Vísir - 26.05.1935, Qupperneq 2
VISIR
þér viljið hafa fagran
blett við húsið yðar, þá
sláið hann með
handsláttuvél.
Júgóslavar og
Ungverjar sættast.
Deilur, sem standa í sam-
bandi við konungsmorðið,
tii lykta leiddar fyrir milli-
göngu Anthony Edens. —
Genf 25. niai. FB.
Að undanförnu, eða síðan
fulltrúar hinna ýmsu þjóða, er
sæti eiga í ráði Þjóðabanda-
lagsins, komu til Genf, fyrir
skömmu, hefir verið unnið að
því, að jafna deilumál Ung-
verja og Júgóslava í sambandi
við konungsmorðið. Hafa Júgó-
slavar krafist þess, að ung-
verska stjórnin gerði nægileg-
ar ráðstafanir til þess að koma
í veg fyrir, að óaldarflokks-
menn gæti hafst við í Ungverja-
landi. Hefir nú náðst sam-
komulag um þetta, og ung-
verska stjórnin undirgengist að
sjá svo um, að engum óaldar-
flokki eða hermdarverkasinn-
um verði vært í lanóinu. Það
er forgöngu og samningslipurð
Anthony Edens að þakka, nð
samkomulag hefir nú náðst um
þetta deilumál, sem hefði get-
að orðið til þess, að friðsam-
leg sambúð tækist ekki reilli
Júgóslava og Ungverja, en hún
hefir ekki verið eins fcóð og
æskilegt væri, síðan er Alex-
ander ikonungur var myrtur í
Marseiiie. Gera menn sér nú
meiri vonir en áður urn hreyt-
ingu -til batnaðar. (United
Press).
Nýlendur Þjððverja.
Þjóðverjar setja það að
skilyrði fyrir því, að þeir
gangi í Þjóðabandalagið á
nýjan leik, að Þýskaland
fái aftur nýlendur sínar.
Berlín 25. maí. FB.
Það hefir vakið mikla eftir-
tekt, sem hermt er í fregnum,
sem að vísu hafa ekki fengið
staðfestingu, enn sem komið
er, í neinum opinherum til-
von Neurath.
kynningum, að von Neurath,
utanrikismálaráðherra Þýska-
lands, hafi í viðræðu við Sir
Phipps, sendiherra Bretlands í
Berlin, sagt, að Þýskaland yrði
að fá aftur nýlendur sínar, -—
ella gengi bað ekki í Þjóða-
bandalagið á ný. (United
Press).
XJtsvörin
og „undpun“ Hriflunga.
Snepill Hriflunga liefir und-
anfarna daga verið að býsnast
út af útsvörunum í hænum,
lýsa vanþóknun sinni yfir því,
hve há þau séu og yfir þeirri
fjármálastjórn bæjarstjórnar-
innar, sem leitt hafi til þess,
að sú hækkun á útsvörunum
sem nú er komin í ljós, varð
óhjákvæynileg. Og þó að snep-
illinn hafi nú siðustu' fimm
mánuðina altaf við og við ver-
ið að láta í ljós undrun sína
yfir hækkun útsvaranna, þá
verður ekki betur séð, en að
sú undrun lians fari sivaxandi.
Það liefir nú margsinnis ver-
ið gerð grein fyrir því, af
hverju hækkun útsvaranna
stafar, að sívaxandi framlög
bæjarsjóðs til skólamála, til
aukningar bæjarlögreglunnar
og til neyðarráðstafana vegna
atvinnuleysis,' hljóta óumflýj-
anlega að leiða til hækkunar
á útsvörunum. Til að veita at-
vinnulaiisum mönnum í bæn-
um vinnu, þefir bæjarsjóður
að undarförnu lagt fram lík-
lega alt að því helmingi meira
fé en ríkissjóður hefir lagt
fram i sama skyni vegna þarfa
allra sveitar- og bæjarfélaga í
landinu. Því fer þó fjarri, að
stjórnarsinnum í bæjarstjórn
liafi þótt það of mikið.
■ Til fræðslumála eru útgjöld
bæjarins einnig orðin miklu
meiri að tiltölu en útgjöld allra
annara sVeftar- og bæjarfélaga,
m. a. vegna þess, að aldurstak-
mark skólaskyldra barna er
lægra hér en annars staðar.
Einnig að þessari aukningu út-
gjaldanna hafa stjórnarsinnar
í bæjarstjórn stutt af alefli. Út-
gjöldin til bæjarlögreglunnar
hafa margfaldast á fáum árum,
fyrir forgöngu fyrv. lögreglu-
stjóra — núverandi forsætis-
ráðherra.— Og þrátt fyrir þelta
fer undrun Hriflunga yfir
hækkun útsvaranna í hænum
sívaxandi!
