Vísir - 04.05.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 04.05.1935, Blaðsíða 2
VÍSIR Stjðrnarskiíti á Spáni. Lerroux baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í gær, en ríkisforsetinn neitaði að taka J>að til greina. — Nú hefir Lerroux aftur beðist lausnar og óvíst hver við tekur. i Madrid, 3. mai. — FB. Vegna erfiðleika innan stjórn- arinnar ákvað Lerroux forsæt- isráðherra að biðjast lausnar i dag. Afhenti hann ríkisforsetan- um lausnarbeiðnina árdegis i dag, samkvæmt ákvörðun þeirri, er hann hafði tekið, en 'Zamora neitaði að taka hana til greina. — (United Press). Madrid 4. maí. FB. Alejandro Lerroux forsætisráS- herra hefir beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á nýjan leik. Hef- ir Zamora nú neyðst tif þess, að taka lausnarbeiðnina til greina. — Lerroux hefir lýst yfir því, að erf- iðleikarnir eigi rót sína að rekja til þess, að hægriflokkarnir hefði tekið þá föstu ákvörðun að fella stjómina, en hún er minnihluta- stjórn sem kunnugt er. — Mjög er óvíst um stjórnmálahorfurnar, en búist er við að Zamora taki á- kvarðanir út af stjórnarskiftunum mjög bráðlega, ef til vill í dag. — (United Press). Aukakosning á Bretlandi. Frambjóðandi íhaldsflokksins bar sigur úr býtum. London, 3. maí. — FB. Frá West Edinburgh er sím- að, að T. O. Cooper málflutn- ingsmaður, frambjóðandi íhaldsflokksins hafi borið sigur úr býtum í aukakosningu þar, er fram fór vegna þess, að þing- maður kjördæmisins, W. G. Norman málflutningsmaður, var skipaður dómari. Norman er og íhaldsmaður. — Cooper hlaut 16.373 atkvæði, William McAdam, frambjóðandi jafnað- armanna, hlaut 10.462 og hag- fræðingurinn heimsfrægi, sir Georg Paish, 4059 atkvæði. (United Press). Frakknesk-rússneski varaarsáttmáliDD. París 4. maí. FB. Texti frakknesk-rússneska vam- arsáttmálans hefir nú verið birtur. Ræða frakknesk blöð sáttmálann mjög 0g telja undirskrift hans mikinn atburð, en raunar er sátt- málagerð þessi alstaðar talin til stórtíðinda. í sáttmálanum er gert ráð fyrir því, að samningsaðilar taki þegar saman ráð sín um hvað gera skuli til þess, að beitt verði ákvæðum 10. gr. sáttmála Þjóða- bandalagsins, ráðist eitthvert Ev- rópuríki á annan hvorn samnings- aðila eða hóti styrjöld. Sé ráðist fyrirvaralaust á annað hvort Rúss- land eða Frakkland skal það land- ið, sem ráðist var á, þegar fá að- stoð hins. Sáttmálinn gengur í gildi undir eins og fullnaðarsam- þykt hans hefir farið fram. 4>ví næst hefir hvor þjóðin um sig heimild til uppsagnar, að því til- skildu, að uppsagnarfrestur sé eitt ár. (United Press). Utan af iandL Búnaðarsamband Vpstfjarða ísafirði 3. maí. FÚ. hefir haldið aðalfund sinn á ísa- firði undanfarna daga. Tuttugu fulltrúar sóttu fundinn. Áætlaður tekjur næsta fjárhagsár námu 18.864.00 kr. Helstu fjárveitingar voru: Til námsskeiða og leiðbein- inga 600 kr., til mælinga og eftir- lits 2000 kr., til safnþróa og haug- húsa 1000 kr., til votheyshlaða 1000 kr., til heimilisiðnaðar og heyvinnuvéla 800 kr. Verðlaun úr verðlagasjóði voru veitt Kristjáni Jóhannessyni, Hjarðardal 100 kr. og Guðmundi Ágústi Pálssyni 70 kr. Formaður var endurkosinn Kristinn Guðlaugsson, Núpi. Aflabrögð. Afli er heldur að glæðast