Vísir - 05.05.1935, Blaðsíða 3
VISIR
Verzlun Ðen S Þdrarinssonar
selr bezt lífstykki, mjaðniabelti og sokkabönd. Úrval geysi mik-
ið og verð frábært. ,
Gagnfræðaskölanum
í Reykjavfk
var sagt upp 2. þ. m. kl. 2 síöd.
Alls voru í skólanum i vetur yfir
150 nemendur. Af þeim voru 125
í aöalskólanum, en um 30 í kveld-
skóla. Eru þar færri námsgreinar
en í gagnfræ'Saskólanum sjálfum,
enda ætlað fólki, sem vinnur á
daginn.
í þriöja bekk voru í vetur 25
nemendur. Einn nemandi varö aö
hætta sakir lasleika og tveir veikt-
ust í prófinu en geta væntanlega
lokið því síðar. Tveir nemendur
náðu ekki prófi. Gagnfræðaprófi
luku því 20 nemendur. Hæsta einlc-
un var 9.07, og hlaut Sigríður
Arnlaugsdóttir, Öldugötu 25, þá
einkunn. Er þetta hæsta einkunn,
sem gefin hefir verið viö burtfar-
arpróf úr skólanum.
Þessir luku gagnfræðaprófi:
Ásdis Sveinsdóttir, Eiríkur Ól-
afsson, Guðmundur Á. Björnsson,
Guðmundur S. Karlsson, Guðrún
F. Jónsdóttir, Gyða Siggeirsdóttir,
Helga Ingvarsdóttir, Helgi Sveins-
son, Hreiðar Ólafsson, Ingibjörg
S. Pálsdóttir, Jakobína Þorláks--
dóttir, Jóhanna K. Guðjónsdóttir,
Matthías H. Ingibergsson, Pétur
O. Jósafatsson, Ragnheiöur H.
Þorkelsdóttir, Sigríður Arnlaugs-
dóttir, Sigurvin Elíasson, Svan-
fríður Jóhannsdóttir, Vilhelm Sig-
urðsson, Þorbjörg J. Einarsdóttir.
I.0.0.F.3 = 117568 = E.8*
80 ára
afmæli á í dag Guðný Einars-
dóttir frá Nýlendu á Miðnesi, nú
til heimilis á Bakkastíg 1.
Byggingarfélag sjálfstæðra verka-
manna heldur aðalfund í Varð-
arhúsinu i dag kl. 2 e. h. Menn
fíýni félagsskírteini sín viö inn-
ganginn.
M.s. Dronning Alexandrine
fór vestur og norður í gær-
kveldi.
E.s. Goðafoss
kom hingað í gærkveldi frá út-
löndum.
t
í Aðventkirkjunni
veröur guðsþjónusta í kveld kl.
8, Ræðuefni: „Hvert er tákn komu
þinnar og enda veraldar?“ Allir
hjartanlega velkomnir.
O. Frenning.
Næturlæknir
er í nótt Jóhann Sæmundsson,
IJringbraut 134. Sími 3486. Næt-
urvörður í Reykjavíkur apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni.
Heimatrúboð leikmanna.
Síðastliðinn mánuð hafði Heima-
trúboð leikmanna engar regluleg-
ar opinberar samkomur hér í bæn-
um, en í dag hefst starfið að nýju
rnetS almennrí samkomu kl. 8 s. d.
á Hverfisgötu 50. Hinn nýi sam-
komusalur er mjög vistlegur og er
þess vænst að fólk sem blessun
hefir hlotiö af starfinu fyr, á
Njálsgötu 1 og Vatnsstíg 3, fjöl-
menni nú á Hverfisgötu 50. Allir
eru hjartanlega boðnir og vel-
komnir á samkomur starfsins,
eins og að undanförnu. í Hafnar-
firði hefir starfið einnig samkomu
á Linnetsstíg 2 í dag kl. 4 e. h.
H. 1.
Félagið „Anglia“
lieldur fund á morgun, kl. 9
síðdegis í Oddfellowliöllinni, i
tilefni af 25 ára ríkisstjórnaraf-
mæli Bretakonungs. Öllum yfir-
mönnum Jiins Jireska herskips,
sem hér liggur, er boðið á
fundinn og allir Bretar hér í
bænum eru velkomnir.
