Vísir - 11.05.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 11.05.1935, Blaðsíða 3
VISIR UtanríkisFáðhepFaF Balkanríkj asambandsins á fundi í Búkarest. Þeir eru sammála um, að ekki komi til mála að leyfa Ungverjum og Búlgörum að vígbúast á ný, nema þeir viður- kenni núgildandi landamæraskipun. — Her- sýning í Búdapest. Búkarest n. maí FB. Mikil hersýning fór fram hér í gær, í tilefni af komu utanríkis- ráðherra Balkanríkjabandalagsins, þ. e. Rúmeníu, Júgóslavíu, Grikk- lands og Tyrklands, en þeir sitja hér ráðstefnu. — Ráðherramir samþyktu einróma, að þeir væri mótfallnir því, að Ungverjum væri leyfður réttur til þess að vígbúast á ný, né heldur Búlgörum, nema Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. n, síra Bjarni Jónsson. (Ferming). í fríkirkjunni kl. 5, síra Arni Siguiiisson. í fríkirkjunni í HafnarfirSi kl. 2, síra Jón Auöuns. í Lahdakotskirkju: Hámessa kl. 10 f. h., kveldguðsþjónusta meS prédikun kl. 6. í spítalakirkjunni i Hafnarfiröi: Hámessa kl. 9 f. h., kveldguðs- þjónusta meö prédikun kl. 6 e. h. Bústaðaskifti. Kaupendur Vísis, þeir er bú- staðaskifti hafa nú um kross- messuna, eru vinsamlegast beðnir að gera afgreiðslunni (sími 3400) aðvart í tæka tíð, svo að komist’ verði hjá vanskil- um á blaðinu. Málarasveinar hafa gert verkfall vegna deilu milli þeirra og málarameistara, er hafa boriö fram kröfur um aö mega bæta nemendum i iðnina. Bæði féLögin eru í iðnsambandinu. Samkomulagsumleitanir fara fram. Veðrið í ihorgun. í Reykjavík 9 stig, Bolungar- vik 4, Akureyri 4, Skálanesi 3, Vestmannaeyjum 9, Sandi 7, Kvígindisdal 5, Hesteyri 6, Blönduósi 7, Siglunesi 3, Grímsey 2, Skálum 1, Fagradal 1, Papey 3, Hólum í Homafirði 5, Fagurhólsmýri 8, Reykjanesi 9 stig. Mestur hiti hér í gær 11 stig, minstur 4. Sólskin 7.5 st. — Yfirlit: Háþrýstisvæði yf- því aðeins að báðar þessar þjóð- ir viðurkendu að fullu og öllu nú- verandi landamærí, sem sett voru samkvæmt friðarsamningunum. Einnig vill Balkanríkjabandalag- ið, að Búlgarar og Ungverjar sam- þykki að taka þátt í öryggissátt- málum við öll nágrannaríki sín, friðinum til vemdar, ella komi ekki til mála, að þeim verði leyfður end- urvígbúnaður. (United Press). ir íslandi og norðanverðu Atl- antshafi. Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiðafjörður: Hægviðri. Úrkomulaust og víð- ast léttskýjað. Vestfirðir, Norð- urland, norðausturland, Aust- firðir: Hæg norðaustanátt. Víð- ást úrkomulaust. Suðaustur- land: Hægviðri. Léttskýjað. Hjúskapur. 8. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Andrea Davíðsdóttir frá Arnbjargarlæk, og Sveinn Jóns- son verslunarmaöur, Þvergötu 5. Hjúskapur. í dag veröa gefin saman í hjóna- band ungfrú Sigurlína Björnsdótt- ir Lokastíg 15 og Jón Gunnars- son, framkvæmdarstjóri. Hjálpræðisherinn. Hátíöasamkoma i kveld kl. 8. Útvarpsræöu síra Friðriks Hall- grimssonar í tilefni af 40 ára af- mæli „Hersins“ verður útvarpað í salnum. Kaffi veröur veitt. Allir velkomnir. Af veiðum hafa komiö Gulltoppur meö 92 tn. lifrar, Hilmir með 70, Otur með 90, Karlsefni meö 89, Ólafur með 76, Ver með 90 og Egill Skalla- grmsson með góðan afla. Höfnin. E.s. Svanholm fór til útlanda í gær. E.S. Sado kom í gær með Cement og timbur. Kolaskip kom i morgun til h.f. Kol og Salt. Strandferðaskipin. Esja fór héðan í gær í hring- ferð austur um land. Súðin er| hér og fer héðan n. k. þriðjudags- kveld í hringferð vestur um land. