Vísir - 30.04.1935, Qupperneq 4
VlSIR
horfi eitthvaS betur sjá ítalir, a8
þeir! veröa aö leggja sig alla fram
í hinni höröu samkepni um skemti-
feröamenniría, sem háö er milli
ýmissa þjóöa, og hefir Mussolini
sett ungan dugandi mann til þess
að hafa meö höndum yfirstjórn
þessara mála. Er þaö tengdasonur
hans, Galeazzo Ciano greifi, sem
er 32 ára aö' aidri. Áriö sem leið
námu tekjur ítala af ferðamönn-
um 500 milj. líra, svo að Ciano
þarf að spjara sig' í sumar, ef hann
á að komast nokkuö í námunda
við hámarkið frá 1929.
í starfi sítiu hefir Ciano aðstoð
allra stjórnardeilda í Róntaborg,
allra embspttismanna og ríkisstofn-
ana um gervalla Ítalíu, og í raun
réttri má segja, að öllum stofnun-
um í landinu, félögunt og- einstakl-
ingum sé skylt að rétta hjálpar-
hönd í þessu starfi, og ekki þarf
að efa, að öll aðstoð muni fúslegá
veitt. Það er því beitt öllum nú-
■tima auglýsiugaaðferðum til þess
að sannfæra menn um, heima fyr-
ir og erlendis, að ekkert land í
veröldinni hafi upp á eins mikla
náttúrufegurð að bjóða og Italía,
hvergi sé utn meiri eða merkilegri
sögulegar minjar að ræða, hvergi
sé framfarirnar meiri í allri Ev-
rópu, hvergi betri gistihús, hvergi
betri matur og hvergi gestrisnari
þjóð. En auk þess er stöðugt ver-
ið að finna upp ýmislegt til þess
að hæna ferðamennina til landsins,
t. d. með því að útbúa handa þeim
stöðugt betri farartæki, á sjó, á
landi og í lofti. Lögð er áhersla
á að koma í veg fyrir, að okrað
sé á ferðaniiöunum, og liggja við
þvi ströng hegningarákvæði. —
Greitt er fyrir ferðamönnum með
því að gefa þeim kost á ódýrum
ferðalögum tii merkra staða og
svo mætti lengi telja. Fargjöld
skemtiferðamanna á járnbrautum
hafa verið mikið lækkuð, sumstað-
íar um 50—70%. — Nýir bifreiða-
vegir hafa verið lagðir um sér-
kennilegustu og fegurstu héruð
landsins. Unnið er að því að sam-
ræma og lsékka verðlag á gisti-
húsum og uppræta þjórfjár-ósið-
inn, sem flestum ferðamönnum er
meinilla við, þótt þeir fáist ekki
um. Á undanförnum sex árum hef-
ir ítalska stjórnin lagt til nýrra
vega og vegabóta sem svarar til
eitt hundrað’ miljóna amerískra
dollara og talsvert af því fé hefir
verið variö til lagninga vega handa
ferðamönnum, en vitanlega hafa
og íbúarnir í þeirn héruðum, sem
um er að ræða, þeirra bein og
óbein not.
Norðmenn og heimssýningin
k í Brússel.
Oslo 28. apríl. FB.
Ólafur ríkiserfingi og Martha
krónprinsessa leggja af stað á
morgun áleiðis til Belgíu, til þess,
að vera viðstödd hátíðahöldin í
Brússel, er sýningardeild Noregs
á heimssýningunni verður opnuð
þ. 9. maí.
Eg sel fæði fyrir 85 kr. á
mánuði — nýmjólk, ekta smjör
og egg —. Einnig krónu-mál-
tíðir. — Sigriður Þorgilsdóttir,
Hallveigarstíg 9, 1. liæð. (920
■ LEICAlÉ
Sumarbústaður óskasl til
leigu, sem næst Reykjavík. —
Uppl. í síma 4188. (1139
Bílskúr til leigu á Hverfis-
götu 90. Uppl. í Versl. Varmá.
Sími 4503. (1177
ÍTILKyNMINCAKl
ST. „ÍÞAKAÁ Fundur i kveld.
