Vísir - 29.05.1935, Page 2
VISIR
fáum við daglega.
Viðreisnaráform Bandarikja-
stjdrnar
eru talin muni bíða nokkurn hnekki vegna
hæstaréttardóms, sem úrskurðar einn kafla
viðreisnarlaganna gagnstæðan stjórnar-
skránni. —
í viðtali við heimskunnan amerískan blaða-
mann, lýsti Hitler yfir því, að Þjóðverjar
vildi frið — og að mesta hlutverk þjóðanna
væri að tryggja friðinn.
Washington 28. maí. FB»
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefir
úrskurðaS, a'ð þriðji kafli viðreisn-
arlaganna sé gagnstæður stjórn-
skipunarlögum landsins, en í þess-
um kafla laganna eru víðtæk
heimildarákvæöi forsetanum til
handa. Var höfðað mál gegn
íirma, sem brotið hafði lögin, til
]æss að fá. úr því skorið, hvort
lögin væri í samræmi við stjórn-
arskrána. Talið er, að viðreisnar-
stefna Roosevelts bíði við þetta
nokkum hnekki. Hvaö Roosevelt
gerir út af þessu máli er enn eigi
kunnugt, en hann hefir kvatt
helstu ráðunauta sína á fund til
þess aö ræða það. (United Press).
London 28. niaí. FÚ.
Mikil óvissa og glundroði hefir
komist á í Bandaríkjunum, vegna
dómsniðurstöðu þeirrar, sem hæsti-
réttur komst að í gær, viðvíkjandi
3. kafla viÖreisnarlaganna, og dóms-
niðurstaÖan er í fregnum kölluð
„rothögg á viðreisnarstarfið“. Af
dómsniðurstöðunni þykir það aug-
ljóst, að forsetinn hefir ekki vald
til þess að ákveða verkalaun, vinnu-
tíma og önnur atvinnuskilyrði.
Richherg, núverandi fram-
kvæmdarstjóri viðreisnarstarfsins,
lætur opinberlega í ljós, að dóms-
niðurstaðan þýði það, að hætt verði
við að knýja ákvæði viðreisnarlag-
anna í framkvæmd, eftir fyrirskip-
un hins opinbera, en harin kveðst
vona, að allir muni vinna saman
að því, að viðhalda þeim atvinnu-
Utan af landi,
—o—
Úr Stöðvarfirði.
28. maí. FÚ.
Af öllu landinu berast fregnir
um einmuna veðurblíðu síðan um
sumarmál. Fréttaritari útvarpsins
á Stöðvarfirði skrifar 25. þ. m. að
tún séu orðin græn og góður sauð-
gróður. Tíð hefir verið þar hlý en
þurviðrasöm. Flestir bændur kom-
ust vel af með hey og fjárhöld eru
víöast góð. Farið var að sá í garða.
Nýlega var farið að verða fisk-
vart á smábáta á Stöðvarfirði.
Hafa útvegsmenn á Stöðvarfirði
biýna þörf fyrir góðan afla, því
skilyrðum og kaupgreiðslum, sem
viðreisnarlögin hafa skapað. Alls-
herjarsamband námuverkamanna í
Bandaríkjunum og allsherjarsam-
band vefnaðariðnaðarverkamanna í
Bandaríkjunum hafa gefið út yfir-
lýsingu jjess efnis, að atvinnuveit-
endur noti sér til hagnaðar þá að-
stöðu, sem dómurinn hefir skapað,
og hverfa aftur til jæss fyrirkomu-
lags sem var áður en viðreisnar-
starfið hófst, j)á muni þeir gera
verkfall. Bendir ])etta í j)á átt, aö
verkalýðurinn alment sé fylgjandi
stefnu forsetans.
Meðal fjármálamanna og iðju-
rekenda hefir jiessari dómsniður-
stöðu verið tekið með mesta fögn-
uði. Nokkrir forystumenn í l>anka-
málum og iðnaði hafa látið í ljósi,
að dómsniðurstaðan sé J>ær bestu
fréttir, sem ]>eir hafi fengið árum
saman.
