Vísir - 20.05.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 20.05.1935, Blaðsíða 3
VISIR A‘Q öllu .þessu .loknu var stiginn dans um skeiS í ValhöII. Feröafélag íslands vinnur hi'S þarfasta verk meö skemtiferðum sínum, en raunar eru þær meira en skemtiferðir, þær eru jafnframt fróSleiksferðir og hið besta heil- brigðismeðal, þ.ví ekkert styrkir betur líkama ,og sál en fjallgöng- ur, en áríðandi er, að þeir sem ekki eru þ>ví hraustari og þolnari, fari varlega í fyxstu, og ætti þ.eir að íara i eina eða tvær stuttar ferðir, áður þeir leggja i langar f jallgöng- ur og erfiðar. Er alt af allítarlega sagt frá þessu í tilkynningum fé- lagsins, sem birtar eru í blöðun- um, svo að menn vita á hverju þeir eiga von. Auk þeirra Ólafs prófessors Lárussonar og Pálma rektors Hannessonar voru þeir með, í för- inni Helgi Jónasson frá Brennu (fararstjóri) og Skúli Skúlason ritstj., sem tíðast var fararstjóri á ferðum félagsins í fyrra og oft endranær, og veittu þeir fararþátt- takendum ýmsa fræðslu og góðar bendingar. Ferðafélagið ráðgerir aðra skemtiferð um næstu helgi og verður hún auglýst síðar í vikunni. a. OiympíDfðrin 1936. Sí'ðan eg reit grein mina í Vísi 4. maí s.l. hefir almenningur tvisv- ar orðið þess var, aS nokkurt líf er enn meS Olympíunefnd íslands. í hiS fyrra sinniS 5. maí, þegar' hiS höfSinglega boS þýsku Olym- píunefndarinnar varS kunnugt, og í síSara sinniS, er dr. Björn Björns- son svarar grein minni í Vísi 15. þ. m. Mun eg aSallega taka þetta svar dr. Björns til athugunar í þess- um línum mínum. Dr. Björn sýnir mér það svart á hvítu, eins og hann orSar það, með þvi aS birta útdrátt úr útvarps- . erindi hans, að eg hafi rangfært álit Olympíunefndar íslands. Eg get með ánægju viSurkent þaS, aS eg hafi ekki munaS nákvæmlega orSa- lag hans í erindinu. En þó þykir mér þar vera mjótt á mununum, Og þar aS auki gengur hann fram hjá því, sem var mergurinn málsins í þeim hluta greinar minnar, sem um þetta fjallaði. En hann var sá, aS Olympíunefndin hefSi skipaS útiíþróttamönnum vorum skör lægra en sundmönnum vorum og knatt- spyrnrunönnum. Og þaS hefir hún óneitanlega gert, þar sem dr. Björn segir: ...Lítil líkindi eru til, aS hægt verSi aS senda keppendur í einmenningsíþróttir eSa þær íþrótt- ir, þar sem afrekin eru mækl á málband eSa klukku..........Meiri líkur eru til aS vér getum komiS fram meS nokkrum árangri í hóp- kepni, t. d. í knattspyrnu eSa sund- knattleik.....“ Þó aS hann segi líka, aS ekki sé þó vert aS gefa upp alla von í þessu efni aS svo stöddu, þá verða þaS einungis aS álítast sem hughreystingarorS, svo aS þeir, sem iSka frjálsar íþróttir, leggi ekki þá þegar árar í bát. Enda var ekki kominn meiri skriSur en svo á þetta mál, er dr. Björn flutti erindi sitt, aS jæssar „meiri líkur“ voru harla litlar og „litlu líkindin" söm og engin. > Nú vil eg spyrja.: HvaS hafa sundlínattleiksmenn vorir og knatt- spyrnumenn afrekaS, sem réttlæti jjaS, aS þeir séu þannig settir skör hærra en þeír, sem