Vísir - 22.05.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 22.05.1935, Blaðsíða 2
VISIR fjjj | íugnaveiðararnir KSIÍSKl engsælustu 1 ást hjá okkur. SÍMI: 1-2-3-4 | Keisarinn í Abessinío leitar til Canadamanna og biður þá um að- stoð til þess að segja fyrir um umbætur á ýmsum sviðum. Ræda Hitlers. Ræða Hitlers var flutt í ríkisþinginu, eins og boðað hafði verið. Hann kvað Þjóðverja reiðubúna til samvinnu við aðrar þjóðir á grundvelli jafnréttis. „Þjóðverjar vilja frið og ekkert annað en frið“. — Vígbúnaðarkepni á sjó ekki fyrirhuguð af Þjóðverjum og þeir geta fallist á það, að banna ýms vopn, sprengi- efni og gastegundir. — Deilur Frakka og Þjóðverja úr sögunni. Berlín 22. maí. FB. Hitler kanslari flutti í gær ræðu þá, sem boðuð hafði verið og um allan heim hafði verið beðið með talsverðri eftirvæntingu, einkan- lega ummæla hans í sambandi við vígbúnaðarmálin og Þjóðabanda- lagið. Var ræða Hitlers haldin í ríkisþinginu, sem hafði verið kvatt saman til þess eins að hlýða á þessa ræðu ríkisleiðtogans. Víð- tækar ráðstafanir voru gerðar til þess, að Þjóðverjar alment gæti hlýtt á ræðuna og var henni end- urvarpað um gervalt landið. Um afstöðu Þýskalands til Þjóðabandalagsins sagði haiin, að Þýskaland mundi ekki ganga í bandalagið aftur, nema það fengi á HITLER. ný sarna rétt í öllum málum og aðrar þjóðir. Hann andmælti kröftuglega fordæmingu Þjóða- bandalagsins á þeirri ákvörðun Þjóðverja, að koma á hjá sér al- mennri herskyldu og fyrir að hafa sett lög þar um. Hann benti á, að með þessu hefði Þjóðverjar ekki orðið fyrstir þjóða til þess að víkja frá ákvæðum friðarsamninganna. Hinar þjóðirnar,sem undirskrifuðu þá, sigurvegararnir í heimsstyrj- öldinni, hefði ekki fylgt afvopn- unarákvæðum þeirra. Afvopnunin átti að verða almenn, ellegar engln afvopnun. Nágrannaþjóðir Þjóð- verja vígbjuggust af kappi, en Þjóðverjum var meinað það, og tóku ekki til sinna ráða, fyrr en þeir höfðu eflst svo undir forystu nazista, að þeir ákváðu að una þessu ekki lengur, og það kæmi ekki til mála, að Þjóðverjar aftur- kölluðu eða ónýttu þærráðstafanir, sem þeir hefði gert til þess að verja land sitt, en þeir vildi frið og góða sambúð við allar ná- grannaþjóðimar. Hitler kvað Þjóðverja ekki ætla sér að verða aðila áfram að nein- um samningi, sem innihéldi skuld- bindingar, er þeir teldi sig ekki geta staðið við, en þeir mundu virða hvem samning, er þeir gerði og undirskrifuðu af frjálsum vilja, á meðan aðrir aðilar héldi samn- ingana. Hitler ræddi einnig tilraunir þær sem gerðar liafa verið til þess að ná samkomulagi um, hvemig tryggja skuli friðinn í álfunni. Hann kvað Þjóðverja vilja taka þátt í samvinnu um þessi mál og ennfremur, að þeir væri fúsir til þess að gera vináttusamninga við nágrannaríkin. Einnig sagði hann, að Þjóðverjar mundu geta fallist á samning um loftvamarmál og þeir væri reiðubúnir til þess að taka þátt í afvopnun með og til jafns við aðrar þjóðir, að banna vissar tegundir vopna, skotfæra og gastegundir, að bann verði lagt við því, að varpa sprengi- kúlum eða gaskúlum á varnarlausa íbúa borganna, en nýja herinn gæti þeir ekki lagt niður. Þær á- kvarðanir, sem um hann hefði ver- ið