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er væntanlegur til Kaupmannahafnar á morgun. — Goðafoss er á Akureyri. Brúarfoss kom til Reykjavíkur í dag frá út- löndum. Dettifoss fer frá Ham- borg í dag. Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Aust- fjörðum. Socialisminn. (Fyrra hefti. Hinn ,visindalegi“ socialismi). Ritlingur með þessu nafni er nýlega kominn út. Höf- undurinn er ungur verslunarmað- ur, Gunnar Árnason (Eiríkssonar kaupmanns). —• í riti þessu er að nokkuru leyti rakin saga socia- lismans, alt frá upphafi og frani undir aldamótin. — Þar er og deilt á kenningar Karls Marx, en hann hefir v'erið og er enn helsta átrúnaðargoð hins rauða liðs víðs- vegar um heim. Dýravemdunarfélag íslands varð 20 ára síðastliðið sumar, stofnað 13. júlí 1914. Félagið hef- ir verið starfsamt alla tið og ligg- ur eftir það mikið og gott verk í þágu „málleysingjanna“. Hefir það unnið mjög að mannúðlegri meðferð á skepnum, en hér tíðk- aðist áður. Málgagn félagsins, „Dýraverndarinn“, hóf göngu sína 15. mars 1915. Hefir blaðið flutt rnikinn fjölda greina um bætta meðferð húsdýra, en auk þess sögur og frásagnir af dýrum, eink- um þeim, sem skarað hafa fram úr að vitsmunum, — 1. og 2. tbl. þ. á. er nýlega komið út (í einu lagi) og hefst þar með 21. árg. blaðsins. Ritari félagsins, Ludvig C. Magnússon, endurskoðandi, skrifar fyrstu greinina í blaðinu og heitir hún „Á tímamótum“. — Er þar skýrt frá stofnun félags- ins og starfsemi þess rædd að nokkuru. En þá taka við frásagnir af dýrum, kveðskapur og annað. Ritstjóri „Dýraverndarans“ er nú og hefir verið nokkur ár undan- farin Einar E. Sæmundsen. Hefir honum farið það starf vel úr hendi. Gengið í dag. Sterlingspund .......... kr. 22.15 Dollar.................... — 4.57 100 ríkismörk __________ — 182.94 — franskir frankar . — 30.21 — belgur.............. — 77.33 ■— svissn. frankar .. — 147-83 — Hrur ............... — 38.15 — finsk mörk ..... — 9.93 — pesetar ......... -— 63.22 — gyllini............. — 309.11 — tékkósl. krónur .. — 19 38 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Hjúskapur. í dag verða geíin saman í hjóna- band, ungfrú Sigríður Guðmunds- dóttir og Grímur Thomsen Einars- son, umsjónarmaður. Heimili þeirra er á Baldursgötu 21. Eggert Guðmundsson listamálari hefir nú sýningu á verkum sínum í London. Sýning- in var opnuð af sendiherra íslands og Danmerkur, Ahlefeldt Laurvig, greifa. Það er haft eftir Christ- opher Robinson, sem skoðað hafði hina árlegu sýningu i Piccadilly, að myndir Eggerts sé ágæt verk og t. d. betri en venja sé til á þeirri sýningu. Þrír fljúgandi svanir. Merki til ágóða fyrir ferðalög skólabarna verða seld á götunum á morgun. Merkið er: Þrír fljúg- andi svanir. Vonandi bregðast bæj- arbúar vel við og kaupa merkin. Ignaz Friedman. Síðustu píanóhljómleikar þessa heimsfræga píanósnillings vérða haldnir í kveld kl. 7)4 1 Gamla Bió. Mun marga fýsa að heyra lög- in sem hann leikur að þessu sinni, éii þau hefir hann flest ekkí teikið hér á fyrri kocertum sinúin, eins og Toccata og fuga í d-moH eftir Bach í píanóbúningi Tausigs, són- ötu í b-moll eftir Chopin (með sorgarslagnum alkunna), Seherzo eftir Mendelsohn og Campanella eftir Franz Liszt. — Þetta er síð- asta tækifærið til þess að heyra Friedmann leika hér, en hann er ekki aðeins