, að auslurríska stjómin hafi engin áform í huga um að stofna til almennrar herskyldu, þótt Þjóðverjar hafi nú gripið til þess ráðs. Hins vegar er sagt, að hin nýja hern- aðarstefna í Þýskalandi hafi vakið ugg og ótta í Austurríki ekki síður — ef til vill enn frekar — en annarstaðar, en Ausl- urríkismenn vænta þess, að þeir fái að efla landvarnir sinar eftir þvi sem þörf krefur. En alt, sem þeir gera í þeiin sökuin, ætla þeir að gera með fullu samþykki stórveldanna. — United Press). , Búa Þjóðverjar sig undir árásarstríð ? FÚ. 18. mars. Þýsk blöð í kveld taka orðsend- ingu Breta vel, og telja, að hún hafi fært vantrúuðum heim sann- inn um það, að þýska stjórnin hafi ekki með tilkynningu sinni á laug- ardaginn, skapað óbrúandi djúp milli sín og annara þjóða, og að umræðurnar muni verða mjög þýðingarmiklar og megi mikils vænta af þeim. Frönsk blöð mæla i dag með því, að málinu sé tafarlaust vísað til Þjóðabandalagsins. Rússnesk blöð telja tilkynningu þýsku stjórnarinnar siðastliðinn laugar- dag ótvíræðan vott þess, að Þjóð- verjar séu að búa sig undir árásar- stríð. I. Loforð og efndir. Eins og að líkum lætur hefir nýja lántakan á Englandi feng- ið mjög á liugi manna. Fylgismenn núverandi stjórn- ar fengust ekki til þess að trúa því, að fjármálaástandið væri alvarlegt. Þeir fengust ekki lil þess að hugsa málið. Þeir trúðu foringjum sínum, rauðu bur- geisunum — trúðu því, að öllu væri óhætt, ef þeir stæði við stýrið. Ný ríkislán, nýjar ríkis- ábyrgðir, lögleg og ólögleg rán frá þeiin mönnum, sem ekki voru orðnir fjárþrota, áttu að leysa fjárhagsvandræði ríkis og einstaklinga. En nú eru þessar leiðir lokaðar. Rauðu burgeis- arnir liafa bundið sínar eigin hendur, lofað því að taka ekki ríkislán og ganga ekki í rikis- ábyrgðir. Og þeim mun nú ljóst orðið, að ránsferðir innan lands verði ekki arðvænlegur at- vinnuvegur til lengdar. II. Játningar Eysteins. Eysteinn fjármálaráðherra reynir að telja mönnum trú um, að ekkert sé athugavert við nýju lántökuna. , • En hvernig tekst honum það? Hann fæst ekki til þess að birta skeytin, er fóru milli hans og Englandsbanka eða um- boðsmanns íslensku stjórnar- innar á Englandi. Hvernig stendur á því? Ástæðan getur aðeins verið ein. Hann þorir ekki að birta skeytin af ótta við kjósendur. — Hann óttast það almennings- álit, sem birting skeytanna mundi skapa í landinu. Eysteini segist svo frá, að um- boðsmaður stjórnarinnar Magn- ús Sigurðsson, bankastjóri (sem vitanlega og óumdeilt hefir haldið svo vel á málinu fyrir oklcar hönd, sem auðið var), hafi talið óhjákvæmilegt að fá „skýrslu“ islensku stjórnarinn- ar um fjármálastefnu hennar. Og þess vegna kveðst E. J. hafa lýst yfir því, að stefna sin væri sú, að taka ekki ný ríkislán og ganga ekki í nýjar ríkisábyrgð- ir fyrir lánum einstakíinga eða stofnana, fyr en verulegur bati sé sjáanlegur á fjárliag ríkis- ins. — Þetta sé alt og sumt. En þó að þetta væri alt og' sumt, þá er það áreiðanlega næsta nóg. Hvers vegna telur umboðs- maður stjórnarinnar nauðsyn- legt, að fá „skýrslu“ um fjár- málastefnu stjórnarinnar? Það getur stafað af því einu, að lánið fáist ekki nema því að eins, að umrædd „skýrsla“ komi í hendur lánveitanda. En „skýrsla“ þessi gat engin áhrif haft, ef hún hefði ekki verið á þá lund, sem Englandsbanki vildi hafa hana. Það getur því ekki dulist nokkurum heilvita manni, að umboðsmaður stjórnarinnar hefir skýrt henni frá því, hver