Er það þá svo, að þessir fá-
vitar ætli, að uut sé að marg-
falda útgjöld bæjarins, án þess
að það komi fram í hækkun
útsvaranna? Eða vilja þeir
heldur, að teknanna til að
standast hin auknu útgjöld sé
aflað á annan liátt? — Ekki
láta þeir nú svo. Og í sama ein-
taki blaðsnepilsins þeirra, sem
bölsótast er yfir því, live mik-
ið sé lagt á gjaldendur bæjar-
ins í útsvörum, er líka á öðr-
um stað verið að miklast vfir
því, að fjármálaráðlierra þeirra
hafi lagt fyrir „síðasta“ þing
tekjuskattsfrumvarp, sem hafi
farið lengra í þá átt að skatt-
leggja landsmenn heldur en
socialistar hafi nokkru sinni
dirfst að gera! Það er þannig
augljóst, að Hriflungar telja
það lofsvert í fari sinna manna,
að leggja sem þyngstar byrðar
á borgarana. Og þetta er líka
í fullu samræmi við fram-
komu þeirra í bæjarstjórn. Því
að þar er aldrei rætt um fjár-
hagsáætlun bæjarins svo, að
fulltrúar Iiriflunga geri ekki
liáar kröfur um aukningu út-
gjaldanna. Og næði þeir þar
völdum, þá er auðvitað, að þeir
mundu hefja þar sama kapp-
hlaupið við socialista eins og
á þingi, um það, hvorir þeirra
gæti farið dýpra í vasa borg-
aranna.
Fiskiranösóknir
1933-1934
Skýrsla dr. Bjarna Sæmunds-
sonar til stjórnarrátSsins um fiski-
rannsóknir 1933—1934, hefir veri'S
sérprentuS úr Andvara. í upphafi
skýrslunnar minnist dr. B. S. Joh.
heit. Schmidt prófessors, er lést á
því tímabili, sem skýrslan nær yfir
og hins mikla fiskirannsóknastarfs
hans hér viS land o. s. frv. Að
ö'Sru leyti skiítist skýrslan í þessa
kafla: 1. Ritstörf og rannsóknir.
A. Rannsóknir á Skallagrími. B.
FerSir til Grindavíkur. C. FerS í
Hafnir og NjarSvíkur. D. FerSir
til BorgarfjarSar. 2. Ýmsar athug-
anir. — Skýrslan er, sem vænta
mátti öll hin fróSlegasta, og fara
hér á eftir úr henni tveir kaflar,
lesendum blaSsins til fróSleiks og
skemtunar, annar um ný eSa lítt
þekt grunn, hinn um eldgosiS í
Vatnajökli voriS 1934 og áhrif
J>ess á fisk og fiskvei'ðar viS suS-
urströnd landsins.
Nýir eða lítt þektir „bankar“
og grunn.
„í skýrslu rninni 1930 gat eg
(bls. 98) um hanka úti fyrir NA-
landi, sem Færeyingar sækja mik-
iS á á sumrin, en íslendingar lítiS
eSa alls ekki. í viSbót viS þaS skal
eg geta þess hér, aS franskur tog-
araskipstjóri hefir sagt GuSm.
jónssyni frá litlum ,,banka“, eSa
miSi meS 50—60 faSma dýpi, í
Forvaxtabækkonin
f Frakklandi.
Frákkar neyðast til þess að
hækka forvextina enn á
ný — að þessu sinni í 4%,
til þess að vernda frank-
ann og koma í veg fyrir
gullflótta.
Paris 25. inai. FB.
Forvextir, sem nýlega voru
hækkaðir um y2%,í 3%, frank-
anum til vemdar og til þess að
koma -í *æg fyrir útflutning
gulls úrTandinu, liafa nú enn
verið 'hækkaðir, af sömu or-
sökumjíar sem hin fyrri hækk-
un hefir ekki haft nægileg á-
hrif. ‘Forvaxtahækkunin, sem
tilkynt var í dag, neinur 1%
(í 4%-). (United Press).
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR HYLLIR INGRID SVÍAPRINSESSU
(nú krónprinsessu) með söng, í konungshöllinni i Stokkhólmi. T. v.: Söngstjórinn og
nokkur hluti kórsins. T. h.: Ingrid prinessa með föður sínum, Gustav Adolf, ríkiserfingja
Sviþjóðar, og stjúpmóður sinni, Louise krónprinsessu.
kringum 67° io' n. og 140 15' v.