gerðar, yrði að standa. Enn kvað hann Þjóðverja geta fallist á að banna framleiðslu og notkun hinna stærstu fallbyssna og skrið- dreka (tanks) og Þjóðverjar ætl- uðu sér ekki að hefja neitt kapp- hlaup um vígbúnað á sjó, og mundu þeir hinsvegar geta fallist á, að vígbúnaður á sjó yrði tak- markaður frá því sem nú væri. í sambandi við þetta alt saman, sagði Hitler, að Frakkar þyrfti ekki að óttast vígbúnaðaráform Þjóðverja. Af því, sem liann hefði tekið fram, væri ljóst, að Frakkar þyrfti engar áhyggjur að hafa vegna Þjóðverja, enda væri deilu- mál þeirra úr sögunni. Saarmálið væri leitt til lykta og Þjóðverjar gerði engar kröfur um lönd til Frakka og vildi hafa friðsamlega sambúð við þá eins og alla sína nágranna aðra. (United Press). London, 21. maí. FB. Fregnir frá Montreal í Can- ada herma, að Haile Selassie Abessiniukeisari, sem áður nefndist Ras Tafari, hafi sent canadisku stjórninni beiðni um aðstoð til þess að hagnýta nátt- úrugæði Abessiniu og efla við- skifti Abessiniumanna og Can- adamanna. Abessinia er afar námuauðugt land sem kunnugt er og vill „svarti keisarinn" eins og hann er stundum kallaður, fá aðstoð canadiskra námuverk- fræðinga til þess að segja fyrir um námuvinsluna. Þykir það bera vott um stjórnmálahygg- indi og kaupsýsluvit Haile Sel- assie, að hann hefir snúið sér til stjórnarinnar fneð beiðni um aðstoð og jafnframt fitjað upp ÁbessÍDÍumanna. ( Samkomulagshorfur slæm- ar. Val fulltrúa í sáttanefnd erfiðeikum bundið. Genf, 21. maí. FB. Meðal þeirra mála, sem ráð Þjóðabandalagsins, er nú situr hér á fundi, hefir til meðferðar, er deilan milh Abessiniu og Itahu. Deila þessi er orðin mjög alvarleg og hafa farið fram við- ræður i dag milli stjórnmála- manna til undirbúnings umræð- unum á fundi ráðsins. Hefir Anthony Eden m. a. tekið þátt í þessum umræðum. Abessinia hefir nú fallist á skipun sátta- nefndar, er taki að eins til með- ferðar atburðina í Walwal og Wardar. Hins vegar er deilt mjög um val fulltrúa í þessa nefnd og eru háðir óánægðir ítalir og Abessiniumenn. Hafa Italir mótmælt því, að Abessin- iumenn velji erlenda fulltrúa til setu í nefndinni og hafa neit- að, að afturkalla mótmæli sín í þessa átt. Situr þar við, eins og stendur. (United Press). Almennarþingkosn- ingar i Bretlandi fara að líkindum fram í haust. Osló, 21. maí. FB. Lundúnafregnir herma, að endurskipulagning bresku ríkis- stjórnarinnar standi fyrir dyr- um og að Ramsey MacDonald forsætisráðherra mun draga sig í Iilé, en Stanley Baldwin, for- á því, að reynt væri að efla við- skiftin milli landanna. Haile Selassie hefir fengið tvo kunna canadiska kaupsýslumenn til þess að ræða við canadislcu stjórnina um þetta og jafnframt hefir liann snúið sér til fylkis- stjórnarinnar i Quebec og far- ið fram á, að hún útvegaði Abessiníu námuverkfræðinga, vélfræðinga, sérfræðinga i landbúnaðarmálum o. fl. o. fl., til þess að vinna að margskonar umbótum, sem Abessinustjórn hefir á prjónunum og allar lúta að því, að koma betra skipulagi á atvinnuvegi , landsmanna, námurekstur, landbúnað og iðnað, en einnig flutningakerf- ið o. s. frv. (United Press). maður íhaldsflokksins, taki við forsætisráðherraembættinu. Það