i ísa- íjarðardjúpi. Af Snæfellsnesi. Stykkishólmi 3. maí. FÚ. Til Stykkishólms kom línuveið- arinn Alden af veiðum í dag eftir 11 daga útivist, og var afli tregur. í dag fór bifreið yfir Kerling- arskarð á leið til Reykjavíkur í fyrsta skifti á þessu ári. Þessa daga er verið að moka snjó og gera við veginn yfir fjallið. Sýslufundur Snæfellsness- og Hnappadalssýslu stendur yfir, og verður honum lokið á laugardags- kveld. Minning Roalds Amundsen. Osló, 3. maí. — FB. Eignin Uranienborg í Svart- skog, þar sem var heimili Roald Ámundsen, var afhent ríkinu í gær. Aflicndingarathöfnin var hin liátíðlegasta og, fór fram i húsagarðinum, fyrir framan íveruhúsið. Konungurinn var viðstaddur. Gade Holt, fyrrv. sendilierra flutti ræðu fyrir hönd gefendanna. Nygaardsvold forsætisráðlierra tók við eign- inni fyrir ríkisins liönd. Sein- astur talaði Hákon konungur, sem lýsti yfir því, að héðan í frá væri Uranienborg ein af þjóð- minjaeignum Noregs og opin al- menningi til skoðunar. — Kon- ungurinn og aðrir viðstaddir skoðuðu því næst húsið. MjúlkurverOið 09 svik Aiþýð abargeisanna. Alþýðublaðið hét því — í septembermánuði síðastliðnum — að mjólkurverð hér í Reykja- vík skyldi fara niður í 35 aura hver lítir þeg- ar í stað, er samsalan væri tekin til starfa. Síra Sigurður Einarsson lýsti yfir því um sama leyti, að hann mundi ekki styðja ríkis- stjórnina degi lengur, ef þessi verðlækkun fengist ekki. — Eins og kunnugt er, boðaði Alþýðublaðið í septembermán • uði s. 1., að Alþýðuflokkurinn mundi koma því til leiðar, að mjólkurverð hér í bænum færi niður í 35 aura, ekki síðar en um áramót (1934 og 1935). — Milliliðakostnaðurinn liyrfi úr sögunni, er samsalan væri tekin til starfa, og yrði þá liægt um vik, að lækka mjólkurverðið. „Alþýðan“ þyrfti því ekki að hafa neinar áhyggjur lit af mjólkurverðinu. Það væri sama sem „klappað og klárt“, að það færi að minsta kosti niður í 35 aura, enda væri það lafhægt, því a,ð Alþýðuflokkurinn liefði það í liendi sér að láta „stjórn hinna vinnandi stétta“ gera bæði þelta og annað, alþýðunni til hagsböta. t Til ennþá frekara öryggis tók síra Sigurður Einarsson í sama streng og lýsti yfir því á prenti, að hann mundi ekki styðja þá stjórn, sem léti undir höfuð leggjast, að framkvæma fyrir- mæli Alþýðublaðsins, þau er að því hnigi, að mjólkurverðið skyldi fara niður i 35 aura um áramótin síðustu. — Sumir alþýðumenn munu hafa lagt einhvern trúnað á það, að hugur fylgdi máli lijá Alþýðublaðinu og síra Sigurði. Þeir töldu víst að við þetta yrði staðið og þótti auðvitað gott, að mjólkin lækkaði i verði. En mjólkin hefir ekki lækk- að í verði, sem kunnugt er. — Hún má lieita i sama verði og hún var, þegar heitin voru fest. Loforðin liafa verið svikin, eins og líklegt mátti þykja, samkvæmt fyrri reynslu. — Þeir eru ekki lineigðir fyrir það, alþýðuburgeisarnir, að standa við gefin heit eða meta loforð sín nokkurs, að þvi er séð verður. Og alþýðunni er nú víst far- ið að skiljast það, að þeim muni annað liugleiknara, for- sprökkunum rauðu, en að efna loforð sín við fátækasta hluta þjóðarinnar. — Um það ber m. a. órækt vitni grein sú, er fer hér á eftir. Höfundurinn er fátækur ó- magamaður hér í bænum. Hann