Forsetinn, ásamt ráðgjöfum sin-
um, hefir j)egar hafist handa um
að rannsaka, hvernig bera skuli
fram nýtt lagafrumvarp, sem við-
haldi viðreisnarstarfseminni, án
j>ess að brjóta í bága við stjórnar-
skrána. Það er talið hugsanlegt, að
hann fari fram á það við alríkis-
jiingið, að með tilliti til ]>ess sem
sé í húfi, sé framkvæmd almennr-
ar löggjafar um atvinnumál frest-
að um stundarsakir, og forsetan-
um gefið vald til j>ess að hafa eft-
irlit með öllum atvinnurekstri uns
nýrri löglegri skipun verður kom-
ið á.
árið sem leið öfluðu 21 trillubát-
ur og 9 róðrarbátar, eða alls 30
bátar j)ar á staðnum aðeins 1350
skippund fiskjar eða til jafnaðar
45 skp. á bát, og gekk þriðjungur
andvirðisins í beinan reksturs-
kostnað svo sem olíu, salt, veiðar-
færi og vélaviðgerðir.
Farsóttirnar.
Siglufirði 28. maí. FÚ.
Inflúensan er talin um garð
gengin. Kíkhósti gerir allmikið
vart við sig og er mikil aðsókn
að læknunr bæjarins. Kikhósta-
Iróluefni er uppgengið í bráðina
en er væntanlegt með Gullfossi.
Heimskunnur amerískur
blaðamaðui’ átli fyrir nokkru
viðlal við Hitler, kanslara
Þýskalands, og vöktu sum um-
mæli hins þýska ríkisleiðtoga
í viðtali þessu mjög mikla at-
hygli, og munu þau hafa átt
drjúgan þált í því, að menn eru
nú með ýmsum þjóðum farnir
að leggja meira upp úr friðar-
ummælum Hitlers en áður. En
til skamms tíma hafa menn
viða efast mjög um, að friðar-
vilji hinnar nazistisku leiðtoga
Þýskalands væri einlægur, og
römmustu andstæðingar þeirra
leggja engan trúnað á það, sem
sumir þeirra hafa kallað „frið-
arhjal Hitlers“.
Þjóðverjar vilja ekki
styrjöld.
Viðtalið við Hitler fór fram
í vinnustofu hans i forsetabú-
staðnum við Wilhelmsstrasse.
„Eg vildi hreyta spurningu
ylSar dálítið", sagði Hitler við
blaðamanninn og félst liann
vitanlega á það.
„Þér spurðuð mig, hvort eg
telji unt að varðveita friðinn i
álfunni og gátuð þess um leið,
að með öllum þjóðum væri um
þetla spurt. — Eg vildi heldur
hafa spurninguna svona: Hvaða
þjóð mundi vilja stofna friðin-
um í hættu?“
„Og þér munduð svai’a?“
„Ekki Þjóðverjar!“
„Nokkur Evrópuþjóð?“
. „Nú farið j)ér lengra, en eg sé
mér fært að fylgja yður. Eng-
inn stjórnmálamaður getur
svarað fyrir aðrar þjóðir en
sína eigin. Eg segi: Enginn
Þjóðverji, enginn i Þýskalandi,
þar sem eining og agi ríkir, vill
styrjöld. Og eg seg'i enn frem-
ur: Enginn maður í landi voru
mun nokkru sinni taka nokk-
urt skref til jæss að lirinda af
stað styrjöld. Höfum við ekki
fært sönnur á það, að við vilj-
um frið? Með Loearno-samn-
ingunum höfum við undirgeng-
ist að halda friðinn við þjóð-
irnar fyrir vestan Þýskaland.
Fyrir austan oss er Pólland.