iSka frjálsar iþróttir ? — Og getur dr. Björn, eSa einhver annar úr Olympiu- nefnd íslands sýnt okkur íþrótta- mönnum þaS svart á hvítu, hvers vegna meiri líkur séu til aS sund- knattleiksmenn vorir og knatt- spyrnumenn geti komiS fram meS nokkrum árangri á næstu Olympiu- leikum en þeir, sem iðka frjálsar íþróttir? — Þessu væri mjög æski- legt aS dr. Björn eða einhver ann- ar úr Olympíunefndinni vildi svara meS rökum hiS allra fyrsta. AS mínu áliti eru sundknattleiks- menn vorir enn að mestu „óskrifað blað“ í íþróttasögu vorri og knatt- spyrnumennirnir hafa enn ekki unn- i'S neina þá sigra, er geti gefiS von- ir um betri frammistööu af þeirra hálfu á Olympíuleikunum. Margt getur auÖvitað hent j>ar -— en fyrir- fram er ekkert um þessa hluti hægt aÖ segja með vissu, síst sundknatt- leiksmönnum vorum og knatt- spyrnumönnum í hag. Aftur á móti var í fyrrahaust unniÖ hér svo gott afrek í frjálsum íþróttum (100 m. hlaupnir á ix sek.), eÖ eg tel ]>að hiklaust besta afrekiS, sem unniS hefir veriS í íþróttum hérlendis. Gegnir þaS furÖu, aÖ ekki einu sinni þetta ágæta afrek hefir fund- iÖ náÖ fyrir augum Olympíunefnd- arinnar. Væri gaman aS vita, hversu góð }>au afrek jiurfa aS vera, sem unnin eru af útiíjxróttamönnum vor- um hér á íþróttavellinum, á þess- um líklega aumasta íþróttavelli veraldarinnar, til þess aS jxeir geti talist jafnokar sundknattleiksmanna vorra og knattspyrnumanna. Þætti mér vænt um, ef dr. Björn vildi fræSa okkur fávísa íjiróttamenn í jxessu efni. Eg get ekki veriS sammála dr. Birni um þaS, að „hin veika af- staSa vor í íþróttunum“ komi greinilegar í ljó.s í einstaklingskepni en í flokkakepni. Þótt einstakling- ur standi sig laklega á olympskum leikum, jxá ber samt lítiÖ á honum innan urn 20—^30 keppinauta. Svo mishepnast einmitt mörgum á ol- ympskum leikum — og einnig má reikna meS jiví, aÖ fleiri séu veik- ir á svellinu en viÖ Islendingar. Aftur á móti er í flokkakepni háÖ „einvigi" milli tveggja liSa í hverj- um leik og hvor flokkurinn um sig ber einkenni síns lands á olympsk- urn leikum. ÞaS hlyti því ,að verSa meir áberandi, ef fslendingar t. d. biSu ósigur i knattspyrnu fyrir NorSmönnum með 7—o, heldur en ]>ó íslenskur hlaupari yrði sleginn út í fyrsta riSli í 100 m. hlaupi —- og jió hann yrði síÖastur. Þetta hlýtur dr. Björn aS skilja, ef hann athugar jiaS niSur í kjölinn. Nú hefir Olympíunefnd íslands boðist höfðinglegt boS frá þýsku olympíunefridinni, eins og kunnugt er, um aS senda m. a. 30 unglinga á aldrinu 15—18 ára til Berlínar nokkru fyrir leikina. Á þar aÖ jijálfa ])á nokkurn tíma og sýna Jieim hina merkustu sta'ði og er víst, aS þessi ferS myndi verSa jieim bæÖi ógleymanleg og til ómetanlegs gagns. Fá jieir frítt uppihald, er til Þýskalands kemur og frían aS- gang aS sjálfum. leikunum. Þetta ómetanlega tækifæri má ])vi ekki ganga úr greipum okkar., ViS verS- um aÖ nota jiaS og senda jiessa 30 pilta til Berlínar, svo aÖ þeir geti á sínum tíma orSiS fyrirmynd hinnar