Kosning embættismanna. Inn-
taka o. fl. (1147
DRÖFN nr. 55 beldur fund og
sumarfagnað n.k. fimtudags-
lweld, stundvíslega kl. 8%
síðd. Dansað eftir kl. 10. —
Bernburg sér urn að allir
skemti sér vel. Mætið stund-
víslega. — Æ.T. (1176
ST. „EININGIN“ nr. 14. Fundur
annað kveld kl. 8%. Kosning
og innsetning embættis-
manna. Dregið í happdrætti
stúkunnar o. fl. Fjölmennið.
Æt. (1186
Athugið! 1
Hringið í síma 2967 ef ykkur
vantar menn í hreingerningarn-
ar. (1187
VISIS KAFFIÐ
gerir alla glaða.
íí
g Barnlaus lijón óska eftir $>
p 1—2 herbergja íbúð 14. |
i; maí. Uppl. á Bílaverkstæði 8
Jóh. Ólafssonar & Co„ >;
>} Hverfisgötu 18.
S B
XiCOOtíOÍSOOÍÍOíÍGíÍOÍÍOKCÖSKSQÖÍ
soooooooo{íooooocíoo;ío;íoooo«
q a
o '9
|s 2 vænar sólríkar stofur p
leigu á Laufásveg 63. |
Leigjast saman eða sin í «
ö livoru lagi. — Sími 3877. «
í-,jcoíiooooísoooootsoo;>oísíiíso;x.
Til leigu 14. maí sólrík íbúð
nálægt miðbænum, 3 herbergi,
eldhús og búr með nýtísku þæg-
indum. Lág leiga. Uppl. i síma
4680 og 2124. (1155
Til leigu 14. maí lítið, sólríkt
berbergi á Bergþórugötu 31.
(1154
2 herbergi og eldhús til leigu
fyrir barnlaust fólk. Tilboð,
merkt: „24“, sendist afgr. Visis.
(1153
Ilerbergi til leigu nú þegar á
Grettisgötu 50. (1152
Lítið lierbergi til Ieigu á Amt-
mannsstíg 4. (1151
Lítil íbúð óskast, helst i vest-
urhluta bæjarins. Fátt i heimili.
Uppl. í síma 3447. (1150
Máður í faslri stöðu óskar
eftir rúmgóðu sólarlierbergi og
aðgangi að eldhúsi eða litlu eld-
unarplássí 14. maí. Tilboð,
merkt: „14“, sendist Vísi. (1148
Til leigu 14. maí, 5 herbergi
og eldhús mcð þægindum í
Þingholtsstræti 28. Sími 3081.
(1146
Gott kvistherbergi til leigu
ódýrt. Baldursgötu 22. (1138
Barnlaus hjón óska eftir 2ja
herbergja ibúð með öllum þæg-
indum. Fyrirframgreiðsla, ef
óskað er. Sími 2726. (1174
Óska æftir 2 herbergjum og
eldhúsi með þægindum. Fyrir-
framgreiðsla. Einar Jósefsson,
bifreiðarstjóri hjá Smjörlikis-
gerðin Ásgarður. Sími 2897.
(1144
Reglumaður getur fengið
framtíðaratvinnu gegn því að
lána kr. 500 til 1000. Tilboð,
merkt: „Framtíð“, sendlst Vísi.
, (1135
Sólríkar íbúðir í miðbænum,
5, 4 og 3 herbergja, til leigu
slrax. Tilboð, auðkent: „Maí“,
sendist Visi. (923
Til leigu 14. maí, matstölu-
staður við Miðbæinn, 2 stofur
og eldhús. 2 kostgangarar
fvlgja. Uppl. i síma 3529. (1184
2 stofur og eldhús, i nýtisku
Iiúsi, með öllum þægindum,
óskast 14. maí. Uppl. á Skóla-
vörðustíg 40. Ingveldur Jóns-
dóttir. Sími 2809. (1183
Lítið kjallaraherbergi til
leigu Bárugötu 9. (1182
Vantar 2 lierbergi og eldhús.
Þrent í heimili. Uppl. í sima
4267. " (1181
Herbergi til leigu, með að-
gangi að síma. Verð 30 krónur.
