Vísir - 31.05.1935, Page 4

Vísir - 31.05.1935, Page 4
VlSIR Bjarni Björnsson Skemtun í Iðnó í kveld kl. 9. Alveg ný skemtiskrá. Aðgöngiimiðar seldir í Iðnó. — Þar hlæja þeir, sem ann- ars aklrei hlæja. Snmarskár, KARLA og KVENNA. Fallegt og gott úrval. Sandalaskór, harna- og ungl- inga. — Strigaskór. P E R M A N £ N T Wella: niðursett verð. — Sorén: án rafmagns. — Látið permanent-krulla jTður, með þeirri aðferð, sem á best við hár yðar. HÁRGREIÐSLU STOF AN „PERLA“. Sími 3895. Bergst.str. 1. ■tiClSNÆDIl Góð forstofustofa með þæg- indum til leigu á Óðinsgötu 19, uppi. , (1771 Herbergi óskast til leigu í austurbænum. — Uppl. í sima 3959 í kveld og 10—3 á morgun. (1790 Stúlka óskast í vor og stoiiar á barjilaust heimili anstur í Fljótshlíð. Uppl. á Laugavegi 44, í dag og á morgun. (1795 iFAiPSKAPURl Nýleg reiðhjól til sölu. Nýja reiðlijólaverkstæðið, Lauga- veg 64., (1491 Athygli lesenda blaösins skat' vakin á því, aS á inorgun (laugardag) verður búSum, í fyrsta siuni á þessu sumri, lokaö kl. 4 e. h. Skallagrímur kom af veiðum i-nótt meö 123 tn. lifrar. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss er á. Akureyri. Goöa- ífoss er væntanlegur til Vestmanna- 'eyja kl. 4 í nótt. Dettifosá er á leið rt’il Hull frá Vestmannaeyjum. ÍBrúarfoss er i Kaupmannahöfn. Lagarfoss er í Leith. Selfoss er í Antwerpen. iM.s. Dronning Alexandrine kom hingað í nótt frá útlöndum. •G.s. Island kom til Kaupmannahafnar í morgun kl. 9. IJ. M. F. Veivakandi fer í Þrastaskóg næstkomandi sunnudag; verður þá unnið að : gróðursetningu o. fl. Þeir sem fara á laugardagskveld slá tjöld- um inni í skóginum. Upplýsingar hjá stjórn og ferðanefnd. Basar Barnavinafélagsins Sumargjaf- ;ar var haldiún í gær og nárnu tekjurnar kr. 633.37. — Uin 90 börn hafa sótt um dagvistir í 'Grænuborg og eru þau beðin a0 koma þangað til viðtals kl. 10—12 á morgun. Dansleik heldur glímufélagið Armann í Iðnó sunnudáginn 2. júní kl. 10 isíðd. Veröa þar afhent verðlaunin ¥rá einmenningskepninni í fim- leikum. Hljómsveit Aage Lorange leikur. Ollum íþróttamönnum er heimill aðgatigur að dansleiknum. Gullverð ísl. krónu er nú 49.36. IVÍs. Eldborg fer til Breiðatjarðar mánudag 3. júní. — Sjá augl. Bústaðaskifti. Athygli skal vakin á augl. lög- reglustjóra, um bústaðaskitti, sem birt er í blaðinu i dag. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar................ — 4.49^ 100 ríkismörk ...... — 180.46 — franskir frankar . — 29.62 — belgur............. — 76.68 —- svissn. frankar .. — 145.01 — brur .............. — 37,40 •— finsk mörk ...., — 9.93 — pesetar ....... -— 62.02 — gyllini ........... — 30.3-33 <— tékkósl. krónur .. — 18.98 — sænskar krónur .. — 114 36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Magnús Pétursson héraðslæknir á 25 ára embættis- afmæli á tnorgun. Næturlæknir er í nótt Guðm. Karl Pétursson, Landspitalanum. Sími 1774. Næt- urvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Bjarni Björnsson ætlar að skemta með gaman- vísnasöng o. fl. í Iðnó I kveld. Er nú orðið alllangt síðan Bjarni hef- ir efnt til| skemtunar hér í bænum og þarf ekki að efa, að húsfyllir verði- !.j|ll! Útvarpið í kveld. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfr. 19,20 Erindi: íslenskunám og setningafræði (Magnús Finnboga- son mag. art.). 20,00 Klukkuslátt- ur. Fréttir. 20,30 Upplestur: Skó- smiðurinn, saga eftir Galsworthy (Sigurður Skúlason magister). 