Vísir - 22.05.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 22.05.1935, Blaðsíða 3
VISIR r iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini I llísis. i E Þeir, sem gerast áskrif- E = endur þessa dagana, fá E E blaðið ókeypis til mánaða- = E móta. E iiimimiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiimii VISIS KAFFIÐ gerir alla glaða. að, að koma upp góðum liúsa- kyimum fyrir alla þá, sem í sveitunum búa. Góð húsakynni í sveitunum eru eitt af því, sem mundi halda í fólkið mörgu öðru framar, en nú er það svo, sem kunnugt er, að menn flýja sveitirnar enn i dag og vilja þó margir þeirra, sem það gera, þar helst vera, ef menn sæi nokkur ráð til þess að eiga þar með sig sjálfir. En i öllu því, sem gert verður, í framtíðinni lil þess, að greiða fyrir þeim, sem byggja sveitir landsins eða reisa þar nýbýli, verður stranglega að gæta þess, að ekki sé farið út á þær brautir, sem leiða til fjár- liagserfiðleika, sem sliga menn eða jafnvel ríða að fullu efna- lega. i a. Utan af landit Aflabrögð. Ólafsfirði, 21. mai. — FÚ. Afli er að glæðast hér í Ólafs- firði, tveir bátar, Sævaldur og Þór, fengu í gær 6000 kg. og 4500 kg. hvor. Teija þeir að um nýja fiskigöngu sé að í’æða. Afl- inn er sóttur djúpt á Húnaflóa, 10 til 11 klukkustunda ferð frá Ólafsfirði. Segja þeir á þessum slóðum fjölda togara. Afli á grunnmiðum er betri undanfar- ið. Ilæsti afli á trilluhát er um 1000 kg., mjög vænn fiskur. Aflaútlit betra. Siglufirði, 21. mai. -— FÚ. Allir bátar beita i dag. Aflaút- lit er talið betra. Síra Halldór Kolbeins frá Stað i Súgandafirði mun sækja um Hvanneyrarpresta- kall á Siglufirði. Er hann nú staddur hér og messar á morgun og næstkomandi sunnudag. Sýslufundur Austur-Húnavatnssýslu Blönduósi, 21. maí. — FÚ. istóð yfir hér á Blönduósi 13. til 18. þ. m. Auk venjulegra reikn- ingsmála voru rædd ýms hér- aðsmál, þar á meðal samdar samþyktir fyrir 3 einkasíma- félög og éitl fóðurbirgðafélag. Niðurjafnað sýslusjóðsgjald 18,300 Icr. Helstu gjaldaliðir eru áætlaðir: Til stjórnar sýslu- mála 1500 kr., til mentamála 1980 kr., til heilbrigðismála 7500 kr., til atvinnumála 500 kr., til samgöngumála 2670 kr. og til skuldagreiðslna 3500 kr., samtals 17.650 kr. Til sýslu- vegasjóðs var ákveðið 4 af hundraði af landverði, og 2 af hundraði af húsaverði til við- halds sýsluvegum. Áætlað að verja 4000 kr. til nýrra vega og til skuldagreiðslna 16.000 kr. Þannig var niðurjafnað alls til sýslusjóðs og sýsluvegasjóðs um 25.000 kr. Sýslubúar eru um 22 hundruð. —- Einmuna veðrátta liefir verið síðan um skifti, sið- asta vetrardag,og er góður gróð- ur kominn. Túnaávinsla er víða langt komin og sauðburður í byrjun. Úr Skagafirði 21. maí. — FÚ. símar fréttaritari útvarpsins, að þar sé einmuna tíð og kominn sauðgróður, en þó vantar vætu. Túnaávinslu er víðast lokið. Sauðburður er í byrjun. Sauð- fjár-sjúkdómar fara þverrandi með gróðrinum. Farið er að láta út kýr. Þá segir fréttaritari, að afla- laust sé með öllu á Sauðárkróki. Nokkurir menn þar eru að búa sig lil fuglaveiða í Drangey. Æðarvarp er að byrja þar inn- fjarðar. — FÚ. Siglufirði, 21. mai. — FÚ. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa í dag hækkað verð l'yrir síld sem nemur 43.3 af hundi’- aði á hærra verðinu sem greitt verður, en 33.3 af hundraði á lægra verðinu sem greitt verð- ur. En þetta verð greiðist í sum- ar: 4.30 kr. fyrir hvert 135 kiló- gramma-mál síldar, af þeim skipum, sem afhenda verk- smiðjunum allan afla sinn, til 20. ágúst, og alla bræðslusíld eftir þann tíma. En af öllum öðruin skipum, sem gera fastan samning við verksmiðjurnar, greiða þær kr. 4.00 fyrir málið. Tveim brj’ggjum hefir verið bætt við, og taka nú Ríkisverk- smiðjurnar á Siglufirði við sild af sex hábryggjum. Geta verk- smiðjurnar nú afkastað 6000 málum síldar á sólarhring, eða 800 smálestum. Veðrið í morgun. í Reykjavík xo stig, Bolungar- vík 5, Akureyri 5, Skálanesi . 5, Vestmannaeyjum 9, Sandi 10, Kvigindisdal 8, Flesteyri 4, Gjögri 4, Blönduósi 5, Siglunesi 3, Fagra- dal 4, Hólum í HornafirSi 12, Fagurhólsmýri 12, Reykjanesi 9, Færeyjum 9 stig. Mestur hiti hér í gær 11 stig, minstur 8. Úrkoma 0,4 mm. Sólskin 0,1 st. — Yfirlit: LægS fyrir norSaustan ísland á hreyfingu austur eftir. Önnur lægS yfir Grænlandi. — Horfur: SuS- vesturland, Faxaflói, Brei'Safjör'ö- ur: SuSvestan og vestan gola. Dá- lítil rigning öSru hverju. VestfirS- ir, NorSurland, noröausturland: Breytileg átt og hægviSri. Þykk- J viöri og dálítil rigning eöa slydda. Austfiröir, suöausturland: Suö- vestan og vestan gola. Víöast úr- komulaust. Sogsdeilan. Nokkrir fundir voru haldnir í gær til þess aö reyna aö finna ein- hvern samkomulagsgrundvöll til þess aö leysa Sogsdeiluna. Eru sáttaumleitanirnar í höndum sátta- semjara. Átti hann í gær tal viS borgarstjóra og Jakob Möller, sem bæjarráS hafSi kosið til þess aö aöstoSa viö aö koma. á sættum, og einnig þá Harald Guömundsson atvinnumálaráðherra og Jón Bald- vinsson, forseta AlþýSusambands íslands. Allir þeir, sem á fundi þessum voru, eru sammála um aö gera alt, sem í þeirra valdi stend- ur til þess aö leysa deiluna. Fleiri fundir voru haldnir í gær og i morgun. Innbrotsþjófur handtekinn. Kl. um 12,45 í nótt geröi Dan- íel V. Fjeldsted lögreglunni aövart um þaS, aö veriS væri aö brjót- ast inn í Matstofuna, Aöalstræti 10. Beiö læknirinn því næst fyrir utan húsiS, til þess aö stööva þjóf- inn, ef hann kæmi út áður en lög- reglan kæmi, en hún kom í þeim svifum, er þjófurinn kom aftur út á götuna, Var hann handtekinn þegar. Hann heitir Júlíus Jónsson og hefir margoft veriö handtek- inn fyrir innbrotsþjófnaöi áöur. Nýlega var hann á Kleppi til skoö- unar. Bifreiðarslys. Kl. um 10 í fyrrakveld varö bif- reiðarslys á Tryggvagötu, meö þeim hætti, aö drengur á reiöhjóli varS fyrir bifreiö ,oö fótbrotnaöi. Heitir hann Guömundur og er son- ur Árna Pálssonar prófessors. Hemlar bifreiöarinnar voru ekki í lagi, en bifreiöarstjóranum var ó- kunnugt um þaS. Viö rannsókn lögreglunnar kom í Ijós, aö piltur- inn haföi ekiö all ógætilega. Tímarit Verkfræöingafélags íslands (20. árg., 1. h. er nýlega komið út,’ Flytur þaö giein eftir Geir Zoega, vegamálastjóra um Jón heit. Þor- láksson borgárstjóra. Þar næst er erindi flutt á fundi V. F. I. 25. apríl 1934 af Guðm. J. Hlíðdal um talsamband viö útlönd. í greininni eru nokkrar myndir, in. a. af stutt- bylgjusendistööinni á Vatnsenda, stuttbylgjumóttökustööinni íGufu- nesi og viötökuloftnetunum í Gufunesi og yfirlitsmynd yfir af- stöðu stuttbylgjustöðvarinnar, sendistöö og móttökustöS. Einnig íylgja uppdrættir, yfir helstu tal- sambönd Evrópu o. fl. Farþegar á Brúarfossi ' til útlanda: Frú Elin Petersen, Brynliildur Skúladóttir, Jó- hann Kristjánsson, Þórir Guð- mundsson, frú Gunnli. Tulinius, Ingholt bankastjóri og frú, Gísli Halldórsson og frú, Ragn- lieiður Pétursdóttir, Sveinn Sæ- mundsson, Magnús Eggertsson, L. Muderspach, Sigr. G. Jóns- dóttir, Þóra Stefánsdóttir, Guð- ný Jónsdóttir, Helga Jóhannes- dóttir, Ragnh. Kjartansdóttir, Kristín Steindórsdóttir, Unnur Þorsteinsdóttir, Kristín Björns- dóttir, Sigurjón Sigurðsson, Valur Einarsson. 