Vísir - 07.07.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1935, Blaðsíða 2
VlSíR <s=vt>q bö=lb ÚPDJURTI Copdell Mull, iitanríkismála- ráðherra Bandaríkj anna, svapar Abessiniustj ópn. Svarið er varfærnislega orðað og ljóst að Bandaríkin vilja engin afskifti hafa af deilunni. Atleiðingarnar. Er rétturinn altaf þeirra, sem ofbeld- inu beita? Washington 6. júlí. FB. Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra, hefir svarað orðsend- ingu ríkisstjórnarinnar í Abes- siniu, — en hún hafði, eins og hermt var í fyrra skeyti, snúið sér til Bandaríkjastjórnar út af deilunni við ítali, með skír- skotun tii Kelloggssáttmálans, og tihnælum um, að Banda- ríkjastjórn miðlaði málum í deilunni. Svar Hull’s er mjög varfærnislega orðað, en gefur Vígbúnaðup Þjódvepja á sjó. Þýska stjórnin sendir stórveldunum greinar- gerð um vígbánað sinn á sjó og fyrirætlanir í þeim efnum. London 6. júlí. I7B. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefir þýska rikis- stjórnin sent ríkisstjórnunum i Bretlandi, Japan, Frakklandi og Ítalíu, greinargerð um yfir- standandi lierskipasmíði Þjóð- verja og fyrirhugaða herskipa- smiði á fjárhagsárinu 1935— 1930. Svo kunnugt sé, hefir enn ekkert verið birt um einstök atriði greinargerðarinnar. (United Press). Utan af landL Skipstjórinn á e.s. Tutti frá Eist- landi kærður fyrir áform um að svíkjast undan að greiða hafnargjöld. Siglufirði 6. júlí. FÚ. Fyrir nokkrum dögum kom hingað til Siglufjarðar smá- skip, Tutti frá Tallin í Eist- landi. Grunur lék á, að það væri í förum milli lands og leiðangursskips frá Eistlandi, utan landhelgislínunar, en leið- angursskip þetta heitir Eisge- rand, og er 3084 smálestir að stærð. Skipverjar af Tutti voru kall- aðir fyrir rétt í fyrradag, og sögðust þeir hafa komið sjálf- ir á bátnum yfir hafið frá Eist- í rauninni engar vonir um, að Bandaríkin láti deiluna lil sín taka, enda er það kunnugt, að hún vill helst engin afskifti af henni hafa. I orðsendingu HulPs er komist svo að orði, að það sé ánægjuefni, að Þjóða- bandalagið sé að leitast við að útkljá deiluna með málamiðl- un, og ennfremur lætur liann þá ósk í Ijós, að væntanlega ná- ist hráðum samkomulag, sem báðir aðilar uni vel við. (Uni- ted Press). landi, og neituðu nokkru sam- bandi við Eisgerand. Eftir miklar vífilengjur meðgengu þeir þó loks, að báturinn hefði verið fluttur frá Eistlandi á þil- fari Eisgerand, og að hann væri nú notaður til póstflutn- inga milli þess og lands, og til flutninga á öðru, sem skipverj- ar þörfnuðust. Eigandi hátsins er hluthafi .í Ieiðangrinum. Bannsókn málsins er nú lokið, og hefir mál verið höfðað á skipstjóra Tutti, fyrir að liafa ætlað að svikjast undan því að greiða hafnargjöld, — en sam- kvæmt lögum ber að greiða hafnargjöld af Eisgerand engu siður en af bátnum. Skipstjór- inn hefir fengið frest í málinu. Síldveiðarnar. Klukkan um 6 e. li. voru 40 veiðiskip komin til Siglufjarð- ar, öll fullfermd. Höfðu þau veitt sildina við Flatey og á Grímseyjarsundi. Var þá von á fleiri skipum. Mörg skip biðu þess, að geta lagt veiðina á land, og voru verksmiðjuþrærnar óð- um að fyllast. Elisabetn, fyrverandi Grikklandsdrotningn, veittur skilnaður frá Georgi — fyrrverandi konungi. Bukarest 6. júli. FB. Áfrýjunarrétturinn hefir veitt Elisabetu fyrrverandi drotningu skilnað frá Georgi, fyrrverandi konungi í Grikklandi. (United Press). Dómsmálaráðherrann gaf það í skyn, í rökfærslu sinni fvrir náðun ofbeldismannanna frá 9. nóvember 1932, að þeim befði i rauninni verið nokkur vorkunn, vegna þess að meiri hluti bæjarstjórnar befði ætl- að að lækka kaup i atvinnu- bótavinnunni. I svonefndum „Ilriflunga-tíðindum", dagblaði þeirra framsóknarmanna, er gengið feti