vill ekki láta nafns síns getið, því að þá mundi hefnd- in vís af hálfu rauðu böðlanna. Og þar mundi ekki standa á framkvæmdunum. Greinin hljóðar þannig: „Eg held það fari nú að liða að því, að foringjar okkar^ sem við höfum treyst oflengi, fari nú að missa traust okkar. Eg liefi nú lengi verið í Dagsbrún og man eftir mörgum þeim lof- orðum, sem okkur hafa verið gefin. Eg held, að mér sé óhætt að segja, að þessir foringjar okkar hafi ekki uppfylt eitt einasta loforð, sem þeir hafa gefið okkur, eða að minsta kosti ekki þau, sem mestu máli hafa skift fyrir okkur. Hvernig er það með þjóð- nýtinguna? T. d. á togurunum? Altaf var það eitt þeirra fyrsta áhugamál, sögðu þeir, að þjóð- nýta togarana. Og oft liafa þeir heitið okkur því, að það skyldi gert í þeim sama mánúði og þeir fengi mann í stjórnina. Nú hafa þeir fengið mann í stjórn landsins fyrir 9 mánuð- um eða svo til, og ekkert heyr- ist á það minst, að nein þjóð- nýting sé i aðsigi. Alt eintóm svik. Og livernig liefir það gengið með tollana? Þeir lof- uðu þvi, að lækka þá. Það er nú ekki einasta, að þeir hafi svikið það loforð, lieldur hafa þeir beinlínis unnið að hækk- un allra tolla og skatta. Þeir hafa hækkað tolla og skatta um margar miljónir. Og nú vilja þeir ekki talá um neina þjóðnýtingu, og þeir vilja ekki heldur tala um skattalækkun, því að þeir hafa alt svikið. Og hvernig var það með atvinnu- bótaféð? — Það var nú svo- leiðis, að þegar þeir gátu engu ráðið um það, hvað Alþingi samþylcti, þá voru þeir álcaf- lega frakkir og heimtuðu eina miljón króna til atvinnubóta. Þeir vissu, að þessu var ómögu- legt að ltoma í gegnum þingið og þess vegna voru þeir svona frakkir. En undir eins og þeir gátu ráðið öllu i þinginu, þá sögðust þeir vera vissir um, að hálf miljón væri alveg nóg og ])á var þó miklu meira atvinnu- leysi, heldur en þegar þeir heimtuðu miljónina. Svona eru þeir í öllu þessir foringjar. Þeir svikja öll sín loforð. Svo er það mjólkin. Þeir morglofuðu því, bæði munn- lega og á prenti, að mjólkin skyldi lælcka. Þeir sögðu, að hún færi niður i 35 aura 'núna um áramótin síðustu. Þeir sögðu, að okkur væri alveg ó- hætt að trúa þessu, þvi að þeir stjórnuðu öllu. Haraldur Guð- mundsson gæti alt, sem hann vildi. Hann réði öllu í stjórn- inni, því að hinir hefði ekki vit á neinu og væri bara undir- tvllur hjá honum. Það stóð líka i Alþýðublaðinu einu sinni, að Haraldur hefði þá rjétt áður verið að hjálpa hinum ráðherr- unum með eitthvað, sem þeir áttu að gera, en gátu ekki. Og það var látið skína í gegn, að svona væri þetla altaf. Harald- ur væri alt í öllu og hinir bara tvö núll fyrir framan hann. En eins og menn vita, hafa slík núll eklcert gildi. Mér finst því, að samkvæmt þessu hljóti stjórnin að líta þannig út í töl- um: „001". En ekki liefir mjólkin lækk- að og ekki liefir hún batnað, það væri synd að segja. Og ekki hafa þeir viljað láta okk- ur fá barnamjólk, nema þenn- an leka frá Kleppi, sem mörg- um þykir lítið varið í, eins og sú mjólk er til komin. — Það hefir þvi orðið eins með verð- lækkunina á mjólki mi og alt annað: loforð og svik og ekk- ert annað. Eg lield, að alþýðan sé nú loksins farin að sjá, hverskon- ar fólk þetta er, sem