1 Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar.................. — 4.52 100 ríkismörk .......... — 180.96 — franskir frankar . — 29.86 — belgur.............. — 76.34 —• svissn. frankar .. — 135-85 — lírur .............. — 37.65 — finsk mörk .... , — 9.93 — pesetar ............ — 62.32 — gyllini............. — 305.40 —- tékkósl. krónur .. — 19.13 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 BRÚÐKAUP FRIÐRIKS RÍKISERFIN GJA OG INGRID PRINSESSU fer fram í Slokkhólmi nú i vikunni. Frá vinstri á efri mynd- inni Ingrid prinsessa, Kristján konungur X, Gustaf Adolf rík- iserfingi i Svíþjóð. Á neðri myndinni, sem tekin er i konungs- höllinni: Frá vinstri í efri röð: Carl prins, Louise prinsessa, íngeborg prinsessa og Gustav Adolf ríkiserfingi. í neðri röð frá vinstri: Ingirid prinsessa, Friðrik i’íkiserfingi, Áíexandrine drotning. Gullyerð ísl. krónu er nú 48,97, miðað við frakkneskan franka. Af veiðum hafa komið Gulltoppur meö 60 tn. lifrar, Kári með 80 og Tryggvi gamli með 80. Strandferðaskipin. Esja er í Reykjavík. Fer i strandferð n. k. þriðjudag. Súðin var á Blönduósi síödegis í gær. Skip Eimskipafélagsins. " Goöafoss er á leiö frá Hull til Hamborgar. Gidlfoss er á leið til Vestmantfaevja frá Leith. Detti- íoss fer vestur og norður í kveld. Brúarfoss fór héöan í gærkveldi áleiöis til útlanda. Selfoss er á út- leið. Lagarfoss er í Kaupmanna- höfn. Næturlæknir er i nótt Þórður Þórðarson, Eiríksgötu 11. Sími 4655. — Smásaga jþýdd úr ensku. unnar, en eg mun skjóta hann eins og hund.“ Þannig átti það að vera. Minnist þess, að kapteinninn. var nýkominn úr styrjöld og hann var ekki að hika við að drepa mann, þegar gildar ástæð- ur voru fýrir hendi. En þetta fór nú öðru vísi en ætlað var, því að fyrsta manneskjan, sem sá hann, var kona, en Dens- more kapteinn vissi ekki að til eru lconur engu hetri en morð- ingjar og kvenmann mundi hann aldrei drepa. Gestgjafinn var ekki héima, er við komum — liann hafði farið eitthvað upp dalinn með smyglum. En kona gestgjafans var heima. Hún var farin að reskjast og var ófríð og illileg. Tannlaus var hún og lirukkótt í andliti. Þegar hún sá Dens- more kaptein — i fyrstu hafði liún að eins komið auga á mig — varð liún náföl og starði á hann, eins og augun ætluðu út úr höfðinu á henni. „IJann hefir gengið aftur,“ sagði hún. „Hann er kominn til þess að ....“ , Og hún misti vinflöskuna og glösin á gólfið og liljóp fram í eldhús og faldi sig. Eg hélt, að Densmore kapt- einn mundi fara á eftir henni, en hann sat kyr. „Hún veit liver hinn seki er,“ sagði liann, — „og við niunum bráðum vita það lílca. Við er- um á réttri leið og þegar gest- gjafinn kemur —“ Aí tur handlék hann skamm- byssu sína og vel vissi eg hvað lionum var í hug. En við viss- um, að vel gátu liðið nokkrar stundir þangað til gestgjafinn kæmi lieim. Við gátum þvi ekki annað gert en béðið. Við ræddum fátt, því að þótt eg sé seinn að álykta hafði eg komist að þeirri niðurstöðu, að réttast væri að tala ekki margt við Densmore þessa stundina, þvi að hugsanir hans voru þann- ig. En þegar við liöfðum setið lengi þegjandi sagði hann alt i einu: 1 „Við skulum koma Kristján. Eg get ekki beðið hér. Þér verð- ið að fylgja mér upp í hliðina —• þar sem — “ Hann átti við það, að eg fylgdi honum að krossinum, sem gestgjafinn liafði reist. Og