uppvaxandi íjiróttaæsku. í þessa för ætti að velja eftir mótin í sumar, og ef einhver hinna efni- legustu af fjárhagsástæðum eiga erfitt meS aÖ komast þetta, þá verSa félög þeirra eSa Olympíu- nefndin aS lcoma til hjálpar. Engan af jieim efnilegustu má vanta í þessa för. Flestir verSa auSvitaS aS kosta sig aS öllu leyti sjálfir, enda verSur kostnaÖurinn ekki nema um 150 krónur — aS sögn. Vonandi er aÖ Olympíunefndin láti nú meira til sín taka ]>au mál, sem hún á aÖ hafa með höndum. HingaS til hefir hún farið alt of rólega í sakirnar. Nú hefir hún fengiÖ öll plögg i hendurnar, svo aS nú veit hún hvaS hún má gera og á aS gera. Ekki veitir af tím- anum til aS herja á ríkisstjórnina, ef nokkuS á þar aS fást. Væri sér- lega leitt, ef rikisstjórnin mundi á- líta einhverja pólitíska hættu stafa af heimboSi ÞjóSverjanna og þar af leiðandi neita um sanngjarnan f jár- styrk til fararinnar. En jiaS tnun sjást á sínurn tíma. AS lokum vildi eg beina jieirri spurningu til stjórnar Olympíu- klúbbsins, hvort hún hafi nú jieg- ar fengiS loforÖ fyrir aSgöngumiS- um á leikana handa félögum sínum? Ef svo er ekki, ])á get eg frætt hana á jiví, aÖ öll bestu plássin eru jjegar seld. Um leið skal jtví skot- iS til dagblaÖanna hér í Reykja- vík, aS ef þau hafa hugsaÖ sér að hafa fréttaritara á leikunum, þá er kominn tími til aS sjá þeim fyrir aðgöngumiSa. Því að um þá 400 aögöngumiða sem sem erlend blöS fá, verSur áreiÖanlega rifist. 18. maí 1935. Einn af átján. Veðrið í morgun: í Reykjavík 7 stig, Bolungarvik 5, Akureyri 8, Skálanesi 10, Vest- mannaeyjum 8, Sandi 6, Kvigindis- dal 5, Hesteyri 6, Gjögri 6, Blönduósi 6, Siglunesi 6, Grímsey 5, Fagradal 7, Papey 7, Hólum i Hornafiröi 10, Fagurhólsmýri 9, Reykjanesi 7, Færeyjum 8 stig. Mestur hiti hér í gær 16 stig, minstur 6. Úrkoma 0,2 mm. Sól- skin 11,4 st. — Yfirlit: Grunn lægð yfir norðausturlandi -á hægri hreyfingu suðaustur eftir. Iiorfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norður- land: Norðvestan og vestan gola. Skýjað sumstaðar og lítilsháttar rigning. Norðausturland, Austfirð- ir: Breytileg átt og hægviðri. Víð- ast úrkomulaust. Suðausturland: Vestan gola. Úrkomulaust. Hólmsárbrú skemcL í gærmorgun! urðu grindur Hólmsárbrúarinnar fyrir talsverð- um skemdum, af því að bifreið var ekið á þær. Skemdist bifreiðin og talsvert. Var hún vestan af Snæ- fellsnesi (S. H. 7) og var á leið til bæjarins. Málið er í rannsókn. F. í. I. Félag íslenskra Iðnrekenda held- ur aðalfund í kveld kl. 8)4 á Hótel Borg, Togararnir. Ólafur kom af veiðum í gær með 24 tn. lifrar, Max Pemberton í nótt með 107 tn. og Karlsefni í rnorgun meö 40 tn. Er afli nú aö tregðast, að minsta kosti á þeim rniðum, þar sem flestir togararn- ir hafa verið að veiðum að Undan- förnu. Sindri og Gullfoss eru hættir saltfiskveiðum. VarSskipið Ægir. Viðgerðinni á skipinu mun verða lokið í dag. Skip Eimskipafélagsins. Brúarfoss kom til Reykjavikur i gær að vestan og norðan. Fer héð- an annað kveld áleiðis til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss er i Kaupmannahöfn. Selfoss er i Vest- mannaeyjum á útleið. Dettifoss kom í gær frá útlöndum. Goða- foss er í Hull. Gullfoss kemur til Leith í dag. Fer þaðan á morg- un áleiðis til Vestmannaeyja. Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefir skemtifund í Iðnó í kveld. Sjá augl. Strandferðaskipin. Esja kom úr strandferð í morg- un. Súðin fór frá ísafirði í morg- un. Er á norðurleið. Tónlistaskólanemendur. Fundur meS kaffidrykkju er í ISnó í kveld kl. 9 (litla salnum uppi). GengiÖ inn frá Vonarstræti. Wæturlæknir er i nótt Bjarni Bjarnason, Freyjugötu 49. Sími 2916. — Næt- urvörður í Reykjavikur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Hans Höjholt opnaði í dag amatörvinnustofu og framkallar filmur, býr til myndir og stækkar o. s. frv. Tekið verður á móti myndum í Sápuhús- inu, Austurstræti 17. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar................... — 4-54JÍ 100 rikismörk ........... — 182.19 — franskir frankar . — 30.06 — belgur..........* — 76.83 —■ svissn. frankar .. — 146.99 — lírur ............. — 37.95 — finsk mörk + — 9.93 — pesetar ........... — 62.82 — gyllini............ — 308.27 >— tékkósl. krónur .. — 19.33 — sænskar krónur .. — 114-36 — norskar krónur .. — m.44 — danskar krónur .. — 100 00 Útvarpið í kveld: 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfr. 19,20 Tónleikar: Haydn: Trio i G-dúr (plötur). 20,00 Klukkuslátt- ur. Fréttir. 20,30 Erindi: Dáleiðsla og trúarbrögð, II (Jón Norland læknir). 21,00 Tónleikar: a) Al- þýðulög (Utvarpshljómsveitin); b) Einsöngur (Pétur Jónsson) ; c) Mozart: Strengjakvarett í D- moll (plötur). Áheit á Hallgrimskirkju í Saurbæ, af hent Vísi: 2 kr. frá ónefndum. Útvar»psfi*éttii*. Breskur þegn í Austurríki grun- aður um landráð. London 19. maí. FÚ. Austurrísku yfirvöldin hafa neitað að láta af hendi breskan þegn, sem á miövikudaginn var tekinn fastur, grunaður um að hafa smyglað bréfum frá National socialistum í Þýskalandi til Aust- urríkis, og er það talið til land- ráða. Breska sendiherranum í Wien hefir verið tilkynt, að mál þessa manns muni verða tekið fyr- ir i Graz. Japönsk sendinefnd í Braziliu. London 19. maí. FÚ. • Japönsk sendinefnd dvelur nú í Braziliu til þess að kynna sér skil- yrðin fyrir auknum viðskiftum milli þessara tveggja landa. Hefir nefndinni hvarvetna verið mjög vel tekið, og stjórnarvöldin í Braziliu veitt henni aðgang að öll- um þeim gögnum sem hún fer fram á. V 80 bæir á Englandi koma upp leik- völlum í minningu um ríkisstjórn- arafmælið. London 19. mai. FÚ. Um daginn vakti Lord Derby rnáls á ])ví, að hörgull væri á leik- völlum fyrir almenning, í enskmn bæjum og borgum. Mæltist hann til þess, aö ríkisstjórnarafmæli konungs yrði minst á þann hátt, m. a., að stofnaðir væru leikvellir til nrinningar um afmælið. Um 80 sveitaþorp og bæir hafa farið að ráðum Lord Derby. Iris Farczady talin sálsjúk. 