troðist hefir inn á liana með fagur- gala og loforðum, og rógi um sér betri menn. Þetla eru bara argir „spekúlantar“ sem liugsa um sjálfa sig, en ginna alþýð- una með loddaraskap og fag- urgala. Þeir vilja láta okkur kjósa sig í bæjarstjórn og á þing og segjast ætla að gera fyrir okkur ósköpin öll, en svo svíkja þeir alt, því að þeir hugsa ekki um annað en að komast sjálfir í hálaunuð em- bætti og verða feitir og ríkir. Eg ætla nú ekki að minnast á fleira í þetta sinn, en bæti ef til vill einliverju við síðar, þvi að af nógu er að taka, ef segja skal frá öllum þeim lcf- orðum, sem forsprakkar þessir hafa gefið og svikið “ Yinnastöðvan lokið. Vinnustöðvun þeirri, sem Al- þýSusamband íslands fyrirskipa'Si viS afgreiSslu e.s. Heklu og Eddu, vegna deilunnar um kaup og kjör stýrimanna á þeim skipum, sem eru í förum til MiSjarSarhafslanda, var lokið í gær fyrir milligöngu sáttasemjara. Voru sþmn'ingar undirskrifaSir milli stýrimanna- félags íslands annars vegar og þeirra þriggja eimskipafélaga, sem hlut eiga aS rnáli. Vinna viS afgreiSslu Heklu og Eddu byrjaSi í morgun. Síldarvart á Eyjafirði. Akureyri 3. maí. FÚ. SlæSingur af Émásíld og milli- sild er genginn í EyjafjörS og hef- ir veriS kastaS tveimur lásnótum. AS öSru leyti hefir afli veriS mjög tregur undanfariS viS EyjafjörS. Vípnet í kringum blómsturgarSa og mat- jurtagarða nýkomin. VERZL. B. H. BJARNASON. Byggmgarvðrnr í miklu úrvali. VERZL. B. H. BJARNASON. Laxveiðitækin eru með Goðafossi. VERZL. B. H. BJARNASON. Messur á morgun. í dómkirkjunni, kl. 11, síra Bjarni Jónsson (Ferming) ; kl. 2, sira FriSrik Hallgrímsson (Ferm- ing). í fríkirkjunni kl. 12, síra Árni SigurSsson (Ferming). í HafnarfjarSarkirkju kl. 2, síra GarSar Þorsteinsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 10, kveldguSsþjónusta meS prédik- un kl. 6. í spítalakirkjunni í Hafnarfirði Hámessa kl. 9, kveldguSsþjónusta meS prédikun kl. 6. í ASventkirkjunni kl. 8 síSd. O. Frenning. Veðrið í morgun. í Reykjavík 9 stig, Bolungarvík 5, Akureyri 6, Skálanesi 3, Vest- mannaeyjum 8, Sandi 9, Kvígind- isdal 7, Gjögri 5, Blönduósi 4, Siglunesi 4, Raufarhöfn 5, Skál- unr 3, Fagradal 4, Hólum í Horna firSi 6, Fagurhólsmýri 6, Reykja- nesi 8, Færeyjum 10 stig. Mestur hiti hér í gær 11 stig, minstur 7. Úrkoma 0,9 mm. — Yfirlit: Grunn lægS yfir íslandi. Önnur stærrf suður af Grjpnlandi á hægri hreyf- ingu norSaustur eftir. — Horfurs SuSvésturland, F axaf lói: Hæg- viðri. Úrkomulaust aS mestu. BreiSafjörSur, VestfirSir:. Hæg- viSri. Dálítil rigning í dag. NorS- urland: HægviSri. Úrkomulaust., NorSausturland, AustfirSir: Hæg- viSri. Þoka víSa, en úrkomulaust aS mestu. SuSausturland: Hæg- viSri. Dálítil rigning. Skip Eimskipafélagsins. GoSafoss er væntanlegur hingaS kl. 7 í kveld frá útlöndum. Gull- foss var á ísafirSi í morgun. Detti- foss er á leiS til Hull frá Vest- mannaeyjum. Brúarfoss fer frá Kaupmannahöfn kl. 4 í dag áleiðis HEIMKOMA DR. S. HEDIN FRÁ ASÍU. Mynd þessi var tekin, er dr. Sven Hedin, einn af víSfrægustu landkönnuSum SvíþjóSar, kom heim úr seinasta AsíuleiSangri sínum. Hún er tekin á járnbrautarstöSinni í Málmey. T. v. er frú Hedin. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.