21,00 Tónleikar: a) Ýms lög (Beethoven, Smetana, Mendel- sohn, Wagner) (plötur) ; 1d) Dans- lög. Bifreiðáfært alla leið til Akureyrar Akureyri 30. maí. FU. Ný bifreið, A 159, eign BSA, 18 manna, kom hingað til Akureyrar frá Reykjavik kl. 22 í gærkveldi. Bifreiðarstjóri er Gísli Ólafs. Bif- reið þessi er sú fyrsta sem farið hefir alla leið frá Reykjavík til Akureyrar á þessu sumri. Bifreið- arstjórinn taldi Vatnsskarð orðið sæmilegt yfirferðar, en það heíir verið lakasti kafli þessarar leiðar. Bifreíðin ætlaði suður aftur kl. 16 í dag. — Skót. B. Stefánssonar Laugavegi 22 A. Sími: 2628. London, 29. maí. FÚ. Memel-málið. Stjórnin í Lithauen hefir nú svarað orðsendingu bresku, frönsku og ítölsku stjórnanna um Memel- málið, og ságði Sir John Simon í enska þiiiginu í dag, að hann teldi svarið ófullnægjandi, og séu nú stjórnir þessara landa að bera ráð sín saman um það, hvað sé frekar unt að gera í málinu. London, 29. maí. FÚ. Semja Bolivíumenn og- Paraguay- búar vopnahlé. í dag virðast Ijetri horfur um að sættir komist á milli Bolivíu og Paraguay, en hingað til hafa verið. Fulltrúar helstu Suður-Ameríku- ríkjanna sitja á ráðstefnu í Buenos Ayres, og áttu þeir í dag tal við utanríkisráðherra beggja málsað- ila, og að þeixn viðræðum loknunx lýstu þeir því yfir, að horfurnar væru rnjög góðar um, að.hægt ýrði að koma á vopnahléi innan skamms. London, 30. maí. FÚ. Japanar hafa í hótunum við Kínverja. Æsingar hafa nxagnast í norður- hluta Kínaveldis, milli Kínverjá og Japana, út af því, að. Kínverjar hafa mótmælt yfirráðum Japana í Jehol, og sýnt þeinx andúð á annan hátt. I Peiping neituðu Kínverjar að reka dórnara, sem hafði tjáð sig andvigan Japönum, og réðust Jap- anar á hús hans, en í Tientsin fylktu þeir liði utan við stjórnar- byggingarnar og höfðu í hótunum. japönsk blöð segja, að hermála- ráðunautur japonsku sendisveitar- innar í Peiping hafi hótað, að Jap- anar skuli senda her inn í Norður- Kína, ef stjórnarvöldin i Peiping ekki stöðvi tafarlaust undirróðurs- starfsemi Kínverja í Jehol. En full- trúi i utanríkisráðuneytinu segxr, að utanríkisráðuneytið hafi engar skip- anir gefið í þessa átt, og að því sé þessi deila að öllu leyti óviðkom- ahdi. Er þvi helst að sjá, að Jap- anar i Kína hafi tekið málin í sín- ar eigin hendur, án þess að ráð- færa sig við stjórnina heiina fyrir. Skermar. Höfum mikið og fallegt úrval af leslömpum. Silki- og Perga- ment skcrmum. SKERMABÚÐIN. Laugavegi 15. Nú er hann kominn á mark- aðinn, beinlausi freðfiskurinn frá Súgandafirði. Lúða, Steinbítsriklingur, Þorskur. Páll Hallbjðrns, Laugavegi 55. Sími: 3448. Rósól hðrnndsnæring græðir og mýkir hörundið, en sérstaklega koma kostir þess áþreifan- legast fram sé það notað eftir rakstur, sem það aðallega er ætlað til V erkamannabústaðir. SiglufirSi 30. maí. FÚ. I gær var byrjað á byggingu verkamannabústaSa vi'S Noröur- götu á Siglufirði. — Húsin eru samstæðuhús, samtals 36 sinnum 8 metra, tvílyft með 8 íbúöunx alls. Áætlaö verð er unx 70 þús. króna. í smíðum eru nú hér á Siglufirði um 30 hús, inörg stór og vönduð. Til leigu 2 herbergi og eldhús í rólegu húsi, helst fyrir ekh-a fólk. A. v. á. (1794 1 forstofulierbergi til leigu. Uppl. á Haðarstig 2. (1790 1 herbergi með húsgögnum óskast strax. Uppl. í síma 4566. (1787 Forstofustofa í góðu húsi, getur verið með eldhúsaðgangi. — Uppl. í síma 1736 eða 4399. (1786 Forstofustofa til leigu. Uppl. í sima 4258 og 3815. ( (1784 Á Vesturgötu 12 eru tvö sér- stæð hei’bergi til leigu fyrir ein- hieypa. Sérinngangur. -— Uppl. þar. (1781 Af sérstökum ástæðuin er til leigu góð séríbúð. Fálkagötu 20. (1779 Góð forstofustofa með þæg- indunx, til leigu á Óðinsgötu 19, uppi. (1771 Herbergi til leigu á Hverfis- götu 68 A. , (1800 Til leigu sólríkt lierbergi á Bergþórugöu 21. (1799 Til leigu stór stofa og aðgang- ur að eldhúsi. Baugsvegi 25, Skerjafirði. (1798 ■VINNAflí Regnhlífar teknar til viðgerð- ar, Laufásveg 4. (687 Stúlka eða unglingur óskast i vist hálfan daginn. — Uppl. Njálsgötu 15 A, uppi. (1802 Málningar, gluggaþvottur, húsaþvottur. Sími 2148. (1521 Unglingsstúlka óskast til að gæta smábarns. Sími 3699.