Betanía,
Laufásveg 13. Samkoma í kveld
kl. 8j4. Frú Guðrún Lárusdóttir
talar. Allir velkomnir.
Útvarpið í dag:
9,50 Enskukensla. 10,40 Veður-
fregnir. 10,50 Þýskukensla. 12,00
Messa i fríkirkjunni. — Ferming
(síra Árni Sigurðsson). 15,00 Tón-
leikar (frá Hótel ísland). 18,20
Þýskukensla. 18,45 Barnatími:
Æfintýr (Hallgr. Jónsson kenn-
ari). 19,10 Veðurfregnir. 19,20
Tónleikar: Sönglög úr ítölskum
óperum (plötur). 20,00 Klukku-
sláttur. Fréttir. 20,30 Upplestur
(Árni Pálsson prófessor). 21,00
Kórsöngur: Karlakór iðnaðar-
manna (söngstjóri: Páll Halldórs-
son). 21,30 Lög úr óperettum
(plötur). Danslög til kl. 24.
íarnar; áttmáli
Rfissa og Frakka.
London, 4. maí. FÚ.
Frönsk, þýsk og rússnesk
blöð ræða í dag liinn nýundir-
ritaða sáttmála milli Frakk-
lands og Rússlands af hinum
mesta ákafa. Frönsku Jilöðin
leggja vfirleitt áherslu á það,
að sáttmála þessum sé ekki
stefnt gegn neinni annari þjóð,
og að hann sé á engan hátt
sambærilegur eða liliðstæður
hinum gömlu sáttmálum, er
tiðlcuðust fyrir 1914. Frönsk
blöð vekja ítarleg'a atliygli á
því, að þau sjái enga ástæðu
til þess, livers vegna Þýskaland
og Pólland hafi snúist öndverð
gegn þessum sáttmála, þar
sem það sé látið lieimilt öllum
þjóðum, að gerast aðilar að
honum, ef þær á annað borð
| óska að varðveita friðinn.
Mundi slik þátttaka sem flestra
þjóða torvelda það fyrir nokk-
urri annari þjóð, að liefja
árásarstríð.
Isvestia hirtir í dag grcin,
]iar sem mikil áhersla er lögð
á það, viðlíka eins og í hin-
um frönsku blöðum, að þess-
um sáttmála só ekki beint
gegn neinni einstakri þjóð. —
Hitt liggi í augum uppi, að sátt-
málinn tryggi mjög friðarliorf-
urnar, þar sem hann skuld-
bindi 2 stórveldi til þess að
veita hvort öðru lið, ef á þau
yrði ráðist. Ætti þetta, segir
blaðið, að nægja til þess að
sannfæra þá, sem bólgnir eru
af hernaðaranda, um þá föstu
ákvörðun Frakklands og Rúss-
lands, að koma i veg fyrir ó-
frið. Mætti vænta þess, að þetta
gæti orðið til þess að snúa
þeim að veg friðarins, sem
blása að ófriðareldunum. Og
hvenær sem þeir snúa á þá
leið, munu þeir vissulega mæta
framréttum höndum Frakk-
lands og Rússlands til aðstoð-
ar í þessum efnum.
I þýskum blöðum kveður all-
mjög við annan tón. Eitt Ber-
línarblaðið kemst svo að orði,
að fregnirnar um þennan sált-
mála muni ekki þykja nein
nýjung í Þýskalandi, né valda
þar neinum æsingum. Jafn-
framt lætur blaðið í ljósi þá
skoðun, að með þessum sátt-
mála hafi Þjóðabandalagið
hlotið enn eitt áfall, svo alvar-
legt, að því megi jafna við það,
er stórveldi gengur úr banda-
laginu.
Vinnustöðvunin
viö e. s. Henning,
—o-
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
var þeim Guöm. Ásbjörnssyni,
settum borgarstjóra, og Stefáni
Jóh. Stefánssyni, bæjarfulltrúa,
faliö aö leita fyrir sér urn sættir
út af vinnustöðvuninni viö e.s.
Henning, skipi þvi, sem hingaö
kom nýlega meö efni til Sogs-
virkjunar. Tilraunum þeirra í
þessa átt er enn eigi lokið og verö-
ur aö svo stöddu eigi sagt hvern
árangur þær bera.