er all-alment húist við því á Englandi eins og stendur, að almennar þingkosningar fari fram í haust. Flngf’erða- áfopm Mellendinga. Reynsluflugferðirnar hing- að í sumar. — Samvinna Hollendinga og Banda- ríkjamanna í flugmálum. London, 22. maí. FB. Áform þau, sem Hollending- ar liafa á prjónunum í flug- málum, vekja allmikla eftir- tekt um þessar mundir. Hol- lendingar áforma reynsluflug- ferðir í sumar til Islands um Inverness í Skotlandi og ef þær ganga að óskum er talið eigi ólíklegt, að IioIIendingar stofni til sumarflugferða til fslands, og færi sig smám saman vestur á bóginn og lcomi á flugferðum milli Evrópu og Ameríku með viðkomu á fslandi og Græn- landi. Það er eftirtektarvert, að Hollendingar og Bandaríkja- menn áforma nú mjög aukna samvinnu í flugmálum. Þeir ætla sér að hafa sameiginlegar endastöðvar á sumum helstu flugleiðum sínum, að þvi er ætlað er. f viðtali við Albert Plesman, forstjóra kgl. hol- lenska flugfélagsins (Royal Dutch Airlines), sagði hann m. a.: „Mikil áhersla er lögð á, að fullgera flugstöðvarnar í Banj- armassin, Balipapan og Tara- kan á Bomeo fyrir 1936. Þegar svo er komið getum við komið á föstum flugferðum frá Born- neo til Filipseyja, en þegar svo er komið verður Pan-American- Airways vafalaust húið að koma í skipulagt horf flugferðum þeim yfir Kyrraliaf, sem félag- ið er nú að vinna að (leiðin California-Hawai-Midway-Is- land-Guam-Manila). Og þá tekst væntanlega góð samvinna með Bandaríkjamönnum og Hollendingum um samvinnu í flugmálum á þessum leiðum og væntanlega verður sú samvinna enn víðtækari síðar“. — Frá Amsterdam til Batavia verður flogið tvisvar í viku frá 12. júní, en til þessa liefir verið flogið vikulega. Enn erunotaðarDoug- las-flugvélar á þessari leið, en áformað er að breyta til eftir 1—2 ár og nota liraðameiri vél- ar, Fokkerflugvélar, sem geta flutt 20 farþega. Hollendingar áforma einnig að koma á föst- um flugferðum frá Batavia til Ástralíu. (United Press). Lndon, 21. maí. — FÚ. Þingflokkur vérkamanna í Englandi, framkvæmdanefnd Iandssam- bands flokksins og ráð verka- mannafélaganna hélt fund í Londonídag undir stjórnGeorge Lanshury. — Umræðuefni var stjórnmálaástandið í lieiminum með sérstöku tilliti til Þýska- lands. Engin ályktun var gerð, þar sem það þótti of snemt áður en kunnugt væri um ræðu Iiitlers. Miisnædis— mál sveit— anna. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að fjölda margir hændur, víða um land, sqm liafa reist íveruliús á jörðum sínum á undanförnum árum, eiga við liina mestu erfiðleika að striða vegna þess, að þeir i þessum efnum liafa reist sér hurðarás um öxl. Hafa þeir þó margir fengið liagstæð lán til þess að byggja yfir sig, a. m. k. liafa þeir fengið allverulegan liluta þess fjár, er þeir þurftu, að láni með hagstæðum kjör- um (úr Byggingar og landnáms- sjóði), en það, sem á liefir vant- að, hefir oft fengist með dýrum víxlum, og telja bændur, að það iséu þessi umframlán, sem erfið- leikunum valda, auk þess sem öllum er vitanlegt, að lágt af- urðaverð' á undanförnum kreppuárum og fleiri erfiðleik- ar hafa gert hændum erfitt fyr- ir. Þeir, sem hafa ráðist í að koma sér upp húsum hafa ekki tekið langvinna