mesti snillingur slag- hörpunnar, sem hingað hefir kom- ið, heldur einn, af þeim fáu mikil- merinum þessa hljóðfæris, sem nú eru uppi í heiminum. E.s. Nova mun fara á áætlunardegi frá Bergen hipgað til lands, sam- kvæmt skeyti sem afgreiðslú Berg- énska hér hefir börist.: S. G. T. heldur lokadarisleik sinn í kvéld í Góðtemplarahúsinu. Sonatorrek Egils Skallagrímssonar er nýlega komið út og ér Ei- rikur læknir Kjérúlf útgefandinn. Er kvæðið prentað eftir frum- texta og með nútímá stafsetningu. Því næst er það fært til óbundins máls, en þá taká við ítarlegar skýringar. Muh þar víðá vikið frá eldri skýringum. Útgéfándinn hef- ir mjög fengisf við skýririgar fornkvæða siðustu árin og fer ekki að jafnaði troðriar leiðir. Útgáfu þéssarar verður væiitanlega getið hér í blaðinu áður langt úm líður. G. J. og leikendaskráin. í leikdómi um gamanleikinn „Alt er þá þrent er“, játar G. J. ást sína á „forngripum" en telur þess eng_a þörf að selja leikhús- gestum þessa muni sem leikenda- skrá við sjónleiki. Eftir tveggja ára viðkynningu af leikendaskrá Leikfélagsins í því formi sem hún er nú, hefir það enn ekki runnið upp fyrir G. J., að leikendaskráin er sjálfstæð, (með sérstöku lesmáli, myndum og auglýsingum) fyrir hvern nýjan sjónleik, en í hvert skifti, sem hann eða aðrir kaupa leikendaskrána fá þeir fylgirit leikendaskrárinnar alsendis ókeyp- is. Fylgiritið kemur út þrisvar á ári fyrir mánuðina okt.—des., jan. —febr. og mars—maí, eða í eins- konar tímaritsformi, og fylgir öll- um þeim leikendaskrám, sem eiga við sjónleiki sýnda á þessum tíma- bilum. Fyrirkomulag þetta er svip- að því sem við er haft á nokkur- um erlendum leikhúsum, þ. á. m. kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn, og er til þess ætlast, að fylgiritið sé einskonar málgagn viðkomandi leikhúss. Þeir sem kaupa leikénda- skrána að staðaldri komast auð- vitað ekki hjá því að fá nokkur eintök af sama fylgiritinu í kaup- bæti, en það ráð er þá fyrir hendi, að láta sér nægja 16 síður leikenda- skrárinnar, en láta ógert að lesa íylgiritið oftar en einu sinni — þó hinum stranga leikdómara G. J. hafi orðið það á. L. S. Frá Háskólanum. „Gjöf heimfararnefndar Þjóð- ræknisfélagsins 1930“ heitir sjóð- ur, sem heimfarárnefnd Þjóðrækn- isfélags íslendinga í Vesturheimi hefir afhent Háskóla íslands til eignar og umráða. Nýlega hefir verið gengið frá skipulagsskrá fyrir sjóðinn og skal verja -)4 vaxtatekna hans til þess að efla andlégt samband milli íslehdinga austan hafs og vestan og ensku- mælandi þjóða, svo sem með því að styrkja námsmenn frá þéim til náms hér éða ísleriska námsmenn til náms þar, með þvi að fá hing- að mentamenn af þeim þjóðum til fyrirlestrahalds eða senda fyrirles- ara héðan til fyrirlestrahalds þar, eða með því að styrkja útgáfu rits, sém verða mégi þessu sambandi til eflingar. — Sjóðurinn vár upþ- haflega kr. 13.529.90, en er nú orðinn rúmlega 18.000 kr. (FB). Útvarpið í kveld. 18,45 Barnatími :Börnin og dýr- in (Jón Pálsson f. gjaldkeri). 19,00 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar: Einsöngslög úr óperum. 20,oö Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: 40 ára starfsemi Hjálpræðis- hersins á íslandi (sira Friðrik Hallgrímsson). 