25 ára ríkisstj órnarafmæli
Bretakonungs
Mynd þessi er t'ekin viö aðalinnganginn á sýningai'Svæöiö, en þar eru margir fagrir gosbrunnar.
Heimssýningin í Briissel.
„Eg lokaði augunum."
Þorkell á Eyri var nýkvæntur
og gárungarnir sögöu, að konan
liti fram hjá honum.
Einn dag kom presturinn og
beið eftir kaffi. Hann var ungur,
ókvæntur og laglegur maður. Þor-
kell var í votabandi þann daginn
og kom heim með lestina rétt í
því, er klerkur reið úr hlaði. —-
Smalinn brá honúm á eintal og
hvíslaði einhverju að honum. —
Þá strunsaði Þorkell rakleitt
heirn í bæ og bar það upp á hús-
freyju að hún hefði kyst prestinn.
Hún sór og sárt við lagði og
kvaðst ekki hafa séð prestinn
kyssa nokkura manneskju á því
heimili.
Þá gerðist Þorkell bóndi reiður,
tók í öxlina á konunni, hristi hana
ómjúklega og gargaði: Óg víst
kysti hann þig! Smalinn sá það!
* — Það er alveg sama, góði minn
sagði konan með einstakri hægð.
Eg sá það ekki! — Eg lokaði aug-
unum!
4. maí. FÚ.
Þann 27. f. m. var opnuð
lieimssýning í Brussel og opn-
aði Leopold Belgíukonungur
sýninguna. Hófst athöfnin með
því, að 21 fallbyssuskoti var
hlejrpt af. 3500 gestir af ýms-
um löndum höfðu verið boðnir
lil þess að vera Viðstaddir opn-
un sýningarinnar og fór hún
fram í sérstökum hátíðarsal, er
reistur hafði verið í þessu
skyni; eru veggir hans klædd-
ir dýrindis viðartegundum, en
lofthvelfingin öll silfruð. Þeg-
ar sendiherrar erlendra ríkja,
meðlimir Iielgiska þingsins og
aðrir, tignargestir höfðu gengið
til sæta sinna, lék hljómsveit
þjóðsöng Belgíumanna, og sam-
tímis gekk Leopold konungur
III. og Astrid drotning hans
inn í salinn.
Konungur tók þvi næst til
máls, eftir að borgarstjórinn i
Brussel og fjármálaráðherra
Belgiu höfðu mælt nokkur orð
og skýrt frá lilefni þessarar
samkomu., Ræða konungs var
á þessa leið: „Eg leyfi mér
fyrst og fremst að heilsa og
bjóða velkomna þá útlendu
gesti, sem með nærveru sinni
liér á meðal vor hafa gefið oss
dýrmætan vitnisburð um sam-
úð sína. Þessi sýning, sem
Belgía hefir nú efnt til og
ráðist liefir verið i, þrátt fyr-
ir æma örðugleika, er tilraun
þessarar þjóðar til þess að
rjúfa liina liagfræðilegu ein-
angrun, sem nú þjakar svo
mörgum löndum. Það er sann-
arlega kominn timi til þess að
ferskari vindar blási i viðskift-
um heimsins, en gert hafa upp
á siðkastið. Viljum vér ein-
dregið mega vænta þess, og
vonum það af alhuga, að hin-
ar mörgu þúsundir útlendinga,
sem nú í sumar munu sækja
heimssýninguna og dveljast i
Belgíu, sem gestir i landinu,
megi kveðja það sem vinir þess
Og með þessum óskum viljum
vér hér með lýsa þvi yfir, að
alþjóðasýningin i Brússel er
opnuð.“
Ilátiðabragur mikill var á
borginni þennan dag og ara-
grúi manna á ferli, einkum á
sýn ingarsvæðinu og i nágrenni
þess. Fánar 30 þjóða skreyttu
sýningarsvæðið alt og liafa
þarna risið upp glæsilegar hall-
ir og stórbyggingar, þar sem
gelur að lita alt hið merki-
legasta í framleiðslu og iðnaði
veraldarinnar.
mælir svo fyrir, að slá skuli 5
shillings peninga úr silfri, til
minningar um 25 ára rílcis-
stjórnarafmæli konungs. Verða
peningar þessir komnir í um-
ferð 7. maí og verða gefnir út
lil ársloka.