Gr. (c. 50 sjóm. N. af Langanesi).
Hann mun vera líkur á alla vegu
og aðeins 5—6 sjóm. í þvermál,
en Frökkum reynist hann góður á
■sumrin. Ekki veit eg til, að ís-
lendingar hafi verið þar.
í nóvbr. 1933 hafði „Skalla-
grímur'* verið á veiðum úti fyrir
Austfjörðum og hélt að þeim
loknum (í byrjun desbr.) af Reyð-
arfjarðarfláka í SSA, beina leið
til markaðar. En er hann hafði
siglt c. 15 sjóm., sýndi bergmáls-
mælirinn, að skipið hafði farið yfir
c. 10 sjóm. breiða „botnleysu“ o:
2—300 fðm. (eins og tíðast mun
vera, þegar kemur út af Aust-
fjarðargrunnunum), en svo grynk-
aði aftur, svo að dýpið var aðeins
160—180 fðm., og það á all-breiðu
svæði; en þar sem ekki var tími til
að athuga þetta nánara, er ekki
auðið að segja, hve víðáttumikið
þetta grunn er. Skipið fór nokk-
urn veginn yfir það þvert og þar
var það c. 30 sjóm. á breidd. Það
er sennilega nokkuð langt á hinn
veginn (frá NNA-SSA), og ligg-
ur sunnan til á Færeyjahryggnum,
c. 60 sjóm. út af Austfjörðum, þar
sem það er skemst undan landi.
Ekki gat skipstjóri snúist við því
að kasta þarna vörpu þá, en í síð-
astliðnum nóvbr. reyndi hann, á
leið til útlanda, í klst. á 170
íðm. Botn sæmilegur, engar fest-
ur. Afli: mergð af vænum karfa,
nokkuð af stórufsa og þorski;
tvær 100 pd. lúður. Hyggur hann
að þarna séu góð lúðumið.
Guðm. skipstjóri vill halda, að
þetta sé einmitt „bankar“, sem
sagt er aö margir Englendingar
séu nú farnir að fiska á úti fyrir
Austfjörðum, á alt að 200 fðm.,
og einn Englendingur á lengi að
hafa fiskað á, án þess menn vissu,
hvar það var. Væri mjög æskilegt,
að grunnið væri mælt upp, því að
útlit er fyrir, að það sé nokkuð
stórt um sig, mun stærra en surnir
af þessum „bönkum“, sem menn
eru öðru hverju að reka sig á úti
fyrir S-ströndinni, utan til á-land-
grunninu, eða fyrir utan það, og
eru varla nema „klakkar" eða
„hólar“, er litla þýðingu geta haft
sem fiskislóð, vegna þess hve
vandfundnir þeir eru (jafnvel þótt
staður þeirra væri nákvæmlega á-
kveSinn) og víSáttulitlir. NokkuS
stóran „banka“, meS 90 fSm. dýpi
á, er þó sagt aS Englendingar
Jiekki fyrir utan landgrunnsbrúu-
ina, c. 45 sjóm. S af Vestur-Horni
og annan miklu minni langt fyrir
utan landgrunniS, c. 25 sjóm. S af
■ KúSafljótsósi, en ekki er mér
kunnugt, hvort þeir afla þar nokk-
uS aS ráSi.
f
„Matarholur“.
ÞaS vill stundum ’til, aS fiski-
menn „reka sig á“ staSi í sjónum,
þar sem þeir alt i einu og stutt
tímahil hitta fyrir mergS af fiski,
sem annars er ekki vanur aS vera
mjög þéttur í botninum. Eg hefi
nýlega heyrt þess nokkur dæmi
meS kola og skal geta hins helsta:
HaustiS 1930 og 1931, og þó
einkum fyrra áriS, öfluSust feikn
af skarkola í Lónsvík, en svo sem
ekkert síSan, og voru þaS einkum
Englendingar, sem fiskuSu þar.
Sá sem fyrstur hitti þessa „matar-
holu“, var „Hull-maSur“ (a: tog-
ari frá Hull). Hann kastaSi þarna
af hendingu og fékk vörpuna
„fulla“ af skarkola í fyrsta drætti,
en misti hann allan, því aS varpan
þoldi ekki mátiS og sprakk. En
þarna fékk hann annars 2—3 poka
í drætti og „fylti sig“ á fáum dög-
um. ASrir öfluSu þar líka vel, en
svo smá-dró úr aflanunt næsta ár
0& J932 var hann svo sem enginn.