18. maí. — FÚ. Nefnd manna var, fyrir skömmu sett á laggirnar til þess að athuga mál Iris Farc- zady, og hefir nefndin nú lokið rannsókn sinni að því er síð- ustu útlend blöð herma. í nefnd- inni voru sendiherra Spánar í Búdapest, lögreglustjóri borgar- innar og nokkurir sérfræðingar úr læknastétt. Niðurstöður nefndarinnar era í suttu máli þær, að hið dular- fulla fvrirhrigði um sálsldfti stúlkunnar séu svik ein. Lækn- arnir úrskurðuðu að hún væri sálsjúk, og þar að auki undir dáleiðsluáhrifum frá móður sinni. Ennfremur gáfu jieir yf- irlýsingu um það, að stúlkunni liði illa, og hentaði önnur að- búð betur en umsjá móðurinn- ar. Lögreglan í Búdapest telur sig geta fært sönnur á, að liags- munavonir hafi stjórnað gerð- Smásaga þýdd úr ensku. Það var farið að rökkva, þeg- ar Ivristján leiðsögumaður f.ylgdi mér yfir fjallshrygginu og niður i Svartadal. En það var þó ekki farið að skyggja meira en svo, er við námum staðar á dalsbrúninni, að eg sá glögt, að dalurinn hafði hlotið sannnefni. Hliðarnar voru brattar, grýtt- ar og gróðurlausar. Snjóflóðin á vorin höfðu þaþið þær auri og grjóti. Hvarvetna voru hnull- ungar, smáir og stórir, sem höfðu hoppað stall af stalli, stundum úr mikilil hæð, og staðnæmst svo þarna í hlíðmi- um, og sumir komið niður í heilu lagi, en aðrir flísast eða kvarnast. Dalurinn var eyðilegur og svartur, og það var erfitt að fóta sig viða, en engar stórhætt- ur á ferðum, ef varlega var far- ið og hlítt ráðum góðs leiðsögu- manns. Víða urðu menn að þreifa sig áfrarn, sillu af sillu, þarna i bröttum hlíðunum, og þá var áríðandi að halda eigi svo langt áfram neinstaðar, að eigi yrði aftur snúið. Ekkert liljóð heyrðist nema niður kol- mórauðrar jökulárinnar niðri í dalnum. Því er ekki að leyna, að á slíkum stað eru öll áhrif þyngj- andi og lamandi, er nátlmyrkr- ið skellur á. , „Eyðilegur staður, Rristján,'1 sagði eg „Það er orð og að sönnu, herra minn,“ svaraði Kristján, „farið varlega.“ „Það er sama í hvaða átt litið er. Hvergi er ljós að sjá. Dalur- inn virðist óbygður.“ „Hér býr enginn. Hvemig ætti menn að geta búið hér? Það er ekki stingandi strá i öll- um dalnum.“, „En skarðið þar efra — nota ferðamenn það?“ „Engir heiðarlegir menn fara þá leið — að eins smyglar, sem eru á leið til Ítalíu.“ „Dalurinn er tilvalinn staður lil þess að fremja glæp,“ sagði eg, „glæp, sem ógerlegt væri að sanna á þaim, sem valdur væri að.“ Þessari liugsun liafði skotið upp í liuga mér, er eg liorfði á þennan eyðilega og dimma stað. „Auðvitað,“ sagði Kristján. Þetta sagði liann vitanlega að eins til þess að segja eitthvað. Hann varð að gefa svo nánar gætur að öllu, til þess að við færum ekld af réttri slóð, að liann hafði í raun réttri engan tíma til þess að skrafa. , En nú staðnæmdumst við á svo brattri snös, að við urðum að spyrna sem hest i með járn- gödduðu stigvélunum okkar, til þess að lirapa ekki niður bratt- ann. Kristján liorfði áhyggju- fullur ýmist til hægri eða vinstri — út í dimmuna. „Þarna er það, „sagði liann loks. „Minnisvarðinn“. „Minnisvarði — á þessum slað?