framar í þessu efni og sagt, að sjálfstæðismenn beri siðferðilega ábyrgð á ó- eirðunum, því að þeir hafi ætl- að að fremja „hreint og heint níðingsverk“ á verkamönnum. Þessu er nú því að svara, að það eru aðeins fáir einir af þeim dómfeldu, sem hafa þessa „afsökun“. Þeir eru fæstir verkamenn og átlu fæstir af- komu sína á nokkurn hátt und- ir þvi, hve liált kaup var greitt í atvinnubótavinnu. Hins veg- ar eru þeir allflestir, ef ekki allir, kunnir æsingamenn, sem vitandi vits og yfirlýst vinna að því að koma af stað „bylt- ingu“ og notuðu þetta tækifæri beinlinis í þeim tilgangi. Þess vegna verður þessi kaupgjalds- deila með engu móti notuð þeim til málsbóta. En að sjálf- sögðu gæti hún þá heldur ekki náð til óeirðanna 7. júlí, sem ekki snerlu kaupgjaldið á nokkurn liátt. En það er nú þess vert, að athuga nokkuru nánara þessar „málsbætur“, sem dómsmála- ráðherrann, að minsta kosti að einhverju leyti, byggir náðun- artillögu sina á, og stjórnar- blöðin telja alveg fullgildar. Á það altaf og undir öllum kringumstæðum að vera svo, live nær sem einhverjum hóp manna virðist hann vera rang- læti beittur af stjórnarvöldum, svo að afkonjumöguleikar hans séu skertir, að þessum hóp manna sé þá rétt að gera að- för að þeim mönnum, sem ineð völdin fara, og með hótunum um meiðingar og manndráp, að reyna að kúga þá til að breyta ákvörðunum sínum? Annað hvort er þetta rétt í öllum sam- bærilegum tilfellum, eða þá í engu. Það er kunnugt, að stjórnar- völdin liafa tekið þá ákvörð- un, að takmarka stórkostlega innflutning á byggingarefni. Þeir verkamenn, sem bygging- arvinnu slunda, bíða við þetta stórkostlegt tjón á atvinnu sinni. Það var nú í upphafi tal- ið, að það hefði verið ætlun stjórnarvaldanna, að minka innflutning á byggingarefni — ekki um 30%, heldur að minsta kosti um tvisvar sinnum 30%. Valdhafarnir þóttust þó aldrei hafa fyrirhugað að, minka inn- flutninginn um meira en 30%, eða jafnmikið og ráðgert var að lækka kaupið í atvinnuhóta- vinnunni. Það er augljóst, að byggingarvinna minkar alveg að sama skapi eins og innflutn- ingur á byggingarefni. Með þessari skerðingu á innflutn- ingnum var því stofnað lil 30% eða jafnvel alt að tvisvar sinn- um 30% skerðingar á atvinnu og þar með á tekjum þeirra verkamanna, sem byggingar- vinnu stunda. Verkamenn i byggingarvinnu, sem „höfðu áður fengið 108 kr. á mánuði“ (sbr. ,,Hriflunga-tíðindi“) áttu, samkvæmt ákvörðun innflutn- ings- og gjaldeyrisnefndar og æðri stjórnarvalda, að fá 30% minna framvegis, eða jafnvel tvisvar sinnum 30% minna, eða að verða með öllu atvinnu- og tekjulausir, því að engar ráð- stafanir voru gerðar til að bæta þeim upp þennan atvinnu og tekjumissi. Þessi Ivö dæmi, um verka- menn í atvinnubótavinnu og verkamenn í byggingarvinnu, eru alveg hliðstæð. En á þá sami réttur og sama réttarfar að gilda í báðum tilfellum? Setjum nú svo, að þeir menn, sem afkomu sína áttu undir því, að byggingarvinna stöðv- aðist ekki, hefði tekið sig sam- an, bú'ið sig bareflum og vaðið inn á innflutnings- og gjald- eyrisnefnd og reynt að kúga liana til að breyla ákvörðun sinni, mundu þá „Hriflunga- tíðindi“ og önnur stjórnarblöð hafa haldið þvi fram, að það væri innflutnings- og gjald- eyrisnefnd, sem „bæri siðferð- islega ábyrgð á öllu því, sem af því hefði hlotist, af þvi að hún hefði ætlað að fremja „hreint og beint níðingsverk“ á þessum verkamönnum? — Eða ef þeir hefði ruðst inn í stjórnarráðið og barið ráðherr- ana til óhóta, af því að þeir hefði beitt sér fyrir þvi, að þetta „níðingsverk" yrði fram- ið? Ætli söngurinn í tálknum stjórnarblaðanna hefði þá ekki orðið annar en nú? — Það voru bæjarfulltrúar sjálfstæðis- flokksins, sem aðförinni var beint gegn 9. nóvember 