(1791 Mig vantar góða stúlku sök- um veikinda annarar. Þórdís Bridde, Bárugötu 8. (1783 Drengur, 12—14 ára, óskast á gott heimili i Borgarfirði. — Uppl. í.sima 3128. (1778 Hreinar ullartuskur feaupir Klv. Álafoss háu verði. Afgi’. Álafoss, Þingholtsstræti 2.(544 Mikið úrval af fjöfeenim plöntunx og sumarhiómuni fæst á Suðurgötu 12. Selt til kí. 9Ú> á kvöldin. (1797 Kvenreiðhjól til sölú með tækifærisverði. — Uppl. í fiíma 2841. (1793 Lítill, laglegur hátur með vél óskast. Verðtilhoð nieð uppl. leggist í póst, merkt: „l’óstlíólf" 301. , (1792 Ottoman, með teþpi, er til sölu með sérstöku tækifæris- verði. Einnig tveir körfustókr, Uppl. í Garðastræti 11, miðhæð, kl. 4—9 e. h. í dag og kl. 10—12 f. li. á morgun. (1789 Til sölu: Hjónarúm með Uatt- borði, standgranxmófónn (App- ollo) með plötum, á Egilsgötu 22. (1788 Húsgrunnur á góðum stað til sölu. Uppl. eftir kl. 6 á kvöldin í síma 2070. (1782 Bifreiðar til sölu: 5 inanna di-ossía og vörubifreiðar. Uppl. lijá B. M. Sæherg, Hafnarfirði. Sími 9271. v (1777 Vörubill, l1/^ tonn, allur ný- uppgerðui> til sölu. Simi 2299 (1801 líÆDI 1B Enn þá geta dömur og herrar fengið 1. flokks fæði í Tjarnar- götu 16. Verð kr. 85.00. Sirni 1289. (1713 fTAPAf) fUNDIf)! Rauður telpuliattur tapaðist i gær. Skilist á Ránarg. 26. Sími 4617., (1780 Í.L£l€Al 2 búðir til leigu á Ránargötu 10. ’ (1785 FELAGSPRENTSMIÐJAN 14STIR OG LAUSUNG. 130 fengin fyrst i stað, svo sem áður hefir verið sagt, en hún átti sér ekki langan aldur, að því er séð varð. Hún mjntist ekki á drenginn, er frá leið, tók aftur gleði sina og varð hin sama og áður hafði verið. — Og þó er ekkert líklegra, en að hún hafi munað og saknað. Það fanst á, hvert eitt sinn er hún hafði ekkert fyrir stafni, að ein- hver þungi mundi livíia á sál hennar. Frú Eccles veitti þessu athygli og gildraði svo til, að hún hefði jafnau nóg að gera. — — Caryl hafði konxið að máli við hana fyrir jarðarförina og sagt henni frá undirbúningnum og þeim ráðstöfunum, sehx hann hafði gert. Hann fór varlega í sakirnar og gætti þess, að ýfa ekki liarma hennar. —- En liún svaraði stygglega og lét ekki i Ijós liinn allra minsta vott þakklætis. „Eg sé ekki að þetta hafi hina allra rninstu þýðíngu," sagði hún og lét sér fátt um finnast. — „Og eg kæri mig ekkert um að vita neitt um það. — Þegar fóllc er dóið, þá er það dautt og þar með búið. Eg býst ekki við því, að dreng- urinn minn lifni við aftur, þó að eg arki út í kirkjugarð og Iiorfi á, þegar kistunni er rent niður í gröfina. — Ónei — eg býst ekki við því, Caryl minn. — Þeir dauðu eru farnir og koma elcki aftur." — „Eg — eg liefi skrifað Sehastian," sagði Car- yl með hægð. — „Mér fanst það eins og við- kunnanlegra ....“ „Jæja,“ svaraði Gemnia. — „Svo að þú hefir skrifað Iionum.