Hverfisgötu 10'i A, miðhæð.
(1179
Ábyggilegur maður, i fastri |
stöðu óskar eftir 2—3 herbergj-
um og eldhúsi í Austurbænum.
Fyrirframgreiðsla, ef óskað er.
Uppl. Kárastíg 11, miðliæð.
(1178
Lítil íbúð óskast. Tvent í
heimili. Tilboð merkist: „XI“,
sendist Vísi. (1157
Stór suðurstofa eða minni
norðurstofa til leigu, með að-
gangi að baði og síma. Mjög
nálægt miðbænum. Húsgögn
ef óskast. Uppl. í síma 2680.
(1172
2 herbergi og eldhús óskast
í austurbænum 14. maí. Uppl.
Þórsgötu 10 (bakhúsið). (1167
Stofa til leigu 14. maí Öldu-
götu 8. Sími 4021. (1166
Góð stofa óskast til leigu 14
maí, helst nálægt Barónsstíg.
Uppl. í sima 4616. (i 163
Herbergi til leigu á SólvöII-
um. Uppl. í síma 4865. (1162
Til leigu forstofuherbergi. —
Sími 2497. (1161
Eldri kona og uppkominn
sonur hennar óska eftir 1 her-
bergi og eldunarplássi. Uppl í
síma 4640. (1159
Herbergi til leigu. *Sóleyjar-
götu 7, neðstu hæð. (1143
Góð slofa lil leigu á Báru-
götu 5. Simi 4244. (1169
Herbergi til léigu á Eirílcs-
götu 25. (1168
KvinnaK
Unglingsstúlka óskast til að
gæta barns. Uppl. á Fjólugötu 2
(Slaðastað). (1155
Ágætar vistir nú þegar og frá
14. maí, bæði í bænum og utan
bæjarins. Uppl. Vinnumiðstöð
kvenna, Þingholtsstr. 18. Opið
frá 3—6. (1145
Unglingsstúlka óskast 14. maí.
Elín Einarsdóttir, Templara-
sundi 3. (1141
Laghent stúlka getur fengið
að læra kjólasaum. Sesselja
Guðmundsdóltir, Vesturgötu
26 A. , (1140
Stúlka óskast strax. Mætti
vera eldri kona. Hverfisgötu
23, niðri. (1170
Stúlka óskast til morgun-
verka. Uppl. á Laugavegi 76.
(1136
Reykj avíkur elsta kemiska
fatahreinsunar- og viðgerðar-
verkstæði breytir1 öllum fötum.
Gúmmíkápur límdar. Buxur
pressaðar fyrir eina krónu. Föt
pressuð fyrir 3 kr. Föt kemiskt
lireinsuð og pressuð á 7 kr.
Pressunarvélar eru ekki notað-
ar. Komið til fagmannsins Ry-
delsborg klæðskera, Laufásvegi
25. Sími 3510. (344
Hárfléttur við íslenskan bún-
ing. Unnið úr hári. Kaupum af-
klipt hár. Hárgreiðslustofait
Perla. Sími 3895. Bergstaða-
stræti 1. (227
Stúlka óskast i Iétta vist á
Seljaveg 23. (1175
Danskur úrsmíðasveinn, 23
ára, óskar eftir atvinnu á ís-
landi, nú eða seinna. Góð með-
mæli. Thorvald Jensen, Tliors-
havn. (1173
Eldhússtúlka óskast á stórt
heimili nálægt Reykjavík. —
Uppl. í sima 3622. (1165
Stúlka óskast í vor og sum-
ar, annað' Iivort liúlfan éða all-
an daginn. Uppl. á Bergstaða-
stræti 82. (1160
2 handlagnar stúlkur geta
komist að sem lærlingar á
Saumastofunni Suðurgötu 14,
allan eða liálfan daginn. (1156
KKAlPSKAPlKl
Hfisgögn.
Borðstofuhúsgögn til söla
með tækifærisverði. —
Uppl. i síma 3307.