Við höfum gerl samning við
Pólverja um að beita ekki valdi
í neinum deilumálum. Sá
samningur gildir í 10 ár. Og
eg segi, að þegar samnings-
tímabilið er liðið, verðum við
reiðuhúnir til þess að fram-
lengja samningana.“
„Þjóðverjar skrifuðu
undir samninginn við
Pólverja af frjálsum
vil ja“,
sagði Hitler ennfremur. „Það
var ekki lagt að okkur að gera
það á nokkurn hátt. Þjóða-
handalagið átli þar engan lilut
að eða nolckur önnur þjóð en
aðilar samningsins., Við skrif-
uðuni uiijdir samninginn af
frjálsum vilja og glöðu geði,
enda þótt við hefðum áður ver-
ið rangindum beittir úr þessari
átt. Enn vil eg taka fram, að
Þýskaland hefir undirskrifað
Briand-Kellogg friðarsáttmál-
ann“.
„Æðsta hlutverk
mannanna",
sagði Hitler enn fremur og
Iiorfði djúpt í augu spyrjand-
ans, „er að gera friðinn örugg-
an. Hið national-socialistiska
þýska ríki liefir ekki í hótun-
um við aðrar þjóðir. Það vill
gera sitl til, að hinu mikla
marlíi verði náð, að trvggja
l'riðinn".
Versalasanmingurinn.
Harðorð ummæli.
Hitler var mjög harðorður
um Versalasamningana. Þeir
væru, sagði hann, svo heimsku-
legir og óréttlátir, að engin
dæmi væri til slíks, þeir væru
vanskapnaður, hvort sem á þá
væri litið frá siðferðilegu, j)óli-
tísku eða fjárhagslegu sjónar-
miði; þeirra vegna hefðu Þjóð-
verjar verið neyddir til að af-
vopnast og verið niðurlægðir
svo svívirðilega, að engin dæmi
væri lil í sögunnni. „Við létum
undan. Við afvopnuðumst —
svo rækilega, að við stóðum
varnarlausir gegn liinum au-
virðilegustu óvinum.“
Svik sigurvegaranna.
„Sigurvegararnir voru samn-
ingshundnir lil þess að afvopn-
ast um leið og við. Þeir fóru
ekki sömu leið. Þeir fóru i
þveröfuga átt og liéldu þannig
áfram. Og nú — þegar við liöf-
um neyðst til þess að gera ráð-
stafanir til þess að bjarga þjóð
vorri frá glötun — þegar við
litum á alt i sínu rétta ljósi —
og högum oss samkvæmt því,
þá tala sigurvegararnir um
oss sein þjóð, er rífi samninga
i tætlur og lála svo, sem oss
sé ekki að treysta.“
Samningshelgin.
Blaðamaðurinn spyr Hitler,
livort hann sé eigi þeirrar skoð-
unar, að alþjóðamenningin
hljóti að hvíla á þeirri stoð,
að samningar þjóða milli sé i
lieiðri lialdnir.
„Vissulega,“ sagði Hitler. —
„Þess vegna erum við svo var-
kárir, þegar um samninga er
að ræða. Þýskaland national-
sócialismans mun aldrei van-
heiðra sjálft sig með því að
rjúfa sátlmála, sem það liefir
undirgengist af frjálsum vilja.“
„Hver er afstaða yðar yfir-
leitt til samninga?“
„Við erum reiðuhúnir og höf-
um altaf verið reiðubúnir til
þess að skrifa undir samninga,
sem liægt er að sjá fyrir, til
hvers muni Ieiða og hvað við
þurfi til að framfylgja — sé
þeir i friðarátt. Enga aðra sátt-
mála, skjöi eða skilríki önnur
viljum við setja nafn okkar
undir. Við viljum undirskrifa
vináttusamninga við hvaða
þjóð í heimi sem er, að því
einu tilskildu, að oss sé sýnd
sanngirni. Við viljum ekki
undirskrifa Austur-Evrópu-
sáttmála, sem margar jijóðir
standa að, um gagnkvæma að-
stoð, því að undir engum kring-
umstæðum mundum við berj-
ast með holsvíkingum. I slíkri
styrjöld mundi þjóð okkar
hlátt áfram ekki fást til að taka
þátt. Eg mundi fyr sjálfur
■hregða snörunni að hálsi mér
en undirskrifa slíkan sáttmála.