21,00 Tónleikar: a) Útvarpstríóið ; b) Kórlög (plöt- ur). Danslög til kl. 24. Næturlæknir er í nótt Valtýr Albertsson, Túngötu 3. Sími 32Sr- — Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Strætisvagnarnir aka á morgun ineð stundarfjórð- úngs millibili í sundlaugamar. Tilkynning. íslenska vikan á Suðurlandi hefir ákveðið að gera athuganir á því, hvort ekki sé unt að auka í landinu tilbúning á smekklegum munum sem heppilegir væru til tækifærisgjafa og sem minjagrip- ir fyrir erlenda ferðamenn er til landsins koma', og hvernig heppi- legast væri að greiða fyrir sölu slikra muna. í þessu augnamiði hefir stjóm íslensku vikunnar á Suðurlandi á- kveðið, að taka á móti fyrirmynd- um af slikum munum á skrifstofu sinni í Ingólfshvoli, fyrst um sinn alla virka daga kl. 3—4 e. h. Jafn- framt verður þar svarað öllum fyrirspurnum þessu viðvíkjandi og gefnar upplýsingar og leiðbeining- ar um það, hvernig heppilegast mundi að gera slíka muni. Þeir sem hafa slíka muni að bjóða, eða áhuga fyrir að búa þá til, hvort heldur er heimilisiðnað- ur eða smá vélaiðnaður, eru því vinsamlega beðnir að gefa sig fram á fymefndum stað og tíma sem allra fyrst, svo unt verði að gera umtalaðar athuganir. Reykjavík, 9. maí 1935. Stjórn íslensku vikunnar á Suðurlandi. _. Norskar loftskeytafregnir. Fulltrúar Noregs á aukafundi bandalagsins. Oslo 10. maí. FB. Á ráðuneytisfundi í dag voru tilnefndir til þess að mæta á auka- íundi Þjóðabandalagsins, sem er fyrir höndum, Hambro forseti, Maseng aðalræðismaður og Cast- berg prófessor. Norðmenn framlengja bráða- birgðalög um útfhitning síldar. Oslo 10. maí. FB. Ríkisstjórnin hefir lagt til að bráðabirgðalög um útflutning á sild verði framlengd til ársloka 1936. ÁSTIR og LAUSUNG. 11« irðu það? — ÞaS er alveg ómögulegt. Geturðu ekki látið þér skiljast, að þessháttar er alveg ómögulegt?“ 1 „Hvérs Vegna er þáð ómögulegt? — Viltu segja mér það?“ „Vegna pabba og mömmu. Þau mundu ekki afbera það. Þau mundu deyja af sorg.----Og þó að eg sé nú kannske að því komin .... eða byrjuð, réttara sagt .... að hegða mér ósæmi- lega gagnvart Caryl .... og þó að eg sé að hugsa um að hætta við að verða konan hans, þá get eg þó ekki fengið mig til þess, að bréyta svo ósæmilega gagnvart honum. ------Ég get það ekki .... get það ekki...., Eg verð fyrst að segja hónum alt eins og það er .... ganga til skrifta .... kannast við syndír minar ... „Svo? — Finst j>ér það“ sagði Sebastian, eins og þetta kæmi mjög flatt upp á hann. — — „Jæja — finst þér það?----------Ansi ertu skrítin .... “ <{ Þau voru nú komin heim til Fenellu og vagn- inn nam staðar fyrir framan liúsið. — „Já, nú erum við komin að Hyde Park Gardens.“ — Sebastian opnaði vagndyrnar og leit út, eins og liann væri að aðgæta eitthvað sérstakt. — Svo gaf hann bifreiðarstjóranum fyrirskipun um, að halda áfram. Og bifreiðarstjórinn gerði eins og fyrir liann var lagt. — ; Þau þögðu bæði andartak. „Hefirðu peninga á þér, Fenella?“ spurði Sebastian. — — „Eg er sama sem alveg pen- ingalaus, eins og vant er. —- Ike gaf mér að visu vænan slatta á dögunum, en þeir skildingar fóru i fötin þau ama.“ „Eg hefi eina tíu shillinga,“ svaraði Fenella. „Það er afbragð. — Við verðum áreiðanlega orðin á eitt sátt, áður en búið er að eyða þeirri summu allri i akstur,“ sagði Sebastian og brosti. „Hlustaðu nú á mig,“ sagði hún. „Hlustaðu á mig, Sebastian.“ „Æi — nei. — Það er svo datiðans-leiðinlegt að hlustá á aðra.-------Við komúst aldrei að neinni niðurstöðu með því móti.