Vísir - 31.05.1935, Side 2

Vísir - 31.05.1935, Side 2
VISIR fáum við daglega. Stjórnarskifti i Frakklandi. Ríkisstjórnin bjóst við því í gær, að geta hald- ið völdunum, vegna þess að vinstri flokkarn- ir voru tvístraðir, en það fór á annan veg, því að fulltrúadeild þjóðþingsins feldi ein- ræðisfrumvarp Flandins, þrátt fyrir áhrifa- mikla ræðu, sem hann hélt. Lebrun leitar að líkindum til Bouisson, sem er óháður þing- maður, og felur honum að mynda stjórn. Herriot er einnig talinn líklegt forsætisráð- herraefni. París 30. maí. FB. Ríkisstjórnin hefir nú nokkuru betri vonir um að halda völdun- um, vegna þess að nefnd vinstri- manna, sem skipuð var að tillögu socialista til þess að vinna að j)ví, að allir vinstriflokkarnir tæki höndum saman, hefir ekki náð til- gangi sínum. — Flandin fer á fund í fulltrúadeild þingsins íkveld og fer fram á, að deildin votti stjórninni traust sitt. Þrátt fyrir það, að stjcrnin hefir betri vonir, FLANDIN. svo sem að framan er sagt, er af stjórnmálamönnum enn talið svo, að hún sé mjög völt í sessi og ó- víst með öllu, að deildin votti henni traust sitt. (United Press). París 31. maí. FB. Ríkisstjórnin hefir beðist lausn- ar. Fulltrúadeild þjóðþingsins feldi frumvarp stjórnarinnar um ein- xæðisvald í f jármálum með 353 at- kvæðum gegn 202. Flandin flutti áhrifamikla ræðu um nauðynina á að vernda frankann. Hann skoraði á þingið með alvarlegum orðum, að styðja stjórnina og samþykkja frumvarp hennar og varaði hana við afleiðingunum af því, ef af verðhruni frankans yrði. Tvent er nauðsynlegt að gera þegar í stað, sagði Flandin, í fyrsta lagi að stöðva alþjóðagróðabrallsmenn svo þeir hafi ei áhrif á gengi frank- ans, en af gróðal^rallsstarfsemi þeirra hefði leitt dvínandi traust á- gjaldmiðlinum og stjórninni, en í öðru lagi yrði að koma í veg fyr- ir, að fólk héldi áfram að skifta frönkum sínum í gull, en sumstað- ar hefði menn orðið gripnir æðis- genginni hræðslu og reynt að ikoma öllu sínu sparifé í gull. Ef jdeildin bregst, getur það haft þau áhrif, að afleiðingarnar af gróða- bralli spekulantanna verði enn al- varlegri — ef til vill hörmulegar. Þegar Flandin hafði beðist lausn- |ar gaf Lebrun ríkisforseti í skyn, að hann mundi tilnefna nýjan for- : sætisráðherra áður bankarnir yrðu opnaðir í dag (föstudag), til þess að koma í veg fyrir æðisgengna hræðslu almennings og óeðlilegt aðstreymi fólks í bankana. Stjórnmálamenn ætla, að Le- hrun muni fyrst bjóða Ferrand N. Bouisson forseta fulltrúadeildar- innar, að mynda stjórn, en ef hann vilji ekki takast stjórnarmyndun á hendur, þá Herriot fyrrverandi forsætisráðherra. Hinn fyrrnefndi er talinn hafa sagt, að hann mundi fúslega vilja taka að sér stjórnar- myndun, ef hann væri beðinn um það. Bouisson er óháður og hefir því engan flokk að baki sér. Gerir hann sér vonir um, að geta mynd- að stjórn — sterka stjórn — og valið í hana menn, án tillits til þess í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. (United Press). Umferðarslys í London. London, 29. maí. FÚ. Skýrslur um umferðarslys í L011- don sýna, að á krossgötum inni í borginni sjálfri voru slysin í mars og apríl i ár 17% færri en á sama tíma í fyrra, en á fjórum aSallei'ð- unum út úr borginni fækkaði slys- unum um 44%. Þetta er fyrst og fremst þakkað þeim ráðstöfunum, sem samgöngumálaráðuneytið hefir látið gera til öryggis á vegunum. Sogsdeilan leyst. Samningar milli allx*a aðila voiu undirskrif- aðir í nótt kl. 12x/i til lx/%. Eins og ráða mátti af álykt- unum bæjarráðsins, sem liirlar voru í blöðunum í gær,. náðist í rauninni samkomulag um lausn Sogs-deilunnar í aðalatriðum á miðvikudagskvöldið. En þá komst á samkomulag milli bæj- arráðsins og Höjgaard &Schultz um flutninginn á efni og