Sumarbústaður skamt frá
bænum til sölu eða leigu. Sími
2123. , (1149
Gaseldavél, lítið 110tuð, óskast
keypt. Ólafur R. Ólafs. Vest-
urgötu 16. (1142
Gott og ódýrt úthey er til sölu
á Bollastöðum i Flóa. Símasam-
band Hraungerði. (1137
Hreinar ullartuskur kaupir
klæðav. Álafoss háu verði. —
Afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2.
(544
Útlerid frímerki ávalt til
sölu. Kaupi íslensk frímerki.
Gisli Sigurbjörnsson, Lækjar-
torgi 1. Opið 1—3, alla virka
daga. Simi 4292. (599
Dívanar, dýnur og
allskonar stoppuð
húsgögn. Fjölbreytt-
ast úrval. Vatnsstig
3. Húsgagnaverslun
Reykjavíkur.
Lítið notuð stólkerra til sölu.
Uppl. Njálsgötu 85. Tækifæris-
verð. (1180
Vandað eikarskrifborð, sem
nýtt, til sölu. Uppl. í síma 4616.
(1164
Kaupi islensk frímerki, allar
tegundir. Lárus Hjaltalín, Óð-
insgötu 17B. — Hefi orgel til
sölu. (1158
Hefi til sölu nokkurar hús-
eignir með hagfeldum kjörum.
Tek hús i umboðssölu. Til við-
tals 1—2 og 8—9. Ólafur Guðna-
son, Freyjugötu 6. Símar 3960,
4960. ' (1185
(TAPAt rilNKIf)!
Fundist hefir karlmannsreið-
hjól. Vitjist á Lindargötu 1D,
gegn greiðslu þessarar auglýs-
ingar. (1171
FELAGSPRENTSMIÐJAN
ÁSTIR OG LAUSUNG. 106
uð til i því. — Henni virtist ennfremur á
þessu augnabliki, að þau væri í rauninni óað-
skiljanleg'. —- — Hana grunaði að til mundi
í lífinu eitthvað undursamlegt, sem þau gæti
átt saman tvö ein — eitthvað, sem bún mundi
aldrei öðlast án hans og ein síns liðs. — —
Hún gekk til lians og nam staðar bak við stól-
inn hans. Og þau sungu bæði og voru ham-
ingjusöm.
20. kapítuli.
Það var svp seifi engin furða, þó að Caryl
fyndist liann vera barn hamingjunnar. —
Hann var það líka i raun og veru. — Eftir
sífelt hugarstrið og myrkur mánuðum saman,
hafði alt í einu rofað til. Og loks liafði gæfan
komið til hans með útbreiddan faðminn. —
Hann hafði fengið góða stöðu, sem gaf fyrir-
heit um aðra betri, áður en langt mn liði. —
Og hann var trúlofaður einu stúlkunni, sem
hann liafði nokkuru sinni elskað — yndisleg-
ustu stúlkunni á guðs grænni jörð, að þvi er
hann hugðj sjálfur. — Honum fanst hann vera
barn hamingjunnar og spurði sjálfan sig, hvort
nokkur sanngirni væri í þvi, að óska sér annars
eða meira. ----Og hann óskaði ekki heldur
neins annars en þess, að mega vera hamingju-
samur til æviloka á sama hátt og hann væri nú.
------ Þegar Iiann var einhversstaðar einn síns
liðs, gat hann verið að skemta sér við það, að
óska sjálfum sér til hamingju. — En stundum
kom það þó fyrir, ekki síst þegar liann var á
leiðinni heim til sin í strætisvagninum eða „sull-
aði í baðkerinu“, að einhver ónota-geigur kom
að honum. Þá fanst honum kannske ekki al-
veg áreiðanlegt, að gæfan héldi í liönd hans alla
ævína. Ilann hafði oft lesið um það i bókum,
að hún yfirgæfi suma menn þegar verst gegndi.
Hún gæti liaft það til, að vera svo dutlungafull
— dutlungafull eins og sumar ungar stúlkur,
sem væri þeirrar skoðunar, að allir ungir pilt-
ar liefði alveg sérstakán liug á þeim. — Og
þegar þær lmgsanir sóttu að lionum og einkan-
lega ef honum datt í'hug, að hann kynni að
missa Fenelln, þá fanst honum líkast því, sem
hann væri að hrapa fram af hengiflugi. — En
hann huggaði sig við það, að þetta væri ekkert
annað en vitleysa. Það gæti meira en verið, að
það stafaði alt saman af slæmri og óreglulegri
meltingu! — Honum hafði verið sagt, þegar
liann var lítill, að maðuT gæti fengið allskonar
leiðinlegar liugsanir af slæmri meltingu.