“ , „Jú, sjáðu nú til. — Hvérnig héldur þú að eg geti sagt Caryl frá þessu öllu saman, ef þú ert farinn til Parísar?-----Eg get alls ekki sagt honum það, nema þvi að eins, að þú sért við- staddur.------Við verðimi að segja honum það í félagi.“ „Þú ert þá að hugsa um, að segja lionum alt saman?“ % Sebastian leist ekkert á þetta, en lét þó ekki á neinu bera þá þegar. „Vitanlega.! — Ætti eg kannske áð þegja yfir því? — Það væri ekki fallega gert. — Eg verð að segja honum alt eins og það er. — Og svo er pabbi minn! Aumingja-pabbi, sem hefir alla tið verið besti vinur minn. Það verður erfiti fyrir mig, að tala við Caryl um alt þetta, en livað er það þó á íriöts við hitt, að verða að ségja pabba mínum það.“ „Auðvitað — auðvitað!-----------Og þó finst mér þetta óþarfi í aðra röndina. -------Eg hélt ekki að þú væri svona hneigð fyrir að segja frá öllu um sjálfa þig. — Það er ekkert varið í það, að vera svoleiðis.“ Sebastian var hræddur. Það væri óskemtilegt, fanst honum, að verða nú kannske að lenda í éirihverri rekistefnu og þjarki út af þessu. Þau voru nú komin að Hyde Park Gardens á nýjan leik. Og Sebastiah mæltist til þess, að hún léti liann hafa péhinga, svo að harin gæti borgað ökuirianninuin. Húri varð við þeirri ósk og hann borgaði. M gekk hún heim að húsinu og opnaði hurðina. Hún sneri sér við og sagði góða nótt. Sebastian ýtti lienni á und- an sér inn í fordyrið og kom sjálfur á eítir. Það var orðið mjög áliðið og allir sofnaðir fyrir löngu. — — Hann raulaði fyrir munni sér, undur lágt: „Mi fa pieta Masetto ....“ „Þú mátt ekki gera þéita,“ sagði hún og var óróleg. „Þú mátt ekki koma inn fyrir .... Heyrirðu það!“ „Já,“ svaraði hann. „Eg veit það. En eg get ekki farið......Ekki alveg strax.---------Gáðu að þvi, Fenella, að nú sjáumst við ekki lengi .... lengi.“ Hún lagði af stað upp stigann og hann á.eftir. — Hann gaf sér tíma til þess að líta i kring um sig og athuga það, sem fyrir augu bæri.---------- Hann var þeirrar skoðuna, síðan er Gemma lenti i vandræðunum i Palazzo Neroni, að fjöl- skyldán McClean væri fjandsamleg öllu al- mennilegu fólki, eins og til dæmis að taka bon- um og Gemmu. Þetta væri svellríkir heimsk- ingjar, sem eiginlega væri til þess gerðir, að verða fyrir ránum og rupli.------Og það yrði ekki úr skafið, að Fenella væri dóttir þessara: hjúa.------ Þegar inn var komið i stofuna slökti hann öll ljósin, sem Fenella hafði kvéikt. Það var þvi dimt í herberginu — engin glæta, nema frá arineldinum. — Fenella mótmælti þessu. Það væri ekkert vit i því, að slökkva öll Ijósin og sitja svo i myrkri. — „Hugsaðu þér bara að einhver kæmi nú til okkar og sæi okkur sitja hér í myrkririu.“ „Sæi? Hvernig ætti nokkur áð geta séð ókkur i þessu myrkri ? — Og svo keriiúr auðvitað ekki nokkur lifandi sála.“ — Og enginn kom. Hann var alt af að reyna að sannfæra lianá um það, að engln hætta væri á þvi, að nokkur maður kæmi. Hún vildi ekki láta sér skiljast það. Ekkert væri liklegra en að einhver hefði heyrt til þeirra og kæmi til þess að vita, hvað um væri að vera. ------Hún kveikti á litlum lampa, sérii stóð á arinhillunni. — Hann sagðist ekki kurina við þetta ljós og slökti á lampan- um. — Fenella kveikti öðru sinni og hann lét það jiá gott heita. Hann nenti ekki að vera að fara i neina keppni eða stríð út af þvílíkum smámunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.