vélum til Sogsvirkjunarinnar, með þeim liætti, sem greinl var. En þá var cftir að ganga frá samn- ingum um alla vinnu við fram- kvæmd virkjunarinnar i ein- stökum atriðum. Hófust þeir samningar um miðnætti ifyrra- kvöld og slóðu yfir að lieita mátti óslilið allan næsta sólar- liring, og voru samningar milli allra aðila að lokum undir- skrifaðir í nótt kl. YlVz til lþó- I þessum samningum höfðu komið fram ýmiskonar ágrein- ingsefni, sem leysa varð úr. Tóku þátt í samningunum stjórn verkamannafélagsins Dagsbrúnar, stjórn Sjómanna- félagsins, stjórn Iðnsambands byggingarmanna og stjórn Járn- smiðafélagsins annars vegar og umljoðsmenn Höjgaard & Schultz hinsvegar. En forseti Alþýðusambandsins, Jón Bald- vinsson, borgarstjóri og bæjar- ráð höfðu meira og minna liönd i bagga með öllum samn- ingum. Ennfremur var gengið frá samningum um flutning- ana, milli bæjarstjórnar og Höjgaard & Schultz og milli bæjarstjórnar og stjórnanda Vörubilastöðvarinnar „Þrótt- ur“. Er nú gert ráð fyrir þvi, að flutningaskip Iiöjgaard & Schultz komi hingað aftur í dag, og að vinna við það verði þá hafin tafarlaust, og siðan flutningarnir austur og vinnan á virkjunarstaðnum. Nógur er Einu sinni voru bræður tveir, sem ætluðu sér að verða mikl- ir menn ineð tíð og tíma. Hét annar Knútur, en liinn Þór. -— Þeir voru fallegir drengir, og efnilegir og svo líkir í sjón, að jafnvel kunnugasta fólk þekti þá ekki sundur. — , En þeir voru næsta ólíkir að skapferli, bræðurnir. Þór var ið- inn og ástundunarsamur. Hon- uin skildist það snemma, að menn yrði venjulega eiitlivað á sig að leggja til þess að kom- ast áfram i heiminum. Og liann hegðaði sér samkvæmt því. -— Knútur spókaði sig á götunum með hendur í vösum og sinti engum störfum. — Honum var illa við áreynslu og erfiði og ætlaði að bíða eftir þvi, að höppin kæmi af sjálfsdáðum. „Þú vinnur og þrælar, bróðir minn“, sagði Knútur, „og liefir ekkert í aðra hönd. Það er vit- levsa. Þú ættir að liafa það eins og eg og mínir líkar. Við bið- um, uns tækifærið kemur. — Og sjáðu nú til: Einn góðan veðurdag er borgin á „öðrum endanum“, því að Ijónið hefir brotist út úr búri sinu og leikur lausum hala. — Og heitið verð- ur stórkostlegum verðlaunum fyrir að handsama Ijónið. Þá er minn tími kominn. Eg hand- sama ljónið og hlýt verðlaun- in“. -— Svona talaði Knútur. Hann stóð frammi fv'rir bróður sínum með liendur í vösuin og vindling í öðru munnvikinu. „Það getur lílca vel komið fyr- ir,“ sagði hann ennfremur, „að prinsessan villist frá höllinni, út úr borginni og lengst út í skóg. Og þá er það boð látið út ganga, að sá, sem finni hana, skuli hljóta hana sjálfa að launum og hálft konungsríkið. — Eg mundi verða sá, sem hlyti kongsdóttur og konungsrikið hálft. — Svona eru tækifærin i öllum áttum. Maður þarf ekki ■annað að gera, en að bíða róleg- ur og gripa þau!“ Svo fór hann upji í sveit til pabba og mömmu, því að hann var peningalaus í borginni og steikíu gæsirnar vildu ekki koma og fljúga í munn honum. Þegar heim kom var gert hið mesta gys að honum. En hann sagði strákunum í nágrcnninu sögurnar um hin miklu tæki- færi og kallaði þá furðu heimska, að vera að leggja á sig erfiði, þegar galdurinn væri ekki annar en sá að bíða. En Þór bróðir lians sagði: „Þetla er alt saman vitleysa. Sá, sem ætlar sér að verða maður með mönnum — sá senx ætlar sér að komast áfram í veröld- inni með drengilegum hætti, verður að leggja á sig erfiði.