Ennfremur skýrði konungur
frá því, að sérstakir gull- og
silfurpeningar yrðu slegnir i
sama augnamiði, en einungis
handa safnendum. Á meðal
þeirra verða 25 gullpeningar,
sem seldir verða á 50 sterlings-
pund liver, — og 2500 silfur-
peningar, sem ákveðið er að
selja á 7s 6d. —-------1 kirkju
þýskra mótmælenda í London
verður haldin sérstök Jiátíðar-
guðsþjónusta á morgun og vek-
ur það athygli að tilkynt er, að
sendiherra Þjóðverja í London
muni verða viðstaddur. — -— —-
í heimsblöðunum er í dag mjög
mikið rætt um ríkisstjórnar-
afmæli Bretakönungs og gætir
jiess um allan heim. Er mjög
borið lol' á konung i ummælum
um hann yfirleitt. Franska
blaðið Eciio de Paris kallar
konung „Hinn áslsæla sátta-
semjara og málamiðlunarmann,
verndara og föður þjóðar sinn-
ar.“
Á svipaðan hátl eru ummæli
fleiri blaða.
Þröng var minni á götum í
dag heldur en í gær, þó að tala
aðkomumanna í borginni sé nú
orðip stórum hærri. Þessu olli
það, að opnuð hefir verið ný
neðan jarðarbrau t á Leicester
Square. Byrjað var á bvggingu
hennar fyrir 4 árum, og er lnin
húin ýmsum tækjum, sem
mjög greiða fyrir umferð
umfram það, sem er á öðrum
neðanjarðarbrautarstöðvum í
London.
ÞRÍVELDARÁÐSTEFNA
í FENEYJUM.
London 4. maí. FB.
Símfregn frá Feneyjum hermir,
að Waldenegg, utanrikismálaráð-
herra Austurríkis og Kanya, ung-
verski utanríkismálaráðherrann,
hafi komið til Færeyja í morgun.
Suvich undir-utanríkismálaráð-
herra tók á móti þeim á stöðinni.
Viðræður þriggja framannefndra
utanríkismálaráðherra til undir-
húnings hinni áformuðu Dónár-
rikjaráðstefnu hófst kl. 4 e. h. í
dag og verður haldið áfram i kveld
og á mánudag. (United Press).
er á morgun og hefjast þá mikil
hátíðahöld um gervalt Bretaveldi,
en aðalhátíðahöldin verða í Lond-
on. Faðir Georgs V. var Edward
VII. Bretakonungur og móðirhans
Alexandra drottning, sem var
dönsk prinsessa. Lengstt til vinstri
eru þau með syni sína tvo. Situr
Alexandra með Georg á kné sér,
Bróðir hans, hertoginn af Clar-
ence, dó er hann var ungur maður,
og varð Georg þá prinsi af Wales.
.Myndin er tekin, er Edward VII.
var prins af Wales. í miðjunni er
mynd af Georg konungi og Mary
drotningu, er þau voni nýtrúlofuð.
Lengst til hægri er mynd af þeim
meö Edward, núverandi prins af
Wales.
No rs kar
lofiskeytafregnir.
Deilur í Stórþinginu um þá ráð-
stöfun stjórnarinnar, a'ð flaggað
var á opinberum byggingum
1. maí.
Osló 4. maí. FB.
Á Stórþinginu í gærkveldi flutti
Lykke ráðherra ræðu og kvað sér
þykja miöur, að ríkisstjórnin hefði
tekið þá ákvörðun, að flaggað
skyldi á öllu opinberum bygging-
um 1. maí. Nygaardsvold varði
þessa ráðstöfun stjórnarinnar og
sagði verkalýðinn hvorki hæða eða
misnota fána landsins með því að
nota hann við hátíðahöld sín 1.
maí. Hann sagði, að rikisstjórn-
in gæti ekki tekið aftur ákvörðun
sína í þessu efni og kvaðst vona,
að verkalýðurinn alment notaði
flaggið í kröfugöngum sínum, þar
sem það hefði verið dregið á stöng
af ríkisstjórninni á opinberum
byggingum um gervalt landið 1.
maí s. 1. — Mowinckel lýsti' sig
svipaðrar skoðunar og forsætis-
ráðherrann um þetta mál.
London í gærkveldi. — FÚ.
Georg Bretakonungur hélt
ríkisráðsfund i inorgun og birti
að honum loknum konunglega
tilkynningu, þar sem liann