kreppuerfið- leika með i reikninginn. Hvað sem um þetta alt má ségja, er það víst, að flestir þeirra bænda, sem hafa reist dýr liús á jörðum sínum á undangengnum árum, mundu áreiðanlega fleslir óska þess nú, að þeir hefði ekki lagt eins mikið i kostnað vegna liús- bygginganna og þeir hafa gert. í þessum efnum sem svo mörg- um öðrum, verða menn auðvit- að að læra af reynslunni, en ó- neitanlega virðist það svo, að ekki hafi verið farið rétt af stað, er farið var að veita hag- stæð lán til þess að koma upp íveruhúsum í sveitum. Það hefði þurft að rannsaka til lilítar fyr- irfram hvernig hægt væri að byggja upp sveitabæina með eklci meiri kostnaði en svo, að bændur fengi risið uridir því, jafnvel þótt erfið ár kæmi. Á sumum jörðum liafa verið bygð hús, scm kosla 15—20 þús. kr. og jafnvel meira, en það verður að telja mjög vafasamt, að bændur alment geti risið undir því að borga dýrari íveruhús en 8—10 þús. kr. og það að þvi til- skildu, að þeir liafi til þess hag- feld lán. Nú mun ekki vera um það- f GuðnmMiir Ölafsson hæstaréttarmálaflutningsmaður varð bráðkvaddur í nótt. Ævi- atriða hans verður getið síðar- hér í blaðinu. deilt, hversu mikilvægt það sé„ að húsnæðismál sveitafólksins komist í gott horf, og sé það> rétt, sem að framan segir, ætti hinir leiðandi menn i húsnæðis- málum sveitanna að leggja sig í framkróka með, að finna lient- ugt, einfalt form fyrir íveruliús. í sveitum, sem hægt væri að lcoma upp fyrir ekki meira fé en að framan greinii;. Um það. ,skal eigi sagt, livort það muni unt, þegar telcið er nægilegt til- lit til þess, að húsin verði nægi- lega traust og hlý. En það má minna á það í þessu sambandi, að gallar stóru húsanna í sveit- unum liafa komið mjög áþreif- anlega i Ijós og sannfært bænd- ur um, að það sé óviturlegt að Ijyggj a mjög stórt. í fyrsta lagi verður. hitun liúsanna dýr og viðhald og þau eru erfið kven- þjóðinni. Fólldnu hefir fækkað mjög á sveitabæjunum og á flestum þeirra er nú á tímum svo ástatt, að hvorki tími eða kraftar kvenna á sveitalieimil- um duga til þess, ofan á mörg; önnur lýjandi störf, að lialda hreinum stórum húsum, en auk þess bakar það mikið erfiði, að verða að ganga margsinnis á: dag upp og ofan stiga, eins og; viða er nú í liinum nýju sveita- húsum. Það stefnir nú víða i þá átt, að afla heyja sem mest á; ræktuðu landi. Ileimilin eru: miklu mannfærri en áður. Ilús- in í sveitunum þurfa ckki að vera mjög stór, nema á stöku jörðum. Aðalatriðið er, að þau séu traust, hlý og hentug, þ. e.. að öll innanhússtörf sé kven- þjóðinni sem léttust og að húsa- kynnin baki þeim enga erfið- leika í þeim efnum. — Þá er á það að líta, að ef auðnast mætti að finna það form fyrir iveru- hús í sveitum, sem bændum al- ment mundi lienta innan þess verðs, sem að framan greinir, mundi verða hægt að ná miklu fyrr því marki, sem stefnt er LOFTVARNIR BRETA. Bretar eru nú að efla loftvarnir sínar og munu lialda þvi / áfram, vegna þess hve friðarhorfurnar í álfunni eru ótryggar. Á neðxá hluta myndarinnar sést breskt stöðvarskip fyrir lier- flugvélar, en á efri hlutanum ný tegund herflugvéla. Deilar ítala og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.