“ — Ilann var hinn mesti iðjupiltur, all af sí-vinnandi, þegar ein- hverja vinnu var að fá. Og hann fór með aurana sína i bankann á hverju Iaugardagskveldi. Hann ætlaði að vera duglegur að vinna, meðan hann væri ung- ur og hraustur, og þegar liann væri búinn að safna iniklum jxeningum, hugsaði liann sér að kaupa vildisjörð og fara að búa. — Hann hafði liugsað sér að eiga jörðina skuldlausa. Og svona liðu nokkur ár. Þór vann mikið og safnaði jiening- um í banka. Knútur revkti og slæjitist og heið hins míkla tæki- færis. Þá bar svo lil eitthvert sinn, að það boð var látið út ganga, að konungur héti 10 þúsund krón- um þeim manni, sem tæki að sér að témja og þjálfa hest, sem hann hafði þá nýlega eignast. Hestur þessi var hið mesta met- fé að vexti og fríðleik, en slíkur tryllingur, að enginn réð við hann. — Það fylgdi og, að hver sá, sem treysli sér til að fást við hestinn, yrði að vera kominn í konungsgarð ákveðinn dag fyrir sólarfall. — Þegar þeir bræðurnir, Þór og Knútur, hevrðu þessi tíðindi, ákváðu þeir báðir að freista gæfunnar. — Knútur lét þess gelið, að nú væri fyrsla tækifærið komið. Og þeim mundi fara fjölgandi úr þessu. — Hann kveikti sér í vindlingi, labbaði út á tún, lagð- ist niður og fór að hugsa. Hann hugsaði um það, að á morgun hefði liann 10 þúsund krónur í vasanum. — Og svo væri ýrnsir að tala um það, að að nauðsynlegt væri að vinna sex daga vikunnar! — Þvílíkir asnar! — Hann skyldi tala við þá á morgun! — Þór tók öllu með ró. Hann hafði fataskifli, kysti mömmu sína og gekk til dyra. Hann rakst á bróður sinn í laut á túninu og mælti um leið hann gekk fram hjá: —■ „Ætlar þú ekki að freista ham- ingjunnar, bróðir minn?“ „Hugsað hefi eg mér það,“ svaraði Knútur og kveikti sér í nýjum vindlingi. — „Eg fer seinna, því að nógur er tirninn. Það er langt til sólarlags, bróð- ir. 7----Eg er að liugsa um að sofna ofurlitla stund.“ — Þór gekk leiðar sinnar. Hann hristi höfuðið og sagði við sjálf- an sig: — „Já — aumingja Knútur — hann er ekkert annað en montið og letin. Og verður vist aldrei neitt annað. —- Reyndar held eg nú að liann ætti að gela tamið hesta.“ — — Knútur svaf lengi. — Og þeg- ar hann vaknaði mundi hann ekki glögglega, hvað hann hefði ætlað að gera þenna daginn — en eitthvað liefði það verið. — Jú, nú mundi hann það. Hann ætlaði að „grípa tækifærið,“ temja hest kongsins og — hljóta 10 þúsund krónur að launum! „Það er líklega best að eg fái mér matarbita, áður en eg legg af stað,“ sagði liann við sjálfan sig. „Og kaffisopa — því að nóg- ur er tíminn“ — Svo labbaði hann inn til mömmu sinnar — át og drakk og kveikti sér i vindlingi á eftir. „Jæja — mamma min,“ sagði liann að lokum. — „Nú fer eg. Og þegar við sjáumst næst, verð eg orðinn ríkur maður, þvi að nú er tækifærið komið — hið mikla tækifæri, sem eg hefi verið að bíða eftir. — Hann lagði nú af stað og gekk rúma klukkustund. — Þá rakst hann á farand-leikendur, sem voru að slá tjöldum á slétt- um velli. — Þar var margt að sjá. „Þetta liefi eg ekki áður séð,“ sagði Knútur við sjálfan sig. — „Best að líta á það — því að nógur er tíminn.“ „Hvers konar náungi ertu?“ spurði einn þeirra, sem við tjöldin voru. — „Eg er maðurinn, sem á að temja konungshestinn,“ svaraði Knútur — „maðurinn sem hlýt- ur hin miklu laun — 10 þúsund kénur! — Maðurinn, sem gríji- ur fækifærin!“ -— „Þá held eg að þú verðir nú að fara að hraða þér, kunn- ingi,“ sagði niaðuriiin, „ef þú ætlar að ná í konungsgarð fyrir sólarfall.“ — „Nógur er tíminn,“ svaraði Knútur — „og langt fram yfir það. — En heyrðu lagsi: Mig langar til að koma í liringekj- una þína, því að það hlýtur að vera gaman.“ „Þú getur fengið leyfi til þess,“ sagði maðurinn. — „En þá verður þú líka — svona i launa skyni — að segja öllum, sem þú hittir hér í grendinni frá skemtaninni.“ „Það skal eg gera,“ svaraði Ivnútur. Og svo fór hann í hring- ekjuna. , „Ja — þetta er svei mér skemtun í lagi,“ sagði hann. „Eg sé ekki eftir því, að hafa kynst hringekjunni.