„En þér munduð undirskrifa
samning, sem væri Iiluti slíks
sáltmála, er margar þjóðir
stæði að, t. d. í Austur-Evrópu-
þjóðirnar, þ. e. önnur veldi,
sem undirskrifuðu hann skuld-
hindi sig til gagnkvæmrar að-
stoðar gegn árásarþjóð."
„Já. Til þess að sýna góðan
vilja okkar. En okkur er ljóst,
að slikur samningur gæti kom-
ið Þýskalandi i flókin vand-
ræði og því fer mjög fjarri,
þegar styrjöld hrýst út, að það
sé auðvelt að ákveða, hvaða
þjóð sé árásarþjóð. Um afstöðu
okkar til vináttu- eða hlutleys-
issamninganna, sem við erum
mjög hlyntir, er það að segja,
að við erum það vegna jxess,
að i þeim er lagt lil grundvall-
ar, að ekki sé hafin árásarstríð,
en tilgangur okkar er ekki, að
ráðast á nokkra þjóð.“
Réttlæti í garð Þjóð-
verja. —
„Þér eruð hlyntir liinum fyr-
irhugaða loftvarnarsáttmála í
Vestur-Evrópu ?“
„Við erum lilyntir slíkum
sáttmála. Við höfum lagt til, að
slikur sáttmáli yrði gerður.
Hann mundi eiga mikinn þátt
í að endurskapa kyrð og gera
friðinn öruggari.“
„Eru nokkur deilumál út af
löndum, sem Þjóðverjar
mundu, ef svo bæri undir,
ganga út í styrjöld fyrir?“
„Engin! Við höfum lýsl vfir
því hátíðlega, að við höfum
engin landvinningaáform í
huga. Um þá, utan landamær-
anna, sem eru af sama stofni
og við, vil eg s^gja, að við höf-
um með þeim djúpa, varanlega
samúð, og vissulega rennur oss
hlóðið til skyldunnar, en við
munum ekki hefja styrjöld
þeirra vegna. Hvaða hagnaður
væri að því, að hæta fáeinum
hundruðum þúsunda við íhúa-
tölu Þýskalands? Til þess yrði
að leggja mannslíf svo miljón-
um skifti í sölurnar. Þegar um
réttlæti í garð Þjóðverja utan
Þýskalands er að ræða, verðum
við að treysta því, að friðsam-
legar umleitanir og vaxandi
menning og þroski leiði til
þess, að þeir verði í engu órétti
beittir.“
„Þér eruð sanfærður um, að
heimsstyrjöldin 1914—1918 hafi
leitt fyllilega í Ijós, að afleið-
ingar styrjalda sé liörmungar
einar — og því tilgangslaust að
heyja slríð?“
. Evrópa er of lítil fyr-
ir nútíma styrjöld.
„Já. Eg er þeirrar skoðunar.
Hvað Evrópu snertir, ])á er hún
alls ekki nógu stór fyrir nú-
límahernað. von Blomherg her
málaráðherra, yfirmaður ríkis-
varnarliðsins, hefir nýlega
hent á þetta. í nýrri stvrjöld
mundi verða mest áherandi
með hve miklum hraða alt
gengi fyrir sig og hve ógurleg
eyðileggingin yrði, vegna hinna
landfræðilegu takmarkana. Af-
leiðingin af því, að nútíma
styrjöld yrði háð að miklu leyti
í flugvéluin, yrði meiri ógnir
en dæmi eru til áður. Innan
klukkustundar, i sunium til-
fellum innan 40 mínútna eftir
að styrjöld hrýst úl, mundu
flotar stórra flugvéla, úthúnar
til þcss að kasta niðúr sprengi-
kúlum, leggja höfuðhorgir álf-
unnar í eyði. — Það mundi
þurfa aldir til að hæta tjónið.