slefna hennar yrði að vera, til þess að lánið fengist. Það liggur alveg í augum uppi, að svo hafi verið. Það hefir því verið skilyrði f.vrir lánveitingunni, að íslenska stjórnin lýsti yfir því, að hún ætlaði hvorki að taka ný ríkis- lán né ganga í ríkisábyrgðir gagnvart útlöndum, fyr en f jár- hagur ríkisins væri kominn í viðunanlegt horf. „Skýrslan“ — skilyrðin — hafa því tvímælalaust verkað sem loforð. Og íslendingar eru bundnir af þeim næstu árin. III. Áhrif innan lands. Engin ný rikislán, engar nýj- ar rikisábyrgðir merkir það, að þjóðin verður að lifa af sinni eigin framleiðslu. Stjórnin hefir lítið fé milli handa og verður að gæta hins mesta sparnaðar í hvívetna. Eyðslusöm stjórn get- ur engum hjálpað og ekkert gert. Hún getur að eins komið þjóðinni dýpra niður í fen óreiðu og eymdar. IV. Blekkingavefurinn. En hvers vegna ber stjórnar- liðið fram á Alþingi frumvörp, hvert á fætur öðru, um lántök- ur og ríkisábyrgðir, þrátt fyrir hinar nýgefnu yfirlýsingar? Rauðu burgeisarnir hafa aldrei verið sparir á loforðin. Og þeir hafa heldur eigi vílað fyrir sér að svíkja þau. Þessi bardagaaðferð hefir reynst þeim vel við kosningar. Skyldu þeir ætla að nota sömu aðferðina í fjármálaskift- um sínum við Bretann, að reiða loforðin öðrum megin og svik- in hinum megin? Það er óhugsandi. Þó að þeir liafi það eigi í huga,að afleiðing- ar af slíku háttalagi hlytu að verða alvarlegri en flest annað fyrir þjóðina, þá renna þeir lík- lega grun í hitt, að það mundi liafa í för með sér alvarlegar af- leiðingar fyrir þá sjálfa, fyrir þeirra pigin munn og maga. Ástæðurnar eru aðrar. Rauðu burgeisarnir halda, að þeir geti enn þá einu sinni blekt al- menning. Þeir vilja umfram alt halda því leyndu, hvernig kom- ið er. Frumvörpin um ríkislán og ríkisábyrgðir eiga að blekkja kjósendur, fá þá á þá skoðun, að íslendingar geti farið allra sinna ferða í þessum efnum, þrátt fyrir nýju lántökuna. — Þetta er auðvitað ósæmilegt. En það er meira en ósæmilegt. Það er takmarkalaus ósvífni, takmarkalaust ábyrgðarleysi. Þó að íslendingar séu orðnir öllu vanir og viti hvaðan vind- urinn blæs, þá þarf ekki að bú- ast við hinu sama af Englend- inguin. Þeir eru óvanir slíkum blekkingum. Þær verka að lík- indum þannig á þá, að þeir missa alt traust á íslendingum. Og það getur bakað þjóðinni ófyrirsjáanleg yandræði. Stefna rauðu burgeisarnir vitandi vits að því marki? Frá Alþingi í gær. Efri deild. Frv. um hafnsögu í ísafjarðar- kaupstað var afgreitt sem lög. Frv. um Söfunarsjóöinn (lækk un útlánsvaxta) var til 3. umr. Það var samþykt með 9 atkv. gegn y (sjálfstæðismenn og Þorsteinn Briem) og fer nú til neðri deildar. Frv. um breytingu á Háskóla- lögunum og frv. um breyt. á lög- unum um fiskimálanefnd var vís-^ að til 3. umr. Frv. um að veita einkarétt til að flytja út hrafn- tinnu gekk til 2. umr. og allsherj- arnefndar. Neðri deild. Frv. um að láta öðlast gildi á- kvæði í samningi milli Norður- landa um erfðir og skifti var af- greitt sem lög frá Alþingi. Frv. um kaup á hlutabréfum í Útvegsbankanum og frv. um breyting á lögum um gagnfræða- skóla var vísað til 2. umr. Mestar umræður urðu eins og fyr um kartöflumálið og hæsta- rétt, og varð hvorugu lokið. Garð- ar og Thor flytja breytingartillög- ur við frv. um hæstarétt og miða þær að því in. a., að láta dómara- prófið haldast og að dómurinn sjálfur skuli velja mann til að taka sæti í réttinum ef einhver dómari