“ Svo fór liann leiðar sinnar. Skömmu síðar sagði hann við sjálfan sig: — „Eg er orðinn svangur. Það er líklega orðið nokkuð áliðið. Kannske eg kíki á sólina og sjái hvað henni líð- ur. — Sei — sei! Nógur er tím- inn! — Best að setjast niður og grípa í nestisbitann“. . ( Svo át liann nægju sína og hvildi sig rækilega að lokinni máliið. — „Hvað er nú þetta,“ sagði hann við sjálfan sig, er hann háfði gengið vænan spöl. — „Reykur! — Það er víst kvikn- aður eldur einliversstaðar. Það verð eg að sjá. — Nógur er lim- inn, og langt fram yfir það.“ Og svo fór hann að skoða eld- inn. Þar var fult af fólki. Það var stærðarliús, sem var að brenna. Það var orðið alelda og fólkið horfði á — sægur af fólki. Og Knútur stóð líka og horfði á. Hann þurfti svo sem ekki a‘ð flýta sér, þvi að nógur var tím- inn! — y Nú fór sólin að lækka á lofti, en Knútur sagði við sjálfan sig, að hann hlyti að liafa nógan tíma, þó að hann biði þangað lil húsið væri fallið. — Loksins fór hann l>ó af stað. Og ]iá sá hann, sér til mikillar skelfingar, að skamt myndi til sólarlags. Og nú fór liann að hlaupa. Þarna var konungsgíu’ð- urinn — langt — langt fram undan. — Nú var um að gera að lilaupa. En ekkert dugði. Loks- ins komst liann þó alla leið. Hann fann hallarvörðinn að máli og kvaðst nú vera kominn til þess að temja hestinn. — „Þú kemur nokkuð setnt,“ sagði vörðurinn. „Sólin en geng- in til viðar fyrir löngu og kon- ungur hefir falið öðrum manni að reyna að temja hestinn. — Labbaðu heim til þín, kunn- ingi!“ „Hefir þú orðið var við hann bróður minn — liann Þór?“ „Hvernig er hann í hátt?“ , „Við erum alveg eins, báðir tveir.“ í þessum svifum kom liðþjálfi einn lilaupandi. Hann ætlaði að strunsa fram lijá,envarðmaður- inn kallaði á hann: — „Hefir þú rekið þig á mann liér i kveld, sem lítur út alt að einu og ná- uiiginn, sem þarna stendur?“—- „Já — eg held nú það,“ svar- aði liðþjálfinn. — „Maðurinn, sem kóngurinn valdi úr öllum hópnum, til þess að þjálfa hest- inn, er bara alveg eins og strák- urinn sá arna.“ Iinútur nöldraði fyrir munni sér: „Og svo fær Þór bróðir minn 10 þúsund krónur og eg fæ ekki neitt! — Og nú er kom- ið myrkur og eg veit ekkert hvað eg á af mér að gera.“ „Þú getur fengið að liggja hérna í liesthúsinu til morguns,“ sagði varðmaðuriiin. „Annað get eg ekki fyrir þig gert.“ Og Knútur skreið upp í stall- inn og lá þar uns dagur var hátt á lofti. — Þarna voru allir hest- ar konungsins — allir nema einn — hinn mikli og fagri tryll- ingur, sem bróður lians var fal- ið að temja. Knútur var svangur og þreytt- ur og í slæmu skapi. — Hann formælti guði og mönnum og talaði um það við sjálfan sig, að allir ætti að eiga alt og eng- inn neitt sérstaklega. Það væri lausnin á öllum vandamálum. Og þá þyrfti rnaður ekki að vera að vinna og þræla, því að þá gæti aðrir haft fyrir því. — Þegar hann hafði legið þarna slundarkorn og rausað við sjálf- an sig, hevrði liann hornablást- ur og hófatraðk fyrir utan. — Hann skreiddist á knén og Ieit út um gluggann. Og þarna sat þá bróðir hans á ótemjunni. Honum liafði tekist að þjálfa folann um nóttina og morgun- inn. Konungurinn stóð á hallar- tröppunum og hirðin öll um- hverfis. Og menn hrópuðu og klöppuðu og dáðust að afreks- verki Þórs. — Konungurinn tók úr juissi sínum sjóð gildan og rétti Þóri, hinum unga sigurvegara, en hann tók við óg hneigði sig fag- urlega. — Knútur beið, uns mannautt varð í hallargarðinum. Þá skreiddist liann út úr hesthús- inu og hélt heimleiðis. — Hann kom ekki heini fyrr en undir háttatíma. Þá var fjölmenni saman kom- ið á heimihnu. Nágrannarnir, allir með tölu, voru komnir til þess að gleðjast yfir sigri bróð- ur hans. „Það er lílca mest ástæða til þess,“ sagði Knútur við sjálfan sig, bölvaði og krepti

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.