Einu sinni fékk Englendingur
einn mergS af skarkola í BreiSa-
fjarSarmynni á línunni milli Önd-
verSarness og Bjargtanga, þar sem
aldrei síSan hefir fengist skarkoli.
í jan. 1933 fékk „Skallagrímur“
mergS (nær 400 körfur) af
í Landakotsskðla
vcrður sýning á hannyrðum og'
teikningum í dag og á morgun
kl. 1—7.
þykkvalúru (,,sólkola“) á Drit-
víkurgrunni, út af Svörtuloftum,
þar sem hann hafSi aldrei orSiS
var viS hann áSur.
Erfitt er aS geta sér til, hvern-
ig í þessu liggur. Líklegt er þaS,
aS fiskurinn safnist saman á
svona stöSum utan um óvanalega
mikiS æti, sem, hvaS skarkolann
snertir, er einkum smáskeljar,orm-
ar, en aS þaS af fiskinum, sem
ekki lendir í vörpunni, hverfi svo
þaSan, þegar alt er etiS upp.“
Eldgosið í Vatnajökli vorið
1934 og áhrif þess á fisk og
fiskveiðar við suðurströnd
landsins.
„Menn hafa löngum viljaS ætla,
aS eldgos á landi (um eldgos á
hafsbotni er eSlilega nokkuS öSru
máli aS gegna) hefSu mikil og ill
áhrif á fisk og aflabrögS í nálæg-
um héruSum, einkunt askan og
vikurinn, sem í sjóinn fellur. Eg*
reyndi aS afla mér upplýsinga um
áhrif Kötlugossins síSasta 1918)
í þessu tilliti, en fékk ekkert að
vita, sem benti á, aS þaS hefSi haft
nokkur áhrif í þessa átt (shr.
skýrslu 1919—20, bls. 43). — SíS-
ustu dagana í mars í vor er leiS,
var miki'ð gos sunnan- og vestan
til í Vatnajökli, sem kunnugt er,
samfara lítilsháttar öskufalli, er
einkum lagði til austurs, yfir Aust-
ur-Skaftafellssýslu, og afar-miklu
jökulhlaupi, er skolaSi feiknum af
vatnij leir og jökum jdir SkeiSar-
ársand og alt út í sjó. — Ein-
mitt um þetta leyti stóS vertiSin
sem hæst meS allri S-ströndinni,
frá HornafirSi aS Reykjanesi, og
ágætis afli víSast, t. d. í Vest-
mannaeyjum, á Selvogsbanka og í
Grindavík og var, aS því er eg hefi
til spurt, ekki aS sjá, að hlaupiS
hefSi haft hin minstu áhrif á fisk
eSa afla. í MeSallandssjó, sem
tók á ,móti mestu af hlaupinu
(hann gruggaSist alt út aS land-
helgismörkum), urSu þeir, senr
fiskuSu þar (útl. togarar), ekki
varir neinna, illra áhrifa af gosinu,
þaS eg frekast veit, og heldur ekkí
Mýrdælingar. Aftur á móti heyrð-
ust raddir um þaS, aS kipt hefSi
úr afla í HornafirSi dagana, sem
;askan féll þar austur um og vildu
menn kenna því um, aS askan, sem
í sjóinn féll, hefSi fælt fiskinn
burt. Þetta er ekki óhugsandi, en
hinsvegar mjög ólíklegt, því aS
bæSi var askan lítil og svo er sjór-
inn úti fyrir HornafirSi og A.-
Skaftafellssýslu yfirleitt alla jafna
svo gruggugur af jökulleir þeim,
sem í hann berst úr vötnunum, og
af leirnum, sem sjávarrótiS viS
sandana hrærir upp, aS varla hefSi
veriS ,„hvítt aS velkja“, þótt dá-
lítiS af ösku hefSi bætst viS leir-
gruggiS, og hún því varla stygt
hurtu þann fisk, sem þar var þá
íyrir, fremur en varS í Kötlugos-
inu 1918, eins og áSur er greint.
Annars get eg, hvaS álit mitt á
þeirn áhrifum, sem gruggugur, eSa
á annan hátt óhreinn sjór, hefir á
fiska í einstökum tilfellum, sem eg
hefi haft tækifæri til aS athuga,
vísaS i ýmsar af eldri skýrslum
mínum, þar sem minst er t. d. á
þorsk- og ufsaseiSi viS' hvalveiSa-
og síldarbræSslustöSvar, síld i
gruggugum sjó viS ósa jökulvatna,
lax og silung í jökulám, kola á
leirbotni yfirleitt og lúrur og
loSnu í HornafirSi.“