— Nútímaherjum Evrópu mætt
líkja við 100 hestafla mótor-
háta á vatni, sem er að eins 3
mílur á Iengd. Hugleiðið, að
meslu iðnaðarhorgir Þýska-
lands eru i nánd við vestur-
landamærin og spyrjið sjálfan
yður því næst, hvort hugsan-
legt sé, að Þjóðverjar æski
nýrrar styrjaldar.“
Þegar Hitler er að spurður,
livort Rússar raunverulega ólt-
ist Þjóðverja, brosir liann
heisklega.
„Einkennilegt er það, ef þeir
i raun og veru óttast okkur.
Við höfum engin sameiginleg
landamæri. Yfir Pólland væri
að fara — 500 mílur. Við höf-
um gert vináttusamning við
Pólverja. Er líklegt, að við
niundum skerða hlutleysi Pól-
lands og fara í viltan eltinga-
Mioologsrorð.
-—o--
t dag verður til nioldar borinn
Jón Gestsson trésmiður.
Það, að missa ungan og áhuga-
saman mann i greipar dauö-
ans, mann, sem var sístarfandi að
málefnuin okkar, og ávalt hefir
sýnt jafn frábæran áhuga og ósér-
plægni eins og Jón heitinn, er
okkur félögum hans og öUum
iandslýð ómetanlegt tjón og ó-
blandið hrygðarefni.
í blóma lífsins, er þessi ágæti
félagi okkar kallaður héðan, til
hinna æðri heima. Hann fer héðan
með, hreinan skjöld. Drengskaptlr,
skyldurækni og framúrskarandi á-
hugi, hafa ætið einkent starf hans
á meðal okkar.
Hann var kosinn í stjórn
,,Heimdallar“ í vetur, og starf
hans j)ar var með öllum einkenn-
um hins mikla áhugamanns, sem
altaf er boðinu og búinn, til þess
að fórna tíma og vinnu fyrir fé-
lag sitt, og þau málefni sem hann
áleit mikilvægust fyrir heill þjóð-
ar sinnar.
Fyrir nokkurum dögum talaði
eg við Jón heitinn, glaðan og ,reif-
an, altaf jafn áhugasaman, með
hin stórvægilegustu framtíðará-
form fyrir félag sitt í huga, en í
dag fylgi eg honum til grafar,
Þannig gengur það; dauðinn spyr
ekki um það, hvort við íneg'um
missa ]>éssa menn, liann spyr ekki
um það, hvort vandfylt verði
j'eirra skarð.
Söknuður okkar, félaga Jpns
heitins, er sár. Við, himr utrgu
menn, eigum svo erfitc með j)aö,
aö sætta okkur við jjnð, i.o félag-
ar olckar, menn á besta aldri,
hverfi úr okkar hpp, af völclum
dauðans. En við huggum okkur
hinsvegar við margar fagrar og
hugljúfar endurminnirtgar frá
góðu samstarfi, við huggum okk-
ur við það, að þessi ágæti starfs-
bróöir okkar er nú kominn til
hinna æðri og fegurri heima, ]>ar
sem erfiðleikar jarðlífsins ná ekki
til hans, j)ar sem veitt er eilíf
gleði og friður. Við huggum; okk-
ur einnig við það, að hann líefir
á sinu tiltölulegk stutta æfisíceiði
getið sér hinn ágætasta' örðstír
með öllum störfum sínum og allri
framkomu.
Far heill, félagi. Drottinn blessi
Jjig!
Heimdellingur.
leik við Rússa? U111 smáþjóð-
irnar við Eystrasalt er það að
segja, að við viljum að sam-
húðin við þær sé á grundvelli
vináttu og gagnkvæmrar virð-
ingar, eins og við Pólverja. Við
vil.jum, að þær — eins pg við
og allar þjóðir — geti haldið
sinum þjóðernislegu sérkenn-
um og sjálfstæði.“
Niðurlag.