“ Eg endurtók orðið, þvi að undrun mín var mikil og greip mig öflgum tökum, þótt eg væri dauðþreyttur. En Kristján svar- aði engu þegar í stað og eg' fylgdi honum eftir um ldetta- skorning, tiltölulega greiðan umferðar, uns við sáum dálít- inn steinkross fram undan. Hann liafði verið reistur þarna í slakka undir lágu klettabelti. „Farið varlega,“ sagði Krist- ján. „Hér er auðvelt að feta sig áfram, en það er eins og hallinn aukist skamt hér frá — og; eigi langt liéðan er djúpt gil. Það er snarbratt þar og ef menn missa fótfestu er engin leið að stöðva sig — menn hrapa niður í gilið. Það er mörg hundruð fet á dýpt. Nú skulum við gæta þess að fara sem næst klettabeltinu. Það er orðið framorðið og við verðum að liraða okkur en fara þó gætilega.“ „Andartak,“ sagði eg, „eg ætla að líta á minnisvarðann sem snöggvast,“en Kristján var óþol- inmóður og liélt áfram. Hann vildi komast á ákvörðunarstað niðri í dalnum sem fyrst. Eg kveikti á eldspýtu og bar að minnisvarðanum til þess að lesa á áletrunina. A krossinn var letrað: „Til minningar um Robert Densmore, sem var myrtur á þessum slóðum.“ Annað stóð þar ekki, nema dagsetning og ártal. Tími var enginn til þcss að standa þarna til liugleiðinga, svo eg henti eld- spýtunni frá mér og hélt í hum- áttina á eftir Kristjáni. „Þér lásuð áletrunina?“ sagði Kristján, er eg náði honum. „Auðvitað. En með henni er ekki mikið sagt. Er yður kunn sagan?“ , Hvort mér er hún kunn. Eg hélt, að hún væri öllum kunn. Og svo var eg sjálfur —“ „Viðstaddur þegar morðið var framið,“ greip eg fram í fyrir honum undrandi. „Nei, nei, það liefði ekkert morð verið framið, ef eg liefði verið viðstaddur — eða þá, að eg hefði verið drepinn líka. Nei, en eg var þar, þegar lrið sanna kom í ljós. Það var bróðir Dens- more’s, sem leiddi hið sanna « ljós — og eg var með honum.“ „Og þér ætlið að segja mér — ?“ „Ekki núna. Það er óráðlegt, að spjalla svona nrikið á þessari leið í dimmunni. Þegar við komum í veitingaliúsið —“ „Hvaða veitingahús ?“ „Rústir veitingahússins þar sem Densmore gisti. Við — bróðir hans og eg — gistum- þar líka. E11 það hefir verið ó- notað alla tið siðan. Húsið stendur autt. En þangað ætlum við og þar verðum við að vera i nótt. Ef þér eruð þreyttur og ósmeykur nnunið jiér ekki kvarta yfir hvíldarstaðnum.” „Við skulum fara þangað,“ sagði eg. Og eftir stundarfjórð- ungs erfiða göngu komum við þangað. Húsið var einlyft, lítið og ó- ásjálegt, bygt af grásteini. Öll húsgögn höfðu verið flutt það- an eða smýglar höfðu stolið þeim. Alt, sem nýtilegt var og flytjanlegt, hafði verið tekið og flutt á brott. Allar rúður i gluggunum voru brotnar og stærðargöt á þakinu. En eigi að siður var þarna sæmilegur livíldarstaður þreyttum göngu- inönnum, þegar úrkomulaust var. Kristján safnaði saman öllurn þeim sprekum, sem hann gat náð í og kveikti bál í eldstónni. Við tókum nú nesti okkar úr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.