verður að víkja sæti, en samkv. frv. á dómsmálaráðherra að velja varadómara í slíkum tilfellum. — Þessar breytingartillögur koma líklega til atkvæða í dag. Frv. um sveitarstjórnarkosning- ■ar var vísað til 3. umr. 99 Adowa 66 Fyrir nokkurú kom út bók í Ítalíu, sem „Adowa“ nefnist, og er höfundur hennar Bronzuoli her- deildarforingi. Það er ekkert kyn- legt, að þók þessi skuli hafa vakið mikla eftirtekt einmitt um þessar ínundir, því að hún fjallar um at- bu;rð úr stríðinu milli ítala og Abessiniumanna, er háð var fyrir tæpum 40 árum, atburð, sem ítalir fram að þessu hafa helst viljað, að félli í gleymskunnar dá, því að þar var orusta háð milli Abessin- iumanna og ítala og voru flestir hinna síðarnefndu strádrepnir i or- ustunni. En nú er slegið á aðra strengi. Bronzuoli segir í bók sinni, að ítalir þurfi ekki að bera kinnroða vegna þess, sem gerðist við Adowa, því að ítölsku her- mennirnir, „sem þar börðust féllu með sæmd. Vanheiðurinn liggur í þvi einu, að ríkisstjórnin var blautgeðja og sendi ekki nægilegt lið“.Við Adowa sýndu ítölsku her- menn, að þeir kunna að deyja seg- HÁNDEL. 125 ár voru nýlega liðin frá fæðingardegi tónskáldsins Hándeh Var þess minst víða um heim, m. a. í útvarpinu hér. ir í „Messagero", sem skrifar um bók Bronzuoli og orustuna. við Adowa. og „Populo di Italia“ segir að þá hafi ítalskir hermenn sýnt gott fordæmi, enda muni það koma í ljós nú, að fasistisku hermenn- irnir hans Mussolini muni ná hvaða marki, sem þeir setja sér að ná. Bronzuoli heldur því fram í bók sinni, að ítalska herliðið hefði get- að unnið sigur á Menelik keisara, ef það hefði fengið leyfi til þess að veita honum og liði hans eftir- för og leggja til orustu við það á ný, er liðsafli hefði verið kominn á vettvang. — Orustan var háð þ. 1 mars 1896. (Adowa er einnig kölluð Adua). Roosevetstjörrin hefir nú setið tvö ár við völd. — Washington í mars. FB. Útgjöld Bandaríkjanna þau tvö ár, sem Rooseveltstjómin hefir verið við vold, nema um $14.000.000.000.1 þessari feikna utgjaldaupphæð eru innifalin öll útgjöld rikisins, um $ 5.000-000- 000 til venjulegra ríkisútgjalda og $ 8.500.000.000 til útgjalda vegna viðreisnarframkvæmd- anna, til hjálpar atvinnuleys- ingjum, aðstoðar bönkum o. s- frv. Fylgismenn rikisstjómar- innar telja, að eftirfarandi hafir áunnist vegna viðreisnarúl- gjaldanna: 1) Milli 10—-20 milj. manna hafi verið séð fyrir fæði og húsnæði á hinum erfiðu krepputímum að undanförnu. 2) Viðskifta- og fjárhags- traust liafi verið endurvakið og er í því sambandi minst á hinn mikla glundroða, sem var i þessum málum, er Roosevelt tók við völdum. 3) Þúsundum heimila, i borgum og sveitifln, hafi verið ABESSENIUMENN hafa lagt talsverða áherslu á jiað á undanförnum árum, að koma sér upp her með nútíma sniði. — Abessinumenn eru hraustir og j djarfir hermenn. London, 18. mars. — FÚ. Stjórnin í Róm bíður vitn- eskju um það, hvorl þjóða- bandalagið ætli að laka til með- ferðar deilumál Abessiníu og Italíu eins og Abessiníunienn liafa farið fram á. ítalska stjórnin segist fresta ákvörðun- um um frekari aðgerðir í þessu máli, uns sú vilneskja sé fenginj Það cr nú vitað að samning- arnir í Addis Ababa hafa stöðv- ast. Abessinska stjórnin hefir tekið jninglega þeirri ákvörðun ítölsku stjórnarinnar, að fela herforingja sínum þar eystra að fá komið á hlutlausu svæði a landinu sem um er deilt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.