Hann áleit best að reyna að hrista þetta af sér
— reyna að komast í góðan félagsskap, vera
glaður og kátur, og gæta þess að vanda dagfar
sitt, svo að hamingjan þyrfti ekld að fyrtast við
hann af þeim sökum, að hann léki sér að þvi
að gera öðrum mein: Og það varð úr, að hann
lagði leiðir sínar í hús „Kristilegs félags ungra
manna“ þau lcveldin, sem liann var ekki með
Fenellu, heima eða á skemtunum. —
Og vikurnar liðu, ein af annari — margar
vikur. — Þá var það eina nóttina kl. 3, að
hann lirökk upp alt i einu. Hann hafði verið
illa haldinn lengi — eins og milli svefns og
vöku — eins og versta martröð hefði legið á
honum eilifðartíma. Hann heyrði sjálfan sig
mæla þessum orðum, er hann braut af sér
fargið: ,
„Hún elslcar mig ekki........ Nei .... hún
elskar mig ekki.“
Þetta var ljóta vitleysan. — Eins og hann
væri kannske ekki alveg sannfærður um, að
hún elskaði hann! — Jú, vissulega! Hún hafði
sagt það sjálf oftar en einu sinni. Þrásinnis
hafði hún sagt það. Og Iiann var alveg viss um,
að hún hefði sagt það satt. Stundum hafði
hann spurt hana að því — ekki af því að hann
efaðist, heldur vegna þess, að það var svo gam-
an að heyra hana segja það. — — Hann
skammaðist sín eiginlega fyrir að vera að
spyrja hana að þessu. Hann þurfti ekki aö
spyrja. Og svo hafði það hka komið fyrir, að
hún hafði fölnað í andliti við þessar spurning-
ar. Hann skildi það svo, að henni væri raun að
þessum sömu spurningum upp aftur og aftur.
— Þær mundu náttúrlega særa hana. —
Einu sinni liafði hún sagt við hann: „Finst
þér þá ekki, að breytni mín og viðmót beri því
vitni, að eg elski þig?“ j
Og hann hafði svarað: — „Þú ert ákaflega
clskuleg við mig. Stundum fist mér að þú sért
miklu betri en eg verðskulda.“
„Eg skal gjarnan vera vond við þig stund-
um — svona til tilbreytingar. — Eg get það, ef
eg vil. Því að í rauninni er eg ákaflega vond
stúlka.“
„Nei —- það ertu ekki. — Og eg held að þú
gætir ekki verið vond, jafnvel þó að þú reyndir.
— En stundum lirekk eg upp um miðjar nætur
.... og þá fer eg að liugsa .... hugsa . ...“
„Um hvað ferðu þá að hugsa, Caryl ?“
„Eg fer að hugsa um það, að þú giftist mér
ekki af ást, heldur því, að þú hefir heitið þvi, að
þú skyldir gera það. —---------Þig langi i raun-
inni alls ekki til þess, að vera konan min.“
„Hvernig stendur á því, að þú ert að glíma
við þvilikar hugsanir? — Hvemig vílcur því við,
að slíkar hugsanir skuli geta komist inn í höf-
uðið á þér?"
Hann hafði ekki hugsað það mál til neinnar
hlítar og gat ekki gert grein fyrir þvi, hvemig
á þessu niundi standa. — Og liann fann sáran
til þess, hversu Ijótt það væri og fráleitt, að hafa
verið að segja henni þetta. — Eins og það væri
svo sem ekki áreiðanlegt, að ást hennar væri
heit og hrein og einlæg.-------
f Hann sagði: „Þú verður að segja mér eins
og er, Fenella. — Er kannske eitthvað í fari
mínu, sem þér finst ógeðfelt? — Finst þér blíða
mín klaufaleg — einhvern veginn öðru vísi, en