svo héldum við af' stað og nám- um ekki staðar fyrr en lijá krossinum undir klettabeltinu, þar sem minnisvarðinn er nú. „Hún leggur ekki á flótta,“ sagði Densmore. „Hún getur ekki farið neitt. Og þegar mað- urinn hennar kemur segir hún honum, að hún hafi séð aftur- göngu. Hann trúir henni ekki. En þegar við komum aftur i dimmunni — “ - , Þannig var áform hans. En hann þurfti ekki að framkvæma það, eins og þér munið brátt sjá. Og hann var líka um ann- að að hugsa. Eg yrti ekki á hann, nema til þess að leiðbeina lionum uin leiðina, því honum var þungt í hug. Og þegar við komum áð krossinum og steinahrúgunni settist eg í nokkurri fjarlægð, svo að Densmore kapteinn gæti verið einn í sorg sinni. Hann settist þarna á steinana og eg lield, að það hafi verið tár í augum hans þótt eg sæi þau ekki. Þarna sat hann þangað til löngu eftir að sólin var horfin hak við fjöllin. Og það dimdi fljótt. Tunglið var komið upp að vísu, en skýjaþykni huldi það. , Eg held, að Densmore hafi grálið og beðið — og( það var eins og bæn hans hefði verið svarað og ný liugsun fæðst, því að hann kiptist við alt i einu og kallaði til mín: „Kristján!“ Eg gekk til hans og eg hefi aldrei séð slíkan svip á andliti nokkurs manns fyr. „Kristján,“ sagði hann. „Ef nú leyndarmálið væri hérna. Eg ætla að grafa og komast að raun um það.“ Mér hnykti við, þvi að eg er maður trúaður. Og kannske eg sé hjátrúarfullur. Mér finst vanhelgun að hrófla við krossi. Eg óttaðist, að eitthvað hræði- legt mundi gerast. En Densmore kapteinn var alls ósmej'kur. Hann var ekki trúaður á drauga, sagði hann, þótt fólk væri margt hjátrúar- fult i þessum efnum. Hann rak allar óttahugsanir á flótta, að því er virtist. „Já, Kristján,“ sagði liann við mig, „cg ætla að grafa.“ „En hversvegna, kapteinn?“ „Af því að maðurinn, sem setti upp krossinn hefir kannske ályktað, að þclta væri eini stað- urinn, þar sem engum rnundi detta í liug að leita.“ Þetta hefði mér aldrei getað dottið í hug, enda er eg seinn að álykta, en vitanlega var þctta rétt athugað. „Hann mun hafa álitið þetta öruggasta staðinn,“ liélt Dens- more áfram, „einkanlega hafi liann verið eða sé hjátrúarfull- ur. Eg ætla að grafa, en þér þurfið ekki að hjálpa mér, ef þér eruð smeykur.“ „Eg er smeykur, kapteinn,“ sagði eg, „en eg ætla að vera hérna hjá yður.“ Og eg stóð þarna og horfði á hann meðan hann tók hvern steininn á fætur öðrum og tók svo til að grafa......Og nú, hverju get eg hætt við, nema að liugboð Densmore kapteins var rétt. Þarna leiddi hann i ljós Svartadalsleyndarmálið. Hann liafði ekki grafið lengi, er hluti af jakkaermi barst upp í hend- ur honum. Hann gróf nú af meiri ákafa en áður. Og liann fann líkið — eða leifar þess — þar sem við vorum áðan — og liann var fölur sem nár .og ógn- arsvipur á andliti hans. Kannske liafði þetta enn meiri álirif á mig; vegna þess að nú var orðið dimf. Kapteinninn stóð þarna agn- dofa og það leið nokkur tími áð- ur en hann fengi mælt. En loks tók hann til máls og um leið handlék hann skammbyssu sína: „Nú er þetta ekki neitt leynd- armál lengur, Kristján,“ sagði hann, „og eg veit nú hvað gera skal. Hann skal krjúpa á kné og biðja guð fyrirgefningar á glæp sinum — og þvi næst. —“ Það þurfti ekki að fara i nein- ar grafgötur um, hvað hann átti við. Hann ætlaði sér að neyða gestgjafann til þess að játa glæp sinn og skjóta hann að svo húnu. Eg gat ekki varist því að, liugsa sem svo, að hann mundi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.