1932. Það voru bara lögregluþjón- arnir, sem urðu fyrir misþyrm- ingunum. • Þess vegna líta stjórnarblöðin mildum augum á mál sökudólganna. En það er engin trygging fyrir því, að þau tæki með svipuðum hætti málstað þeirra manna, sem svo djarfir kynnu að gerast, að beita ofbeldi við innflutnings- og gjaldeyrisnefndina, eða við þá þremenningana i stjórnar- ráðinu, Eystein, Ilarald og Her- mann — eða að Hermann vrði eins leiðitamur að náða, þó að sakir væri þær sömu. Bozsl CégM: Klage- Lied'(flarmljóð). Reykjavík 1935 — Félags- prentsmiðjan. Þetta lag er fyrir stuttu síðan koniið í bókabúðir. Höfundurinn er ungverska stúlkan Rozsi Cég- lédi, píanóleikarinn snjalli, sem Reykvíkingum er kunn orfiin af hljómleikum hennar hér í Ijænum. Hún nefnir lagiö harmljóö. Þaö heföi mátt vænta þess, aö ung stúlka veldi sér annaö yrkisefni. En hún hefir veriö sjúklingur um langan tíma og dvaliö á heilsuhæli erlendis. Þessvegna hefir hún sam- iö þetta lag. Viö eigum því aö venjast aö sorg og harmi sé lýst i dimmum moll-hljómum í tónlist- inni. Þetta lag er undantekning frá þessu aö því leyti, aö þaö er samiö í ,,dúr“. Mér finst nafniö ,,Saknaðarljóö“ ná öllu betur því, sem í laginu felst, eftir minum skilningi á því. Lagiö er mjög fag- urt. Laglinan er söngræn og undir- spilið mjög haglega gjört, og er auðheyrt að höfundurinn veit, hvernig á að semja fyrir píanóið. Væri vel til fallið, að settur yrði ísl. texti við það. Lagið hefir höf- undur tileinkað skáldinu Sigurði Sigurössyni frá Arnarholti ineð þessum orðum: „Komponiert fúr Sigurðúr Sigurðsson, der beste Freund, der beste Dichter“ (Samiö fyrir Sigurö Sigurösson, besta vininn, besta skáldið). Lagiö er auðvelt að spila og þess vert.að það sé keypt. B. A. Nýp vitnisburöur um stjórn socialista á framsóknartuskunum. Vísir hefir áður skýrt frá vitnisburði Jónasar alþm. Guð- mundssonar um það, að nú væri stjórnað liér á landi eftir stefnu- skrá socialista. Socialistar væri húsbændurnir, en framsóknar- menn „þjónarnir“ á lieimili marxistanna. — Það hefir kom- ið fyrir á stjórnmálafundunum, sem nú eru nýlega um garð gengnir, að ýmsir socialistar hafa lýst yfir þessu sama og J. G. — Þannig var það á fundun- um í Eyjal'irði, að Jón Sigurðs- son, erindreki, lét þess getið oft- ar en einu sinni, að socialistar væri yfirmennirnir á stjórnar- fleylunni, en framsóknarmenn óbreyttir hásetar. Það kann að vera, að J. S. hafi ekki komist beinlinis þannig að orði, en meiningin var tvimælalaust þessi. — Eitt Akureyrarblað- anna kemst þannig að orði: „Það er fulltrúi okkar alþýðu- flokksmanna, sem ræður mestu í ríkisstjóminni, það er stefna Alþýðuflokksins, sem er liin ráð- andi stefna stjómarinnar, sagði Jónas Guðmundsson á fundum hér á Akureyri. — Og á Dalvík- urfundinum komst annar al- þýðuflokksmaður, Jón Sigurðs- son erindreki, svo að orði: Eftir kosningamar tók Al- þvðuflokkurinn forustuna og hann hefir haldið henni síðan. Og hinir „innlimuðu“ heygðu höfuð sín i auðmýkt og þögðu við þessu. Þeir vissu að það voru yfirmennirnir, sem þannig töl- uðu.“ Það er nú sagt að framsókn- ar-aumingjunum sárni og svíði, þegar socialistar eru að segja sannleikann i þessum efnum. — Þeim finst, framsóknar-tusk- unum, að oft megi satt kyrt liggja. Og það geti líka verið stórhætlulegt að láta bænda- stéttina vita sannleikann í þessu efni, því að viðhúið megi telja, að þeir kunni þvi illa, að full- trúar þeirra sé bara þrælar so- cialista. , En socialistabroddarnir segja sem svo, að ekki sé til nokkurs hlutar að reyna að dylja þetta lengur. — Framsóknarmenn á þingi og framsóknarráðherrarn- ir sé ekkert annað en vinnu- manna-dulur marxistanna. Þetta viti allir! Herflutningar Ítalíu til Austur- Afríku. London (i. júlí. FÚ. Mussolini flaug i dag til Sal- erno til þess að lita yfir liðs- sveitir þær, sem þar hefir verið safnað saman, til flutninga til Austur-Afríku. Á leiðinni laust eldingu niður i vélina og eyði- lagði loftskeytalæki hennar, en að öðru leyti skemdist vélin ekki. í ræðu sem Mussolini flutti fyrir hermönnunum sagði hann meðal annars, að ítalir liefðu altaf sigrað svarta kynþætti, og ef ástæða væri til, mundi svo fara enn. Seinna í ræðunni sagði hann: Við höfum tekið á- kvörðun okkar og það kemur ekki til mála, að snúa við. Aðalfandnr var haldinn í Leikfélagi Reykja- vikur á föstudaginn var. Á fund- inum voru mæltir 3 4 félags- menn af 52 skrásettum félög- um, og gengu 2 nýir félagar inn á fundinum, en einn sagði sig lir félaginu, önnur úrsagnar- beiðni var tekin aftur. Á fund- inum voru staðfest lög félagsins með undirskriftum félagsmanna að mestu leyti óbreytt, eins og þau liöfðu verið samþykl á fundi 19. apríl þetta ár, og var félagið skv. þeim samvinnu- félag með ótakmarkaðri ábyrgð, en á dagskrá aðalfundar var fram borin breytingartillaga stjórnarinnar þess efnis, að á- byrgðarákvæði laganna yrði breytt í persónulega, takmark- aða ábvrgð. Var sú breylingar- tillaga samþykt á fundinum. Hafði stjórnin notið lögfræði- legrar aðstoðar liæstaréttar- málaflutningsmanns Lárusar Fjeldsted til undirbúnings laga- breytinga. — Þá voru kosnar nefndir skv. félagslögum, í leik- ritavalsnefnd Indriði Waage bankaritari og Þorst. Ö. Step- liensen leikari (ásamt stjórn fé- lagsins), i launanefnd Jakob Möller alþingismaður, Gunn- þórunn Halldórsdóttir verslun- ark. og Hallgrímur Baclnnann rafvirki, en síðar á fundinum var kosin fjárhagsnefnd og í hana Helgi Helgason verslunar- stjóri, Jakob Möller alþingism. og Lárus Sigurbjörnsson rith. Fráfarandi form. skýrði frá störfum á liðnu leikári. Hafði félagið sýnt 7 sjónleiki, samtals 74 kveld og er það næst mesti sýningafjöldi á einu leikári (mest 86 sýningar 1932—33). Aðsóknin að leiksýningunum hafði verið rýrari en áður, og þó fleiri ódýrar sýningar lialdnar. Leikritin voru öll sýnd með reksturshalla nema eitt, Jeppi á Fjalli, en samtals nam reksturs- hallinn á árinu kr. 10548.45 á móti kr. 2961.44 rekslurshagn- aði árinu áður. Á rekstursreikn- ingi námu afskriftir eigna kr. 7355,17. Á efnahagsreikningi námu skuldir samtals kr. 27943.11, þar af til félagsmanna kr. 8020.12, en bókfærðar eignir að frádregnum afskriftum kr. 16435.01 (afskriftir kr. 7355.17) Sjóðsbirgðir voru kr. 504.17, ó- innheimtur styrkur hjá bæjar- sjóði kr. 2000.00 og útistandandi skuldir kr. 1060.69. Eftir því urðu skuldir fram yfir eignir kr. 7943.24 og gerði aðalfundur ráð- stafanir til greiðslujöfnunar á þann hátt, að félagsmenn gáfu eftir 10% af kaupi sínu á árinu en veittu félagjnu jafnframt lán sem nam 15% af viðskiftum við félagið, auk kr. 30.00 fyrir hvern skráðan félaga, og til- færðist höfuðstólsreikningi þannig kr. 5461.65, en brutto- skuldir lækkuðu um kr. 2721.10. Endurskoðaður reikningur af löggiltum endurskaðanda, N. Manscher, og endurskoðanda félagsins, Jakobi Möller, var sið- an isamþyktur með þessum breytingum. , Var þá gengið til stjórnar- kosningar, en fráfarandi for- maður, Lárus Sigurbjörnsson, skoraðist undan endurkosn- ingu, og gerði þá grein fyrir, að þar sem félagið hefði sætt árásum, sem virlust sjjrottnar af pólitískum ástæðum, kærði hann sig ekki um, að láta þau skeyti, sem á sig væri stefnt úr þeirri átt, standa á félag- inu, en mæltist til þess, að fé- lagsmenn kysu Har. Á. Sigurðs- son konsúl í sinn stað. Var Har. Á. Sigurðsson síðan kosinn for- maður með samhljóða atkvæð- um. Brynjólfur Jóhannesson og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.