-------Það er gott. — Það var rétt að iáta liann vita, livað gerst liefir." „Sebastian verður sjálfsagt mjög hryggur," sagði Caryl. . „Hann Sebastian!" sagði Gemma og leit framan í Caryl. — „Nei, þar skjátlast þér Car- yl minn! -— Sebastian verður ekld sorgbitimi — það er áreiðanlegur lúutur. Og hvers vegna ætti hann eiginlega að verða það? — Ekki átti hann barnið!" „Hann mun verða hryggur þín vegna, Genxma. — Þú rnanst kannske, að eg sagði þér frá því, að hann liefði skrifað mér — það var daginn sem .... Nú — jæja — hann skrifaði mér og bað mig að líta inn til þín .... lijálpa þér .... því að .... þvi að þú værir allslaus .... og drengurinn ... „Jæja — gerði hann það,“ svaraði Gemma og það var eins og einhver kergja í röddinni. „Skoðum til!“ / „Já .... og þess vegna kom eg heim til þín .... daginn sem . ... “ „Svo að Sebastian skrifaði! Herra Sebastian, tónskáldið mikla, settist niður og skrifaði þér, að eg væri alls laus með veikan drenginn! — — Mér finst það blátt áfram skoplegt! — Þú fyrirgefur, Caryl minn, þó að eg taki svona til orða!“ | „Eg fæ ekki séð að það sé á nokkurn liátt skoplegt," svaraði Caryi. — „Þú sast heima yfir dauðvona barninu og liafðir ekki neitt til neins. Og hann neyddist til þess að fara frá þér.------Mér fanst það beinlínis faílega gert af Sebastian. Það segir greinilega til um það, að hjartalagið er gott .... þrátt fyrir alt.“ „Jæja — svo að ]ui heldur það. Þú ert alt af sami, gpði drengurinn, Caryl minn. En nú skal eg segja þér nokkúð: Sebastian varðaði ekki hið allra minsta um okkur — mig og dreng- inn. Það sagði eg honum áður en liann fór. — — Eg sagði honum skýrum orðum, að eg von- aðist til þess, að eg sæi hann aldrei framar. — -— Þú mátt gjarnan hafa fyrir satt, að eg liafi rekið hann frá mér eins og liund! Því að það gerði eg.------ Eg misti ncfnilega alla stjórn ó mér.“ j „En vitanlega hefirðu ekki meint neitt með þessu, sem þú sagðir við hann? — Og þú ert náttúrlega fús til þess, að taka hann að þér aftur, eins og ekkert hafi að orðið milli yklcar?“ „Eg veit það ekki. Og mér þykir í ratminni sennilegast, að lxann komi aldrei aftur." „Þú getur reitt þig á að liann kemur — fyrr eða síðar. — Eg skal nefnilega trúa þér fyrir einu, Gemma. — Þú ert nákvæmlega við hans lxæfi. Þú ert eina stúlkan í allri veröldinni, sem getur gert liann liamingjusaman.------Hvern- ig hefirðu nú liugsað þér að taka á móti hon- um, þegar hann kemur aftur?" „Það veit eg ekld. — Hvernig í ósköpunum ætti eg að vita það?“ Og þetta var alveg satt. — Hún vissi yfirleitt aldrei neitt um það fyrirfram, livernig hún mundi taka þessu eða hinu. — — Hún var vönust því, að fara eftir augnablikstilfiiíning- um sinum og þær voru óstöðugar eins og veðr- ið. — — Caryl hefði alveg eins gctað spurt hana um það, hvernig veðrið mundi verða, þegar Sebastian kæmi aftur. — „Ef þú elskar hann,“ sagði Caryl, „ þá tek- ur þú hann i sátt, þegar hann kemur aftur. — Ef þú elskar hann/ ekki, þá rekur þú hann nátt- úrlega frá ]x:r.“ „Elska .... elska . .. . “ sagði Gennna fyrir- litlega.-----„Það er nú svona með þessa ást, eins og hvað annað — hún breytist — kólnar — verður að engu.---------Elska! — Unna hug- ástum! Svei! — Eg elska engan!“ Hún var ails ekki í því skapi núna, að hún gæti verið að kannast við það, að hún elskaði néinn. — , Tveim dögum síðar féklc hún bréf frá Se- bastian. Hún kom með það til Caryls og sýndi honum það. Hún vildi gjarnan að liann laisi það sem bróðir hans skrifaði. — Hún rétti honum bréfið og mælti: „Lestu nú, drengur minn! — Þetta er hara allra skynsamlegasta bréf að mínum dómi.“ Caryl tók við bréfinu og las: L . ..... „Iværa Gemma! , Caryl skrifaði og sagði mér alla söguna

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.